West Ham á sunnudaginn

Fá lið fara meira í taugarnar á mér en lið Sam Allardyce. Bæði vegna þess að fáir menn fara meira í taugarnar á mér heldur en sjálfumglaði Ferguson hvolpurinn Allardyce og eins vegna þess að hans ömurlega hugmyndafræði í fótbolta er erfið við að eiga fyrir lið sem vilja meira spila áferðafallegan fótbolta. Reyndar eru fleiri ástæður fyrir því að mér er illa við Allardyce, mannsins sem án gríns klagaði í Ferguson þegar hann tapaði einu sinni fyrir Liverpool undir stjórn Benitez.

Hið sama get ég þó ekki sagt um West Ham enda hafa þeir jafnan viljað spila skemmtilegri fótbolta heldur en kick and run bolta Allardyce. Þeir samt taka öllu sem virkar eftir erfið ár og eru því leiðinlegt lið núna en í sæmilegum málum um miðja deild, sex stigum frá fallsæti. (svona ef við einföldum þetta, please ekki byrja að röfla Allardyce til varnar).

Liverpool ætti með réttu að hafa miklar áhyggjur af þessari viðureign enda okkar helsta vandamál í vetur að eiga við lið sem hafa mikið af líkamlega sterkum leikmönnum, flest lið hafa átt auðvelt með að bully-a okkur sem er áhyggjuefni. Liverpool meira að segja styrkti West Ham fyrir tímabilið í þessari deild á kostnað okkar með því að lána, LÁNA þeim dýrasta leikmann í sögu Liverpool. Ég hefði alveg viljað eiga þann kost í þessum leik að geta notað Carroll gegn tröllunum í West Ham, bæði í vörn og sókn. A.m.k. frekar en að lána hann þangað, en það er gömul og útrædd saga.

West Ham gæti eins og mörg lið nýtt sér veikleika okkar í þessum leik líkt og þeir gerðu í fyrri leik liðanna í vetur. Liverpool reyndar vann þann leik en ekki beint glæsilega. Leikurinn fór 2-3. Liverpool komst í 0-1, West Ham í 2-1 en Liverpool náði að koma til baka og sigra í fyrsta skipti síðan það þótti nokkuð skondið að planka.

Vörnin/varnarleikurinn er síðasta púslið sem Rodgers þarf að ná tökum á til að Liverpool geti farið að sýna einhvern stöðugleika. Hugmyndafræðin er mjög flott og líklega er Liverpool núna að spila fótbolta sem þarf ekki mikið upp á til að fari að skila betri árangri, raunar hefur liðið verið eitt það besta núna á seinni helmingi tímabilsins. Það sem vantar að mínu mati og sérstaklega gegn liðum eins og West Ham er tvo fljóta og líkamlega sterka menn í hryggsúluna. Einn í miðvörðinn sem myndi þá vinna með Agger og annan í varnarskylduna í vörninni.

Vörnin er alltof of berskjölduð í leikjum sem helgast af því að liðið er að verjast of aftarlega og bjóða þannig hættunni heim. Nánast öll lið fá 1-3 dauðafæri í leikjum gegn Liverpool og allt of mörg skora einmitt líka 1-3 mörk gegn Liverpool. Enginn af Skrtel, Agger, Carragher eða Coatas telst vera hraður leikmaður. Skrtel og Agger eru kannski ekkert hægir en þeir eru báðir þannig að þeir þyfrtu að hafa fljótari mann með sér þegar vörnin er svona berskjölduð. Carragher hefur verið mjög sterkur og bindur vörnina betur saman en t.d. Skrtel gerir en hefur heldur engan hraða og það er stór galli. Coates virðist síðan ekki njóta trausts og virðist ekki tilbúinn í ensku úrvalsdeildina (gæti breyst með nokkrum leikjum).

Bakverðirnir eru báðir mun sókndjarfari en við þekkjum frá fyrri liðum Liverpool og ofan á það er coverið á miðjunni ekki eins gott og það var þegar við vorum jafnan með tvo djúpa miðjumenn (Hamann/Alonso – Macherano/Alonso).

Lucas hefur ekki sama kraft til að sópa upp fyrir bakverðina og hann hafði áður en hann meiddist og er að verja mun stærra svæði núna en en áður. Aðrir sem spiluðu þessa stöðu í fjarveru Lucas voru mun verri. Það er því ekki skrýtið að núverandi hópur virðist fúnkera best þegar spilað er með 3 á miðjunni á kostnað sóknarþenkjandi leikmanns. Ég held t.d. að form Skrtel/Agger/Carragher sé ekki tilviljun og að þeir hafi bara allt í einu gleymt því hvernig á að spila fótbolta. Það er eitthvað gap í leikkerfinu sem ekki hefur náðst að stoppa upp í og verður líklega ekki gert nema með mannabreytingum eða breytingum á leikkerfi. Vörnin fær ekki nægjanlegt cover. Ég er t.d. nokkuð viss um að frábær leikmaður eins og Sami Hyypia í fanta formi væri í alveg sömu vandræðum hjá Liverpool í þessu leikkerfi og með þetta cover eins og núverandi varnarmenn liðsins eru.

Miðjan er heldur ekki eins góð í að verjast og hún var t.d. undir stjórn Benitez, Gerrard er augljóslega orðinn eldri og hefur ekki sömu yfirferð þó hann sé að þróast á annan hátt og er ennþá algjör lykilmaður hjá okkur. Allen hefur verið hálfur maður í nokkra mánuði og Lucas er ekki eins kröfugur og hann var áður en hann meiddist. Eins er t.d. Downing ekki eins góður að verjast eins og t.d. Kuyt var þó Downing skili mun betra jafnvægi og vinni betur með bakverði heldur en t.d. Sturridge eða Suarez út á kanti. Henderson er eini miðjumaðurinn sem hefur leikið af krafti á miðjunni og er vonandi í framtíðarplönum Rodgers. Hann er þó meira sóknarþenkjandi miðjumaður og okkur kannski vantar svipaða týpu bara varnarþenkjandi.

Rodgers leiðrétti mistökin úr Southamton leiknum og hafði Sturridge á bekknum og þrjá á miðjunni í síðasta leik. Það var mun skárra frá okkar mönnum og vonandi verður svipað upplag í þessum leik. Eina sem ég er ekki viss með er hvaða tveir af Downing, Coutinho og Sturridge byrja leikinn. Ég trúi því ekki að hann taki Henderson út og setji Sturridge inn í hans stað. Liðið gegn Southamton var með 7 af 11 sem verða að teljast sóknarþenkjandi, allir fyrir utan Reina, miðvarðaparið og Lucas. Það var augljóslega of mikið og fór illa.

Ég spái því að Rodgers stilli upp sama liði og síðast og eins að Allardyce treysti áfram sama liði og vann góðan sigur á West Brom 3-1, nema hvað Andy Carroll sem skoraði tvö í þeim leik má ekki spila þennan leik.

Liverpool - West Ham line up - upphitunAðal slagurinn verður á miðjunni og ég óttast Diame ef hann er heill heilsu og í stuði. Þar er mögulega leikmaður með þann hraða og kraft sem okkur vantar. Eins er Cole öflugur í frammlínunni og einhver sem getur skallað bolta niður fyrir Jarvis, Nolan og Vaz Te að sækja á.

Joe Cole er auðvitað tæpur fyrir þennan leik sem kemur ekki að sök þar sem hann má ekki heldur spila gegn Liverpool. Mark Noble og McCartney eru einnig á meiðslalistanum.

Hjá Liverpool eru Borini og Kelly einu langtímameiðslin þó báðir séu farnir að æfa og það með bolta. Raheem Sterling er einnig meiddur. Aðrir eru klárir í slaginn.

Andinn í hópnum virðist vera góður og t.a.m. virðist Uruguay hafa unnið Braselíu í skallatennis í gær

Spá: Liverpool hefur ekkert annað að gera það sem eftir lifir vetrar en að safna stigum og sjá hvert það leiðir okkur. Nokkrir leikmenn hljóta að vera spila fyrir framtíð sinni á Anfield og er óskandi að liðið endi þetta tímabil með meiri sóma en það síðasta. Við erum nú þegar að verða búin að fá jafn mörg stig og liðið fékk í fyrra og liðið hefur verið að slípast ágætlega eftir því sem líður á veturinn.

Spái því að Suarez afgreiði þennan leik með tveimur mörkum og að Reina haldi búrinu hreinu. 2-0.

 

14 Comments

  1. Þið eruð þokkalegir snillingar sem skrifið þessar upphitanir.

    Ætla tippa á 5-1 sigur. Suarez fer í sparibuxurnar og skorar 4, fiskar víti og rautt spjald.

  2. Sæll Babu og takk fyrir upphitunina.

    Held að þú hafir gleymt að nefna Allen þegar kom að minnast á langtímameiðslin. Fór hann ekki annars í þessa axlaraðgerð um daginn???

    Annars er ég feginn að Carroll megi ekki spila þennan leik, hann hefði farið illa með vörnina eins og hún hefur spilað undanfarið.

    Reikna með að við tökum þennan leik, svona frekar þægilega.

  3. Flott upphitun.

    Spennandi umferð, WBA vs Arsenal og Tottenham vs Everton. Ef við vinnum þennan leik þá náum við að minnka muninn eitthvað á liðin fyrir ofan okkur.

    Lýst vel á uppstillingu Babu og svo sjáum við Sturridge koma inná í seinni.

    Spái þessu 3-1

  4. Takk fyrir góða upphitun. Ég er sammála byrjunarliðinu og tel líklegast ad Rodgers veðji á óbreytt lið frá síðasta leik en tel þó einnig hugsanlegt ad Rodgers prófi Sturridge í stað Downing. Hér koma svo nokkrir áhugaverðir punktar um leikinn, fengnir að láni frá Guardian
    • Brendan Rodgers’s men have scored 20 goals in their past six home league games, have averaged three per game in their past six in total and have scored more at this stage of a campaign (59) than in any of the past 17 seasons.
    • Steven Gerrard has been involved in 18 Premier League goals this season as either scorer or creator. Only in 2008-09 (25) and 2007-08 (19) has he been more productive
    • West Ham are without a victory in their past 40 league visits to Anfield dating back to September 1963, when goals from Martin Peters and Geoff Hurst secured a 2-1 win
    • Philippe Coutinho has three times as many assists for Liverpool in six appearances (three) as Joe Cole managed in 26 games for the club (one)
    • Sam Allardyce has lost all of his past eight visits to Anfield in the top flight

  5. Eina sem eg veit er það að suarez hefur ekki skorað i siðustu 2 deildarleikjum sem þyðir það að hann mun smella i þrennu a morgun ef ekki fernu 🙂

  6. Eru þá Carroll og Cole ekki gjaldgengir í þessum leik? Það er gott að heyra!

    Ég hlakka mikið til að sjá þennan leik því eins og bent er á hérna að ofan að núna gefst mjög gott tækifæri til að saxa aðeins á efri liðin. Ég vona innilega að LFC mæti vel stemmdir í þennan leik og haldi áfram að spila góðan fótbolta.

    Segjum 2-0 með mörkum frá Suarez og Gerrard í seinni hálfleik.

  7. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Vona að Rodgers prófi Sturridge á kostnað Downing, sem, þótt hann hafi spilað vel núna seinni hlutann, á ekki þátt í nógu mörgum mörkum. Það er samt sem áður engin sérstök ástæða til að breyta liðinu síðan í síðustu viku og Sturridge á ekkert að eiga fast sæti í liðinu frekar en einhver annar (fyrir utan Suarez og Gerrard). Þetta eru svo sannarlega áhugaverðar tölur sem Suso setur inn, þá sérstaklega varðandi Steven Gerrard. Hann spilar aftar en oftast áður en leggur samt meira til sóknarleiksins. Leikurinn fer 4-1 fyrir okkur og við náum að draga á liðin fyrir ofan okkur. Við munum samt ekki ná mikið meira en 62-63 stigum á tímabilinu sem mun líklega ekki duga í 5. sætið (Evrópusætið). En mikil framför frá því í fyrra.

  8. Var að vakna og að sjálfsögðu að skoða kop.is og við bara tökum þetta frekar snemma í leiknum og þá opnast allt.

  9. Sturridge kemur pottþétt inn fyrir Coutinho,
    Það verður fjör í dag!

  10. The Reds team in full is: Reina, Johnson, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Henderson, Downing, Coutinho, Suarez. Subs: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso, Assaidi, Sturridge.

Opin umræða

Liðið gegn West Ham