Opin umræða

Ekkert að frétta hjá Liverpool. Geisp.

Annars var helgin ágæt. Neil Warnock og Martin O’Neill reknir þannig að það fækkaði um tvo leiðinlega í enska boltanum. Rafa ullaði á Fergie. Evrópukeppnirnar framundan næstu þrjá daga áður en við einbeitum okkur aftur að deildinni um næstu helgi. Eitthvað slúður um Liverpool en ekkert sem mark er á takandi … ennþá.

Hér er mynd af tveimur leikmönnum sem voru nánast afskrifaðir fyrir jól. Mér finnst erfitt að sjá hvernig þeir geti verið annað en fastamenn í liðinu í dag. Getum við ekki gefið Brendan Rodgers smá kredit fyrir að hafa náð Jordan Henderson og Stewart Downing í gang?

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

68 Comments

  1. Henderson hefur nú ekkert verið ofnotaður af Brendan Rodgers þrátt fyrir góða frammistöðu í öllum leikjum sem hann hefur fengið að koma inn á.

  2. Ég er ánægður með Rodgers, klári Liverpool næstu tvo leiki og verði með í baráttunni um Evrópusæti fram í síðistu umferð er þetta mjög gott tímabil hjá honum.

    En ég gef lítið fyrir hann hafi komið þessum mönnum eitthvað í gang. Held að Henderson sé einfaldlega að bæta sig vegna þess að hann er ungur, hæfileikaríkur og vinnusamur. Veit ekki betur en Rodgers vildi losna við hann síðastliðið sumar. Ætti frekar að gefa Henderson kredit fyrir að hafa náð Rodgers í gang 🙂

    Downing, hver hefði ekki fengið meira út úr þeim manni en á síðasta tímabili, maðurinn var hörmung en er núna allt í lagi. Vona Liverpool styrki sig nægilega mikið í sumar til að Downing fari á bekkinn.

    Tek samt fram að ég hata ekki Downing, var aldrei sáttur við kaupin, en hann er Liverpool maður og ég virði það, hann hefur átt góða leiki á tímabilinu. En heilt yfir lítið annað en meðal leikmaður í mikilvægu liði.

  3. Málið með Downing er að hann er svo fyrirsjáanlegur. Tekur hægri, vinstri, hægri og svo fyrirgjöf. Þá burtséð frá því hvort einhver er í teignum eða ekki, það virðist ekki skipta máli hjá honum. Einum og einhæfur og það væri frábært að fá flottann fastamann í þessa stöðu og hafa Downing á bekknum.

    En hvernig ætlar BR að koma Sturridge aftur inn í þetta lið ?

  4. Þar sem það er smá mánudagur í fólki í dag þrátt fyrir að staðreyndi sé sú að það sé þriðjudagur, þá ætla ég að kasta á ykkur einni sturlaðri staðreynd.

    Andstæðingar Liverpool hafa skorað fjögur mörk fyrir hönd Liverpool þetta tímabil og eiga þeir allir eitt sameiginlegt. Eftirnafn þeirra byrja á bókstafnum B

    Sept, Norwich 2 – 5 Liverpool, Barnett skorar sjálfsmark
    október, Everton 2 – 2 Liverpool, Baines skorar sjálfsmark
    nóv, Tottenham 2 – 1 Liverpool, Bale skorar sjálfsmark.
    Jan, Liverpool 5 – 0 Norwich, Bennett skorar sjálfsmark.

    Gaman af þessu ..

  5. Ég held að við munum sjá Rodgers stilla upp Coutinho – Sturridge – Suarez sem fremstu menn og svo verða þeir Hendo – Gerrard – Lucas á miðjunni út tímabilið.
    Núna eru fáir leikir eftir og það er ekki pláss fyrir neina tilraunastarfsemi með byrjunarliðið, svo framarlega að það meiðist engin þá vil ég að hann noti sama byrjunarliðið út þetta tímabil. Sama lið og í seinasta leik nema að Downing fer út fyrir Sturridge nema kannski á móti Chelsea og Everton þá held ég að Downing virki betur vegna vinnuframlags.

  6. Góð fótboltahelgi að baki, svona að mörgu leyti.

    Lykilatriðið hjá LFC er að klára mótið með stæl.

    Það er lúxusvandamál að Sturridge eigi ekki fast sæti í liðinu okkar 🙂

    Draumurinn fyrir næsta tímabil væri að styrkja vörnina með 2-3 sterkum leikmönnum plús Alonso… Plíííís!!

  7. Ég hef sjálfur ekki verið neinn aðdáandi Henderson ,,,hingað til,,,, en hann má þó eiga það að hann hefur unnið sig gífurlega á undanfarin misseri.

    Í dag kemst hann ansi nærri því að vera minn uppáhaldsleikmaður í Liverpool, af sömu ástæðu og Kuyt var það á sínum tíma. Henderson var hálfpartinn búinn að vera hjá Liverpool, sérstaklega þegar Allen var keyptur og það átti að nota H-manninn sem skiptidíl fyrir Dempsey.

    En hvað gerði hann? Hann hefði getað púllað prímadonnuna og mætt í fjölmiðla til að gráta yfir óréttlæti heimsins.

    En nei, þetta var hundsbit sem hann tók á kassann og gíraði sig bara upp í baráttuna um sæti í liðinu. Og hann uppsker skv. því. Hann hefur án nokkurs vafa verið um það bil 1000 sinnum betri en Allen á þessu tímabili, hann kvartar ekki, hann er bara tilbúinn þegar kallið kemur.

    Horfið aftur á markið sem hann skoraði um helgina. Sendingin frá Coutinho var auðvitað algjör gullsending, en mér fannst ég sjá í aðdragandanum að Henderson hefði séð glufuna til að hlaupa í. Það þarf góðan leiksskilning til þess að taka þetta hlaup, sérstaklega af miðjumanni sem er ekki beint þekktur fyrir markaskorun.

    Afgreiðslan var í hæsta gæðaflokki. Meira að segja Fowler sjálfur hefði orðið stoltur af þess háttar afgreiðslu. Hann vissi allan tímann hvað hann ætlaði að gera, tók sér tíma og beið eftir rétta augnablikinu.

    Þetta er maður sem hefur bætt sig mikið frá síðustu leiktíð og hefur unnið sig gífurlega upp í áliti – í það minnsta hjá mér. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut.

    Homer

  8. Alveg hreint með ólíkindum hvað Sunderland er leiðinlegt fótboltalið, enda endurspeglar stjóravalið hjá þeim síðustu ár það. Peter Reid, Mick McCarthy, Roy Keane, Steve Bruce og Martin O’Neil. Ekki mun ég gráta ef þeir falla úr PL.

    Annars þá er ótrúlegt hvað manni fynnst leikur Liverpool breytast við það að hafa Henderson á miðjunni, yfirferðin á þessum gæja er ótrúleg og alltaf er hann tilbúinn til að berjast og hlaupa fyrir aðra í liðinu.

    Einnig ber að hrósa honum fyrir það að vera ekki að grenja í blöðunum um að hann fái ekki að spila eins og í haust, heldur tók hann sig saman í andlitinu og barðist fyrir sínu sæti. Sæti sem hann er með réttu löngu búinn að vinna sér inn að mínu mati.

    Ótrúleg að hann komi úr Sunderland.

  9. Það væri algjör snilld ef það kæmi annar Suður Ameríkani í framlínuna í sama gæðaflokki og Suarez og Coutinho. ´Þá væri liðið komið í ansi háan gæðaflokk. Spurning samt hvort Borini hafi ekki verið keyptur á hægri kantinn. Efast um að hann hafi verið keyptur til að sitja á bekknum. Sterling, Sturridge og Downing þá varamenn.

    Svo skilur maður ekki afhverju Henderson er svona lítið notaður. Hann er okkar besti maður milli miðju og sóknar. Mér finnst hann og Jonjo vera okkar menn í dag í framliggjandi miðjumannsstöðuna og Allen meira í samkeppni við Gerrard. Kannski er planið að kaupa kanónu í þessa stöðu og láta Henderson og Jonjo vera varamenn.

    En forgangskaup hljóta vera vara vinstri bakvörður, vara varnarmiðjumaður og varnartröll í byrjunarliðið.

  10. Jæja félagar.

    Til hamingju með páskasigurinn. Eftir síðasta leik þegar mínir menn unnu þá fengu vinnufélagarnir dísæta sigurköku sem ég hét á þá ef við myndum vinna eða gera jafntefli við Tottenham…allir vita hvernig það fór. Ég hét því þá að baka köku handa þeim fyrir hvern sigurleik og í morgun mætti ég með velsætt Graskersbrauð sem vinnufélagarnir smjöttuðu á. Þau höfðu orð á því að þau hefði fylgst vel með Liverpool og sumir jafnvel glaðst yfir sigrinum því þau vissu að þau fengju köku. Við gætum stækkað stuðningsmanna hópin með því að lofa köku fyrir sigur. Ég mun baka sigurkökur með bros á vör fram á sumar og hafa þær sætari og sætari með hverjum sigri sem vinnst. Ef okkar menn enda í 5. sæti kemur STÓR og SÆT rjómaterta með mér í vinnuna.
    Nú þarf bara að vinna West Ham og þá er hægt að hefja undirbúning fyrir Árshátíðina…endilega komið með tillögu að köku ef við skyldum vinna West Ham hvað á að bjóða uppá.

    Þangað til næst
    YNWA

    Og sjáumst á árshátíðinni 🙂

  11. Varðandi Henderson / Downing resurrection þá er ég bara alveg á því að BR á hrós skilið ásamt að sjálfsögðu leikmönnunum sjálfum. Það var alveg vitað að það væri talent í þessum mönnum og flestallir viðurkenndu það, hinsvegar var kaupverðið á þeim það hátt að menn gerðu eðlilega kröfu um mikinn árangur sem síðan skilaði sér ekki einhverra hluta vegna. BR hefur tekist að snúa þeirri þróun við…..reyndar finnst mér hann hafa náð því með fleirri leikmenn.

    Ég er þó þeirrar skoðunar að Downing verði seldur í sumar, sérstaklega ef við komumst ekki í neina Evrópukeppni. Hann er á þannig aldri að markaðsverð hans droppar hratt með hverju tímabilinu sem líður og það er ekki hægt að segja að hann sé lykilleikmaður í liðinu og m.v. þann stað sem liv er á í dag þá er hann of dýr til þess að vera valkostur af bekknum. Því held ég að honum verði fórnað til þess að fjárfesta í aðrar stöður enda tel ég möguleika á því að nota borini / sterling í þessa stöðu.

  12. Er ekki sammála mönnum hérna með Downing held hann sé mikilvægari en menn halda vinnuseminn og varnar vinnan er mikil hjá honum,það er ekki hægt í mörgum leikjum að fórna vinnu semi fyrir kannski flínkari leikmann fram á við þó það væri skemmtilegra.En ég get verið sammála að hann er einginn heimsklassa kantari en hann er notaður mikið og það er ekki að ástæðulausu.Annars segir Hómer allt sem segja þarf um Henderson.

  13. já… sælir vinir og þjáningabræður..

    draumakaup sumarsins er án efa cristian eriksen… veit alveg að hann er miðjumaður og allt það… en hann er klárlega maður sem myndir gjörsamlega binda miðju,sókn og vörn saman á sama hátt og gerrard gerir…

    það verður líka gaman að sjá hvernig varnarmálin þróast í sumar og ég geri ráð fyrir einhverjum powerplay kaupum þar.. hvort sem það verður enskur leikmnaður eða ekki…

    en ég verð að segja það að ég hef geðveika trú á rodgers í stólnum og hann sé að fara vera þarna í einhver ár og miðað við boltann sem liði spilar í dag þá er ég ekki í nokkrum vafa um að næsta ár verði klárlega endað ofar en þetta seasonið… tilfinning sem hefur ekki verið undanfarin 4 ár eða svo…

    gaman að þessu… YNWA

  14. Eitt meginverkefni nútímaknattspyrnustjóra er að finna rétta jafnvægið í leik liðsins. Stilla upp mannskap sem ógnar eins mikið sóknarlega og hægt er, án þess að það bitni á gæðum varnarleiksins. Brendan hefur mikið verið að prófa sig áfram með þetta í vetur og þurfti svo að halda áfram með tilraunirnar sínar eftir janúar gluggann þegar Coutinho og Sturridge bættust í hópinn.

    Miðað við þá leiki sem við höfum spilað undanfarið sýnist mér við ekki finna rétta jafnvægið með Coutinho, Suarez og Sturridge alla inni í einu. Knattspyrnuhæfileikar Coutihno eru óumdeildir, og maður sem pródúserar mark eða stoðsendingu í hverjum leik verður að spila, en hann er bæði léttvigtarmaður og gerir regulega taktísk mistök í varnarvinnu. Í 4-3-3 kerfinu sem Rodgers spilar þarf samvinna milli bakvarðar og kants að vera mjög góð. Downing og Johnson eru farnir að spila eins og einn maður, og erfitt að brjóta þann dúett upp. Ef t.d. Suarez færi út á hægri kantinn yrðum við ansi oft berskjaldaðir (eða hitt, Johnson yrði að liggja í vörn og fengi ekki að njóta sinna bestu styrkleika). Sama hefur gerst þegar Suarez hefur farið á vinstri kantinn. Að ekki sé talað um þegar hann fer að reyna að klobba menn rétt fyrir utan okkar vítateig!?! Enrique og Coutinho eru ennþá dálítið úti á þekju í sinni samvinnu sem opnar okkur varnarlega. Ef það á síðan að troða bæði Sturridge og Suarez inn í liðið verður að fórna einum af þremur miðjumönnunum og eins og best sást á móti Southampton (en líka á móti Tottenham) bitnar það illilega á varnarleik liðsins (aðallega vegna veikingar miðju).

    Þ.a. mín niðurstaða eins og hópurinn er núna, er að besta jafnvægið í uppstillingu náist með Suarez frammi, Coutinho og Downing á köntunum, Gerrard, Henderson og Lucas á miðjunni, sem geta þá bæði þétt fyrir framan vörnina og aðstoðað Coutinho/Enrique á meðan þeir eru að stilla sig saman. Þetta er alveg ágætis lið. Fullt af mönnum sem geta skorað mörk, ekki síst eftir að Henderson fór að leggja til eitt og eitt. Johnson fær að njóta sín vel og Gerrard nýtur góðs af hlaupum Henderson. Varnarlega erum við þó varla meira en þokkalegir. Berskjaldaðir í föstum leikatriðum og ráðum illa við 100 kg sentera.

    Þess vegna er mig farið að dreyma um það að skipta Lucas út fyrir stóran svartan afrískan varnarmiðjumannsdrjóla, eins og annað hvert lið í deildinni er komið með. Sterkan niðurbrotsmann sem getur tekið rispur framávið, skorar eitt og eitt mark og síðast en ekki síst, styrkir okkar augljósa æpandi veikleika í föstum leikatriðum. Svoleiðis leikmaður plús hafsent í hæsta gæðaflokki og ég held í alvöru talað að við værum komin með ansi hreint þétt og gott lið. Erfitt að brjóta okkur niður varnarlega, næg gæði til að opna hvaða vörn sem er, drjólinn myndi virka eins og hálfgerður lífvörður fyrir Gerrard sem gæti þá stjórnað spili í nokkur ár í viðbót og dúndrað inn einu og einu marki. Ég held að þetta sé spennandi leið. Er samt pínu hræddur um að Rodgers vilji frekar fá enn eina fluguna þarna inn á miðjuna, suðandi í kringum boltann. En við sjáum til og vonum það besta.

  15. Ef að varnarmiðjutröll frá Afríku kemur inn í liðið þá færir Lucas sig framar. Hann mun seint fara út úr liðinu.

    Varðandi C.Erikson hjá Ajax þá er hæpið að Liverpool nái að landa honum en þeir virðast samt ætla að reyna það ef marka er slúðrið. Ekki amaleg miðja, Gerrard, Lucas, Eriksen og þokkalega gott lið!

    Coutinho – Suarez – Borini
    Eriksen – Lucas – Gerrard

  16. Vonandi leyfði Rodgers bara að fá vikugolffrí í Dubai þar sem hann er í banni í næsta leik, hann á það allavega fyllilega skilið.

    Annars er ég sammála um að vera spenntur fyrir Christian Erikssen og ég er 100% viss um að DAgger sé búinn að setja inn gott orð fyrir okkur. Hann eða “varnarmiðjutröll frá Afríku” mun samt ekki koma inn á kostnað Lucas, skil ekki hvaðan sú hugsun kemur.

  17. Ég held það séu tvö forgangsmál í kaupum í sumar, Afleysingarmaður Fyrir Lugas, og tveir Varnarmenn, liðið hefur verið að skora, það hefur bara ekki varist og þess vegna töpum við leikjum þegar við yfirspilum andstæðingana. Vona að Xabi komi heim en það yrði samt annað áhyggjuefni, 33 og 32 ára megin stoðir á miðjunni er nátturulega ekki framtíðar fyrirkomulag. en það sem vantar er stöðuleika og betri vörn skapar það.

  18. Ahh, kannski rugl í mér. Hélt að hann færi sjálfkrafa í bann fyrir að vera kominn með 5 gul spjöld. Líst samt vel á Erikssen 🙂

  19. það væri algjör snilld ef það tækist að fá David James til að mæta á árshátíð klúbbsins 🙂

  20. Páló, það er ekki möguleiki. ÍBV er í æfingarferð í Englandi frá 9 til 17. apríl. Spila leik við Portsmouth þann 16. apríl. Þannig að DJ er ekki á landinu.

  21. Alveg sammála #18 Whelan.
    Ég held að Rogers ætti að skoða Viera/Yaya leikmann á miðjuna. Þó Lucas sé mjög góður eru hann ekki nægilega góður til að vera í liði sem er að berjast um meistaradeildarsæti.

    Hendo verður lykilleikmaður hjá Liverpool allan sinn feril, Legend!

    Downing verður aldrei neitt nema uppfylling. Ef við ætlum að hafa leikmenn í liverpool sem þurfa bara að eiga einn góðan leik af tíu þá munum við aldrei ná þessu blessaða meistaradeildarsæti. Sama hversu duglegur hann er að vinna aftur.

  22. Úr því sem komið er þá sýnist mér eins og mörgum öðrum, haffsentakaup vera algjör forgangur í sumar. Það þarf mann sem getur dílað við hvaða senter sem er 1 á 1 og er ráðandi í loftinu. Um daginn kom góður pistill frá Babú um möguleg varnarmannakaup, einhver af þeim sem hann nefnir þar ættu að vera lykilkaupin í sumar. Sóknarlega er ég sammála legendinu Ronnie Whelan og stórsenternum Kanil. Downing verður ekki lykilmaður en Rodgers mun ekki þora að spila fjögurra manna sóknarkvartett fyrr en nýr haffsent – eða varnarmiðjudrjólinn verður kominn til liðsins. Ég hef líka grun um að Lucas fari ekki út úr liðinu fyrr en eftir ca. 10 ár. Við megum ekki gleyma hvað liðið hefur verið ótrúlega vængbrotið þegar hann hefur ekki verið með.

    Varðandi sóknarleikinn þá þarf Rodgers að fatta aðferðir Alex Ferguson sem fyrst. Eiga nóg af senterum, sem er skipt út þegar þeir skora ekki og aðrir góðir settir inn. Eiga leikmenn sem eru sterkir karakterar og fara ekki í fýlu þó að þeir byrji ekki inná. Síðustu 20 ár hefur Man Utd. nánast alltaf slátrað litlu liðunum, oft á síðustu mínútunum með marki frá Solskjær eða Hernandez (nýja Solskjaer). Hann hefur alltaf haft nóg af slútturum og það þarf Liverpool líka ef þeir ætla sér eitthvað í deildinni. Stundum er meira að segja Suarez mislagðir fætur og þá þarf einfaldlega að skipta honum út af fyrir annan góðan striker.

  23. Torres til baka? það væri esog að fá vængbrotin örn sem aldrei aftur fýgur til baka. kanski bara að vorkunarsemi, en aldrei fyrir 15 mill, hann er virði kanski helming þess verðs. og hann fengi engann spilatíma hjá liverpool, framlína okkar er betri en þeirra bláu núna, hvað þá þegar Borini Sturage, Suso og Cultinio frá reynslu að aðlögun að enska boltanum.

    ég sé ekki að torres væri leiðin, hinns vegar vantar okkur varnasinnaðan miðjumann og Xabi bæri frábært að fá heim.

  24. Hef aldrei séð hvað er svona frábært við Eriksson. Klappar boltanum alltof mikið og alltaf verið hálfslappur í stórleikjum og ekkert sérlega fljótur, sé því ekki að hann muni meika það mikið í enska boltanum. Hræddur um að hann sé jafn ofmetinn og Simon Kjaer. Danskir leikmenn henta ekkert sérlega vel í ensku deildina.

    Svo bara veit ég ekki lengur með Lucas Leiva. Vörnin hjá Liverpool hefur þrátt fyrir allt verið rosalega mistæk í mörg ár og misjöfn með hann að sweepa fyrir framan. Þegar Lucas er með bestu mönnum Liverpool þá er liðið í mesta lagi í baráttu um 3-6.sætið. Lucas er ekki leikmaður sem stjórnar miðjunni í enska boltanum, það er nú þannig og við söknum Mascherano engu minna en Xabi Alonso. Lucas er líka orðinn meiðslapési svo ég er mjög sammála þessari grein. The Key Player Liverpool Never Really Replaced

    Lucas hefur átt sín bestu hálfu tímabil þegar hann hefur eitthvað að sanna og hann yrði því frábær sem squad player á miðjunni. Hann getur líka spilað stöðuna sem Joe Allen var ætlað að gera fyrir Liverpool og myndi pottþétt fá helling af leikjum.

    Ég vil helst bara selja Joe Allen, Jonjo Shelvey og Borini strax. Ef það tekst að kaupa Xabi Alonso tilbaka (eða Mkhitaryan) og einhvern hraðan klassa varnarbola aftast á miðjuna + að halda Henderson þá erum við í svakalega góðum málum á miðjunni ef Gerrard og Coutinho haldast sæmilega heilir. Strootman (PSV), Camacho(Malaga) eða Wanyama (Celtic) væru t.d. góðir kostir.

    Þá er að kaupa alvöru miðverði í þetta lið. Líst vel á Joleon Lescott sem sumstaðar er verið að orða við okkur. Hann er frábær skallamaður, mikla reynslu og hefur líkamlegan styrk til að fúnkera vel með Agger og stórbæta föst leikatriði hjá Liverpool bæði sóknar og varnalega. Samt fyrrverandi Everton maður svo það væri smá downer. Alveg líka spurning að plokka Christopher Samba af QPR á útsölu eftir að þeir eru fallnir. Kaupa svo anna efnilegan með öðrumhvorum og það sama á við Enrique í vinstri bakk og með Lucas. Við þurfum alvöru player í þá stöðu sem ýtir Enrique í að vera góðan squad player í stað þess að kaupa einhver cover.

    Rodgers sagðist í dag vilja halda Reina og þá er það bara útrætt finnst mér, Jones er ágætis cover þar. Reina er það góður í sínu besta formi og hefur verið að bæta sig það mikið undanfarið að ef hann hefur trú á stjóranum og vill leggja sig aftur fram fyrir Liverpool þá fær hann 1 tímabil í viðbót til að sanna sig. Það eru aðrar stöður sem er meira aðkallandi að eyða peningum í.

    Varðandi sóknina er það bara að vaða í stórlax eins og t.d. Cavani sem myndi henta leik Liverpool fullkomlega. Það þarf alvöru kaup til að bæta núverandi sóknarlínu og gera Suarez og Gerrard spennta fyrir næsta tímabili. Einhver 10-15m punda framherji er bara ekki nóg. Ég vil 1-2 alvöru kaup í sumar.

  25. Merkilegt hvað margir eru búnir að afskrifa Lucas og gleyma því hversu mikið vantaði þegar hann var ekk. Búinn að spila undir getu síðan eftir meiðsli og á helling inni. Eru menn virkilega búinn að gleyma Lucas sem jarðaði miðju City manna í fyrra ?

  26. Ég kann vel að meta taktíska spilara eins og Lucas og ber mikla virðingu fyrir því hvernig hann hefur unnið sig upp hjá Liverpool. Og ég er sammála því að hann var frábær fyrir meiðslin. En já, það er dálítið til í því að ég sé að missa trúna á honum sem framtíðarmanni í nýju liði Rodgers. Ástæðurnar eru nokkrar.

    Hann hefur í vetur spilað langt frá sínu allra besta, og stundum alls ekki nógu vel. Nú er liðið það langt frá meiðslunum að hann ætti að vera farinn að koma sæmilega til. Þ.a. maður veltir því fyrir sér hvort hann muni yfirhöfuð ná fyrri styrk. En jafnvel þó hann nái fyrri styrk, þá:
    Gerir hann lítið sem ekkert fram á við.
    Bætir hann okkur lítið í föstum leikatriðum.
    Þegar liðið er orðið jafnlítið og létt og raun ber vitni, þurfum við að leita leiða til að auka styrk og hæð.

    Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort stærra og fýsískara akkeri yrði betri kostur. Auðvitað yrði það að vera toppmaður, með frábæran taktískan skilning og öflugt niðurbrot.

    Lucas er sannarlega taktískt frábær og þess vegna er hann langbesti kosturinn í aftasta miðjumann eins og staðan er í dag, jafnvel þó hann spili ekki sérstaklega vel að öðru leyti. En svona smávaxið Liverpool lið mun því miður tapa of mörgum stigum í leikjum gegn Stókurum þessa heims til að verða alvöru topplið. Við getum styrkt okkur fýsískt með miðverði eða tveimur, og í þessari stöðu. Ekki öðrum. Og miðvörður er bara ekki nóg til að redda málunum.

  27. 35 þessi grein með Mascherano er léleg, Masch var frábær með Alonso við hliðina á sér en ekki í líkingu við það tímabilið áður en hann fór til Barca og í rauninni var Lucas mun betri það tímabil.

  28. daginn. Það sem ég hef helst útá Brendan að setja er hversu illa honum gekk að halda Andy Carroll innan klúbbsins og lýtur allt út fyrir að hann verði seldur með stærsta afslætti sem sögur fara af í sumar.
    Ég spyr ykkur ( ef einhver er að lesa 😉 Hafið þið oft séð leikmann breyta leik eins mikið og Carroll gerði þegar hann kom inná í úrslitaleik FA cup í fyrra. Liðið gjörsamlega breyttist, varnamenn chelski voru allt í einu óstyrkir og hef ekki hefði komið til mistök dómara þá hefðum við jafnað þann leik og síðan væntanlega unnið.
    Það er alltaf gott að hafa varaplan og án efa getur maður eins og Carroll nýsts okkur vel í mörgum leikjum. Og kannski gætu hornspyrnur okkar skapað usla í liði andstæðinga okkar, í stað þess að skapa okkur sjálfum oftast stórhættu á skyndisóknum..
    Reyndar myndi ég verða súpersáttur og ekki minnast á Carroll né neinn annan, ef við fáum meistara Xabi Alonso til baka.

  29. Já … Lucas umræðan er alltaf klassísk, ég held hinsvegar að hann hafi alveg sýnt sig sem besta miðjuakkerið sem við eigum í dag.
    Hann getur hinsvegar ekki gert að því ef hafsentarir eru brothættir eða markmaðurinn ekki vel upp lagður, en ég held að öllum sé það ljóst en þegar hann var með slitið krossband og með lærið í döðlum í haust þá virkilega saknaði liðið hans.

    Ég hef lengi haldið því fram að það væri forgangsatriði að fá svartan varnardrjóla á miðjuna eins og sumir orða það svo skemmtilega, og sagði það líka í janúar þegar menn voru að setja fram óskalistann. Sérstalkega þar sem Brendan rekur bakverðina hátt upp á völlinn og hann er stanslaust að skilja eftir 3 í vörn, jafnvel færri, þegar LFC er að sækja, þá lít ég svo á að það verði að vera menn með hraða og pung sem hafsentar og miðjuakkeri.

    Við skulum alveg átta okkur á því að Charlie Adam leit bara þokkalega út með Lucas til að þrífa eftir sig og ef Lucas getur látið þannig brandarakalla virka er alveg ljóst að með betri mönnum, getur hann skinið skærar.

  30. Þessi umræða farinn á undarlegan veg, í mínum huga þá á Liverpool 4 lykilmenn.

    Reina
    Lucas
    Gerrard
    Suarez

    ef þessir menn eiga góðan dag þá vinnur Liverpool leiki. Erum hugsanlega að ná að breyta Coutinho eða Sturridge í einn slíkan en okkur sárvantar einn lykilmann í vörnina þó tel ég Agger nógu góðan en honum vantar stabílan félaga með sér til að verða lykilmaður, auk þess vantar greinilega backup fyrir Lucas.

  31. Mikið finnst mér menn vera suddalega fljótir að gleyma, fjarlægðin gerir fjöllin blá og það sem er næst, ja, hvað skal um það segja. Í mínum huga er þetta ekki flókið, Lucas er einn allra besti varnartengiliðurinn í boltanum í dag. Jú, hann hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið, en hversu oft hafa menn verið afskrifaðir algjörlega, en svo þegar menn stíga upp, þá verða þeir ómissandi. Núna er Henderson allt í einu orðinn lykilmaður, leikmaður sem menn kepptust við að rakka niður fyrir ekki svo löngu síðan. Og núna er Masch allt í einu orðinn algjör suddi, maður sem var gagnrýndur gríðarlega á sínum tíma, fyrir svipaða hluti og Lucas, þ.e. að hann væri ekki nógu öflugur sóknarlega.

    Auðvitað eru flestir sem skrifa hér að ofan, öfgalausir þegar kemur að þessum leikmannamálum. Lucas er hrikalega góður sópari og var algjörlega magnaður fyrir meiðslin. Ég allavega ber þá von í brjósti að hann nái alveg upp fyrri styrk og í rauninni hefur maður séð það í sumum leikjum, hann þarf bara að ná upp stöðugleikanum á ný, eins og reyndar margir aðrir. En þetta með einhvern risavaxinn varnartengilið, menn tala eins og að öll stórliðin séu með slíkan í sínu liði sem skalli alla þessa Stoke bolta frá. Ja, eitthvað hafa þeir allavega farið framhjá mér, það er helst Jæja Túre sem kemst í þá grúppu, en hann er nú oftast með einhvern með miklar varnarskyldur fyrir aftan sig.

    Ég er allavega á því að bæta við alvöru miðverði sem getur slegist við þessa stóru og sterku framherja og byggja áfram upp á góðum leiklestri og spili inni á miðjunni. Í slíkt kerfi hentar Lucas afskaplega vel.

  32. Reina
    Johnson Carra Agger Enrique
    Lucas Gerrard
    Downing Henderson Cotinho
    Suarez

    Jones, Coates, Skrtel, Shelvey, Sterling, Suso, Sturridge.

    Bara get einfaldlega ekki beðið eftir næsta leik.

    En afhverju ekki að fá Torres aftur þar sem Chealse skuldar 15 mills og fá hann bara á þann pening og málið dautt

  33. Ég skil ekki alveg þessa umræðu með að við þurfum einhvern svartan stóran svartan afrískan varnarmiðjumannsdrjóla þegar við höfum Lucas, Lucas er frábær í því sem hann gerir, stoppa sóknir og dreifa spilinu.
    Skoðum bara Utd, Barcelona, Juventus, Bayern Munich, Dortmund og svo lengi mætti telja. Eru þessi lið með eitthvert eitt stórt svart tröll sem þeir setja inná í leikjum á móti liðum sem spila svokallaðann háloftabolta(stoke,wba)? Nei, þau spila bara sinn bolta og gengur alveg nákvæmlega samkvæmt því.
    Þá varðandi styrkingu á þessu blessaða liði okkar þá myndi ég ekki telja þörf á enn einum miðjumanninum en ef við myndum fá mann í sama gæðaflokki á Xabi Alonso þá er hann náttúrulega að sjálfsögðu velkominn.
    Við erum með Gerrard,Lucas,Hendo,Allen, Shevley það ætti alveg að vera hægt að rótera þeim. En hinsvegar tel ég nauðsynlegt að skipta Stuart Downing út sem fyrst bara, hann má svosem alveg vera á bekknum mín vegna en þetta er ekki leikmaður sem á heima í toppliði, það er bara þannig.
    Það hefur verið mikill skjálfti og óöryggi hjá hafsentum okkar í ár, Agger ólíkur sjálfum sér og ég Sktel búinn að vera skugginn af sjálfum sér það er ekki fyrr en King Carra kemur þarna inn sem að vörnin fer að halda eitthvað hreinu ( vissulega fylgir náttúrulega að Reina sé að komast í stand). En hann er að hætta eftir tímabilið það er orðið morgunljóst og við þurfum LEIÐTOGA í öftustu línu maður sem getur stjórnað! Það er bara því miður ekki svo auðfundinn eiginleiki

    King Carragher
    YNWA

  34. Ef það er einhver möguleik að fá xabi aftur eiga það að vera forgangskaup hann og gerrard eru bestu miðjumenn sem spilað hafa fyrir liverpool enda árangur liverpool ekki góður eftir að þessi snillingur fór lucas vs xabi einfalt mál lucas út.

  35. Smá pæling með möguleg/væntanleg hafsentakaup.

    Ef við gefum okkur það að Agger er sá eini sem nánast pottþétt á eftir að halda sínu sæti í vörninni, er þá ekki vita vonlaust að fá annan örfættan hafsent?
    Þarf ekki að fá einn réttfættan sem myndi þá spila hægra megin í vörninni með Agger?

  36. Bara svo það sé á hreinu þá eru þessar vangaveltur mínar um Lucas eru einmitt það, vangaveltur. Mér finnst hann flottur leikmaður, hef verið hlynntur honum frá því að ég gerði mér grein fyrir því að Rafa sá sterka kosti í honum, og mér sýnist hugarfar hans vera til fyrirmyndar.

    Ég er að velta fyrir mér tveimur hlutum í grunninn:
    Í fyrsta lagi: Mun Lucas ná fyrri styrk? Það takmarkar mann auðvitað að sjá ekki inn í framtíðina, og þess vegna er erfitt að segja til um það. Sumir gera það á meðan aðrir (Torres, Owen og margir fleiri) detta niður um klassa og ná aldrei fyrri styrk. Ég held að Lucas þurfi að vera upp á sitt allra besta til að vera lykilmaður í liði eins og Liverpool.

    Í öðru lagi: Núna þegar Gerrard hefur hægt á sér (sem hann augljóslega hefur gert í vetur, spilar mun aftar, tekur sjaldnar rispur fram, fer varlegar í tæklingar o.s.frv.) og Rodgers er að hrúga inn léttvigtarmönnum (Allen, Coutinho, Sterling, Suso, Borini, Assaidi svo einhverjir séu nefndir), með þeirri afleiðingu að við erum berskjaldaðri en áður gagnvart fýsískari liðum, velti ég fyrir mér hvort Lucas, jafnvel upp á sitt besta, sé besti maðurinn í varnarmiðjumannsstöðuna.

    Ég held þetta sé alveg umræðunnar virði og ég er mjög þakklátur fyrir öll íhugul og málefnaleg svör. Fátt skemmtilegra en góðar rökræður (og fátt leiðinlegra en marklausar upphrópanir og tilfinningavella).

  37. Verið ekki svona viðkvæmir. Ég hugsa aðeins um hag míns félags.

  38. Nr. 48

    Sá nokkra Nallara sem ég er með á twitter hugsa á svipuðum nótum, fannst það ansi lélegt og bjóst ekki við að sjá svona þankagang hérna.

    Hvað okkur varðar tel ég okkur ekki í mikilli baráttu við Spurs í ár og vona að Liverpool sé ekki það lítill klúbbur að hann fagni mögulega alvarlegum meiðslum bestu leikmanna andstæðinganna.

  39. Maður á bara aldrei að fagna því þegar að íþróttarmenn meiðast, tala nú ekki um þegar það eru verulega alvarleg meiðsli sem geta jafnvel bundið enda á ferilinn.

  40. Það að gleðjast yfir óförum annarra gæti þess vegna komið í hausinn á manni. Hver segir að Liverpool gangi endilega eitthvað betur þótt Bale meiðist? Skil ekki svonalagað.

  41. Æj æj.. mér er slétt sama ef þeir meiðast eða endir á feril þessir kappar eru með trilljónir á ári hverju 🙂

    Kv. Einn jealous

  42. Hvað heilagleiki eru þetta hér. Ég held að Sindri Rafn hafi nú kannski ekki verið að meina að hann hafi beint fagnað því að maðurinn meiddi sig. Líklega að fagna því að liverpool ætti meiri möguleika að færast ofar í töflunni.
    Ég hugsaði þegar ég sá meiðslin í superslómó, UFF hrikaleg meiðsli, aumingja maðurinn, en samt hugsaði ég að þetta gæti komið sér vel fyrir liverpool.. Ætli þeir sem prédiki hið heilaga orð hér hafi ekki flestir hugsað á svipuðum nótum.

  43. Ég held að það sé alveg hægt að spila með coutinho, Suarez, sturridge. En þá þarf að fórna downing en ekki Henderson eins og BR hefur gert.

  44. Varðandi ummæli #48 þá fjarlægi ég þau ekki þar sem þau brjóta engar af reglum Kop.is. Hins vegar tala þessi ummæli alveg sínu máli og ég á mjög erfitt með að skilja hvernig nokkur maður gæti óskað öðrum meiðsla vegna fótboltaliðs. Ég vil sjá Liverpool ganga betur en Tottenham af því að Liverpool sé betra liðið, ekki af því að besti maður Tottenham meiðist.

  45. Brendan shjippaði Carroll út rétt eins og hann reyndi að gera með Henderson og Downing áður en tímabilið byrjaði. Henderson og Downing hafa staðið sig vel á tímabilinu. Downing var á bekknum á meðan Sterling, Suso og Shelvey voru á undan honum í goggunarröðinni. Náttúrulega fáránleg ákvörðun enda Downing töluvert meira solid heldur en þessir kjúllar.

    Hver er að segja að Carroll hefði ekki verið solid eins og Henderson og Downing?

    Ég held að til að Brendan sé samkvæmur sjálfum sér þá eiga Downing og Henderson litla framtíð fyrir sér hjá klúbbnum. Annað meikar ekki sens. Þú selur ekkert leikmenn sem þú ætlar að nota til framtíðar nema þú sért á kúpunni og verður að gera það.

    Var svona lítill peningur til síðasta sumar að það þurfti að fara í allskyns desperado aðgerðir?

  46. Sælir- Eflaust hef ég ekki mikið vit á fótbolta en ég mun aldrei skilja það ef við getum ekki notað Andy Carrol. Hann gefur okkur allt öðruvísi möguleika og vídd í stöðunni sóknarlega og er með góða boltameðferð þó stór sé. Hann getur alveg spilað í liði með þessum tæknitröllum hjá okkur :), hann er góður fótboltamaður og á eftir að verða miklu betri ef rétt er unnið með hann.

    Andy Carrol til Anfield !!!

  47. Tók það skýrt fram að ég óska ekki mönnum meiðsli og mér þætti þetta leiðinlegt, en ég var samt “glaður” af einhverri ástæðu, kannski útaf ég þoli hann ekki og ég þoli ekki að sjá Tottenham fyrir ofan okkur. Ég vona að hann sé ekki alvarlega meiddur eða að þetta séu meiðsli sem enda ferillinn. Tottenham með Bale er bara svona miklu betra lið en þegar hann er ekki með. Þeir gætu farið að tapa stigum, og ég eins og margir aðrir vilja að liðin fyrir ofan okkur tapa stigum.

    Og auðvitað er Liverpool betra lið en Tottenham. Við vorum bara lengur að slípa okkur í gang 😉 Eins hræðilegur og fyrri hlutinn var er staðan í dag ekki svo slæm. En ég horfi ennþá á meistaradeildina og á meðan bestu leikmenn liðana fyrir ofan okkur meiðast, þá græt ég ekki.

  48. Sammála að fá Carroll til Anfield. Augljóst mistök að hálfu Rodgers að frysta hann svona. Hann átti sinn besta leik í bikarúrslítunum og er verðlaunaður af Liverpool með að lána hann út og Borini markamaskínan keyptur til að fylla stöðu hans. Ég er nokkuð viss að við værum að berjast um 4 sætið ef við höfðum haldið í Carroll. Hann hafði ekki meiðst útlegðini hjá West Ham svo er hann bara miklu betri sóknarmaður enn Borini jafnvel Sturrigde líka..

  49. Nú var Vertonghen valinn leikmaður Mars mánaðar 2013 og þá datt mér í hug eitt.

    Ég held að Liverpool menn og Suarez geti gleymt því að hann verði valinn leikmaður tímabilsins á Englandi. Af hverju segi ég þetta spyrjið þið kannski, jú svarið er einfalt.

    Langbesti leikmaður tímabilsins sem er einnig lang markahæstur í úrvalsdeildinni og spilar með Liverpool hefur ALDREI verið valinn leikmaður mánaðarins tímabilið 2012-2013.

    Er þetta eðlilegt?

    Það er svo augljóst að knattspyrnusambandið er með algjört óbeit á Suarez og eru algjörir bölvaðir rasistar.

  50. 63

    Eina sem getur komið í veg fyrir að Suarez fá nafnbótina leikmaður tímabilsins er að Bale fái þau vegna þau vegna að hann er breti og dettur flottar en okkar maður. Já eða Ferguson hringir í enska knattspyrnusamb. og segir að RVP eigi að fá þau.

  51. Í vetur hefur liðið oft skort þann líkamlega styrk til að vinna leiki. Ég er á þeirri skoðun að Andy Carroll hefði breytt ásýnd og stöðu liðsins í mörgum þeirra leikja sem töpuðust gegn ´lakari´liðum. Sálfræðilega skiptir gífurlega miklu máli að leikmenn upplifi sig ekki ´undir´í einvígum um boltann, sbr. í föstum leikatriðum o.sv.frv. Leikmenn eins og Carroll gefa ákveðin skilaboð til andstæðingana í teignum. Þegar meirihluti liðsins samanstefndur af leikmönnum sem eru léttari en 60 kg og undir einn meter á hæð hlýtur það hafa áhrif á sjálfstraust liðsins þegar menn kremjast undir ´trukkum´ sem helmingi þyngri, feitari og hærri. Ef hvolpar eins og Allen eða Coutinho sjá mann eins og Carroll vinna boltann hvað eftir annað inn í teig eru minni líkur á að sálartetrið hrynji í næstu tæklingu og þeir gefi boltann frá sér þegar þeir sjá eitthvert tröllið hlaupa í áttina til sín.

    Að mínum mati vantar meira af vöðvum, karlmennsku og testósterum í þetta lið.

  52. “Any manager wants quality players. I’ve never minded whether a player was tall, small, whatever – as long as he has quality.

    Hérna er Brendan að hrósa Coutinho. Mér finnst fyndið að hann hafði lítið að nota við Carroll sem er hægur en fáránlega stór og sterkur. Ætli honum hafi þá fundist hann hæfileikalaus?

Aston Villa 1 – Liverpool 2

West Ham á sunnudaginn