Liðsuppstilling gegn Aston Villa

Gleðilega páska öll!

Þá er liðið gegn Aston Villa mætt, hér kemur það:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suarez – Coutinho

Bekkur:Jones, Coates, Skrtel, Shelvey, Sterling, Suso, Sturridge.

Semsagt, Sturridge á bekknum og Coutinho inni á vellinum frá byrjun. Suso kominn á bekkinn eftir fjarveru…þetta verður eitthvað.

KOMA SVO!!!!!!!!!!

60 Comments

 1. Hvað eru mörg ess á bekknum ?
  Flott að sjá að hann tjaldar ekki öllum sóknarmönnum inná heldur skilur Sturridge eftir til að mæta crazy í seinni hálfleik.

 2. Gott lið sem mun vinna þennan leik 2-0 með mörkum frá coutinho og suarez

  Gleðilegt Pásk

 3. Þetta verða mjög svo gleðilegir páskar, 0-4 Agger, Gerrard, Suarez og Cautinho. Þarf ekki frekari umfjöllun, bara leikskýrsluna á eftir 🙂

 4. Sælir félagar

  Þetta lið á að geta unnið leikinn nokkuð örugglega. Ef okkar menn mæta til leiks af alvöru þá er það enginn vafi. Spái 1 – 4 og Carra setur þriðja markið fyrir okkur og Suarez með 2.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Þetta lið lýst mer ollu betur a en gegn southampton, miðjan allt onnur með þessa þrja heldur en bara Gerrard og Lucas, flott að fa Henderson inn. Eg held við tokum yfir miðjuna i þessum leik og londum sigri. Vonandi skorar suarez og þa helst fleiri en eitt.

  Spai 1-3 suarez með 2 og coutinho eitt.

 6. Það atti að sjalfsogðu að standa i kommenti minu her fyrir ofan miðjan allt onnur i dag með þessa þrja heldur en gerrard og ALLEN en ekki gerrard og lucas.

 7. Hann er klárlega að læra af mistökum síðasta leiks og ætlar ekki að gefa miðjuna eftir í dag, það er það eina sem ég get lesið í fjarveru Sturridge.

 8. Bloodzeed mættir 🙂

  acestream://77f0f13eea47fd72b25b4cc68f82d1faf43b266b/

 9. Klassi! Útaf með Suarez hann er þreyttur, þarf alvöru svartan miðvörð í sumar sem ræður við menn eins og Benteke

 10. Jæja 30 mín búnar og okkar menn ennþá sofandi, sanngjörn forysta Villa

 11. leikmenn sem eg vil: adryan(flamengo), kurt zouma, rodrigo(sl benfica)

 12. Voðalega er þetta farið að líkjast týpiskum tapleik..Liðið er hægt og Lucas er sá hægasti…Hvað er með þetta lið?

 13. Suarez virkar þreyttur.. hef samt trú á að við fáum amk stig útúr þessu

 14. Enn ein áhugalaus frammistaða ? Hvað er hægt að tapa oft fyrir þessu aston villa drasli. LAAAAANNNNNg lélegasta lið í deildinni. Motivation ???

 15. Mér finnst áhyggjuefni hvað AV nær langflestum lausum boltum á miðjunni og svo e eins það skorti hungur sbr þegar Suarez fékk feilsendinguna og komst einn í gegn, það var varið frá honum en ENGINN af okkar mönnum var í 30m radíus! Vantar gredduna í þetta og svo fer lítið fyrir þessu stutta og hraða spili okkar manna.

  Treysti á að BR lagi þetta í hálfleik því AV eru brothættir og við getum alveg snúið þessu við.

  YNWA!

 16. Liverpool ekki að spila vel í dag, sendingarnar ekki góðar,,, þumall niður. en vonum að BR hrauni yfir þá í hálfleik.

 17. Við ógnum allt of lítið úr hornspyrnum. Maður veit að maður getur notað tækifærið þegar við fáum svoleiðis og farið fram í eldhús og fengið sér ábót á kaffið því það mun ekki gerast neitt markvert.

 18. Ekki góður hálfleikur en síðustu 10 mín. klárlega batamerki. Þessi vörn AV er bara grín og við eigum auðveldlega að geta sett nokkur á þá í seinni hálfleik. Eini gallinn er hins vegar sá að vörnin okkar er einnig slök þannig að þeir gætu líka bætt við. Suarez á eftir að hrökkva í gang og Sturridge kemur fljótlega inn á. Alger óþarfi að hengja haus strax, nóg eftir…..koma svo LFC!!

 19. Það mætti halda að enginn hafi áhuga á því að vera hjá okkur lengur svo áhugalausir virðast menn vera. Síðustu 10 mín voru samt ágætar. Koma svo vakna strákar!!!

 20. Algjört áhugaleysi í þessum fyrri hálfleik.

  Þegar Aston Villa eru með boltann er enginn að pressa, þegar það koma langar sendingar er enginn sem gerir árás á boltann eða fer upp til að skalla sbr. í markinu.

  Svo eru menn bara þungir á sér (Lucas) og aðrir ekki í sambandi (Johnson).

 21. Þvílíkt og annað eins. Eina færið sem við fengum (gegn einni lélegustu vörn sem fyrir finnst) er léleg sending til baka frá AV. Það er engin pressa hjá okkur og AV er bara miklu betra. Metnaðarleysi af verstu gerð og ef það væri leyfðar 11 skiptingar myndi ég nota þær allar. Abonglahor tókst að klúðra 1m frá markinu með að skjóta í Reina, eðlilega væri staðan 2-0 og það væri allt annað en ósanngjarnt.

  Sæmilegur markvörður ver svona skot, því miður er Reina ekki einu sinni það…

 22. týpískt fyrir þennan leik….Downing með boltann á kantinum og er að fara að senda fyrir…í teignum er Coutinho aleinn, Suarez við vítateigshornið nær og Gerrard 10-15 metrum fyrir utan teig með hendur á mjöðmum……..Áhugi?????

 23. Það er segin saga að þegar lið sem er í fallsæti mæta okkur þá erum við nr. 2 í alla bolta og algert áhugaleysi einkennir okkar leik. Þetta er alveg hreint ótrúlegt á að horfa, hvernig geta þessir leikmenn látið svona leik eftir leik gegn liðum sem við vitum að munu koma all out gegn okkur.

  Það er eins og að menn séu alltaf jafn hissa á baráttugleði hins liðsins !

  Andskotans aumingjar, allir saman. Hnuss

 24. Var ekki einhver að tala um FIFA vírusinn sem stóru liðin þjást af eftir landsleikjahlé. LFC missti langflesta sína leikmenn í landsleiki á meðan minni liðin missa færri í svona skemmtilegheit.

  Þetta er þreyta en ég er samt ósammála sumum mönnum hér að liðið sé að spila illa og sé hægt. Þetta er að mörgu leyti ágætlega spilaður leikur af okkar mönnum, vantar bara smá heppni sem kemur ef menn halda áfram að reyna með sama krafti

 25. Eins erfitt og það nú getur verið að horfa á okkar frábæra lið þá er enn erfiðara að bíða eftir að textavarpið komi með góðar fréttir til mín hingað í Grímsnesið. Koma nú og vinna leikinn…. Grrrrrrrr

 26. vil bara benda mönnum á comment nr. 30 🙂 Algerlega frábært so far í seinni hálfleik!

 27. Ánægjulegt að sjá Coutinho, flott varnarvinna hjá honum líka. Hellings sköpunargáfa ásamt vinnusemi og hraða, hann er búinn að vera að sinna flottri varnarvinnu í dag.

 28. Mjög sterkur útisigur á liði sem er í fallslag! Frábær þrjú stig í sarpinn og svo bara klára tímabilið á góðu rönni.

  YNWA!

 29. Henderson verður ekki í byrjunarliði á næstunni. Það er útséð um það.

 30. Af hverju ekki Sverrir H er of góður og bætir leik liðsins þá of mikið eða?

 31. Vá hvað það er til mikið af ömulega neikvæðum “stuðningsmönnum” sem skrifa hér úff þið eruð til skammar . Vælið og vælið , svo skora menn eða gefa frábærar sendingar þá eru þeir æði … nokkrum mín seinna …..

 32. Neikvæðnin er allt að drepa hérna inni á meðan leik stendur og menn ætlast til þess að allt gangi upp hjá liðinu og að menn eigi fullkomna sendingu/tæklingu/skot/skalla/markvörslu og bara að ALLT gangi upp eins og ég sagði. Fotboltin er nú bara aldrei þannig og menn verða að róa sig á skítatalinu um hinn og þenna á meðan leik stendur. Best væri bara að loka fyrir comment á meðan leik stendur.

 33. Þetta er allt á réttri leið finnst mér nema varnarleikurinn. Skipulagið þar er töluvert frá því að vera nógu gott en það kemur örugglega með tímanum. Verum jákvæð, verum Kopites!

Aston Villa á morgun

Aston Villa 1 – Liverpool 2