Aston Villa á morgun

Eftir enn einn gleðitímann þar sem okkar drengir fóru víða um heim að leika með landsliðum sínum þá er komið að deildarleik á ný.

Viðfangsefni okkar drengja er að fara niður til Birmingham og leika við lærisveina Phil Lambert hjá Aston Villa. Ég ætla með algerri vissu að tala ekkert mikið um fyrri leik þessara liða annað en það að við skíttöpuðum 1-3 heima í leik sem ég tel enn þann versta á leiktíðinni hjá alrauðum Poolurum.

Á þeim tíma höfðu Villamenn átt afar erfitt en við á góðu róli, ekki ósvipað okkar síðustu upplifun fyrir landsleikjahlé þegar við steinlágum gegn Southampton eftir góða törn þar á undan. En breytingin er sú að heimamenn að þessu sinni hafa átt góðu láni að fagna. Ef teknar eru saman upplýsingar fyrir síðustu sex umferðir þá sitja þeir í sjötta sæti en við erum staðsettir í níunda sæti þeirrar töflu.

Þetta gengi þeirra hefur skilað þeim upp úr fallsætunum en þeir eru í dag í 17.sæti og í bullandi fallhættu. Ein stærsta ástæða þeirra bættu frammistöðu er að varnarleikurinn hefur lagast mikið og tröllið Benteke, sem við ættum að þekkja vel eftir fyrri viðureignina hefur verið grimmur framarlega á vellinum. Það er alveg ljóst að þeir munu koma argandi brjálaðir til leiks sem þeir þurfa klárlega að fá stig úr til að viðhalda sínu formi.

En okkar menn þurfa fyrst og síðast að hysja upp um sig buxurnar eftir slaka frammistöðu síðast þó vissulega sé erfitt að láta eins og við séum að miklu öðru að keppa en að safna sem flestum stigum sem mögulegt er fram á vor. Mér finnst ekki ástæða alla vega til að reyna að halda því fram að á ferðinni sé einhver úrslitaleikur um eitthvað. Því miður.

Þegar kemur að því að velja liðið virðist af fréttum allt vera á eðlilegum nótum þegar kemur að liðsvali, engin meiðsl urðu á lykilmönnum okkar og því ætla ég að tippa á að þetta lið hér hefji leikinn á Villa Park.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

Ég held semsagt að BR hafi lært af tveimur síðustu leikjum og styrki nú miðsvæðið sitt verulega, ekki síst þar sem að hætta Villa liggur mikið í skyndisóknum þar sem fimm manna miðja þeirra sækir hratt í yfirtölu. Við höfum ekki efni á að hafa Suarez inni á miðsvæðinu í svoleiðis leik.

Þegar kemur svo að því að finna út hvernig leikurinn fer er ég eiginlega mát. Ég vona virkilega að menn séu staðráðnir í að enda tímabilið vel og þrátt fyrir heimshornaflakk séu menn tilbúnir til að taka hraustlega á móti Villamönnum sem verða á fullu gasi.

Ég ætla að vera sá bjartsýni og segja að við vinnum þennan leik 1-2 í miklum baráttuleik. Suarez og Downing setj’ann.

KOMA SVO!!!!!!!!!!

21 Comments

 1. Maðurinn sem lést í bílslysi á Skeiðaveginum mánudaginn 25.mars sl. hét Ellert Þór Benediktsson dýralæknir á Hellu, hann var mikill aðdáandi Liverpool og var í raun til fyrirmyndar sem slíkur því aldrei heyrði ég hann tala illa um neinn leikmann Liverpool, allt voru þetta fyrir honum menn að reyna að gera sitt besta fyrir klúbbinn og merkið. Elli, eins og hann var kallaður, hafði farið einhverjar ferðir á Anfield og missti ekki af neinum leik í sjónvarpi. Hann var með skjaldamerki klúbbsins tattúverað á kálfanum á sér. Ég ætlaði nú ekki að nota þennan vettfang til þess að skrifa um hann minningargrein, en ég vil biðja menn um að hugsa til hans og fjölskyldu hans á morgun þegar leikurinn verður flautaður á. Þarna fór góður drengur úr okkar röðum og hans er því vert að minnast.

  YNWA

 2. Miðað við undanfarna leiki held ég að hann verði með Coutinho í stað Henderson.

 3. Það er ennþá nóg eftir að þessu móti og ég vona að menn klári þetta tímabil með stæl og sigli 3 stigum í hús á morgun.
  Chelsea eru að gefa eftir og það væri frábært að enda fyrir ofan Torres og félaga og taka þetta 5 sæti.
  Ég vil sjá Coutinho byrja þennan leik og Henderson á miðjunni.

 4. Ég vil sjá hann hvíla Downing og vera með Couthino vinstra megin framliggjandi og Suarez hægra meginn. Sturridge upp á topp.
  Lucas og Hendó eiga svo að passa miðsvæðið og sjá til þess að Gerrard fær að vera í frjálsri rullu.

  Svo er spurning hvernig enska súkkulaðið fer í þá, ég vona að okkar menn klári þetta á sannfærandi hátt.

 5. Ég er sammála þessu liði. Henderson átti aldrei skilið að detta svona út úr liðinu þar sem frammistaða hans var búin að vera til fyrirmyndar. Coutinho hefur samt komið eins og stormsveipur inn í liðið og skilað miklu og því finnst mér afar ólíklegt að hann taki brasann úr liðinu. Ég væri persónulega frekar til í að sjá Downing detta á bekkinn í þessum leik og halda Coutinho.

  Ég held því miður að liðið verði eins og þú spáir nema Coutinho verði inni fyrir Henderson.

  Að leiknum að þá langar mig að trúa því að þeir hafi lært bæði af fyrri leik þessara liða og leiknum gegn Southampton að sama hversu neðarlega liðin eru, að ef menn koma ekki með hausinn í lagi þá get þeir alveg eins verið heima! Vanmat er ekki í boði og við þurfum á þessum þremur stigum að halda. Liðin fyrir ofan okkur, að undanskildum Chelsea, unnu öll sína leika svo að við verðum að sækja þrjú stig!

  Við erum kannski ekki að fara ná 4. sætinu en það er crucial uppá sjálfstraust að gera betur enn í fyrra. Þótt það sé 6. sæti eða 5. sæti þá tel ég að það myndi gera mikið fyrir liðið að sjá framfarir frá því í fyrra. Í fyrra endaði liðið með 52 stig. Núna er liðið með 45 stig og það eru 24 stig eftir í pottinum svo það eru þó nokkrar líkur á því að við bætum okkur. Persónulega tel ég að miðað við leikjaprógramið sem við eigum eftir tel ég að Liverpool ætti að enda með 60-65 stig. Það skilar okkur um og yfir 10 stigum betra en í fyrra. Ef við bætum okkur jafn mikið næsta season þá erum við vonandi að tala um meistaradeildarsæti hér eftir ár.

 6. Við vitum aldrei hvað getur gerst áður en að tímabilið klárast, Bale gæti t.d meiðst og þá geta Tottenham ekki rassgat því hann annaðhvort skorar eða leggur upp nema han geri bæði fyrir þá.
  Benitez er að gera eins og hann getur og chelsea sekkur og sekkur þannig að planið hans er að virka vel og við verðum að nýta okkur það.
  Þá er það hitt jójó liðið sem er Arsenal, ég held að við séum aldrei að fara að ná þeim í vetur en við verðum að sigra til þess að láta liðin fyrir ofan okkur, hafa fyrir því að enda fyrir ofan okkur.

 7. 6

  Gæti verið að menn hafi lært sína lexíu eftir fyrri leik liðana og tapið í síðasta leik. Þó ber að minnast þess að árangur Liverpool gegn fallbáráttuliðum hefur að mestu verið óviðunandi í að verða 23 ár. Hvort það sé vanmat eða eitthvað annað virðast fáir vita.

 8. Meistaradeildarsætið er farið, en hvaða sæti þurfum við að ná til að komast í Europa League? Er það kannski heldur ekki möguleiki, spyr sá sem ekki veit?

 9. Þeir eru með stóran og sterkan framherja sem vörnin okkar ræður ekkwrt við. Þeir koma til með að pressa okkur hàtt og slàtra okkur 3-1 í döprum leik

 10. Andy Carroll er að gera það gott þessa dagana og vonandi að hann haldi því áfram,það yrði gott fyrir Liverpool . Það fengist meira fyrir hann ef hann yrði seldur og best væri ef hann fengi annann sjéns hjá Rodgers eða hverjum sem kemur til með að stjórna Liverpool næsta vetur.

  En í dag verður að stilla upp sterkri miðju og ég er samála þeim sem skrifar upphitunina að Henderson á skilið að fá tækifæri í dag. Ég held að hann muni þakka fyrir sjénsinn með marki.
  Þessi leikur verður að vinnast !

  Og svona að lokum vona ég að það sem maður er að lesa í slúðrinu um að Alonso sé jafnvel á leiðinni heim sé rétt ,þó ekki væri nema vegna þess að við söknum hans allir.

  Gleðilega Páska öll sömul.

 11. Klára mótið á Jákvæðan hátt og taka eins mörg stig og hægt er

  ynwa

 12. Aldridge Night
  Anfield
  Betting
  Fans
  Fixtures
  Forum
  Goals
  Highlights
  Hillsborough
  Hospitality
  Interview
  iTunes
  Mighty Red
  News
  Shirt
  Tickets
  Transfer Rumours

  Henderson starts – follow live

  31st Mar 2013 – Latest News

  0 Comments
  Print
  Share

  Archive
  LFC To Go

  Jordan Henderson returns to Liverpool’s starting XI for today’s clash with Aston Villa at Villa Park – follow all of the action live from 1.30pm BST.

  The Reds team in full is: Reina, Johnson, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Henderson, Coutinho, Downing, Suarez. Subs: Jones, Coates, Skrtel, Shelvey, Sterling, Suso, Sturridge.

 13. Jamm, ætlaði nú bara að hend ainn liðinu, sé það fylgdu með allskonar skemmtilega uppl.

  Nema hvað Henderson inni, Sturridge á bekkinn.

 14. Phil Lambert bróðir Paul Lambert? 🙂

  Annars þá vona ég að Henderson verði á miðjunni. Þurfum slíka yfirferð á móti duglegum Aston Villa.

 15. Loksins að koma leikur!

  Eitthvað virðist Coutinho vera að gera flotta hluti fyrst hann slær Sturridge út úr byrjunarliðinu. Annars frábært að sjá Reina og Carra koma til baka og Hendo á miðjunni, erum í góðum málum með hann þar.
  Vona innilega að Carra taki eitt tímabil í viðbót enda í fantaformi.

Leikmannakaup – varnarmenn

Liðsuppstilling gegn Aston Villa