Leikmannakaup – varnarmenn

Brendan Rodgers hefur frá því hann kom til Liverpool keypt tvo sóknarmenn (Sturridge og Borini), einn sóknartengilið (Coutinho) og einn miðjumann (Allen). Allt leikmenn sem líklega á að nota áfram á næsta ári. Þar fyrir utan hafa komið leikmenn sem (líklega) eiga ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu (Assaidi og Sahin).

Hann hefur eftir þetta tímabil haft eitt ár til að meta hópinn sem hann er með í höndunum og er núna kominn með njósnaranet og starfslið sem á að notast við, öfugt við það sem hann hafði að eigin sögn síðasta sumar.

Það er ekki búið að versla neinn varnarsinnaðan leikmann síðan Enrique (og Coates) komu til Liverpool og morgunljóst að eitthvað nýtt kemur inn í þær stöður.

Mig langar aðeins að skrá niður það sem við erum með í höndunum og velta upp nokkrum raunhæfum (huglægt mat) kostum í stöðunni sem Liverpool gæti skoðað í sumar. ég er núna eingöngu að hugsa um varnarmenn (og markmenn).

Ég nenni ekki að henda upp öllum leikmönnum í heiminum, við vitum að við erum ekki að fara kaupa frá vissum liðum, því tel ég bara upp þá sem ég sé sem raunhæfa. Endilega bætið við þeim leikmönnum sem þið sjáið fyrir ykkur og útskýrið afhverju. Ég er að gleyma mjög mörgum og vann þetta ekkert vísindalega.

Markmenn: Reina, Jones.
– Mjög líklegt að þessa deild þurfi að styrkja og ég yrði ekkert of hissa þó Rodgers myndi selja Jones og reyna að fá inn mann sem myndi berjast við Reina um stöðuna. Ég efa það a.m.k. stórlega að Reina hafi heillað nýtt þjálfarateymi mikið undanfarið. Ég ætla þó að tippa á að Reina verði hjá okkur a.m.k. eitt ár áfram og því lítið að velta mér upp úr því sem er í boði á markmannamarkaðnum.

Vinstri bakverðir: Enrique, Robinson (Johnson).
Þarna fórum við einfaldlega of fáliðaðir inn í mótið og nánast öruggt að Rodgers vilji betra cover í þessa stöðu. Enrique gæti svosem verið inn í myndinni og Robinson á að heita eitt mesta efni Englands í dag en það er nánast öruggt að Liverpool kaupi leikmann sem spilar þessa stöðu eða geti í það minnsta leyst hana.

Davide Santon: Fyrir mér væri þetta einn líklegasti kosturinn. Kaupa enn á ný frá Newcastle. Þeir eru þarna með ungan (1991) og mjög efnilegan bakvörð sem hefur verið að vaxa ágætalega og er kominn með reynslu í bæði Englandi og á Ítalíu. Hann er 22 ára og tikkar í ansi mörg box hjá FSG sem sóknarsinnaður bakvörður. Eins vitum við að hjá Newcastle er allt til sölu fyrir “rétt” verð.

Šime Vrsaljko: Gríðarlegt efni sem spilar ennþá með uppeldisfélaginu Dinamo Zagreb. Hann hefur spilað með öllum landsliðium Króata og er núna kominn í A landsliðið. Ég hef eðlilega ekki séð hann spila mikið en ef þetta er ekki leikmaður sem hefur verið skoðaður mikið verð ég mjög hissa enda líklegur til að vera rísandi stjarna og strákur sem hefur spilað mikið undanfarin ár Hann er 1992 módel og með um 80-90 leiki í heimalandinu. Vrsljko er hægri bakvörður að upplagi en getur leyst vinstri bak líka sem ætti að henta mjög vel. Hann verður keyptur í eitt af stóru liðunum í Evrópu, það er bara spurning hvert þeirra.

Marcos Rojo: Argentínumaður fæddur 1990 sem hefur spilað í Argentínu þaðan sem hann fór til Rússlands og er núna kominn til Sporting í Portúgal þar hann hefur verið að spila í miðverðinum. Ég hef ekkert slúður séð um hann en hann gæti alveg verið svona týpa af fjölhæfum varnarmanni sel Liverpool er að leita að.

José Ángel: Spænskur vinstri bakvörður sem Luis Enrique fékk til Roma árið 2011. Hefur spilað með unglingalandsliðum Spánverja en er núna á láni hjá Real Sociedad frá Roma. Fæddur 1989, semi óþekktur leikmaður með nokkuð flotta ferilsskrá, ætti að heilla FSG.

Jetro Willems: Hollenskur bakvörður fæddur 1994 sem er bara pottþétt að fara í stærra lið en PSV á næstunni. Hann er fastamaður hjá PSV og nú þegar kominn í landslið Hollendinga. Það er spurning hversu mikla trú menn hafa á Robinson því leikmaður eins og Willems er á sama aldri og í sömu stöðu og væri því alltaf líklega að koma í staðin fyrir Robinson. Klárlega eitt mesta efni Evrópu í stöðu vinstri bak engu að síður.

Cheikh M’Bengue: Leikmaður Touluse í Frakklandi frá því hann var 7 ára og spilaði með unglingslandsiðum Frakka áður en hann ákvað að spila frekar með Senegal. Fæddur 1988 og með um 120 leiki í Franska boltanum. Ekki þekktasta nafnið í boltanum en hann hefur tvisvar á ferlinum fengið langt bann í Frakklandi fyrir glórulausar tæklingar. Erfitt að skjóta á virði svona leikmanns en eins og Newcastle hefur sýnt þá er fullt af góðum leikmönnum í Franska boltanum á mun betra verði en gengur og gerist í Englandi.

Lucas Digne: Frakki fæddur 1993 og leikmaður Lille sem hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakka. Þetta er leikmaður sem spáð er að fari í stærra lið á næstu árum og er án vafa á radar Liverpool sem og fleiri liða. Fljótur leikmaður sem getur líka spilað vinstramegin á miðjunni.

Erik Pieters: Annar vinstri bakvörður á mála hjá PSV. Pieters er stór (1,86) af bakverði að vera og getur vel leyst fleiri stöður í vörninni. Hann er með yfir 130 leiki í Hollandi og spilar með landsliðinu. Ég veit ekki afhverju hann er ennþá í PSV en stór lið í leit að varnarmönnum skoða hann alveg pottþétt.

Elderson: Landsliðsmaður Nígeríu sem spilar með Braga Brynjars í Portúgal. Hann er fæddur 1988 og á 25 landsleiki nú þegar. Hann hefur verið hjá Braga síðan 2010 og kominn á aldur til að taka næsta skref upp.

Jorge Torres Nilo: Landsliðsmaður Mexíkó fæddur 1988 sem spilar ennþá í heimalandinu. Hann á rúmlega 30 landsleiki og gæti verið með reynslu og á góðum aldri til að færa sig yfir til Evrópu.

Diego Contento: Efnilegur Þjóðverji fæddur 1990 og á mála hjá FC Bayern. Hann er ættaður frá Napoli og ef þið hugsið hvað var að gerast í Napoli árið sem hann fæddist þá áttið þið ykkur á því hvaðan nafnið hans kemur. Vanalega ættu leikmenn Bayern ekki að koma til greina en líklega gæti hann ekki verið með mikið betri leikmenn fyrir framan sig í goggunarröðinni heldur en hjá einmitt Bayern. Hefur spilað með yngri landsliðum Þjóðverja.

Luke Shaw: Líklega er þessi efnilegi leikmaður Southamton meira en velkominn á Anfield eins og flest alla aðra velli. Tekur því varla að telja hann upp í svona vangaveltum enda undir smásjánni hjá ansi mörgum liðum og verður allt annað en ódýr. Hann er fæddur 1995 og er einfaldlega eitt mesta efnið í boltanum.

Neil Taylor: Rodgers hatar ekkert leikmenn Swansea og Taylor sem er fæddur 1989 tikkar alveg í nokkur box. Útilokum hann a.m.k. ekki í þessari upptalningu.

Þarna eru hugmyndir af nokkrum leikmönnum sem eru ekkert alltaf í umræðunni og gætu vel verið undir smásjá Liverpool. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera á “réttum” aldri.

Miðverðir: Agger, Skrtel, Carragher, Coates (Kelly, Wisdom).
Persónulega spái ég því að Carragher og Coates yfirgefi Liverpool í sumar. Agger og Skrtel verði áfram og Kelly verði svo hugsaður framar í goggunarröðinni þar til hann meiðist snemma í ágúst.

Því sé ég nauðsyn fyrir a.m.k. einum alhliða varnarmanni sem getur leyst allar stöður í vörninni og svo annan sem er hreinræktaður miðvörður. Einhvern sem er betri en Carragher, Coates og Skrtel. Ashley Willams hefur mest verið orðaður við Liverpool í þessu samhengi en persónulega efast ég stórlega um að hann sé á leiðinni á Anfield. Ég held að við séum að horfa í yngri leikmann og mögulega rísandi stjörnu eins og Coates átti reyndar að vera. Frekar þá að við fengjum einhvern sjóaðan alhliða varnarmenn með.

Stefan de Vrij: Fyrirliði Feyernoord hefur verið mjög mikið orðaður við Liverpool rétt eins og Williams og er ákaflega líklegt að hann sé einmitt sá leikmaður sem verið er að leita að. Hann er 1992 módel og búinn að spila 100 leiki í Hollandi og hefur spilað með öllum landsliðum Hollands. Leikmaður sem er að öllum líkindum að fara hækka í virði á næstu árum og tikkar pottþétt í öll boxin hjá FSG. Rodgers á að hafa farið og skoðað hann nú þegar.

Kyriakos Papadopoulos: Ég veit ekki hvort Liverpool hafi möguleika á þessum landsliðsmanni Grikkja fæddum 1992 en hann er fastamaður í liði Schalke og hefur spilað með öllum landsliðum Grikkja. Schalke er a.m.k. líklega ekkert að leitast eftir því að selja hann.

Benedikt Höwedes: Reyndar ef við værum að fara kaupa miðvörð frá Schalke væri Höwedes kannski mun meira spennandi kostur. Hann er fæddur 1988 og hefur spilað með öllum landsliðum Þjóðverja.

Neven Suboti?: Líklega er Suboti? ennþá ólíklegri enda í afar góðum málum hjá Dortmund. En hann er fæddur 1988 og það má aldrei vanmeta hvað félög sem eru rekin eins og Dortmund eru tilbúin til að selja.

Bruno Martins Indi: Annar gríðarlega efnilegur varnarmaður Feyernoord sem hefur verið orðaður við Liverpool í vetur. Hann er líka fæddur 1992 og getur spilað í miðverði sem og vinstri bakverði. Martins hefur spilað með öllum yngri landsliðum Hollands og á 9 landsleiki. Ef að Feyernoord verður einhverra hluta vegna með 2 fyrir 1 útsölu í sumar er nokkuð ljóst að Liverpool mætir og gerir tilboð.

Mamadou Sakho: Ef sögur þess efnis að hann sé óánægður hjá PSG  eru réttar, þar sem hann er á bekknum þá er ljóst að Liverpool hefur áhuga. Þetta er gríðarlega efnilegur leikmaður fæddur 1990 sem getur spilað bæði miðvörð og vinstri bakvörð. Líkamlega sterkur leiðtogi og mjög vinnusamur leikmaður. Sakho hefur spilað með öllum landsliðum Frakka og er núna í A landsliðinu.

Mário Figueira Fernandes Brassi fæddur 1990 sem fór frá Gremio til CSKA Moskva árið 2012. Þetta er fjölhæfur varnarmaður sem er góður í loftinu og með góðar sendingagetu. Spurning hvort hann sé nokkuð á leiðinni frá Rússlandi í bráð en er þó talinn vera töluvert efni.

Simon Kjær: Maður áttar sig ekki á því en Kjær sem hefur oft áður verið orðaður við Liverpool sem ög önnur lið er bara 1989 módel. Hann er kominn með góða reynslu og er fastamaður í landsliði Dana og einhver sem verður að teljast líklegur til að gera meira en að spila með Wolfsburg mikið lengur. Ég veit ekki nógu vel hvernig hann hefur verið að spila undanfarið en ef það er áhugi hjá Liverpool þá eigum við einn sem þekkir Kjær vel og ætti að vera snöggur að ná takti í vörninni með honum.

Nicolas N’Koulou: Leikmaður frá Cameron fæddur 1990 sem hefur spilað yfir 130 leiki með Monaco og Marseille í Frakklandi. Hann á líka tæplega 40 landsleiki. N’Koulou var orðaður við Arsenal í janúar og er víst ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Maseille.

Sokratis Papastathopoulos: Annar öflugur Grikki sem er á góðum aldri og í félagi sem hægt væri að kaupa leikmenn frá. Hann er fæddur 1988 og spilar með Werder Bremen og hefur gert frá 2011. Var mjög mikið efni á árum áður og m.a. keypur til AC Milan eftir góða dvöl hjá Genoa.

Mehdi Benatia: Landsliðsmaður Marokkó og leikmaður Udinese sem við höfum mætt á þessu tímabili. Benatia er af innflytjendaættum í Frakklandi og fór þaðan til Ítalíu. Fæddur 1987 og ágætlega reyndur leikmaður.

Serdar Tasci: Miðvörður Stuttgart og landsliðsmaður Þjóðverja af Tyrkneskum ættum. Tasci er fæddur 1987 og á tæplega 200 leiki með Stuttgart og 15 landsleiki. Hann er fyrirliði Stuttgart í dag.

Toby Alderweireld: Miðvörður Ajax og einn af þessum ungu (1989) og efnilegu Belgum sem eru að koma upp um þessar mundir. Mjög líkamlega sterkur og með góðar sendingar. Hann er miðvörður að upplagi en getur leyst fleiri stöður í vörninni. Á um 120 leiki nú þegar hjá Ajax og verður að teljast líklegur til að leita í stærra lið von bráðar. Hann hefur einnig spilað 23 landsleiki með Belgum og í öllum yngri landsliðum Belga.

Dejan Lovren: Króati á mála hjá Lyon í Frakklandi. Afar efnilegur miðvörður fæddur árið 1989 og hefur spilað um 70 leiki með Lyon og tæplega 20 landsleiki.

Þetta er eins og áður segir langt frá því að vera tæmandi listi og bara svona hugmyndir af leikmönnum til að koma umræðu af stað í þessu leiðinda landsleikjahléi. Eins var ég að athuga hvort það væri ekki alveg fleiri kostir en Ashley Williams hjá Swansea í sumar!

Vinsamlega höldum þessum þræði um hugsanlega varnarmenn/markmenn og ekki koma með mjög óraunhæfa kosti af leikmönnum sem þér finnst að Liverpool ætti að kaupa sama hvað. Reynum að miða meira við það sem við getum lesið í ummæli og fyrri kaup FSG/Rodgers og leikmenn sem Liverpool gæti átt séns á að fá.

28 Comments

 1. En hvað með Brasiliumanninn Dede í liðinu Vasco da Gama sem er í heimalandinu? Hann er alla vega góður í Fifa 13, ætti hann ekki að vera góður í veruleikanum þá útaf því hann er góður í fifa. Maðurinn er buinn að vera orðaður við okkur en veit ekki hvort það er áreiðanlegt. Eða hvað segja menn!?

 2. Slúðrið um Dedé er nokkuð áreiðanlegt. Hann er einn eftirsóttasti varnarmaður Suður-Ameríku nú um stundir, ein helstu stórlið heims fylgjast með honum. Stjórnarformaður Vasco de Gama hefur sjálfur sagt að þeir munu selja Dedé núna í sumar, vegna fjárhagsörðugleika. Því er jafnvel haldið fram, að Liverpool eigi í einhverskonar sambandi við einhverskonar stofnun sem á hlut í leikmanninum ásamt félaginu hans, Vasco de Gama. Það gefur okkur því örlítið forskot á önnur félög, ef satt reynist.Hann fittar líka ansi vel inn í hugmyndafræði FSG & LFC; Ungur, öflugur og ekki svo ýkja dýr miðað við gæði hans.

  http://sulia.com/channel/liverpool-fc/f/5e5ccc7a-4b2e-4b53-9701-9558a2216458/

 3. Skemmtileg lesning en kannski ekki úr vegi að greinarhöfundur uppfæri gagnabankann sinn sem fyrst. Sahin á líklega ekkert framtíð fyrir sér hjá Lvierpool vegna þess að hann er farinn!!!!! Gaman að sjá að þú spáir því að Carrager sé að hætta enda hefur hann gefið það út að hann MUNI leggja skóna á hilluna í sumar!!! Og svo hefur Robinson aldrei verið talinn einn efnilegasti bakvörður Englands. Ég sá hann í leik með Úlfunum um daginn þar sem hann er í láni og gat hann ekki baun í bala.

 4. Se enga astaedu ad vera eyda pening i markmann , erum med 2 nogu goda fyrir . Og hvad varnamenn vardar ta eru Simon og Stefan skastir af tessum sem tu telur upp , annars vill eg profa Kelly i midvordinn enn hann verdur ad fa nokkra leiki til tess

 5. Ég má til með að benda á að “slúður” er aldrei áreiðanlegt. Það felst í nafninu. Ef þetta væri áreiðanlegt – þá væri þetta kallað “fréttir”.

  Slúðrið um Dede er ekki áreiðanlegt – þetta hefur bara sést á slúðurmiðlum, og ekki einu sinni helstu slúðurmaskínunum sem þó rata stundum á rétt uppskáldaða sögu.

  Flottur pistill samt hjá Babú. Ég er svo sem sammála því að það þarf að versla bakvörð og miðvörð í sumar – þó ég láti mig ekki dreyma um að Hummels eða Subotic séu á leiðinni, eða Aly Cissokho.

  En megi Fowler bjarga okkur frá því að fara aftur í viðskipti við Newcastle. Við höfum ekki ,,,,pardon my french,,,,, riðið feitum hesti frá viðskiptum okkar manna við Newcastle, og hef lítinn áhuga á að horfa upp á slíkt enn eina ferðina 🙂

  Homer

 6. Nr. 3 Alveg rólegur á smart ass -inu.

  Rodgers fékk Sahin og hann á ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu! Ég fór ekkert út í ástæðurnar enda eitthvað sem flestir ef ekki allir vita.

  Ég spái því að Caragher og Coates fari í sumar, það þarf ekki að fara djúpt út í það að Carra er að hætta enda vilta allir af því nú þegar.

  Og ef að Jack Robinson hefur aldrei verið talinn einn af efnilegri bakvörðum Englands þá máttu alveg endilega skýra út fyrir mér afhverju hann er með yfir 20 landsleiki í unglingalandsliðum Englands ásamt því að vera einn yngsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Liverpool?

 7. Carragher hættir og Skrtel verður seldur (náum að cash-a e-ð inn fyrir hann). Coates verður lánaður eða seldur líka. Við erum að fara að sjá glænýja varnarlínu (f. utan Dagger) hjá Liverpool. Persónulega vill ég Benedikt Höwedes og Dede. Ef að Coates fer að þá kemur inn Modiba Diakéte (algjört gamble) á free transfer.

  Vinstri bakvörðurinn verður svo Aly Cissokho eða Lucas Digne.

 8. Ef þetta væri drykkjuleikur þar sem ætti að fá sér sopa fyrir hvert nafn sem maður þekkir á þessum lista væri ég ekkert rúllandi um gólfið núna. Af þeim sem ég þekki væri ég hins vegar spenntastur fyrir Simon Kjær og einungis af þeirri ástæðu að það þorir ekki nokkur sóknarmaður inn í teiginn okkar þegar miðverðirnir koma báðir á móti honum öskrandi á dönsku.

  Varðandi bakverði hef ég alltaf verið hrifinn af Brassanum Bastos sem ég held að spili með Galatasaræ í dag. Hann heillaði mig mikið á síðasta HM þar sem hann spilaði vinstri bakvörðinn en ég held reyndar að hann hafi spilað framar á vellinum en það mikið á ferlinum, svo já fjölhæfur líka sem sagt og góður spyrnumaður einnig.
  Annar sem ég er hrifinn af er Vargas hjá Genoa. Sá hann í leik um daginn þar sem hann var aðalmaðurinn. Hann spilar reyndar eins og Bastos mikið framar á vellinum en er það ekki einmitt það sem við viljum, bakverði sem sækja fram. Hann er á láni frá Fiorentina svo hver veit nema hann væri falur eftir tímabilið ef þeir sjá hann ekki í framtíðarplönunum. Hann er líka frá Peru, aldrei of mikið suðrænt blóð í Liverpool.

 9. Ég verð að viðurkenna það að ég er mjög kátur með að það eigi að laga vörnina, enda hef ég verið talsmaður þess mjög lengi. Persónulega væri ég til í að fá Ashley Willams. Rökin eru þessi: Hann er með reynslu á úrvalsdeildinni, hann er landsliðsmaður, hann er grjótharður (eitthvað sem myndi hjálpa Agger), hann þekkir spilastílinn hans BR og þyrfti ekki mikinn spilatíma til að fitta inn í liðið, þetta er mikill persónuleiki sem er eitthvað sem BR hefur viljað fá í þessa stöðu, enda er hann fyriliði í sínu liði. Ég veit að það er stefnan að kaupa yngri leikmenn sem ég skil vel en samt þurfum við mann með reynslu í þessa stöðu og það er alveg klárt mál. Svo væri ég til í einn miðvörð í viðbót og hann mætti vera af yngri kynslóðinni. Hvað með Mamadou Sakho, mikið efni sem er búinn að spila með öllum landsliðum Frakka. Allavega vil ég að hann Agger minn hafi fyrir því að komast í liðið þá fyrst færi hann kannski að lagast í loftinu, sem er hans mesti veikleiki. Enda er ég á því að Agger væri einn besti miðvörðurinn í Evrópu ef hann væri meiri nagli í loftinu. Svo mætti kaupa einn vinstri bakvörð.

 10. Ég væri ekkert á móti Enrique Agger Kelly Johnson í vörninni á næsta tímabili með nýjan vinstri bakvörð, nýjan miðvörð, Wisdom og Flanagan sem backup.

 11. Vörnin verðut endur nýjum eru margir kostir fyrir hendi, spurningin er hvað við höfum úr miklu að moða. Það fer auðvitað eftir hvað fæst fyrir þá sem verða látnir fara, en stóra spurningin er ef Suares verður seldur sem eru 50/50 líkur á virðist vera og yrði þeim peningum þá varið í að kaupa jafvel 4-6 gríðarleg öfluga leikmenn sem mundu færa Liverpool hærra level?

 12. afhverju vilja menn losna svona mikið við suarez, hann er ekki að fara neitt í sumar. þetta eru bara fjölmiðlar að reyna að selja blöð, og það er að virka hjá þeim.

  það að eitthvað sé í slúðurpakkanum á fotbolti.net er nánast staðfesting á því að það sé bull. þannig að þið megið hætta að tala eins og að suarez sé búinn að skrifa undir samning við eitthvað annað lið.

 13. Það er alveg ljóst að það verður farið í umbætur á vörninni í sumar eins og þið segið og það kæmi mér ekkert á óvart að Carra, Coates og Skrtel færu allir. Þó við fengjum ekki mikið kæmu kannski 10-12 milljónir inn fyrir Coates og Skrtel og ég væri til í að sjá Jethro Willems, Stefan de Vrij og Toby Alderweireld koma inn ásamt tveimur sem ekki eru á listanum.

  Ég væri til í að sjá Kurt Zouma, 18 ára hafsent frá St Etienne, hann er klárlega ekki tilbúin í deildina eins og er en væri til í að sjá einhverskonar samning þar sem hann er keyptur og lánaður tilbaka í ákveðin tima. Ég sá þennan strák spila um daginn og hann er gríðarlega sterkur en samt frekar yfirvegaður á boltanum. Sá svo tölfræði um það um daginn að hann hendir sér í hvað fæstar tæklingar í frönsku deildinni en vinnur nánast alltaf boltan þegar hann gerir það.

  Hinn vissi ég ekki hver var fyrr en við vorum orðaðir við hann í dag af Daily Telegraph sem er hvað áreiðanlegast af “stóru” blöðunum. Af síðustu 76 sem þeir hafa orðað við okkur hafa 33 komið sem er 43,4% og hæsta hlutfall af þeim blöðum sem eru gefinn út um allt England. Ég er ekki að segja að leikmaðurinn sé nánast kominn en fannst þetta bara áhugaverð tölfræði. Leikmaðurinn heitir Heinrikh Mkhitaryan og kemur frá Armeníu og spilar með Shaktar en það er talið að hann ætli sér að fara í sumar. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur skorað átján mörk í sautján deildarleikjum í vetur og fyrrum Everton og Chelsea maðurinn Pat Nevin hafði þetta um hann að segja:

  “Eleven goals in eight league matches already is fantastic, but when you add that he is a midfielder, it is phenomenal. You may not have heard of him yet, even if all the scouts at the top European clubs have, but you soon will. He has pace, skill, a rocket of a shot and the ability to arrive in the box like Frank Lampard. This all singles him out as a player who must be watched or more importantly marked.”

  Þessi Dédé hljómar líka vel en þar sem eina sem ég veit um hann kemur í FM ætla ég ekki að fara út í þá sálma en gætu verið áhugaverð kaup. Ein spurning í lokinn ef það á að fjárfesta í markmanni, hvaða markmann mynduði vilja sjá?

 14. Þetta eru flottar pælingar hjá þér Babu. Miðað við varnarleikinn í vetur veitir ekkert af því að styrkja vörnina fyrir næsta vetur. Eins og þetta hefur spilast kæmi mér ekkert að óvart að Coates og Skrtel verði seldir í sumar. Coates á enga framtíð hjá Liverpool, hann er alltof hægur fyrir enska boltann auk þess sem spil hans út úr vörninni er slakt. Verður örugglega seldur ef hægt er annars lánaður næsta vetur.

  Að Skrtel hafi misst sæti sitt til gamla mannsins Carra fær mann til að hugsa hvort hann hafi það sem þarf. Eins og staða hans hjá liðinu hefur verið eftir áramót hlýtur Brendan að hlusta á tilboð í Skrtel, væri fínt að fá rússagull fyrir kappann.

  Það kæmi manni því ekkert á óvart þó Liverpool keypti tvo miðverði í sumar, Einn reynslubolta og annan ungan fyrir framtíðina. Viðkomandi miðvörður verður að vera góður á boltann, lesa leikinn vel, hafa hraða, vera sterkur í loftinu og vera sterkur karakter. Miðað við það sem ég hef lesið tikkar Stefan de Vrij í öll boxin. Stefan er orðin fastamaður í Hollenska landsliðinu og fyrirliði Feyernoord einungis 21 árs. Miða við innkaup Brendans hingað til kæmi það fáum á óvart þó Liverpool gerði tilboð í Ashley Williams.

  Í vinstri bakverðinum hefur Robinson ekkert sýnt til að sannfæra mann um annað en að þar sé á ferðinni miðlungsleikmaður. Að hann skuli spila fyrir U21 lið Englands segir lítið til um það hvort á ferðinni sé góður leikmaður. Stephen Wright, Dominic Matteo, David Raven og John Welsh spiluðu allir fyrir U21 lið Englands og ekki varð ferill þeirra glæstur. Ég tel því að Liverpool þurfi að kaupa betri vinstri bakvörð til að veita Enrique meiri samkeppni.

  Að mínu mati er Luke Shaw í allt öðrum klassa en Robinson, það sem ég hef séð til hans segir manni að þar sé á ferðinni framtíðarmaður fyrir eitthvert stórlið. Vonandi verður liðið Liverpool. Annars eru menn hjá Liverpool sem fá laun fyrir að njósna um leikmenn, maður gerir ráð fyrir að þeir séu starfi sínu vaxnir og finni gæðaleikmann sem bætir liðið frá því sem nú er.

 15. Finnst líka einn vera maður sem þarf að skoða hvort sem hann verði keyptur eða ekki. Meðan við þurfum að styrkja liðið með nokkrum mönnum væri synd að skoða ekki Brede Hangeland sem verður samningslaus í sumar. Við erum nánast pottþétt að fara kaupa tvo miðverði og þá væri gott að annar kæmi frítt.

 16. Brede Hangeland var að skrifa undir nýjan samning við Fulham og er ekki á leiðinni frá þeim í sumar.
  En er ekki leikur á morgun ? Er upphitunar grubban í páska fríi ?

 17. Góður pistill og ljóst að mikið af leikmönnum eru orðaðir við okkar góða lið. Ég væri alveg til í að sjá Wisdom og Kelly fá nokkra leiki sem hafsenta þar sem það eru þeirra upprunalegu stöður en þeir hafa ekki fengið tækifæri til að sýna sig í þeirri stöðu.

  Annars er ég mjög sáttur við liðið eins og það er núna… það er mikið af hæfileikum í liðinu en menn hafa ekki verið nógu stabílir, þ.e. eiga misjafna leiki. Auðvitað eru þessir menn mannlegir en maður á alveg að geta gert kröfu á að þeir standi sig í sinni vinnu.

  Jákvætt hjá liðinu núna undanfarið er að við erum farnir að vinna þá leiki stórt sem manni hefur oft fundist að við ættum að vinna stórt. Og ef maður hugsar það þá finnst mér betra að við vinnum minni liðin og töpum fyrir stóru liðunum að því leiti að maður á auðveldara með það að sætta sig við tap fyrir liðum í efri hlutanum heldur en lið í neðri hlutanum… svo framarlega sem frammistaða leikmanna sé alla vega ásættanleg.

  Ég held að menn séu alltaf að læra betur og betur inná leikstíl og hugsanir BR og ef maður skoðar þau lið sem hann hefur verið með þá hefur þessi leikstíll hans þurft þolinmæði og tíma.

  Varðandi stöðurnar hjá okkur þá finnst mér;

  Markmenn:
  Pepe Reina er klárlega búinn að eiga sitt slakasta tímabil frá því hann kom til liðsins. Staða markmanns er nú einfaldlega þannig að sjálfstraust er eitthvað sem er mikilvægast fyrir góðan markmann. Hæfileikar Pepe eru að mínu mati fyrir hendi en á meðan sjálfstraust og form eru ekki 100% þá er ekki líklegt að hann skili sínu 100%.

  Brad Jones hefur sýnt í þau skipti sem hann hefur fengið tækifæri í vetur að hann getur alveg átt góða leiki. Held að við séum ekkert að fara að kaupa heimsklassa markmann til að sitja á tréverkinu.

  Hægri bakvörður:
  Glen Johnson er búinn að vera mjög góður en er eins og fleiri leikmenn í liðinu hefur hann átt misjafna kafla í vetur.

  Kelly eins og ég sagði hefur staðið sig vel sem bakvörður en hann er hafsent og ég held að hann eigi að fá tækifæri til að sanna sig sem slíkur. Hann er hávaxinn og sterkur leikmaður sem er góður skallamaður og getur verið hættulegur í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum. Það er eitthvað sem ekki kemur mikið úr hjá okkur.

  Er ansi hræddur um að Flanno sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir okkur.

  Held að við ættum að styrkja þessa stöðu í sumar.

  Vinstri bakvörður:
  Enrique er búinn að vera mjög góður uppá síðkastið og gæti orðið mikið betri. Ég er sammála því að þurfi að styrkja þessa stöðu með einhverju góðu understudy því ég held að José komi til með að eiga þessa stöðu á næstu leiktíð.

  Hafsent:
  Við erum með þá Agger og Skrtel sem hafa ekki náð að sýna þann stöðuleika sem maður hefði viljað frá þeim. En það er spurning hvort þeir eigi ekki nokkur góð ár eftir.

  Jæja nenni ekki að skrifa meira… YNWA

 18. Miðað við frammistöðu Robinson og kelly í þeim leikjum sem þeir hafa og fengið að spila í vetur ættu þeir að vera í 1 deildinni, það er gömlu annarri deildinni. Sjaldan hef ég séð eins “efnilega” leikmenn verða jafn hræðilega á sínu öðru tímabili (Robinson) og Kelly á sínu þriðja? með aðalliðinu….

  Júju Kelly er búinn að meiðast mikið en miðað við hvað vörnin er mikilvæg nenni ég ekki að þurfa treysta á svona meiðslapésa. Hann kannski verður sterkari með aldrinum en honum og Robinson virðist bara fara aftur á milli ára á meðan Wisdom lítur mjög vel út en hann er reyndar á sínu fyrsta ári með aðalliðinu og gæti lent í sama vandamáli og hinir tveir á næsta tímabili.

  Þannig að ég vonast eftir 2 miðvörðum og einum vinstri bakverði.

  Luke Shaw tel ég ekki raunhæfan kost þar sem við erum ekki að fara borga 15 milljónir fyrir svona ungan dreng, við látum City eða Chelsea um það. Willems myndi ég samt vilja frekar. 17 eða 18 ára var hann í byrjunarliði hollenska landsliðsins á evrópumótinu í fyrra og er líklegast mun ódýrari kostur.

  Einnig vil ég ekki sjá fleiri leikmenn sem Rodgers hefur unnið með áður, við eigum að horfa eithvað annað.

  Yrði alltaf ánægður með þýskan varnarmann eða mann skólaðan frá Þýskalandi.

 19. persónulega finnst mér að það ætti að hreinsa til í þessu liði og má þá byrja með agger, arfaslakur varnarmaður sem er löngu útbrunninn.
  Ef okkur vantar varnarmenn þá veit ég um einn góðan sem var alveg frábær í fm 2011, Razvan Rat. Varnarmaður sem getur tekið aukaspyrnur og er eins og stormur upp og niður kanntinn.
  Tveir sóknarmenn sem ég vil sjá eru Drogba og fá emile heskey aftur, en sá meistari er búinn að vera að gera það gott í ástralíu.

 20. jæja Suarez Rokkar, þú ert nú meira andskotans djöfulsins erkifíflið. að þú skulir voga þér að koma hérna inn og drulla yfir einn besta leikmann liverpool fyrr og síðar er fyrir neðan allar hellur. þá skaltu frekar bara vera heima hjá þér.

 21. Hey strákar, hvernig finnst ykkur þessi?

  Yaya Tourtappi.

  Nei, bara aðeins að reyna að lífga upp á spjallið 😉

 22. Léleg sókn með 4-3-3 eða léleg vörn með 4-4-2 það er spurningin….ein páskaupphitun á leiðinni?

 23. Eins og oft hefur komið fram hér er alveg ljóst að við þurfum að bæta við varnarmanni sem fer beint inn í liðið. Ég er ekki tilbúinn að afskrifa Agger þrátt fyrir að þetta hefur örugglega verið eitt af hann slökustu tímabilum. Það má ekki gleyma því að með nýju leikkerfi BR þá hefur hann gefið aukið skotfæri á vörnina. Hann hefur látið bakverðina fara mikið meira upp en þeir gerðu, hann hefur látið boltann flæða meira aftar á vellinum og hann hefur hreinlega aukið sóknarþungann. Það hefur svo sannarlega virkað þar sem við höfum skorað þriðju flestu mörkin í deildinni. En þetta hefur því miður orðið á kostnað þess að við höfum fengið á okkur mun fleiri mörk.

  Það er alveg deginum ljósara að Skrtel er ekki að höndla þetta og Agger á í erfiðleikum. Besta dæmið er það varnarleikur Skrtel í þriðja markinu á móti Southampton. Hann gerði sig ekki einu sinni líklegann til að reyna verjast manninum. Ég spái því að í byrjun sumars stöndum við uppi með Agger, Kelly, Wisdom og Coates sem miðverði. Ég ætla vera sammála Steina úr seinasta podcasti og spá því að Coates verði ekki seldur. Persónulega væri ég til að lána hann heilt season og sjá hvernig hann plummar sig. Mér finnst hann allavega eiga skilið að fá heilt tímabil og sjá hvort hann geti spila fótbolta á Englandi. Hann hefur nú ekki fengið sénsinn á Anfield til að sanna sig.

  Af leikmönnum sem teljast líklegir að koma þá tel ég Vrji, Sakho eða Williams líklegast. Ég tel að við fáum aldrei Subotic eða Höwedes og svo finnst mér Benatia ólíklegur kostur. Af þeim vinstri bakvörðum sem eru nefndir hér þá þekki ég kannski 2 af þeim og því get ég voðalega lítið tjáð mig um þá.

  En ég ætla giska á að það komi tveir leikmenn inn, annarsvegar einn sem vera beint í byrjunarliðið og hinsvegar annar leikmaður sem er örugglega ungur og mikið efni og á að berjast um þessa stöðu. Svo tel ég að hann muni fara hleypa Kelly og Wisdom í miðvörðinn og sjá hvernig þeir koma út þar. Hann kaupir örugglega einn vinstri bakvörð og svo er spurning hvort hann ætli að gefa Robinson sénsinn áfram eða hvort hann sé búinn að missa trúnna á honum eins og svo margir. Svo vona ég að við förum að sjá Ryan Mclaughlin fá einn og einn leik þar sem ég hef mikla trú á þeim dreng.

 24. Ben Davies hjá Swansea er efnilegur vinstri bakvörður sem Rodgers þekkir vel. Hann hefur verið fastamaður í liði Swansea á þessu tímabili og staðið sig vel.

Dýrari týpan

Aston Villa á morgun