Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi í sumar

Afturelding í samstarfi við Þór og Warrior kynnir:

Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, þriðja árið í röð. Haldin verða tvö námskeið, á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 6. – 8. júní og á Þórsvellinum á Akureyri 9. – 11. júní. Námskeiðið er 15 tímar, kl. 10:00 til 15:00, í þrjá daga.

lfcaKnattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka og stelpur á aldrinum 6 – 14 ára (7. – 4. flokkur). Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard.

Allir þátttakendur á námskeiðinu verða undir stjórn þjálfara frá Liverpool og mun hver þeirra stýra hópi með um 16 börnum. Þeim til aðstoðar verða íslenskir þjálfarar sem munu m.a. sjá um að túlka á íslensku. Skipt verður í hópa eftir aldri og sérstakir æfingahópar verða í boði fyrir markmenn.

Þátttaka er takmörkuð og því mikilvægt að tryggja sér sæti sem fyrst með greiðslu þátttökugjalds sem er kr. 22.500. Innifalið í því er morgunhressing, heitur hádegisverður og LFC fótbolti til eignar í lok námskeiðs.

Skráningarbeiðnir og fyrirspurnir sendist á lfca@simnet.is

Allir þátttakendur fá 20% afslátt hjá ReAct í Bæjarlind 4. ReAct er með mesta úrval landsins af Liverpool vörum.

Opinn þráður – Owen

Dýrari týpan