Opinn þráður – Owen

Ferill hjá atvinnumanni í knattspyrnu nær ekki yfir ýkja stóran hluta starfsævinnar þó launin og frægðin sem því fylgir geti líklega fleygt mönnum langt árin þar á eftir. Maður myndi ætla að flestir vilji að þeirra sé minnst með hlýjum hug, því betur sem menn þjóna sínu félagi þeim mun betur verði orðspor þeirra eftir ferilinn. Ég er svo einfaldur að halda að svonalagað skipti miklu máli hjá leikmönnum og þeir leikmenn sem gefa skít í “sitt” félag sjái eftir því seinna meir. Þetta er auðvitað ekki algilt en sumar línur máttu bara ekki fara yfir ef þú vilt halda ímyndinni.

Ég fór á minn fyrsta Liverpool leik árið 1997, útileikur í ágúst gegn Wimbeldon sem helst fer í sögubækur fyrir að Paul Ince og Danny Murphy voru að spila í fyrsta skipti fyrir Liverpool. Líklega er engin tillviljun að það er ennþá sungið um Super Danny Murphy þegar hann mætir Liverpool á meðan enginn minnist Ince, hvorki stuðningsmenn Liverpool eða United þar sem hann var þó vel metinn áður. Hann fór líklega yfir þessa línu gagnvart stuðningsmönnum United er hann gekk til liðs við Liverpool þrátt fyrir að hafa spilað á Ítalíu í millitíðinni (ekki það að Ince hafi verið það mikil hetja til að byrja með).

Ef ég man rétt var þetta líka fyrsti leikur Michael Owen í byrjunarliði. Þessi 17 ára pjakkur hafði komið inná sem varamaður undir lok tímabilsins á undan og skorað en var þarna kominn í liðið og skoraði aftur, nú úr vítaspyrnu sem hann “stal” af Murphy sem ætlaði að taka hana.

Það var ekkert lítið buzz í kringum þennan unga leikmann og átti bara eftir að aukast árin á eftir. Hann var frábær leikmaður þessi ár sín hjá Liverpool og hafði þegar upp var staðið skorað 158 mörk í 297 leikjum. Ég efa að nokkur leikmaður í sögu félagsins með svona feril hefði getað gefið eins lítið fyrir feril sinn og Owen gerði seinna á ferlinum.

Hjá Liverpool náði Owen samt aldrei að komast með tærnar þar sem Fowler var með vindinn á eftir sér, hvað þá hælana. Ég hef lesið ævisögu Owen sem var skrifuð áður en hann fór til United og þar sýndi hann og sannaði að þarna er enginn karakter á ferð, bara 0. Hann bara átti aldrei eins upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum Liverpool eins og Fowler eða McManaman og svo seinna Gerrard og Carragher. Hann hefur lengi verið kallaður “England´s Michael Owen” í Liverpool borg (líka áður en hann fór til Real Madríd) á meðan Fowler var “Our Robbie Fowler” í Liverpool borð jafnvel þó hann væri að spila fyrir Leeds eða Man City.

Michael Owen dró félagið svolítið á asnaeyrunum þegar hann fór til Real Madríd. Flestir gátu fyrirgefið honum það að fara til Real (a.m.k. með tímanum) en hann náði að klúðra því eins og svö mörgu öðru eftir að hann fór að það var mjög lítill vilji til að óska honum góðs gengis. Þegar Owen fór var hann einn heitasti bitinn á leikmannamarkaðnum og fjórfalt meira virði en þessar 8 milljónir +Nunez sem við fengum fyrir hann frá Madríd. Þetta var samt ekki það sem eyðilagði feril hans í augum stuðningsmanna Liverpool, McManaman fór með mun undeildari hætti og er ennþá vel séður á Anfield.

Heppni Owen sá til þess að í stað þess að hann ynni til stórra verðlauna hjá Real Madríd unnu vinir hans sem urðu eftir hjá Liverpool stærsta titil sem hægt er að vinna og það á svo æðislegan hátt að líklega verður þeirrar stundar og þeirrra leikmanna sem tóku þátt í þeim viðburði minnst um ókomin ár. Sló gjörsamlega við besta degi sem Owen gaf okkur 4 árum áður en hann vann FA Cup nánast upp á sitt einsdæmi.

Hann vildi ólmur koma til Liverpool árið eftir en fékk ekki Ian Rush come back-ið því Freddy Sheapard stjórnarformaður Newcastle bauð guðs blessunarlega fáránlega upphæð í kappann og gerði endurkomu ómögulega. Hann fór frá Liverpool á 8m þannig að Rick Parry var ekki einu sinni svo vitlaus að kaupa hann aftur ári seinna sem hálfgert flopp á 15m. Tíminn hjá Newcastle var meiðslum hrjáð sorgarsaga. Owen sem er ekkert lítið bitra týpan gaf út þessa “ævisögu” sína sem er ekkert annað en réttlæting á ákvörðunum hans og hann fékk slæmar móttökur á Anfield er hann kom þanngað með Newcastle, ekki hver sem er sem nær því á Anfield. Ennþá hefði tíminn líklega læknað það sár og flestir gátu skilið stöðuna sem hann var í þegar hann fór til Newcastle þó þetta hjálpaði ekkert peningagræðgisstiplinum sem var á honum.

En þegar ferillinn var svo gott sem búinn og hann kominn að lokasamning náði hann endanlega að hlaupa á harðaspretti úr hjörtum stuðningsmanna Liverpool og bara fórna glæsilegum ferli sínum þar. Það er alveg hægt að skilja ákvörðun hans frá fótboltalegu sjónarmiði enda hafði hann ekki úr miklu að velja þannig. Fótbolti er ekki alltaf sanngjarn og allt það, en hver sá sem þykir eitthvað vænt um ímynd sína hjá Liverpool, vill að sín sé minnst eftir að ferlinum líkur um ókomin ár, jafnvel eiga afturkvæmt næstu ár og áratugi í viðburði tengdum Liverpool, t.d. líkt og Didi Hamann ætlar að gera hér á landi á næstunni. Sá maður gerir bara ekki svona og það alls ekki fyrir bekkjarsetu í 1-3 ár og meiri tíma í hesthúsinu.

Hann getur réttlætt það fyrir sjálfum sér að hann fékk með þessu betra sæti til að sjá lið vinna deildina, jafnvel hærri laun en hann hefði t.d. átt kost á hjá West Ham eða Stoke. Hann getur fundið til hvað sem er og hann á pottþétt eftir að gefa út bók um það von bráðar. En maður sem gerir svona, sama á hvaða forsendum skrifar sig með þessu úr hjörtum stuðningsmanna Liverpool. Hann hafði reyndar aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hvort eð er.

Eftir á að hyggja sluppum við líklega vel með Owen, fengum öll góðu árin hans. En það er ekki hægt að segja annað en að ferill hans sé alveg sorglegur m.v. hvernig hann byrjaði. Þetta er eini leikmaður Liverpool til að vera valinn knattspyrnumaður Evrópu (Keegan var hjá Hamburg). Þann titil fékk hann að mestu líklega fyrir þátt sinn í FA Cup árið 2001 en auðvitað líka sem markamaskína í þrennutímabili Liverpool. Getið þið nefnt mér annan sigurvegara Ballon d´Or verðlaunanna sem skilur jafn lítið eftir sig og Michael Owen, náði jafn litlum árangri og er eins óvinsæll hjá stuðningsmönnum þess liðs sem hann vann þessa nafnbót hjá? (Höfum auðvitað í huga að þetta er glæsilegur félagsskapur)

Hér er listinn yfir alla sigurvegara Ballon d´Or frá upphafi (þessi frá 1960 í mestu uppháhaldi hjá mér)..

Líklega hefðu einhverjir alveg trúað því að æskuvinirnir Jamie Carragher og Michael Owen myndu enda knattspyrnuferilinn sama dag.  Ég efa hinsvegar að nokkur maður hefði trúað því árið 1997 að það yrði Carragher sem yrði minnst sem ein af helstu goðsögnum félagsins á meðan Owen væri einhver sem menn muna með semingi. Virði fyrir það sem hann gerði fyrir Liverpool en vilja þó helst gleyma.

Liverpool átti að fá mikið meira og mun fleiri ár út úr tveimur af bestu sóknarmönnum sem komið hafa frá Englandi undanfarna áratugi, báðir hættu ungir og voru meiddir allt of mikinn part ferilsins. Við skulum sjá til eftir 5ár, 10ár og 15ár hvor þeirrra verður ennþá partur af sögu Liverpool og hvor verði alveg steingleymdur, ég tippa á þennan á neðri myndinni.

Owen - Fowler

62 Comments

  1. Skemmtilegur pistill. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Owen sæji eftir sínum ákvörðunum á ferlinum og sérstaklega núna þegar fréttir þess efnis að hann væri að hætta. Hafði hann enga löngun að vera goðsögn eða allavega vel minnst í sögu Liverpool. Eða var honum nokkurnveginn sama.

    Einfaldlega held ég að hann hafi verið þannig karakter að hugsa meira um fjárhagslegu hlið fótboltans. Enda þegar hann var upp á sitt hjá Liverpool þá fannst stuðningsmönnum liðsins hann aldrei vera þeirra. Að hann myndi fara þegar tækifæri gafst til. Að honum hafi takist að nánast skrifa sig út úr sögu klúbbsins og úr hjörtum stuðningsmönnum Liverpool er með ólíkindum.

    Ef ég mundi sjá Owen á förnum vegi þá myndi ekki einu sinni hafa löngun að taka í höndina á honum hvað þá að láta taka mynd með mér og honum. Ef ég myndi hins vegar sjá Fowler yrði ég eins og versta gruppía. Tek það þó fram að ég er mikill Fowler aðdáendi, byrjaði að horfa á Liverpool þegar hann kom fyrst fram.

    Að þessum tveimur miklu markaskorurum hjá Liverpool er ótrúlegt hversu mikill munur þeir skilja eftir sig í sögu klúbbsins. Í könnun hjá Liverpool Echo var spurt hvort Owen væri goðsögn hjá Liverpool. 70% prósent sögðu nei og 30% já. Mitt svar væri einfaldlega nei. Ef sama spurning yrði spurð um Fowler þá kæmi mér það á óvart ef hann næði ekki allavega 99%.

    Sungið til Owen af stuðningsmönnum Liverpool. “where were you in Istanbul”.

    Owen takk samt fyrir að tryggja okkur FA bikarinn 2001, það verður ekki af þér tekið.

  2. Owen var frábær með okkur. Auðvitað tók hann ranga ákvörðun að fara til Real. Hann greinilega sá eftir því og vildi koma aftur enn því miður varð ekkert úr því.Fær prik hjá mér fyrir það. Enn samt ófyrirgefanlegt fara til Man U af öllum líðum.. Fowler valdi miklu betur með að fara til Man City og Leeds.

  3. Flottur pistill. Það er fyndið að sjá þá þarna saman, Guð og Júdas. Myndin af júdasi í búningi scum. utd þar að auki brosandi hefur alltaf stungið mig. Við fengum bestu árin hans. Það verður gaman að sjá viðtalið sem verður tekið við hann eftir ca 25 ár,ásamt Newille systrunum og öðrum gleymdum “stjörnum”. yfirskriftin: Forgotten legends where are they now?

  4. Óskiljanlegt að landa ekki a.m.k. einum deildartitli með Carragher, Owen og Gerrard.
    Þarna fengum við upp þrjá heimsklassa leikmenn upp úr unglingaliðinu nánast á einu bretti.

    Vona að við förum að fá stráka upp úr akademíunni sem munu ná svipuðum árangri með félaginu og þessir þrír.

  5. Það er rétt … leiðin liggur niðurávið eftir Liverpool !
    Owen er karakterslaus peningapúki, því miður.

    p.s. það eiga ekki að vera myndir af ManU mönnum hérna inni. Er enginn ritskoðun hérna?

  6. Owen er douchebag. Svona kemur maður ekki fram við klúbbinn sem kom manni á kortið.

  7. Þessi pistill og kommentin lesenda segja eiginlega allt sem þarf um Michael Owen. Corporate Boyscout of a Footballer

    Ég var m.a.s. búinn að gleyma þessum ótrúlega sjálfhverfa 32 blaðsíðna bæklingi sem Owen gaf út um sjálfan sig. Hvað var það? 🙂 Hann á núna eftir að enda sem leikmunur í sjónvarpi og corporate hækja. Svo ég vitni í Pink Floyd þá er þessi fyrrum hetja Liverpool orðinn…….. Just Another Brick in the Wall.

  8. Owen á ekkert inní mínu Liverpool hjarta, enda leiguliði í mínum huga.

  9. Frábær leikmaður sem fór, meiddist, sat á bekknum og leggur núna skóna á hilluna. Nokkuð góður ferill bara!

  10. Það er kannski við þetta tækifæri ágætt að rifja upp tvo pistla sem hafa verið skrifaðir um Owen á síðunni:

    2004: Owen fer frá Liverpool (Einar Örn)

    2009: Owen skrifar undir hjá United (Einar Örn)

    Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi en svo að Owen hafi átt einn glæstasta fyrri helming ferils í sögunni og einn slappasta seinni helming ferils í sögunni. Meiðsli, léleg spilamennska, lélegur fyrirliði, bekkjarseta, svik við uppeldisfélagið með því að semja við erkifjendurna og loks … Stoke City.

    Mér er svo sem sama. Hann gaf okkur góðar minningar fyrir rúmum áratug síðan. Hef ekki hugsað mikið um hann síðan þá. Það eina sem pirrar mig er tilhugsunin um að hann reyni kannski að monta sig síðar af því að hafa unnið deildina, eins og margir af „sérfræðingum“ í ensku sjónvarpi gera í dag. En ekki einu sinni Owen væri svo vitlaus að reyna það, er það nokkuð? Er það nokkuð?

    Allavega. það er jafn langt síðan hann gerði eitthvað gott fyrir Liverpool og Patrik Berger eða Emile Heskey. Geisp.

  11. Ég man rétt áður en Owen byrjaði að spila með aðalliðinu þá var ég að lesa um hann sem mjög mikið prospect í einhverju bresku sparkblaði og var umsvifalaust mjög spenntur fyrir honum. Hann olli engum vonbrigðum og fannst mér yndislegt að fylgjast með honum á fyrstu stigum ferilsins, hraðinn og yfirvegunin í afgreiðslunum hans var gjörsamlega stórkostleg. Erfið meiðsli hinsvegar drógu úr hans helstu ógn sem var hraðinn og hefur það fylgt honum allan hans feril.

    Það kom ekki á óvart að Owen skyldi fara, hann hafði talað um það í viðtölum að hann hefði á einhverjum tímapunkti ferils síns áhuga á að spila á Ítalíu eða Spáni en þó vildi hann ekki fara frítt og vildi gjarnan að klúbburinn fengi einhvern aur fyrir sig. Salan á honum fyrir litlar 8m punda var þó dræm fjárhæð m.v. það að hann hafði verið verðmetin á mun meiri fjárhæðir stuttu áður. Þetta skrifast á yfirstjórn klúbbsins að mínu mati, hún átti að sjá til þess að þetta myndi ekki gerast með þessum hætti.

    Þrátt fyrir afar áhugavert markaskorunar record hjá Real Madrid þar sem mig minnir að hann hafi verið með mikinn fjölda marka skoruð per mínútur spilaðar þá verður ferli hans þar ekki minnst neitt sérstaklega annars og þeim mun síður hjá Newcastle og Stoke. Hann vann þó titla hjá scum en spilaði aldrei neina sérstaka rullu, var ávalt aukaleikari þar þó svo að hann hafi eflaust spilað sig inn í hjörtu stuðningsmanna scum þegar hann skoraði sigurmarkið á móti city í uppbótartíma.

    Ég minnist hans tíma hjá liv sem mjög góðs þó svo að ég taki undir að hann skipi ekki sama sess hjá manni og t.d. Gerrard, Carra og Fowler. Ég tek það þó ekki svo nærri mér hvað varð um hans feril eftir að hann fór frá Real og ég held að það gæti nú kannski fullmikillar dómhörku gagnvart hans ákvörðunum um áfangastaði.

  12. Hann Owen var frábær meðan hann var hjá okkur, en í samanburði við Fowler……það er bara enginn samanburður.

    Fowler er minn uppáhalds leikmaður allra tíma.

    Ef ég myndi einhvern tímann hitta Guð myndi ég grenja eins og smástelpa 🙂

  13. Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að það sé langt síðan Owen var “fótboltamaður”. Þ.e.a.s. hann spilaði fótbolta af því að hann var góður í honum, en aldrei með hjartanu (nema kannski í byrjun). Þetta var einfaldlega vinnan hans. Sem sést líka í því að hann lagði sig aldrei mikið fram um að tengjast stuðningsmönnum þeirra liða sem hann spilaði með, hvað þá menningunni á staðnum. Sem var ein ástæða þess hvað honum gekk illa í Madrid. Hann hélt sig bara heima með konunni sinni, lagði sig lítið eftir því að læra spænsku, ók frekar út á flugvöll til að kaupa ensk blöð en að fara í bæinn og gaf sig lítið að liðsfélögunum (ólíkt t.d. McManaman).

  14. Einhverjir hérna að minnast á þessar 8 millz sem hann fór á. Ég nenni ekki að tjekka á einhverjum heimildum en mig minnir að hann hafi átt eitt ár af samningnum 2004 og ekki viljað skrifa undir framlengingu. Þess vegna var hann látinn fara og fyrir svona lítinn aur. Ég grét ekki brotthvarf hans svo mikið. Hann var alltaf meiddur og var byrjaður að hnigna í getu þegar hann fór. Sama eins og með Torres. Fuck ´em and feed ´em ´cause we don´t need ´em.

  15. Það er í raun þökk sé Owen að ég er eins mikill Liverpool maður og ég er í dag. Ég gjörsamlega dýrkaði hann sem krakki þegar hann var uppá sitt besta (semsagt í Liverpool).

    Mér er í raun alveg slétt sama hvað hann gerði eftir að hann fór frá Liverpool. Ég mun bara minnast þess sem hann gerði hjá okkur, og þar er stórkostlegur leikmaður á ferð. Ekkert annað skiptir máli.

  16. Nr. 16

    Þegar ég sagði

    Michael Owen dró félagið svolítið á asnaeyrunum þegar hann fór til Real Madríd.

    Var ég að vitna í þetta. Hann lét samninginn renna út þannig að hann var seldur á klink m.v. raunverulegt virði.

  17. Flottur pistill Babú.

    Michael Owen var stórkostlegur knattspyrnumaður þann tíma sem hann lék í rauða búningnum. Samstarf hans og Steven Gerrard var magnað og hans frammistaða varð til þess að Fowler var fórnað fyrir pening af Houllier og Thompson. Maður grét brotthvarf Fowler en það kom manni ekki á óvart. Staða Owen þá var einfaldlega þessi.

    Brotthvarf hans til Madrid var fúlt, en haustið eftir treysti hann ekki Rafa Benitez sem var búinn að leggja fram tilboð upp á 10 – 11 milljónir punda og hafði vissu fyrir því að Real myndu samþykkja það ef að Owen stæði fast á að hann færi ekki til Newcastle. Owen guggnaði rétt fyrir gluggalokunina og það fyrirgaf Benitez ekki.

    Þegar Owen losnaði svo frá Newcastle opnaðist möguleikinn að hann leiðrétti þetta bull allt. En þá vildi Benitez hann einfaldlega ekki…skiljanlega að mínu mati.

    Og þá tók Owen ákvörðun sem mun senda hann á sama stað og þá sem ekki náðu miklum árangri fyrir félagið. Mér sárnaði það svo að ég nenni ekki að ræða um það einu sinni.

    Það er sorglegra en tárum taki að leikmaður sem vann marga titla með LFC, suma á eigin spýtur (Arsenal final en líka 2-0 sigur á Scum sem varð síðasti titill Houllier) og skoraði óhuggulega mikið af mörkum muni ekki verða dáður í rauðu treyjunni. Hann skoraði 118 deildarmörk, Fowler 120 og t.d. Aldridge 50.

    Svekkelsið er mikið að hann hafi spilað svo illa út úr síðari hluta ferilsins, mjög mikið. Einungis Torres er ofar á mínum pirringslista og ég er sammála þeim sem tjá sig hér að ofan, ég myndi ekki reyna að fá mynd með mér af Júdasi 1, og reyndar ekki Júdasi 2 heldur.

  18. Ég skil ákvörðuna að fara til Real. Hann var sjóðheitur hjá Liverpool og Real var að safna til sín stórstjörnum á þeim tíma og búa til rosalegt lið(á pappír). Liverpool voru á sama tíma að fara að byrja en eina ferðina nýtt ferðalag með nýjum stjóra og þessi hafði enga reynslu á enska boltanum.

    Hann vildi svo koma heim til Liverpool en Newcastle bauð of mikið svo að sá draumir var úr söguni. Miða við meiðslin þá var það gott fyrir liverpool.

    Svo var það ferðinn til Man utd sem er gjörsamlega óskiljanleg. Hann hafði verið meiddur lengi og vildi fara að spila fótbolta(hann sagði það allavega). Afhverju að fara til liðs sem þú veist að þú ert ekki að fara að spila mikið og eru gamlir erkifjendur liðs sem þú varst að brillera með í den. Jú hann vann enskudeildina en hann gerði það meira sem áhorfandi heldur en leikmaður.

    Gerrard hefði geta farið til Chelsea á sínum tíma og unnið deildina en hann vildi ekki vinna deildina á þennan hátt, ef hann á eftir að vinna deildina þá verður það með liverpool eða engum(líklega engum) en þaning á það líka að vera hjá leikmönum sem bera tilfiningar til félags og að félagið er ekki bara einhver vinnuveitandi sem borgar laun. Heldur er liverpool einn stór fjölskylda og fjölskyldur standa saman.

    Með því að fara til Man utd þá var Owen einfaldlega að slíta fjölskyldutengsl og vonandi verður hann ánægður með þennan bekkjarseturs titilinn í staðinn fyrir að eiga möguleika á að vera minnst sem goðsögn hjá liverpool.

  19. “Við erum með 3 frábæra framherja í Cisse, Baros og Sinama Pongolle og sá fjórði, Anthony Le Tallec er í láni.”

    GUÐ ALGÓÐUR HJÁLPI MÉR..

  20. Gat verið að það kæmi einhver Suarez sprengja á netið núna.
    Ef það kemur eitthvað tilboð á borðið í sumar þá verður bara að neita því og sýna honum að þetta lið ætli sér að verða stórveldi á nýjan leik með hann innanborðs og kaupa 2-3 heimsklassaleikmenn í sumar.
    Ég óttast að ef það verður ekki verslað metnaðarfullt í sumar þá muni hann fara frá okkur áður en nýtt tímabil byrjar.

    Suarez er algjört lykilmaður fyrir okkur og ef þetta lið ætlar sér einhvern tímann að gera eitthvað af viti aftur þá verður að halda svona leikmönnum.

    Og svona rétt varðandi Owen þá var hann minn uppáhaldsleikmaður en því miður þá skemmdi hann allt fyrir sér varðandi stuðningsmennina sem hægt var að skemma. En ég ætla að reyna að muna eftir honum skorandi flott mörk fyrir félagið og gefandi mér góða tíma.

  21. Úff, svakalega eru menn bitrir hérna. Það er ekki einsog Owen hafi farið beint frá Liverpool og til United. Allir hér að ofan hefðu gert nákvæmlega það sama og Owen þegar hann ákvað að fara frekar til United heldur en liðs á við Wigan eða Stoke eða eitthvað álika. Með því að fara til United að þá hafði hann möguleika á að vinna loks ensku deildina, eitthvað sem allir Englendingar dreyma um.

    Ef einhver hérna inni myndi neita því að þeir myndu gera slíkt hið sama að þá hefur sá aðili greininega lítinn sem engan metnað. Það er kannski eins gott fyrir Chelsea að Gerrard hafi hætt við að fara þangað því að ég er ekkert svo viss um að Chelsea hefðu verið mikið sterkari með hann innanborðs. Ekki það að Gerrard sé ekki nógu góður en einsog margir hafa tekið eftir þá hefur Gerrard og Lampard ekki beint náð vel saman með Enska landsliðinu. Báðir topp leikmenn.

    Þetta er eitthvað sem Fowler, Carragher og Gerrard náðu ekki að gera.

    Ferill Owens var klárlega flottari heldur en Fowler sem er talinn vera Guð(Væri alveg til í að fá að vita afhverju hann sé talinn vera guð). Því ekki náði hann að vinna marga titla fyrir Liverpool. Hann var góður framherji á tíma sínum hjá Liverpool en langt frá því að vera einn af bestu í heiminum á þeim tíma. Owen, Shearer, Sheringham og A.Cole voru meðal annars valdnir framyfir hann í enska landsliðinu.

    Synd að Houllier hafi náð að skemma Owen á sínum tíma. Væri eflaust enn í dag að raða inn mörkum fyrir eitthvert stórliðið og enska landsliðið.

  22. Michael Owen var frábær leikmaður á sínum knattspyrnuferli og ég mun ekki gleyma tilþrifum hans í treyju Liverpool á árunum 1997-2004. Leiðinlegt að hann skyldi hætta að spila fótbolta sumarið 2004.

  23. Þa er suarez farin að yja að þvi að hann hugsi ser til hreyfings FRÀBÆRT…

    það mun koma i ljos i sumar hvað FSG ætþa ser, selji þeir suarez þa verður allt sjoðandi vitlaust og þa krota þeir undir dauðadom sinn hja felaginu að minu mati.

    Ef þeir ætla ser eitthvað með þetta lið okkar þa hafna þeir ollum tilboðum i suarez og gefa það ut nuna strax i kjolfarið a þessum orðromi að suarez se ekki til solu sama hversu hatt tilboð berst i hann og um leið syna þeir suarez þa metnað og styrkja liðið almennilega i sumar.

    Eg tippa a að FSG velji fyrri kostinn og selji Suarez og muni afram einbeita ser að þvi að berjast um 6-9 sætið i deildinni þvi miður

  24. Það er ansi magnað að leikmaður eins og Neil Ruddock er betur liðinn hjá Liverpool eftir feril sinn heldur Michael Owen. Það hefur allt með persónuleikann að gera, Owen er bara hreint ekki áhugaverður einstaklingur en mun hæfileikaminni fótboltamaður eins og Ruddock er týpa sem fólk hefur áhuga á að sjá og umgangast. Þess vegna er það ekki rétt sem kemur fram í greininni sem AEG #9 bendir á að ekki sé hægt að ætlast til þess að menn séu eitthvað annað en bara sálarlausir fótboltamenn. Vissulega geta menn verið það, en fá þá enga aðdáun fyrir vikið. Sorglegt fyrir svona hæfileikaríkan fótboltamann.

  25. Það er ekkert skrítið að heimsklassa leikmenn með metnað vilji spila CL. Því þarf Liverpool að girða sig í brók og fjárfesta í alvöru leikmönnum og hætta þessari meðalmennsku. Þær eru ófáar milljónirnar sem hafa farið í ruslakörfuna undanfarin ár með ömurlegum kaupum á miðlungs leikmönnum….

  26. Suarez er bara greinilega búin að sjá að Liverpool ætla að halda áfram að púkka undir einhvern miðlungs stjóra og halda að sér höndum í að styrkja liðið almennilega og sér því framtíð sína annarstaðar. Það skal engan undra að maður á hans caliberi skuli vilja spila í meistaradeildinni.

  27. Já – mér finnst menn vera e-ð bitrir hér… Er ekki bara hægt að gleðjast yfir því sem hann gerði í Liverpool treyjunni og láta það sem síðar gerði skipta minna máli. Fyrir mér verður McManaman alltaf súrari karakter en Owen, fyrir það að fara á 0 GBP.

  28. Ég hef verið skíthræddur í allan vetur um að missa Suarez enda eðlilegt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að leikmaður á þessu kaliberi vilji eyða bestu árum síns ferils í liði sem berst ekki um titla.

    Ætla því að vona að eigendurnir gefi alvöru summu í sumar svo hægt sé að kaupa leikmann í heimsklassa snemma í sumar til að sannfæra Suarez.

    Við erum grátlega nálægt þessu í ár og grátlegt að hugsa til leikja sem áttum að vinna. Værum t.d. í miklu betri stöðu ef við hefðum fengið framherja strax í haust.
    Þða er því að mestu leyti eigendunum og þeim sem stjórna að mestu leyti að kenna að við stöndum ekki betur að vígi í þessari CL baráttu í ár.

    Þess vegna vona ég að þeir bæti upp fyrir þessi mistök næsta sumar og gefi Rodgers flotta summu svo hægt sé að gera alvöru atlögu þarna í efri hlutanum.

  29. Duga eða drepast. Ákveðinn tímamót fyrir FSG næsta sumar segjur okkur allt hvað þeir ætla sér með þennan blessaða klúbb.

  30. Fyrir ekki alls löngu commentaði helst ekki nokkur maður hérna án þess að orðið “moneyball” kæmi fyrir allavega einu sinni í færslunni, í ljósi þessarar Suarez fréttar er ekki kominn tími til að dusta rykið af því aftur?

  31. Vitum oll ad ef ad mjog gott tilbod berst i Suarez ta verdur hann seldur ,
    Og ekkert sem vid getum gert til ad stoppa tad

  32. Úff á að láta mann fá kvíðahnút í magann strax út af Suarez? Ég er búinn að vera að hugsa hvaða mann væri hægt að fá í staðinn ef að til þess skyldi koma að hann myndi fara, og niðurstaðan er að það er ekki hægt að replace-a hann. Ja ekki nema með Messi og það vita allir heilvita menn að það er ekki að fara að gerast.

  33. Ian ayre er ekki beint að brillera i nyjasta viðtali sinu um suarez, alls ekki sannfærandi þegar hann segist buast fastlega við þvi að hann verði afram.

    Eg tulka þetta þannig að það geti bara alveg eins gerst að hann verði seldur.

    Hefði viljað sja ian ayre, tom werner eða john henry koma fram og segja að hann se alls ekki til sölu og ollum tilboðum sama hversu hà þau eru verði hafnað umsvifalaust og þeir ætli ser að styrkja liðið en ekki veikja það.

    Eg hef stórar ahyggjur af þvi hvort við missum suarez i sumar.. eg vill meira sannfærandi svor en ian ayre er að gefa..

  34. Þetta er subbulegur pistill hjá þér Babu. Michael Owen á svona ummæli ekki skilin frá einum af aðstandendum aðdáendaklúbbs Liverpool. Skammastu þín drengur.

  35. Fyrir allt sem Owen gerði á knattspyrnuvellinum fyrir LFC er ekki annað hægt en að minnast hans með hlýhug en það eru því miður þær staðreyndir að hvernig hann yfirgaf klúbbinn, að hann hafði tækifæri til að koma aftur sem hann vildi ekki og síðast en ekki síst Man U kaflinn á hans ferli sem svíður mest í augum Liverpool aðdáenda og gera það að verkum að minning hans sem LFC leikmanns er ekki ykja falleg eða góð hjá okkur flestum.

    Ferill hans eftir að hann fór frá LFC var hvort eð er svoddan prump og hann var í raun búin að toppa þegar hann fór frá LFC að þegar ég hugsa um Owen hugsa ég fyrst og fremst um ungan og frábæran leikmann sem var stórkostlegt að horfa á og allt eftir LFC er bara svo sorglegt í alla staði að ég er ekkert mikið að minnast þess, það hefði í raun verið allt annað ef hann hefði orðið jafnvel betri en hann var hjá LFC og verið sigursæll og verið lykilleikmaður hjá Real, Newcastle eða Man U. Hann gerði hinvegar afskaplega lítið af viti á fótboltavellinum á þessum árum og átti minnst þátt í þeim 3 titlum sem hann vann með Man U. Útfrá þessu er ekki hægt að syrgja Owen að neinu leyti. Hann var stórkostlegur í LFC treyjunni en óttarlegt rusl annarstaðar…… allir sáttir 🙂

    Hvað varðar Suárez þá finnst mér bara fínt að hann skuli koma með svona yfirlýsingar og vonandi eru FSG að hlusta og átta sig á því að til þess að halda í sína bestu leikmenn þá verða þeir einfaldlega að step up to the plate og styrkja liðið nægilega mikið svo að ekki eigi að fara illa. Ég skil Suárez bara mjög vel, hann er það góður leikmaður að hann labbar inní hvaða byrjunarlið sem er í heiminum og vill spila á meðal þeirra bestu og vinna titla og ef að LFC getur ekki boðið honum það þá fer hann, simple as that!

  36. Ég held að Liverpool verði að hækka launin hjá Suarez í svona 150 þús. á viku ( ef þeir eru ekki búnir að því ) og halda honum þannig ánægðum allavega næsta tímabil.

    Síðan gengur ekki lengur að liðið sé svona lélegt á næsta tímabili. Nýju eigendurnir eru búnir að vera í 2,5 ár með liðið og kaupa þvílíka hunda fyrir utan Suarez og vera með 3 framkvæmdastjóra.

    Ef það verður eitthvað rugl í gangi næsta sumar þá þurfa eigendendurnir að finna vegabréfin sín og halda heim til us of a með pyslu í afturendanum.

  37. Ég er ekki alveg að botna þessa umræðu hérna, þ.e. þá sem eru að gagnrýna þá sem eru að setja eitthvað út á Michael Owen. Flottur pistill Babú og það er nákvæmlega ekki neitt sem þú þarft að skammast þín fyrir í honum. Það er alveg fullkomlega eðlilegt á þessum tímapunkti að fara yfir þessi Owen mál öll sömul. Ákvarðanataka hans utan vallar gerir það að verkum að hann verður ekki þessi svokallaða goðsögn hjá neinum af þeim klúbbum sem hann hefur verið hjá.

    Af hverju er það? Jú, hann kom illa fram bæði við félagið sem slíkt, sem og stuðningsmenn þess. En auðvitað er þetta hans ferill og hann tekur ákvarðanir á eigin forsendum, en aðferðir sem hann beitti og ákvarðanir sem hann tók, gera það að verkum að hann mun aldrei verða ein af goðsögnum Liverpool Football Club. Jú, jú, einstaka stuðningsmenn bera engan kala til hans, og gott og vel, en yfirgnæfandi meirihluti setur hann ekki á háan stall. Ég er ekki að segja að þessir stuðningsmenn myndu drulla yfir hann ef þeir hittu hann, síður en svo, en þeir munu ekki hylla hann.

    Svo kemur hér inn einn Man.Utd maður og kallar okkur bitra? Og svo fer hann að fullyrða út í eitt, út í bláinn. Talar svo um metnað? Er það metnaður að sitja á bekknum einhvers staðar, bara til þess að fá afhenda medalíu? Nei, ekki í mínum huga. Mér finnst það vera metnaður að leggja hart að sér og taka þátt í leiknum. Í mínum huga hefði það sýnt fótboltalegan metnað hjá honum að fara til liðs þar sem hann gæti keppt um sæti í liðinu og lagt sitt af mörkum, ekki bara krossa fingur og vonast til að það verði nægilega mikið um meiðsli svo röðin kæmi að honum.

    En af hverju er maður svo sem að svara manni sem kemur inn á Liverpool síðu og spyr af hverju Fowler ætti að vera svona mikils metin hjá stuðningsmönnum eins og raunin er. Heldur þú í alvöru að þetta sé bara eitt stórt samsæri gagnvart Owen. Og enda svo innleggið á því að tala um að Houllier hafi eyðilagt Owen. Svei mér þá, ég held að rausið í Ferguson í gegnum tíðina hafi hreinlega eyðilagt toppstykkið á mörgum stuðningsmönnum sínum sem virðast trúa bullinu úr þeim gamla eins og um sé að ræða heilagan sannleik.

    Michael Owen verður ekki talinn goðsögn hjá neinu félagi. Það er sorgleg staðreynd fyrir hann sjálfan og engan annann. Mun hæfileikaminni menn komast á þann stall og koma til með að vera nokkurs konar sendiherrar félagsins um alla ævi. Hann dró félagið og stuðningsmennina á asnaeyrunum alveg þar til hann var búinn að setja alla í klemmu og fór á brot af þeim prís sem hann hefði farið á ári áður. Hann var marg búinn að segja að hann væri ekki að fara fet, ætlaði að skrifa undir samninginn sem á borðinu var, en dró það út í það óendanlega.

    Síðan fór Real Madrid sagan alveg eins og menn voru búnir að sjá fyrir, fór þaðan með skottið á milli lappanna ári seinna og þá var hans æskufélag tilbúið til að taka við honum aftur. Það er algjörlega á tæru að hann hefði getað þrýst á sölu aftur heim, en hann ákvað að gera það ekki og fór til Newcastle. Þar er hann ekki í miklum metum og þegar hann var búinn að fá endalaust greitt þar, þá lét hann samning sinn renna út. Og hvert fór hann þá? Á líklegast eina staðinn þar sem hann gat fullvissað sig um að hann væri búinn að skrifa sig algjörlega út hjá stuðningsmönnum Liverpool FC. Halda menn virkilega að hann hefði ekki getað nælt sér í samning annars staðar? Jú, algjörlega á tæru. Alveg eins og þegar hann ákvað að fara til Real Madrid, þá var það morgunljóst frá byrjun að hann var í besta falli að fara að verma tréverkið hjá þeim.

    Michael Owen á ekkert inni hjá Liverpool Football Club eða stuðningsmönnum þess. Hann var alinn upp þar, fékk tækifærin þar, sló í gegn og gerði það að verkum að hann varð multi milljóner. Eflaust er hann bara hoppandi glaður með það, og bara gott mál fyrir hann. Við hljótum samt að mega tjá okkur um það af hverju þessi fyrrum dáðadrengur er ekki í hávegum hafður hjá okkur.

  38. owen strjórnaði sínum ferli sjálfur, kaus að koma ekki aftur til LFC. Það var frábært að hafa hann þegar hann var uppá sitt besta, við eigum allit púllarar góðar minningar um hann hjá Liverpool og síðan slæmar minningar þegar hann fór til Newcastle og enn verri þegar hann kaus að selja sálu sína.

    Ég sé hann fyrir mér í framtíðinni vinna sem hrossaráðanautur hjá fergie, og þeir gets saman leikið sér að veðhlaupahestunum sínum.

    Hann er bara einn af þessum leikmönnum í boltanum í dag sem kaus peninga framar öllu öðru.

  39. Michael Owen verðu alltaf einn af bestu leikmönnum Liverpool, sama hvað þið drullið yfir hann. Hann er í 7. sæti yfir þá sem skorað hafa flest mörk í deildinni, 158 stykki. Það er ekki svo lítið og væri gott ef einhverjar druslur sem nú hanga í kring um liðið gætu státað af þvílíku.. Hann var góður knattspyrnumaður, sama hvar hann spilaði, hann fór illa út úr meiðslum og bar aldrei sitt barr eftir þau, en góður var hann. Við verðum að hætta að líta á leikmenn sem eign okkar stuðningsmannana, eða klúbbanna. Þeir eru fyrst og fremst sínir eigin herrar og fara þangað sem kaupin á eyrinni gerast best hverju sinni og það myndu held ég flestir gera og eflaust geta réttlætt það fyrir sjálfum sér líka.

  40. Ég nenni ekki einu sinni að tala um Júdas.

    Afhverju eru menn að lesa of mikið í það sem Suarez segir í viðtölum. Ég les þetta einfaldlega þannig að þessi gaur er bara heiðarlegur og segist skoða tilboð frá rétta klúbbnum. Um leið segir hann að það sé verið að byggja undir glæsta tíma á næstu árum hjá Liverpool og hann vilji vera þátttakandi í því. Hann hefur alltaf sagt að það hafi verið æskudraumur hans að spila fyrir Liverpool og hann sé ánægður hjá Liverpool. Ég stórefast um að Bayern Munchen og Juventus, sem helst hafa verið nefnd til sögunar sem hugsanlegir bjóðendur, séu réttu klúbbarnir í hans augum. Ég er líka sannfærður um það að hann er alveg sáttur við launin sem hann er á og það verði ekki stóra málið ef hann tekur þá ákvörðun að fara til annars félags sem þyrfti þá að vera rétta félagið

  41. En er það þá ekki alltaf svo að það respect sem þú sýnir öðrum, það getur þú búist við að fá tilbaka? Ég held að það sé enginn að efast um og segja annað en það að Owen var afar góður fótboltamaður hjá Liverpool, statistic og annað sýnir það. Pointið er að hann verður aldrei á þeim stalli hjá stuðningsmönnum sem hann hefði getað verið á.

  42. Nr. 40

    Nei það er ekkert subbulegt við þetta, þetta er mín skoðun á Michael Owen og þetta kalla ég að orða hlutina pent. Hann á ekkert inni frá stuðningsmönnum Liverpool og veit það vonandi manna best sjálfur. Skora á þig að fara með þessa skoðun þína inn á bar í Liverpool borg á leikdegi og sjá hversu margir myndu taka undir með þér.

    Annað svo það sé á hreinu, ég er ekki einn af aðstandendum aðdáendaklúbbs Liverpool, þessi síða er alveg óháð klúbbnum þó góður vinskapur sé á milli aðila hér á kop og hjá klúbbnum. Þar fyrir utan sýnist mér á að öllu að við (pennar á kop) séum allir á nokkurnvegin sömu línu hvað Owen varðar.

    Hvað slúður um Suarez varðar þá hreinlega nenni ég ekki að velta mér upp úr því í mars. Sumarið á líklega eftir að fara alveg í þetta.

  43. Þetta er nú ekki keppni um hvaða skoðun er rétt. Og þó að meirihluti manna taka undir eina skoðun, jafnvel inni á knæpum í Liverpoolborg, þá þýðir það ekkert sú skoðun sé réttari en einhver önnur.
    Ég ber engan kala til M. Owen, gaf mér margar góðar stundir fyrir framan sjónvarpið og FA 2001 var hans algerlega.
    En eins og aðrir hér, þá er mín skoðun sú að hann brenndi sínar brýr að baki sér og verður aldrei virtur neinsstaðar nema í einhverjum elítuklúbbum fótboltans á Englandi.
    Þessi bæklingur sem var gefin út 2009 var eitt það hallærislegasta plagg þessara aldar, og er kosningaloforð Framsóknarflokksins þá meðtalin.
    Ummæli hans og ógleymanleg tweet sýna í raun hversu þunnur þessi maður er og hvaða passion hann hefur. Það er ekki fótboltatengt.

    Bara farvel Franz. Takk fyrir fínar minningar hér fyrir áratug síðan og ekkert meira en það.

  44. Mín 2 cent í þennan þráð.

    1 Varðandi þennan bækling sem margir eru að hrauna yfir þá er ég búinn að lesa hann og þetta er náttúrulega plagg frá umboðsfyrirtæki Owens og því frekar kjánalegt að ýja að því að hann hafi setið heima í tölvunni og skrifað þetta um sjálfan sig.

    2 Las það einhversstaðar að þetta Suarez viðtal var tekið á spænsku í Uruguay, birt á frönsku hjá Reuters France og svo þýtt á ensku með tilþrifum. Þannig að ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af því að þarna sé orðrétt haft eftir okkar manni.

  45. fannst nú þessi haturspistill í garð gamlar hetju fyrir neðan ykkar virðingu. Owen skoraði tæplega 160 mörk í ríflega 300 leikjum ef ég man rétt, fyrir liverpool football club, vann einsamall FA cup fyrir okkur og já það má alveg minnast á að liverpool menn sungu söngva um það líka 😉 Markið hans gegn Argentínu var yndislegt og sérlega ljúft sökum þess að Owen var okkar maður, uppalinn ungur og spennandi.
    Owen er til að mynda eitt almesta efni sem academian okkar hefur alið af sér.
    Hvernig ferilinn síðan fór hjá honum er náttúrulega sorgarsaga og sýnir bara að sumir eru bara liverpool menn og eiga að vera það alltaf, annars bara hætta þeir að geta eitthvað í fótbolta, sbr, torres, fowler ofl 😉

  46. Ég átti gamla treyju. Klippti w út og snéri því við.

    Þótti það við hæfi.

    YNWA (nema þú farir til djöflanna)

  47. Ég elskaði að horfa á owen og McManaman , fílaði þá vel á sínum tíma og vissi svo sem að þeir gætu farið í annað lið . EN hvernig þeir fóru frá LIVERPOOL var sorglegt , þeir voru elskaði og dáðir en drógu félagið á asnaeyrunum svo klúbburinn fékk lítið í kassann fyrir . Ég hefið líklega fyrirgefið owen ef hann hefði komið aftur en ekki farið til manu en núna er ég ekkert að hugsa um hann . Hann gaf mér mikið á sínum tíma það er klárt mál en nú er annar sem gefur mér miklu meira 🙂 owen þú gerðir stór mistök og þú veist það sjálfu og ég held bara að það sé nógu mikil refsing fyrir þig , þú gætir verið í guðatölu hjá okkur en ert það ekki og það hlítur að vera erfitt fyrir þig að horfa og heyra hvernig við ELSKUM Fowler og Gerrard . Ég vona að þessi mistök þín verið öðrum víti til varnaðar en takk samt fyrir það góða og mundu bara að ALLT ÞAÐ GÓÐA GERÐIST HJÁ LIVERPOOL F.C 🙂

  48. En Xabi til baka? Einhverjir miðlar segja að hann hafi neitað að skrifa undir nýjan samning við real…

  49. Ég væri til í að sjá Liverpool reyna að fá Brede Hangeland í sumar.
    Hann er að verða samningslaus í sumar og hann er á besta aldri 31 árs og er mikill leiðtogi og stór hættulegur í föstum leikatriðum.
    Svo væri hægt að fá þennan sakho frá Psg.

  50. M. Owen var frábær fyrir Liverpool FC þau ár sem hann var þar og var í miklu uppáhaldi hjá mér á sínum tíma, meira en Steven Gerrard en þó minna en heilagur Guð.

    M. Owen á frábært record með Liverpool og var stórkostlegur leikmaður, en það eru menn ekki að tala um hér, menn eru að tala um hvernig hans verður minnst sem leikmanns Liverpool FC. Ef þú horfir bara á stats þá verðuru að gera það við alla leikmenn ekki satt?

    Stat Jamie Carragher fyrir Liverpool er ekkert geðveikt, jú reyndar fáránlega margir spilaðir leikir en fleiri sjálfsmörk en mörk. Ég horfi ekki á tölfræði hans þegar ég dæmi hann í maí þegar ferli hans verður lokið. Maður horfir á heildarpakkann.

    Ég tel mig þurfa að eiga treyju með öllum þeim leikmönnum Liverpool sem ég held uppá og eru treyjurnar komnar í um 80 talsins enda Liverpool FC átt marga stórkostlega leikmenn og ég byrjaði samt bara að safna treyjum 1998. M. Owen #18 var fyrsta treyjan mín, en hún var líka fyrsta treyjan mín sem ég plokkaði nafnið af, og núna stendur bara 18 á henni, sem í mínum huga í dag merkir deildartitlana.

    Robbie Fowler í samanburði við Michael Owen er einsog að bera saman Jennifer Aniston og Jóhönnu Sigurðardóttur í fegurð. Robbie Fowler er Liverpool maður, Poolari, blæðir Liverpool rauðu. Ég á t.d 3 Robbie Fowler treyjur #23, #9 og #11.

    Bottom Line: Robbie Fowler hugsaði um sinn fótboltaferil, cashaði inn, en virtist þó ALLTAF hugsa um hvernig hann liti út í augum Liverpool stuðningsmanna, skoraði gegn Man Utd og rétti 5 putta útí loftið, til hvers? Jú Liverpool var nýbúið að vinna sinn 5 CL titil.

    Michael Owen fór til United, gerir hann ekkert að verri fótboltamanni, minnkar ekkert recordið hans, hell hann vann medalíuna fyrir EPL. En hann tapaði virðingu stuðningsmanna Liverpool. Fyrir þetta helst kemst hann ekki í “Guðatölu” með öðrum sem eiga verra record, John “Aldo” Aldridge á 50 deildarmörk, samt legend, afhverju? hvernig hann hefur alltaf verið POOLARI!

    M. Owen var flottur með Liverpool. Ekkert meira.

  51. Tek undir með það að við ættum að reyna að fa Hangeland fritt i sumar, okkur vantar 2-3 miðverði og Hangeland væri flottur sem einn af þeim

Kop.is Podcast #35

Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi í sumar