Kop.is Podcast #35

Hér er þáttur númer þrjátíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 35. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Babú, SSteinn, Einar Örn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við sigurleikina gegn Swansea, Wigan og Tottenham, tapið gegn Southampton, ákvarðanir Brendan Rodgers og margt fleira.

10 Comments

  1. Takk fyrir að bjarga geðheilsunni í þessu Helv**** landsleikja hléi 🙂

  2. Hvað segja fróðir menn um Conor Coady? Hvernig er staðan á honum? Er hann eitthvað að fara að koma upp úr akademíunni? Er hann ekki þessi náttúrulega leiðtogatýpa eins og Carra? Og hvernig eru leiðtogahæfileikar Kelly og Wisdom?

    Er bara að spá hvort langtímalausnin geti komið innan frá.

  3. Sammála að liðið er of fáliðað inn á miðjunni til að byggja upp eðlilegt spil. Einhver af kantinum eða framlínunni verður að vera inn á miðjunni til að menn hafi einhvern til að gefa á, svo fer það ekkert liðinu að verjast þannig að það er eins gott að halda boltanum.

  4. Mikið rosalega er alltaf gaman að hlusta á ykkur spekingana spjalla um okkar ástkæra lið.

    Ég hef leitt hugann að því nokkuð oft hvað gerist þegar að Carra kveður eftir þetta tímabil. Verður glundroði í vörninni og verður skipulagið alveg fráleitt?

    Eins og var komið inná í þessum Podcasti þá eru þau svæði sem BR hefur ekki enn verslað inn í þarna aftast á vellinum, þ.e.a.s mark og vörn. Ég persónulega veit ekkert um það hvernig markvarðastaðan er í unglingaliðum okkar en veit þó nokkuð um vörnina.

    Fyrsta sem manni dettur í hug er Martin Kelly og Andre Wisdom. Ég persónulega myndi vilja sjá Wisdom í hjarta varnarinnar í framtíðinni. Grjótharður og er flottur með og án bolta. Svo er það Martin Kelly. Hörkuleikmaður ef hann helst heill í nægilega langan tíma. Kannski tekst þeim jafn vel til með hann og með D.Agger, hann hefur allavega haldist heill í nokkurn tíma núna.

    Ég brosti hringinn þegar að ég heyrði nafið Sakho koma inní þessa umfræðu. Virkilega spennandi leikmaður ef ég á að segja alveg eins og er. Gaman að horfa á hann með PSG áður en hann var frystur útúr liðinu. Þetta er leikmaður sem er gríðarlega ákveðinn og má segja svona Hyypia karakter…persónulegt mat hinsvegar, megið alveg vera ósammála.

    Svo er einn leikmaður sem ég hef horft töluvert mikið á í Ensku Deildinni en það er Winston Reid hjá West Ham. Verið hrifinn af þessum leikmanni í töluverðan tíma og finnst persónulega að hann eigi skilið að spila á hærra stigi en West Ham er að gera.

    Vinsti bakvörður er hinsvegar mun meiri höfuðverkur heldur en miðvörður, þeir eru ekki það margir sem gætu hugsanlega komið til greina. Fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann er Fabio Coentrao. Hann var ekki búinn að ná sér almennilega á strik hjá Real Madrid þangað til fyrir ca. 2 mánuðum. Núna er hann byrjunarliðsmaður og hefur þakkað fyrir það með nokkrum mörkum og stoðsendingum. Spurning hvort að hann sé að taka sæti Marcelo í liði Rea, væri ekki upplagt að reyna að fá hann þá….þ.e.a.s ef hann er falur.

    En, þetta eru nú bara pælingar, ekki eins og þessar hugmyndir endi í Liverpool!

    YNWA – Brendan we trust!!!

  5. Við þurfum tvo miðverði, miðjumann, sóknarmann og vinstri bakvörð.
    (Markvörð ef Reina fer og auka framherja ef Suarez fer einnig)

    Leikmenn sem koma upp í minn huga:
    Ashley Williams – Tel öruggt að Rodgers reyni að fá hann í sumar.
    Stefan De Vrij – Ungur hollenskur landsliðsmaður með yfir 100 deildarleiki fyrir Feyenoord.
    Alexis Sanchez – Virkilega öflugur leikmaður sem ég tel að myndi smellpassa inn í liðið okkar.
    Victor Wanyama – Líkamlega sterkur varnartengiliður hjá Celtic sem myndi veita Lucas alvöru samkeppni. Getur leyst miðvörðinn að auki.
    Maynor Figueroa – Held að hann verði samningslaus í sumar og því kjörið að krækja í hann sem “cover” fyrir Enrique.

  6. Alltaf jafn glæsilegt hjá ykkur. Ein athugasemd samt. Það má lækka aðeins i Babu eða hann standa aðeins lengra fra mic-num 🙂 Hann sker aðeins i eyrun þegar maður er með headphone. En flest sem kemur ut ur honum er allt gott og blessað

  7. A – Láttu eins og þér líki það ekki.

    B – Ég þarf að skoða hvernig Maggi er með, hann er í raun miklu háværari en ég dags daglega þannig að þetta er fáránlegt.

  8. Ekkert að því að heyra hátt og skýrt í Babu. Það þarf að heyra vel hvað BR drullaði uppá bak í síðasta leik, sem og margir leikmenn. Annars alltaf gaman að hlusta á ykkur strákar. Ég legg til að þið bjóðið Sigríði til ykkar í næsta podcast. Það er alltaf gott fyrir sálartetrið að lesa það sem hún skrifar eftir tapleiki eins og þann síðasta.

    Ég er sammála Magga að við þurfum 2 til 3 varnarmenn í sumar, ef við seljum Skrölta, þá gætum við fengið ágætis pening og keypt eins og 2 til 3 efnilega.

    Veit einhver hvort Sami Hyypia á yngri bróðir, eða bræður ? Kaupa þá ALLA ! !

  9. Flott podcast eins og alltaf.

    Sammála nr. 6. Mættuð henda einum compressor á þetta til að jafna út hljóðstyrkinn á milli ykkar 🙂

  10. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt sem bjargar þessu helv . . . landsleikjahléi hjá mér eins og fleirum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

Southampton – Liverpool 3-1

Opinn þráður – Owen