Liðið gegn Southamton

Rodgers gerir tvær breytingar á liðinu sem vann Tottenham, Lucas fer út fyrir Allen og Carragher er meiddur og fer út fyrir Martin Skrtel.

Liðið gegn Southamton:

Jones

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Downing – Gerrard – Allen

Suarez – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Gulacsi, Wisdom, Henderson, Shelvey, Lucas, Suso, Ibe.

Repe Reina ferðaðist með liðinu en er ekki orðinn nógu góður og því ekki með í dag. Carragher er lítillega meiddur og Martin Skrtel kemur inn í hans stað. Hann hefur lítið spilað undanfarið og verið í tapliði í síðustu þremur leikjum sem hann hefur spilað.

Það sem ég skil enganvegin í þessu er að Joe Allen er í liðinu á kostnað Lucas Leiva. Fyrir það fyrsta hélt ég að Allen væri meiddur og þar fyrir utan skil ég bara ekki að taka Lucas út og setja á bekkinn þegar það er ekkert leikjaálag. Prove me wrong Allen.

Bekkurinn er svo mjög áhugaverður og ungur en þetta er líklega í fyrsta skipti sem Jordon Ibe er á bekknum, hrikalega mikið efni þar á ferð.

Þetta er líklega allt í senn, 4-2-3-1, 4-3-3 og 4-4-2.

Vonandi er þetta of mikið fyrir Southamton og við vinnum þetta 0-2. Sturridge og Gerrard með mörkin.

151 Comments

  1. Býst við að Downing og Coutinho séu aftar en í síðustu leikjum þar sem tveggja manna miðjan Allen – Gerrard kemur aldrei til með að eigna sér miðsvæðið jafn vel og Gerrard – Lucas og það hræðir mig pínu. Hef minni áhyggjur af fjarveru Reina og Carra. Þó Jones sé ekkert öruggur í sínum aðgerðum hefur hann komið ágætlega inn í vetur og Skrtel á alveg að höndla þetta. Finnst líka mjög áhugavert að sjá Ibe á bekknum á kostnað Sterling en miðað við það sem ég hef séð af þessum strák er hann mjög góður og vonandi náum við góðu forskoti svo hann nái jafnvel að spila sinn fyrsta leik í dag.

  2. Ég hefði frekar viljað fá Hendeson inná miðjuna fyrir Lucas fyrst að hann tók hann úr liðinu á annað borð.En mikið vona ég að Allen sýni að hann eigi erindi í þetta lið.
    Lucas var mjög slappur á móti Tottenham en hvort að Allen sé rétti maðurinn verður að koma í ljós.

    En með þennan Jordan Ibe, hvernig leikmaður er þetta og hvaða stöðu spilar hann ?

  3. Skil ekki afhverju Henderson er alltaf út í kuldanum ! Lýst ekki alveg nógu vel á þetta.

  4. Eg er mjog hissa a að allen se inni a kostnað lucas og lyst reynsar ekkert a það.

    Djofullegt að reina se ekki mættur einnig.

    En eg spai 1-3, suarez med 2 og coutinho eitt

  5. Sammála 5, Henderson átti röð góðra leikja og hefur eftir það verið algjörlega frystur. Að mínu mati mun öflugri leikmaður en bæði Allen og Shelvey. Það sem kannski meira máli skiptir er að Lucas skuli vera á bekknum, eini maðurinn sem væri á undan á blað hjá mér en Suarez. Miðjubaráttan verður erfið og ég vona að það verði gerðar skiptingar snemma ef hún tapast. Annars gaman að sjá þennan Ibe á bekknum, ekki að ég viti hver það er – getur einhver sagt mér hvað stöðu hann spilar?

  6. Eftir að lið Southampton var tilkynnt lýst mér enn verr á þetta. varnartengiliðalaus miðja að fara kljást við Ramirez, Lallana og Schneiderlin

  7. Everton vinnur City 2-0 manni færri (frá 60.) og komnir 3 stigum ofar en við eftir jafnmarga leiki. Mancini er einhver lélegasti stjóri sem ég hef séð í þessari deild.

  8. Sælir félagar

    Að setja Allen inn fyrir Lucas hlýtur að þýða að það á að gefa miðjuna eftir fyrir bullandi vængspil og svakalegan sóknarleik. Nei mér bara datt þetta svona í hug en hvað veit ég svo sem?

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Já það er lítið sem ég skil við þennan dag.

    Skil ekki alveg þetta byrjunarlið. Skil ekki það að taka Lucas út og það sem ég skil síður er afhverju það er fyrir Allen, afhverju ekki Henderson eða jafnvel Shelvey. Skil ekki afhverju það er búið að frysta Henderson eftir að hann spilaði eins og engill í nokkrum leikjum í röð og umbreytti síðan liðinu þegar hann kom inná.

    Skil ekki afhverju Everton var að nenna því að vinna City. Það eina sem ég skil er comment frá jon #10 að Mancini sé einn sá slakasti í deildinni. Það fyndna við það er að hann heldur að hann sé sá besti.

    Aftur á móti er ég bjartsýnn fyrir leikinn, lýst vel á BR, hann hlýtur að vita hvað hann er að gera og við vinnum þennan leik 0-2

  10. horfi á everton – city leikinn.. þvílíkur vitleisingur sem mancini er haha þetta city lið líka vanntr alla ástríðu gátu ekki shit !

    annars líst mer bara vel á þetta spurning með Allen/Lucas en Allen getur nú allveg varist líka .

    tökkum þetta 3-0 Allen með fyrsta svo Suarez rest 😉

  11. Ætlum við enn einu sinni að làta eitthvað rusl lið líta út eins og heimsklassa

  12. Southampton eru miklu betri, voru að klúðra 1v1 og gætu þess vegna verið búnir að skora 3 meðan við komumst ekki yfir miðju. Sagði fyrir leikinn að miðjan myndi vinna þennan leik og vonaðist eftir Lucas-Gerrard-Henderson, fékk Gerrard-Allen og það bara virkar ekki. Heimskulegt hjá stjóranum.

  13. Vá þetta byrjar alveg hræðilega, halda ekki boltanum í 3 sekúndur! Vörnin brothættari en áður og þá erum við að tala um brothætta vörn

  14. Það er alltof mikil taugaveiklun í liðinu, endalaust verið að reyna að dúndra boltanum fram völlinn í staðin fyrir að hafa boltann á grasinu og spila honum

  15. Ætli Rodgers sé núna að hugsa að það hafi verið sniðugt að stilla upp þessari 2 manna miðju eða að það er óskrifuð regla að skipta ekki inná fyrr en á 60. min og því engin ástæða að breyta fyrr en þá, þó við verðum líklega 3 mörkum undir á þeirri min.

  16. inn með lucas núna fyrir allen. Brendan er búinn að skíta nóg uppá bak með þessarri uppstillingu hingað til

  17. Borgaði klúbburinn virkilega 15 milljónir punda fyrir Joe Allen???…Þetta er átakanlegt á að horfa :((

  18. jæja strákar, höfum þetta opið og leyfum þeim aðeins að fá nokkra sénsa.. og treystum á sóknina ! ( vörnin er samt í ruglinu !!!)

  19. Southampton að vaða í dauðafærum, við höfum ekki einu sinni átt skot. Cmon áttaðu þig á mistökum þínum, Coutinho og Allen út f. Henderson og Lucas – strax. Ekki á 70. min. Annars töpum við þessum leik 5 eða 6 – 0.

  20. Guð minn góður 8-0 í marktilraunum, nú verða okkar menn að fara að vakna!

  21. Ég vil ekki hljóma eins og einhver bitur Liverpool maður, en vá hvað liðið getur ekki skít þegar Skrtel og Allen byrja. Það mætti án djóks halda að við værum í fallsæti og Southampton væru í baráttu um Evrópusæti. Þeir eru gjörsamlega að yfirspila okkur á allan hátt.

    Þarf breytingu strax.

  22. Þessi leikur er so far jafn hræðilega og nýja hárgreiðsla Enrique!!

  23. vá hvað það var góð hugmynd að byrja með Allen inná……….

  24. southampton 8 skot og 6 á markið Liverpool 0 og 0 jesús…….koma svo Liverpool áfram!

  25. Já þetta virðist ætla að vera enn einn “lærdómsdagurinn” hjá unga stjóranum okkar. Joe Allen er hans signing og ætli Rodgers sé ekki bara desperat að réttlæta þessi dýru kaup. Óskiljanlegt hvað Henderson er búinn að vera frystur lengi eftir að hafa spilað virkilega velm, að mínu mati betri leikmaður sem hentar Liverpool mun betur en hinn velski Xavi.

    Hvað getur maður sagt um Skrtel þessa dagana. Við hefðum getað fengið 20m punda fyrir hann síðasta sumar frá Man City. Heppnir ef við fáum 10m næsta sumar. Fallið er orðið ansi hátt.

    Stálheppnir að vera ekki meira en 1-0 undir. Enn það er hinsvegar nóg eftir af leiknum og klassamunurinn á að vera það mikill að við getum alltaf komið tilbaka. Áfram Liverpool.

  26. Afhverju er Allen hjá Liverpool? Slæmur brandari hvað hann er mistækur og líkamlega aumur.

  27. Hvernig á fjandanum var þetta brot á Suarez??? línuvarðafífl!”!!!!

  28. Var hugsanagangurinn eitthvað á þessa leið: “Úr því að Reina og Carra eru meiddir, þá getum við alveg gleymt því að spila vörn! Lucas, á bekkinn með þig, Joe, velkominn aftur.”

  29. æi í guðanna bænum slakið aðeins á með þetta joe allen hatur….ótrúlegt að lesa þessi comment hérna. Hvernig væri að styðja liðið sitt??

  30. Þetta er ekki hatur, bara staðreyndir, viljum allir það sama, að Liverpool vinni

  31. 2-0

    Rogers, þú ert bjáni….hvernig dettur honum í hug að vera með þennan velska aula inná miðjunni?

  32. Eigum ekkert betra skilið, þetta skrifast algjörlega á Rodgers. Fáranleg uppstilling og ekki í fyrsta skipti. Skrtel og Allen, finniði ykkur nýjan klúbb takk fyrir. Southampton skorar 2-3 til viðbótar og ég hugsa að ég horfi ekki á það. Finnst lítið spennandi að horfa á lfc í nauðvörn í töpuðum leik.

  33. Arnar bjornssom vildi meina að gegn tottenham siðustu helgi hefðum við ekki att að fa viti..

    Nuna vill arnar bjornsson meina að linuvorðurinn hafi nu sennilega sed atvikið betur aðan þegar gaurinn datt og suarez slapp einn i gegn hehebe.. þar sest greinilega að suarez snertir hann ekki en arnar vill meina að við eigum að treysta linuverðinum fyrir þessu hehe.. þvilikur vitleysingur hann arnar bjornsson. Eg gjorsamlega hata þegar þessi maður lysir liverpool leikjunum og einnig er otrulegt af hverju hann þarf að lysa svona hrikalega morgum liverpool leikjum

  34. Hvenær var þetta aukaspyrna? Það er reyndar ekki eins og Saints eigi ekki 2-0 skilið

  35. Úff.. hættur að horfa, farinn út í sólina að gera eitthvað allllllt annað en að horfa á þessa hörmung.

  36. Maður styður liðið sitt þegar maður vill losna við krabbameinið út úr því.

    Joe Allen er langt frá því að ráða við þetta verkefni eins og stendur.

    Liverpool eru með allt niðrum sig og eiga skilið að tapa í dag.

  37. 2:0……og það er ekki hægt að segja annað en það sé verðskuldað. Það þýðir ekkert að benda á einn eða tvo leikmenn, allt liðið er í tómu tjóni.

  38. Við erum heppnir að það eru ekki komin fjögur mörk á okkur. Er ekki ráð að fara að styrkja miðjuna? Það er löngu tímabært!

  39. Með hvaða hugmyndir hefur BR sent liðið inn á völlinn? Að það væri bara formsatriði að vinna þennan leik? Hver og einn einasti leikmaður virðist vera með hausinn í rassgatinu á sjálfum sér og Skrölti virðist aldrei ætla að ná honum þaðan út. Stjórinn virðist vera með hausinn á sér á sama stað þegar hann stillti liðinu upp.
    Eitthvað það ömurlegasta sem ég hef séð til liðsins í vetur og eru allir leikmenn undir sömu sök seldir

  40. DJÖFULL ER JOE ALLEN FUCKING DRULLUTUSSULÉLEGUR KNATTSPYRNUMAÐUR! Gefa hann frá okkur í sumar shit hvað ég er orðinn þreyttur á því að hann gefi boltann frá sér hvað eftir annað

  41. Það verður að skipta Coutinho og Allen útaf fyrir Henderson og Lucas….annars endar þessi leikur hræðilega.

  42. Jæja, ég þurfti bara að standa upp eftir mark 2 og jafna mig aðeins.

    Af hverju í ósköpunum er þetta að gerast?
    Southampton gætu verið komnir í 4:0 núna.
    Hvernig stendur á því að menn vanmeta alltaf lið svona?
    Þetta er bara rangt upplegg varðandi miðjuna er ekki að ganga upp og þarf að breyta því strax….Brendan, ertu að hlusta???

  43. Það ætlar ekkert að falla með okkur í dag, allavega ekki enn. Okkur vantar fyrsta markið til að brjóta ísinn!

  44. :Þvílík hörmung ætlar liðið ekkert að fara að spila þeir eru einsog byrjendur rétt væri að smt væri 5 mörkum yfir ,þetta endar 6 núll með sama áframhaldandi.

  45. Jæja held það þurfi að gera þrjár skiptingar í hálfleik…
    Lucas, Henderson og Suso inn Allen, Coutinho og Sturridge út…
    Suarez uppá topp, Lucas – Gerrard – Henderson á miðjuna…
    Mætti bíða aðeins með Sturridge skiptinguna í 5-10 mín…

  46. Ég verð nú bara ánægður að fara 2-0 undir í búningsklefann. Það þarf að skipta Allen út af fyrir Lucas til að róa aðeins spilið hjá Liverpool í seinni hálfleik.

    Hef fulla trú á því að við sjáum allt annað lið í seinni hálfleik!

    2-4 og ekkert rugl!

  47. Flottur Brassinn.. af hverju er ekki búið að láta BR vita að Lucas er heimsklassaleikmaður og Joe Allen ekki !!

  48. Fyrirgefðu,, hvaða menn eru þetta sem eru að spila í Liverpool treyjum, Kick and Run bolti af verstu gerð.

  49. Jæja, þá erum við þremur til fimm stigum frá fimmta sæti og búnir að spila einum leik meira en bæði liðin sem eru fyrir ofan okkur. Verður mikil barátta að ná þessu síðasta lausa Evrópudeildarsæti þar sem Swansea og Millwall/Wigan taka hin tvö.

    Er ekki alveg sammála hversu slakur Allen hefur verið því mistökin eru að búast við því að hann og Gerrard nái að halda miðsvæðinu tveir Rodgers hefur verið að vonast en það er wishful thinking gone so very bad.

    Verst þykir mér að sjá Martin Skrtel, hvað gerðist. Gæjinn var einn af okkar bestu mönnum í fyrra en nú er hann einn af þeim allra verstu. Will the real Martin Skrtel please stand up… please stand up.

    Skulum þó ekki missa alla von erum með lið sem getur skorað þrjú ef við komumst inn í leikinn.

  50. Djöfull á Allen eftir að skora miðað við yfirdrullið sem hann fær frá öllum hérna:-)

  51. Skertl er búinn að vera hroðalegur. Johnson er heldur ekki sérstakur varnarmaður. Búinn að láta fífla sig allt of mikið í þessum leik. En það er von og gríðarlega gott að fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks.

  52. 88

    Þetta er the real Martin Skrtel, ágæt frammistaða undir stjórn Daglish var hans high.

  53. shit nenni ekki að lesa svoa skíta comment eru eitthver hérna eldri en 10 ára

  54. Flott að velja bara einhvern til að kenna þessu öllu um. Allen er langt frá því búinn að vera lélegastur í liðinu! Sama tuggan hérna alltaf. Liðið í heilt er búið að vera slakt. Gerrard er þar til dæmis engin undantekning. Líflína í enda fyrri halfleiksog breitt viðhorf í þeim seinni gætu bjargað þessu.

  55. þurfum að þétta miðjuna og fara að byrja þennan leik. Getum alveg sett tvö mörk á þetta lið í seinni hálfeik. By the way, djöfull geta menn vælt hérna eins og smástelpur. Erum bara búnir að eiga slæman leik, shit happens, en fyrir heppni erum við enn inni í þessum leik. Styrkjum miðjuna og blásum í herlúðra, getum alveg unnið þennan leik. Verið nú smá jákvæðir og styðjið liðið okkar! Koma svo LFC!!!

  56. Ég er sammála ykkur að þetta er hundsvekkjandi, en í guðanna bænum, það er ótrúlega þreytandi að lesa komment eftir komment sem eru ekkert annað en útrás fyrir gremju og hafa ekkert bitastætt fram að færa. Getið þið ekki öskrað í púða eða lamið sófann áður en þið kommentið?

  57. Þvílíkt mikilvægt mark þarna hjá Coutinho.

    Gefur okkur smá séns í síðari hálfleik en bara ef að Rodgers gerir nauðsynlegar breytingar á liðinu. Það er ekki ásættanlegt að bjóða stuðningsmönnum klúbbsins á aðra eins frammistöðu og í þeim fyrri

  58. Á norska TV2 eru þeir að taka út fyrri hálfleikinn hjá Skrtel….Jedúddamía hvað hann er búinn að flyðra upp á bak…Allt er vitlaust..ákvarðanatakan..staðsetningar og þetta er mjög eðlileg staða í hálfleik þegar liðið er með svona pappakassa í miðvörninni :(..Nú er spurning hvort Rogers hafi horft á fyrri hálfleikinn..

  59. Það verður fróðlegt að sjá hvort að BR þori að gera skiptingu í hálfleik. Gjörsamlega óskiljanlegt að hafa Lucas á bekknum.

  60. er nýfluttur að heiman og er vanur að hafa mömmu til að öskrá !

  61. Djöfull vona ég að Joe Allen skori eða eigi stjörnu síðari hálfleik til að þagga aðeins í sumum hérna. Eins og Guðmundur #96 segir hérna, öskrið fyrst í kodda og commentið síðan. Það er búið að benda öllum á yfirdrullin á leikmenn okkar sem hafa síðan komið til, af hverju getur Joe Allen ekki orðið einn af þeim. Andið!

    En að leiknum. Við vorum heppni að minnka muninn en það getur hafa verið crusial. Ef við jöfnum tiltölulega snemma í leiknum þá getur allt gerst. En eitt er víst að allt annað Liverpool lið verður að mæta í seinni hálfleik! Vonum að þetta verði eins og United leikurinn nema að við tökum þrjú stig núna.

    KOMA SVO LIVERPOOL !!!!

  62. Þá hafa þessir leikmenn Liverpool 45 mín til þess að skora 2 mörk. Brendan hlýtur að láta menn vita að leikurinn sé byrjaður og að við þurfum að vera með í 90 mín.

    Það sést hvað okkur vantar mikið GÓÐA varnarmenn, en það er bara hálfleikur, annað eins hefur nú gerst að lið hafi komið tilbaka eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

    KOMA SVO MÍNIR MENN ! ! ! !

  63. Well ekki verður af því að Allen eigi stjörnu leik. En vonandi Lucas komi með meiri stöðugleika á miðjuna!

  64. Ég er ekki mikill Skrtel aðdánadi, en hann er að spila við erfiðar aðstæður í dag ímynda ég mér, hefur ekki verið í liðinu og er að spila fyrir þjálfara sem vill hann ekki og treystir honum ekki. Það er ekki að miklu að keppa fyrir hann. Hann er ekki að fara að vinna neitt á þessu tímabili. Vonandi mun hann eiga flottan seinni í dag.

    Áfram Liverpool !!!

  65. Rodgers sammála öllum yfirdrullurunum hér þar á meðal mér. Allen út og Lucas inn!
    Tökum þetta 4-2.

  66. Þessi leikur sýnir bara enn á ný, fyrir þá sem ekki ennþá trúa því, hversu mikilvægur Lucas er. Við gjörsamlega hrundum þegar hann var ekki inná

  67. Strákar .
    Hættum að tala um hvað hinn og þessi eru búnir að vera lélegir í fyrri hálleik og tölum hvað við ( Liverpool ) þarf að gera til að vinna þennan leik

    Mín hugmynd no 1 skipta Arnar Björsson út af hann er ömulegur lýsandi no 2 setja Lucas inn fyrir Alan no 3 setja hendur niður í klof og ath hvort þar séu ekki stær kúlur(eystu þar ,,,, þreifa aðeins og segja við sjálan sig ,,,, Já ég er KARLMAÐUR,,, og mæta í seinni hálleik eins og menn og vinna þennan leik.

    YNWA.

  68. Agalega þreyttur á þeim sem kvarta yfir því að maður sé raunsær, og pirraður þegar leikmenn og hreinlega liðið er að skíta upp á bak.

    Ef þið villjið ekki tilfinningar, fáið ykkur þá rækjusamloku með júnæted aðdáendum og látið okkur hin í friði.

  69. Rosalega pirraður á þeim sem eru pirraðir yfir því
    að fólk sé pirrað á þeim.

  70. Mikið virkar þetta eitthvað máttlaust hjá okkur. Getur BR ekki mótiverað liðið fyrir þennan leik eða hvað, vika á milli leikja og allir leikmenn virka eins og þeir séu að spila leik á dag.

  71. Hver setti annars sápu á boltann fyrir þennan leik, það er eins og leikmenn LFC þori ekki að spila boltanum, gefi bara á leikmenn í hinu liðinu.

  72. Jones að halda LFC inní þessum leik. nú þarf að taka Kútinn útaf og inná með Henderson. Hann er orðin þreyttur

  73. Algjör uppgjöf eins og vanalega, skrifast alfarið á Rodgers. Arsenal og Everton taka 3 stig í dag. Þessi dagur gat ekki endað verr.

  74. Áhugaleysið er algjört og vörnin arfaslök. Ekkert stabílitet.

  75. Er þetta eitthvað grín? Hann labbar í gegnum alla helvítis vörnina og hálfa miðjuna með og er svo fyrstur í frákastið líka.

  76. Hvað er Skrtel að hugsa , hvernig vörn var þetta ????? hlaupa bara með honum inní teig ? Við eigum ekkert skilið út úr þessum leik. FRÁBÆRT ! !

    Enn ein skitann ! !

  77. Fínt skröltarinn búinn að spila sig frá Pool í sumar, Hver ætti svosem að vilja vera þar hvort eð er?

  78. Fjorða endanlega farið, það besta sem hægt er að oska ser er evropudeildim en jafnvel það litur illa.ut

  79. Jæja, þá er Skrtel búinn að gefa öll mörkin. Djöfulsins helvítis getuleysi

  80. 126 replies og leikurinn ekki búinn. Merki um að slökkva á öllum miðlum, fara upp á hól og hugleiða með góða bók í hendi!!

  81. Ótrúlegt að maður sé ekki farinn að venjast því að halda með miðlungsliði og tæplega það:(

  82. Frekar slappt og LFC mætti aldrei til leiks! Enn ein ávísunin á það að sumarglugginn þarf að verða góður. Ótrúlega svekkjandi leikur!!

  83. Ég vil Rodgers burt, búinn að vilja lengi. Hann hefur gert margt ágætt og væri eflaust mjög fínn þjálfari, glataður stjóri. Hefði verið skárra að setja Gerrard í markið en að stilla upp þessari miðju. Allen og Skrtel voru vonandi að spila sína síðustu leiki fyrir félagið. Sturridge á bekkinn í næstu leikjum, hans frammistaða í dag var ömurleg og toppuð af áhugaleysi. Henderson var að leika virkilega vel og þá er hann frystur, hvað er að Rodgers? Henderson – Lucas – Gerrard miðjuna út tímabilið.

  84. Brendan burt. Maðurinn hefur ekki getu til að stýra þessu liði. Eina sem hann getur er að blaðra

  85. Annað liðið bara til í þennan leik. Minnir á skituna á móti aston villa. Þvílík hörmung ! !

  86. Kúkalyktin af Liverpool finnst alla leiðinna til Íslands í dag eftir þessa mega skitu.

  87. Djöfull er maður reiður. Miðjan tapaðist á fyrstu mínútu og það er að mínu mati það sem reið okkur í rassgatið í dag. Ekki er hægt að skella skuldinni á framlínuna því að þeirra gengi er afskaplega háð virkni miðjunnar. Vörnin alltaf óstöðug…. ekkert nytt þar.

    En það sem er verst er að liðið sem heild hefur enga trú á skipulagi þjálfarans. Og já……. hafi einhver efast um að kafteinninn sé kominn yfir síðasta neysludag hefur það sennilega verið leiðrétt i dag…

  88. “Bad day at the office” í dag. Öndum djúpt og vel áður en við tökum út pirringin hér…

  89. Southamton að pressa Liverpool á 93 mínútu og Liverpool að spila til baka í stöðunni 3-1 undir. Þetta er nú bara reality check enn og aftur fyrir LFC

  90. Þeir áttu bara þennan sigur skilið, spiluðu drullu vel og vörnin okkar að drulla upp á bak allir sem einn.

  91. Jones madur leiksins og Skrtel alls ekki madur leiksins. Rodgers verdur nu ad svara fyrir ad hafa sett Allen i lidid á undan Lucas og thad a utivelli.

    Hrikalega leidinlegt ad gera ser ferd a einhvern pobb a Spani og sja sidan lidid sitt vera tekid i sparigatid af lidi sem er ad berjast fyrir saeti sinu i deildinni.

    Skrtel verdur ekki med Liverpool a naestu leiktid, stadfest.

  92. Þessir rauðu voru frábærir í leiknum….verst að það voru ekki Liverpool.

    Að heyra Southampton syngja og 10 mínútur eftir var dapurt. Sennilega síðasti 4-4-2 leikur sem Gerrard mun spila á ævinni.

  93. þíðir ekkert að kennan neinum einum um þetta ! liðið mætti bara ekkert í leikinn og allir spiluðu ílla. allir að öskra á að lucas hefði átt að byrja, hann kom í seinni halfleik og spiluðum við eitthvað betur ? haha NEI hætiði þessu helvítis væli og takið þessu eins og menn bara

  94. Klarlega mistök að velja allen fram yfir lucas, seinni halfleikurinn var mun skarri en samt.hræðilegur, þetta var allt carra að kenna að veta meiddur!!! Annars faranlegt gult spjald fyrir ekkert, skildi það ekki, og tvær vondar dómgæslur sem hefðu reindar ekki breitt þvi hve lpool spilaði illa,
    Arsenal og everton vinna að auki hræðilegur fotboltadagur i dag

  95. Hræðileg frammistaða í dag og liðið til skammar…….þá sérstaklega skrtel…johnson…
    sturridge…. og Brendan Rogers!!!!!! hvað er málið með það að taka Lucas úr liðinu og setja meiddan(eða allavega tæpan) Allen inná???????????……Og alveg er það magnað hvernig johnson getur verið svona mistækur…stundum frábær og stundum gjörsamlega glataður!!!!! skrtel er búinn á því bæbæ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Southampton á morgun

Southampton – Liverpool 3-1