Jæja, ágætis helgi að baki. Okkar menn léku frábærlega í gær og eftir það safnaði ég saman nokkrum staðreyndum sem mér þykja áhugaverðar. Ég ætlaði að sjóða þær saman í pistil en þar sem ég fann ekki rétta flötinn á því í dag ákvað ég að setja þetta frekar í loftið í punktaformi. Það fylgir hér, án samhengis í rauninni en vonandi áhugavert engu að síður.
Ég verð að viðurkenna að glasið er frekar mikið hálffullt hjá mér þessa dagana. Ég hef trú á þessu liði og það er auðvelt að skilja af hverju þegar liðið spilar eins og það gerði í gær. Málið er hins vegar að liðið hefur gert góðan vana úr því að spila leiki eins og þá sem við sáum í gær.
* Eftir leikinn í gær hefur liðið núna unnið sex af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Hinir hafa verið tvö töp gegn United og West Brom og tvö jafntefli gegn Arsenal og Man City. Af þessum tíu leikjum mætti segja að bara West Brom-leikurinn hafi haft önnur úrslit en þau sem maður átti von á fyrir fram. Einn leikur af tíu undir pari, allt annað bara nokkuð gott ef mið er tekið af því að hitt liðið sem við töpuðum fyrir er á leiðinni að setja stigamet í þessari deild ef áfram heldur sem horfir.
* Í þessum sex sigurleikjum, af síðustu tíu, er markatalan 24-0. Tuttugu og fjögur núll. Þessir leikir eru: Fulham 4-0, QPR 3-0, Sunderland 3-0, Norwich 5-0, Swansea 5-0 og núna Wigan 4-0.
* Þetta lið, sem átti í miklum vandræðum með markaskorun á síðustu leiktíð, skoraði ekki þrjú eða fleiri mörk í leik fyrr en 29. september í haust (5-2 sigur á Norwich). Síðan þá hefur liðið skorað grimmt og skorað þrjú eða fleiri mörk í deildarleikjum alls 9 sinnum í vetur, 10 sinnum ef Everton-leikurinn á Goodison Park telst með (og þið getið bókað að SSteinn telur þann leik með).
* Liðið er með 42 stig eftir 28 leiki í vetur, jafn mörg stig og eftir sama fjölda umferða í fyrra. Markatalan eftir 28 leiki í vetur er hins vegar 53-34 (+19) nú en var 33-26 (+7) eftir jafn marga leiki í fyrra. Liðið er að fá aðeins fleiri mörk á sig, þökk sé opnari og sókndjarfari spilamennsku, en er einnig að skora miklu fleiri mörk. +19 er miklu, miklu, miklu betra en +7. Frábært.
* Ekki það að liðið sé bara að skora og skora og klúðra í vörninni. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fleiri mörk í ár en í fyrra hefur liðið haldið hreinu 9 sinnum í 28 leikjum, næst oftast allra liða í deildinni á eftir Man City (12 sinnum). Þannig að Pepe Reina er í öðru sæti í baráttunni um gullhanskana og gæti jafnvel stolið þeirri keppni ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í gær. Hann var frábær gegn Wigan, gamli góði Pepe mættur aftur.
* Þótt liðið sé með sama stigafjölda og á sama tíma í fyrra er liðið nú búið að ná í 9 stigum meira úr spiluðum viðureignum í vetur en sömu spiluðu viðureignum í fyrra. Þá meina ég þegar bornir eru saman þessir 28 leikir í vetur við sömu 28 leikina í fyrra, ekki bara 28 umferðir við 28 umferðir. Við gerðum t.d. jafntefli á útivelli gegn Wigan í fyrra og jafntefli heima gegn Swansea með markatöluna 0-0. Í ár unnum við þessa tvo leiki 5-0 og 4-0, sem er sex stiga bæting og níu mörk í plús.
* Liðið er með jafn mörg stig eftir 28 leiki í ár, þrátt fyrir að standa sig svona mikið betur í viðureignum talið, af því að leikjaskipulagið hefur verið miklu erfiðara framan af í ár en það var í fyrra. Í ár hefur þetta spilast þannig að Liverpool á sennilega langauðveldasta leikskipulagið eftir í síðustu tíu umferðunum, sem var ekki málið í fyrra. Því gefur augaleið að liðið hefur verið að spila miklu erfiðara prógram í fyrstu 28 umferðunum nú en í fyrra, sem útskýrir hvernig liðið getur í raun verið að bæta sig um 9 stig á milli ára en samt skilað sama heildarstigafjölda. Ég vona að þetta virki ekki of flókið. Liðið er alltént að bæta sig.
* Talandi um framför, þá hef ég margoft minnst á martraðabyrjun liðsins í ár. Fyrstu fimm deildarleikirnir á þessari leiktíð voru sem hér segir: West Brom og Sunderland úti, Man City, Man Utd og Arsenal heima. Það var í fyrsta skipti í sögu Úrvalsdeildarinnar sem lið byrjar tímabil á að fá þrjú efstu lið síðasta tímabils í heimsókn og eftir þessa fimm leiki, þar sem liðið vantaði framherja og klúðraði leikmannaglugganum, missti Lucas strax í meiðsli, var með nýjan þjálfara og var rænt stigum gegn sínum helstu erkifjendum, var þetta staðan í deildinni, þann 24. september 2012:
Sem sagt, eftir fyrstu fimm umferðirnar var liðið í fallsæti með aðeins tvö stig á meðan keppinautarnir voru með á bilinu 8-13 stig. Við gáfum í raun hverju einasta liði í keppni um efstu sætin 6-11 stiga forgjöf áður en Liverpool-liðið fór loks að byrja tímabilið af einhverri alvöru. Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari martröð – dómaraskandall gegn United, Skrtel gaf frá sér sigurinn gegn City, allt gekk okkur í móti gegn West Brom og svo framvegis – en aðallega var leikjaplanið okkur gríðarlega óhagstætt í upphafi tímabils og upphafi ferils Brendan Rodgers. Við þetta bættust svo meiðsli Lucas, klúðrið í lok leikmannagluggans og eftir stóð að Rodgers gat vart beðið um erfiðari byrjun hjá Liverpool.
Þetta voru fyrstu fimm umferðirnar. Síðan þá hafa verið leiknar 23 umferðir, eða tveir/þriðju af heilu tímabili og ef við tökum töfluna í þeim 25 umferðum, frá 24. september 2012 og þar til í dag, fáum við miklu skýrari mynd af því hvernig Liverpool hefur verið að standa sig í vetur:
Í síðustu 23 leikjum, eða síðasta hálfa árið ef þið viljið telja það þannig, er Liverpool með fjórða besta árangurinn í deildinni. Aðeins Tottenham og Manchester-liðin eru betri. Við erum að vinna stig til baka á Chelsea, Everton og Arsenal … bara ekki jafn mörg stig og við gáfum þeim í forgjöf í fyrstu fimm umferðunum.
Liverpool hefur verið óstöðugt í vetur. Góðu gengi, góðri markaskorun og mörgum flottum sigrum hafa fylgt nokkrir leikir þar sem liðið hefur girt niður um sig og kúkað á parketið. Liðið átti aldrei að tapa heima gegn Aston Villa og West Brom og eins var svekkjandi að ná bara jafnteflum heima gegn Stoke og Newcastle. Að sama skapi var pirrandi að vera rændir löglegu sigurmarki gegn Everton um leið og tvær gjafir gegn Manchester City kostuðu okkur fjögur stig í vetur. Um United-leikinn á Anfield hef ég þegar rætt, hann var rán.
Lykilatriðið sem þarf þó að hafa í huga þegar verið er að meta Brendan Rodgers á þessari leiktíð er þetta: ef liðið hefði ekki mátt þola martraðabyrjun í fyrstu fimm leikjunum væri liðið í fjórða sæti í dag og líklegt til að ná í Meistaradeildarsæti.
Rodgers er ungur, þetta er hans fyrsta tímabil og hann hefur gert mistök. En hann hefur líka bætt þetta lið gríðarlega mikið frá því sem var: liðið skorar miklu meira, vinnur miklu fleiri leiki á heimavelli, er með níu stigum meira úr samsvarandi viðureignum frá því á síðustu leiktíð, og er að spila topp-4 bolta síðasta hálfa árið.
Það jákvæðasta við þetta allt er að frá áramótum er liðið einnig í topp 4 þannig að gengið hefur hvorki dalað né batnað frá ársbyrjun. Í fyrra hrundi allt saman eftir áramót en það hefur ekki gerst í ár og eins hræddur og ég var um að liðið myndi hætta að nenna þessu eftir að falla út gegn Zenit í Evrópudeildinni var mér mikill léttir að sjá kraftinn sem liðið bauð upp á í gær.
Ef liðið heldur dampi fram á vorið mun það halda áfram að saxa á forskot Chelsea, Everton og Arsenal, sem hafa núna verið að leika verr en Liverpool í tæplega sex mánuði. Það nægir sennilega ekki, forskot Chelsea í fjórða sætinu er enn 10 stig og það er að mínu mati of mikið til að brúa. Ég tel líklegt að við náum Everton og förum fram úr þeim, miðað við hvað þeir eiga erfitt prógramm eftir (mörg af toppliðunum á útivelli) og við auðvelt (aðeins þrjú af liðunum fyrir ofan okkur eftir og þau öll á Anfield) og eins gæti ég alveg ímyndað mér að við náum Arsenal eins og þeir eru að spila þessa dagana. Meira tel ég ekki raunhæft að svo stöddu.
Það verður samt að segjast að ef liðið klárar tímabilið á fullu, heldur áfram að bæta sig í stigum frá samsvarandi viðureignum frá síðustu leiktíð og endar tímabilið í 4. sæti frá og með 24. september sé ég nákvæmlega enga þörf á að ræða Brendan Rodgers. Hann er á réttri leið með þetta lið.
Í dag er svo akkúrat vika í næsta leik og það er heldur betur safarík viðureign. Tottenham er eitt þriggja liða sem hafa verið betri og heitari en Liverpool síðustu mánuðina. Þeir eru núna taplausir í 12 leikjum og komnir upp í þriðja sætið og unnu í dag Arsenal í Lundúnarslagnum. Í dag er einmitt ár síðan Andre Villas-Boas var rekinn frá Chelsea en hann er núna kominn upp fyrir þá í deildinni með Spurs. Í Tottenham-liðinu er svo einn tveggja leikmanna sem, auk Luis okkar Suarez, þykja vera bestu leikmenn deildarinnar í dag. Rodgers vs AVB, Suarez vs Bale, Liverpool vs Tottenham. Það verður svakaleg viðureign. Við gerðum einmitt markalaust jafntefli við þá í fyrra þannig að hér er enn og aftur séns á að bæta sig í samsvarandi viðureignum.
Já og talandi um Suarez. Hann er núna markahæstur í deildinni með 21 mark og 28 alls. Hann er núna búinn að skáka Michael Owen, sem skoraði aldrei meira en 19 deildarmörk og 28 alls á einu tímabili fyrir Liverpool. Fernando Torres skoraði best 24 deildarmörk og 33 alls og metið á Robbie Fowler sem skoraði best 28 deildarmörk og 36 alls fyrir Liverpool tímabilið 1995-96. Suarez hefur 10 leiki til að skáka þessum tveimur leikmönnum og svei mér þá, ég myndi ekki veðja gegn því.
Ekki það að Suarez sé einn um að vera sjóðheitur í þessu liði. Steven Gerrard er núna með flestar stoðsendingar í deildinni, 9 talsins ásamt þremur öðrum. Daniel Sturridge hefur skorað 5 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum fyrir félagið og Philippe Coutinho hefur núna skorað eitt og lagt upp tvö í fyrstu tveimur leikjum sínum.
Þar með er það upptalið í bili. Ég sé allavega mýmargt jákvætt við þetta lið og gengið, ekki bara upp á síðkastið heldur meira og minna síðasta hálfa árið. Þetta er lið sem er að spila topp-4 bolta og væri í topp-4 ef martraðabyrjun hefði ekki aftrað liðinu, og væri nær Meistaradeildarbaráttunni ef slæm töp á heimavelli gegn Aston Villa og West Brom hefðu ekki hægt á uppgangi liðsins.
Þetta er tímabilið sem við vonuðumst eftir hjá Rodgers. Feykimörg jákvæð merki um framför frá síðustu leiktíð, góðar og jákvæðar breytingar á leikmannahópi og leikstíl og stoðirnar lagðar að harðri atlögu að Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.
Ég hef alltaf sagt að rétti tíminn til að meta Rodgers sé í lok leiktíðar og það á enn við en ég held svei mér þá að ég sé að verða sannfærður: Rodgers er með þetta. Slökum á, framtíðin er í góðum höndum.
Svo i beinu framhaldi af þessari hálffullu glasa umræðu Kristjáns töpum við 4-0 fyrir Tottenham 🙂
Liverpool er of mikið eins og íslenska landsliðið stendur alltof sjaldan undir væntingum, góðri frammistöðu fylgir einhver hörmungin.
En ég er annars að öllu leiti sammála Kristjáni um að mjög jákvæð teikn eru á lofti og BR þarf að halda sæti sínu í að minnsta kosti 3 ár og sýna okkur hvað hann getur á þeim tíma.
Við vinnum Tottenham. Það er ekki spurning.
…. samt skrítið að telja ekki upp árangurinn í öllum hinum keppnunum. Í fyrra á sama tíma vorum við með einn bikar í húsi og komnir í Evrópukeppni.
Áfram Liverpoool!
Amen! Frábær pistill.
Y.N.W.A
Alveg sammala þer, Rodgers er alveg með þetta, hann virðist vita nkl hvað hann er að gera. Nu er bara að vona að FSG tylkinni það helst i kvold eða a morgun að Suarez verði ekki seldur aama hvaða upphæð verði boðinn, okkar menn ætli að styrkja sig en ekki veikjast og suarez se okkar aðalleikmaður og við ætlum að halda honum i mörg ar i viðbót.
Vonandi fær Rodgers svo að kaupa 3-4 alvoru kalla i sumar, það þarf ekki marga heldur fáa en mjog goða leikmenn inni hopinn.
Min hugmynd er að selja helst engann nema carroll sem ma fara i slettum skiptum til newcastle fyrir Hatem Ben arfa, kaupa svo De vrij i vornina, christian eriksen a miðjuna og benteke fra aston villa i sóknin. Þessir þrir leikmenn ættu að fast fyrir 55-60 milljonir punda asamt þvi sem ben arfa kæmi uta nulli ef carroll færi til newcastle i skiptum..
Það kemur i ljos i sumar ur hverju FSG eru gerðir, annaðhvort selja þeir suarez og skrifa þa undir dauðadom sinn eða syna suarez metnað og styrkja liðið..
Það eru 30 stig eftir í pottinum, og bara 29 stig í toppsætið! Þetta er ekki búið enn!
Frábær pistill. Finnst þú meta ástandið hárrétt. Við þokumst í rétta átt.
Vissulega margt jákvætt í gangi, það má þó ekki líta hjá því að liðið er mjög andlega veikt annaðhvort vinnst 5-0 sigur eða liðið tapar 1-0. Það vantar aga, litlu liðin eru auðveld en alltaf klikkar liðið á móti stærri liðinum. Maður lítur samt á björtu hliðarnar og vonar að með auknu sjálfstrausti og fleiri góðum kaupum í sumar fari þetta að koma. Í heildina eru allavega framfarir í gangi og það er fyrir öllu!
Rólegir. Rólegir.
Það eru ýmis teikn á lofti sem lofa góðu. En það er ekkert unnið enn. Liðið gæti unnið rest og liðið gæti tapað rest. Líklegast er nú samt að það endi einhverstaðar þar á milli.
Það eru enn fullt af hlutum til að hafa áhyggjur af. Stöðugleiki hefur verið lítill. Liðið hefur átt góða leiki – liðið hefur átt slæma leiki.
Liðið hefur einungis unnið einn leik gegn liðum í efri hlutanum. Það var á móti Swansea á heimavelli. Fyrirfram er því ólíklegt að við séum að fá meira en þrjú stig á móti Tottenham, Chelsea, Everton.
Liðið hefur sýnt styrk sinn á móti botnliðum, en hefur ekki enn sýnt karakter þegar á móti blæs. Liðið brotnar ítrekar þegar það fær mark á sig. Liðið getur enn hrunið. Egóið er það veikt í þessu liði.
Og ef svo ólíklega vildi til að við myndum ógna liðunum fyrir ofan okkur í baráttu um Evrópusæti, þyrfti Abramovich ekki nema að senda einn fílefldan með hafnaboltakylfu á Suarez og við yrðum komnir í fallbaráttu áður en við vissum af.
Framtíðarhorfur eru ennþá byggðar á getgátum. Það er ekkert órökrétt eða ósennilegt að Suarez myndi óska eftir að fá að spila meistaradeildarbolta næsta vetur. Það er hreinlega ótrúlegt að einn af fimm bestu knattspynumönnum í heimi sé ekki að spila í Evrópukeppni. Dekur sem við getum ekki leyft okkur lengi.
Það sama gildir um Reina. Við getum kvartað undan honum en því er ekki að leyna að bæði Arsenal og Barcelona eru á eftir honum. Og það verður erfitt fyrir hann að hafna sínu uppeldisfélagi.
Gerrard. Verður árinu eldri á næsta ári.
Vörnin er enn veikleikamerki. Úr henni munum við missa eitt stykki byrjunarliðsmann og talanda. Þar þarf að koma reyndur maður í manns stað.
Við getum enn fremur gert að því skóna að menn eins og Wisdom og Sterling muni vekja áhuga ríkari félaga.
Í öllu falli getum við búist við töluverðum afföllum næsta sumar. Hugsanlega banvænum afföllum.
Og ef við munum þurf að kaupa 3-4 menn næsta sumar til að fylla upp í skörð manna sem hverfa á brott, yrði það hrein og klár óskhyggja að ætla að fleiri en helmingur þeirra myndu aðlagast strax á fyrstu leiktíð.
Og það að ná meistaradeildarrönni sem spannar 23 leiki gefur ekki neitt. Kenny Dalglish náði meistaradeildarrönni vorið 2010, spilandi frábæran bolta. Sísonið eftir náði hann ekki einu sinni Europa League rönni og var að spila afleitan bolta.
Það getur allt gerst í þessu.
En jú, maður er vissulega Liverpool-maður. Verandi slíkur þá á maður til að sjá hlutina eins fallega og jákvæða eins og mögulegt er. Eins og blaðamaður í alræðisríki tætir maður upp skúffurnar til að geta fundið eitthvað jákvætt einhversstaðar til að ýkja smávegis með stækkunargleri svo maður geti nú fundið eitthvað jákvætt við þetta helvíti.
Ég lá semsagt yfir statto.com yfir helgina. Og þvert á það sem ég bjóst við þá bendir tölfræðin ekki endilega til þess að við séum að fara að saxa á forskot Everton, Chelsea og Arsenal.
Ef við skiptum leikjunum sem eftir er í fjóra hópa. Heimaleikir á móti liðum í efri helming, útileikjum gegn liðum í efri helming, heimaleikjum gegn liðum í neðri helming, og útileikjum gegn liðum í neðri helming. Reiknum út meðalstigafjölda sem lið hafa fengið úr viðureignum í hverjum fjórflokk fyrir sig og margföldum það með fjölda leikja sem liðið á eftir gegn liðum í þeim flokki – kemur í ljós að Liverpool að Liverpool mun dragast aftur úr liðunum um 1-2 stig – þrátt fyrir að eiga auðveldara prógram á pappír.
Ian Holloway: “Ferguson & Mourinho
will battle it out at Old Trafford on
Tuesday, but both are striving to
match Paisley’s standards.”. Holloway er snillingur.
Brad Jones á reyndar 2 af þessum “clean sheets” sem Liverpool hefur haldið á þessu tímabili, og er Pepe því ansi langt frá Joe Hart. En samt skemmtilegur og jákvæður pistill!
Það má alveg slá því föstu að við steinliggjum gegn Spurs um næstu helgi fyrst ég var að enda við að lofsyngja liðið. Það er búið að ganga þannig í vetur. Ég hafði þó vit á því að spá ekki 4. sætinu enda finnst mér það ekki raunhæft lengur. Þetta lið á eftir að halda áfram á sömu braut fram á vorið; vinna sex, gera tvö jafntefli og kúka tvisvar á parketið í síðustu tíu umferðunum. Ég væri ekkert svakalega ósáttur við það.
Auðvitað. Ég gleymdi Brad Jones algjörlega. Greyið Brad Jones. 🙂
Fínn pistill, en eins og þú segir, þá er það algjörlega þér að kenna gengið hér eftir, ef það er niður á við, Kristján minn. Miðað við þennan pistil erum við alltaf að fara að tapa fyrir Tottenham og enda í níunda sæti. Fokk.
En að öllu gamni slepptu þá er þetta jákvæð teikn, með sterkum kaupum í sumar verðum við pottþétt í baráttu um Meistaradeildarsæti á næsta tímabili.
Flottur pistill og alltaf áhugavert að skoða svona tölfræði þó ekki nema bara til þess að gefa nýja sýn á stöðuna. Ég var gríðarlega ánægður með leikinn um helgina og þá sérstaklega að sjá að menn séu tilbúnir að gefa allt í lokaleikina til þess að geta sýnt fram á að þrátt fyrir að meistaradeildasæti náist kannski ekki þá sé klúbburinn hinsvegar að bæta sig.
Ég held að sterkur endasprettur gæti verið það sem til þurfi til þess að sannfæra Suarez um að gefa klúbbnum allavegana eitt ár í viðbót af sínum ferli. Ekki heldur gleyma því að við stöndum að ég held afar vel launalega séð og mikið jafnvægi þar og því ekki ólíklegt að við sjáum styrkingu á leikmannahópnum sem munar um í sumar.
Vonandi halda menn áfram á þessari braut.
Maður getur ekki annað en verið bjartsýnn við að lesa þessa samantekt. Hins vegar ef það er eitthvað sem þetta lið hefur kennt mér er það að maður ætti aldrei að leifa sér að dreyma fyrr en þetta er komið í höfn, hvað svo sem “þettaþ2 kann að vera.
Langar alls ekki til að vera sá sem spillir ánægju fyrir mönnum hérna og ég vil taka fram að ég hef mikla trú á liðinu og Rodgers en paranoian í mér er alveg jafn mikil. Hversu oft höfum við t.d. fengið nýja leikmenn sem lofa virkilega góðu sitt fyrsta tímabil en hrynja svo tímabilið eftir og ná sér aldrei á strik aftur, tja ekki fyrr en þeir eru seldir :/ Þannig verð ég ekki rólegur fyrr en Sturridge, Coutinho og jafnvel Henderson hafa sannað sig eftir næsta tímabil.
En eins og ég segi vil ekki skemma gleðina hjá einhverjum svo við skulum bara njóta þess að vera með lið sem getur keppt um meistaradeildarsæti 😀
Wow, maður fékk bara slap in the face við að lesa komment númer 8 og 9, þetta er sem sagt bara búið hjá okkur?
Ef við súmmerum þetta upp þá hefur liðið engan karakter og ekkert sýnt neitt gegn liðum nema það séu botnlið. Suárez er á leið á spítala vegna þess að Abracadabra kemur með hafnarboltakylfu og fótbrýtur hann, en hann fer svo beint af spítalanum yfir á sölulista af því að hann á sér aðeins einn draum, að spila með bara einhverjum í Meistaradeildinni (kannski að Abró skipti bara á honum og hafnarboltakylfunni). Reina ákveður sjálfur að fara annað hvort til Barca eða Arsenal, sama hvort þeir vilji hann eða ekki og á sama tíma var opnað fyrir vistun á Grund fyrir Gerrard. Lykilmaður í vörninni hættir svo, einhver sem hefur spilað allar mínútur þar í vetur og svo verða Wisdom og Sterling báðir seldir til Real Madrid, þar sem þeir eru moldríkir. Við kaupum svo 3-4 leikmenn í staðinn og það aðlagast enginn af þeim, við töpum svo fleiri stigum en helstu keppinautar okkar af því við eigum svo auðvelt prógram eftir. Er þetta ekki sæmilega súmmerað upp?
Mér finnst þetta flottur pistill Kristján Atli, og eins og hjá þér, þá er glasið mitt hálf fullt í stað þess að vera hálf tómt (eða galtómt eins og í kommentum 8 og 9). Af þessum 28 leikjum finnst mér fyrst og fremst tveir leikir hafa verið alveg ferlegir, nokkrir aðrir ekki nógu góðir og flestir bara fínir. Ég er líka algjörlega ósammála því að við höfum ekki sýnt styrk á móti liðum í topp helmingi deildarinnar. Það var bara svínarí sem kom í veg fyrir sigur okkar á Everton, þann leik unnum við fair and square. Erum búnir að sundurspila lið eins og Man.Utd á Anfield og við vitum alveg hver tók þann leik og breytti honum. Sama má segja um City leikina báða. Þannig að almennt séð er ég ekki sammála því að við höfum ekki verið að sýna okkar styrk gegn þessum liðum, erum einfaldlega með of fá stig út úr þeim út af einstaka ákvörðunum, hvort sem þær snúa að einstaklingum innan liðsins eða utan þess.
Luis Suárez vill ekki fara frá Liverpool og Liverpool FC vill ekki selja hann, OK? Abró er heldur ekki að fara að fótbrjóta hann. Gerrard hefur spilað allar mínútur í vetur í deild, halda menn bara að hann gefi upp öndina eftir tímabilið? Er Carra búinn að spila alla leiki í vetur? Hann er mikilvægur karakter, en halda menn í alvöru að það sé ekki hægt að versla eins og eitt stykki miðvörð? Wisdom og Sterling skrifuðu undir langtíma samninga nýverið, blekið er varla þornað, halda menn virkilega að Real Madrid, City, Chelsea, Barcelona eða FC Bayern séu að fara að “break the bank” til að kaupa þessa gutta? Eru þeir líka eitthvað sem kallast lykilmenn í dag? Eru þetta BANVÆN afföll? 🙂
Mín “súmmering” úr þessu er að Carra hættir, aðrir verða þarna áfram og það þarf að kaupa mann í hans stöðu. Það þarf klárlega að ná upp meiri stöðugleika, en eins og Kristján Atli kom inná, þá finnst mér hann vera að aukast og flæðið í leik liðsins að gera slíkt hið sama. Erum komnir með spennandi sóknarþenkjandi leikmenn nýlega eins og Coutinho og Sturridge, ungir, graðir og hæfileikaríkir. Ef við erum ekki með gott base til að byggja á, þá veit ég ekki hvað.
Það er RISALEIKUR framundan hjá okkur á Anfield á sunnudaginn, við getum alveg unnið þennan leik og ég er þess fullviss að ef við gerum það, þá getum við sett góða pressu á að klára tímabilið í Evrópudeildarsæti. Meistaradeildin er nánast out, en hitt er alveg möguleiki. Horfum bara á hvaða stóru leiki þessir andstæðingar okkar eiga eftir:
Everton: City (h), Tottenham (ú), Arsenal (ú), Liverpool (ú), Chelsea (ú)
Arsenal: Everton (h), Man.Utd (h)
Chelsea: Tottenham (h), Liverpool (ú), Man.Utd (ú), Everton (h)
Tottenham: Liverpool (ú), Everton (h), Chelsea (ú), City (h)
Af þessu að dæma, þá eiga mikið af stigum eftir að tapast innbyrðis á milli þessara liða og prógrammið lítur best út hjá Arsenal og okkur. Everton á gríðarlega erfitt prógram eftir og sama má segja um Chelsea og Spurs. Næsta skref til að einbeita sér að er að komast upp fyrir Everton, og það er mjög svo mögulegt skref. Þegar það er komið, þá má fara að skoða hvert næsta skref ætti að vera.
Sælir er einhver sem veit af hverju eg er alltieinu farin að fa mail i hvert einasta skipti sem einhver kommentar a þennan þrað ? Soldið pirrandi, væri alveg til i að losna við það 🙂
Virkilega flottur pistill, takk fyrir það.
Þetta er skemmtilegur og fróðlegur pistill en lykilatriðið í honum, það sem er feitletrað, „ef liðið hefði ekki mátt þola martraðabyrjun í fyrstu fimm leikjunum væri liðið í fjórða sæti í dag og líklegt til að ná í Meistaradeildarsæti“, er beinlínis rangt.
Það þýðir ekki að taka út heimaleiki við Manchester-liðin og Arsenal auk tveggja vonbrigðaleikja á útivelli og reikna dæmið upp á nýtt. Sú staðreynd að þessir leikir voru fyrstu fimm leikir tímabilsins gefur okkur ekkert leyfi til þess.
Þó eru margar ástæður til bjartsýni á að einmitt þessir leikir (sem aðrir) gangi betur á næsta tímabili; tvær þeirra heita Sturridge og Coutinho.
Ég ætlaði að skrifa svipað og “Kári Sigur” (19), en tek í staðinn bara undir orð hans. Ef þeir 5 leikir hefðu dreifst öðruvísi yfir tímabilið, ættum við þá að leggjast í þunglyndi því liði er svo illa statt? Persónulega finnst mér reyndar mikið jákvætt vera að gerast í leik liðsins, en maður er að reyna að berja niður allar væntingar, sérstaklega þar sem þetta tímabil er meira og minna búið og því ekki um neitt áhugvert að spila. Það væri því alger hörmung að byggja upp örlitlar væntingar fyrir 5 sætinu og sjá fuðra upp líka við næsta “óvænta” skell á móti smáliði.
Sammála hálffulla glasinu Kristján Atli.
Ekki síst þar sem að fáir virðast velta því upp að við erum með stjóra sem hefur aldrei stýrt viðlíka liði og LFC, þurfti semsagt að læra að stýra risa. Hann hefur vissulega gert mistök taktískt í ákveðnum leikjum og ég er alveg sannfærður um að það sama reynsluleysi kostaði hann í leikmannaglugganum síðast.
Sem og það að prófa of lengi ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Unga menn sem aðra.
En mér finnst hann læra hratt og eins og kemur fram eru komnir ansi margir magnaðir leikir þar sem við höfum algerlega stútað liðum. Ekki bara um helgina heldur að undanförnu heimaleikir gegn Norwich, Sunderland og Fulham auk QPR úti.
Það er ansi langt síðan liðið okkar vann leiki svo öruggt, jafnvel þó það hafi verið gegn “lélegri” liðunum!!!
Varðandi framhaldið þá skrifaði ég í leikskýrslunni að þessi leikur væri bara fyrstu merkin um hvernig á að tækla vorið, en þau voru góð. Liðið var helmótíverað í þessum leik, gegn liði sem hefur verið að pikka upp sín úrslit og alls ekki lent í vanda heima. Það segir í raun ekki mikið annað í bili. En frammistöður allra leikmannanna voru gleðiefni mikil og það segir líka ýmislegt um sjálfsöryggi í þeirra hóp og traust á leikkerfinu. Liðið geislar af leikgleði þessa dagana og gamall baráttuandi er að dúkka upp svei mér þá.
Það þarf ekkert lengur að velta fyrir sér því að Rodgers fái ekki annað tímabil. Það er pottþétt og gleður mig. Hann er ekki bara búinn að búa til strúktúr um aðalliðið heldur er hann að því er virðist kominn með menn inn í klúbbinn sem ætlað er að vinna að framtíðarsýninni í hans átt og það mun vonandi skila okkur stöðugleikanum sem við höfum saknað síðan vorið 2010.
En er allt rósrautt? Nei alls ekki. Það er stórt skref upp í 4.sætið og enn stærra í 1.sætið – þangað auðvitað er ætlunin að fara og það er langt frá því að vera ljóst hvort að BR nær að skila okkur þar.
En það er seinni tíma vandamál, núna er bara að vonast eftir betri árangri en síðustu þrjú ár, sem er jú bara 6.sætið….
Afsakið þráðtruflunina. En veit einhver hvenær dagsetning verður ákveðin á Liverpool-Everton og aðra leiki í leikviku 36 ?
Engar áhyggjur af því að Wisdom og Sterling verði keyptir í einhver betri lið held ég.
Mér finnst þetta fínn pistill hjá Kristjáni og mjög margt til í honum. Byrjunin var liðinu gríðarlega erfið; klúður í leikmannaglugga, Rodgers nýr, meiðsli lykilmanna og erfitt prógram í fyrstu umferðunum gerði liðinu mjög erfitt fyrir. En eins og ég skil pistil Kristjáns Atla þá er hann að benda á stígandann í leik liðsins og bakkar það upp með tölum. Hann er ekkert að núllstilla eftir fimm umferðir að öðru leyti en það að sýna okkur fram á að gengi liðsins að undanförnu er býsna gott og því beri að gleðjast yfir.
Ég held að hringlandaháttur í stjórnun liðsins undanfarin ár sé á undanhaldi, eða það vona ég svo innilega. Liðið hefur eytt fullt af peningum í leikmannakaup undanfarin ár, skipt um knattspyrnustjóra eins og nærbuxur og daðrað við gjaldþrot. Árangurinn hefur verið skelfilegur. Það er hægt að rökræða það endalaust hvort Rodgers sé rétti maðurinn en hann var ráðinn til starfa og treyst af eigendum liðsins. Það traust verður að ná lengra en eina leiktíð þar sem þetta verkefni sem FSG er með í höndunum mun taka tíma og það hafa þeir sjálfir sagt. Það er margt gott í gangi í stjórnun liðsins innanvallar sem utan og ofan á það starf þarf að byggja.
Hvort Carra sé að hætta eða Stevie G að verða 33 ára skiptir ekki máli ef stjórnun liðsins er í lagi og byggt er upp öflugt lið þar sem liðsheildin er helsti styrkur. Ef það verður gert þá hef ég litlar áhyggjur af brotthvarfi einstakra leikmanna.
“Ef við skiptum leikjunum sem eftir er í fjóra hópa. Heimaleikir á móti liðum í efri helming, útileikjum gegn liðum í efri helming, heimaleikjum gegn liðum í neðri helming, og útileikjum gegn liðum í neðri helming. Reiknum út meðalstigafjölda sem lið hafa fengið úr viðureignum í hverjum fjórflokk fyrir sig og margföldum það með fjölda leikja sem liðið á eftir gegn liðum í þeim flokki – kemur í ljós að Liverpool að Liverpool mun dragast aftur úr liðunum um 1-2 stig – þrátt fyrir að eiga auðveldara prógram á pappír.”
Þetta minnir á útreikninga stjórnmálamanna hvort að skattar hafa hækkað eða lækkað á kjörtímabilinu.
22
Er Liverpool-Everton leikurinn ekki 04/05 14:00 ?
Hafa verið einhverjar breytingar á 36. leikviku?
Í guðanna bænum Steini reyndu að sýna smá þroska. Þú ert fullorðinn maður og þú hlýtur að geta tjáð þig um fótbolta án þess að detta í einhverja útúrsnúninga. Það er ekkert sniðugt þegar fullorðnir menn taka því persónulega og snúast í vörn þegar einhver talar um knattspyrnuliðið þeirra í hálftómu ljósi rétt eins og verið væri að tala um einhver persónuleg fjölskylduvandamál.
Það er ekki einn punktur í kommentum mínum sem þú svarar. (Sorglegt).
En mig langar til að svara einum punkt hjá þér.
Þú bendir á leikjaprógram hinna liðanna, innbyrðis viðureignir þeirra. Og tekur þær sem dæmi um það hve liðin muni tapa mörgum stigum og hve kjörið tækifæri það sé fyrir Liverpool að komast upp fyrir þau.
Lítum nú bara blákallt á málin. Hvernig hafa þessi lið staðið sig á þessu tímabili í leikjum við önnur hlið í efri hluta deildarinnar?
Á heimavelli:
Man City 8 1,88
Everton 7 1,71
Chelsea 6 1,50
Liverpool 6 1,17
Arsenal 7 1,14
Á útivelli:
1. Man City 5 2,20
2. Chelsea 6 1,67
3. Everton 5 1,00
4. Arsenal 6 0,83
5. Liverpool 8 0.63
OG spurningin er, hvað geta liðin átt von á því að fá mörg stig ef við miðum við nákvæmlega sömu tölfræði hér að ofan (úr prógraminu sem hentar Liverpool svo afskaplega vel?)
Man City 10,68
Chelsea 9,51
Everton 7,42
Arsenal 4,77
Liverpool 4,14
Niðurstaða: Þannig, sé tekið mið af gengi liðanna gegn öðrum liðum í efri hluta deildarinnar fáum við út þá niðurstöðu að Liverpool muni hreint ekki græða mikið á þeirri staðreynd að þessi fjögur lið eigi töluvert af innbyrðis viðureignum og öðrum sterkum andstæðingum eftir.
Jæja. Er þessi punktur þá afgreiddur?
Góðar pælingar og ekkert óeðlilegt að sjá glasið hálf fullt þessa dagana. Liðið hefur verið að spila mjög vel. Að sama skapi hangir þetta allt saman á bláþræði. Hvað gerist þegar það kemur (og það mun koma) risatilboð í Suarez? Manni fannst það amk. ansi fjarstæðukennt þegar Torres fór, þannig að ekkert er útilokað í þessu, sama hvaða yfirlýsingar menn koma fram með. Gerrard verður árinu eldri. Hann er búinn að vera góður þetta árið og spilað mikið, en hann hefur heldur ekki viljað fara að ráði t.d. Scholes og hætta að spila með landsliðinu. Það þýðir minni hvíld og mögulega önnur markmið á næsta ári í ljósi þess að það er HM-ár.
Þá þarf að skoða varnarleik liðsins, en hann hefur á köflum verið hræðilegur. Getum t.d. byrjað á upphafi leiksins gegn Wigan, en þá fékk Kone mjög fínt færi sem Reina varði hálfri mínútu áður en Downing skoraði. Hvað hefði gerst ef það hefði ratað í netið? Ég er ekki ennþá sannfærður um að Carra eigi að byrja alla leiki núna. Hann talar jú mikið og vinnur tæklingar, en liðið í heild þarf að spila miklu aftar með hann innanborðs. Það kann að koma í bakið á liðinu við ýmsar aðstæður.
Mér finnst svo ekki rétt hjá t.d. Sstein að stimpla úrslitin gegn Utd, City og Everton t.d. sem töp vegna ákvarðana dómara (gegn Everton hefði t.d. líka verið hægt að reka Suarez útaf, punkturinn er að svona hlutir jafnast út yfir tímabilið) og fl. Það er einfaldlega bara lélegur karakter hjá liðinu að klára þessa leiki ekki. Maggi minnist á heimavallaform Wigan og fer þar með rangt mál. Í síðustu 6 heimaleikjum sínum eru Wigan með næstversta árangur deildarinnar á heimavelli og yfir allt tímabilið á botninum. Þannig að þeir hafa bara víst verið að gefa eftir á heimavelli og því kannski engar stórfréttir að við höfum slátrað þeim um helgina. Engu að síður góður leikur.
Bottom line, ástæða til bjartsýni en þó þarf ekki mikið að gerast til að allt fari aftur á byrjunarreit.
@Valdimar Kárason
Það eru allir leikirnir settir á sama tíma en á eftir að færa til vegna sjónvarpsins, eru t.d ekki alltaf Liverpool – Everton leikir árla dags á sunnudögum ?
Er með miða á Man Utd – Chelsea þessa helgi, væri brilliant ef maður kæmist líka yfir á Liverpool leikinn. En kannski er ég að misskilja eitthvað set-upið á þessu.
Kári Sigur (#19) segir:
Auðvitað er ekki hægt að tala um að þessir leikir hefðu allir átt að vinnast en það skekkti stöðuna hjá okkur gríðarlega að fá þessi þrjú lið í heimsókn í fyrstu þremur heimaleikjunum. Að sitja svo eftir með bara eitt stig úr fyrstu þremur heimaleikjunum var martraðabyrjun.
Það er hættulegt að spila „hvað ef“-leikinn en við skulum samt spila hann til að útskýra betur hvað ég á við. Segjum sem svo að Skrtel hefði ekki gefið City jöfnunarmark, að dómarinn hefði ekki eyðilagt United-leikinn og að hinir þrír leikirnir hefðu endað eins. Þá hefðum við unnið City og United sem auk jafnteflis við Sunderland hefði gefið okkur 7 stig úr fyrstu 5 viðureignunum, í stað þeirra 2 sem við fengum.
Sú byrjun hefði skilað okkur í 11. sætið eftir fimm leiki sem er engin draumabyrjun en þessi fimm aukastig myndu þýða að við værum fyrir ofan Everton og jafnir Arsenal í dag. Segjum svo enn fremur að sigurmarkið gegn Everton hefði fengið að standa og þá værum við aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti í dag.
Ég er bara að tala um 1-2 leiki hérna, ekki alla leiki þar sem liðið lék illa. Liðið tapaði gegn West Brom og Arsenal og ég er ekki að ímynda mér að þau úrslit breyttust né heldur töpin gegn Spurs, Stoke, Aston Villa og West Brom. En bara tvær örlitlar ákvarðanir, annars vegar rauða spjaldið á Shelvey gegn United og hins vegar mistök Skrtel gegn City á Anfield, myndu breyta rosalega miklu um Meistaradeildarbaráttuna í dag.
Það sýnir best hversu nálægt 4. sætinu Liverpool er í raun. Í fyrstu fimm leikjunum fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Í næstu 23 leikjum hefur eitthvað farið úrskeiðis í u.þ.b. sjötta hverjum leik. Hvort heldur þú að sé hið raunverulega Liverpool?
@Gunnlaugur Á
Það eru allir leikirnir settir á sama tíma en á eftir að færa til vegna sjónvarpsins, eru t.d ekki alltaf Liverpool – Everton leikir árla dags á sunnudögum ?
Er með miða á Manchester United – Chelsea þessa helgi, væri brilliant ef maður kæmist líka yfir á Liverpool leikinn. En kannski er ég að misskilja eitthvað set-upið á þessu.
Stundum eiga menn það til að oftúlka hlutina hér inni og gera sér himinháar vonir um að nú fari liðið okkar að komast á flug, hugarflug sem stundum hefur endað með brotlendingu í vetur. Á móti er það stórmerkilegt hvernig aðrir sjá bara svartnætti, sama hvort liðið spilar vel eða illa.
Mér sýnist staðreyndin vera sú að liðið okkar er smátt og smátt að öðlast vængi en eins og gjarnan er raunin með hálffleyga fugla missa þeir flugið inn á milli. En hægt og rólega, og örugglega, lengist flugið og brotlendingunum fækkar (afsakið þessar endalausu samlíkingar) og ég held að Kristján Atli sýni fram á það með sínum punktum að við þokumst í rétta átt.
Hér er gjarnan reynt að halda mönnum á jörðinni og bent á að leikir séu ekki unnir fyrirfram. Það má þó ekki gleyma því heldur að enginn leikur er tapaður fyrirfram. Það er líka gaman að benda á það að eftir misjafnt gengi framan af vetri á heimavelli höfum við frá tapleiknum gegn Aston Villa í desemer spilað 6 leiki heima í öllum keppnum, unnið 5 og tapað einum, skorað 20 og fengið á okkur þrjú. Vissulega eitt aulatap þarna gegn WBA en þegar við vinnnum, vinnum við sannfærandi.
Persónulega finnst mér það vera batamerki hjá liði sem strögglaði sífellt á heimavelli síðasta vetur, skoraði lítið og spilaði ósannfærandi á löngum köflum. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér að þetta verði áfram reyndin næsta vetur en um leið er erfitt að skilja hvernig sumir sjá bara ekki út úr svartnættinu og tapa sér í einhverjum hálffjarstæðukenndum útreikningum.
Mér finnst persónulegra mun skemmtilegra að horfa á liðið okkar í dag en fyrir ári og það dugar mér á þessu stigi málsins, sammála mörgum öðrum á þessum vettvangi að það sé mun nær að dæma liðið okkar og stjórann eftir næsta tímabil í það fyrsta.
Það var alls ekki ætlun mín Kristinn að fara út í eitthvað persónulegt skítkast, biðst afsökunar á því ef það kom þannig út. Ég taldi mig nú svara þessum liðum og ástæðan fyrir því að ég svaraði svona var vegna þess að mér fannst þú teygja þig ansi langt út í fáránleikann til að reyna að mála eins svarta mynd og hægt væri. En tökum þetta þá bara lið fyrir lið þannig að þetta sé skýrt sem ég ætlaði að koma inn á:
Luis Suárez: Hann skrifaði undir nýjan langtímasamning fyrir nokkrum mánuðum síðan, eða rétt eftir að Project Brendan Rodgers hófst. Hann átti samt talsvert eftir af sínum samningi og þetta var meira svona statement frá honum. Síðan þá hafa forráðamenn liðsins algjörlega hent þeim möguleika út af borðinu að kappinn verði seldur. Eins hefur hann sjálfur komið fram og talað um það trekk í trekk hvað honum og hans fjölskyldu líði vel í borginni og að þetta sé æskudraumur hans að rætast að spila fyrir þetta félag og það vilji hann gera lengi áfram og geta borið sig saman við menn eins og Gerrard í framtíðinni.
Abramovich og hafnarboltakylfan: Þurfum ekkert að fara út í þessa sálma
Steven Gerrard: Stevie G er 32 ára gamall, það eru sem sagt 6 ár í að hann verði jafngamall og Paul Scoles er í dag, 7 ár í að hann verði jafngamall og Ryan Giggs er í dag. Hann er 4 árum yngri en Gary McAllister var þegar hann kom til Liverpool á sínum tíma. Hann er líka 2 árum yngri en Frank Lampard. Ég er bara á því að mér finnst menn ansi oft fljótir til að afskrifa þetta legend okkar sem hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í vetur og er að spila frábærlega.
Wisdom og Sterling: Þeir skrifuðu báðir undir langa samninga fyrir nokkrum mánuðum síðan, eru korn ungir og myndu ekkert hoppa inn í byrjunarlið hjá þessum ríkustu klúbbum í dag. Þar fyrir utan, þá teljast þeir varla til lykilmanna eins og staðan er núna, þ.e. að það standi allt og falli með þeim. Klárlega eru þeir partur af framtíð LFC.
Carra: Hann er að hætta, það er óumdeilt. Eins og við ræddum um í síðasta podcasti, þá þarf að versla virkilega öflugan mann í hans stað, mann sem kæmi til með að berjast um sæti í aðalliðinu. Held að það séu allir sammála um þetta.
Pepe Reina: Hann virðist sjálfur vera búinn að útiloka Barca, og þeir virðast vera búnir að finna eftirmann Valdez í þessum unga þjóðverja. Varðandi Arsenal, þá bara efast ég stórlega að Pepe líti á það sem stökk upp á við, frekar en aðrir. Meira svona hliðarskref úr því að vita upp á hár í hvernig project hann er staddur, vs. að fara út í einhverja óvissu.
Varðandi þessar innbyrðisviðureignir, þá var nú punkturinn minn eingöngu í þá átt að þegar liðin spila innbyrðis, þá tapast stig. Að sjálfsögðu þurfa aðrir leikir að vinnast til að ætla sér að hagnast á því. Þess vegna var ég að tala bara um að fókusa fyrst á að ná Everton. Fyrsta skrefið í þá átt væri að leggja Spurs að velli næstu helgi.
Brúsi, ég kalla það algjöra lykilákvörðun þegar þú dæmir fullkomlega löglegt mark af í uppbótartíma, skýrara getur það nú ekki verið. Sama með brottreksturinn hjá Shelvey. Í mínum huga er algjörlega klárt mál að þarna voru lykilákvarðanir sem höfðu gríðarlega mikil áhrifa á úthlutun stiga í leikjunum. Með City, þá var það fyrst og fremst ákvörðun Skrtel að gefa þeim stigið, ekki dómarinn. Ég mun heldur aldrei kaupa þessa “…hlutir jafnast út yfir tímabilið…” skýringu. Hún er bara ekki rétt.
Sælir félagar.
Þetta er athyglisverður pistill og umræðurnar hérna eru ansi eldfimar. Það er alltaf best að halda sig bara við staðreyndir. Staðreyndin er sú að liðið lítur betur út en það gerði á sama tíma í fyrra. Leikstíllinn, leikmenn og þjálfarar. Það virðist alveg sama hvar við stígum niður fæti, það er framför í öllu nema þá kannski fjárhag Liverpool eins og við fengum að vita í dag. Hinsvegar er önnur staðreynd að þrátt fyrir þessar framfarir erum við einfaldlega langt á eftir þessum toppliðum. Þau hafa öll sterkari leikmannahópa en Liverpool og meiri peninga úr að moða. Liverpool er ekki ennþá komið á það stig að geta keppt um titla sumsé og er það mitt mat að svo verði heldur ekki á næsta tímabili. En með réttum viðbótum í sumar verður Liverpool í mjög sterkri stöðu til að koma sér á ný í alvöru baráttu um meistardeild og það er ágætis byrjun. Það er svo aftur annað mál hversu miklum peningi verður varið til leikmannakaupa í sumar í ljósi þess að taprekstur er á klúbbnum og það gefur manni því ekki tilefni til þess að halda að mikið verði verslað í sumar. En framför er það og bara spurning hversu mörg ár það mun taka Rodgers að gera Liverpool að titilbaráttu liði á ný fái hann til þess tíma og vinnufrið.
17 Viðar Skjóldal.
Neðan við textakassan sem þú skrifar kommentin þín í er hnappur sem er merktur “Notify me of followup comments via e-mail”
Afhakaðu hann og voila : )
Mikið rosalega hlakka ég til þegar celski kemur á Anfield. 🙂 Hahaha, pælið í móttökunum sem Rafa fær. Hann verður hylltur í 90 mín af the Kop. Er ég sá eini 😉 Ég held að roman reki Rafa örugglega áður, til þess að forða celski frá mjög vandræðalegu mómenti 🙂
Annars flottur pistill., mér finnst það mjög fyndið þegar það er verið að jarða Gerrard hérna, eins og hann sé orðin sjötugt gamalmenni. Okkar besti maður, og verður alveg eins næsta tímbil.
Frábær pistil og mér finnst liði vera að bæta sig og þessir 2 nýju menn hafa heldur betur glætt sóknarleikinn verum glöð og jákvæð BR in you we trust!!
YNWA
Sammála Steina með þetta: “Brúsi, ég kalla það algjöra lykilákvörðun þegar þú dæmir fullkomlega löglegt mark af í uppbótartíma, skýrara getur það nú ekki verið. Sama með brottreksturinn hjá Shelvey. Í mínum huga er algjörlega klárt mál að þarna voru lykilákvarðanir sem höfðu gríðarlega mikil áhrifa á úthlutun stiga í leikjunum. Með City, þá var það fyrst og fremst ákvörðun Skrtel að gefa þeim stigið, ekki dómarinn. Ég mun heldur aldrei kaupa þessa „…hlutir jafnast út yfir tímabilið…“ skýringu. Hún er bara ekki rétt.”
Svo má ekki gleyma því að jöfnunarmark Everton átti aldrei að eiga sér stað þar sem þeir tóku innkast sem Liverpool átti. = +2 stig bæði með markinu sem Suarez skoraði í lokin en var ekki dæmt og svo með þessu marki sem ég nefni.
Í útileiknum gegn Swansea skoraði Liverpool (man ekki hver, minnir samt Enrique) fullkomlega löglegt mark sem var ekki dæmt. = +2 stig
Í leiknum á ot var mark Vidic rangstaða. = +1 stig
Án þess að hafa eitthvað fyrir mér í því þá er ég algjörlega sammála SSteina um að dómaramistök jafnist ekki út yfir tímabilið. Þá er ég að tala um lykilákvarðanir eins og t.d. að dæma löglegt sigurmark af í blálokin, en ekki að ræna liði réttmæta vítaspyrnu þegar það er að tapa 5-0 kannski.
Það sem ég er sem sagt að segja er að mín trú er sú að heilt yfir fá liðin mjög svipað magn af röngum dómum, en mér finnst bara að það þurfi að vera ansi mikil tilviljun ef öll liðin í topp 4 t.d. fái jafn mikið (ó)réttlæti. Í þessari baráttu getur bara munað örfáum stigum sem hægt er að týna til með svona pælingum.
Auðvitað er þetta hluti af leiknum en gefur stuðningsmönnum svo sannarlega rétt á að vera með svona “Hvað ef…” vangaveltur.
svo til viðbótar. Í Arsenal-leiknum þegar Mertesacker í stöðunni 0:1 snemma í seinni hálfleik, teikaði Suarez inní teig og að auki aftasti maður, á gulu spjaldi. = rautt spjald þá sem Mertesacker átti að fá og víti fyrir Liverpool en það var ekki dæmt.
http://news.sky.com/story/1059909/liverpool-loses-40-5m-in-less-than-a-year Þessi linkur segir frá að skuldir Liverpool séu orðnar 87 milljónir pund og tapið í fyrra 45 milljónir pund. Semsagt klúbburinn stendur ekki undir sér og eigendurnir virðast ekki getað lagt mikið af sínum eginn peningum í þetta og eru hættir að tala um stækkun á vellinum ,svo að freistingin verður stór fyrir þá að kasserera inn á Suarez í sumar. Fyrir mér er það að verða nokkuð ljóst að þessir eigendur geta ekki rekið þennann klúbb eins og við viljum þ.e.a.s lagt út þann pening sem þarf til að komast í meistaradeildina og þess vegna verðum við að vona að það sé einhver ríkur þarna úti sem vill kaupa klúbbinn.
En Rogers er smá saman að vinna mig yfir á sitt band og hann er greinilega á réttri leið ,en ég er hræddur um að hann þurfi meiri pening en eigendurnir geta látið hann fá til að koma klúbbnum á næsta sig.
@33 Ssteinn, en finnst þér þá ekki líka vera algjör lykilákvörðun að reka ekki Suarez útaf í þessum leik? Ekki það að búi einhver Everton óskhyggja í mér, mér finnst bara ekki rétt að tala um þennan leik sem einhvern sigur á Everton, það var einfaldlega lélegt að henda frá sér 2-0 forystu. Það var punkturinn. Með því dæmi vildi ég líka sýna fram á að hlutirnir virðast jafnast út (í þessu tilviki í einum og sama leiknum).
Hér má t.d. nefna nornaveiðar Liverpool manna gagnvart Howard Webb hafa t.d. verið hraktar. Það sem ég á við er að stuðningsmenn allra liða geta geta týnt til hin og þessi atvik um vafasama dómgæslu.
Ergo, nánast öll liðin þurfa einhvern tímann að sætta sig við þetta og þess vegna finnst mér það ódýrt að afskrifa hluta vandamála okkar manna bara á dómarann. Það sem var lélegt við Everton leikinn var ekki dómgæslan, heldur það að liðið hafi ekki getað þjappað sig saman og haldið góðri forystu. Það versta við Man. Utd. leikinn var það hvernig Johnson og Agger létu Valencia fara með sig í aðdraganda “ekki”vítisins og að hafa ekki nýtt tækifærin til að jarða þann leik. Þannig er amk. mitt sjónarhorn.
Svo finnst mér þú lesa alltof mikið í það að menn skrifi undir nýja samninga og gefi yfirlýsingar um hina og þessa drauma. Eins og ég skildi nýja samninginn hjá Suarez var einfaldlega um veglega (og verðskuldaða) launahækkun að ræða. Xabi Alonso var farinn innan við ári eftir að hann skrifaði undir samning. Þess vegna finnst mér rétt að anda bara rólega og bíða og sjá. Ég get ekki sagt að ég yrði hissa ef menn freistist af tilboðum frá Bayern og liðum í þeim dúr.
Takk hafliði, þu varst að bjarga deginum minum, eg var að fara skrifa annað komment og biðja einjvern plis að hjalpa mer, hrikakega pirrandi að siminn væri latlaust að segja þer að það væri komið nytt komment herna hehehehe..
takk fyrir góðan pistil
Áhugaverð grein um miðjumenn Liverpool á Bleacherreport
http://bleacherreport.com/articles/1552507-ranking-every-liverpool-midfielder-this-season
Það er komið helvíti góður kjarni í þetta liverpool lið.
Eftir að við fengum Sturidge og Coutinho þá erum við allt í einu komnir með alvöru sóknarlínu.
Downing er farinn að blómstra og er allt annað að sjá hann.
Henderson er orðinn nothæfur
Joe Allen er flottur leikmaður og á eftir að nýtast okkur vel. Ég veit að hann var að fá mikla gagnríni en ég hef meiri trú á honum en Henderson.
Það sést bara hvað Lucas er okkur mikilvægur. Liðið er allt öðruvísi þegar hann er með
Sterling þar að bæta sig ætlar hann að ná sér aftur í sæti í liðið
Gerrard komst í gang á nýju ári eftir lélega byrjun.
Mér finnst Rodgers vera að gera góða hluti og er óhræddur við að gefa leikmönum ungum leikmönum tækifæri.
Við verðum bara þá ósammála um þetta Brúsi, alveg ljóst mál. Ég fer bara ekki af því að svona lagað er alveg krúsíal, þ.e. að dæma fullkomlega löglegt sigurmark af á lokasekúndum leiks. Ég er heldur ekki sammála því að Suárez hefði átt að vera kominn með rautt í þeim leik, langt frá því.
En varðandi samningamál leikmanna, þá er það bara þannig að valdið er meira í höndum félagsins þegar þeir eru á löngum samningum. Það er einfaldlega rangt hjá þér að Xabi hafi skrifað undir nýjan samning innan við ári áður en hann fór, hann skrifaði undir samning 2007. En eins og í því tilviki, þá hugsa menn sig auðvitað um ef það kemur stjarnfræðilegt tilboð til liðanna fyrir leikmenn.
Tommi í # 41, mér skilst reyndar að þessi hækkun skulda sé einmitt peningur sem FSG hafa sett inn í félagið og flokkast sem vaxtalaust lán og verður líklega að equity eða hvað sem það heitir nú. Hef ekki rýnt í tölurnar en skilst á fróðari mönnum að þetta líti einmitt vel út og þarna inn vanti tekjuliði vegna þess að þeir eru að breyta uppgjörstímabilinu. Warrior samningurinn ekki kominn þarna inn. En allavega að mér skilst, bankalán þurrkað upp og eigendurnir inn með fjármagn á milli 40 og 50 milljóna punda. Held við ættum að halda í hestana okkar, allavega þangað til menn eru búnir að skoða þessar tölur betur.
ef ef ef ef…..ég get auðveldlega fundið 16 stig sem Tottenham hefði getað fengið og Tottenham væri þá í titillbaráttu. En þetta virkar bara ekki svona. Maður getur ekki tekið út 5 erfiða leiki og sagt að liðið gæti auðveldlega verið í meistaradeildarbaráttu. Liverpool er þar sem það hefur verið undanfarin ár og það er ekki tilviljun.
En að leiknum þá myndi ég glaður taka við 1 stigi, en þessi leikur getur farið allavega. Þetta verður klárlega Suarez vs Bale dæmi, en er samt ekki sammála því að þeir tveir séu eitthvað mikið betri en Persie og Mata.
Þið eru líklegri næstu helgi vegna leikjaálags Spurs, en Tottenham eru þó klárlega massífra lið í dag og þetta verður enginn markaleikur held ég. Ómögulegt að tippa á þennan leik, en vonast auðvitað eftir Spurs sigri
Það sem mér finnst mikilvægast í allri þessari umræðu er sú staðreynd að í dag er klúbburinn að spila betur en á sama tíma í fyrra, það er ákveðin stöðugleiki í gangi og vonandi heldur það áfram fram á vorið. Stefnan er mjög skýr.
Að horfa og mikið á einstök atvik og einstaka úrslit og gefa sér að það hafi farið öðruvísi ætti að mestu bara að gera sér til gamans. Eins og bent hefur verið á þá get eflaust flestöll lið innan deildarinnar spilað sama leik og fundið út að klúbburinn sinn sé raunverulega betri heldur en staðan í deildinnni gefur tilefni til.
fyrir áramót vorum við að fá 35 stig í 24 leikjum sem gerir 1.458 stig í leik, eftir áramót 7 stig í 4 leikjum eða 1.75 stig, ekki nóg til að ná meistaradeildar sæti en samt bæting sem vonandi heldur áfram, ég held að ef við hættum að tapa leikjum sem við yfirspilum þá er ennþá möguleiki á atlögu við fjórða, þó tæpt sé.
VIRÐÍNG…Hann er með þetta…:)
Liðið hefur lagast helling eftir að Coutinho og Sturridge komu. Dæmigert að þeir komu í janúar þegar tímabilið er hálfnað. Manni er farið að hlakka til að Liverpool spili sæmilegt síson frá fyrsta leikdegi og engar afsakanir.
Það vantar ennþá slatta í liðið finnst mér til að liðið sé í einhverri titilbaráttu. Vonandi tekst liðið að hífa sig upp í evrópukeppni þetta tímabilið og gefa smá von fyrir það næsta.
Það er náttúrulega engan veginn ásættanlegt að liðið sé dottið út úr öllum keppnum í febrúar og búið að vera um miðja deild allt tímabilið.
Liðið einfaldlega verður að gera betur og það eru teikn á lofti að liðið sé á réttri braut.
Já þetta lítur miklu betur út núna en fyrr í vetur og liðið að spila virkilega vel í sumum leikjum. Það er þó lítið að marka gengið það sem eftir er tímabils þegar við höfum að sáralitlu að keppa (nema til að skoða hvort Rodgers kunni að mótivera liðið). Það er næsta haust sem þetta snýst allt um núna. Þá verður Rodgers búinn að kaupa fleiri inní sitt kerfi og þá fyrst getum við farið að dæma hann sem stjóra. Ef liðið verður komið útúr baráttu um efstu sætin í nóv-jan enn eitt árið þrátt fyrir stór kaup í sumar þá munu hvorki FSG né stuðningsmenn ekki hafa neina þolinmæði fyrir slíku.
Ég er virkilega ánægður með innkomu Coutinho í liðið. Maður hafði smá áhyggjur að hann væri meiðslapési með músarhjarta og myndi hlífa sér undan hörkunni í ensku deildinni. Það er sko öðru nær hingað til, drengurinn er að fórna sér reglulega í tæklingar og sinnir varnarvinnunni vel. Hrikalega gott touch, teknískur og fínt auga fyrir spili og úrslitasendingum. Manni sýnist á fagnaðarlátum eftir mörk að hann hafi þegar náð hrikalega vel saman við Suarez sem er ómetanlegt við að halda honum hjá félaginu.
Það er þó ljóst að það þarf nær allt að ganga upp í sumarinnkaupunum ef við eigum að taka virkilegum framförum og komast í CL eða titilbaráttu. Það er hrikalega mikilvægt að byrja næsta tímabil vel uppá sjálfstraustið . Ég allavega ætla bara að njóta þess að horfa á Liverpool spila sóknarbolta til vors þrátt fyrir að jafnvægið í liðinu og vörnin séu ekkert sérstök. Í huganum er ég þegar kominn til haustsins þegar stjórinn Brendan Rodgers verður vonandi búinn að stoppa uppí götin og bæta getu, reynslu og sigurvegurum inní liðið og losa frá þá sem hafa ekki hjarta til að spila fyrir Liverpool.
Já fínn pistill hjá Kristjáni. Ég er hins vegar einn af þeim sem lít á glasið sem hálft, hvorki hálf fullt né hálf tómt heldur bara hálft. Vissulega má segja að liðið sé að spila betri bolta en það var að gera í fyrra. En hafa orðið einhverjar framfarir að öðru leiti? Á sama tíma á síðustu leiktíð var liðið búið að vinna einn bikar og var enn í evrópukeppni og átti síðan eftir að spila annan úrslita leik á Wembley. Ég man nú ekki hvar liðið var í deildinni en líklega á svipuðum stað og það er í dag. Nú er ég ekki að tala um að ég vilji láta reka B. Rodgers en við skulum samt bara tala um hlutina eins og þeir eru. Ég get bara ekki séð hvernig þessi árángur getur verið betri en í fyrra. Eins og ég sagði í byrjun þá má alveg færa rök fyrir því að liðið sé á réttri leið og ég er á því að svo sé. En það er bara ekki rétt að mínu mati að árángurinn núna sé betri en í fyrra alveg sama hvaða stærðfræði formúlum menn beita til að fá það út þá hlýtur alltaf að vera betra að vinna einn bikar frekar en engan.
Við Liverpool aðdáendur eru sennilega meistarar í EF fræðum og líka meistarar að byggja upp væntingar og því erum við svolítið eins og bipolar sjúklingar meðan tímabilið er í gangi. SSteini neitar að trúa því að vafasamir dómar jafnist út yfirtímabilið sem mér finnst líka sérkennileg afstaða. Eins og Tottenham aðdáandin í 48 bendir á þá geta líklega öll félög talið upp svona atriði. Ég las nú t.d að United menn hefðu reiknað út að ef dómararnir hefðu ekki verið svona vondir við þá í fyrra þá hefðu þeir unnið deildina. Þannig þegar menn fara að tiltaka svona atriði þá þarf væntanlega líka að skoða hvort önnur lið geti ekki líka tilgreint svona atriði líka.
Mér finnst nú líka að menn stingi svolítið hausnum í sandinn þegar verið er að tala um Suarez. Hversu margir bjuggust við því að Torres færi frá félaginu á sínum tíma? Eða jafnvel að Owen myndi fara. Það að skrifa undir samning segir ekkert til um það hvort leikmaðurinn komi til með að vera áfram eða ekki. Fótboltinn í dag snýst alltaf um peninga og ef einhverjir arabar koma og bjóða 50 milljónir í Suarez þá held ég nú að það myndi vera alvarlega skoðað og ekki segja mér að Suarez væri ekki til í að fara í annað lið ef þeir væru tilbúnir að borga honum 200.000 pund á viku. Ég vil samt taka það fram að ég tel að Suarez verði hjá Liverpool á næstu leiktíð en ef liðið verður þá líka að berjast um 6. sætið þá mun hann fara.
Það er alltaf gaman að skoða hvað ef og vona síðan að þetta sé að fara að koma en það er líka alveg kominn tími á að við Liverpool aðdáendur lítum svolítið raunsætt á hlutina. Það er ekki hægt að tala um endalausa óheppni eða dómaraskandala þegar liðið er ekki búið að vera í CL baráttu í 3 eða 4 tímabil í röð þá er væntanlega liðið ekki nógu gott. Þrátt fyrir að liðið sé búið að eyða einna mest í leikmenn undan farin ár. Tímabilið er líka frá ágúst fram í maí og liðið verður að spila vel flest alla þessa mánuði ef það ætlar að vera í topp 4. Það er ekki nóg að spila bara vel í janúar eða bara í leikjum sem eru spilaðir þegar það er fullt tungl.
Eins og ég sagði hér í byrjun þá vil ég als ekki reka Rodgers ég vil gefa honum 3 ár í það minnsta til að reyna að byggja upp lið því Liverpool vantar stöðugleika en ekki nýjan þjálfara á 12 mánaðafresti. En ég er vill líka að þegar menn eru að tala um framfarir þá geri þeir það með því að skoða allt dæmið ekki bara taka út það sem lítur vel út í hvert skiptið svona svipað og stjórnmála menn gera. Eina sem ég gæti tekið sem röksemdur fyrir því að liðið væri að ná betri árángri en á síðustu leiktíð er ef þær næðu 4. sætinu. Það að lenda í 5 eða 6 sæti núna með engan bikar telst nú ekki betri árángur en að lenda í 8. sæti með einn bikar og 2. sætið í öðrum bikar.
Skemmtilegar samantektir og lífleg umræða (og greinilega mjög persónuleg að sumra mati).
Mín skoðun á þessu öllu saman er alltaf sú sama. FSG, þjálfarinn og liðið okkar eru að byggja upp og það tekur tíma. Sérstaklega ef grunnurinn er veikur og fjárhagsstaðan búin að vera í rúst að undanförnu.
Varðandi ársreikninginn:
Tommi #41.
Eigum við ekki bara að loka búllunni? 🙂 Nei þetta er svo sannarlega jákvæð þróun hjá LFC. Það er verið að klippa niður fáránleg launakjör og panik kaup eru ekki lengur stunduð.
Varðandi næsta tímabil og sumargluggann að þá held ég að við ættum EKKI að búast við einverjum sprengjum. Það er líka að mínu mati röng kaup. Það er miklu hagstæðara að kaupa góða leikmenn sem hafa fullt af hæfileikum, rétt hugarfar og passa inn í kerfið hans BR heldur en t.d. að fá einhverja súpurstjörnur með háar launakröfur og minnkandi hungur.
Vissulega er pirrandi að þurfa að upplifa þessar hremmingar en sigurvegarar eru þeir sem standa upp eftir áföll og halda áfram. Taparar eru þeir sem gefast upp og fara annað.
YNWA!
Er einhver með eithvað innside varðandi þessi skuldamál?
Þetta hljómar ekki vel…
Kristján Atli #30 spyr mig beint hvort hið raunverulega Liverpool-lið lendi í klúðri í sjötta hverjum leik eða í öllum leikjum. Auðvitað svara ég þeim spurningum sem til mín er beint.
Stutta svarið er: Tja, eitthvað fer úrskeiðis í svona þriðja hverjum leik, eins og raunin hefur verið ef við skoðum allt tímabilið.
Langa svarið er eftirfarandi:
Hvað ef-leikurinn er kannski ekki lífshættulegur en hann er varasamur að mörgu leyti. Gagnrýni mín var á að aðalniðurstaða pistilsins var vel fyrir innan aftasta varnarmann þegar boltanum var spyrnt. Ég skil þó vel við hvað er átt, þannig séð, þó að orðalagið hafi verið glæfralegt.
Liverpool-stuðningsmönnum er það tamt að leika sér í hvað ef-leik; liðið verður, jú, einhvern tímann að standa sig þó að ekki sé nema í okkar huga. Á þessu tímabili á hvað ef-leikurinn meiri rétt á sér en oft áður.
Við leggjum á minnið öll þau dómaramistök, varnarmistök, ótrúlegar markvörslur og óeðlilega vel heppnuð skot sem verða til þess að Liverpool tapar stigum. Við erum þess á móti fullviss að öll stig sem Liverpool náði sér í sé eingöngu vegna glæsilegrar spilamennsku, ekki heppni. Í stuttu máli: Ef Rafael skorar Messi-mark gegn okkur er það fáránleg heppni; ef Enrique skorar glæsimark með hægri er það vegna þess að hann er svo góður.
Á þessari leiktíð er staðreyndin hins vegar sú að í flestum leikjum sem Liverpool hefur unnið hefði ýmislegt mátt fara úrskeiðis án þess að leikurinn hefði tapazt. Þeir eru með öðrum orðum að rústa þeim leikjum sem þeir vinna. Þó að okkur hafi yfirsézt einhver dómaramistök okkur í hag í síðustu tveimur deildarleikjum, til dæmis, hefði leiðrétting á þeim aldrei svipt Liverpool neinum stigum. Liðið á sem sagt öll þau stig sem það hefur náð sér í skilið (og kannski meira til).
Þetta gefur Kristjáni Atla (og okkur hinum) ákveðið leyfi til að fara í smá hvað ef-leik og hver veit hvað gerist á næsta tímabili? Kannski verðum við í marz 2014 í hvað ef-leik um annað sætið?
Ég er sannfærður um að fjórða sætið er rækilega innan seilingar. Vorið 2014.
Samningar virðast því miður aukaatriði þegar leikmanns (og umboðsmanns) er freistað með gylliboðum. Mörg stórlið munu bjóða rausnarlega upphæð fyrir Suarez í sumar.
Komi ásættanlegt tilboð fyrir klúbbinn hefur það oftast dugað leikmönnum að segja að þeir vilji fara og hugur þeirra sé ekki lengur hjá klúbbnum.
Suarez er metnaðargjarn og er að komast á hátind ferlils síns. Mun hann sýna uppbyggingunni þolinmæði fyllast enn meiri metnaði fyrir fjórða sætinu á Englandi,,, eða fara fram á sölu og fara til liðs sem er sigurstranglegt í meistaradeildinni og verður pottþétt í baráttunni um efsta sætið á Spáni eða í Þýsklandi, jafnvel á Ítalíu?
Finnst að Suarez eigi að gefa okkur hálft tímabil í viðbót. Fram í janúar 2014. En ef við erum enn að hjakka í sama gamla farinu þá, þá er hreinlega bara ekkerrt að því að maðurinn hverfi á braut og gefi klúbbnum svona eins og 50 millur í leiðinni líkt og Torres gerði.
Ég veit mér fyrirgefst þráðránið en manutd tapaði í kvöld
bara þráðrán ef manu vinnur
eins og og mér leiðist ALLS EKKI að sjá United tapa þá verð ég að viðurkenna að þeir voru fórnarlömb eins stærsta dómarahneykslis í sögu Meistaradeildarinnar. Vá hvað þessi brottvísun Nani var gersamlega glórulaus.
LFC Forever – ég er ekki sammála. Og meira að segja Roy Keane er heldur ekki sammála og þurfti nánast að rífast við spyrilinn í sjónvarpinu sem var alveg að missa sig yfir þessu óréttlæti. Þegar rykið hefur sest og menn skoða þessa tæklingu aftur þá fer Nani með sólann á fullum krafti í brjóstkassann á Arbeloa og þó svo að hann hafi ekki “ætlað” að gera það, þá var það samt þannig á endanum og hann hefði getað slasað hann verulega illa.
http://www.youtube.com/watch?v=yuv8QK98I4M
þetta er klárlega rautt, skiptir engu ef hann hefur ekki séð hann, af hverju er schum udt ekki sektað fyrir að hópast svona í dómarann.
Jesús minn, það liggur við að maður vorkenni rauðnef og félögum, þetta var ekkert nema skandall. Enn og aftur sannast að það þýðir ekkert að planta vanhæfum dómurum á svona leiki, þessi tyrki réð alls ekki við starfið. En fuckit, glaður að Real fór áfram en ekki manu.
Hvernig dettur mönnum í hug að þetta havi ekki verið rautt spjald … Segjum sem svo að Nani hafi ekki haft neina hugmynd um að hann væri að mæta öðrum leikmanni, er þetta þá hefðbundna leiðin hjá honum til að taka á móti bolta?
Þetta er sennilega eini vettvangurinn í heiminum þar sem menn munu halda því fram að þetta hafi verið rautt spjald. Já og svo Keane.
Vorkenna Ferguson, ósanngjarnt, ekki rautt spjald, skandall????
Eru menn búnir að gleyma…?
http://www.youtube.com/watch?v=d0WQfSLxSw0
Svona er einfaldlega fótboltinn, til hamingju Alonso og Arbeloa 🙂
Gríðarlega sáttur að United eru dottnir úr leik. Nú er bara vonandi að þeir missa sig í deildinni sömuleiðis.
Strákar mínir svona sóli útí lofti í andstæðing er alltaf beint rautt spjald í CL.
Hérna má hinsvegar sjá gamlan Liverpool-mann sýna Nani hvernig á að gera þetta almennilega! http://www.youtube.com/watch?v=TbvgbLnJoPM
Jafnvel Roy Keane er hræddur og dregur hann frá. 🙂
Mig langar að biðjast afsökunar á því að tjá mig um united á þessu spjalli á sama tíma og ég ætla að bæta meiru við í þessa umræðu, sem ég þori annars ekki að taka þátt í á öðrum vígstöðvum… 😉
Mér finnst það alveg hreint sorglegt að þessir ofdekruðu united stuðningsmenn með ferguson í fararbroddi, dettur í hug að reyna að halda því fram að þessi móttaka hjá Nani verðskuldi ekki rautt spjald.
Er það bara alltíeinu þannig að ef menn horfa bara á boltan og stökkva upp í loftið með útrettan fótinn og takkana út í loftið, þá bera þeir aldeilis enga ábyrgð á afleiðingunum því viðkomandi gat aldrei grunað að það væru aðrir fótboltamenn inná vellinum?
Það eru dæmd gul spjöld fyrir hættuspörk þar sem engin snerting á sér stað…
Við megum hinsvegar kannski segja að Nani hafi verið óheppinn, stundum hefði hann ef til vill sloppið með gult spjald, en að reyna að halda því fram að þetta átti ekki skilið rautt, það get ég ómögulega skilið.
Roy Keane orðar þetta ágætlega: “It’s dangerous play, it’s a red card. He knows there are other footballers on the pitch…”
… já og kannski fiskaði Arbeloa þetta ágætlega, sá hvað var í vændum og tók á móti tökkunum á bringuna.
Að lokum vil ég þakka góðar sunnudag-spælingar frá Kristjáni 🙂
Flottur pistill KAR.
Aðeins varðandi umræðu um United leikinn sem hefur tekið yfir þennan þráð því miður þá grét ég það alls ekkert að sjá þá falla úr leik á vafasömum dóm á Old Trafford, meira svona rúsínan í pylsuendanum.
Hló samt smá þegar ég sá hvað þessi https://twitter.com/kristjanoli hafði að segja um þennan leik meðan á honum stóð og eftir hann í ljósi þessara ummæla frá 11.feb sl.
Er ekki frá því að þessi Kristjan Oli þurfi aðeins að skoða sín mál eftir Twitter ummæli sín í gær, talandi um þjóðfélagsperlur :-/ … Þá er ég ekki að tala um þessi ummæli sem þú vitnar í…
Er eðlilegt að ætlast til þess að mbl birti ekki svona fáránlega hlutdræga frétt
Ég var einmitt að fara að benda á þetta Páló : )
Ekki nóg með að vera hlutdrægt, þá bullar þessi Tómas þvílíkt, dæmi:
“Nani sparkaði óviljandi í Álvaro Arbeloa, leikmann Real Madrid, án þess að hafa hugmynd um að Spánverjinn væri fyrir aftan hann.”
Fyrir aftan hann? Hvernig gat Nani með útréttann fótinn sparkað í einhvern fyrir aftan sig?
Svo vita það allir að Nani og Arbeloa byrja hlaupið löngu áður en þessi klippa sýnir og ef að Nani var ekki meðvitaður um hlaupið frá Arbeloa þá er skynjun hans á knattspyrnuvellinum svo léleg að það ætti í sjálfu sér að duga til brottreksturs ; )
Að öllu gamni slepptu, þá verð ég að segja að ég er sammála Roy Keane, rautt og ekkert annað.
Eitt enn, að taka það sérstaklega fram að dómarinn sé Tyrkneskur finnst mér afar hallærislegt nú á tímum.
Fékk hann ekki nóg vel borgað fyrir sitt mikla framlag til liðiins til að a.m.k. læra að sýna Liverpool smá virðingu:
Gaurinn sem tók viðtal við mig sagði að ég hefði gengið í raðir stærsta félags landsins og taldi upp bikarana sem það hefði unnið. Ég sagði við hann: ‘Ef þú setur þetta svona fram þá er það líklega rétt’. Liverpool notaði það sem fyrirsögnina á viðtalinu,” segir Cole.
„Ég vildi ekki búa til vandræði svo ég mótmælti þessu ekkert. En augljóslega er Liverpool ekki lengur stærsta félag Englands.”
Cole var tvö ár í herbúðum Liverpool áður en hann gekk í raðir West Ham á nýjan leik í janúar. Hann viðurkennir að hafa gert stór mistök með því að ganga í raðir Liverpool.
„Ég er þannig að ég get bara spilað fyrir lið sem ég hef tilfinngar til og ég fann aldrei tengingu við Liverpool. Ég fann ekki sömu tilfinningu og hjá West Ham og Chelsea. Þegar ég yfirgaf Chelsea átti ég tvo alvöru kosti; fara til Liverpool eða Tottenham. Ég gat ekki hugsað út í að klæðast búningi Tottenham þó það hefði líklega verið mun betri kostur.”
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/06-03-2013/joe-cole-stor-mistok-ad-fara-i-liverpool#ixzz2MkVidftW
Fokk!
Hver er þessi Kristján Sigurðsson… Maður verður bara hræddur við að lesa þetta tvít hans!
Varðandi þennan Kristján Óla þá kemur hann oft fyrir í twitter dagsins og álitinu á .net og segir alltaf eitthvað neikvætt. Virðist vera hundleiðinlegur gæi (þó ég viti svo sem ekkert um það).
Svo er alveg sama hvort Nani sparkaði viljandi eða óviljandi í Arbeloa, þetta er alveg jafn mikið brot.
Hvað hefði verið sagt ef Nani hefði farið svona í fótinn á Arbeloa? Alltof seinn og með takkana á undan. Hann hefði strax verið rekinn útaf. Af hverju er það eitthvað öðruvísi með bringuna?
Svo er náttúrulega bara asnalegt að vera að benda á brotið hjá De Jong og segja að það hafi ekki verið rautt því það átti alltaf að vera rautt.
Verð samt að segja að fyrst fannst mér þetta ekki vera rautt, en hef verið að hallast að því. Hefði sennilega sjálfur gefið gult en skil fullkomlega að gefa rautt.
Ja hérna, það mætti halda að þetta hafi aldrei gerst áður!
Ekki hef ég neina þörf fyrir að sleikja upp Man Utd menn þó sannarlega hafi hallað á þá í þessu tilfelli. Stærri mistök hafa verið gerð í dómdæslu!
Rassasleikjan hjá Mourinho var kjánalega vandræðaleg.
Við unnum, Liverpool tapaði, Shelvey kennir Ferguson um rauðaspjaldið, ég er glaður, þeir eru brjálaðir og í fallsæti.
Af hverju ætti maður ekki að vera glaður?
svo mæli ég með kop.is, frábær stemning þar, minnir á N-Kóreu þegar Kim Jong Il dó, endalaus grátur.
Komment á http://www.raududjoflarnir.is/ eftir Liverpool leikinn
Eftir að hafa séð þetta brot hjá Nani núna nokkrum sinnum og síðan horft á hvernig hann rúllar sér eins og hann sé meiddur eftir að hafa tekið karatespark í síðuna á Arbeloa þá sé ég aldrei hvernig að það hefði verið hægt að dæma gult spjald á þetta. Þetta er gróft brot og alltaf rautt spjald, en engu að síður gaman að sjá “hlutlausu” íslensku blaðamennina fjalla um þetta.
Bara til að afgreiða Júnæted, þá var þetta pjúra rautt. Og mér er líka skítsama þótt þetta hefði ekki verið rautt, þá hefði verið mátulegt á þá að detta einu sinni út á dómaramistökum, hjá annars mjög góðum dómara sem Ferguson er ekki með í vasanum.
Varðandi pistilinn þá finnst mér grunntónninn í honum vera að liðið er á uppleið. Það er nokkurn veginn alveg sama hvernig það er mælt. Það má taka fyrstu 9 leikina í seinni umferðinni og bera það saman við fyrstu 9 í fyrri, árangurinn er betri. Það má líka bera saman við fyrstu ár fyrri stjóra okkar, árangurinn er líka betri. Það má líka taka spilamennskuna, hún er margfalt betri en við höfum séð í háa herrans tíð. Ég spyr bara: Réttið upp hönd sem finnst Liverpool spila leiðinlegan fótbolta. Nei, ég hélt ekki.
Auðvitað er þetta ekki allt rosy and cosy, það verða auðvitað hikstar á leiðinni, en þetta gengur vel, er á leiðinni í rétta átt og við eigum einfaldlega að njóta þess. Tökum hvern leik fyrir sig og mælum svo árangurinn í lokin. Tökum Spurs á sunnudaginn og sjáum hvort þeir fari síðan ekki að hiksta í kjölfarið.
Annars er erfitt að sjá að við förum ofar en 6. sætið úr því sem komið er. Við getum alveg verið sátt við það, bæting frá því síðast og ég tek undir með þeim sem segja það hér að ofan að Meistaradeildarsæti á að verða skýlaus krafa á næsta tímabili. Sumarið verður mjög mikilvægt, líka eins og kom fram í podcastinu, það þarf markvissar styrkingar á hópnum og byrjunarliðinu. Ekki fjölda, bara gæði. Ég sá nú einn í gær sem gæti orðið skemmtileg viðbót, hann heitir Kaká. En smám saman mun breiddin aukast líka, ef við kaupum menn sem eru samkeppnishæfir í byrjanarlið, t.d. vinstri bakvörð, haffsent og sóknarmann sem getur helst spilað allar fjórar sóknarstöðurnar. Við þurfum líka að gera ráð fyrir því að Suarez og Sturridge geti meiðst. Og auðvitað að vægi Gerrard muni smám saman minnka, þótt hann sé síður en svo kominn á grafarbakkann.
En sumarið og næsta tímabil verður ofboðslega mikilvægt fyrir Brendan Rodgers. Þá fáum við fyrst að sjá hvort hann nái að taka liðið tvö skref áfram án þess að það þurfi reglulega að taka skrefið aftur á bak.
Nú ættu þeir að vita hvernig það er að tapa leikjum á rauðu spjaldi sem “ætti” ekki að vera rautt spjald sbr. Shelvey spjaldið. En þeir eru nú fljótir að gleyma og tala um einhvern vælubíl í síma 113. Það ætti að hafa verið nóg að gera hjá honum í gær allaveganna…
Nr.77
Þessi gaur var bara að elta peningana eins og margir aðrir. Því miður verður aldrei hægt að komast fyrir svona lagað hvort það sé hjá LFC eða einhverjum öðrum. Sorglega staðreyndin er að þarna drulluðu stjórnendur okkar ástkæra ylhýra félags hressilega uppá bakið. En þegar búið er að sýna (Cole) þeim aurinn þá bulla þeir bara skít um félagið, framkvæma ekkert úti á vellinum hirða aurinn. Pirrandi já, en ekki fyrir hann með fulla vasa fjár.
http://fotbolti.net/news/06-03-2013/joe-cole-stor-mistok-ad-fara-i-liverpool
Það er auðvitað bara staðreynd að Liverpool er stórklúbbur á alþjóðlegan mælikvarða, það er bara þannig. En hann má muna fífil sinn fegurri en það er með ólíkindum hvað klúbburinn mælist stór miðað við að hafa ekki getað neitt í fjölda ára. Við vorum td eina liðið á topp 10 lista yfir tekjuhæstu knattspyrnufélög heims sem ekki var í Meistaradeildinni.
Það væri gaman að sjá “risann” vakna, stækka völlinn, vinna titilinn á englandi og komast langt í Meistaradeildinni í nokkur ár í röð. Þá held ég að það væru fá félög sem myndu skáka Liverpool.
Varðandi Manchester í gær. Bara gaman að þessu en pressan er alveg ótrúleg. Lítið eða ekkert talað um að Nani braut einfaldlega heimskulega af sér og gaf dómaranum möguleika á að lyfta rauða spjaldinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vafasamur dómur hefur mikil áhrif á leik en sjaldan hefur maður séð eins hlutdræga umfjöllum um svona mál.
Nákvæmlega Ívar Örn í commenti 83, Ferguson hefur því miður ekki(fyrir United menn) sama tangarhald á útlenskum dómurum í evrópukeppni og hann hefur á ensku dómurunum í ensku úrvalsdeildinni.
Málið er að þetta spark Nani hefði getað drepið Arbeloa!
Þetta brot var púra rautt. ManUtd verða bara að sætta sig við það.
Kemur ekki á óvart að lesa pistil ritstjóra fotbolta.net. Greinilega litaður ManUtd maður:
http://fotbolti.net/news/06-03-2013/lestu-leikinn-madur
Elvar Geir segir þarna í kommentum að pistlar séu birtir á .net ef þeir standast kröfur. áhugavert væri að vita hvaða kröfur þetta eru
Þeir hafa gott af því að væla aðeins núna. Dekurbörn. Einn sæmilega þekktur hótaði meira að segja að unfrienda mig á facebook í gær. En kröfurnar á fotbolti.net eru ekki miklar, það hefur löngu sýnt sig.
rasismi djöfladýrkenda gagnvart Tyrkjum sem sást á facebook og eflaust fleiri stöðum eftir leikinn er viðbjóðslegur
Ég verð bara að segja að þessi dómur í gær að reka Nani útaf er alveg ótrúlegur. Ekki það að ég gráti þetta eitthvað, fínt að man. utd. eru dottnir út. Málið er bara að þessi ákvörðun dómarans var og er úr takti við það sem virðist vera venja og t.d. í ljósi þess sem markmenn meiga gera. Markmenn eiga það til að hlaupa út í bolta með hné og sóla á undan sér, svo ekki sé talað um þegar þeir kýla leikmenn í andlitið þegar þeir “hitta” ekki boltann en eru að reyna komast í hann.
Ég vil hafa samræmi í dómgæslu alla vega í sama leiknum á þessu “leveli”. Það tókst dómaranum ekki í gær.
Það er nú ekki oft sem man.utd. tapar leikjum útaf svona nokkru. Það er því í raun alveg kostulegt að hlusta á stuðningsmenn þeirra núna þá sömu og segja þegar aðrir eiga í hlut “þessar ákvarðanir jafnast út yfir tímabilið” !.
Snild 🙂
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2289018/Luis-Suarez-Manchester-United-No-just-dodgy-lookalike-Champions-League-heartbreaker-Cristiano-Ronaldo-Real-Madrid.html
Ef raunin er að þessi dómur sé algjörlega úr takti og ekki það sem við megum búast við þá get ég tekið undir með þér… en væri ekki ráð að þú myndir sýna okkur dæmi þess að markmenn hafi farið með sólann á undan sér og sloppið með ekkert eða gult spjald?
Hné og hanskar eru síðan ekki það sama þó eflaust geti verið þess dæmi að menn sveifli bæði höndum og hnjám kærulaust í allar áttir…
Eitthvað segir mér að hitt sé algengara að markmenn séu fórnarlömbin sem fái takkana í magan, samanber þetta nýlega dæmi:
http://www.youtube.com/watch?v=4_XKbaZobaU
Kristján Óli er búinn að gera illa upp á bak eins og sjá má hér: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10200539436785335&set=o.44130306372&type=1&theater
Þetta er kaldhæðni örlaganna að United sé að röfla yfir dómaranum. Aldrei megum við það?
Málið er að þetta er sennilega rautt. En segjum sé svo að það sé það ekki. Eins og dómarinn geti ekki gert mistök? Jú auðvitað.
Áfram Liverpool.
Hahahaha, ég las þessa grein í morgun http://www.mbl.is/sport/enski/2013/03/06/leikurinn_eydilagdur/ , sem vægast sagt er til skammar fyrir stóran miðil eins og MBL .. en ég sé að fréttin var uppfærð kl 12:30 , en ég get ekki séð að innihald hennar hafi breyst neitt, eina sem hefur breyst er að nafnið á höfundinum er dottið út .. hahahah , sitt má sýnast hverjum um ástæður þess : )
Hlynur #98. ég var búinn að pósta þessum link, sjá #74. Nafnið má sjá í blaðaútgáfu mbl. Er enginn standard á því hvaða fólk er ráðið á mbl? Efast það e-a hluta vegna m.v. þessa frétt.
Varðandi pistil Elvars á .net þá finnst mér stór munur á pistli um skoðun þess sem skrifar hann og fréttar um leikinn (sem á að vera meira hlutlaus).
Pistlahornið er kyrfilega merkt sem skoðun þess sem skrifar en ekki endilega skoðun síðunnar í heild. Því eru smá líkindi með því að alhæfa um .net út af því menn eru ósáttir við pistil á síðinni eins og að alhæfa um Tyrkland því dómarinn var tyrki. Ég hef séð annan ritstjóra síðunnar espa United menn óspart upp í dag með því að benda á að Rafael hefði líklega átt að fá dæmt á sig víti og rautt í þessum leik. (Geri mér þó grein fyrir að sumir eru ekkert að tala bara um þennan eina pistil er þeir lýsa skoðun sinni á .net).
Með þessu er ég ekkert að segja að ég taki undir allt í þessu pistli (enda skiptir það í raun ekki máli). Hann er ágætlega skrifaður og lýsir skoðun þess sem ritar og fer ekkert í felur með það hver ritar. Elvar segist hafa haft þetta í maganum í smá tíma og persónulega finnst mér hann bjóða upp á þessi viðbrögð með því að velja að skrifa þetta núna en ekki eftir leik hjá öðru liði en United sem flest allir vita að hann heldur með.
En umræðan á svosem alveg rétt á sér og er ekkert ný með að dómarar mættu alveg lesa leikina betur. Þetta brot hjá Nani er ekkert verra dæmi en hvað annað hvað það varðar. Persónulega fannst mér þetta bara verðskulda gult spjald og vera augljóst óviljaverk. Á móti er þetta mjög langt frá því að vera versta dómaraákvörðun sögunnar neitt og ég efast um að þetta komist einu sinni á topp 10 á Old Trafford. Nenni þó ekki að leggjast í heimilda vinnu til að styðja þær grunsemdir.
En punkturinn hjá mér er að .net gefur öllum sæmilega skrifandi mönnum, hvort sem það er ritstjórum síðunnar eða bara Pétri og Páli af götunni tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Meira að segja 3 af 5 pennum kop.is hafa sett inn pistil á síðuna (oftast ekki um Liverpool reyndar). Nokkrir létu það tækifæri að setja pistil á .net ekki framhjá sér fara t.d. í Suarez umræðunni sem mér fannst mun heimskulegri á þessum vettvangi heldur en þessi pistill frá Elvari Geir.
Besta svarið við svona er samt að mínu mati að skrifa pistil á móti með hina hliðin á málinu. Það er a.m.k. boðið upp á það og þar er munurinn.
Annars hefur mér ekkert leiðst að sjá United menn hreinlega keppast við það í dag(og gær) að taka upp á öllu því sem þeir saka okkur Liverpool menn um og bestir eru þeir sem reyna enn á ný að blanda Liverpool mönnum inn í umræðuna. Þráhyggjan einskorðast greinilega ekkert bara við þá sem syngja um Liverpool á öllum leikjum United
Sammála Babu, varla hægt að afhausa einn miðil þó það komi pistill með persónulegum skoðunum pistlahöfunds, þar sem pistlahornið er einmitt til þess að menn geti tjáð sig á persónulegu nótunum án þess að vera sakaðir um hlutdrægni.
Hins vegar á gagnrýni á .net alveg rétt á sér þegar hlutdrægni er ekki beitt í almennum fréttaflutningi, og það hafa menn alveg rekist á þar inni. Bara rétt í þessu kom inn myndband sem áður ummræddur pistlahöfundur og síðuhaldari hefur grafið upp til þess að sýna framá að einhver NN dómari hefði ekki lyft rauða kortinu í umræddum leik. Án þess að vera að drulla yfir .net eða síðuhaldara þar þá finnst mér svona uppgröftur pínu á skjön ínní fréttaveitunni, og greinilega verið að reyna að undirsrika eigin skoðanir á málinu. Mér finnst það ekki passandi fyrir miðil sem að fullum fetum segist vera mest lesnasti fótboltafréttanetmiðillinn á íslandi.
http://fotbolti.net/news/06-03-2013/myndband-dermot-gallagher-um-rauda-spjaldid
Annar að tvít málum þá er sá sem óskar dómara dauða eftir Fótboltaleik “skandal” (persónulega finnst mér þessi dómur ekki skandall ekki frekar en rangstöðumark o.fl, og bæði hægt að réttlæta hann og hrekja hann) þá verð ég að segja að viðkomandi sé lasinn í hausnum sínum, eða bara ekki með nóg kapaticitet á harða disknum til þess að tjá sig yfir leitt. Persónulega finnst mér hans hegðun á twitter vera meiri skandall en einhver meint dómaramistök. Auðvitað getur manni blöskrað vinnubrögð manna sem eiga að heita fremstu atvinnumanna í heiminum, sérstaklega er ákvarðanir ganga á mót manni, en að óska mönnum dauða fyrir vikið er bara svo gufuruglað að manni dettur bara sjúkdómur í hug!
góðar stundir félagar
“hlutdrægni er ekki beitt í almennum fréttaflutningi”
Sé villu í pósti mínum nr 101, þar á auðvitað við hlutleys,i þ.e.a.s. ” sé hlutleysi ekki beitt
Ég skil ekki þetta yfirdrull yfir Elvar Geir og .NET. Elvar merkir grein sína klárlega sem pistil og er þar að lýsa skoðun sinni, ekki að segja fréttir. Svo er það svo merkileg tilviljun að ég er sammála því sem hann segir í pistlinum.
Um grein Tómasar í Mogganum er erfitt að segja. Á MBL.is birtist bara útdráttur og ég hef ekki lesið alla greinina í Mogganum, veit ekki hvort þarna er um frétt eða grein að ræða. Ef þetta er grein hefur hann fullan rétt á að segja sína skoðun eins og aðrir, ef þetta er frétt er hún undarlega orðuð en svo sem meinlaus þar sem mikill meirihluti manna er á þeirri skoðun að dómarinn hafi þarna gert afdrifarík mistök og eyðilagt leikinn eins og Tómas kemst að orði.
Ég er annars sammála þeim félögum. Dómarinn gerði slæm mistök í gær, hvað sem Roy Keane eða hlutdrægir Liverpool-stuðningsmenn segja. Ég horfði á þetta á Thorvaldsen í gær í sal fullum af mestmegnis United-stuðningsmönnum og ég sagði við einn slíkan, vin minn, á meðan Nani og Arbeloa lágu að þetta ætti í mesta lagi að vera gult spjald og varla það þar sem hann sá Arbeloa klárlega ekki og það var því enginn ásetningur í þessu. Okkur krossbrá öllum þegar rauða spjaldið fór á loft.
Ekki það að ég vorkenni United mikið en það er samt fúlt þegar stóru viðureignirnar eru settlaðar af skrýtnum dómaraákvörðunum frekar en getu liðanna.
Það segir líka sitt að allir þeir dómarar sem hafa tjáð sig um leikinn, hérlendis og úti, eru einróma sammála um að þetta hafi verið rangur dómur. Tek meira mark á þeim en öðrum.
Hef nákvæmlega ekkert um þennan Kristján Óla að segja. Hann skaut eitthvað á Kop.is á Twitter fyrir skömmu og kallaði okkur á Kop.is (væntanlega penna og lesendur) vælukjóa með meiru en það þarf ekkert að rökræða slíkt frekar eftir það sem hann lét út úr sér á opinberum vettvangi í gær. Hann getur þóst vera betri en ég, Einar Örn, Babú, Maggi eða Steini þegar við höfum óskað knattspyrnudómara dauða á opinberum vettvangi. Sem mun aldrei gerast.
Mér fannst þetta einfaldur árekstur frekar heldur en tækling. Svipað og þegar menn taka hjólhestaspyrnu inn í teig í höfuðið á einhverjum sem er að reyna skalla hann frá. Lítur aldrei vel út en helvíti hart að dæma rautt spjald. En dómarinn mat þetta öðruvísi og er maður sko ekki að fara þrætta fyrir það að þessu sinni. Vel gert hjá dómaranum að gera mistök!
svo er eitt varðandi þetta atriði með Arbeloa og Nani. Af hverju liggur Nani þegar ekkert var að honum?? Augljóslega til þess að vonast til að sleppa við spjald. Minnir á Essien/Hamann þegar Essien gerði tilraun til þess að rústa hnénu á Hamann.
sæll Kristján Atli, ég hugsa að innslag n104 sé að einhverju leiti beint að mér leiðréttu mig ef ég er að misskilja eitthvað.
Eins og ég sagði þá var ég ekki að gagnrýna .NET fyrir þennann pistil, því hann er jú skrifaður sem deiling á skoðun skrifanda, og er nákvæmlega það. Ég meira að segja eins og þú sammála sumu þar. Eina sem ég benti á er að .NET er samt sem áður ekkert hafin yfir alla gagnrýni frekar en aðrir miðlar. Ég meina alþýðublaðið sáluga var varla nýttur sem klósettpappír af hægrisinnuðu fólki og mogginn hefur aldrei verið litinn hýru auga frá vinstri, enda bæði blöð málgögn stjórnmálaflokka. Eins er með .NET manni fyndist að fréttir ættu að vera hlutlausar burtsjéð frá skoðunum þeirra er skrifa, nema ef áhveðinn miðill gæfi það út að vera málgagn áhveðinna skoðana og þá liti dæmið allt öðruvísi út. Ég er smt ekki að segja það að allar fréttir halli á Liverpool osfrv. heldur detta alltaf inn fréttir sem að manni finnst vera hlutdrægar og er ég ekki endilega einn um það. Litla dæmið var bara eitthvað sem ég tiltók máli mínu til stuðnings, og ég viðurkenni það finnast betri dæmi. Þetta er bara eitthvað sem margir á undan hafa bent á og ég tók bara undir það. Ss að sjálf fréttaveitan, þ.e.a.s. bara fréttirnar ekki pistlar og álit, mætti stundum vera (að mínu mati og hugsanlega fleiri…) betur framreitt. Ekki bara bein þýðing úr gulu pressuni, og eða að mörgum finnst litað af skoðunum þeirra sem skrifa/þýða fréttina. Ég skaut þessu bara svona að og tók fram að þetta væri ekki ætlað sem yfirdrull.
Annars fínn upphafspistill (hrikalega litaður :))
Áfram Liverpool
Páló #99 , sæll já ég sá póstið frá þér með þessarri frétt .. það var einmitt þá sem ég smellti á hana seinnipartinn og las hana aftur eftir að hafa lesið í morgun.. Í kommentinu #98 var ég aðallega að benda á og hlægja að því að höfundur hafi tekið nafnið sitt út af fréttinni.. Hefur væntanlega séð hvað þetta var vælulegt hjá sér og ekki viljað tengja það við sig, en samt verið nægilega bitur eftir gærkvöldið til þess að láta fréttina sjálfa hanga inni : D
Tökum út 5 leiki sem að hin liðin fyrir ofan Liverpool stóðu sig verst í, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að Liverpool er akkúrat á þeim stað sem það á að vera. Liverpool hefur gengið ömurlega gegn top10 liðum á þessari leiktíð og það hefur haldið áfram eftir þessar 5 umferðir. Þess vegna finnst mér ákaflega hæpið að vera að hampa Liverpool fyrir utan þessa 5 leiki, ef þeir hefðu verið seinna á tímabilinu þá hefðu þeir sennilega farið eins og þeir fóru miðað við hvernig Liverpool hefur spilað gegn top10 liðum á þessu tímabili.
Mig hryllir þess vegna við tilhugsunina við að spila gegn 3ja besta liði deildarinnar, Tottenham. Ég held að okkur verði hent í gröfina aftur en auðvitað vona ég að við sýnum okkar rétta andlit og slátrum þessum gyðingum.