Opnun: ReAct – Ný Liverpool Verslun!

Við hjá Kop.is þökkum ReAct (Merkjavörur ehf.) fyrir stuðninginn síðustu misserin. Þau hjá ReAct ætla sér stóra hluti og munu opna glæsilega verslun með Liverpool-vörum í dag.
Nánari upplýsingar má sjá í fréttatilkynningu fyrirtækisins hér fyrir neðan:

Opnum stórglæsilega verslun í Bæjarlind 4 (áður Players) föstudaginn 1.mars kl. 11.00
ReAct býður upp á eftirfarandi þekktu og spennandi vörumerki:
Color Kids
Liverpool FC
Warrior

Color Kids eru hágæða barnavörur frá Danmörku og eru mjög vinsælar um alla Evrópu fyrir frábæra hönnun, liti, gæði og verð. Krakkarnir einfaldlega elska Color Kids!

Liverpool FC (official) vörurnar þarf vart að kynna, en Liverpool er eitt sigursælasta knattspyrnulið Englands.

Vöruúrvalið hjá ReAct af Liverpool vörum er það mesta sem sést hefur hér á Íslandi og er það okkur sönn ánægja að geta boðið stuðningsmönnunum Liverpool ekki bara upp á aðal- og varabúning félagsins, heldur einnig frábært úrval af íþróttagöllum, peysum, jökkum, úlpum, boltum, töskum, vettlingum, húfum, svitaböndum, legghlífum o.s.frv.

Warrior er nýr framleiðandi í knattspyrnuheiminum og þeir hafa mjög háleit markmið eins og sést á þeirra innkomu á sportvörumarkaðinn um allan heim…

Warrior býður upp á frábært vöruúrval, eða allt frá knattspyrnubúningum, æfingargöllum, boltum, takkaskóm, legghlífum og öllu það helsta sem þarf til alvöru knattspyrnuiðkunar.

Nú þegar hefur Warrior gert samning við Liverpool FC (England), Randers FC (Danmörk), Fellaini hjá Everton og Kompany fyrirliði Englandsmeistara Man. City, en þeir báðir leika í takkaskóm frá Warrior.

Verið velkomin/nn!
ReAct ehf. Bæjarlind 4 (áður Players)
201 Kópavogur
Sími: 571 9210

www.ReAct.is

Kop.is Podcast #34

Wigan á morgun