Kop.is Podcast #34

Hér er þáttur númer þrjátíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 34. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum á ný og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Einar Örn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við Evrópueinvígið við Zenit, leikina gegn West Brom og Swansea og spáðum í spilin fyrir næstu leiki og sumarið fram undan.

19 Comments

 1. Djofuls snilld er að vera að fara leggjast uppi rum, buin a eyða slatta af tima i að velja mynd til að vera að fara henda i dvd spilarann til að sofna yfir en muna þa að eg las i gær að það kæmi podcast a morgun 🙂 . Eg er buin að slokkva a sjonvarpinu og er að fara að sofna yfir podcastinu frekar, fynt að sofna yfir podcastini þvi þa endist það lengur, er þa svona 4-5 kvold að klara það og get hlakkað til a hverjum degi til þess tima þegar eg fer að sofa þvi þa get eg haldið afram med podcastið.. en ja er farin að hlusta og sofa alsæll, þið eruð snillingar 🙂

 2. viðar skjóldal segir:
  26.02.2013 kl. 02:19
  Djofuls snilld er að vera að fara leggjast uppi rum, buin a eyða slatta af tima i að velja mynd til að vera að fara henda i dvd spilarann til að sofna yfir en muna þa að eg las i gær að það kæmi podcast a morgun 🙂 . Eg er buin að slokkva a sjonvarpinu og er að fara að sofna yfir podcastinu frekar, fynt að sofna yfir podcastini þvi þa endist það lengur, er þa svona 4-5 kvold að klara það og get hlakkað til a hverjum degi til þess tima þegar eg fer að sofa þvi þa get eg haldið afram med podcastið.. en ja er farin að hlusta og sofa alsæll, þið eruð snillingar 🙂

  hvernig getur þú sofnað yfir podcastinu????

 3. Ég hef verið nokkuð kátur með Símann eftir að ég fór að versla við það félag en í gær var bilun í einhverju kerfi hjá þeim með þeim afleiðingum að hluti Selfoss var meðhöndlaður eins og Ólsarar, það er auðvitað alveg óásættanlegt. Héldum samt alveg rafmagninu en svekkjandi fyrir því.

  Hvað WBA leikinn varðar þá gekk leikplanið þeirra fullkomlega upp, auðvitað með smá heppni en það gleymdist (held ég) aðeins að koma inná að liðið er allt of oft bitlaust/bensínlaust í lok leikja og enda sjaldnast á að sækja undir lok leikja og tapa nánast alltaf ef liðið er undir/eða staðan jöfn fyrir síðasta korterið (þarf að taka þetta betur saman til að hafa þetta staðfest).

  Skiptingar hjá Rodgers hafa ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér undanfarið, sérstaklega þegar hann tekur Henderson útaf og of oft finnst mér liðið veikjast síðasta fjórðunginn í leikjum, hvort sem hann gerir skiptingar eða ekki, finnst hann sjaldan hitta á rétta blöndu.

  Shelvey og Downing er síðan ekki nógu gott sem 2/3 af sóknarleik enda fór það svo að við skoruðum 0 mörk í þessum leik. Þetta gerði varnarmönnum WBA auðveldara fyrir að loka svæðum og sérstaklega áttu bakverðirnir í basli í þessum leik. Vel lesið hjá Clarke en liðið saknaði Sturridge rosalega og raunar var þessi leikur sem og Zenit leikurinn fínt sýnidæmi fyrir hversu rosaleg vitleysa það var að lána dýrasta sóknarmann í sögu félagsins og fá bara engann í staðin fyrir hann. Þetta eyðilagði tímabilið hjá okkur, svo einfalt er það og Sturrodge er að sýna okkur afhverju.

 4. Kærar þakkir fyrir mig. Það eru forréttindi að vera stuðningsmaður Liverpool.

  Varðandi framtíð Suarez er gríðarlega mikilvægt að klára þetta tímabil með sæmd og sannfæra hann svo í sumar með alvöru sumarkaupum.
  Þetta er klárlega leikmaðurinn sem við viljum byggja í kringum. Hann er svo frábær að Utd stuðningsmenn eru farnir að keppast um að úthúða hann viku eftir viku.
  Ef við höldum honum og fáum c.a. 3-4 gæðaleikmenn inn í hópinn í sumar. Þá
  erum við til alls líklegir á næstu leiktíð. En til að taka þetta næsta skref er algjört lykilatriði að halda Suarez á Anfield.

 5. Ég hef lengi ætlað að spyrja…Rafa, Rauðnefur, King Kenny og……Kallinn?

 6. Skemtilegt, 100% sammála Sigursteini um að fá GÓÐANN varnarmann/menn í sumar, og ekki selja, heldur kaupa, og bæta hópinn. Hollenskir varnarmenn hljóta að tikka í mörg box fyrir leikkerfi sem BR vill spila. Ajax, PSV, eða Feyenoord.

  Tvo varnarmenn, og vængmann, Borini verður orðin góður í sumar.

 7. Þakka fyrir gott podcast.

  Maður lítur eins og stjórnendur síðunnar sæmilega björtum augum en raunsæjum til framtíðarinnar og alltaf hálf asnalegt að horfa tilbaka enn að lesa þessa grein fékk minningarnar til að streyma aftur. Liverpool Biggest Transfer Mistake

  Við vorum þá með óstöðvandi Mikael Owen nýkosinn sem besta knattspyrnumann Evrópu skorandi um og yfir 30mörk á leiktíð. Gerrard og Carragher voru að koma sterkir upp. Gary McAllister stjórnaði miðjunni af snilld og kom með afburða reynslu í liðið. Við unnum Man Utd stanslaust heima og heiman (6 eða 7 leiki í röð minnir mig, Houllier bara vissi hvernig átti að vinna þá). Riise í toppformi átti afburða fyrstu leiktíð og skoraði 13 mörk frá vinstri bakverði. Hann, Hyppia, Babbel o.fl. mynduðu eina bestu vörn í Evrópu. Vorum stórhættulegir í föstum leikatriðum með 4-5 frábæra spyrnumenn. Unnum 3 titla það ár (UEFA-Cup, FA-Cup og Carling Cup) og fórum í 8 liða úrslit í CL. Jafnvel Heskey var hættulegur frammi. Jerzy Dudek búinn að vera frábær í markinu og Patrick Berger kom með inn með swagger þegar á þurfti sem og Jari Litmanen. Didi Hamann var með bestu defensive miðjumönnum í heimi, stjórnaði miðjunni, öskraði og rak liðið áfram. Anelka kom á láni í janúar og spilaði frábærlega. Liðsmórallinn var í hæstu hæðum, hæfileikar og geta útum allt gegnum hópinn og mikið sjálfstraust í liðinu

  Leiktíðina 2002 þurfti því að vanda til verka til að stíga lokaskrefið að Englandsmeistaratitli. Kaupa m.a. hraðan og líkamlega sterkan Striker/hægri kantmann sem myndi fitta inní sigurlið. Við hefðum getað fengið Anelka á 10m punda. En nei…..Houllier sem var nýstiginn uppúr veikindum uppveðraðist af HM 2002 og lét 0-1 grísasigur Senegal á Frökkum plata sig til að kaupa fokking EL HADJI DIOUF og Salif Diao.
  Diouf hreinlega eyðilagði móralinn í liðinu og uppbyggingu síðustu ára fyrir utan að geta lítið sem ekkert sóknarlega.

  Mitt point er þetta. Ef menn eru bjartsýnir núna þá hefði CAPS-LOCK herinn hérna inni þurft mörg baðkör af róandi pillum 2001 þegar svo sannarlega var ástæða til að hlakka til næstu leiktíðar. Ég hef oft sagt við Man Utd og Arsenal vini mína að ef Liverpool hefði keypt Anelka þarna þá væri Liverpool löngu orðið Englandsmeistari og það nokkrum sinnum. Enginn þeirra hefur hingað til neitað þeirri staðhæfingu. Mér finnst þetta sýna kannski vel hversu hrikalega langt niður í meðalmennskuna Liverpool hefur sokkið og hvað sumir eru “clutching at straws” að finna eitthvað jákvætt þegar Liverpool er að lenda ár eftir ár í baráttu um 5-8.sæti í ensku deildinni og eru núna dottnir út öllum bikarkeppnum um miðjan febrúar.

  2001 voru Owen, Gerrard og Carragher að koma uppúr unglingastarfinu og Owen að fullmótast í einn besta sóknarmann í heimi. Við vorum ennþá að gera hlutina The Liverpool Way eftir að Houllier tók yfir frá Roy Evans. Það voru allir að róa í sömu átt og bestu leikmenn Evrópu voru á besta aldri ennþá að líta á Liverpool sem álitlegt félag. Njósnaranetið var gott og það voru keypt gæði í liðið árin á undan.

  Það er ýmislegt jákvætt hægt að telja til í dag en burðarstoðirnar í liðinu eru langt frá því að ná 2001 liðinu í gæðum. Aðeins Suarez og Sturridge/Gerrard af núverandi leikmönnum hefði komist í þetta 2001 lið að mínu mati fyrir utan að það vantar allt jafnvægi og cover í leikmannahópinn. Liðsandinn og sigurviðhorfið er bara ekki til staðar núna og það mun taka 2-3 ár að byggja það upp aftur. Liðið núna hreinlega öskrar á meiri reynslu og gæði inní liðið. Liðið er eins og Rodgers sagði “a quiet team” og sárvantar alvöru leiðtoga á miðjuna sem hefur gæði og gustar um. Hamann og McAllister höfðu þetta.

  En fokking El Hadji Diouf….í alvöru? 🙁

 8. Man ekki hver af ykkur var að tala um ð kannski kæmi 40-50 milljon punda boð i suarez, ja fyrir mina parta þa mætti einhver kveikja i husunum þeirra john henry og tom werner með þa innanborðs ef þeir myndu samþykkja 40-50 milljon punda boð i suarez. Suarez ma natturulega alls ekki fara en ef hann sjalfur vildi fara þa mundi eg sturlast ef boð undir 60 milljonum yrði samþykkt. 70 milljonir lagmark ætti að vera verðmiðin a þessum dreng ef hann oskar eftir þvi einhverntiman að fara.

 9. Frábært – takk fyrir.

  Það sem við höfum mestar áhyggjur af er brotthvarf Suarez. Spurningin er ekki hvort hann vilji fara heldur HVAÐ ætlar klúbburinn að gera til þess að sannfæra manninn að þeir ætli að taka hann á næsta level. Í dag er Liverpool bara því miður meðal klúbbur, eftir þetta tímabil gætum við jafnvel endað þannig að vera ekki einu sinni í Evrópudeildinni. Engir titlar, komumst lítt áleiðis í bikarkeppnum og deildin horror. Leikmaður á kaliberi suarez á að spila í Meistaradeildinni. Ef eigendur okkar ætla með Liverpool á næsta stig þá halda þeir honum, sanna fyrir manninum að það verði fjárfest vel í sumar í gæða leikmönnum. Eg hallast frekar að því að Liverpool selji Suarez á 40-45m punda. Því miður.

 10. Ég hlustaði á podcastið daginn eftir að hafa horft á leik West Ham og Tottenham. Tottenham liðið finnst mér alltaf pínu spennandi og hvernig liðið hefur farið frá því að vera það lið sem við erum í dag, berjast um 10-5 sæti, í að vera lið sem í dag er í þriðja sæti. Hafa þeir eytt fúlgum fjár, nei í raun ekki, en þeir hafa eytt peningunum fagmannlega. Vissulega virðist scouting systemið þeirra vera þannig að þeir elta leikmenn sem Liverpool vill en ef skoðað eru nokkur kaup þá finnst mér kaupin á Dembele og Parker vera einstaklega góð. Dempsey kaupin fannst mér lala en þau voru væntanlega gerð til þess að auka breiddina í liðinu. Gylfi var svo kaup sem mörgum okkar dreymdi um eftir seinasta tímabil og margir (meðal annars ég) á þeirri skoðun að þarna er stórkostlega fótboltamaður á ferð fær hann traust og tíma.

  Það sem mér finnst samt merkilegra við Tottenham eru að þeir hafa haldið tryggð við ungu strákanna sem voru ekkert alltof merkilegir fyrir 3-5 árum síðan en eftir að hafa fengið traustið þrátt fyrir að lenda í 10-5 sæti, þá hafa þeir stigið upp. Horfum á leikmenn eins og Aaron Lennon, Kyle Walker og síðast en ekki sýst, Gareth Bale! Bale var talinn flopp fyrir 3 árum síðan og vildi Alex McLeish fá hann fyrir 3 milljónir punda. Ég þekki nokkra Tottenham aðdáendur og spurði þá um daginn hvort þeir hafi ekki verið á þeirri skoðun fyrir 3 árum að selja hann enda gat ekki mikið þá. Þeir játuðu því allir að þegar Bale var í liðinu voru þeir ekki alltaf sáttir.

  Ástæðan fyrir að ég segi þetta er að í podcastinu talaði Steini minnir mig um að fólk hér sé að tala um að henda hinum og þessum vegna þess að þeir geta ekkert. Við höfum séð hraunað yfir menn eins og Borini (1991), Allen (1990), Henderson (1990), Shelvey (1992) og sumir hafa gengið svo langt að gagnrýna Suso (1993) og Sterling (1994). Það væri meiri segja hægt að setja Coates (1990) í þennan lista.

  Ég er ekki að segja að einn af þessum leikmönnum verði á sama caliberi og Gareth Bale, en með þolinmæði og stöðugleika eru allar líkur á a.m.k tveir til þrír af þessum leikmönnum geti orðið framtíðar stólpar hjá okkur.

  Það verður erfitt að bíða en með þolinmæðina að vopna og stuðning frá okkur tel ég að liðið verði mætt aftur í top 4 eftir 2 ár. Stöðugleikin mun alltaf vinna sugardaddy rugludallanna, vitið til.

 11. Frábært podcast og flottur pistill nr. 16 (Birkir Örn).
  Auðvitað eigum við að gefa þessum ungu strákum meiri tíma og við eigum ekki að selja leikmenn fyrir næsta tímabil heldur bæta við okkur. Okkur sárvantar fleiri menn í margar stöður. Sérstaklega væri að mínu mati glórulaust að fara að hreinsa til í miðvarðarstöðum eins og margir vilja. Bæta frekar við og auka samkeppnina, enda er Carragher að hætta.

  Sammála podcast-mönnum að 6. sætið væri ásættanleg framför frá síðasta ári (þó ekki sé víst að það dugi til að tryggja okkur inn í Evrópudeildina á næsta ári). Það myndi líka tryggja það að BR fái a.m.k. næsta tímabil með liðið. Auðvitað hef ég eins og nánast allir púlarar áhyggjur af því hvort okkur takist að halda Suarez, en við vonum það besta. Ef liðið sýnir nokkuð stöðugar framfarir og endar tímabili á þeim nótum er hér að framan greinir þá er ég nokkuð viss um að hann gefi okkur annað ár. Markið verður klárlega sett á 4. sætið á næsta tímabili, engin spurning!

 12. Hvernig stendur á því að það eru 6 mánuðir síðan Liverpool spilaði síðast?

  Mér finnst það allavega

 13. fyrir forvitna er u 18 ára liðið okkar að spila við leeds í bikarkeppni yngri liða á lfc tv, jordon ibe að brillera.

Opinn þráður

Opnun: ReAct – Ný Liverpool Verslun!