Opinn þráður

Hey, vissuð þið að David James er á Íslandi?!?

Annars er ekkert að frétta. Liverpool á ekki leik um helgina og því er algjör gúrkutíð hjá okkar mönnum. Fabio Borini fór í aðgerð sem tókst vel, verður samt sennilegast frá út tímabilið. Fleira var það ekki.

Við setjum í loftið nýjan Podcast-þátt annað kvöld. Þangað til getið þið rætt það sem þið viljið.

49 Comments

 1. Er ekki alveg að skilja að vera frá svona lengi út af öxlinni. Hann er ekki markmaður. Það er nú ekki óheyrt að leikmenn sem hafa farið úr lið á öxl í handbolta/körfubolta hafa komið aftur inná í sama leiknum.

  Þannig þetta hlýtur að vera eitthvað alvarlegra en venjulegt “faraúröxl” eða þá bara fótbolta menn séu ekki jafn harðir og menn halda

 2. Athyglisverð grein um samanburð á milli síðasta árs og núverandi tímabils með því að bera saman leiki við sömu lið og í fyrra. 39 stig á móti 30 og 39 mörk á móti 28.

 3. Þetta átti að vera 49 mörk á móti 28. 34 mörk á okkur á móti 30.

 4. Ef einhver fer úr axlarlið í fyrsta skipti, þá er það mjög sárt og getur ekki haldið áfram. Hins vegar ef engin aðgerð er gerð eftir það eru líkurnar á að fara úr lið mun meiri en sársaukinn minni. Þeir sem fara reglulega úr lið geta svo jafnvel kippt sér sjálfir í liðinn og haldið áfram. Borini og læknateymi Liverpool hafa ákveðið að laga þetta strax.

 5. 1 hefur þú prófað að hlaupa án þess að hreyfa hendurnar…. Það er fáránlegt og held að það gæti verið að skemma fyrir Ítalanum, þeas þessi hreyfing!

 6. Ég sem hélt að Benties væri búinn að troða sokk upp í þá sem efuðust um hann! Þessu var allavega haldið fram hér fyrir stuttu.

 7. Guðanna bænum hættum að ræða Benitez.

  Tilheyrir fortíðinni og allt Benitez rúnk og Benitez blast er orðið ægilega þreytandi.

  Við erum nú með ungan, ágætan stjóra og við ættum að líta til framtíðarinnar á þeim forsendum.

  Leyfum Benitez og Torres að “skemmta” sér í London í friði.

 8. 7

  Árangur Benítes hjá Chelsea segir mér ekkert um hann sem þjálfara. Hvernig heldurðu að það sé að vinna sem stjóri einhvers liðs með hvern einasta stuðnings mann á móti sér? Við vitum öll hvaða árangri hann náði hjá Liverpool og hvernig gengi Liverpool hefur verið eftir að hann fór.

 9. EF og ég segi EF Rodgers verður rekin og okkur býðst að fá RB aftur að þá segi ég já takk. En meðan BR er við stjórnvölinn að þá styð ég hann 100% og vona reyndar að hann verði með liðið til langs tíma litið og nái þeim stöðugleika sem til þarf. Finnst tilgangslaust að ræða RB á meðan.

 10. Virðist stefna í fína umferð hjá okkur, við með stórsigur, everton tapar, chelsea tapar, og vonandi sér Carroll um tottenham á morgun 🙂 Og svo í næstu umferð þá mætast arsenal og tottenham, chelsea og wba!

  Síðan í umferðinni þar á eftir mætir Liverpool – tottenham og arsenal – everton.

  Þannig að það er alveg gefið ef við tökum Wigan næstu helgi og Tottenham þar á eftir, þá erum við búnir að saxa vel á einhver lið fyrir ofan okkar, og jafnvel þannig að þetta gæti orðið galopið aftur. En auðvitað er þetta stóra EF 🙂

  Ef úrslitin verða turbo hagstæð fyrir okkur þá gæti þetta orðið þannig að það væru 6-7 stig í 3-4 sætið þann 9 mars. Og við eigum léttasta prógrammið eftir.

  Verður maður ekki að halda í trúnna og vona það besta meðan það er en tölfræðilegur möguleiki.

  Og vona að Arsenal, Chelsea og Tottenham komist sem lengst í evrópukeppnum þetta árið.

  Er allanvega alveg handviss að við verðum í evrópukeppni næsta seasoni.

  Veit mæta vel að það er endalaust af EF í þessu hjá mér 🙂

  En það er bara svo fjári gott að láta sig dreyma !

 11. Nr. 6
  Ég vona innilega að Roman horfi á þetta svona og skipti um stjóra sem fyrst, finnst ekki gaman að sjá Benitez hjá Chelsea, ekki frekar en Chelsea mönnum. Vonandi gengur honum sem allra verst hjá þeim og þeir skipta um stjóra í svona 10-13 skipti á 9 árum.

  Hvernig honum gengur sem þriðji stjóri Chelsea á u.þ.b. einu ári hefur annars ekkert að segja um þá skoðun mína að hann var lang besti stjóri Liverpool síðan ég fór að fylgjast með af alvöru og við höfum ekki ennþá borið þess bætur að hafa rekið hann og skipt alveg um stefnu á tíma er við höfðum EKKERT efni á því að standa í þannig. Spurning líka hvort hann/liðið funkeri ekki betur með stuðningsmenn aðeins með sér frekar en allir á móti?

  Nr. 1 Freysi
  Gummi Bergs kippir þessu nú bara aftur í lag er hann lendir í þessu í golfi og heldur áfram að spila, hann er reyndar öllu harðari en Ítalir. 🙂 (Má vera að svona tilviki séu jafn mismunandi og þau eru mörg:)

 12. Nr. 11 Trausti

  Við eigum Wigan úti næst, ef þú heldur áfram að hugsa þetta svona og lista þetta upp þá töpum við þeim leik sannfærandi. M.ö.o. ef við töpum gegn Wigan verður það þér að kenna. Bölvaður.

 13. Fyrsta skipti sem öxlin fer úr lið er það helvíti vont en skánar aðeins með fjölda skipta sem hún poppar úr. Hins vegar er mikill hætta á auknum skemmdum á liðnum sjálfum við hvert skipti sem hún fer úr lið og þess vegna mælt með að það sé gert við þetta sem fyrst. Ég fór í aðgerð þegar ég var búinn að fara alveg úr lið í kringum 15 sinnum og losa margoft um hana þess utan. Allt of seint til að ná “fullum” styrk.

  Fyrir þá sem ekki muna þá eru ekki mörg ár síðan Carragher fór úr axlarlið og var settur beint í aðgerð. Á hann ekki að heita harður nagli?

 14. Krissi #5

  Ég var nú ekki beint að meina að hann þyrfti að spila úr axlarlið. En annars var þetta bara einhver pæling hjá mér. Treysti þessum mönnum í læknaliðinu alfarið um að sjá um þetta

 15. Mætti ég plís biðja alla að vera ekki með svona “ef við vinnum þessa og hinir tapa á móti þessum þá erum við í góðri stöðu”. Held að í hvert einasta skipti sem ég hef séð svona drall þá hefur það komið í bakið á okkur.

 16. Alltof langt í næsta leik, 6 dagar! Held að við ættum að vera búnir að læra af reynslunni og hætta öllu tali um einhver sæti. Nú er bara að einbeita sér að næsta leik sem er Wigan á útivelli. Þetta er frekar skrýtið lið og algerlega óútreiknanlegt, eru með 24 stig, þar af 14 þeirra á útivelli! Við eigum auðvitað að vinna þá á góðum degi en getum einnig gert í brækurnar og skíttapað fyrir þeim.

  Nú eiga okkar menn að fara í hvern leik eins og hann sé úrslitaleikur. Það er enginn Evrópukeppni eða bikarkeppni að þvælast fyrir okkur þannig að ef við sleppum við frekari meiðsli þá eigum við að keyra á okkar allra sterkasta liði í öllum þeim 11 leikum sem eftir eru í deildinni.

  Ég er enn þeirrar skoðunar að BR sé ekki enn öruggur með að fá að halda áfram með liðið eftir þetta tímabil. Er nokkuð viss um að eigendurnir geri þá kröfu að liðið verði ofar í deildinni en á síðasta tímabili, m.ö.o. þeir vilja sjá mælanlegar framfarir. Er persónulega þeirrar skoðunar að BR eigi að fá annað ár, en ekkert er gefið í þessum bransa og þessir Kanar eru auðvitað bissnismenn og sýna enga miskunn ef þeir telja liðið ekki á réttri leið.

 17. Flott að benda á þessa grein þarna, nr. 2 og 3. Babú gerði miklu betri grein um daginn á kop.is.

  Tek líka undir með Babu, það þýðir ekkert að ætla að fara að reikna sig eitthvað upp í 3.-4.sætið. Okkar menn hafa sýnt okkur það í gegnum árin, og ekki síður á þessu ári, (WBA og Aston Villa, anyone?) að þegar sénsinn kemur þá drulla þeir á sig.

  Staðan er einfaldlega sú að 10 daga pása gerir okkur ekkert gott. Það tekur ryþmann úr liðinu og leikurinn gegn Wigan verður einfaldlega mjög mjög erfiður. Plúsinn er sá að þetta lið hentar okkur ágætlega, þeir reyna að spila fótbolta og eru ekkert sérstakir í því. Þeir eru með frábæran markmann sem gæti hæglega orðið okkur erfiður.

  Það sama gildir síðan um restina af leikjunum, þótt þetta eigi að heita “létt” prógramm. Fyrir lið sem er í 8. sæti þá er enginn leikur auðveldur. Við erum með 1,44 stig að meðaltali úr leik og ef við næðum góðu rönni og kæmumst upp í 2 stig að meðaltali, þá förum við í 61 stig. Til að ná fjórða sætinu þarf Tottenham (með þeim útreikningum) að ná 13 stigum til að fara í sama stigafjölda. Það eru fjórir sigrar, eitt jafntefli og sjö töp í þeim leikjum sem þeir eiga eftir. Sénsinn á að það gerist, og Chelsea þarf að ná enn verri árangri er minni en enginn. Sénsinn á að við náum meira en tveimur stigum að meðaltali úr restinni af leikjunum er álíka mikill. Raunhæfa sætið sem við ættum að stefna á er númer 6. Það væri bæting frá síðasta ári og við getum ekki gert kröfu um meira. 6. sætið er ágætis sæti fyrir þá stöðu sem klúbburinn er kominn í og ágætt að stefna á að hækka sig um tvö sæti síðan á næsta tímabili og ná þá inn í Meistaradeildina.

 18. Ég er bara skítsmeykur um að Suarez eigi eftir að lenda í 3 leikja banni. Var hann ekki kærður eftir seinasta leik fyrir að stíga ofan á bakið á leikmanni Zenit.
  En hvernig virkar það annars, færi hann þá ekki bara í bann frá UEFA leikjum eða hafa þeir áhrif á Ensku deildina ?

 19. Vissulega er freistandi að fara að reikna sig upp í einhverjar hæðir, en þar eru ansi mörg ef og kannski og mögulega. Það þýðir bara nákvæmlega ekkert annað en að einbeita sér að einum leik í einu. Næsti leikur er alveg klárlega ekki unninn, veit ekki betur en að staðan í þeim leik byrji 0-0, og að það séu 11 menn inná í hvoru liði í upphafi.

 20. “En hvernig virkar það annars, færi hann þá ekki bara í bann frá UEFA leikjum eða hafa þeir áhrif á Ensku deildina ?”

  Atvikið á sér stað í Evrópuleik þannig að ef hann fær bann þá mun hann fara í evrópuleikjum.

 21. Endum með 66 stig og bætum markahlutfallið til muna, dugar vonandi í 4 sætið,,,,,,,,

 22. Allt tal um hvar Liverpool endar er bannað, sá sem ætlar að jinxa þessufyrir okkur öllum verður flengdur og gerður útlægur. Fussumsvei

 23. Það hefur ENGIN áhrif á árangur Liverpool hvað sagt er á spjallborði kop.is. Það er ekki hægt að “jinxa” neinu hér (frekar en það skipti máli hvað sagt er á spjallborði stuðningsmanna Liverpool í Noregi eða Kína).

 24. Förum varlega í bjartsýnisútreikninga 🙂 En eins og Sturridge sagði í viðtali um daginn að þá er fótboltinn funny game og ýmislegt getur gerst. Það eina sem Liverpool getur gert er að klára prógrammið sitt og sjá svo til hvert það leiðir okkur.

  Stóra heildarmyndin er að mínu mati uppbyggingin, það er afar skemmtilegt lið að fæðast undir stjórn BR og ekki skemmir fyrir að U21 liðið er ansi sterkt líka. Ég bind miklar vonir við sumargluggann enda búið að hreinsa til í rekstrinum og það opnar á fleiri möguleika. Ég efast ekkert um að staðan okkar væri betri ef BR hefði haft 6 mánuði lengri tíma fyrir þetta tímabil og betri glugga. Það mun koma, sjáið bara til! 🙂

  Hlakka til að hlusta á podcastið eftir vinnu annað kvöld.

  YNWA!

 25. Það hefur ENGIN áhrif á árangur Liverpool hvað sagt er á spjallborði kop.is. Það er ekki hægt að „jinxa“ neinu hér (frekar en það skipti máli hvað sagt er á spjallborði stuðningsmanna Liverpool í Noregi eða Kína).

  Þarna fórstu alveg með það. Nú er þetta endanlega jinxað!

 26. Nr. 24 er klárlega troll. Jinx á kop.is er áreiðanlegra heldur en Mogginn og Þórhallur miðill til samans. Þú ert alveg búinn tryggja tap gegn Wigan núna.

  Annars missti ég af þessu frá Nr. 2 Hann hefur verið í svipuðum pælingum og ég í síðustu viku.

 27. Sorry Jinxið! Skal bera tap á móti Wigan á herðum mínum næstu vikurnar ef þetta fer illa!

  En kommon þetta fer 7-0 fyrir okkur 🙂

  Double Jinx 🙂

 28. skil bara ekki hvernig mönnum dettur í hug að ræða Benítez, og það að vilja hann til baka finnst mér algjörlega fjarstæðukennt. Muniði ekki svipinn á Gerrard þegar hann tók Torres útaf á crucial momenti á síðasta tímabili RB.. Maður gat lesið úr svipnum hjá Gerrard “nú er hann ALVEG búinn að missa´ða !” RB er brandari á Englandi. Hann er með góða ferilskrá, en hann skortir eitthvað mjög mikið í sambandi við samskipti við leikmenn, virkar ekki á mig sem þjálfari sem leikmenn vilja vinna fyrir. Hann kemur til með að fá séns hjá Real Madrid og svo endar hann hjá einhverju öðru liði á Spáni.

 29. Nr. 31 Ragnar Reykás.

  Vel gert hann fór úr því að vera vonlaus í að verða næsti stjóri Real Madríd.

 30. Er þetta ekki spjallborð?? Er ekki tilgangurinn að ræða hlutina og velta vöngum…. .? Mér finnst nú aðeins of mikið af því að hinir og þessir séu að banna hinum og þessum að segja hitt og þetta….ennnnn þetta eru nú nánast trúarbrögð þannig að…..

 31. Babu Nr.32…væri svo sem ekki fyrsti “vonlausi” þjálfarinn til að fá séns hjá Real. Wanderlei Luxemburgo anyone??

 32. Leitin að nýjum miðverði verður örugglega aðalmálið hjá klúbbnum í sumar. Carragher að hætta, Coates að hverfa inn í meðalmennskuna og Skrtel ekki verið eins góður og á síðasta tímabili.
  Rodgers hlýtur að hafa í huga að finna framtíðarstarter með Agger ásamt því að hafa sæmilega gott backup fyrir þá þegar þeir forfallast.
  Ekki viss um að Skrölti samþykki þá rullu, Coates virkar því miður ekki eins góður og menn vonuðu hér um árið og því þarf Rodgers líklega að finna 2 miðverði.

  Sá að hann hafi farið til Hollands til að fylgjast með fyrirliða Feyenoord, Stefan De Vrij. 21 árs strákur sem gæti verið framtíðarmaður hjá okkur. Persónulega er ég alltaf hrifinn af hollenskum knattspyrnumönnum og er því spenntur fyrir þessum strák.
  Annar sem hefur verið orðarður við okkur er Ashley Williams hjá Swansea. Rodgers hlýtur að þekkja vel til hans og veit að hverju hann gengur þar. Ég hef ekkert verið neitt svakalega hrifinn af honum. Kannski ágætur í þessu backup hlutverki ef hann sættir sig við það.

  Get ímyndað mér að þar sem við erum að leita að svona “spilandi” miðvörðum að þá séu ekkert alltof margir sem koma til greina. En það er bara tilfinning mín.

 33. Þetta lagast ekki hjá Liverpool fyrr en að fleiri menn eins og Sturridge og Coutinho mæta á svæðið. Liðið er allt of þunnskipað og mikið af kjúllum og reynslulitlum leikmönnum í toppbaráttu. Ég myndi segja liðið mjög svipað að getu og Arsenal og Tottenham og það er nú ekki beint að vera í Liverpoolklassa. Vonandi setur stjórnin alvöru metnað í verkefnið og kaupi áfram leikmenn á Carroll verði….bara aðeins betri hehe

 34. Ótrúlegt þegar verið er að rakka niður vonir og drauma annarra hér á Koppinum. Lifir maður ekki fyrir drauma sína. Manni dreymir alltaf um betra líf og vonar að maður muni hafa betra í dag en í gær. Það er ekki þar með sagt að það muni rætast en maður má samt alveg láta sig dreyma.
  Mig dreymir um að Liverpool nái 3-4 sætinu í vor, rústi Wigam og vinni svo deildina á næsta tímabili.

  YNWA

 35. U21 liðið í kvöld á móti Man Utd. er sterkt svo þetta er tilvalinn leikur fyrir þá sem eru með fráhvarfseinkenni eftir fótboltalausa helgi.

  Ward, Wisdom, Roddan, Sama, Coady, Adorjan, Suso, Teixeira, Morgan, Shelvey, Sterling.

 36. Roy Hodgson fékk aldrei almennilegan séns hjá Liverpool og vonum bara að hann verði rekinn frá landsliðinu á svipuðum tíma og við losum okkur við Rodgers. Hodgson ætti að geta lokkað nokkra reynslubolta til okkar eins og Duff, Liam Ridgewell , Etherington , Andy Johnson og vonandi Grant Holt ef hann vill yfirgefa Norwich sem er kannski ekki líklegt miðað við að hann er nýbúinn að skrifa undir samning en þá má alltaf láta sig dreyma eins og einhver sagði fyrir ofan. Ég gæti alveg séð okkur náð 4 sætinu en það þarf mikið að gerast.

 37. Duff er búinn að tapa töluverðum hraða, hann er ekki sami leikmaður og hann var hjá Chelsea.

 38. Ef menn höfðu áhyggjur af því að Suarez færi í bann í Evrópukeppnum fyrir að stíga á mótherja í leiknum á móti Zenit þá er það komið á hreint: hann verður ekki ákærður.

 39. Strákar eru þið að sjá hetjurnar Carroll og Cole í kvöld! Eðalmenn 🙂

 40. Þetta er akkúrat munurinn á LFC og liðunum fyrir ofan. Liðin fyrir ofan eru að vinna leikina á lokamínútunum og ná að snúa leikjum sér í vil annað en LFC :/

 41. 36

  “Ég myndi segja liðið mjög svipað að getu og Arsenal og Tottenham og það er nú ekki beint að vera í Liverpoolklassa.”

  Ha? Taktu af þér Liverpool gleraugun.

  Arsenal og Tottenham í 3-5 sæti seinustu 3 tímabil. Liverpool í 6-8 sæti.

  8 og 12 stigum á undan Liverpool núna.

  Arsenal og Tottenham einfaldlega betri lið í dag og seinustu 3 ár. Ekki miklu betri, en betri lið.

 42. EF Suarez myndi yfirgefa Liverpool í sumar fyrir betra lið, sem væri alveg skiljanlegt þó svo að hann sé búinn að gefa út að hann sé sáttur á Anfield, hvaða leikmann/leikmenn mynduð þið vilja sjá frammi? Og skulum reyna vera raunsæir

 43. Á meðan Benitez er hjá Chelsea, neita ég að afskrifa möguleikann á fjórða sætinu.

Vilt þú auglýsa á Kop.is?

Kop.is Podcast #34