Vilt þú auglýsa á Kop.is?

Vilt þú auglýsa á Kop.is?

Frá og með 1. mars n.k. losna hjá okkur tvö auglýsingapláss. Hefur þú eða þitt fyrirtæki áhuga á að auglýsa á Kop.is? Endilega hafið samband!

Liverpool bloggið hefur starfað í níu ár. Á þessum árum hafa verið skrifaðar yfir 4.400 færslur, eða nærri því tvær færslur að meðaltali á dag. Umræðurnar á síðunni hafa líka verið gríðarlega lifandi. Frá stofnun hafa yfir 135.000 ummæli verið skrifuð hér eða um 50 á hverjum einasta degi. Á síðustu þremur árum er þó líklegt að meðaltalið sé mun hærra, enda hafa vinsældirnar aukist mikið. Síðan er klárlega ein af allra vinsælustu bloggsíðum landsins.

Að meðaltali fær Liverpool bloggið um 6.000 heimsóknir á dag, um 12.500 flettingar og meðalnotandi eyðir tæpum 5 mínútum að meðaltali í hverri heimsókn. Alls heimsækja um 32.000 einstakir notendur síðuna í hverjum mánuði, af þeim eru um 90% fastagestir.

Auglýsingin er 170px x 170px. Auglýsingin birtist á besta stað hægra megin á síðunni, fyrir ofan efni sem er mikið notað. Sjá auglýsingu frá Te & Kaffi hér til hliðar.

Verð á auglýsingu er krónur 20.000 á mánuði. Ef teknir eru fleiri en einn mánuður þá er hægt að semja um afslátt. Upplýsingar um verð og annað gefur Kristján Atli: kristjanatli@gmail.com

Liverpool 3 – Zenit 1

Opinn þráður