Zenit á morgun

Einhvern tíman var sagt að hlíðin væri fögur, sitt sýnist hverjum með það, en eitt er víst, hún er ansi hreint brött hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool FC þegar kemur að Evrópudeildinni. Mikið skelfilega væri ég til í að vera á Anfield á morgun, það stefnir í suddalegt Evrópukvöld þar sem allt er undir og ekkert annað kemur til greina en að vinn þriggja marka sigur. Þetta er bara akkúrat ekkert flókið, í rauninni sáraeinfalt. Miðað við fyrri leik þessara liða fyrir viku síðan, þá getur það alveg gerst. Svo maður tali nú ekki um frammistöðu liðsins gegn Swansea á sunnudaginn. En til að komast áfram í keppninni þá er það á tæru að menn verða að eiga topp, topp leik.

Það er allt sem vinnur með okkur á morgun, við erum að spila á fótboltavelli (eitthvað sem Zenit hefur ekki gert í marga mánuði), við erum að spila fyrir framan The Kop. Við erum stútfullir sjálfstrausts eftir hreint út sagt magnaða frammistöðu í síðasta leik, og mörkin virðast vera að flæða þesa stundina. Auðvitað eru nokkrir mínusar uppi eins og það að Sturridge og Coutinho eru báðir fjarri góðu gamni og eins það að það er hálfleikur í þessari viðureign og staðan er 2-0 fyrir andstæðinga okkar. Enn eitt jákvæða atriðið er að þessi hálfleikur sem er eftir er alveg 90 plús mínútur. Síðan hvenær er það ekki nógu langur tími til að skora 3 mörk? Ég man nú eftir einum leik eins og að hann hafi farið fram í gær, þegar Liverpool skoraði 3 mörk á 6. mínútum. Erfitt, já, útilokað, uuuu NEI.

Aðstæður til að spila fótbolta í fyrri leik liðanna voru skelfilegar, boltann mátti nánast ekkert flytja með jörðinni, sem er einmitt aðall okkar manna undir Brendan Rodgers. Að sjálfsögðu spiluðu bæði liðin við sömu aðstæður, en það er bara þannig að annað liðið er vanara slíkum aðstæðum og svo hentar spilamennska liðanna misjafnlega að slíku. Það breytir því samt ekki að leikur okkar manna var slakur, en mörg góð færi sköpuðust og við hefðum átt að geta klárað þessa viðureign í byrjun þess leiks. Það að vera án Sturridge og Coutinho er heldur engin afsökun, við vorum búnir að vera án þeirra lungann úr þessari leiktíð en samt náðum við oft á tíðum að sýna snilldargóða leiki reglulega. Það sem væri algjört eitur í þessum leik væri ef við fengjum mark á okkur snemma og því ríður á að halda einbeitningunni aftarlega á miðjunni og í vörninni.

Það er því algjört lykilatriði í mínum huga að Lucas Leiva spili leikinn, það er einfaldlega allt annað cover á vörnina þegar hann er inná vellinum, þó svo að hann sé ekki ennþá kominn í sitt besta form. Brendan hlýtur að stilla upp því allra sterkasta sem möguleiki er á, enda næsti leikur hjá okkur ekki fyrr en 2. mars nk. Maður hefur ekki heyrt neitt nýtt er varðar meiðsli og því verður liðið vonandi sem líkast því sem við sáum á sunnudaginn. Johnson og Enrique eiga bara að byrja í bakvörðunum og svo Carra og Agger í miðvörðunum. Lucas þar fyrir framan með Gerrard sér við hlið. Suárez verður svo uppi á toppnum og því snýst þetta fyrst og fremst um þessa þrjá sóknarþenkjandi framarlega á miðjunni. Downing verður vonandi hægra megin, þar sem að það er miklu betri balance þeim megin þegar hann og Johnson eru saman. Downing sinnir varnarskyldum vel og er duglegur að tékka inn og skapa pláss fyrir Glen til að þruma upp vænginn. Þegar Downing er vinstra megin fyrir framan Enrique, þá eru þeir oft báðir að reyna að hlaupa upp að endamörkum. Henderson hlýtur svo að fá sæti í liðinu, og þá væntanlega fremst á miðjunni og þá er þetta bara spurning um kantinn vinstra megin. Ætli það verði ekki Sterling sem fái sénsinn fram yfir Shelvey. Annað í stöðunni væri svo að hafa Shelvey fremst á miðjunni og Henderson úti vinstra megin.

Svona ætla ég því að stilla þessu upp:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing- Suárez – Sterling

Bekkur: Jones, Skrtel, Wisdom, Shelvey, Allen, Suso, Assaidi.

Svo er þetta spurning um tólfta manninn uppi í stúku. Það er að byggjast upp mikið stemmning fyrir leiknum og menn kalla eftir alvöru Evrópukvöldi. Bara núna nýlega hafa Gerrard, Reina, Skrtel og John Aldridge kallað eftir hjálp frá stuðningsmönnum. Mikið hrikalega held ég að það verði ROSALEGT að vera á Anfield á morgun, og ef ég þekki félaga mína þarna úti rétt, þá verður hætt að vinna um hádegi og raddböndin þanin í fleiri fleiri tíma.

Það er ekkert flækjustig í þessu, Anfield eins og hann gerist bestur, liðið vonandi í sama gír og urgandi stemmning. Eins og það hefur verið erfitt að gíra sig upp í þessa blessuðu Evrópudeild, þá er ég bara hörku spenntur fyrir þessum leik og get hreinlega ekki beðið eftir að hann skelli á. Það er bara eitthvað í loftinu sem gerir það að verkum að ég hlakka alveg gríðarlega til. Ég vona að svo sé víða, og sér í lagi meðal leikmanna. Ég ætla að spá því að þetta verði alveg hörkuleikur og að við setjum heil 4 mörk og förum áfram, þrátt fyrir að fá eitt í hausinn. Eigum við ekki að segja að Suárez setji 2, Henderson 1 og Downing 1.

Koma svo, fulla ferð, allt í botn.

47 Comments

 1. Þótt kapteinninn sé góður og jafnvel tveggja manna maki, má alveg setja 11 mismunandi leikmenn í byrjunarliðið:-)

 2. Fín upphitun. Hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum. Spái 5-1 fyrir okkur, vona að þetta sé ekki gamla góða bjartsýnin að bíta okkur eftir sigurinn um síðustu helgi! Suarez er að fara að stýra þessu heim, þrenna hjá stráknum.

 3. Þetta byrjunarlið hefur ekki verið að gera nægilega góða hluti og á í erfiðleikum með að skora þannig að ég tippa á 4-4-2

  Suarez Shelvey
  Henderson Lucas Gerrard Downing
  Enrqiue Agger Skrtel Johnson
  Reina

 4. Flottur Steini.

  Algerlega sammála þér í þessu að öllu leyti…förum áfram og málið látið.

 5. Þetta verður erfitt eftir leikinn í kálgarðinum í Pétursborg þar sem boltinn rúllaði varla. Vonandi eru okkar leikmenn í betra formi en “Rússarnir” sem eru ekki einu sinni að spila í sínu heimalandi, enda “offseason” hjá þeim. Núna gildir það að halda HREINU og setja nokkur. Ég spái þessu 2-0 fyrir okkur, fer í framlengingu og við setjum síðan eitt kvikindi í framlengingu. VONA að LIVERPOOL klári þetta í venjulegum leiktíma.

 6. Það er ekki hægt annað en að vera sammála þessari upphitun, þannig er það bara. YNWA.

 7. Það er pressa á þeim þannig að ég spái 0-1 tapi. Þetta lið gæti ekki unnið elliheimilið grund í knattspyrnuleik ef það eitt kæmi þeim í meistaradeildina.

 8. Spá: Liverpool missir sjálfstraustið við að fá á sig mark snemma í leiknum. Ná að setja 1 í seinni hálfleik og pressar stíft síðustu 15 mínúturnar og skora annað … en það mun ekki duga til!!!

 9. Alveg rétt. Getum auðveldlega sigrað þetta lið og farið áfram.

  Held að þetta ráðist á vörn og markvörslu okkar. Ef við höldum hreinu, þá förum við áfram.

 10. Það er eiginlega hálf furðulegt hvað maður er bjartsýnn fyrir þennan leik, miðað við að við erum 2-0 undir í einvíginu. Ég hef verið að reyna að halda mér á jörðinni alla vikuna en mér líður eins og við séum alltaf að fara áfram. Get ekki að því gert.

  Spái 3-0 sigri fyrir okkur. Við slökum aðeins á og reynum að halda fengnum hlut þegar mörkin eru komin og þeir verða nálægt marki í 1-2 skipti í lokin en við lifum það af og förum áfram.

  Sammála liðinu hjá þér líka Steini. Sterling frekar en Shelvey í liðið fyrir mig og ég vona að Henderson verði heill til að byrja á morgun fyrst Coutinho missir af.

 11. Sælir félagar,

  Kanski heimskuleg spurning þar sem ég veit að Sturridge má ekki spila með okkur í Evrópudeildinni; hvernig stendur þá á því að Willian má spila með Anji?

  Hann spilaði með Shaktar í Meistaradeildinni fyrir áramót og var í byrjunaliðinu hjá Anji gegn Hannover 96.

 12. Geggjuð upphitun og kemur manni svo sannarlega í gírinn fyrir klassa Evrópukvöld á Anfield. Ég á þó ekkert endilega von á að við höldum hreinu í þessum leik, en við gætum alveg skorað 4. Þessi leikur mun velta á því hvenær við munum skora. Ef við náum marki fyrir 20. mínútu þá gætum við alveg slátrað þessu. Ef ekki, og ég tala nú ekki um ef Zenith nær að skora þá verður þetta ofboðslega erfitt. Það verður mun erfiðara að skora án Sturridge, þannig að…

  en hlakka mikið til.

 13. Þetta verður 1-1 í hálfleik. Við byrjum á því að skora snemma og þeir jafna á 43. mínútu. Luiz Suarez fiskar hendi innan vítateigs í uppbótartíma en ekkert dæmt. Niðurlútur og reiðir Liverpool menn munu ganga til búningsherbergja í hálfleik, vitandi að þeir þurfi að skora þrjú í seinni fyrir framan The Kop. Það væri þá ekki í fyrsta skipti.

 14. Já maður er bara furðu bjartsýnn fyrir morgundaginn þrá<tt fyrir að rússarnir verði að teljast líklegri til að fara áfram í keppninni en ég spái 4 – 1 sigri þar sem sigurmarkið kemur á 94 mínútu !

 15. Takk fyrir góða upphitun. Miðað við þankagang Rodgers þætti mér mun líklegra að Allen byrji inn á í stað Sterling. Suarez verði fremstur, þar fyrir aftan Henderson, Gerrard og Downing og svo Allen og Lucas aftar. Ég vil frekar liðið sem SSteinn stillir upp, en held (óttast) að Allen fái að spila.

 16. Ben (#13) – Willian má spila með Anzhi af því að Shakhtar eru ekki í Evrópudeildinni. Hann lék með Shakhtar í Meistaradeildinni og þar eru þeir enn þannig að keppnirnar skarast ekki. Sturridge lék með Chelsea í Meistaradeildinni en þar sem Chelsea droppaði svo niður í Evrópudeildina er hann ekki gjaldgengur með öðru liði þar. Ef Chelsea hefðu lent í 1., 2. eða 4. sæti í sínum riðli væri Sturridge gjaldgengur í dag.

  Þetta eru allt asnaleg lög, að mínu mati. Ég er sammála því að þú ættir ekki að fá að spila bæði með og á móti sama liðinu á einu tímabili og mér finnst að það ætti að gilda um allar keppnir. Þannig væri Sturridge t.d. gjaldgengur í allar keppnir með Liverpool núna en mætti ekki spila gegn Chelsea, hvorki í deild, bikar eða Evrópu.

  Mér finnst asnalegt að Liverpool megi ekki nota Sturridge gegn Zenit af því að hann spilaði fyrir Chelsea. Það kom Zenit ekkert við og þeir græða á því. Þetta eru asnaleg lög.

 17. Takk fyrir svarið Kristján! Þetta gildir hjá Sturridge af því að Chelsea er í sömu keppni, annars er ég sammála þér; þetta eru asnaleg lög og ættu bara að taka mið af því ef Liverpool mynda t.d. lenda á móti Chelsea. Þá ætti Sturridge ekki að fá að taka þátt í þeirri viðureign.

 18. Þetta verður erfiður leikur, ég tek að undir með KAR varðandi :

  Það er eiginlega hálf furðulegt hvað maður er bjartsýnn fyrir þennan
  leik, miðað við að við erum 2-0 undir í einvíginu. Ég hef verið að
  reyna að halda mér á jörðinni alla vikuna en mér líður eins og við
  séum alltaf að fara áfram. Get ekki að því gert.

  Persónulega væri ég til í að sjá liðið eins og Steini stillir því upp með einni breytingu, fá Allen inn á miðjuna og færa Gerrard upp með Suarez á kostnað Sterling. Kannski vitleysa í mér því leikurinn kemur ávalt til með að fara mikið fram á vallarhelmingi Zenit.

  En eins og BR hefur bent á, þá snýst þetta að öllu leyti um næsta mark, frekar en að skora snemma. Ef Liverpool kemst yfir í leiknum þá verður allt vitlaust á vellinum. Rétt eins og það varð þegar Pongolle skoraði gegn Olympiacos hér um árið og Mellor fylgdi því svo eftir og allt varð vitlaust.

  Snýst jafnvel enn meira um að varnarlína okkar treysti sér í að halda athyglinni þegar á reynir. Agger, þú tekur þetta til þín.

  Kæri Fowler, gefðu mér stöðuna 2-0, 5 mínútur eftir , og Gerrard fær boltann ódekkaður fyrir utan teig á hægri fótinn. Plís.

 19. Olimpiacos leikurinn er eitt af uppáhalds mómentunum mínum. Þetta sem Eyþór er að vísa í þegar mörkin þrjú og sérstaklega markið hjá Gerrard kom 🙂
  þvílík sæla 🙂

 20. Er a hoteli i Liverpool nuna og er að fara a leikinn i kvöld með Kellogs og Klinsmann, ætlum i Liverpool buðina og eftir það er farið að hita upp a pöbb og siðan labbað snemma yfir a Anfield, við verðum hasir a morgun!

 21. Allen byrjar skilst mér. Ætlunin hjá Rodgers sennilega að ná marki snemma en forðast í lengstu lög að fá á sig mark. Halda boltanum vel og þreyta Zenit.
  Svo kannski í seinni hálfleik þá verða Sterling o.fl. settir inn til að jafna einvígið.

  Það er allavega ljóst að við þurfum helst að skora í fyrri hálfleik, mark frá Zenit snemma klárar hinsvegar einvígið um leið. Sjálfstraustið og sóknarkrafturinn hjá Liverpool er ekki nógu góður gegn uppstilltri vörn til að skora 4 mörk gegn þessu liði.

  Maður vonar samt það besta. Áfram Liverpool.

 22. Steven Gerrard og fleiri hafa verið að koma fram í viðtölum og biðja um almennilegan stuðning á eftir. Ef að Anfield svarar kallinu þá förum við áfram.
  Þannig er það bara!!

  YNWA

 23. Flott upphitun og ér er sammála þessu liði held að þetta sé að besta sem við höfum. Held að það verði brjáluð setmning á leiknum og held að við vinnum þetta. Það eru aðalega þrjú atriði sem ég held að verði ástæða þess að við vinnum þennan leik, erum að spila á alvöru velli (ekki Rúsnenskum karföflugarði) Sjálfstraustið er komið á flug eftir síðasta leik og síðast en ekki síst við erum með bestu stuðningsmennina sem eiga eftir að gera þetta kvöld algerlega magnað…. Mér er svo sem alveg sama hver skoras mörkin en það eru að ég held alveg 90% líkur á að Suarez skori og í svona leikjum skorar Gerrard oftar en ekki mikilvægustu mörkin.

  Það er algert lykil atriði að vörnin verði þétt og við verðum að eiga miðjuna frá fyrstu mínótu, pressa á fullu og við förum áfram, einfalt mál… svo er bara að fá sér snac og gos og njóta leiksins, ath gos ekki öl…. Eigið öll góan LIVERPOOL dag kæru vinir…

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  PS: Hvar hittast Púlarar til að horfa á leikinn…???

 24. Ég fer alltaf á hamborgarasmiðjuna á Grensásvegi. Að mínu mati besti staðurinn og geggjaður matur þarna.

 25. já, og svo er eigandinn poolari þannig að liverpool leikir eru alltaf sýndir.

 26. Töpum, sóknin án sturridge er eins og smjörhnífur að reyna skera í gegnum tré.

 27. Töpum, sóknin án sturridge er eins og smjörhnífur að reyna skera í gegnum tré.

 28. Töpum, sóknin án sturridge er eins og smjörhnífur að reyna skera í gegnum tré….

 29. ok snilld, flott lag, ætlaði ekki að leggja svona mikla áherslu á þetta 🙂

 30. Uppstilling liðsins á forsíðunni hjá LFC fékk hjartað til að missa úr slag…fokk Allen, Coates og Assaidi….

  subjectið var “Allen starts” og svo kom liðsuppstillingin:
  Joe Allen, Pepe Reina and Glen Johnson all feature in a strong line-up for the Reds’ clash with Udinese tonight – listen live online from 8.05pm BST.

  The team in full is: Reina, Johnson, Coates, Carragher, Robinson, Assaidi, Henderson, Allen, Shelvey, Downing, Borini. Subs: Jones, Suarez, Gerrard, Sahin, Sterling, Skrtel, Wisdom.

  Svo sá ég Sahin og rak augun í dagsetninguna sem var þá 4. okt…phjúúú…

  Hvaða skelfilegi netmaður hjá LFC er að gera okkur svona grikk að henda á forsíðuna eldgamla frétt!!!

 31. Reina, Johnson, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Allen, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez Res: Gulacsi, Coates, Wisdom, Shelvey, Assaidi, Suso, Sterling

 32. Er einhver snillingurinn hérna sem veit hvort er að finna feitt pixlaða hq strauma fyrir Makka á netinu? Sopcast og þetta dót er bara fyrir pc að því virðist?

 33. Til upplýsingar þá er leikurinn í beinni á ITV1. Á síðunni filmon.tv er hægt að streama þessu frítt í fínum gæðum. Eins er til App fyrir þetta og því hægt að horfa á í Apple græjum, þ.m.t. Apple TV. Mæli með þessu, þetta er algjör snilld. Njótið.

 34. er Sopcast ekki eiginlega dautt ??? á maður þá að ná sér í StreamTorrent eða AceStream í staðinn?

Hvar stöndum við?

Liðið gegn Zenit