Liverpool 5 – Swansea 0

Eftir mikil vonbrigði vikunnar var maður alveg tilbúinn í annað svekkelsi þegar að Swansea komu á Anfield. Swansea er jú í efri hluta deildarinnar og við auðvitað vinnum ekki lið í þeim hluta.

En Liverpool menn inná vellinum voru í stuð og hreinlega pökkuðu Swansea saman í þessum leik. 5-0 voru lokaniðurstöðurnar og mörkin hefðu auðveldlega, já auðveldlega, getað verið 8-9.

Liðið var svona í upphafi – Coutinho byrjaði í fyrsta skipti.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Downing – Lucas – Gerrard – Coutinho

Suárez – Sturridge

Bekkur: Gulacsi, Skrtel, Henderson, Shelvey, Sterling, Allen, Borini.

Liverpool átti þennan leik með húð og hári og yfirburðir liðsins voru algjörir. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir að Gerrard hafði skorað úr víti. Í seinni hálfleik skoraði Coutinho sitt fyrsta mark fyrir liðið eftir undirbúning frá Suarez. Því næst skoraði Enrique algjörlegafrábært eftir samspil við Coutinho og Suarez. Suarez skoraði svo sjálfur mark númer 4 eftir frábært upphlaup og einleik hjá honum. Og síðasta markið skoraði Sturridge úr víti.

Það er ekki mikið meira um þetta að segja. Við vorum einfaldlega á öðru plani en þetta Swansea lið. Liverpool átti 35 skot á markið (gegn 3). Við áttum að fá tvö klár víti til viðbótar við þau sem við fengum og Sturridge skaut meðal annars í slá auk þess sem að Vorm varði nokkrum sinnum vel.


Margir segja að Liverpool aðdáendur flakki á milli þess að halda að liðið sé besta lið í heimi yfir í það að segja að allir séu ómögulegir. Ég er sammála þessu að hálfu leyti. Okkur hættir til að halda alltof oft að allt sé ómögulegt. Ég hef hins vegar ekki séð mikið af Liverpool stuðningsmönnum halda að við séum að fara að berjast um titilinn í ár eftir góðar frammistöður.

Svona frammistöður hjá liðinu einsog við höfum séð í þessum leik, mörgum öðrum stórsigrum á Anfield og svo í leikjum einsog City úti, sannfæra mig ekki um að við séum á leið í fjórða sætið og að við verðum að keppa um titilinn á næsta ári. Alls ekki. Þær sannfæra mig ekki um að öll vandamálin frá því á mánudag og fimmtudag séu horfin.

En svona frammistaða sannfærir mig um að þrátt fyrir vandamálin þá er þetta lið að mörgu leyti á réttri leið. Við glímum vissulega við gríðarlegan óstöðugleika (sem er eðlilegt fyrir lið í svona miklum breytingum), en það er bara þannig að okkar bestu frammistöður í vetur eru einfaldlega þær bestu sem ég hef séð síðan tímabilið 2008-2009. Það sannfærir mig allavegana um að Rodgers viti hvað hann er að gera og að við eigum að sýna honum þolinmæði.

Við munum ekki komast í Meistaradeildina og við munum verða fyrir vonbrigðum með þetta lið það sem eftir er af tímabilinu. En ef að menn sýna áfram svona frammistöður þá er ég allavegana sannfærður um að við séum á réttri leið. Við þurfum að sýna þolinmæði.

61 Comments

 1. Glæsilegur leikur og unun að horfa. Var frekar stressaður í hálfleik að við myndum klúðra þessu en japla bara á sokknum sem var troðið upp í mig.
  Er samt enn á því að færanýtingin er ekki nógu góð hátt í 40 marktilraunir og 20+ á rammann en engu að síður frábær leikur.

 2. Svona á að gera þetta. Frábær leikur og menn að spila virkilega vel saman. Takk fyrir mig.

 3. Glæsilegur leikur hjá okkar mönnum. Suarez og Sturridge frábæri saman og Coutinho kemur flottur inn. Vonandi að Borini sé ekki alvarlega meiddur.
  Ef þetta er það sem koma skal í næstu leikjum mega mótherja Liverpool passa sig á þeim.

 4. Þriðja markið (hjá Enrique) á auðvitað bara að vera partur af kennsluefni í listasögu, það er ekki oft sem maður klappar aleinn fyrir fram tölvuna.

  Skylduáhorf á MOTD á BBC 1 í kvöld, bara þessi eini leikur

 5. Reka Brenda Rogers strax! Hugsanlega selja Suarez líka bara.

  En burt frá öllu gríni, frábær leikur, þegar Liverpool skorar snemma vera svona leikir auðveldir.

 6. Jæja, liðið hélt hreinu. Og frábært að skora fimm mörk. Flott þrjú stig.

  En án þess að hljóma eins og fúli gæinn, þá dugar þetta þó ekki alveg til að má óbragðið úr munni manns eftir arfaslaka síðustu leiki. Ég vona að leikmenn og þjálfarar sjái þetta sem þann skyldusigur sem þetta var – og hafi nú vit á því að spara yfirlýsingarnar og fari einfaldlega að einbeita sér að næsta leik.

  Less talk, more action. Við þurfum að komast á run. Áfram Liverpool!

 7. Mér líður eins og einstaklingi með margfalda persónuleikaröskun. Hvaða lið var maður að horfa á í dag? Ragnars Reykáss heilkennið á vel við.

  Flottur leikur hjá okkar mönnum. Hafði smá áhyggjur í lokin á kæruleysi sem var farið að sjást svolítið mikið. Áhugavert að sjá hvað margir voru farnir að yfirgefa völlin rétt fyrir lokin en það er svo sem varla útaf þessum leik einum og sér. Stemmingin bara ekki alveg nógu góð og það er vegna óstöðugleika. Kemur allt saman held ég barasta.

  Fínt að halda hreinu og hvað þá að skora 5 mörk sem dreifast á jafn marga aðila. Nú er um að gera að halda þessu áfram.

 8. sælir félagar og til hamingju með sigurinn. vitið þið hvar ég get nálgast seinni hálfleikinn í þessun leik. Þ.e.a.s. endursýningu á leiknum

 9. Glaesilegur sigur 🙂 langar ad takka Laudrup fyrir lidsvalid , vonandi verdur framhaldid gott hja okkur

 10. Frekar erfitt að dæma þennan leik enda bara fáránlegt upplag hjá Swansea í dag. Þeir eru að fara spila við 4.deildar lið eftir viku.

  Engu að síður frábært fyrir okkur og það er bara hægt að vinna það sem er fyrir framan þig. Liverpool gekk á lagið og sundurspilaði þetta lið og hefðu mjög auðveldlega getað unnið þetta með tveggja stafa tölu. Frábært að fá mörk frá fimm leikmönnum, æðilegt að fá þetta mark frá Coutinho sem var flottur í þessum leik og mjög gott að geta hvílt Agger og Carragher alveg í dag og tekið Lucas og Suarez útaf fyrir leikinn gegn Zenit þó Suarez hafi reyndar ekkert verið sáttur við að fara útaf.

  Við fengum meira að segja tvö víti í dag sem verður að teljast kraftaverk og hvað þá að hafa skorað úr báðum. Reyndar fá lið sem eiga 35-40 færi í leik fleiri víti en önnur lið, það segir sig sjálft.

  Flott að fá þennan leik eftir mjög erfiða viku.

 11. Suarez allan tíman maður leiksins, ekki láta ykkur detta í hug að velja annan!

 12. Flottur sigur gegn arfaslöku Swansea liði. Hey, var þetta ekki fyrsti sigurleikur okkar gegn liði í top 7 í vetur? Þetta var akkúrat það sem við þurftum á að halda fyrir Zenit leikinn nk. fimmtudag. 2 – 0 er alls ekki óyfirstíganlegt en vá hvað ég gæfi mikið fyrir að mega spila með Sturridge og Coutinho í þeim leik.

  Slæmt að missa Borini í meiðsl, en það er nokkuð öruggt að hann verður ekki með okkur á fimmtudaginn. Allir leikmenn voru góðir í dag en Sturridge sennilega maður leiksins. Djöfull var þetta flott hjá honum þegar hann prjónaði sig inn í vörnina í fyrri hálfleik og átti hann klárlega að fá víti.

  Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda þessum dampi út tímabilið. Leggja þetta þannig upp að hver leikur sé úrslitaleikur. Þá verður tryggt að BR verði áfram með liðið sem ég vona svo sannarlega að verði raunin.

 13. Því næst skoraði Enrique algjörlegafrábært eftir samspil við Coutinho
  og Suarez.

  ef mér skjátlast ekki átti Sturridge líka lykilþátt í markinu, þar á meðal lokasendinguna á Enqrique…

 14. Liðið er augljóslega sterkara með Sturridge innanborðs en menn verða að halda sér á jörðinni, Swansea mætti ekki í þennnan leik, voru ekki að reyna. Held að það þurfi einhvern mjög harkalegan leiðtoga í þetta lið, virkar hálf máttlaust andlega þegar eitthvað fer á móti þeim.

 15. Flottur sigur hjá okkar mönnum í dag! Þetta kom frá BR í viðtali………

  “It looks like Fabio Borini has a dislocated shoulder which will keep him out for the season. He did a similar one at Chelsea on the other side. It’s a big blow for us.”

 16. Frábær leikur. Það munar svo miklu að hafa Sturridge í liðinu, synd að hann geti ekki spilað í Evrópu.

  Mér finnst þrátt fyrir þó nokkur vonbrigði á tímabilinu liðið einfaldlega miklu betra en í fyrra og ég er sammála því að við þurfum að sýna Rodgers þolinmæði. Við erum dottnir út úr báðum bikarkeppnum og dettum fljótlega úr Evrópu. Tímabilið mun verða vonbriðgi í það heila en liðið er á réttri leið.

 17. Frábær sigur í dag og gaman að sjá vinnusemi liðsins,menn að pressa út um alla völl og leggja sig 100% í verkefnið. ÁFRAM SVONA STR’AKAR!!!

 18. Flottur sigur hjá okkar mönnum en að sama skapi skelfileg frammistaða hjá Swansea. Það er erfitt að taka þennan leik of alvarlega þegar þeir hvíldu hálft liðið og þeir sem voru inná vellinum voru gjörsamlega andlausir. Vítaspyrnan hjá Routledge sagði allt sem segja þarf, hann reyndi að svindla með að handleika knöttinn og yppti svo bara öxlum þegar dómarinn dæmdi á það. Það var eins og þeim væri skítsama.

  Samt, menn geta bara unnið það sem er á móti þeim og Liverpool kláruðu þetta vel í dag. Munurinn á þessum leik og tapinu gegn West Brom á mánudag er sá að nú náðist markið í fyrri hálfleik og þá strax datt liðið upp um tvo gíra. Sjálfstraustið kom flæðandi aftur og við slátruðum því sem eftir var af leiknum. Ég held að það sama hefði gerst ef við bara hefðum náð einu marki snemma gegn West Brom.

  Annars skelfilegar fréttir að Borini sé frá út tímabilið. Sá er búinn að vera óheppinn í vetur og það er ljóst að við verðum einfaldlega að bíða talsvert lengur með að ætla að dæma hann. Ég held að svona fréttir geti þýtt það að nýr framherji sé á dagskrá í sumar, hvort sem Borini verður orðinn heill eða ekki, því hann er það óheppinn með meiðsli að það er erfitt að ætla að fara inn í næsta tímabil treystandi á hann.

  Þetta er svona Harry Kewell-syndróm eins og Babú kom inná á Twitter í dag. Það er eflaust gæðaleikmaður þarna á bak við en það er erfitt að sjá þau gæði þegar hann liggur á meðferðarborðinu 80% tímabilsins. Vonum að heppnin fari að snúast honum í vil eftir þessi meiðsli.

 19. Já og algjörlega frábær fyrsti leikur hjá Coutinho (tel þessar tíu mínútur gegn West Brom ekki með). Markið var flott og hann virkaði bæði vel spilandi og til í að berjast fyrir sínu. Hann er kannski lítill en ef það er töggur í honum spjarar hann sig. Líst vel á hann.

 20. Coutinho er flottur og ég vona að LFC spili svona alltaf og svo má Carragher vera 1 tímabil lengur en Suarez maður leiksins.

 21. Liverpool baninn Howard web hefur dæmt okkur þrjár vítaspyrnu á tímabilinu, í heildina höfum við fengið fjórar, ætli maður vari ekki að sjá hann photshoppaðann í liverpool búning fjótlega.

 22. Sææææælll. Bað Coutinho að setja eitt og menn að sýna pung, mér sýnist þetta vera meira eins og pungsig 🙂 frábær dagur 🙂
  YNWA

 23. Gaman að hafa laumað Coutinho inn í fantasy. Spenntur fyrir hvað hann sýnir í framtíðinni.
  En hvað var Michu að gera á bekknum? Tæpur?

 24. Frábær sigur.

  Höfum samt það á hreinu að liðið er slakara frá því í fyrra og árangurinn lakari.

  Nú talar BR um að fá reynslubolta í liðið. Voru það ekki einmitt þeir sem liðið losaði sig við?

  Við erum með meðal mannskap sem getur náð góðum úrslitum inn á milli en ekki meira en það.

  Þurfum 3 – 4 heimsklassa leikmenn eins og Gerrard benti sjálfur réttilega á.

  Gerist væntanlega ekki nema með nýjum eigendum.

  Áfram Liverpool!

 25. Ætlið þið ekki að tala um það núna að 4. sætið sé möguleiki? furðuleg hugmynd hjá stjóra Swansea að spila ekki sínu sterkasta liði. Annars ætlaði Webb ekkert að dæma fyrri vítaspynuna, það var línuvörðurinn sem flaggaði hana. Swansea liðið virkilega lélegt í dag.

 26. Flottur sigur og allt það. Skemmtilegur leikur á að horfa en menn skulu ekkert missa sig. Þetta byrjunarlið hjá Swansea í dag var örugglega það lélegasta sem teflt hefur verið fram á þessari leiktíð í EPL. Svanirnir voru að hvíla fyrir úrslitaleikinn næstu helgi og voru ekki með hugann við leikinn í dag.

 27. Frábær leikur. Stórskemmtilegt að horfa á liðið í dag.

  Sá á Twitter að við værum komnir með 7 stigum fleiri í sömu leikjum á þessu tímabili en í fyrra. Hverju sem það svosem skiptir.

  Þeir sem hafa verið að koma hér inn og hrauna algjörlega yfir Rodgers og leikmenn liðsins hljóta að kommenta núna og kalla hann snilling og þessa leikmenn í heimsklassa? Eða er bara kommentað þegar við töpum og menn eru ekki að standa sig? Það vantar oft að dansa á gráa svæðinu en ekki hoppa á milli svarta og hvíta svæðisins yfir gengi liðsins.

  En flottur leikur, þetta gefur góð fyrirheit fyrir Evrópuleikinn.

 28. Flottur leikur – þó að Swansea hafi hvílt slatta af mönnum þá meiga menn ekki gleyma því að liðið sem þeir stilltu upp er vafalaust mun sterkara en Oldham. Og eins og KAR kemur inná var þetta ekki svo ólíkt WBA leiknum, vantaði bara markið þar. Held að það hafi poppað upp 17 eða 19-0 í skotum um miðjan síðari hálfleik þar.

  Annars er þetta hræðilegt fyrir Borini, maður getur ekki annað en vorkennt stráknum. Þetta er sérstaklega vont fyrir okkur með leikinn á fimmtudaginn í huga – þar sem að Coutinho og Sturridge eru ekki gjaldgengir þar. Þá er Suarez eini hreinræktaði strikerinn okkar fyrir þann leik.

  Komnir með fleiri mörk í PL það sem af er tímabili (11 leikir eftir) en allt tímabilið í fyrra.

 29. Virkilega góð slátrun og þó svo að andstæðingurinn hafi verið slakir að þá þarf samt að klára færin og það gerðu strákarnir vel í dag og yfirspiluðu Swansea allan leikinn.

  Þetta ætti að gefa okkur sjálfstraust fyrir leikinn mikilvæga á fimmtudaginn og það er allt hægt ennþá! Þetta er ekki búið fyrr en sú feita syngur og við Púllarar ættum nú að þekkja það í Evrópuleikjunum okkar.

  Svakalega svekkjandi með Borini!
  Frábær byrjun hjá Coutinho og hann virkar hrikalega vel á mig, greinilega vel innstilltur gutti sem gæti reynst okkur vel í framtíðinni.

  Taldi að í síðustu 5 heimaleikjunum okkar höfum við innbyrt 12 stig og skorað 17 á móti 2 mörkum. Það hefði nú einhvern tímann þótt ansi fínn árangur. Manni svíður vissulega töpin á móti Aston Villa og West Brom á Anfield. Þar eru 6 stig sem myndu klárlega gera gæfumuninn hvað 4. sætið varðar.

  Áfram svona Liverpool!

 30. Frábær leikur, flottur sigur, reyndar á frekar illa samstilltu og illa stemmdu liði. Okkar menn nýttu mjög vel það feykimikla pláss sem skapaðist fyrir framan varnarlínu Swansea. Þess ber þó að geta að færin voru ekkert brjálæðisleg fyrr en við fengum vítið, jú, kannski 3 ágætis færi og ég sé ekki hvernig Webb gat ákveðið að nota hagnaðarregluna í stað þess að dæma augljóst víti. Það breytir allavega engu núna.

  En liðið spilaði mjög svipað og á móti WBA. Munurinn var fyrst og fremst sá að Sturridge var með núna, sem skapaði Suarez og fleirum meira pláss. Og lykilatriðið hjá þessu annars viðkvæma liði, við náðum marki í fyrri hálfleik, þótt seint hafi verið. Og svo náðum við auðvitað að slátra leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Hver veit hvað hefði gerst ef við hefðum ekki bætt við mörkum…

  En yfir 30 marktilraunir, 20 á rammann og 5 mörk, er alltaf frábær árangur í ensku úrvalsdeildinni, sama hvað mótherjinn heitir. Nú æpum við á stöðugleika, karakter og einbeitingu í næstu leikjum og plíííís ekki fara að tala um fjórða sætið. Við ættum að geta halað inn slatta af stigu í næstu leikjum.

  Og fyrir ykkur hérna sem halda núna að við séum með besta liðið í deildinni, við erum það ekki. Við erum heldur ekki ómögulegt lið sem þarf að selja hálft byrjunarliðið og reka Rodgers. Svona er alvöru fótbolti, hann er upp og niður, og oft er ansi lítið sem skilur að 5-0 sigur og 0-2 tap.

 31. Já og núna er Liverpool búið að skora fleiri mörk en Man City. Aðeins Man Utd, Chelsea og Arsenal hafa skorað meira en Liverpool.

 32. Yes!! Nú getum við farið að horfa á 4. sætið!…Djók, gott fólk, djók. Ég ætla samt bara að baða mig í núinu. Djöfull var þetta ógeðslega vel gert. Vúhúúú! Svo kemur kannski skita í næstu umferð en núna er mér sama. Brosum.

 33. yfir keyrðum slagt lið Swansea ekkert meira um það að segja. Hefði Ladrup tekið séns og spilað sínu sterkast liði þá er ég ekkert viss um að um að við værum svona kátir eftir 5-0 sigur ég held að leikuruinn hefði allavega verið jafnari.

 34. Gaman að vinna stórsigur og gott að margir komust á blað. Eins og margir hafa bent á segir þessi hins vegar ósköp lítið – mótherjarnir veikt og ómótíverað lið fullt af mönnum sem vildu ekki meiðast fyrir næstu helgi.

  Það sem pirraði mig aðeins í fyrri hálfleik var að ég fann lykt af eigingirni bæði hjá Suarez og Sturridge. Mér fannst einbeitingin í fyrri hálfleik ekki góð, og þeir tveir aðeins farnir að spila fyrir sjálfan sig í staðin fyrir liðið og prinsippin. Það vona ég að Rodgers hafi bælt niður í hálfleik því þangað megum við alls ekki fara. Styrkur liðsins verður að liggja í liðsheild og skipulagi.

  Annars bara gaman. Johnson frábær, Gerrard frábær, Suarez frábær, og flestir aðrir góðir. Coutinho sprækur, en hefði ekki getað fengið leik sem hentaði honum betur. Hlakka til að sjá hann í harðari og hraðari leik.

 35. Andstæðingurinn spilar jafn vel og þú leyfir þeim. Getum nú alveg eignað Liverpool smá hlutdeild í því að þeir spiluðu illa í dag. Við létum þá líta illa út og þeir voru bara aldrei með í þessum leik. Skulum ekki gera lítið úr þessum sigri.

 36. Vil bara benda þeim á sem halda því fram að Swansea hafi telft fram einhverju varaliði að af 15 leikjahæstu mönnunum Swansea í deildinni voru aðeins 2 utan hóps (Sung-Yong og Chico) og þar af er Cico Flores meiddur. Menn geta því fundið sér einhverja aðra afsökun fyrir stórsigri Liverpool.

 37. Bara snilld!!!

  Held ad BR sè ad tala um semja vid strandboltan frà Sunderland thegar hann talar um ad “sæna” reynslubolta.

  YNWA

 38. Flottur sigur og ekkert annað. Munurinn á liðinu í dag og undanfarið var hreinlega sá að núna voru menn að allann tímann og gáfust ekki upp. Fyrir utan það að núna sannast það hversu mikilvægt er að halda boltanum og pressa á andstæðinginn þegar við töpum honum. Miklu miklu miklu betri án boltans í dag en í undanförnum leikjum. Swansea fengu bara ekki færi.

  Þetta nú samt ekki það Swansea sem maður er vanur að sjá. Munar um menn eins og Michu, Williams, Ki, Chico, Rangel og Routledge, sem reyndar kom inná.

  Annars held ég að þetta hafi verið besti leikur sem ég hef séð Johnson spila fyrir Liverpool. Þvílík yfirferð á manninum. Hann hefur oft verið góður en þetta var súper performance! Enrique var einnig góður en þessir löngu boltar voru of margir fyrir minn smekk.

  Þessi hraði sem Sturridge kemur með inn í liðið er greinilega orðinn mjög mikilvægur til að létta pressu af öðrum leikmönnum eins og t.d. Suarez. Vonandi kaupir Rodgers einn alvöru hlaupara næsta sumar!

 39. Er að fara að horfa á leikinn aftur einfaldlega af því að þetta var hágæðasjónvarpsefni.Meira af þessu takk!

 40. @26 >Gerist væntanlega ekki nema með nýjum eigendum.

  Are you for seriously? Skuldlaus klúbbur, búið að ákveða expansions á leikvellinum.

  GTFO, þetta er 4. stjórinn á 4 tímabilum. Sú staðreynd að klúbburinn er ekki fallinn segir allt um hverslags lið Rafa skyldi eftir sig, og Rafa gefur enn! Þetta er allt á réttri leið, okkur ber skylda til að taka öllu sem á gengur næstu 3 árin með jafnaðargeði og styðja okkar menn til dáða.

  YNWA

 41. Frábær sigur en liðið hætti alveg sóknarlega eftir að Suarez fór útaf. Kom ekki að sök í dag en gæti orðið áhyggjuefni síðar.

 42. Mér er alveg sama hvort þetta var á móti Austra frá Eskifirði eða Magna frá Grenivík, þetta var sigurinn sem liðið þurfti á að halda til að auka sjálfstraustið.

 43. Var ekki stefnan á að koma með annað podcast eftir swansea leikinn eða kemur það eftir zenit leikinn í vikunni ???

  Einn sem getur ekki beðið eftir öðru podcasti!¨:)

 44. Horfði á Liverpool auðvitað í dag og sá þá tæta þetta swansea lið í sig. Mikið rosalega held ég að Sturridge eigi eftir að reynast okkur vel. Það er hrein unun að horfa á hann og Suarez spila saman, báðir eru þeir alveg ótrúlega “greindir” leikmenn. Ég held að Coutinho eigi líka eftir að reynast okkur mjög vel. Fleiri Suður Ameríkuleikmenn til okkar please. Ensku þulirnir sem lýstu leiknum þar sem ég horfði á hann voru undrandi á liðsvali ML fyrir þennan leik, hvíla leikmenn fyrir úrslitaleik á móti 4 deildarliði um næstu helgi, en mér er skítsama um það,svona lið eru með rúmlega 20 leikmenn sem eru atvinnumenn, þeir áttu bara við ofurefli að etja í dag. Næst er það Zenit, og ég vona að við náum að spila svona vel án Sturridge.

 45. Ákvað að horfa á allan leikinn í nótt, eftir tvö leiðindi í röð þarf maður svona upplyftingu.

  Frábær frammistaða frá fyrstu mínútu, auðvitað var Laudrup að setja upp skrýtið liðsval en 1-0 eða 2-1 strögglsigur hefði kannski leyft manni fýlu. Leikur sem endaði 5-0 og hefði getað farið 10-0 er bara allt önnur ella.

  Þessi græna hlið upp gleður mann og það er komið langt síðan ég hef verið eins sammála leikskýrslu og þeirri sem Einar Örn skrifar hér. Frá fyrsta staf og til síðasta punkts. Þetta er á réttri leið, hversu langt við komumst mun koma í ljós á næstu tveimur árum en ekki næstu 5 leikjum eða eitthvað.

  Aumingja Borini, maður bara getur ekki annað en vorkennt honum. Hann hefur svo sannarlega ekki heillað mig, en það er sérdeilislega ömurlegt fyrir hann að ná 16 leikjum á heilum vetri og auðvitað þarf hann meiri séns í búningnum…

 46. Heima í flensuskít horfði ég á leikinn og vá. Mjög sáttur með það sem ég sá, algjjör dominance á öllum sviðum og ég held að það þurfi ekki að þvo búninginn hans Reina eftir leikinn. Það að gagnrýna lið sem rústaði Swansea 5-0 væri ósanngjarnt, en lífið er ekki sanngjarnt. Þess vegna vil ég gagnrýna færanýtinguna, hún var alls ekki góð þrátt fyrir úrslitin, hana þarf einfaldlega að bæta.

  Annars, meira svona … takk fyrir mig.

 47. Er þetta ekki í fyrsta skiptið í vetur sem Liverpool vinnur varalið andstæðinganna?Óþarfi að missa sig í fagnaðarlátum. Það er enn margt að hjá Liverpool og það verður að laga.

 48. Flottur leikur hjá okkar mönnum, ekkert nýtt svo sem m.v. það sem við höfum fengið að sjá á Anfield síðustu vikurnar. WBA leikurinn var ekki eins slæmur og viðbrögðin eftir hann gáfu tilefni til. Ömurlegt tap, vissulega, en pressan og spilamennskan var fín á löngum köflum – vantaði bara uppá að klára færin. (aldrei heyrt þetta áður..)

  Ef við skoðum deildarleikina eftir Stoke hörmungina á öðrum degi jóla þá er það á þessa leið:

  QPR – Liverpool 0-3

  Liverpool – Sunderland 3-0

  ManUtd – Liverpool 2-1

  Liverpool – Norwich 5-0

  Arsenal – Liverpool 2-2

  ManCity – Liverpool 2-2

  Liverpool – WBA 0-2

  Liverpool – Swansea 5-0

  14 stig af 24 mögulegum. 21 mörk skoruð (2,6 í leik). 8 mörk fengin á sig (1,0 í leik).

  Þetta er ekki alslæmt, m.t.t. að þarna eru útileikir gegn ManUtd, ManCity & Arsenal. Það sem svíður mest er auðvitað WBA leikurinn og klúðrið gegn City.

  Eftir að Dalglish var látinn fara og BR var ráðinn þá voru langflestir sammála um að hann ætti að fá smá tíma. Fjórir stjórar á 10 árum væri of mikið, en fjórir á þremur árum er lýsandi fyrir þá erfiðleika sem við höfum verið að ganga í gegnum.

  Ég veit ekki með ykkur, en ég gerði mér aldrei vonir um að enduruppbygging liðsins – lið sem var að borga hlægileg laun m.v. árangur (vel yfir 70% af veltu). Var með leikmannahóp sem var að eldast og hafði endað í 6, 7 og 8 sæti s.l. 3 ár – myndi taka 3/4 af leiktíð. Liverpool FC var líklega sent amk 5-7 ár aftur í tímann eftir eignarhald H&G og það sem gekk á í lok valdatíðar Rafa & með ráðningu Roy.

  Enska Úrvalsdeildin er erfiðasta deildarkeppni í heimi. Liðin sem við erum að miða okkur við eru , 1) ManUtd – Sami stjóri síðan 1986, með 70% hærri veltu en LFC, 2) ManCity. hafa keypt fyrir rúmar 500.000.000 (brúttó) s.l. 5 tímabil , 3) Arsenal , sami stjóri síðan 1996, velta tæplega 25% hærri en hjá LFC, 4) Chelsea, Roman , 5) Tottenham, verið að bæta sig ár frá ári síðan Arry var ráðinn. Komnir með nokkuð sterkan hóp. Hafa þó verið að skipta nokkuð reglulega um stjóra.

  Ég veit að við erum Liverpool FC og eigum að gera kröfu um það besta og allt það. Menn eru orðin óþreyjufullir eftir titli(num) og langþreyttir og pirraðir á gengi liðsins og þeirri rússíbanaferð sem klúbburinn hefur verið á s.l. áratug og vel það. En ef við erum raunsæir,

  *m.t.t. andstæðinga og þeirri breytingu sem hefur orðið á deildinni síðan 2004 þegar Roman kom með þvílíka kaup- og launaverðbólgu með sér í enska boltann.

  *gengi okkar innan og utan vallar s.l. ár,

  *þau vandamál sem við höfum átt í fjárhagslega og eru rétt núna farið að sjá fyrir endan á (eftir að skuldamálin voru leyst var ennþá til staðar vandamál sem sneri að launahliðinni)

  *breytinga í starfsmannamálum, sérstaklega þjálfara & stjóra s.l. 3-4 ár.

  Héldu menn þá í alvöru að enduruppbyggingin tæki hálfa leiktíð eða rúmlega það ?

  Sjá menn í alvöru ekki þær framfarir sem eru á spilamennsku liðsins ? Stigasöfnunin er á pari ef ekki verri en í fyrra, en það eru mörg jákvæð teikn á lofti. Það hefur oft verið mjög mjög skemmtilegt að sjá liðið spila – þó reglulega misstigi það sig. En það sem skilur bestu liðin frá restinni er stöðugleiki, hann var aldrei að fara nást þetta snemma.

  Ég er ekki að segja að allt sé jákvætt og að BR sé sá sérstaki, the jury is still out. En hann á að fá tíma. 20 leikir er ekki nægur tími, 27 leikir ekki heldur. Það er fullt af jákvæðum hlutum í gangi í blandi við neikvæða líka. En neikvæðnin hefur verið ráðandi í umræðunni of lengi, því miður.

 49. Það klikkar ekki að eftir hvern sigurleik koma inn menn og segja okkur að missa okkur ekki í sigurgleðinni. Af hverju? Er einhver að segja að allt sé í himnalagi? Nei. En menn eru glaðir yfir sigurleik – það má líka gleðjast stundum líka.

 50. Tek eins og oft áður undir með Eyþóri Guðj nr.53. Þetta er hundpirrandi staða og þetta lið er oftar en ekki nálægt því að gera mann geðbilaðan en ef við skoðum heildarmyndina hefur útlitið alveg verið svartara. FSG þurfa hinsvegar að ná stöðugleika sjálfir áður en félagið getur farið að sýna stöðugleika og vonandi er þetta blanda sem þeir ætla að veðja á meira en næstu 3-12 mánuði og gefa vonandi stjóranum það sem hann er að fara fram á næsta sumar, öfugt við það sem þeir gerðu í fyrra.

  Það er síðan bara enginn að missa sig í gleðinni hérna, ef menn vilja gagnrýna það að hér sé verið að gleðjast yfir mjög góðum 5-0 sigri er spurning um að fara leita sér hjálpar?

 51. Sturridge var unreal í leiknum! Vann virkilega vel, sýndi góða boltameðferð og hefði vel getað sett þrennu með smá heppni.

  Verð að segja að Suarez-Sturridge sóknarlínan er að leggjast vel í mig. Það kom fyrir í leiknum að þeir hefðu vel getað gefið á hvorn annann þar sem annar var í betra færi, en eins og góðum sóknarmanni sæmir að þá reyna þeir að klára færin sjálfir. Það má skrifa það á einspil, en maður vill samt fá framherja sem þora að skjóta. Tölfræðin lýgur samt ekki: Suarez 1 mark – 2 stoðsendingar og Sturridge 1 mark – 1 stoðsending.

 52. Ef ég man rétt að þá var talað um Podcast eftir Swansea leikinn og þau eru vön að detta inn á mánudagskvöldum… Einn spenntur! 🙂

 53. Nr. 58

  Ekki á dagskrá í dag því miður. Verðum ferskir eftir viku að gleðjast yfir sigri á Zenit. .

Liðið gegn Swansea

Verulega gott viðtal við Alex Inglethorpe