Liverpool 0 WBA 2

mcauley_aggerKlukkan er að verða ellefu á mánudagskvöldi og ég verð að viðurkenna að ég veit varla hvað ég á að segja. Liverpool lauk í kvöld keppni í baráttunni um Meistaradeildarsætið með skelfilega lélegu 0-2 tapi á heimavelli gegn West Bromwich Albion. Þetta var þriðji deildarsigur West Brom í röð gegn Liverpool. Ég vildi að ég væri að grínast.

Leikurinn spilaðist eins og svo oft áður. Liverpool var meira með boltann, sótti allan leikinn á meðan gestirnir lágu aftur, voru þéttir og biðu færis. Lokatölur í færum voru eitthvað í kringum 30-2 fyrir Liverpool en samt skoruðu þeir úr báðum sínum færum á meðan okkar menn hefðu getað spilað í sólarhring án þess að skora. Daniel Sturridge sat uppí stúku og það var eins og við værum gjörsamlega vængbrotnir án hans í kvöld. Nánast hver einasti leikmaður átti skelfilegan leik – mér dettur helst í hug að fría Stewart Downing, Jamie Carragher og Pepe Reina sök, án þess að neinn þeirra hafi átt stórleik. Allir aðrir voru á hælunum í kvöld. Líka fyrirliðinn. Líka markakóngurinn. Bara allir.

Þetta er ungt lið og þjálfarinn er líka ungur. Við höfum alltaf sagt að það yrði að leyfa þessu liði að gera mistök áður en við færum fram á framúrskarandi árangur, og þannig hefur þessi vetur gengið. Það sem ég sá í kvöld var hins vegar mikið varúðarmerki. Getur verið að liðið hafi enn og aftur gleymt sér í umræðu um að nú væri erfiða prógrammið búið og aðeins auðveldir leikir eftir? Að nú ætti að vera hægt að fara á gott skrið og gera alvöru atlögu að 4. sætinu? Getur virkilega verið að liðið hafi endurtekið mistökin frá því í desember og leyft sér að horfa framhjá þessum leik? Eins og þetta væri eitthvað sem ætti að vinnast? Af því að Liverpool var svo frábært á útivelli gegn Manchester City, þá ætti heimaleikur gegn West Brom að vera formsatriði?

Hafa menn ekkert lært?

Liðið var bara flatt í kvöld. Sóknarlega var ekkert að gerast, miðjan átti í vandræðum allan leikinn og báðir bakverðirnir ákváðu að skíta í brók í kvöld. Þetta var einfaldlega ekki boðleg frammistaða og lið sem ætlar að leyfa sér nokkra svona heimaleiki yfir tímabilið mun aldrei nokkurn tíma koma sér í fremstu röð. Það er bara svo einfalt.

Það verður að gefa West Brom sitt kredit. Þeir spiluðu nær fullkominn leik í kvöld, fyrir sitt leyti. Þeir hafa verið að stunda þetta í allan vetur undir stjórn Steve Clarke: þeir byrja þétt, eru skipulagðir og mjög líkamlega sterkir og beina vængspili Liverpool aftur og aftur inn á miðjuna þar sem þeir kæfa allt pláss í kringum Gerrard og Suarez. Þetta er orðið svo þekkt rulla hjá þeim að Michael Cox hjá Zonal Marking skrifaði um hana í desember, og hún virkaði svo vel í kvöld að Johnson og Enrique vissu varla hvaða íþrótt þeir voru að spila, hvað þá Suarez og Gerrard. Downing einum gekk ágætlega að finna pláss í þrengslunum á vallarhelmingi West Brom en mátti lítið við margnum. Jonjo Shelvey var enn og aftur beðinn um að spila frammi – sem minnir okkur á hvað við eigum langt í land að vera með boðlega breidd í leikmannahópnum – og gat minna en ekki neitt. Það er erfitt að dæma hann of hart þar sem hann er ekki framherji og burðarásar í kringum hann brugðust einnig, en ég vona að hann verði aldrei beðinn um að spila frammi aftur.

Liverpool v West Bromwich Albion - Premier LeagueÞað eru til margar leiðir til að vinna knattspyrnuleik og West Brom eru mjög góðir í sinni. Ben Foster var besti maður vallarins í kvöld og varði meðal annars slakt víti frá Gerrard og nokkur dauðafæri. Vítið kom þegar tólf mínútur voru til leiksloka og hefði getað innsiglað slakan sigur Liverpool. Þess í stað var klúður Gerrard eins og blaut tuska framan í liðið og West Brom gengu á lagið. Það er erfitt að segja annað en að sigur þeirra hafi verið verðskuldaður, þrátt fyrir gang leiksins. Allt sem þeir lögðu upp með í kvöld gekk upp. Allt sem Liverpool vildi gera klikkaði.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir þessa frammistöðu er hversu brothætt liðið er, andlega. Lið vita núna að ef þau stilla upp líkamlega sterku liði er hægt að þjösnast á Liverpool og eyðileggja rythmann í spilamennsku Rodgers. Stoke gerðu það, Aston Villa gerðu það, United gerðu það á Old Trafford og meira að segja fokking Mansfield og Oldham gerðu það. Og nú West Brom. Þeir voru stórir, sterkir, skipulagðir og þéttir. Brutu af sér á réttum stöðum, hirtu gulu spjöldin og héldu svo áfram. Rifu kjaft við Suarez og Shelvey og komu þeim úr jafnvægi. Biðu færis og settu svo stóru mennina í teiginn hjá okkur. Það borgaði sig að lokum.

Af hverju getur Liverpool ekki tekið á móti svona liðum? Er stefna Rodgers of einsleit? Sjáið varamennina hans. Viðbrögðin við stórkarlataktík West Brom var að skipta inná mögulega minnstu varamannasveit allra tíma – Borini, Sterling og Coutinho. Þrír strumpar í tröllaskógi og þeir komust aldrei í samband við leikinn.

Og það sem verra er, hvernig í andskotanum getur liðið eða þjálfarinn útskýrt – eða afsakað – svona frammistöðu? Fyrir utan eina breytingu var þetta sama lið og gat farið á Etihad Stadium og yfirspilað Englandsmeistarana. Fyrir viku síðan. Og í kvöld bara skeit þetta sama lið upp á bak.

Setjum þetta í aðeins skýrara samhengi: ég myndi alltaf, ALLTAF segja að Daniel Agger sé betri knattspyrnumaður en Johnny Evans. Alltaf. Ef ég væri að velja í lið myndi ég aldrei velja Evans á undan. En… EN… Agger í vetur hefur átt eina skitu í hverjum fimm leikjum, um það bil. Evans hefur aldrei klikkað hjá United. Hvort er betra að vera með áttu í vörninni sem spilar af og til eins og fjarki, eða að vera með sjöu sem er alltaf sjöa?

Þetta er að verða stórt vandamál hjá Liverpool. Einhverra hluta vegna. Pepe Reina kostar okkur stig hér og þar, Skrtel er búinn að missa sæti sitt í liðinu, Agger er að klikka líka. Johnson og Enrique spila stórkostlega eina vikuna og ömurlega þá næstu. Meira að segja Lucas og Gerrard geta átt svona leiki, og við höfum nær undantekningarlaust getað reitt okkur á þá síðustu árin.

Af hverju er liðið svona óstöðugt? Af hverju er það svona brothætt? Af hverju getur þetta lið ekki sleppt því að skíta á sig á tveggja mánaða fresti?

Ég veit ekki svörin. Ég vona innilega að Brendan Rodgers viti það. Fyrir tæpu ári tapaði liðið fyrir Arsenal á Anfield og gerði út um vonir um Meistaradeildarsæti það árið. Eftir það tap hætti liðið að spila í deildinni, gafst bara upp og leyfði sumum af ómerkilegri liðum deildarinnar að koma á Anfield og hirða þrjú stig, á meðan áherslan var öll lögð á bikarkeppnirnar. Það glettilega við vorið í fyrra var að við héldum að liðið væri endanlega búið að vera í baráttunni um fjórða sætið eftir Arsenal-tapið, en ef liðið hefði haldið haus og unnið þá leiki sem það átti að vinna eftir að Van Persie stal stigunum á Anfield, hefði liðið sennilega átt séns á að lauma sér inn í Meistaradeildina þrátt fyrir allt. Og deildargengið einmitt eftir þann leik kostaði Dalglish starfið.

Liðið er í svipaðri stöðu í ár. Febrúar og slæmt tap á heimavelli þýðir að almenningur afskrifar möguleikann á fjórða sætinu. Sem er eðlilegt, þetta lið er aldrei að fara að ná því sæti miðað við frammistöðuna í vetur. Ekki þegar við getum treyst á að þetta lið drulli upp á bak minnst tvisvar í viðbót áður en tímabilinu lýkur. Hins vegar er ekkert útilokað, stigalega séð, þótt langsótt sé.

Hvað ætlar Liverpool að gera í ár? Mun liðið hengja haus í deildinni og einbeita sér að Evrópu? Eða ætla menn að klára verkefnin eins og fullorðnar manneskjur og klára deildarkeppnina að krafti, hvort sem séns er á fjórða sætinu eða ekki? Þýðir tapið í kvöld að liðið tapar þremur leikjum í viðbót á Anfield, eins og í fyrra? Eða fara menn loksins að óttast framtíð sína hjá félaginu og skila því sem þeir fá borgað fyrir?

Ég hallast æ meir að því að Rodgers þurfi að taka erfiðar ákvarðanir í sumar. Agger er betri leikmaður en Evans en þú vinnur titla með stöðugleika Evans, ekki með óstöðugleika Agger. Það sama er hægt að segja um marga leikmenn í toppliðunum sem við teljum stundum óæðri einhverjum af okkar hetjum. Það er ekki nóg að spila frábærlega í tveimur af hverjum fjórum leikjum. Það er stöðugleiki sem skilar árangri og það er kominn tími til að leikmenn Liverpool læri þá lexíu.

Næstu þrír mánuðir munu segja okkur allt sem við þurfum að vita um leikmenn Liverpool. Ef þeir bregðast enn einu sinni gæti það kostað Rodgers starfið. Þá kemur nýr stjóri inn í sumar og sá mun hreinsa til. Ég er ekki viss um að Pepe Reina, Martin Skrtel, Daniel Agger, Glen Johnson, Jose Enrique, Lucas Leiva og hvað þeir heita allir, lykilmennirnir svokölluðu, fái fleiri sénsa ef þeir klára tímabilið ekki með sóma í ár.

Það sem þeir buðu upp á í kvöld er allavega ekki viðunandi. Langt því frá.

134 Comments

 1. Getur einhver rifjað upp fyrir mér, af hverju voru aftur Kóngurinn Kenny og Meistarinn Clark reknir frá félaginu?

 2. Sýnist að það sé tvennt sem við getum lært af þessum litlu liðum. Annarsvegar markavarlsla og hinsvegar færanýting.

  Markverðirinir þeirra alltaf með leik lífs síns á Anfield og svo þurfa þau ekki nema eitt til tvö færi til að vinna leiki.

  Gætum lært mikið af þessu.

 3. Það vantar bara allan stöðugleika í þetta lið. Óskiljanlegur hægagangur. Bakverðirnir arfaslakir og Agger slappur þegar á reyndi. Vítið lélegt. Ekki séns í þetta fjórða sæti (hafi það verið möguleikiI. Í alla staði mjög, mjög slakt.

 4. Sælir félagar

  Maður hefur ekki haft það fyrir vana undanfarið að gera athugasemdir við einstaka leikmenn en nú er ástæða til. Enrique kominn í sama farið og hann var í áður en hann var tekinn út úr liðinu og Agger er ekki varnarmaður sem hæfir Liverpool nú um stundir. Skiptingar BR orka tvímælis til dæmis að taka Hendo útaf en halda spánverjanum í bakverðinum inná sem nákvæmlega hefur ekkert gert í sókninni nema stoppa vænlegar sóknir og gefa boltann á samherja.

  Þessi niðurstaða á Anfield er óásættanleg og BR á ekkert svar við skipulagi og uppsetningu leiksins hjá stjóra Albion. Það er sama þó Foster hafi átt leik ævi sinnar – það er ekki ásættanlegt að tapa þessum leik. Ég er brjálaður yfir þessarri niðurstöðu og fuinnst hún ófyrirgefanleg BR tapar sem stjóri fyrir manni sem kann þetta allt betur en hann.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Búinn að hafa nákvæmlega þetta á tilfinningunni í allan dag, og skrifaði það í kommenti 30 í þráðin í dag.

  þetta er allveg að gera útávið mann hvernig þessir leikir eru að spilast og það sem hefði átt að vera auðveld stig tapast, þetta gæti vel kostað okkur okkar besta mann í sumar.

 6. Slepptu því að koma með skýrslu, komdu með líter af landa, svefntöflur og sárasmyrsl.
  We just got fucked!!

 7. Menn ekkert að verða þreyttir á andlegum veikindum liðsins? maður er löngu kominn með nóg af þessu, myndi alltaf vilja sjá týpu eins og Benítez aftur. Liverpool liðið eins og það var á árunum 2004-9 var þó allavega andlega sterkt og kom oft með góð comeback þrátt fyrir leiðinlega 0-0 leiki oft á tíðum og brosleysi þjálfara okkar á þeim tíma ( sem að menn nefna oft sem ástæðu fyrir hatri sínu á benítez og þykir mér það fáránlegt ). Jájá liðið er að spila flott oft á tíðum og heldur bolta vel og allt það en hvað liðið er orðið andlega veikt er farið að gera mann virkilega pirraðann á rodgers!

 8. Baráttan heldur áfram – við erum með flott lið og þetta er allt að koma.
  ynwa

 9. Hvað er málið með þetta lið og stóra sentera? Í fljótu bragði man ég eftir Lukaku (tvisvar), Oldham strikterinn (já, ég sagði Oldham), Carlton Cole, Young Boys framherjanum, Anzhi framherjanum, Giroud, Crouch og Kenwyne Jones sem hafa bókstaflega slátrað vörninni okkar.

  Er ekkert verið að gefa þessum mönnum lýsi? Þvílík músarhjörtu.

  Tvennt sem þarf að gerast. Senda þá í fjölmiðlabann og hnébeygju. Hætta að tala um 4. sætið og styrkja þessa menn.

 10. Síðan hvenær hefur það verið góð leið að leggja boltann í vítum? Er það ekki klárt mál að ef Gerrard notar allan sinn skotkraft í að negla á markið úr víti þá skorar hann?

 11. ótrúlegt andleysi aldrei séð annað eins og að taka hendó útaf fyrir borini hreinlega skilur maður ekki brendan fær 2 leiki til að halda starfi sínu þetta skrifast allt á BR já og ps sterling brandari:(

 12. Maður sá fljótlega að þetta yrði einn af þessum leikjum þar sem kæmi ekki mark, no matter what! Stundum er eins og það liggi hreinlega í loftinu. Liðið sýndi sitt rétta andlit, það er bara ekki betra en þetta. Sóknarleikurinn hægur og fyrirsjáanlegur og WBA þurfti rétt að spila fótbolta í 10 mínútur til að vinna öruggan sigur, Meira ruglið!

 13. BURT MEÐ ALLT ÞETTA METNAÐARLEYSI OG AULAHÁTT!!!!!!!!!!!!!

  Fá nýjan stjóra, Benitez!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 14. Ætla að reyna að pústa út.

  VONBRIGÐIN!!! Maður minn. Ekki það að ég hafi nokkurn tíma verið að reikna með 4.sæti þá er með ólíkindum að sjá liðið koma svona sloppy til leiks. Bakverðirnir voru svo lélegir að maður bara svitnaði frá fyrstu mínútu.

  Henderson geymdur úti á kanti fyrir Shelvey og mér fannst fyrri hálfleikur einfaldlega dapur. Fyrsta kortérið í seinni hálfleik langbesti kaflinn og þá gerði Brendan Rodgers stór arfamistök þegar hann tók bæði Shelvey og Henderson útaf og setti Sterling og Borini inná.

  Hvað hann ætlaði sér er mér svo fyrirmunað að skilja að ég varð í fyrsta sinn æfur með ákvörðun þessa manns. Þetta þýddi að inni á miðjunni (sem við loksins vorum að ná tökum á) voru nú Gerrard og Lucas að verja svæði með Suarez, Borini og Sterling á einhverjum hlaupum um allt. Vissulega mátti taka Shelvey út en að taka þá báða er svo vitlaus ákvörðun að hana þarf beinlínis að ræða strax eftir leik við stjórann.

  Þar með fannst mér við fjara út, ótrúleg sjón að sjá Gerrard klikka á víti og þá til að bæta í vitleysuna ákveður Rodgers að hleypa Coutinho inná og tekur einu ógnina okkar að marki í kvöld Stewart Downing útaf.

  Að sjálfsögðu var okkur refsað. Elsku Daniel minn. Elsku Daniel minn. ELSKU DANIEL MINN!!!!!!! Gareth McAuley? Í alvöru. Í ALVÖRU!!!!!

  Þá horfði maður á Lucas (ekki í besta formi) Gerrard og Suarez snúast inná með stráklingum og Lukaku sýndi okkur hvað senter gerir.

  Eftir situr maður og hugsar að maður sjálfur lærði ekki af Aston Villa og liðið ekki heldur. Leikskipulag Steve Clarke gekk fullkomlega upp og hann gengur hnarrreistur af velli. Enn einu sinni sitja okkar menn eftir í drullupolli og skilja bara ekkert í því hvað gerðist.

  4.sætið er bara svo alls ekki það sem þetta lið á skilið, ég vill ekki sjá CL valda okkur einhverjum ama fyrr en við erum menn í að klára svona leiki á heimavelli.

  Og Rodgers minn. Þú átt ekki inni fyrir mörgum svona kjánagangi. Og Jesús minn Fabio minn Borini. Viltu fara að sýna mér eitthvað. Bara eitthvað sem fær mig til að trúa á þig vinur.

  Verst er það að hafa séð tvær fókuseraðar og flottar frammistöður í röð verða að dufti í kvöld. Og það er rannsóknarblaðamál hvað gekk á hjá bakvörðunum okkar í kvöld.

  Hættur í bili……..shitturinn titturinn!

 15. Agger á bæði mörkin, Johnson og Enrique gátu ekki gefið 1m sendingar og settu félagsmet í að klúðra boltanum og Gerrard klúðraði mikilvægu víti auk þess að eiga glataðan leik. Þessir eiga að skammast sín.

 16. Ég ætla að skrifa þetta tap á fyrirliðann. Þetta var hörmulegt víti. Foster ver, þeir fá allt í einu trú á verkefninu og eru með 67% nýtingu það sem eftir lifir leiks. Steven Gerrard þetta átt þú skuldlaust gamli!

 17. Legg til að okkar menn spili alla leiki kl.20:oo. Þeir eiðileggja þá ekki allann daginn fyrir manni á meðan!!!!

 18. Algjört lánleysi yfir þessu liði, það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig við gátum ekki skorað mark í kvöld. Andskotans djöfulsins tal hjá leikmönnum og þjálfara um þetta 4 sæti og svo drulla þeir saman í buxurnar.

  HALDIÐ KJAFTI OG LÁTIÐ VERKIN TALA Á VELLINUM.

 19. Agger átti hér einn af sýnum döprustu leikjum eins og allt liðið og bæði mörkin skuldlaust en gaman sjá Brassann spila nokkrar mínútur. Næsta leik takk.

 20. Er ekki sammála því að vítið hafi verið lélegt hjá Gerrard. Markvarslan var einfaldlega fyrsta flokks. Teygir sig vel og þarf að hafa fyrir þessu.

  Merkilegt hvað víti eru alltaf illa tekin ef markmaðurin „slysast“ til að verja þau.

 21. Á 70. mínútu birtist stuðullinn í sjónvarpinu hjá mér á því hvort liðið myndi skora næst… Stuttu áður hafði tölfræðin 16-0 í Goal Attempts verið birt (Liverpool í vil).

  Ég hugsaði með mér… WBA eiga bara eftir að skipta leynivopninu sínu (Lukaku) inná og í framhaldinu vinna leikinn 0-1

  Stuðullinn var 7,6 … og nú veit ég ekki hvort ég er meira svekktur yfir því að hafa ekki veðjað, eða því að Liverpool skyldi tapa :-/

  PS. Að sjálfsögðu veðjar maður aldrei gegn Liverpool

 22. Rodgers er bara miðlungsstjóri sem er alveg ráðalaus gagnvart lókum stjórum. Hann kemur með glórulausar skiptingar sem hava kostað okkur allavegana 5 stig í seinustu 3 leikjum ég bara skil ekki hvað spjallverjar sjá við þennan mann. Mér finnst hann bara ekki góður stjóri punktur.

 23. jæja gott fólk. Nú ætla ég að fleygja henni Pollyönnu lengst út á hafsauga. Þetta var í einu orði sagt ÖMURLEGT! Mér er alveg sama þó að markmaður þeirra átti leik lífs síns. Þennan leik áttum við að vinna, fengum meira að segja gefins víti. Allir leikmenn liðsins lélegir, nema kannski Downing og hann var tekinn út af þegar 10 – 12 mínútur voru eftir. Hvað var það??

  Varnarleikur okkar í föstum leikatriðum. Eigum við að ræða það eitthvað??!! Við bara getum ekki varist slíku. Sorglegt með öll þessi þrastarhjörtu í vörninni. Að fá á okkur hornspyrnu er ígildi vítaspyrnu. Agger átti lélegasta leik sinn í vörninni frá upphafi. Ekki fyrsti lélegi leikur hans en þessi botnaði allt saman.

  Djöfull er erfitt að draga eitthvað jákvætt fram núna. Gríðarlegt áfall fyrir BR og ef liðið rífur sig ekki upp á rassgatinu og endar tímabilið á jákvæðum nótum þá er ekkert sjálfgefð að eigendurnir gefi honum annað.

  Er farinn að sofa.

 24. Byrjar kórinn sem gerir þetta commentakerfi svo skemmtilegt…

  Of margir leikmenn langt undir pari í dag, því miður. Eins og Sigkarl sagði þá átti Enrique sinn versta leik á tímabilinu í dag og Johnson einnig. Það kom ekkert frá bakvörðunum okkar sem hafa verið virkilega góðir. Við skulum samt ekki alveg passa okkur á að vera ekki með það mikla sleggjudóma að segja að Enrique sé orðinn alveg eins og hann var seinnihluta seinustu leiktíðar. Gefum manninum allavega tækifæri að svara fyrir frammistöðu sína í næsta leik. Það eiga ALLIR einhverntíman slæman dag á skrifstofunni.

  Ég verð þó að segja að Shelvey var að valda mér pínu vonbrigðum. Það sást á honum hvað hann ætlaði svo mikið að sanna sig og við það fannst mér hann oft gera hlutina aðeins of flókna og var á köflum aðeins og ákafur. Alltaf gott að berjast en þó verður þó að geta tekið skynsama ákvörðun. Mér fannst hann ekki tengjast frammlínunni nægilega vel vegna þess að hann var of ákafur að sanna sig. Hugsaði meira um sjálfan sig en liðið.

  Ég verð einnig að segja að mér fannst ég finna fyrir stressi hjá liðinu strax á 35 mín að ekki væri komið mark. Fannst eins og þeir væru farnir að hafa áhyggjur á því hversu illa gekk. Persónulega held ég að liðið verði að hafa trú á því sem þeir gera alla 90 mínútur.

  Þetta sýnir þeim að þrátt fyrir að við eigum tvo góða leiki gegn topp liðum þá getum við ekki ætlast til þess að ganga yfir minni lið eins og WBA. Við verðum að fara af sama krafti í þau lið!

  Já og að lokum þá verð ég að lýsa undrun minni á þessari vítaspyrnu. Suarez hefur oft átt skilið víti og Liverpool í heild en ég var ekki sammála þessum dóm. Ég hefði allavega verið snar hefði verið dæmt víti á Liverpool við svona aðstæður.

 25. Rólegir félagar.

  Róm var ekki byggð á einum degi …

  Góðir hlutir gerast hægt …

  Þolinmæðin þrautir vinna ….

  Maður verður nú að vera “sannur” stuðningsmaður og taka það jákvæða úr þessu !

 26. Mér finnst helsti veikleiki liðsins vera hvað þeir þola illa að fá sig mörk eða lenda undir. Eftir að fyrra mark WBA kom hrundi leikur liðsins alveg niður. Mörg vonbrigði í þessum leik, Agger réð ekkert við Lukaku og bakverðirnir spiluðu eins og þeir væru fótbrotnir.

  Bara úff…

 27. Ég verð að taka undir gagnrýni á BR. Því miður þar sem ég var búinn að ákveða í haust að gera það ekki. En það er ekki hægt annað en samþykkja þá gagnrýni á manninn sem hér kemur fram í athugasemdum.

  Og svei mér þá ef ég vil ekki Skrölta gamla inn fyrir Agger. Hann er allavega ekki hræddur við menn og gefur ekki eftir stöðu nema þá fyrir klaufaskap. Agger er með músarhjarta og Carra gamli minn maður spilar alveg jafn vel útúr vörninni og fótboltamaður ársins í Baunalandinu.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Downing var lang, lang, lang besti leikmaður Liverpool í dag. Ef samherjar hans væru svona bærilegir í að nýta færi þá hefði hann átt stoðsendingar. Líka rosalegar skiptingar hjá honum milli kanta, o.fl.

 29. Liverpool – WBA 0-2
  WBA – Liverpool 3-0

  Hvað er að gerast með þennan fjandans klúbb okkar? Helvítis fokking drazl, búningarnir mínir fara núna beint í ruslið þar sem þeir eiga heima.

  Get ekki meir og get ekki gert mér þetta lengur.

 30. Arrrgggasta skita.
  Ég sem er alltaf svo jákvæður.

  Ferlega þreyttur leikur … gott á þá að þurfa að fara næstum til Síberíu eftir leikinn.

  Vonin um baráttu um 4. sætið fór langt með að hverfa í kvöld.
  Sammála mönnum sem segja “Tala minna – vinna meira”.

  YNWA

 31. Hvað er málið með það að Liverpool geti ekki spilað gegn “litlu” liðunum án þess að skíta gjörsamlega uppá bak? Það er alveg sama hvaða leikmenn eða þjálfarar eru að stýra liðinu, þetta erfist bara á milli leikmanna og þjálfara!!! Gjörsamlega óþolandi að tapa svona leik þar sem liðið var 110% með boltann en gátu bara ekki drullað tuðrunni í markið. Dómarinn meira að segja gerði allt til þess að redda okkur með því að dæma aula víti en að sjálfsögðu var því klúðrað. Henda þessari vörn í utandeildina og í guðanna bænum Sturrige, ekki meiðast aftur… aldrei aftur!

 32. Næst látum við Stefán vera með hækju með sér á vellinum, hann getur þá notað hana til að ýta boltanum inn í vítaspyrnum, því ekki getur hann sparkað honum, svo mikið er víst. Og svo rekum við Rogers og allt hans slekti og ráðum Morinho, eða hvað hann nú heitir, en trúlegt að hann vilji ekki vinna fyrir smákaupmennina sem nú raða í hillur Liverpool.

 33. Sko, þetta tímabil er þá bara búið í deildinni í bili, getum jafnvel bara gleymt evrópu sæti held ég. Ekkert svosem við því að segja, alveg fúlt en af hverju að láta hluti sem maður hefur ekki stjórn á hafa áhrif á sig. Nú er það bara framtíðin og já já, hún er allavega bjartari en staðurinn sem við erum á núna, þetta er fokkings Liverpool, væri nú gaman að vinna evrópudeildina svona upp á fönnið. Næsti leikur HUHA!

 34. Ég er bara alveg rosalega sammála Magga með það að skipta Downing útaf hafi verið út í hróa hött, ef það var einhver sem var að gera eitthvað í sókninni þá var það Downing og hann setur inn menn sem eru búnir að skora hvað 1-2 mörk og leggja upp ekkert!!!! til að vinna leikinn. Sterling á ekki heima í úrvalsdeild, hann á að vera sendur á lán í næst efstu deild til að fá smá spilatíma, hann á allavegana ekki heima í úrvalsdeild í augnablikinu. Borini er svo slakur að hann kæmist ekki í byrjunarlið QPR.

  Spilamennskan undir stjórn Brendan er fín, en hreinsunarstarfið verður að halda áfram í sumar og helst að leyfa einhverjum öðrum að setja veto á hann þegar Rodgers vill fara kaupa menn sem hann þekkir frá fyrri liðum.

  Svo verður að fara fá inn varnarþjálfara sem veit hvernig á að mótivera menn til að halda haus í föstum leikatriðum.

  Ef við hefðum sett mark úr einhverjum þessum færum okkar hefði þetta verið frábær leikur að okkar hálfu….. en fyrst þetta fór svona þá vilja menn horfa á það að við töpuðum og sjá ekkert annað.

  ps ég er orðinn pirraður að heyra menn tala um að markmaður hins liðsins eigi alltaf leik ársins á móti okkur, við erum bara svona djöfulli lélegir að skjóta á markið. Jújú hann varð vítið vel en flest allt annað voru skylduvörslur hjá honum.

 35. BR var bara léttur í viðtali.. sagði að allir leikmenn hefðu staðið sig vel og gefið allt í þetta… Hann greinilega tekur þetta allt á sig.. Mætti samt viðurkenna algjöra skitu og sýna smá skap og segja að þeir séu reiðir og koma brjálaðir í næsta leik. Langar næstum að sjá sköllótta Blackpool þjálfarann í LFC.

 36. Þið verðið að fyrirgefa sumir hérna. Það mega allir hafa sýna skoðun á Brendan Rodgers en ég vona að sú skoðun sé mynduð vegna þess að liðið tapaði einum leik. Úff ef svo er þá eru þeir sem styðja svoleiðis að tala fjölda þjálfara á einu tímabili.

  Og svo kalla menn eftir Benitez. Já Benitez gerði góða hluti á sínum tíma og Benitez átti líka slæmt tímabil. Benitez er ekki beint að brillera með City. Það stjörnu lið sem hann er að stjórna hefur náð 23 stigum í deildinni í hans 14 leikjum og hefur hann einungis leikið við City og Arsenal af þessu “stóru” liðum. Á seinustu 14 leikjum hefur BR fengið 21 stig með Liverpool en á því plana eru Arsenal, City, Tottenham og ManU.

  Og hvað á að gera ef BR verður rekinn? Byrja enn einu sinni að móta nýja stefnu sem talað er um að þurfi að þróa? … Heimskulegt ef þið spyrjið mig.

 37. Ekki að það sé eitthvað nýtt en Maggi nr. 18 segir mest allt sem ég hefði viljað sagt hafa.

  Ég var hundsvekktur með þessa breytingu á liðinu milli leikja, Shelvey inn fyrir Sturridge er rosaleg veiking á liðinu sóknarlega og við vorum í handbremsu fyrsta klukkutímann. Samt með góð tök á miðjunni og nokkur ágæt færi. Hef komið inn á það áður að mér finnst liðið alltaf spila mun aftar þegar Carragher er í liðinu og gegn svona liðum sem leggja upp með að spila aftarlega þá er oft löng leið að fara í sóknir og eins og liðið var skipað í dag var bara alls ekki nægur hraði í þessu liði í byrjun. Daniel Sturridge var mjög sárt saknað.

  Svo loksins þegar hann drullaðist til að skipta þá tekur hann Henderson útaf líka, mótorinn á miðjunni og einn besta leikmann Liverpool í dag. Enn á ný er ruglað miðjunni og skilið Gerrard og Lucas eina eftir gegn mjög þéttum miðjuleik WBA og ég man varla eftir að það hafi gengið upp til lengri tíma án þess að okkur sé refsað. Borini, Sterling, Downing og Suarez út um allt fyrir framan og pressan hvarf gjörsamlega.

  Þetta var auðvitað augljóslega einn af þessum dögum hjá okkar mönnum og líklega hefðum við getað spilað fram á sunnudag án þess að skora. Ben Foster með besta leik tímabilsins auðvitað. WBA er í neðsta sæti töflunnar yfir síðustu leiki (form taflan) og því alveg típískt að afreka það að skora ekki úr rúmlega 20 færum, klúðra víti og fá svo mark á sig úr bókstaflega fyrstu sókn gestana. Gefum þeim það samt að planið gekk meira en fullkomlega upp í dag. Þeir þurftu ekki að sækja í meira en korter í dag til að taka öll stigin frá Anfield.

  Vörnin hjá okkur er gríðarlega mikið áhyggjuefni og hún lekur ALLT OF MIKIÐ af mörkum, alveg sama hver er að spila, hvort sem það er Agger og Skrtel, Agger og Carra eða hvort það er Jones eða Reina í markinu. Það segir líka töluvert um karakterinn og leikskipulagið að við fáum alltaf meira en eitt mark á okkur þegar við fáum mark á okkur. Liðið brotnar gjörsamlega og er jafnan líklegra til að fá á sig mark heldur en að skora undir lok leikja.

  Eins og við ræddum í podcasti um daginn þá er spurning hvort varnarleikurinn sé ekki síðasti hluti púsluspilsins sem á eftir að ná tökum á leikplani Rodgers? Sóknarleikurinn hefur skánað undanfarið og miðjan hefur verið öflug í síðustu leikjum en vörnin míglekur. Agger og Skrtel hafa verið ákaflega daprir, Carragher er kominn yfir hæðina og Coates virkar gjörsamlega út á túni. Eins og einhver sagði á twitter, það er spurning hvort Liverpool verði fyrsta lið sögunnar til að skipta um 4 miðverði á einu sumri?

  Þetta var allra síðasti séns, enn einu sinni klúðrar Liverpool “auðveldum” leik og sýnir að þegar Liverpool á leik er ekki hægt að horfa fram í tímann og sjá fyrir sér auðveldan leik. Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik og óttaðist nákvæmlega þetta og satt að segja er ég ekkert bjartsýnni fyrir leikinn gegn Swansea eftir viku.

  Tvö töp gegn WBA á sama tímabili og tap gegn þeim og Aston Villa er ástæðan fyrir því að Liverpool á ekki séns í helvíti á að ná 4. sæti á þessu tímabili. 6. sæti verður raunhæfari barátta. Enn á ný náum við ekki að klára lið sem er fyrir ofan okkur í deildinni (þeir eru það a.m.k. eftir leik) og þetta vill ég ekki segja á sama tíma á næsta ári um fokkings WBA.

  Ótrúlega skvekkjandi og allt allt allt of kunnulegt handrit af Liverpool leik.

 38. Hvernig ætli Rodgers líði með að hafa Swansea fyrir ofan sig? Hvenig ætli FSG líði með að hafa Clarke fyrir ofan sig? Hvernig ætli restin af Liverpool aðdáendum líði með að hafa Everton fyrir ofan sig? Hvað ætli Enrique og Johnson finnist um að hafa spilað allan leikinn? Hvernig ætli Downing líði eftir að hafa verið tekin út af í besta leik sínum í rauðri treyju? Hvernig ætli Borini líði með að geta bara ekki rassgat? Hvernig ætli Suares líði með að vera spila sem assistant fyrir Shelvey og Borini? Hvernig ætli Gerrard líði bara almennt í lífinu miðað við andleysið á vellinum? Já drengir, mikið af spurningum til að svara….

 39. 1) Heygulsháttur hjá BR að byrja í 4-5-1 á heimavelli gegn lélegu liði WBA og gersamlega óþolandi meðalmennskulegt. Utd hefði byrjað með 3 sentera og klárað leikinn á fyrstu 20 mínútunum með hápressu. Ben Foster varði 2-3x vel í leiknum og meira var það ekki sem liðið ógnaði. 24 skot skráð-mest megnis púðurskot út í bláinn.
  2) Hörmuleg frammistaða leikmanna liðsins. Persónulega er undirritaður búinn að sjá nóg af Daniel Agger og myndi vilja sjá Skrtel og Coates. Agger er skelfilega slakur varnarmaður, getur ekki dekkað mennina sína og vinnur aldrei skallabolta. Meintir sóknarhæfileikar hans hafa skilað kannski 1-2 mörkum síðustu 4 ár. EN ÞAÐ ER ÁBYRGÐ STJÓRA LIÐSINS AÐ FÁ LEIKMENN UPP Á TÆRNAR. Maðurinn sem BR keypti í janúar og átti að skipta öllu með push á 4.sætið fékk örfáar mínútur í kvöld?? (Coutinho)
  3) Karaktersleysi liðsins fer í taugarnar á manni. Eftir höfðinu dansa limirnir (Brendan Rogers)
  4) Er bara í lagi að Liverpool sé með 36 stig eftir 26 leiki og BR er búinn að kaupa leikmenn fyrir 50M punda fyrir seasonið?? Það eru 12 stig í 4. sætið EN það eru líka 12 stig í fallsæti. Hvað á að gefa Brendan langan tíma??

 40. Svo gagnrýna menn Kenny Daglish fyrir frammistöðu og leikmannakaup. Ég held að menn ættu aðeins að róa sig með það. Enn ein skitan, og Clarke var bara að kenna BR hvernig á að láta lið verjast. Þolinmæði, þolinmæði, Róm var ekki byggð á einum degi og allt það kjaftæði. Er það ekki að koma í ljós hvað BR getur sem framkvæmdastjóri ? FFS.

 41. Shankly: “If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win”

 42. Anfield átti ekki skilið að fá sigur í þessum leik. Áhorfendur unnu ekki neitt fyrir því. Það má margt segja um frammistöðu leikmanna og sumir þeirra eiga fullkomið bölsót skilið. Nenni ekki einu sinni að ræða það að svo stöddu. En svona glötuð stemmning elur af sér glataða frammistöðu. Stuðningsmenn verða að átta sig á því að til þess að spila til sigurs þá þarf til þess alvöru stuðning. Þetta var útrunnin og mygluð rækjusamloka hjá the Kop og restinni. Agger, Enrique o.fl. mega líta í eigin barm en vallargestir voru sér til skammar í kvöld.

 43. Fuck it! Ég vill fá sykurpabba með fullt af peningum! Kaupa alla bestu leikmenn heims, besta þjálfarann og fara að VINNA LEIKI!!!! Ég nenni þessu ekki lengur.

 44. Það má alltaf fara í öruggan hugsanagang og vitna í uppbygginguna sem á sér stað en miðað við hvernig spilamennskan var í kvöld er ekki hægt annað en að gagnrýna allt frá A-Ö. Allt liðið var í allt öðrum hugarheimi en það á að vera. Það var eins og stoltið og áhuginn væri farinn í 2ja vikna frí því leikmenn virkuðu áhugalausir, kærulausir og lausir við það stolt sem fylgir því að klæðast Liverpool-treyjunni. Er klár á því að allir WBA leikmenn hefðu viljað klæðast þeirri treyju ef þeir fengu færi á því.

  Það má alveg hrauna yfir einstaka leikmenn eftir þennan leik en ég bara nenni því ekki því það tæki langan tíma. Það að leikmenn eru ekki tilbúnir eða nenna ekki að spila er hausverkur þjálfarateymisins og vil ég sjá breytingu á hugarfari fyrir næsta leik. Þessi draumur um 4.sætið er eitthvað sem menn verða bara að eiga við sjálfann sig um í draumalandi því það er ekki að fara að gerast á næstu 2-3 árum….minnst! Miðað við leikinn í kvöld þarf LFC 11 nýja leikmenn.

 45. Það er fínt að tala flottan leik og hafa flotta sýn en leikmennirnir sem Rodgers hefur keypt – hjálpi okkur. Ég sé ekki annað en að það verði flótti leikmanna í sumar.

 46. Rodgers sagði að Borini væri besti framherji ungi framherjinn í dag. Þjálfarinn hlítur að vita hvað hann er að gera.

  En ég setti á WBA 5.25 í stuðul á lengjunni reyndar bara 500kr sem fara í 2500 það er svo sem ágæt

  Liverpool endar í 7 sæti

 47. Sérkennilegt hvernig Babu gefur í skyn að í reynd sé slök vörn liðsins Carra að kenna. Hann sé komin yfir hæðina!? og hann og Agger og Skrölti og Agger séu eiginlega lélegir vegna Carra!? Svo ekki sé minnst á hvað Coates er lélegur vegna þess að Carra er komin yfir hæðina!?

  Nei ég bara skil ekki alveg hvert Babu er að fara í þessarri færslu um vörnina og biðst auðvitað afsökunar á heimsku minni.

 48. Maggi segir allt sem segja þarf um leikinn í kvöld í fínni skýrslu. En staðan í deildinni er þannig…………. MU með 12 stiga forskot og búnir að vinna deildina! Okkar menn 12 stigum frá 4. sætinu og eigum ekki lengur sjens! En getum huggað okkur við að vera 12 stigum frá fallsæti þannig að við erum nokkuð öruggir!! Yes!!

 49. Hvað eru menn að agnúast út í Borini ræfilinn, strákgreyið var þó að bjóða sig í hlaup og var mættur inní teig en var hreinlega ekki að fá bolta í átt að sér sem hægt var að gera e-ð úr. Mér er minnisstæð umræða sem átti sér stað í podcasti fyrr á árinu þar sem umræðuefnið var Lucas nokkur Leiva og fóru stjórnendur mikinn í umræðu um hversu ósanngjörn gagnrýni hafi verið um þann góða dreng og menn þyrftu að gefa mönnum séns áður en aftaka fer fram. Síðan þá hefur Maggi farið offari við að útiloka hvern ungliðan á fætur öðrum og þá sérstaklega þá sem fá lítil tækifæri og um leið og þeir gera mistök sökum reynsluleysis og skorts á leikæfingu þá eru menn rakkaðir niður s.s Borini, Coates, Allen, Robinson ofl. og kórinn fylgir með, þetta finnst mér farið að verða svolítið pirrandi og vildi óska þess að menn sæu sóma sinn í að hætta þessum aftökum þær eru engum til framdráttar.

 50. stevie g er pottþétt kominn í einn sterkan og phil collins á fóninn

 51. Ég endur tek það sem ég hef sagt 10000000000000000000 sinnum Agger væri heimsklassa leikmaður ef hann væri ekki þessi kisa í loftinu. Við fáum yfirleitt 4 sinnum fleiri hornspyrnur í leik en andstæðingurinn en samt virðast andstæðinganir okkar nýta sér það 100000000000000 sinnum betur.
  2 miðverði á diskinn minn í sumar TAKK. ( ekki kisu lórur)

 52. Nú fór ég í smá rannsóknarvinnu þar sem ég er hundóánægður með stigasöfnun okkar manna og ákvað að prófa bera saman nokkra stjóra til að sjá samanburð við aðra stjóra.

  Bob Paisley England 26 August 1974.1 July 1983 535 308 131 96 57.57
  John McKenna og Barcley England
  Ireland 15 February 1892 16 August 1896 127 77 20 30 60.63
  Dalglish Scotland 30 May 1985 21 February 1991 307 187 78 42 60.91
  Rafael Benítez Spain 16 June 2004 3 June 2010 350 197 74 79 56.29
  Dalglish Scotland 8 January 2011 16 May 2012 74 35 17 22 47.30
  Brendan Rodgers NI 1 June 2012 Present 36 17 9 10 47.22
  Hodgson England 1 July 2010 8 January 2011 31 13 8 10 41.94

  Ferguson Scotland 6 November 1986 Present 1,483 887 333 263 59.81

  Það er kannski alveg skiljanlegt að menn séu ekki sáttir með stigasöfnun Rodgers en liðið hefur batnað rosalega frá því í byrjun tímabils og það er komin skemmtileg spilamennska þótt mörkin vilji oft láta bíða eftir sér. Það sem kom kannski mest á óvart að maðurinn sem menn elska að hata (Benitez) er með fjórða besta win ratio af öllum þjálfurum liverpool en þar sem hann vann ekki englandstitil má ekki tala vel um hann.

  Merkilegt að sjá líka rauðnef með tæplega 60% vinningshlutfall og hann vann fyrsta titilinn eftir 8 ár í starfi… þannig að hvernig væri nú að gefa Rodgers aðeins smá frið og leyfa honum að gera sín mistök án þess að vilja krossfesta hann.

  Ps þetta Shankley quote er orðið þreytt þar sem ég er viss um að meirihluti manna hérna myndu ekki vera pirra sig svona á genginu ef þeir elskuðu ekki liðið og styddu það alltaf þótt illa sé búið að ganga.

 53. Frimmi í færslu 55 er með þetta. Menn geta talað góðan leik og slíkt en erfiðara að færa þetta yfir á völlinn í formi hagstæðra úrslita. Þetta felst allt í að minnka magn innkaupin og fara að eyða meiru í færri en betri leikmenn. Td. tveir sterkir næsta sumar og losa sig við 3-4 af ruslinu. Gera þetta jafnt og þétt í leikmannagluggunum og eftir 3 ár getum við farið að tala um liðsheild sem hægt er að vænta topp 4 af.

 54. Það er bara eitt í stöðunni:
  Fá Benitez í sumar og leyfa honum að kaupa nokkra menn og gefa honum smá tíma.

  BR veit ekkert hvað hann er að gera með þetta lið.

 55. það er bara þannig að liverpool virðist aldrei getað unnið leik á mánudögum.. þetta er ótrúlegur andskoti!!!

 56. Jæja, leikskýrslan er komin inn. Ég tók mér smá tíma í að hætta að gnísta tönnum áður en ég skrifaði skýrsluna. Hún er að hluta til leikskýrsla, að hluta til röfl og að hluta til efasemdarpistill um suma af lykilmönnum Liverpool í dag.

 57. Sökkaði til helvítis því miður. Clarke vissi heldur betur hvað hann var að gera. Þegar hann las um fabúleringar okkar manna um 4´ða sætið undanfarna daga og annan ofmetnað sem er viðvarandi ræpuvandamál hjá félaginu lá taktíkin fyrir. Af hverju halda menn ekki kjafti og láta frekar verkin tala?

  Clarke ákveður að lýsa því yfir að LFC spili besta fótboltann á Englandi og Brendan sé loksins komin með þetta. Fyrir leikinn segir hann m.a.s. að líklega sé hann eini maðurinn á Englandi sem trúi því að WBA verði ekki slátrað á Anfield.

  Dramb er falli næst veit Clarke. Okkar menn voru ekki tilbúnir by far og þessi leikur sýnir hvað Brendan á mikið eftir ólært í þessum bransa. Skiptingarnar í kvöld, drottinn minn eini! Ég vona að stjórinn girði sig almennilega í brók því frammistaðan í kvöld út frá management hliðinni var ekki ásættanleg.

  Brendan er vissulega hæfileikaríkur en hann er líka aulabárður allra tíma á sinn hátt. Hann tekur stundum eitt skref fram til þess eins að taka tvö skref aftur. Þetta verður að laga! Strax!

  Ég er hrikalega svekktur með hvernig sniðugur stjóri eins Clarke fór illa með okkur. Þetta á ekki að geta gerst hjá félagi af þessari stærð.

 58. Hmmm……skil að menn séu svekktir með þetta tap, enda sérlega svekkjandi. Liðið átti heldur ekki góðan dag. Sloppy sendingar, lélegar mótttökur og óvenju margir boltar tapaðir í stöðum sem við oftast rúllum upp. Þetta á við allt liðið, nema helst Downing sem hélt standard þann tíma sem hann var inn á. Þetta á líka við frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu.

  Þrátt fyrir það áttum við 18 marktilraunir á móti engri fyrstu 80 mínúturnar, og þar af nokkur mjög góð færi. Í 95% tilfella dugir slíkt til sigurs og þá býst ég við að tónninn hérna inni væri annar (“karakter í liðinu að vinna þó þeir hafi ekki spilað sem best” eða “frábær leikur, pökkuðum þeim saman, áttu varla skot á markið okkar…”).

  Með öðrum orðum, þó liðið hafi ekki spilað vel í dag, spilaði það samt meir en nógu vel til að sigra leikinn, og mér finnst að gagnrýni verði að miðast við það. Einnig finnst mér sláandi hvað mikið bit fer úr okkur við að missa Sturridge út – mögnuð áhrif sem sá drengur hefur haft á stuttum tíma.

  Að því sögðu, þá tek ég undir ýmislegt hér að ofan. Við máttum illa við því að missa Henderson útaf, skrifum það á Rodgers. Cotinho átti aldrei að koma inná í svona leik, skrifum það líka á Rodgers. Sterling, eftir spræka og óttalausa byrjun í haust, er orðinn ragur. Það kæmi mér ekki á óvart að það tæki hann langan tíma að ná upp alvöru level, jafnvel1-2 ár. Shelvey langar, kemur sér jafnvel í stöður, en eitthvað kemur í veg fyrir að hann klári dæmið. Vona að það sé óheppni en ekki það að hann sé ekki nógu góður. Agger leit illa út í dag í báðum mörkum. Elska Agger, en formið hans þarf að batna. Ég fyrirgef Johnson slakan leik, hann er búinn að vera frábær í vetur og varnarlega stóð hann sig í dag. Enrique fyrirgef ég líka. Flækjufótardagur hjá honum í dag, en hann reyndi og reyndi. Eins skrýtið og það nú hljómar fannst mér Suarez hálf týndur án Sturridge…kannski aðeins of fljótir að aðlagast hvor öðrum?!

  Rodgers á skildar skammir. Hann skildi eftir of mikla léttvigt á vellinum og okkur var refsað rækilega fyrir það.

  En ég ætla samt að hanga í því að WBA voru lúsheppnir að fá eitthvað út úr þessum leik, og það að dóminera leik svona svakalega í 80 mín þrátt fyrir að meirihluti liðsins eigi tiltölulega slakan dag, heldur í mér voninni. Ég styð Rodgers og ætla að trúa því að stóra myndin sé á réttri leið.

 59. Nr. 57

  Sérkennilegt hvernig Babu gefur í skyn að í reynd sé slök vörn liðsins Carra að kenna. Hann sé komin yfir hæðina!? og hann og Agger og Skrölti og Agger séu eiginlega lélegir vegna Carra!? Svo ekki sé minnst á hvað Coates er lélegur vegna þess að Carra er komin yfir hæðina!?

  Nei ég bara skil ekki alveg hvert Babu er að fara í þessarri færslu um vörnina og biðst auðvitað afsökunar á heimsku minni.

  Hvað ertu að meina? Ef eitthvað er finnst mér Carra hafa verið bestur af miðvörðum Liverpool undanfarið, það er reyndar ekkert sérstakt hrós í dag. Var reyndar alls ekki á þessu í byrjun þessa tímabils en með Skrtel og Agger í því formi sem þeir eru núna er sá gamli mun skárri.

  Það sem ég sagði og verð bara að fá að hafa þessa skoðun mína að mér finnst liðið alltaf spila dýpra þegar Carragher er með og finnst hann (þrátt fyrir að halda gríðarlega upp á hann) vera kominn yfir hæðina og held að honum finnist það líka enda að hætta eftir tímabilið.

  Botna ekki hvað þú ert að fara í þessu skoti þínu en biðst auðvitað afsökunar á heimsku minni.

 60. siffi 62, það er orðið ótrúlega þreytt að bera núverandi þjálfara við einhverja aðra, hvað þá þegar menn eru að fara einvherja áratugi aftur í tímann. Ferguson tók við liði sínu þegar það var í fallbaráttu um miðja leiktíð og fékk ekki krónu í leikmannakaup. Það tók hann 4 leiktíðir að vinna sinn fyrsta titil, ef við tökum leiktíðina sem var hálfnuð þegar hann tók við með, þá vann hann FA cup. Svo eftir 6 heilar leiktíðir vann hann deildina, veit ekki hvaða 8 ár þú ert að tala um. Það eina sem þessi endalausi samanburður gerir fyrir mann er að minna mann á hvað hlutirnir voru góðir einu sinni, og hvað United hefur en við ekki.

  Sigurhlutfall Paisly er vissulega frábært, en hvað kemur það Rodgers við? Staðan í dag er allt önnur en hún var á þeim tíma. Vissulega þurfum við þolinmæði en mér finnst bara Rodgers ekki vera með pung í þetta verkefni. Núna er lokaspretturinn í deildinni hafinn og menn mæta með hálfum hug á völlinn, hann sem þjálfari á að sjá til þess að það gerist ekki. Sjáið t.d. Martinez og hvernig hann nær að hvetja sína menn áfram undir lok tímabils sem bjargar þeim alltaf frá falli, það er vegna þess að þeir vita að tímabilið er að klárast og hvert srig skiptir máli. Samt er hann með skelfilegan hóp í höndunum á hverju einasta ári.

 61. Þetta er lélagasta LIverpool lið sem ég hef horft á síðan ég byrjaði að fylgjast með þeim 1984.

  Þvílík og önnur eins meðalmennska, við erum 13 stigum frá fallsæti og einhverjir 11 leikir eftir.

  Ekki nema von að ungir krakkar hafa ekki áhuga á því að styðja klúbb sem hefur ekki unnið aðal dolluna í rúma 2 áratugi.

  Ömurlegt að horfa uppá þetta getuleysi að geta ekki unnið svona leik á heimavelli. Hvort einhver markmaður eigi frábæran leik á móti okkur, þá skiptir það engu máli þegar við erum einsog gatasigti í öftustu línu.

  Hvort sem er um að kenna reynsluleysi BR eða ekki, þá þarf að Skoða af hverju 4 leikmenn í aftöstu varnarlínunni ásamt markmanni líta út einsog amatörar í fótbolta, trúi ekki bara að góðir leikmenn missi algjörlega niður formið. Leikkerfi BR er ekki að ganga upp, erum míglekir og fáum á okkur alltof auðvelt mörk.
  Það er ekki nóg að vera góðir að halda boltanum.

  Verð dauðfeginn að þetta tímabil renni á enda og reyndar hefur tilfinninginn verið þannig síðan Benitez var rekinn, enda þjálfara komið og farið sem og eigendur, og lítið hefur birt yfir liðinu.

  Hef samt trú á BR, enn hann þarf að finna jafnvægið í liðinu og vonandi fær hann tækifæri ti þess að betrum bæta sitt lið og keppa um þá bita leikmannamarkaðnum sem hann þarf til að bæta LFC um baráttu um titla í sumar.

 62. Sem betur fér er LEIKNIR besta fótboltaliðið í Reykjarvík það bjargaði aðeins kvöldinu..:) en maður verður svoldið svektur að hafa valið liverpool leikinn í staðinn..en mér fannst skiptingarnar ekki góðar,, mistök með Henderson sem var frekar sprækur..en leiðinlegt þegar stjórinn sétur traust á krakkana og þeir hlaupa bara í hringi…en það er gott að vera vitur eftir á..:) það er lítið mál að standa á hliðarlínunni og vera með kjaft..en ég hef fulla trú á brendan….áfram liverpool…p.s plís hættið að koma með kommend um 4 sætið , því að þið virðist skíta upp á bak í hvert skipti sem þið farið að dreyma um það í pressunni..;)

 63. Fannst þessi leikur ágætlega uppsettur hjá Rodgers, hafði trú á sigri fram á kannski 60min, þá fór ég fyrst að hafa áhyggjur. Þá sá maður líka draga úr mönnum eins og t.d Lucas. Og þá skipti Rodgers Henderson útaf, sem hafði staðið sig ágætlega og Downing sem hafði verið einn okkar besti maður. Fannst undarlegt að taka Downing útaf en eitthvað varð að gera, inná setti hann sóknarmenn. Það átti að reyna að blása lífi í sóknina. Það vantar einfaldlega betri knattspyrnumenn í Liverpool liðið. Við algjörlega áttum þennan leik. Sterling og Borini eru bara of ungir til að við getum gert kröfu á þeir komi inná og breyti leiknum. En með reynslunni eins og þeir fengu í dag þá kannski verða þeir þessir menn fyrir klúbbinn eftir nokkur ár.

  Þetta var algjör óheppni að tapa þessum leik, en Rodgers er nýlagður af stað með að byggja upp lið. Lið sem hefur komið nokkuð á óvart að mínu mati og spilað flottan bolta oft á tíðum. Rodgers þarf bara á stuðning að halda, það er ekki hægt að bæði vilja reka Rodgers og að FSG pungi út 100m punda í leikmannakaup í sumar.

  Og varðandi Borini, hann er 21 ára, ný byrjaður að spila aftur eftir meiðsl, hann er mjög duglegur, mörkin munu koma.

 64. Aðallega var þetta til að koma leyndum skilaboðum inn að ég sakni Benitez en líka það að við erum ekki að fara keppa við stærstu lið í heimi um leikmenn lengur þar sem okkur skortir bæði meistaradeild og svo fjármagnið sem kemur með þeirri keppni. Þannig að við verðum bara að sætta okkur við að byrja enn einu sinni frá byrjun núna, FSG er held ég aldrei að fara dæla 100milljón pundum í einum glugga út í nýja leikmenn og því verðum við að sætta okkur við að það mun taka okkur langan tíma að komast í fremstu röð því við höfum alltof marga farþega í þessu liði eða leikmenn sem eru aðlagast/þroskast leikstíl Rodgers.

  Rodgers finnst mér vera gera góða hluti með lélega leikmenn, kaupin hans eru reyndar léleg enn sem komið er(ekki hægt að leggja fullt mat á Sturridge strax en hann lítur vel út) en að borga tæpar 30 milljónir fyrir Joe allen og Borini er hrikalegur business en ég hef fulla trú á honum, nú þarf hann bara að vera fljótari að læra af mistökum sínum sem eru enn stór og læra að grjóthalda kjafti um væntingar og vonir um 4ja sætið og setja menn í media bann…..

 65. Enn og aftur er Agger slappur að dekka horn. Hann eiginlega á bæði mörkin. Svo er Reina náttúrulega aldrei að fara verja þetta skot sem samt flest allir aðrir markmenn hefðu varið. Ótrúlega lélegt allt saman. Fengum gefins víti.

 66. Enga skýrslu takk.. ekki thess virdi ad rakka hrædilegt lid nidur lengur…thurfum eitthvad special.. Thurfa ad koma sér í gang aftur.. láta thá horfa á Champions leauge final 2005… láta læra af thvi!

 67. Lið Liverpool í dag var að spila frábærlega oft á köflum og áttum við skilið 3 stig úr þessum leik, við sköpuðum okkur fullt af færum og vorum virkilega óheppnir. Þegar að Gerrard klúðraði vítinu þá snerist þetta við og okkar menn misstu trúnna og fóru að flýta sér of mikið eftir mark WBA. Downing klárlega maður leiksins og var ógnandi og óheppin að skora ekki og átti skilið að fá stoðsendingu þegar að Agger klúðraði opnu skallafæri eftir hornið. Skiptingarnar voru mjög slæmar hjá BR að taka Downing og Henderson út og skella Borini og Sterling inn Henderson er sívinnandi og með þvílíka orku og óskiljanlegt að taka hann út og Downing okkar mest ógnandi maður. Við skulum ekki leggja sleggjudóm á BR eftir þetta gefum honum frið að byggja þetta lið upp hann þarf 3 -4 ár og ef að við verðum ekki komnir þá reglulega í CL þá þarf að gera eitthvað. Liðið er í uppbyggingarferli og búið er að lækka launakostnaðinn gríðarlega, einnig er liði fullt af ungum hæfileikaríkum leikmönnum sem að verða bara betri með árunum.

  Varðandi þennan leik þá er margt mjög jákvætt við bjuggum okkur til fullt af flottum færum, héldum boltanum vel en enn og aftur var það skortur á einbeitningu sem að var dýrkeyptur. Ég trúi því staðfast að eftir leiktímabilið 2014-2015 þá verðum við meistarar og það verður talað um BR sem kóng og Henderson verður okkar nýji SG.

  Við skulum standa í báðar fætur og anda með nefinu þetta kemur allt.

  YNWA

 68. En sáuði þarna trikkið hjá Suarez í fyrri hálfleik?! Ég hef aldrei séð annað eins!

 69. Annars ef ég reyni að horfa á félagið með aðeins yfirvegaðari hætti en áðan þá held ég að svona úrslit verði því miður áfram partur af prógramminu næstu misserin og vona að menn séu ekki að meina að það þegar þeir vilja losna við Rodgers?

  Þetta þarf í raun ekki að koma neitt gríðarlega á óvart m.v. síðustu tímabil og það sem við þurfum núna að gera er að leggja aðeins traust okkar á stjóra félagsins og þá uppbyggingu sem er í gangi. Það væri dauði að skipta enn einu sinni um stjóra á næstu mánuðum eða eftir tímabilið og byrja enn eina ferðina alveg frá grunni.

  Þegar Benitez fór var liðið búið að veikjast í tveimur gluggum á undan. Roy Hodgson fékk að leika lausum hala í hálft ár og innleiða alveg nýjar áherslur, kom með nýtt starfslið og veikti liðið mikið. Dalglish tók við af honum og fékk það hlutverk að taka til eftir hann og kom enn á ný með nýjar áherslur, nýtt starfslið og nýja leikmenn og meira að segja nýja eigendur. Hann var 18 mánuði í starfi og núna erum við í þriðja skipti að byrja upp á nýtt með nýjan stjóra, nýtt starfslið, nýja leikmenn og nýjar og mjög breyttar áherslur. Allir hafa þessir menn verið mjög ólíkir og með mjög ólíka sýn sem er alveg andstaðan við það sem góð lið þurfa til að byggja upp stöðug lið.

  Það er mjög margt sem pirrar mann og það er ekkert nýtt, ef eitthvað er voru háværari raddir um að losna við Benitez þegar liðið var í toppbaráttu í meistaradeildinni og úrvalsdeildinni heldur en við sjáum núna. Satt að segja áttu margir sem hötuðu hann skilið að fá Roy Hodgson sem stjóra í staðin.

  Núna held ég að við séum með stjóra sem hefur hugmyndir og áherslur sem passa mjög vel við þær sem við viljum sjá virka hjá Liverpool. Það er galið að vilja slúffa því eftir tæplega eitt tímabil og hvað þá útiloka alla þá leikmenn sem hann hefur fengið til félagsins, Menn sem eru frá 17-22 ára.

  Liðið er að gera allt of mikið af mistökum og svona slys eru ótrúlega pirrandi, sérstaklega þegar maður fer að gera sér smá væntingar og þær eru brotnar svona illa. En það er ekkert óeðlilegt að þetta lið sé óstöðugt og hiksti á þessu tímabili, annað væri eiginlega óeðlilegt. Þetta er mjög ungt lið, undir mun meiri pressu en flestir þeirra eru vanir og hjá stærra félagi. Ofan á það er nýr stjóri, sá 4 á þremur árum að innleiða nýjan leikstíl. Slíkt mun bara aldrei verða sársaukalaust og það er það svo sannarlega ekki.

  Við erum að sjá leikmenn sem við afskrifuðum í fyrra koma sterka inn í ár, aðstæður voru mjög svipaðar í fyrra og það er kannski ekkert svo óeðlilegt að það hafi tekið Enrique, Henderson og Downing svona langan tíma að aðlagast því að vera hjá svona miklu stærra félagi. Því síður er það óeðlilegt að yngri og óreyndari leikmenn eins og Allen, Borini, Sterling, Suso, Shevey og fleiri þurfi svipaðan tíma ef ekki meiri í aðalliðinu til að byrja að sýna sitt rétta andlit?

  Ég neita að trúa öðru en að Rodgers hafi verið illa svikin í lok félagsskiptagluggans og ofan á það óheppinn að missa annan af nýju leikmönnunum strax í meiðsli. Liðið hefur farið upp um eitt level við það eitt að fá inn alvöru sóknarmann. Eins er ljóst að hann hefur ekki fengið alla þá leikmenn sem hann hefur óskað eftir og enga með alvöru reynslu.

  Miðjan hefur verið að spila miklu betur undanfarið og er þessi leikur í dag þ.m.t. (þar til leikskipulaginu var ruglað). Lucas gefur liðinu mikið öryggi þó hann sé ennþá skugginn af sjálfum sér í fullu formi, Gerrard hefur öðlast nýtt líf og Henderson er farinn að spila eins og sá leikmaður sem við vorum að vonast eftir að við værum að kaupa fyrir síðasta tímabil. Fyrir okkur sem höfum fylgst með ferli bæði Lucas og Henderson hjá Liverpool ætti það að teljst fáránlegt að útiloka að Joe Allen fari að gera svipaða hluti á næstu mánuðum (jafnvel ekki fyrr en á næsta tímabili).

  Sóknarleikurinn snarbatnaði með komu Sturridge og vonandi bætir Coutinho heilmiklu við líka. Hinir 17 og 18 ára leikmenn Suso og Sterling eru t.d. voðalega efnilegir og fánaberar spennandi framtíðar Liverpool en þeir spiluðu báðir allt of stórt hlutverk á fyrri hluta tímabilsins. Þeir skoruðu ekki mikið af mörkum og liðið var mjög óstöðugt.

  Bæði sóknarleikur og miðjuspil hefur snarlagast undanfarið þó jafnvægi milli sóknarleiks og varnarleiks virðist alls ekki vera í jafnvægi. Ef að við höfum náð að laga sóknarleikinn og stórbæta miðjuleikinn er þá nokkuð því til fyrirstöðu að ætla að varnarleikurinn komi á endaum? Mögulega þurfum við að fá inn menn í vörnina sem henta nýjum hugmyndum betur.

  Eins og einn sagði í kvöld. Ef að Rodgers er að leggja leiki eins upp og gera sömu mistök eftir 11 ár eins og snillingurinn hinumegin við Stanley Park þá skal ég hafa áhyggjur, alls ekki núna þó liðið taki full oft tvö skref aftur á bak á ferðalagi sínu fram á við. Við náum meiri stöðugleika á endanum.

  Ég er alls ekkert á því að gefa eigi öllum stjórum langan tíma, sumir hafa þetta og aðrir alls ekki. Brottrekstur Dalglish virkar ótímabær í dag og FSG lögðu mikið (allt) undir með að fá inn Rodgers í staðin. Heilt yfir er ég ennþá bjartsýnn á að liðið stefni aftur upp á við eftir nokkur erfið ár á niðurleið.

  Vona að við getum gagnrýnt þjálfara og leikmenn og frammistöðu í einstaka leikjum án þess að missa umræðuna sí og æ í að reka þurfi þennan eða hinn eða selja þennan og hinn. Oftar en ekki er það nýr leikmaður eftir hvern einasta leik.

  Svona, ég er búinn að fara heilan hring á 2 tímum.

  Hendi inn upphitun fyrir næsta leik á morgun og reyni að gleyma þessum.

 70. Mér fannst reyndar Liverpool vera að spila vel í dag að mörgu leiti. Stjórnuðu leiknum en eins og enski þulurinn sagði, ef þú ætlar að dóminera posession verðuru að hafa tempo. Wba skipulögðu sig vel og samkvæmt allri tölfræði hefðu þeir orðið kampakàtir með jafntefli… En svona er fótboltinn stundum (kanski oftar hjà Liverpool)

 71. Rólegir á að vera brjálaðir drengir, þó að leikurinn ahfi tapast, er ekki eins og þið hafið spilað hann ömurlega. Menn hér að drulla yfir hina og þessa, t.d. Shelvey, sem var bara flottur að mínu mati, enda er hann bara kjúlli. Allt í einu er algerlega óskiljanlegt að Downing hafi verið tekinn útaf, maður sem flestir hér inni vildu henda út á hafsauga fyrir áramót. Sumar skiptingar Brendan Rodgers virka fyrir mér eins og hjá manni sem þorir að taka áhættur, og ef þær gengu upp, þá yrði hann kallaður snillingur. Þær eru bara ekki að ganga upp í augnablikinu, og ég tel að það yrðu mikil mistök hjá Liverpool að reka karlinn. Hvernig ætlið þið einhvern tímann að ná upp einhverjum stöðugleika? Ég veit ekki hverjir væru eftir til að þjálfa liðið eða spila leikinn ef stuðningsmenn Liverpool fengju að ráða. Þið verðið bara að horfast í augu við það að Liverpool er bara ekki sterkara en þetta í augnablikinu. Og það má skrifa það allt á þvílíka óstjórn í klúbbnum, fáránlega kaupstefnu og algjört ístöðuleysi. Það verður bara að gefa sama manninum frjálsar hendur til að spreyta sig við liðið í 3-4 tímabil, ef það gengur ekki, þá má reka hann. Mannskapurinn sem er nú til staðar er bara ekki “world class”

 72. Fyrirgefðu commment #79 Liðið var ekki að spila frábærlega, voru að missa boltan hægri vinstri í stöðu sem þeir áttu ekki að vera að missa bolta, aulasendingar of oft, bara hrikalegur leikur og sé bara ekkert jákvætt við hann, er ekki spurning að hætta þessu pollyönu dæmi og horfa á raunveruleikan,,, Liðið sökkaði í kvöld, punktur.

 73. Þetta tap er bara óafsakanlegt í alla staði. Það er ekki hægt að tala um framfarir þegar liðið er í 9.sæti og að gera í brækurnar leiktíð eftir leiktíð. Liðið er bara lélegt punktur. Hvað er Agger eiginlega að pæla í þessum leik??? Og afhverju er Jones ekki settur í markið???? Ef liðið skorar ekki þá tapar það, þetta er búið að vera rispuð plata á öllu tímabilinu.

  Það má selja alla leikmennina með tölu nema Suarez, Gerrard, Johnson og Lucas.

 74. Elsku fólk!
  Þetta var eins og skrifað í skíin eins og Höddi nokkur Magg hefur margoft sagt( sem à notabene ekkert að lýsa Liverpool leikjum). Aston Villa syndromið àsamt víta og færarugli síðasta àrs er mætt aftur og mann kvìðir eiginlega restinni af tímabilinu ef svo fer sem horfir. Ég hugsaði með mér 10 mín àður en Gerrard klikkaði úr vítinu að nú væri síðasta tímabil að ganga í garð og við fengjum víti til að toppa yfirburðina og færaklúðrið og viti menn allt gekk þetta eftir. Hefðum við settann à fyrsta klukkaranum, þà hefðu mörg mörk fylgt í kjölfarið en það líklega gerðist við þurftu endilega að bjóða uppà þetta og annað hvort verður þetta uppskriftin fram à vorið eða menn girði sig í brók og negli næstu leiki.
  En eins og ég hef àður sagt, ef við föllum ekki þà gerast góðir hlutir, næsta tímabil svo framarlega dóm BR fài að vinna sína vinnu.
  Ps. Hættu. Samt að gera markverði andstæðingsins að stjörnu, það er óþolandi!

 75. Sá ekki leikinn! (Hjúkkit!!)

  Ég hlustaði á viðtalið við BR á Sky fyrst!! Karlinn bara sallarólegur og bara flottur leikur hjá okkar mönnum þrátt fyrir svekkjandi tap… !!!! Svo kem ég hér inn og les skýrslu og kommentakerfi.. WTF! Annað hvort er BR að ljúga eða 100 stuðningsmenn á Klakanum!!! Hvort er það?

  YNWA

 76. Erum í 9. sæti og 29. stigum á eftir Manchester United.
  Þegar ég byrjaði að fylgjast með fótbolta. Þá voru Liverpool, United og Arsenal bestu liðin á Englandi.

  Í dag eru a.m.k. 6-8 lið sem eru betri í fótbolta en Liverpool og ég held að útlitið hafi aldrei verið eins svart.

 77. Er sammála Babu í einu og öllu. Mjög gott innlegg eftir slæman dag.

  Eins og ég horfi á þetta er fullt sem þarf að laga og bæta. Ætla að treysta Rogers til þess, finnst liðið taka 2skref áfram og eitt aftur á bak. En Enska deildin er bara svoleiðis að allir geta unnið alla. Liverpool þarf að setja mark á svona lið snemma og auðveldur sigur er í höfn. En vandamálið hjá Liverpool í dag eru gæði, það er fullt af efnilegum mönnum þarna en mjög fárir match winnerar, enn færri með markanef og ekki margir heimsklassa menn. Ef Borini hefði skorað úr þessu færi og Gerrard skorað úr vítinu þá væri sagan allt önnur.

  Ég ákvað það að gefa nýjum þjálfara alltaf 2ár til að innleiða sínar hugmyndir í liðið (sveik það að vísu með hodgson) en það er fullt jákvætt sem Rogers er að gera og vonandi fækka þessum aulamistökum.

  Vonandi tekst liðinu að bæta sinn leik framm að vori og í sumar vera Rogers og FSG að gera allt rétt til að liðið fari á þann stall sem það á heima.

 78. @ kiddi #50

  Shanks sagði einnig sem lýsir kauða best og sýnir hversu týndur okkar klúbbur er; If you´re first your first, if you´re second your nothing …

 79. Það er bara það að BR þorir ekki að taka Gerrard út af. Þar sem ég horfði á leikinn þá grátbáðu menn um það, sem BR heyrði auðvita ekki, en þegar Gerrard er ekki í stuði og fær boltan í tíma og ótíma og biður líka um hann og ekkert kemur útúr því, þá á kallinn að fara á bekkinn, þetta er komið í sama vesen og sl, 2-3 siseon, ekkert skorað úr hornum, skot víðs fjarri eða beint á markmann osf, Ætlar enginn að koma þessu liði á kjölinn, furðulegt.

 80. Maður er orðin heldur betur leiður á því að sjá leiki þar sem við yfirspilum andstæðingana en markvörður þeirra á leik lífs síns og heldur hreinu.

  þrátt fyrir að liverpool átti ekkert serstaklega góðan leik í gær var leikurinn ólafn, erf enhvertíman að fyriliðin ætti að fara útaf þá var það þessi dapri leikur hanns og ef enhvertíma Downing átti að spila allan leikinn þá var það í gær, en það sem fór mest í tauarnar á mér var lélegar sendinar sérstaklega frá Enrique, fyfirfram átti ég von á meiri óg frá þeim kanti þar sem hann og Henderson hafa átt goða leiki undanfarið og þar að auki var fyrirliðin þeim megin.

 81. Skil ekki hvað mennu eru að fara með ummælum um Carra. Liðið spilar dýpra þegar hann, segja menn. Finnst það áhygguefni þegar varnarmaður er farinn að stjórnaspilinu. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað miðjan er döpur. Hefur bara dottið allveg niður á köflum síðustu leiki og ég hélt að þeir væru að stjórna spilinu.
  Fannst þetta viðmið á Agger og Evans mjög gott. Carra hefur fengið slatta af drullu á sig í gegnum árin, en hann spilar nánast alltaf vel á meðan Agger og Skitles er að missa menn hægri vinstri.
  Held að Carra fá 1 ár í viðbót, Agger og Skitles fara í sumar fyrir 2 nýja. Coates fær að vera lengur en það er aðeins vegna aðstæðna ekki hæfileika.

 82. Mér finnst það barnalegt að væla um að menn hafi verið að tala um 4. sætið og að það sé aðalástæðan fyrir tapinu í gær. Menn hlægja að leikurum sem forðast að nefna Macbeth í leikhúsum. Ég hef haft þá skoðun í nokkur ár að það sé eitthvað að í þjálfunini hjá Liverpool. Það er ekki eðlilegt að menn sem koma úr meiðslum hjá liðinu eru varla nema 60% af því sem þeir voru fyrir meiðsli, nefni bara þrjá hér máli mínu til sönnunar, Owen, Gerrard og Lúkas. Í örðum liðum koma menn til baka titrandi af spenningi að fá að spila og skora, hjá okkur skjálfa þeir af hræðslu.

 83. Ég hreinlega skil ekki hann Rodgers vin okkar. Nú kemur hann fram og hrósar leikmönum þrátt fyrir sérstaklega vandræðanlegt tap. Þetta er sami maður og hefur opinberlega … ja, hálfpartinn hraunað yfir ákveðna leikmenn opinberlega (eitthvað sem topp stjórar gera hreinlega aldrei). Það er ekki spurning að hann getur látið menn spila ágætis bolta sín á milli, en ég er farinn að efast um getu hans til að vera með menn í vinnu sem aðal stjóri. Kannski er of mikið fyrir hann að vera stjóri hjá stórum klúbbi eins og Liverpool.
  Áhorfendur mega þó eiga það að þeir bauluðu nett á þetta allt saman, enda ekki boðleg frammistaða hjá mönnum sem vilja láta taka sig alvarlega.

 84. Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessu yfirlýsingum um að 4 sætið sé góður séns og svo drulla menn upp á bak í næsta leik. Í stað þess að einbeita sér að leiknum eru menn að hugsa um partý í vor. Svo er þetta með Agger hann hefur verið skelfilegur okkur vantar topp miðvörð.

 85. Dagurinn eftir og það er ennþá óbragð í munninum.

  En að sjálfsögðu hefur Babu rétt fyrir sér hér að ofan og það er ekki 1% vilji hjá mér að skipta um stjórann. Af því er komið nóg. Hins vegar held ég að baulið í lok leiks hafi örugglega ýtt við Rodgers og krafan mín til hans og FSG um alvöru kaup í sumar er núna að mínu mati síðasti séns krafa. Sturridge mun virka en í sumar þarf tvo menn sem snúa svona leikjum úr tapi í sigur. Við þurfum ekki fleiri leikmenn sem verða góðir í framtíðinni. Þolinmæðin gagnvart svona frammistöðum í leikjum og keppni við Everton, Swansea og WBA um 6.sætið mun ekki duga lengur en þetta season.

  Svo er ég ennþá ekki viss um að FSG sé treystandi. Það er miklu meiri óánægja úti með Rodgers en ég verð var við hér. Benitez lúrir í skugganum held ég og ég er sammála KAR með það að annað hrun eins og varð eftir áramót hjá Dalglish í fyrra er ekki ásættanlegt. En þetta allt veit Rodgers. Og auðvitað er grín að hafa tapað þessum leik í gær.

  Aðeins varðandi það að menn ergi sig á því að ég sé að “taka unga menn af lífi”. Það ætla ég að fá að mæla aðeins á móti og rökstyðja um leið. Ég hef ekki argað hátt út af Joe Allen. Heldur ekki Suso eða Sterling. Eða gargað á Wisdom.

  En ég hef vissulega argað á Coates og Borini. Munurinn á viðhorfi mínu til þessara tveggja versus hinna fyrri er að ég hef (án gríns) ekki séð neitt til þessara drengja sem segir mér að þeir ráði við að leika fyrir lið í efri hluta ensku deildarinnar. Vissulega skoraði Coates flott mark með hjólhestaspyrnu en enginn hraði og mikið “naitivity” í leikskilningi hefur verið eitthvað sem hefur pirrað mig mikið og mér sýnist Rodgers líka.

  Ég var mjög ósáttur við frammistöðu Nuri Sahin og gladdist mjög að sjá Rodgers einfaldlega gefast upp á honum. En að hafa eytt 11 milljónum punda í Fabio Borini er í dag stærsta spurningmerkið í mínum kolli á Rodgers. Frá fyrstu mínútu hef ég ekki séð þá hæfileika í honum sem Rodgers lýsti. En mig langar mikið í flottan Ítala og eins og sést hér að ofan grátbið ég hann um að fara að sýna eitthvað. Það að hann hitti ekki markið í frákasti skots Gerrard bara súmmeraði enn einu sinni hvað hann hefur verið lélegur í færunum. Mér finnst hann afar takmarkaður tæknilega og þegar að hann og Sterling komu inná þá brotnaði pressan okkar stanslaust. Eins og í leikjunum í haust þá finnst mér hann hlaupa mikið til einskis og það að vera búinn að skora eitt mark og leggja ekkert upp í einhverjum 14 leikjum gleður mig lítið.

  Það að Jonjo Shelvey byrjaði á undan honum í gær kannski er vísbending um að þolinmæði Rodgers sé eitthvað að þverra…en kannski ekki. Ég treysti því að Liverpool kaupi alvöru sóknartýpu í sumar og þá sé ég ekki annað en að Suarez, Sturridge, Downing og svo sá nýi standi honum framar. Þá eigum við eftir að finna pláss fyrir Coutinho, Sterling og Suso.

  Svo Fabio hefur í mínum huga fram á vor að sanna sig…

 86. Greinin sem Kristján Atli vísar á er lykilatriði þegar leikurinn er skoðaður. Vissulega var Liverpool miklu meira með boltann en það er leikstíll WBA. Ekkert lið í deildinni hefur verið jafn lítið með boltann.

  Í seinni hálfleik notar Clarke svo allar skiptingar og markmiðið er að sækja hratt þegar andstæðingurinn færir sig framar á völlinn til að ná sigurmarki.

  Þetta lá alveg fyrir, svona er taktík þeirra og BR kolféll fyrir þessu.

  Sjáið bara skiptingar Liverpool í leiknum. Þær voru eins hentugar leikplani WBA og mögulegt er.

  Ég hef stundum á tilfinningunni að BR og kó nenni ekki að eyða miklum tíma í að stúdera andstæðinga. Liðið spilar sína taktík sama hvað.

  Í gær hefði verið mjög gáfulegt að gera sér grein fyrir því að WBA reynir alltaf að taka á sig pressuna í 60-70 mínútur og reyna svo að skora á síðustu tuttugu mínútum. Þessu hefði verið hægt að skáka með ýmsum taktískum leiðum, t.d. með því að draga þá framar á völlinn, en í staðin var spilamennska Liverpool í lokin eins “naív” og hugsanlegt er.

  Þetta var taktískt tap.

  Liverpool átti vissulega færi í leiknum en vítið var frekar ódýrt að mínu mati.

 87. Úff…Hvar á maður að byrja…

  Í fyrsta lagi er allt í góðu að byrja á því að gefa sókninni okkar drulluköku.
  Hugmyndaleysið og ráðaleysið er algjört. Ef Suarez gerir þetta ekki þá er enginn sem er tilbúinn að koma sér að verki og taka veggspil eða utanáhlaup o.s.frv.

  Jonjo Shelvey er ungur og allt það, en hann gat nú vart gefið 5 metra sendingu í leiknum, hvað þá tekið á móti einni slíkri. Hann eins langt frá því að vera tilbúinn til að spila í rauðu treyjunni og frekast getur. Vonandi verður hann það í framtíðinni.

  Á þessum dökku dögum þá er einn ljós punktur í þessu öllu saman. Jordan Henderson, sem hefur einfaldlega verið frábær upp á síðkastið, enda sást það vel að leikur okkar hrundi eftir að hann fór útaf. Þ.e.a.s. við töpuðum baráttunni á miðjunni og þar af leiðandi fengu WBA sitt fyrsta færi sem að sjálfsögðu leiddi til marks.

  Í öðru lagi langar mér rétt örsnöggt að nefna vörninna. Er ekki best fyrir liðið að
  þegar Daninn er valinn í liðið að hann verði í vítateig andstæðinganna þegar við verjumst föstum leikatriðum? Sé fyrir mér Aggerinn frammi og Suarez að dekka í staðinn.
  Að öllu gríni slepptu þá er ótrúlegt að fylgjast með Daniel Agger þegar hann er að verjast í föstum leikatriðum. Leik eftir leik erum við annað hvort heppnir að fá ekki á okkur mörk þar sem hann á að vera að dekka einhvern andstæðing eða eins og í gær; ekkert heppnir.

  Það hlýtur nú að vera hægt að kenna manninum að dekka í föstum leikatriðum. Ég bara trúi ekki öðru. Hvað er eiginlega verið að gera þarna á Melwood? Grípa í spil eða?

  Það hefur verið “tendence” hjá Liverpool að ef efnilegur miðvörður kemur upp úr unglingastarfi þá er hann orðinn bakvörður þegar hann fær loks að spila. Nú þarf að hætta þessari vitleysu og henda Wisdom eða Kelly í miðvörðinn (þegar hann nær heilsu). Því allir hinir eru gjörsamlega með allt lóðrétt niður um sig þegar kemur að því að verjast. Og er þá sannað með þá Skrtel, Agger og Coates.

  Svo hlýtur maður nú að þurfa að skrifa um þessar skiptingar hjá Brendan Rodgers.
  Þetta var nú eins barnalegt og maður hefur séð að taka tvo miðjumenn útaf fyrir kanntmann og framherja. Látum það vera ef þessir menn sem komu inná hefðu nú álpast aftur fyrir miðju allavega einu sinni það sem eftir lifði leiks.
  Annars man ég nú vart eftir því að kraftlausari eða jafnkraftlausir
  menn eins og Borini hafi nokkurn tímann farið í Liverpool-treyju. Þó maður spili illa
  eða eigi ekki góðann dag er nú allt í góðu að sína verkefninu örlítinn áhuga. Maður biður nú ekki um mikið.

  Framhaldið er nokkuð solid hjá okkur. Spilum rosa vel og horfum á varnamenn okkar spila reitarbolta við Pepe Reina án þess þó autvitað að skapa eitt einasta dauðafæri og fáum svo á okkur mörk þegar andstæðingurinn loksins fær boltann. Það dömur mínar og herrar er “Death by football”.

  Annars legg ég til að Wisdom verði settur í miðvörðinn með Carra þar sem að Carra getur “skólað” hann til þannig að hann verði reddý næsta haust. Ekki það að liðið hafi að nokkru að keppa enda heppnir að vera enn í efri hluta töflunnar. Legg svo til að Gerrard fái að kynnast tréverkinu og bandið verði sett á Henderson,
  einfaldlega til að sýna að hér er enginn áskrifandi að einu né neinu.

  Djöfull þoli ég svo ekki þegar að liðið er með ræpu að Rodgers komi alltaf og tali um hvað þeir hafi verið frábærir. Held að það þurfi aðeins að ná þessum spöðum sem eru í liðinu niður á jörðina. Sérstaklega þar sem að tempóið í félagsvistinni á Grund er hærra en það sem Liverpool bauð uppá í gær.

  Annars kemur tímabil eftir þetta eins og við erum búnir að segja síðan 1991. Eins gott að við komumst ekki í meistaradeildina. Það yrði nú illa vandræðalegt að horfa á svona frammistöður þar…

  Hvað er annars síðasta liðið til að vinna Liverpool þrisvar í röð í deild?

 88. Já, óbragðið er svo sannarlega til staðar daginn eftir. BR hefur ekki sofið vel í nótt, það er ljóst. Ég vil alls ekki fara út í umræður um stjóraskipti og klúbburinn þarf svo sannarlega ekki á slíku að halda enn eina ferðina. Hættumerkin eru engu að síður til staðar, baulið á Anfield í gærkveldi undirstrikar það. Þrátt fyrir að við höfum engu að keppa að í deildinni lengur þá held ég engu að síður að framtíð BR hjá klúbbnum gætu ráðist af þessum 11 leikjum sem við eigum eftir.

  Ef við endum tímabilið ekki á jákvæðum nótum og helst ekki neðar en 6. sætið þá gætu eigendurnir hæglega metið það svo að liðið sé á nákvæmlega sama stað og eftir síðasta keppnistímabil og það sé einfaldlega óásættanlega staða.

  Ég hins vegar vona svo sannarlega að BR fái að halda áfram með liðið og fái heilmikla peninga til að kaupa sterka leikmenn. Vá, hvað það þarf enn að hreinsa til og kaupa fleiri sterka leikmenn! Hef samt verullegar áhyggjur af því hvort okkur muni takast að halda Suarez eftir þetta tímabil. Hef litlar áhyggjur af öðrum leikmönnum, þeir geta farið ef þeir vilja.

  Verði mér að ósk minni, þ.e. að BR fái annað tímabil, þá er alveg ljóst að krafan verður top 4. Hann fær ekki þriðja tímabilið náist það ekki. Það er morgunljóst.

 89. Ég veit ekki betur en að BR hafi viðurkennt það að vera svekktur með tapið en er engu að síður ánægður með leikmenn sína því þeir lögðu sig mikið fram.

  Hvernig hefði leikurinn endað ef eitt af þessum 30 skotum hefði dottið inn snemma í leiknum svo ekki sé nú talað um 2 eða 3, vítið og allir í himnastuði eins og undanfarið. Þess í stað er himinn og jörð að farast. Sumir tala um stjóraskipti, enn og fokkings aftur. KOMM ON!?

  Ég veit ekki betur en þróunin sé á réttri leið hjá unga þjálfaranum okkar, ekki misskilja mig en ég er huuuundfúll með þetta tap. Mér varð, án gríns, hálfflökurt þegar þeir skoruðu seinna markið. Svo klikkaður er maður með þennan fótbolta í útlöndum. Það sem flaug í gegnum hausinn á mér var erfitt tímabil á fb, í vinnunni og að þurfa að hugsa um þetta ömurlega tap með hnút í maganum.

  Agger er vandamál, það er klárt. Ég er ekki nægilega fróður til að leysa það en það þarf eitthvað að gera. Hann var með Danmörku um daginn sem töpuðu 3-0 á móti Makedónum og ég veit ekkert hvort hann átti eitthvað í því en hann hefur virkað afar óstabíll í vetur. Því miður!
  Það sama má segja með Pepe. Ég væri til í að selja hann fyrir góðan annan markvörð en ég vildi helst að hann myndi finna gamla formið sitt!

  Sóknin: Einn af þessum dögum og á móti þessum liðum sem hafa tröllin og láta líkamann tala. Auðvitað átti keeperinn þeirra einn besta leik ævi sinnar. Það var alltaf þannig á Anfield í fyrra EN ég man ekki betur en að við höfum verið að rústa liðum sem eru neðar á töflunni á Anfield.

  Hvað liðið er brothætt er áhyggjuefni. Liverpool hefði átt að spýta í lófana og jafna metin, ekki það að þeir reyndu það ekki enda fengur þeir mark í bakið í restina.
  Ég mun ekki kvitta undir það að leikmenn Liverpool hafi ekki verið að leggja á sig, þeir voru með mikla yfirburði á vellinum nánast allan tímann sem og svo oftast áður í leikjum vetrarins.

  Næsti leikur takk!!

 90. Hvað gera eigendurnir ef við endum neðar í deildinni í ár heldur en í fyrra og vinnum ekki bikar?

  Við losuðum okkur við Clarke og hann er með lið W.B.A. fyrir ofan okkur. Við fengum Rodgers frá Swansea og gamli klúbburinn hans er fyrir ofan okkur.
  Einnig eru allar líkur á því að Everton muni enda fyrir ofan okkurog miðað við hvað þeir hafa eytt í samanburði við okkur. Þá er það hreinn skandall fyrir utan þá hræðilegu staðreynd að þessi klúbbur sé fyrir ofan okkur annað árið í röð.

  Ég hélt að markmiðið væri að bæta liðið ár frá ári til að koma félaginu á þann stall sem það á að vera. Það er ekki að ganga upp eins og staðan er núna.
  Þannig að maður veltir því fyrir sér hverjir beri ábyrgðina á því. Eigum við að treysta þeim sem stjórna klúbbnum?

 91. Föst leikatriði hafa bæði varnar- og sóknarlega hafa verið risastórt vandamál fyrir Liverpool undanfarin ár. Ef við tökum tímabilin þegar við vorum með Hyypia í teignum og McAllister til að taka spyrnurnar frá.

  Við erum að fá á milli 10-20 hornspyrnur í leikjum og úr þeim kemur ekki ein einasta ógn. Ég held að ekkert lið í deildinni skori eins lítið eftir hornspyrnur og Liverpool. Samt erum við að fá fleiri hornspyrnur en meginpartur liðanna í deildinni.

  Það er alveg ótrúlega þreytandi að fá á annan tug hornspyrna í leik og nýta ekki eina einustu þeirra. Fá svo á sig eina og mark í andlitið upp úr henni!

 92. Krulli 103

  Þetta er góð spurning sem verður spennandi að sjá hvað kemur út úr í lok þessa tímabils. Persónulega vona ég að þeir hafi meiri þolinmæði og trú á “sínum manni” heldur en þeir höfðu á Dalglish og hlaupi ekki aftur til og skipti um stjóra og stefnu. Dalglish var líklega aldrei partur af planinu hjá þeim en sama verður ekki sagt um Rodgers.

  Auðvitað verðum við að sjá lágmarksárangur í þeim leikjum sem eru eftir af tímabilinu og það prógramm sem Liverpool á eftir bíður ekki upp á álíka skitu og við tókum í deildinni eftir áramót í fyrra. Þannig að það þarf mjög mikið að gerast til að ég vilji ekki halda Rodgers áfram, jafnvel þó við næðum í færri stig á þessu tímabili heldur en á því síðasta.

  Tek annars undir með Magga að ég hef mun minni trú á FSG heldur en Rodgers og þeir þurfa að styðja af alvöru við hann í sumar og hafa lofað því. Það mun ekkert gleymast í sumar. Ég var nokkuð ánægður með janúar gluggann sem var samt lítið annað en leiðrétting á fatal mistökum sumargluggans. Metnaður þeirra hefur ekkert öskrað á mann að hér sé lið á leiðinni í toppbaráttuna en vonandi hafa þeir tekið nægjanlega mikið til undanfarin ár og lært nógu mikið um fótbolta til að hafa bolmagn í að styrkja liðið verulega í sumar.

 93. Sæl öll.

  Ég hlustaði á YNWA spilað við upphaf leiks í gær og fékk tár í augun af stolti yfir því að tilheyra þessum frábæra klúbbi.

  Ég verð að viðurkenna að það runnu líka tár að leik loknum, vonbrigðin voru mikil og þetta var svo sárt.

  Kæru félagar…ég vaknaði í morgun og mér leið eins og ég hefði allar heimsins byrðar á herðum mínum, þetta er svo sárt að mér líður eins og einhver nákomin mér hafi dáið. En svona er það að halda með brothættasta liðinu í ensku deildinni þá verður maður að læra að taka þetta ekki svona nærri sér.
  Strákarnir okkar voru meira með boltann og reyndu og reyndu en það er bara ekki nóg og nú þurfa þeir að setjast niður og hugsa sinn gang. Þeir þurfa að gera eins og svo margir segja TALA MINNA OG VINNA MEIRA.

  Reina hefur lýst því yfir að hann hafi ekki lengur trú á liðinu og þess vegna finnst mér að Brendan eigi að setja Jones í markið, því ef þú hefur ekki trú á því sem þú ert að gera þá gerir þú það ekki af heilindum og það smitar út frá sér.

  Nú verðum við að horfa áfram veginn og reyna að finna aftur bjartsýninga,jákvæðnina og gleðina sem fylgir Liverpool stuðningsmönnum. Það hlýtur að birta til einhverntíman og þá lengur en einn fótboltaleik.

  Þangað til næst YNWA
  P.s Ég er og verð alltaf Poolari hvað svo sem það rignir lengi á Anfield.

 94. NR. 106 SIGRÍÐUR – KLAPP KLAPP KLAPPPPPPPPP ;c)

  Eins og talað úr mínum munni :c)

  Y N W A – I N B R E N D A N W E T R U S T

 95. Jæja – núna er komið að því sem ég hélt að myndi ekki gerast. Ég ætla mér að taka upp hanskann fyrir Brendan Rodgers. Gagnrýnin hér á spjallinu, bæði á hann og einstaka leikmenn er fyrir neðan allar hellur.

  Hvað átti hann að gera annað en að verja sína leikmenn eftir leikinn í gær. Allir lögðu sig fram og gerðu sitt besta á móti frábærlega vel skipulögðu liði. Að skora hjá liði sem spilar 95% með 10 fyrir aftan boltan frá fyrstu mínutu er bara fáránlega erfitt.

  Og auðvitað dettur markmaðurinn í stuð þegar nánast öllu færi sem við fáum, fyrir utan 2-3 eru hálffæri. Hversu oft höfum við ekki séð þetta í handboltanum. Þegar vörnin er sterk lítur markmaðurinn helvíti vel út.

  Gagnrýnin á liðið nú er nákvæmlea sama heimskulega gagnrýnin og Dalglish og Clarke þurftu að þola allt síðasta ár. Ótal stangarskot og fleiri víti í súginn en áður hefur þekkst í sögu ensks fótbolta.

  Það sem blekkir hins vegar áhangendur Liverpool er að þeir setja samansem merki á milli þess að liðið halda boltanum stóran hluta leiksins og þess að spila dúndrandi sóknarbolta. Liðið heldur boltanum vel það er engin spurning. EN ÞAÐ ER Á KOSTNAÐ SÓKNARBOLTANS. Hversu oft höfum við séð fyrirgjöf og engan inn í? Það er orðið regla frekar en undantekning og ef við hefðum ekki Suares væri liðið í skelfilegri stöðu.

  Og getur kannski líka verið að, þetta að halda boltanum innan liðsins, sé einmitt ástæðan fyrir því að við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum? Að Brendan kaupi eða spili á litlum tekknískum leikmönnum til að halda boltanum en fórni um leið hæðinni í liðinu? Agger er frábær en hann hefur aldrei verið Hyppia í loftinu. Ágætur en á móti úrvals skallamönnum á hann ekki séns. Vitið hver var að dekka Olson í einni hornspyrnunni í gær. Downing. Ekkert grín og segir meira en allt annað um getu liðsins í háloftunum.

  Ég er kominn á þá skoðun að Brendan sé ágætur. Hann veðjaði á að skipta leikmönnum innná með ferska fætur og vonandi tækni til að opna vörnina í gær en tapaði. Hann varði líka sína menn nákvæmlega eins og Dalglish gerði fram í rauðan dauðan. Það líkar mér ávallt vel í fari knattspyrnustjóra. Hann er hins vegar með lakara lið í höndunum en Dalglish. Breiddin er engin. Við eigum 11 góða leikmenn. Brendan hefur verið að spila á þeim að undanförnum. Vonandi verður þessi Coutinho sá 12. Hver veit.

  Að lokum. Eigendurnir verða að fara. Það er lykilatriði ætli liðið sér að berjast aftur um titla.

  Áfram Liverpool!

 96. Margir tala um að það hafi verið markmið FSG að bæta liðið sem var auðvita planið að vissu leiti, en ég skyldi hlutina þannig að aðal planið hafi verið að byrja upp á nýtt með nýja þjálfara. Það var ekki verið að leita eftir Quick Solution, það var ekki verið að kasta hundruðum milljóna heldur það var verið að búa til þann grunn sem á að vera lykillinn fyrir framtíðina.

  Ég spyr marga stuðningsmenn, gangi plan FSG og Rodgers eftir, hvort vill fólk einhverja quick solution sem skilar okkur kannski 1-2 sæti í eitt til tvö ár áður en FSG færi á höfðið því þeir hafa löngum sagt að þeir eiga ekki hundruði milljóna, eða vill það byggja grunn sem getur gert liðið stöðugt næstu árin. Ef þið spyrjið mig vil ég lenda í 5-7 sæti þetta ár en vita til þess að það starf sem er verið að vinna núna skili sér næstu árin.

  Ég hef enga trú á því að við förum í meistaradeildina þetta tímabil, en haldi liðið áfram að spila jafn vel og þeir hafa verið að gera seinustu leiki og bæti sig, þá hef ég litla áhyggjur. Auðvita munum við verða fyrir óhöppum og ólánum á leiðinni enda er leiðin á toppinn hvorki bein né greið!

 97. Nákvæmlegar Birkir Örn #109

  Fólk getur ekki ætlast til þess að miklar hreinsanir séu í gangi á meðan toppárangur sé honum samhliða. Ég er bjartsýnn þótt svona töp séu ótrúlega vond enda er búið að vera góð hreingerning í gangi hjá okkur. Eins hef ég fulla trú á því að liðið okkar bæti sig verulega í kjölfarið á þessum skelli. Liverpool voru með fínan leik í gær en auðvitað vantaði mörkin og annað, WBA er ekkert rusl lið. Þeir eru með hörkufínt lið og góðan stjóra.

 98. Það sem maður sá i þessum leik, þá er það að við erum háðir mönnum eins og Sturridge.
  Því miður er Borini ekki að gera sig. Einhver hérna sem finnst hann líklegur til þess að skora mark?

  Verðum að finna annan góðan slútter í sumar, einhvern sem kanna að mæta í boxið og veit hvar markið er að finna.

  Menn voru ekkert að spila einstaklega illa í gær. Vandamálið er bara það að ef Suarez og Gerrard eru ekki í stuði þegar kemur að setja hann í markið, þá er enginn annar (fyrir utan Sturridge) sem getur tekið slíkt að sér.

  En takk WBA fyrir að koma manni niður á jörðina aftur. Búinn að vera alltof bjartsýnn fyrir gengi liðsins undanfarna 45 daga.

 99. Af því að umræðan er komin um FSG.

  Þeir hafa enn ekkert sýnt mér af metnaðarfullum áætlunum og ef þeir sýna ekki spilin í sumar þá mun ég opinberlega ganga til liðs við þúsundir fólks sem muldar nú stöðugt hærri rómi “Yanks Out”.

  Það er ekki ásættanlegt að þriðja árið í röð sé félagið í 6. – 9.sæti og allt hjal um framtíðina verður að fara að skýrast með öflugri nútíð. Sá sem heldur að leikmenn eins og Luis Suarez gefi þessu liði meira en eitt leiktímabil í viðbót lifir í blekkingu.

  Svo að þeir lifa veturinn af í mínum huga, treysti því að þeir séu búnir að fatta að það liggur enginn lausn í að reka stjóra og að ungir leikmenn eru óstabílir og munu óstuddir ekki koma okkur í CL.

  Það er nákvæmlega það sem Gerrard og Reina hafa sagt og það sem Suarez daðraði við í viðtölum síðustu viku.

  Rodgers gerði taktísk mistök í gær en eigendurnir verða einfaldlega að fara að átta sig á því að það verður aldrei friður á Anfield fyrir neðan CL sæti.

  Því fyrr sem þeir fatta það, því betra. Annað hvort er að keppa að alvöru um það eða bara stíga frá og láta aðra prófa.

  Mín skoðun enn jafn bjargföst og áður. Vandinn liggur í umróti síðustu ára og litlum stuðningi við stjórann í sumar sem var lítillega leiðrétt í janúar en alls ekki þannig að sómi hafi hlotist af!

 100. það er nú einhvernveginn þannig að það eru áhveðnir markmenn sem eiga alltaf stórleik á móti Liverpool Ben Foster, Brad Fridel eru tveir af þeim svo virðist Robert Green af öllum alltaf þurfa vera í góðu formi á móti Liverpool

 101. Sæll Babu, sælir félagar

  Mér fannst bara að þú værir að gagnrýna Carra að ósekju. Hann var sá eini (ásamt Reina) sem hélt haus í vörninni. Tek það alveg gilt að svo hafi ekki verið. Hinsvegar skil ég ekki að hann ráði því að liðið falli aftar þegar hann er inná. Hefi enda ekki séð það gerast og tapið stafaði ekki af því að liðið væri aftarlega. Þvert á móti var liðið komið mjög framarlega í seinna markinu og fyrra markið kom úr einni af þremur eða fjórum hornspyrnum WBA. á móti voru hornspyrnur okkar 12 held ég.

  Annars bara allt í góðu þrátt fyrir mismunandi meiningar á leiknum og ekki ef til vill síst pirringsins sem maður er haldinn eftir þennan leik. En það lagast og er þegar farið að lagast.

  Auðvitað er bull í meira lagi eins og kemur fram í sumum kommentum að reka eigi BR og setja helminginn af liðinu á sölulista. BR gerði mistök í þessum leik og SC vann skákina sem stjórarnir tefldu. En hann er ungur og vonandi slípast mistökin af smátt og smátt. Maður hefur svo sem heyrt MU – menn bölva Rauðnef fyrir uppstillingu á liði sínu og innáskiptingar o.s. frv. Sem sagt stjórar með áratuga reynslu gera líka mistök, þannig er það bara í þessarri tiltölulega einföldu íþrótt.

  Nú þegar maður fær fjarlægð á leikinn og bölmóðurinn rennur af manni þá gefst örendi til að sjá björtu hliðarnar og eins hitt sem oft hefur verið rætt “Róm var ekki brennd á einni nóttu” eða eitthvað. Þolinmæði og raunsæi er nauðsynlegt enda ljóst að liðið eins og er hefur ekkert í meistaradeildina að gera. Svo tek ég undir með þeim sem segja að stjóri og leikmenn eiga að hafa vit á sleppa öllum yfirlýsingum og snúa sér að því verki sem vinna á inni á vellinum

  Það er nú þannig.

  YNWA

 102. lélegt að klára ekki svona leiki, en hvernig stendur á því að ef liverpool fær aukaspurnu fyrir utan teig þá tekur Downing hana!!! vippar lausum bolta yfir markið…hvaða rugl er þetta. Lucas tæki betri aukaspyrnur

 103. Hef ákveðið að pirra mig ekki meir á Liverpool. Maður er að verða eins og meðvirka mamman sem að trúir endalaust að litli dópista táningurinn hennar sé alveg að fara að snúa við blaðinu!!
  Nú segi ég stop….nenni þessu ekki meir. Ætla ekki að láta þetta hafa svona mikil áhrif á mig, þetta er nú bara íþrótt

 104. Sá ekki leikinn í gær en var að horfa á 11 mín highlights video á http://www.liverpoolfc.com og það er ekki hægt að sjá að liðið hafi verið að spila afleitan leik eins og mætti halda miðað við mörg ummælin hér að ofan, sem mér finnst sum hver vera alveg ótrúleg. Liðið fékk þónokkuð mörg færi til að skora en Ben Foster á mjög góðan leik og bjargaði WBA frá því að vera ekki búið að fá á sig allavega 1-2 mörk áður en Foster varði vel vítið frá Gerrard.

  Í raun skil ég ekki alveg blammeringarnar sem menn eru að skella á Rodgers og leikmenn liðsins. Að hrópa eftir brottrekstri á Rodgers og sölu á hinum og þessum leikmönnum finnst mér í besta falli hlægilegt, þetta virðist annaðhvort vera í ökkla eða eyra hjá mönnum hérna, liðið fór á 2 mjög erfiða útivelli í síðustu 2 leikjum og þar var spilamennskan til fyrirmyndar og í raun hefði ekkert verið óeðlilegt að hirða 6 stig úr þeim viðureignum. En núna eftir mjög svekkjandi og óverðskuldað tap missa menn sig bara og skíta yfir allt og alla hjá liðinu, fara jafnvel svo langt að tala um að henda treyjunum sínum í ruslið þar sem þær eiga heim! #36 Orri

  Horfum á heildarmyndina og gleðjumst yfir því að liðið er að spila hörku fínan bolta og það vantar stundum bara herslumuninn uppá að klára akkúrat svona lið. Með góðum kaupum í sumar fækkar vonandi svona úrslitum á næsta tímabili.
  Hef tröllatrú á Rodgers og þeim leikmönnum sem eru í liðinu.

  Þolinmæði er dyggð

  YNWA.

 105. menn verða nú aðeins að róa sig. Erum búnir að eiga nokkra flotta leiki, td síðustu tvo á móti City og Arsenal. Svona leikir eins og í gær eru í sjálfum sér ekkert óeðlilegir og koma reglulega fyrir lið í sama styrkleikaflokki og Liverpool er í dag. Við hreinlega verðum að vera með Sturridge týpu í liðinu og hann var því miður meiddur í gær. Við sjáum því vel að okkur vantar meiri breidd í liðið.

  En fyrst og fremst verða menn að róa sig aðeins hérna og sýna smá þolinmæði. Við erum ekki Udt og töpuðum frekar ósanngjarnt fyrir liði á svipuðum stað og við í töflunni. Hver er skandallinn ??

 106. Það er augljóslega eitthvað mikið að andlega hjá Liverpool og hefur verið lengi.

  Hefðum átt að gera aðeins meira grín þegar ég sagði að nýlegur pistill Magga um leiðtogahæfileika Carragher og Gerrard væri ein mesta vitleysa sem hefði komið á þessum annars frábæra vef kop.is. 🙂 Leikurinn áðan kristallaði flestallt sem er að hjá Liverpool og var fullkomlega fyrirsjáanlegt stórslys, alveg magnað að menn skuli stanslaust hefja leikmenn til skýjanna þegar vel gengur í smá stund og láta svo koma sér í opna skjöldu þegar burðarstólpar liðsins bregðast manni. Hvernig væri að taka einn leik fyrir í einu svona til tilbreytingar og bíða með lofgjörðina þangað til eftir tímabilið? Stöðugleikinn er nánast enginn og hefur verið í rúman áratug.

  Gerrard virðist alveg tröllheimskur stundum, í enn eitt helvítis skiptið byrjar hann að blaðra um að Liverpool geti núna náð 4.sætinu. Hann er búinn að gera þetta í mörg ár og afleiðingin er nánast alltaf sú sama. Við töpum næsta leik á Anfield gegn miðlungsliði og dettum útúr baráttunni. Ég skrifaði nákvæmlega sama hlutinn fyrr í vetur fyrir Aston Villa leikinn. Hver þarf óvini þegar hann hefur svona leiðtoga?

  Sama ruglið ár eftir ár. Þetta er eins og að horfa í 10 sinn á endursýningu af Groundhog Day á Bíórásinni. Martröð inní í martröð, innan í martröð. Núverandi hryggjarsúla verður ekkert betri en þetta. Það þarf bara nýtt blóð og mentality í klúbbinn. Hætta að lifa í fortíðinni og gera jafnvel eitthvað drastískt eins og að byggja nýjan völl. Hætta að spila okkur sem fórnarlömb og underdogs og vera svona aumingjagóðir eins og YNWA fjölskylda lifandi á einhverjum stikkorðum frá Paisley og 8.áratugnum. Við þurfum að búa til nýjar hetjur. Fara að taka stjórn og fá menn til liðsins sem þora því og hafa jafnvel gaman af að niðurlægja lið eins og WBA. Okkur vantar stríðsmenn til Liverpool.

  Varðandi varnarleikinn sagði ég fyrir mörgum mánuðum fyrstur allra að Liverpool þyrfti klárlega nýja miðverði fyrir Skrtel og/eða Agger. Þessi varnarvinna liðsins í föstum leikatriðum og hvernig Lukaku labbar framhjá Agger í seinna markinu er bara hlægilegt rugl. Held að áhugaleysi Reina spili líka þarna inní, það er eins og það ríki ekki gagnkvæmt traust á milli markmanns og varnar og aginn sem þarf að vera milli þeirra er bara ekki til staðar núna.

  Alveg eins og með varnarleikinn þá virðast þjálfari og stórstjörnur liðsins ekki ganga í takt. Suarez pirrar þjálfarann mjög með að viðurkenna leikaraskapinn gegn Stoke, Gerrard eyðileggur spennustigið fyrir leiki með yfirlýsingum um 4.sætið (eða hann sjái enn ekki eftir að hafa tvívegis farið til Chelsea) þegar vel gengur. Er ekki kominn tími á að banna leikmönnum Liverpool að tjá sig í fjölmiðlum þegar liðið vinnur 2-3 leiki í röð? Þetta er skýrt merki um að það er smákóngaandi innan liðsins og leikmenn sem telja sig ekki bundna af sömu reglum og aðrir. Slíkt er ekki merki um góða liðsheild.

  Mér finnst Liverpool með svipaðan leikmannahóp og Man Utd en þeir fara hinsvegar hrikalega langt á ofursterkri liðsheild. Öll framkoma í fjölmiðlum og á velli er skipulögð að því að koma öðrum liðum og dómurum úr jafnvægi. Allir ganga marserandi í takt og leikmenn þar semja með þjálfaranum hvað skuli segja í fjölmiðlum. Hjá okkur eru annar hver leikmaður eins og Reina, Suarez, Skrtel o.fl. t.d. að upplýsa (til að halda öllum möguleikum opnum) hver þeirra draumaklúbbur sé ef þeir væru ekki hjá Liverpool. Muniði eftir þannig kommentum hjá leikmönnum Man Utd? Þessu verður að breyta því það er eins og Liverpool sé einhver stoppistöð í dag. Engin furða að það næst engin ró yfir klúbbnum þegar þjálfarinn þarf sífellt að smala kettlingum eins og Jóhanna Sigurðardóttir.

  Liverpool er orðið eins og ríkisstjórnarsamstarf S og VG. Lítil samstaða og eintómir smákóngar sem fara bara sínar leiðir. Þolum voða lítið mótlæti en þegar samstaðan næst gerast af og til mjög góðir hlutir eins og nýlegar frammistöður á útivöllum gegn toppliðunum. Liverpool þarf að fá einhverja hrokafulla Sjálfstæðismenn í klúbbinn til að ná betra jafnvægi, til að læra að sækja og troða aðra undir sér og spila sem heild. Þá förum við að vinna litlu liðin. M.a. þess vegna sem ég var svona spenntur fyrir Wesley Sneijder þrátt fyrir há laun.

  Öfugt við suma sem eru farnir að tala um mögulegt brotthvarf Rodgers í sumar er ég ákveðinn að gefa honum tíma til okt-nóv 2013 nema hann tapi algerlega búningsklefanum. Ef byrjunin á deildinni verður svipuð næsta tímabil og sama andlausa ruglið verður á liðinu þrátt fyrir mikil kaup í sumar þá er þessu samstarfi bara sjálfhætt og Rodgers ekki tilbúinn að stjórna svona stórum klúbbi.

  Áfram Liverpool.

 107. Þetta eru þeir eigendur sem við búum við í dag og við verðum bara að leggjast á bæn með að þeir viti hvað þeir ætla að gera með okkar ástkæra klúbb. Við skulum heldur ekki gleyma því að þeir tóku við ömurlegu búi, þar sem klúbburinn var nánast gjaldþrota.

  Bræðin smátt og smátt að renna af manni og ískaldur raunveruleikinn blasir við, en hann er m.a. eftirfarandi:
  1) Við erum endanlega úr baráttunni um 4. sætið (vorum við einhvern tíma í alvöru í þeirri baráttu?)
  2) Styrkja þarf liðið verulega fyrir næsta tímabil, ekki síst vörnina.
  3) Það er alls ekki sjálfgefið að við höldum Suarez eftir þetta tímabil.
  4) Miðað við hvernig fór fyrir Dalglish er engan veginn sjálfgefið að BR fái annað tímabil með liðið, nái það ekki að enda ofar í deildinni en á síðasta ári.

  Það má vel vera að ég sé óþarflega svartsýnn og að leikurinn í gær hafi bara verið “slys” þar sem við séum búnir að spila flottan bolta eftir áramót. Ég bendi þó á að þetta er langt í frá eina “slysið” okkar á þessu tímabili. Hef verulega áhyggjur af þeim leikjum sem framundan eru hjá okkur. En hey, auðvitað vona ég að þetta sé allt saman helvítis svartsýnisraus í mér og framundan sé betri tíð með blóm í haga 🙂

 108. Ísak minn, þú horfðir ekki á leikinn. Þetta var vægast sagt ekki fagurt. Trúðu ekki þessum hápunktum.

  Það er fyndið að sjá menn eins og Babu, Kristján Atla og Magga stökkva til varnar Rodgers. Það er eins og að vera á skipi og vita að það er að sigla upp í grunn – en það má ekki skipta um kaftein vegna þess að þá þarf að byrja upp á nýjan leik.

  Því miður er Liverpool núna miðlungslið með miðlungsframkvæmdarstjóra. Miðlungsframkvæmdarstjóra í starfsþjálfun. Hvað hefur maður séð oft: “Hann er ungur og hann gerir mistök en vonandi lærir hann af þeim”. Hvað ef hann lærir ekki? Hann er reyndar með sterkari hóp en t.d. Laudrup og Clarke, samt heyrum við endalaust að hópurinn sé svo þunnskipaður og bla bla.

  Liverpool hefur ekki efni á að hafa framkvæmdarstjóra sem þarf nokkur ár til að komast inn í starfið. Ég get ekki séð að flugmönnum. sé t.d. hleypt beint af Piber Cub yfir á Airbus 380 – en hjá Liverpool virðist mönnum finnast það í fínu lagi að vera með nýliða sem framkvæmdarstjóra af því að það er svo gaman að hlusta á Rodgers.

  En hvað hefur Rodgers unnið sér til frægðar? Ekki mikið og áðurnefndir framkvæmdastjórar – guð hjálpi okkur – David Moyes – eru núna að gera miklu betri hluti í vetur en Rodgers með miklu minna fjármagni og þynnri hópa.

  Leikmannakaupin eru svo algjört fíaskó.Engin kaup Rodgers að undanskildum Sturridge eru að pluma sig. Við eigum þó eftir að sjá hvernig Sturridge gengur þegar á líður og svo nýju kaupin, Couthinho. En Sturridge hefur verið hálfgerður meiðslapési að því er best ég veit. Það var nú eins gott að Sigurdsson fékk betra tilboð frá Tottenham en þeir virðast ekki geta notað hann nema á bekknum.

  Lágvaxnir leikmenn eru koma inn í hópum og svo eru menn hissa að illa gangi að verjast föstum leikatriðum

  Samkvæmt speki Rodgers var það hugsunin að spila tiki taka sem í því felst að halda boltanum og pressa svo andstæðinginn þegar hann er með boltann og þannig refsa þeim. Svo einkennilega vill til að þetta gengur ágætlega á móti liðum sem pressa ekki eins Norwich, önnur lið sem pressa gegn Liverpool hafa heldur skorað grimmt hjá okkur. Ég spyr nú: Hvar er þetta tiki taka og hvers vegna hefur stjórinn klári ekki tekið á þessu vandamáli?

  Helsta kvörtunin núna á Englandi meðal stuðningsmannanna er hin taktíska hlið liðsins allir vita hvernig liðið spilar og Rodgers virðist vera ófær um að bregðast við – samanber leikurinn í gær.

  Enginn hér ræður nokkru um það hvort Rodgers verður áfram við stjórnvölinn en það kæmi ekki á óvart ef hann yrði þar ekki í vor ef hlutirnir halda áfram eins og þeir gerast. Nú heyrast raddir um að FSG sé þegar farið að horfa til framtíðar án hans og hafi þreifað fyrir hjá Ancelotti.

 109. Ó mæ god geðklofinn hérna á þessu spjalli. Nú kemur AEG með I told you so ræðuna. Leikurinn í gær kristallaði ekki eitt eða neitt sem þú varst að segja. Liðið spilaði ágætan fótbolta en það skorti gæði fremst á vellinum til að slútta þessum leik. Ég meina, við klúðruðum víti og slatta af ágætum færum, þótt við höfum oft séð liðið skapa fleiri færi.

  Ég fatta nú ekki alveg hvað kemur á óvart við þetta tap. Þetta var nákvæmlega eins og tapið gegn Aston Villa og fleiri liðum. Það er ekkert nýtt að gerast sem ætti að gera okkur brjáluð og heimta höfuð Brendan Rodgers, Steven Gerrard, Daniel Agger, Pepe Reina, Borini, Coates og allra hinna á fati. Svo vítt fer þessi umræða að leikmenn sem eru nýstignir upp úr meiðslum og spila í 30 mínútur er kennt um tapið. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er nákvæmlega sá sami og hefur verið í allan vetur.

  Fjölmargir hafa margsinnis bent á veikleika liðsins og Clarke þekkir þessa veikleika manna best. Hann veit að karakterleysi einkennir liðið og ef við skorum ekki snemma í leikjum lendum við í vandræðum. Hann veit líka að liðið er veikt baka til og gerir of mikið af mistökum. Hann stílaði taktískt mjög vel inn á þessa veikleika, fékk ekki færi fyrr en á 80. mínútu og nýtti veikleikann í föstum leikatriðum mjög vel. Veikleika sem kemur m.a. til vegna þess að í föstum leikatriðum hefur verið hringlað fram og til baka með svæðisvörn og maður á mann dekkningu. Veikleika sem kemur til vegna þess að við erum ekki með markmann sem er dómínerandi í loftinu í teignum. Veikleika sem kemur til vegna þess að við erum með frekar smávaxið og líkamlega aumt lið sem á erfitt með að verjast trukkum. McAuley er ekki einu sinni það stór for crying out loud, hann er jafnstór og Agger.

  En við náum ekki að leysa þessi vandamál með núverandi leikmannahópi. Agger og Skrtel eru núna að taka töluverða dýfu í formi, þeir munu ná sér á strik aftur. Það eru gerðar meiri kröfur til þeirra núna en oft áður, þeir eru beðnir um að spila hærra, spila meiri fótbolta, þeir eru nánast hættir að dúndra fram. Þetta kallar á mistök meðan menn aðlagast. Þegar Johnson og Enrique eiga slakan leik lendum við í vandræðum. Við eigum ekki menn sem geta komið inn fyrir byrjunarliðsmenn og bætt liðið. Lucas fannst mér langbesti maður liðsins í gær. Hann át upp heilan helvítis helling af sóknum WBA, a.m.k megnið af leiknum. Hann var eflaust farinn að þreytast undir lokin samt.

  Ég sagði fyrir leik að ég hefði áhyggjur af því að Sturridge væri ekki með. Staðreyndin er sú að við eigum enn alvöru striker sem skorar mörk á reglulegum basis. Auk þess skapar hann hellings pláss fyrir Suarez sem skorar þá líka. Man Utd. eru með Van Persie, Rooney, Welbeck og Hernandez og Alex Ferguson hefur alltaf gert sér grein fyrir því að hann þarf að hafa öfluga klárara í hópnum. Ef einhver virkar ekki í dag, þá er hægt að setja annan inn á. Þetta höfum við ekki og höfum ekki haft ansi lengi. Þetta er mikilvægasta staðan í fótboltanum og við þurfum meiri gæði. Okkur vantar tvo klassa strikera í viðbót, mér datt jafnvel í hug að hafa Carroll hjá okkur áfram, því stundum verðum við að geta prófað eitthvað nýtt. Breiddin sóknarlega er enn skammarleg, þrátt fyrir kaup á Sturridge, Borini og Coutinho.

  Ég vona innilega að Rodgers og FSG geri sér grein fyrir þessu sem fyrst. Það er ekkert point í því að hafa fáránlega breidd á miðjunni ef þú ert veikur beggja megin við hana.

  Og plís ekki biðja um að selja hinn og þennan og að Rodgers verði rekinn bara til að æsast upp eftir næsta sigurleik og segja eins og Gerrard og félagar, “fjórða sætið er í fínum séns, bara 12 eða 9 eða 6 stigum frá.” Tileinkum okkur jafnaðargeði og þolinmæði, reynum að átta okkur á því að þetta er raunveruleikinn og það tekur tíma fyrir klúbb eins og Liverpool að komast á meðal þeirra bestu. Ég hef trú á því að þetta sé á leiðinni í rétta átt en sú átt er mjög grýtt og erfið. Og það koma fleiri svona töp í vetur. Það þarf andskotann ekkert að koma okkur á óvart. Ég hef ekki nokkurn áhuga á að styðja lið sem rekið er fyrir blóðpeninga, hvort sem þeir blóðpeningar koma frá Moskvu eða Qatar. Ég vil styðja klúbb sem er rekinn á heilbrigðan hátt og kemst á toppinn á eigin forsendum. Og ég geri mér grein fyrir því að það tekur amk. 5 ár héðan í frá að vinna titilinn, ef allt gengur að óskum.

  Og það er ekki út af metnaðarleysi sem ég segi þetta. Það er ekki af því að ég sé ánægður með að tapa fyrir WBA sem ég segi þetta. Það er ekki af því að ég er svo aumingjagóður að ég vilji ekki reka Brendan Rodgers og halda Fabio Borini í annað ár. Það er vegna þess að í raunveruleikanum þá gerast góðir hlutir hægt. Sjáiði þennan sem allir eru svo ánægðir með núna. Hann heitir Jordan Henderson. Hann var úthrópaður í fyrra, spilað út úr stöðu meira og minna allt tímabilið og er síðan að blómstra núna. Gefum okkur tíma, gefum leikmönnunum og Brendan Rodgers tíma, þá kemur þetta.

 110. Mér finnst að leikskýrslan eigi að heita “Þrír strumpar í tröllaskógi”

 111. Mér fannst Liverpool spila mjög vel í þessum leik burt séð frá úrslitunum, það sást vel að það vantaði Sturridge.

  Ég verð hinsvegar að setja spurningarmerki við kaup Rodgers:

  Assaidi: Kemur til Liverpool fyrir 2,4mp, spilar ekkert og kemst varla í hóp. Þetta er ekki mikill peningur, en þetta telur samt ásamt launum.

  Borini: Kemur fyrir 10,5-11mp. Hefur ekki sýnd neitt, hvorki á undirbúningstímabilinu né í þeim leikjum sem hann hefur spilað í. Hann virðist vera mjög lunginn við að klúðra færum.

  Allen: Kemur fyrir 15mp. Þvílík vonbrigði, ég var einn af þeim sem vildi fá hann til Liverpool. Ég vissi hinsvegar ekki hversu sóknarlega bældur hann væri. Hann hentaði mjög vel í bolta Rodgers hjá Swansea, þar sem Swansea skoruðu kannski 1-2 mörk og héldu svo boltanum allann leikinn. Vonandi tekur hann Henderson á þetta og skellir sér í ræktina.

  Ef við tökum fyrir Borini og Assaidi, þá hefðum við geta keypt ágætis leikmann fyrir þessar 14-15mp sem við eyddum í þá + laun.

 112. Ég er Chelsea maður sem þýðir nátturlega boðberi alls ills og jafnvel útsendari kölska sjálfs á kop.is en rita þetta nú aðeins sem fótbolta áhugamaður og vona að þið takið því þannig, stundum getur verið gott að heyra hvað vitleysingarnir í hinum búningunum segja.

  Þið sjáið nátturlega glasið hálftómt núna eftir þetta slæma tap í gær og kvartið sáran undan þjálfaranum, Agger, Skrtel, bakvörðunum og Reina. Það er ekki langt síðan liðið spilaði 4231 undir rafa með frekar djúpa varnarlínu og beitti hröðum counter attacks svo komu hvða 2 ár af 442 þar sem reynt var að ná upp kantspili og fyrirgjöfum en aftur með dúpa varnarlínu. Svo er tekin algjör kúgvending og skipt yfir í possession fótbolta(Tiki Taka ef þiði viljið það frekar er lítið fyrir það hugtak) með mjög háa varnarlínu.

  Trúið mér vandamálið er ekki að Agger sé allt í einu orðinn svona lélegur eða að Reina sé búnað gleyma hvernig á að verja. Þetta er bara mikil breyting á stuttum tíma kerfið er spilað þannig að ef þú gerir mistök þá er þér refsað oftar en ekki. Sérstaklega í EPL þar sem hraðinn er mikill og tæklingar harðar, aðstæður misjafnar.

  Gott dæmi er munið eftir því þegar Roman Ambramovich ætlaði að sigra heiminn með því að breyta Chelsea í Barcelona í bláu og það helst á einni nóttu. Andre Villas-Boas sem kom inn með háa varnarlínu og possession bolta. Hver einasti þulur frá Gary Neville til Hjörvars Hafliða afskrifuðu Cech og sögðu hann bara búinn, meiðslin væru búnað ná honum osfr. Svo eftir nokkra tapleiki sem sem voru nátturlega stórslys á Chernobyl mælikvarða ég meina JT og Luiz með háa varnarlínu c´mon, fyrir svo utan margar aðrar skrítnar manager ákvarðanir AVB var hann rekinn. Roberto DiMatteo fenginn inn sem breytti umsvifalaust í djúpa varnarlínu og viti menn Cech fór aftur að fá á sig langskot og fyrirgjafir og þar er hann á heimavelli og átti frábæran endasprett á seasoninu.

  Barcelona og Spænska landsliðið sýndu heimsbyggðinni fyrir ekki svo löngu síðan„hina einu réttu leið“ til að spila fótbolta við það varð „Tiki Taka“ það sem knattspyrnuheimurinn vildi og flest lið tóku þetta til sín mismikið þó sem betur fer. Fá lið gerðu þetta þó af sömu öfgum og vanhugsun og Chelsea gerðu. Gallinn við að spila possession bolta er að þú tekur áhættur og til að tileinka þér þetta þarftu tíma og þar með alveg helling af þolinmæði til að lifa með öllum mistökunum sem áhætturnar leiða af sér. Svo að lokum til að ná árangri með þessa leikaðferð þarftu gæði alveg svakaleg gæði.

  Tökum sem dæmi Arsenal liðið sem hefur spilað svipaðan bolta í fjölda ára og er yfirleitt með skemmtilegri liðum að horfa á(að mati flestra). Hvað hafa þeir unnið síðustu ár ekkert, ekki neitt! Þrátt fyrir að hafa átt afar sterkt lið fyrir nokkrum árum sem hefði klárlega átt að vinna eitthvað en þeir voru ekki í sömu gæðum og Barca er og þeir gerðu of mikið af mistökum(kannski að hluta til útaf leikaðferð) og var refsað grimmilega(Birmingham einhver?).

  Það er ekki neitt til sem er „hin eina rétta leið“ í knattspyrnu sem betur fer.

 113. Sorglegur leikur i gær og maðursa það i halleik að það eina sem vantaði til að toppa þetta væri ef wba skellti ser i skyndisokn og mundi stela sigrinum og að sjalfsogðu gerðist það svo auðvitað.

  Clarke var maður leiksins i gær og lagði þetta snilldarlega upp fyrir wba, leikurinn spilaðist nkl eins og wba clarke vildu að hann spilaðist.

  Ben foster fannst mer ekki eiga neinn storleik, hann þurfti ju að verja vitið og svo eitt þrumuskot fra gerrard en i raun vorum við ekki að skapa mikið af alvoru færum.

  Rodgers ma alls ekki reka, það er komið alveg nog af brottrekstrum a stjorum hja okkur. Eins og eg hef sagt ykkur ansi oft þa skiptir engu mali hver styrir felaginu, arangurinn verdur ekki betri en 6-8 sæti fyrr en eigendurnir bakka stjorann sinn almennilega upp. FSG verða að bakka rodgers almennilega upp i sumar, vonandi fær hann peningana fyrir solur sem gætu orðið 20-30 kulur med solunni a carroll og hann þarf 50-60 milljonir lagmark ur vasa eigendanna ef við eigum að eiga einhvern sens a þvi að keppa um 3-4 sætið..

  Það sem klikkaði i gær var bara það að það vantar meiri gæði i liðið til að slutta svona leik, það er ekki nog að vera miklu betri, það þarf að skora hja andstæðingunum og passa lika að andstæðingurinn skori ekki hja okkur og þa gekk ekki upp i gær. Með aðeins meiri gæðum eins og 3-4 leikmonnum sem allir styrkja byrjunarliðið toluvert þa gerast svona hlutir ekki.

  Rodgers er allavega algjörlega minn maður og hann ætla eg að styðja fram i rauðan dauðann, er klar a þvi að ef þa væri ekki bara fyrir hann þa væri eg i panikk kasti, rodgers virðist hafa plan i gangi og vita nkl hvað hann er að gera og það eina sem vantar er að FSG bakki manninn almennilega upp..

 114. Ég vona að Lucas fari einnig að komast í gott stand, hef alltaf verið hræddur um að hann myndi aldrei ná að komast í sitt fyrra form eftir þessi meiðsli. Ég dýrka hann en hann hefur ekki verið að heilla mig í seinustu leikjum, það er eins og að tempóið sé of hratt fyrir hann.

  Ef Gerrard hefði skorað úr vítinu og við unnið, þá væru menn ekki að hrósa Clarke. Mér fannst WBA spila mjög leiðinlegan bolta í gær, það er ekki Clarke að þakka að Ben Foster hafi átt stórleik.

 115. Þó lucas se ekki komin i sitt besta form þa er hann samt að vinna helling af boltum og að spila heilt yfir vel, hann a eftir að verða enn betri en eg er klar a þvi að eins og hann er ad spila þessa dagana þa er hann samt einn af okkar aðal lykilmonnum..

 116. Ívar Örn! Það er einmitt þetta sem ætti að gera okkur brjálaða og heimta höfuð Rodgers:

  ” Ég fatta nú ekki alveg hvað kemur á óvart við þetta tap. Þetta var nákvæmlega eins og tapið gegn Aston Villa og fleiri liðum. Það er ekkert nýtt að gerast sem ætti að gera okkur brjáluð og heimta höfuð Brendan Rodgers, Steven Gerrard, Daniel Agger, Pepe Reina, Borini, Coates og allra hinna á fati. Svo vítt fer þessi umræða að leikmenn sem eru nýstignir upp úr meiðslum og spila í 30 mínútur er kennt um tapið. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er nákvæmlega sá sami og hefur verið í allan vetur.”

  Til þess er framkvæmdastjórinn, að leysa svona mál. Ef allir vita af vandamálinu (þú virðist vera með það á hreinu) þá ætti stjórinn að vera þá líka. Ef hann nær ekki leysa vandamálið á ekki að vera í því starfi sem hann er í.

  Höfuð hinna sem þú nefndir geta hangið á þar sem þau eru en ef stjórinn er ekki að vinna vinnuna sína þá á hann að fara. Ef hann getur ekki mótiverað leikmennina þá á hann að fá sér aðra vinnu. Það er bara þannig.

 117. 127 Sverrir Björn

  Er ekki bara málið að við þurfum einhvern til að berjast um þessa stöðu við Lucas?

  Í dag er ekki nokkur lifandi maður sem veitir honum samkeppni, hann er svo gott sem er sjálfvalinn í þetta kerfi. Þó að vissulega hafi Allen spilað þessa stöðu á meðan Lucas var að koma sér í stand vita allir sem hafa séð Allen að þetta er ekki hans besta staða á vellinum…

  Bara pling…

 118. 130

  Flott grein hjá Tomkins. Er sammála honum með að það er engan veginn sjálfgefið að eigendur gefi BR annað ár. Það er gríðarleg pressa á honum að rífa liðið upp á rassgatinu og helst landa 6. sætinu. Spili liðið áfram svona eins og í gærkveldi og enda með færri stig en í fyrra þá er allt eins líklegt að eigendurnir losi sig við BR.

  Þetta er held ég “the brutal truth”. Ég vona svo innilega að þetta sé rangt mat hjá Tomkins og BR fái annað tímabil burtséð frá því hvort við endum í 6. eða 9. sæti í lok leiktíðar.

  In Brendan we trust.

 119. Frimmi: Ég er líka viss um að Rodgers sjái vandamálið, en það er hægara sagt en gert að leysa það. Þótt ég sjái það og þú sjáir það þá er ekki þar með sagt að við gætum leyst það.

 120. Ívar Örn: Vafalaust er það rétt hjá þér að Rodgers sjái vandamálið en honum er borguð gomma af peningum til að leysa það. Hann gefur sig út fyrir að geta það, sem er sennilega ástæðan fyrir því að hann var ráðinn. Hvernig þér dettur í hug að bera saman getu okkar tveggja í þessu samhengi við getu Rodgers átta ég mig ekki á. Aldrei hef ég látið í ljós þá skoðun að ég gæti það. Ef hins vegar maðurinn sem er ráðinn til að leysa vandann (og þykist geta það) getur það ekki þá þarf að finna einhvern annan sem það getur.

Liðið gegn West Brom

FC Zenit frá Saint Petersburg