Liðið gegn West Brom

Byrjunarliðið gegn West Brom inniheldur aðeins eina breytingu frá því gegn Manchester City. Daniel Sturridge er eitthvað stífur í læri og það er enginn séns tekinn með slíkt. Í hans stað fær Jonjo Shelvey sénsinn en það er fyrsti byrjunaliðsleikur hans síðan í tapleiknum gegn Stoke fyrir tveimur mánuðum. Philippe Coutinho er á bekknum og kemur eflaust við sögu í kvöld, þar sem hann og Sturridge verða í fríi á fimmtudag (mega ekki spila þar sem Inter og Chelsea eru einnig í Evrópudeildinni).

Liðið er sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Gerrard

Downing – Suarez – Shelvey

Bekkur: Jones, Skrtel, Wisdom, Allen, Sterling, Coutinho, Borini.

Þetta er nokkuð sterkt lið og ég er bjartsýnn á kvöldið. Nánast allir keppinautar okkar um einhver sæti í deildinni unnu sína leiki um helgina og því er gríðarlega mikilvægt að við löndum sigri í kvöld.

Koma svo, áfram Liverpool!

148 Comments

  1. Ágætis lið, en það vantar mikið þegar það vantar Sturridge. Markaskorunin hefur tekið ákveðinn kipp síðan hann kom. Vonum að það setji ekki strik í reikninginn.

  2. Hvað gerir Lucas i kvöld. Mun hann leggja upp mark eða bara eins og áður spila boltanum til baka. Veit að ég að ég á ekki marga skoðunarbræður sem hér tjá sig en mér finnst hann allt og hægur og vanta að hann búi eitthvað framávið.

  3. Skemmtilegt!

    Kemur mikið á óvart að Shelvey fái sénsinn í stað Borini og segir nú töluvert held ég…og svo er bónus að sjá Coutinho á bekknum, frábært bara.

    Coates hlýtur að fara til S.Ameríku fljótlega.

    Stend við spána mína…

  4. Jol hann á einmitt að gera það sem hann er að gera sitja tilbaka, hreinsa upp og hjálpa vörninni svo johnson og enrique geta farið upp, hann er svona defending midfielder.

  5. Ákaflega lítið spenntur fyrir þessari einu breytingu á liðinu milli leikja og finnst þetta veikja liðið hrikalega sóknarlega. Shelvey og Downing eru ekki nógu spennandi kostir finnst mér sem 2/3 af sóknarlínu Liverpool. Hefði frekar viljað sjá Borini fá þennan leik.

    Bekkurinn er annars mjög spennandi með Coutinho á honum.

    Með þessu held ég að það sé líka ljóst að hann er bara að taka einn leik fyrir í einu, klára þennan og svo spá í EL. Hef ekkert á móti því meðan forgangsröðunin er fyrst og fremst á deildina.

  6. Dýrka það að Borini er ekki í liðinu. Mér finnst hann skelfilegur leikmaður og Jojo verði góður í kvöld.

  7. Er enn fólk þarna úti sem skilur ekki hlutverk Lucas í liðinu? Ef menn eru ekki þegar búnir að ná þessu þá er tímasóun að reyna að útskýra það eitthvað frekar.

  8. það er nú þannig að maðurinn með dósina í klofinu ( 1/2 líters ), Makalele, var einn af bestu mönnum í sigursælu liði Chelsea á sínum tíma… hann var ekki beint að sóla menn í teig andstæðingana eða búa til færi og skora mörk.. Lucas er okkar Makalele, veit samt ekki með slátrið.

  9. Er ég sá eini sem finnst “seeing is believing” virkilega kaldhæðnislegt nafn á herferð til hjálpar blindum?

  10. Ef einhver kann að verjast gegn Liverpool þá er það Clarke. Hann þekkir þetta lið okkar eins og sitt eigið lið.

  11. Ekkert að gerast í þessum leik er að vinna upp í sveit og er bara með pung svo ég treysti á ykkur að reportaleikin kæru félagar 😀

  12. Agger búinn að fá 2 frá skalla eftir hornspyrnur, greinilegt að Clarke er ekkert beint að kunna að verjast Liverpool. Virðist samt skilja að það þarf að pressa á Liverpool ofarlega, en það er svosem ekkert að ganga rosalega vel og mér finnst eins og WBA séu aðeins að missa trúna. Henderson með þvílíka vinnslu. Gamli góði Lucas er mættur að svo virðist.

  13. wba er alltaf að verjast á 9 leikmönnum, allir rétt viðvítateiginn hjá þeim. Við erum komnir í það aftur að klúðra færum, Agger og Suarez. Ég er ekki að skilja af hverju Shelvey er inná fyrir Borini. Agalegt að hafa ekki Sturridge.

  14. Er ekki að fatta þessar fyrirgjafir, engin Liverpool maður inní teig.

  15. æjj hvað ég hef óbeit á liðum sem byrja að tefja í fyrri hálfleik.

    Ánægður með hvað Downing er að koma sér vel inn í þennan leik, annað en Enrique sem getur ekki náð 1 metra sendingu á rauða!

  16. Hálfleikur, wba að gera það sem hvert einasta lið gerir, hægja á öllum leiknum eins og þeir geta, (tefja), og við erum að klúðra færum. Líst ekki vel á þetta, þetta er leikur sem leggst í mig eins og að við eigum 30 marktilraunir en skorum ekki, en þeir 2 til 3 og skora eitt mark.

  17. verðum að fá meira úr bakvörðum okkar gegn liðum sem liggja svona aftarlega…

  18. Þetta er orðið svolldið gamla Liverpool, mikið af færum en enginn til að skora, vantar Sturridge eða bara setja Suarez aftur í stöðuna sem hann var í áður en sturridge kom. Henda jafnvel Sterling inná, hann hlítur að vera búinn að hvíla sig nóg strák anginn blessaður, örugglega gott fyrir hann að koma inná þegar hinir verða þreyttir. Eða Coutinho, væri gaman að sjá hann spila.

  19. Þetta er ansi þéttur múr. Lítið að gerast og við náum illa að opna hann. Vonandi sjáum við Coutinho fljótlega, mér finnst hvorki Shelvey né Henderson vera að gera sig núna.

  20. Downing búin að vera stórhættulegur, það sem manninum hefur farið fram…
    Enrique getur bara ekki gefið boltann á samherja og johnson á í vandræðum líka en vonandi hefst þetta …… Vá hvað það vantar Sturrage og vonandi fáum við að sjá Coutinho…. Áfram Liverpool……….. You never Walk alone………

  21. já, við verðum að fara að brjóta þá. Kemur enginn ógnun vinstra megin, sem er verulegt áhyggjuefni. Verðum að taka sénsa og henda Borindi eða Sterling inn á. Þetta er algerlega must win leikur og við verðum að auka hraða. Alveg skelfilegt að sjá hvað fáir eru komnir inn í boxið þegar kantmennirnir okkar (nær eingöngu hægra megin) gera árás. Annars eigum við að klára þetta lið, erum miklu betri! Koma svo LFC!!

  22. Jæja, ég fýla Jonjo en hann verður að fara útaf fjandinn hafi það. Er búinn að vera afar slappur í kvöld.

    Og hvernig neeeennnniirrr Enrique að taka alltaf 4-5 snertingum of mikið á boltann??

    Annars ágætlega spilaður leikur hingað til, en hann öskrar 0-1 fyrir WBA. Yfirburðir Liverpool eru bara það miklir að við getum ekki unnið 🙂

  23. Hversu mikið ekta 0-0 leikur er þetta. Liverpool sækir látlaust og uppskera ekkert, höfum séð þetta svooo oft áður. Prove me wrong maður!

  24. Allt of lítið í gangi þarna vinstra megin. Ég velti líka fyrir mér hvort það sé þörf á að hafa Lucas inná á heimavelli gegn WBA.

  25. Johnson og Enrique eru hálf týndir og eiga erfitt með að senda boltann. Suarez hefur verið ólíkur sjálfum sér í síðustu leikjum finnst mér. Henderson er góður ásamt Gerrard en Shelvey er alls ekki að nýta tækifærið í dag.

  26. Jæja, Borinis og Sterlings að koma inná og Suarez kominn upp á topp. Nákvæmlega það sem ég hefði gert… hehe kannski ætti ég að gerast fótbolta þjálfari :p

  27. 16 – 0 í marktilraunum samt er ég einhvernveginn viss um að West Brom læði einu marki og vinni þennan leik sé okkur bara ekki skora.

  28. Úff hvað þetta er lélegt. wba hefur ekki haldið hreinu í útileik á tímabilinu en er næstum að takast það hérna. 🙁 Það er eitthvað sem segir mér að þeir setji eitt ,wba

  29. Inná með Brassann, það er eini leikmaðurinn sem Clarke kann ekki að verjast 100%

  30. Ég vona að við munum spila vel og að coutinho komi inná og skori
    Vona líka að Zárus skori fallegt mark 🙂 :):):):):):):):):):):):):):):)

  31. Djöfull er þetta dapurt, lélegasti leikur sem ég hef séð hjá okkur síðan við fórum að vinna leiki

  32. Rosalega tekur Liverpool alltaf afspyrnu léleg horn er nokkuð viss um að við séum með lélegustu hornanýtinguna í deildinni.

  33. kjötflykkið lukaku að koma inná. Handritið er þannig að hann skorar sigurmarkið 🙁

  34. I don’t like the sight of Borini in the evening. Smells like … a draw.

  35. Vá, ég hélt að þessir leikir hefðu verið skyldir eftir 2012… En koma svo RAUÐIR!!! Hef fulla trú á að þeir skori!

  36. VÍTI ! !Suarez felldur í teignum. foster er búin að vera í banastuði, nú má hann klikka í markinu 🙂

  37. Týpískt, varði vítið:-( enn einn leikmaður með leik lífs síns á Anfield.

  38. Alveg erum við dæmdir til að tapa þessum helvítis leik!!

    Fellur ekkert með okkur í dag

  39. Yrði ekki hissa ef við myndum svo tapa þessum leik til að nudda salti í sárið.

  40. Þessi skot sem við erum búnir að eiga… eiga undir venjulegum kringumstæðum að vera búin að duga til marks. Foster, eins og svo óþolandi margir markmenn andstæðinga okkar er að eiga leik lífs síns!!!

  41. Það er bara skrifað í skýinn að við eigum ekki að vinna þennan leik.

  42. Þetta nær ekki nokkurri átt. Bara alls engri. Djöfull.

  43. 2 marktilraunir og eitt mark. Við erum með yfir 20, ekkert mark !!

  44. haha djöfull kemur þetta ekkert á óvart, handónýtt lið í föstum leikatriðum.

  45. verðskuldað tap f. þessa skítaframmistæðu – spurning um að tala meira um 4. sætið næst… úff

  46. Heimta það að enginn af þeim sem spilaði þennan leik fái að spila í þeim næsta

  47. Ég get svo svarið það að ég hélt að svona leikir væru loksins orðin sögunni til…en neeiiiiiii….milljón færi ekkert inn klúðrað víti og svo kemur andstæðingurinn og skorar mark úr sínu eina alvöru færi….andskotinn bara 🙁 fokking mánudagar…meika aldrei shit !!

  48. ég vissi þetta. enda veðjaði ég á jafntefli….hefði átt að veðja á sigur…
    alltaf sama helvítis drullan
    Aston Villa anyone???

  49. Þetta er búið að liggja í loftinu allan tímann! Grunaði ekki Gvend.

  50. Ekki það að maður sé að fara að beina sökinni að einhverjum ákveðnum leikmönnum, en mér finnst Liverpool ekki fá á sig mark án þess að Agger (og/eða Skrtl) líti illa út. Helvítis bara.

  51. ég ætla að loka þessari helvítis áskrift að stöð2 sport! Er hættur að nenna þessu. Djöfull er þetta ömurlegt!

  52. Horspyrnur Liverpool eru álíka hættulegar og útspark frá þeirra marki.

  53. Verið aðeins rólegir á því að gagnrýna leikmennina, þeir eru búnir að vera spila flottan leik að mínu mati og ættum að vera 2-0 eða 3-0 yfir, hinsvegar er það markvörður WBA sem er að koma í veg fyrir þetta allt saman með stórleik.

    YNWA

  54. Mikið rosalega eru bakverðirnir búnir að vera slappir í kvöld. Arfaslakir.

  55. Lukaku er að gera vörnina að fíflum! Hann er 19 ára og lætur Agger líta út fyrir að vera rétt um fermingu.

  56. FOOOKKKKK… .. hvað gerðist… átti hann að halda áfram með shelvey skiptingar… andskotans djöfula !!!

  57. Daniel Agger er að verða einn mesti brandari úrvalsdeildarinnar… Svei mér þá ef Gary Caldwell er ekki betri varnarmaður…

  58. Þetta er bara algerlega til skammar hvað þetta lið okkar er handónýtt að skora að við seum ekki að vinna þennan leik 5-1 er algerlega óskiljanlegt og
    geta svo þessir aular sem spila fyrir þetta lið hætt að hugsa um þetta 4 sæti og hugsa um einn leik í einu helvítis aumingjar

  59. Djöfull er Clarke að fara létt með að lesa þetta lið okkar. Þetta er bara hlægilegt. Liverpool var með fleiri stig eftir jafnmarga leiki á síðasta tímabili. Lukaku að segja Agger að hann sé bara drullulélegur varnarmaður, gengur framhjá honum og Agger á núna sök á báðum mörkum sem við fáum á okkur. Erum við ekki örugglega að vinna í possession ?

  60. Ekkert Meistaradeildarmateríal í þessu liði þetta árið. Verðum að bíða fram á það næsta. Sorglegt að tapa þessum leik svo ekki sé meira sagt.

  61. HVAÐ ER Í FOKKING GANGI? Ætla svo að vona að Gerrard grenji sig í svefn í nótt. Fjarlægið þetta comment á morgun þegar ég verð orðinn rólegur aftur.

  62. Hörmung og hörmung ofaná það!.. Þeir sem nýta ekki færin sín eiga bara svona skilið.

    Suarez reyndi allavega að draga sigurmark úr rassgatinu með flottri dívu. Með ódýrari vítaspyrnum sem maður hefur séð.

    Foster greinilega í gamla Utd búningnum innanundir.

    Gert lítið úr vörninni.

  63. Fari þetta til heitasta andskotans helvítis. Þessir leikmenn eru á röltinu 0-1 undir á 88. mínútu á Anfield. Þetta er ekki fótboltalið þetta ógeð.

  64. Klikkar ekki, leikmenn liverpool fara að tala um möguleika á 4 sætinu og …….þeir skíta á sig!!! Helvítis andskotans aumingjar. TALA MINNA GERA MEIRA!!!!!!!!

  65. hahahahahhaha… !! Þvílíkt sálfræði stríð hjá Steve Clarke! Segir að þið spilið besta boltann og þið bjóðið upp á svona líka fínan bolta. Eins og einn góður aðili sagði hér fyrir ekki svo löngu; “Ég vill frekar létt steiktan Benítez, en Brendan Rodgers”. Eruð ALDREI að fara ná þessu CL sæti!!!! Sættið ykkur við það 😀 Skál drengir! 🙂

  66. Þetta er bara miðlungslið með miðlungsþjálfara eins og Hamann hefur verið að segja og Rodgers verður farinn í vor.þið heyrðuð það fyrst hér.

  67. Hate to say i told you so…. ALRIGHT!!!

    Stutt í næsta leik, tökum hann.

    Onwards and upwards!

  68. Rodgers eiðilagði algerlega leikinn með þessum skiptingum það fór gjörsamnlega allur kraftur úr Liverpool þegar að Henderson fór út af. En maður hefði nú svo sem geta sagt sér þetta sjálfur Liverpool leikir á mánudögum eru bara ekki málið 2 skot á markið 2 mörk hjá West Brom þetta er bara sorglegt.

  69. 118 – Já allavega fram að marki WBA, það eru skot þarna sem hefðu í flestu tilfellum farið inn ef Foster væri ekki í þessu fáránlega stuði og þá væri hljóðið í mannskapnum allt annað, spilið er búið að vera flott á seinni helming vallarins.

  70. Hafi einhverjir haft ennþá vonir um að Liverpool geti náð CL sæti þetta árið getur sá hinn sami hætt að vona núna. Hér eftir er bara spurningin að enda eins ofarlega og hægt er. En fjórða sætið er alveg endanlega úr sögunni núna og ég vona að Rodgers og félagar gefi það bara út núna að þeir séu ekki lengur með í þeirri baráttu,

  71. Clarke að kenna BR hvernig lið eiga að verjast. Vörn 101. Skítt með possession dúkkulísubolta. SKITA ! ! BR ætti núna að halda kjafti með yfirlýsingar í fjölmiðlum og setja það frekar á æfingasvæðið og í leiki.

  72. Ok ég er frekar pirraður núna sá reyndar bara síðustu 20 mín í þessum leik en mig langar að spyrja menn hér hverjar eru framfarinar frá því á síðustu leiktíð. Ég man ekki betur en liðið hafi einmitt verið að klúðra svona leikjum trekk í trekk á síðustu leiktíð líka. Mér er nákvæmlega sama hversu oft liðið nær að skjóta á markið eða hvað það er með margar sendingar eða posession það þarf að koma boltanum í netið og það virðist ekkert hafa lagast.

    Ég er ekki að segja að það eigi að reka B. R. en ég verð samt að spyrja miðað við mannskapin sem er til staðar ætti liðið þá ekki að ná einhverri framför eða er bara nóg að spila skemmtilega fótbolta til að kæta menn. Roy Evans gerði það og náði nú ekki miklum árángri ég bara get ekki sætt mig við svona úrslit eina ferðina enn og það á heimavelli. Varnarleikurinn er búinn að vera í molum mest allt þetta tímabil og ég hef áhyggjur af því.

  73. Nennir einhver að segja Roger Rabbit að hann sé tactical idiot. Þessi Shelvey/Henderson fyrir Borini/Sterling skipting breytti leiknum algjörlega… WBA í vil. Borini arfaslappur og búinn með alla þolinmæði hjá mér, lélegustu kaup ársins.

  74. Skiiiil bara hreinlega ekki hvernig sumir menn herna geta varið enrique eða sagt að við þurfum vara mann fyrir hann.. sko guð hjálpi liverpool ef við förum að sætta okkur við svona hrilliega miðlungs – bakvörð !.. þurfum bara að fá allvöru bakvörð sem er í besta klassa ….

    bakvörður er eitt það mikilvægasta í þessu liverpool liði

  75. Það kom bersýnilega í ljós í þessum leik hversu mikið Sturridge hefur lyft leik liðsins á hærra plan undanfarið. Án hans klárum við ekki færin nógu vel.

    Þetta var alveg grátleg niðurstaða….

  76. Vinnum bara rest, nokkur skref afturá bak og eitt áfram, vorum bara óheppnir. Ég hef trú á að Brendan sé rétti maðurinn að koma Liverpool í fremstu röð á ný, það tekur kannski 10 ár en hvað er það.

  77. Betra liðið vann í dag, staðreynd. Nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að hægja á leiknum síðan eftir að miðverðir Liverpool voru orðnir uppgefnir á því að hlaupa upp og niður völlin skiptu þeir inn alvöru sóknarmönnum ekki einhverjum krökkum úr ítölsku deildinni og kláruðu leikinn. Skiptir engu hvað Liverpool fengu mörg færi þegar 90% af þeim eru einhver hálfæri einnig þegar fyriliðinn klúðrar 2 bestum færum Liverpool er þetta nánast búið. Betri þjálfari vill ég meina meira skipulag í vörninni og miðjunni.

  78. en hvers vegna gerði Reina sig lítinn í seinna markinu? hann átti að breiða úr sér og reyna að loka markinu sem best í staðinn gerði hann sig eins lítinn og hann gat!!!

  79. Okei er ég eini gæjinn sem er alvarlega að spá í að leita uppi þetta fífl sem kallar sig Tobbi #126 og berja hann. Ég veit að þetta er afskaplega barnalegt komment hjá mér en þessi grátlega smásál sem virðist þó vera fullorðin er að reyna að kveikja elda með þessu kommenti sínu og á að mínu viti skilið að fá þau viðbrögð sem hann er að leita eftir og gott betur! Ég elska líka að taka svona fífl sem eru að reyna ögra manni en vilja samt ekkert vesen og berja þá hraustlega… ekkert meira fullnægjandi en svipurinn á svona gæjum alveg ægilega hissa á því að hafa fengið á lúðurinn en voru samt búnir að leggja sig alla fram um að æra óstöðugan.

    Ég er alltaf að reyna vera minna og minna háður þessum enska bolta en ég elska auðvitað ennþá LFC og reyni að fylgjast vel með, það er samt fátt jafn asnalegt og þegar fullorðnir einstaklingar eru farnir að láta eins og 12 ára krakkar í athugasemdakerfi DV til að reyna pirra aðra fullorðna einstaklinga yfir úrslitum einhvers ofurvaxins bresks skuldavafnings. Þessi lið eru farin að tengjast alþjóðlegum fjármálamörkuðum meira heldur en íþróttahreyfingunni og öll spilum við með, kaupum rándýra miða, rándýrar treyjur og annan varning og slefum yfir ofurborguðum óskólagegnum hálfvitum og lítum út eins og verstu unglings grúppíur.

    En það tekur gjörsamlega steininn úr þegar eitthvað miðaldra fífl á Íslandi hefur svo sorglega lítið að gera á mánudagskvöldi að hann kemur hingað til að fróa sál sinni yfir því að hitt stórfyrirtækið hafi tapað í kvöld en að hans stórfyrirtæki, sem er drullusama um allt sem honum tengist nema peningana sem hann er tilbúinn að eyða í þá, séu sko efstir og þar með eru hann og hans menn sko bestir og þá er nú gaman að geta litið niður á aðra, en ekki til að gorta sig af eigin árangri heldur til að segja hinum hvað þeir séu lélegir eins og við séum öll fötluð og höfum ekki tekið eftir því sjálf. Já við töpuðum og so fokking what þetta er ekki íþrótt þetta er bissness og af þeirri ástæðu er ég farinn að fylgjast miklu meira með mínu heima liði á Íslandi því að þar finn ég tengingu við íþróttafélag með uppeldismarkmið og annað í þeim dúr plús það að geta mætt og völlinn og stutt þá almennilega og fundist ég vera að leggja mitt að mörkum.

    Ekki bara vera sorglegur internet hermaður sem finnst hann vera ægilegur júnæted maður því ég á treyju með Cantona aftan á og fannst bara töff hvað Giggs er mikill fjölskyldu framhjáhalds skíthæll af því að hann er svo mikið legend eða bara fyndið þegar Ronney svaf hjá hóru ömmunni afþví að hann er svo mikill meistari.
    Pff þetta er pathetic, nú er samt rantið mitt senn á enda, lokaskilaboðin mín eru bara þessi; Tobbi, ég vona að þú lendir í bílslysi óþroskaða vanvitagerpið þitt. Ef þú dúkkar ekki upp í dánarfregnum á næstu tveimur vikunum myndi ég ekkert vera að svara dyrabjöllunni á kvöldin. Kv. einn sem er kominn með algjört óþol fyrir íslenskum aðdáendum enskra liða enda fátt jafn hlægilegt og grátlega sorglegt.

    Hey og jú ef ske kynni að þessum skilaboðum verði ekki eytt þá hvet ég alla hérna til að hætta þessu typpatotti á breska boltann og hunskast á völlinn á Íslandi í sumar, mörgum finnst þetta ægilega hallærislegt útaf þetta sé svo lélegur bolti og svo framvegis (ég var einn af þeim) en við búum jú hér á litlu eyjunni að sjálfsögðu er þetta ekki heimsklassa en þetta er það sem er í boði hér og það er rómantík yfir þessu, ekki sama græðgin og viðbjóðurinn og svo ef ykkur finnst gaman að styðja og vera með þá fokk it þó nágranninn sé í stúkunni líka mættu bara á völlinn og láttu heyra í þér miklu skemmtilegra en þetta EPL rúnk endalaust!!!

  80. Veistu LFC_210 ég held að þú sért nú að gerast illilega sekur um það sem þú virðist fyrirlíta….. og gott betur.

    Ef eitthvað komment í þessum þræði er fáránlegt þá er það þitt.
    Að óska manni meiðingum, limlestingum og dauða vegna skoðunar hans er fáránlegt.

    Vona að stjórnendur þessa spjalls útiloki þig því þetta á ekki heima hér.

    Fyrirlitleg skrif.

  81. Ég biðst velvirðingar á orðum mínum hér á spjallinu og mun ekki kommenta hér aftur. Vissulega fáranlegt komment hjá mér og er það ekki við hæfi að gera lítið úr öðrum liðum. Vill biðja stuðningsmenn Liverpool nær og fjær afsökunar. @144, þó ég gekk yfir strikið þá ættir þú að hugsa líka áður en þú framkvæmir. Ég lærði mína lexíu og ég vona að þú hafir lært þína.

  82. Persónulega finnst mér ekkert að því að stuðningsmenn annarra liða komi með sínar skoðanir hér svo lengi sem menn eru málefnalegir og kurteisir. Margir hafa komið með mjög góða punkta hér inn.

WBA og Steve Clarke koma í heimsókn

Liverpool 0 WBA 2