WBA og Steve Clarke koma í heimsókn

Harla óvenjulegur leiktími fyrir leikinn okkar manna þessa umferðina, það gerist ekki oft að við leikum á mánudegi en að þessu sinni er komið að því og það eru lærisveinar öðlingsdrengjanna Steve Clarke og Kevin Keen í West Bromwich sem mæta norðureftir að þessu sinni.

Clarke á meðan á Anfieldveru hans stóð
Það vita allir sem lesa þessa síðu að ég var ósáttur að missa Steve Clarke og í vor vildi Rodgers hafa Skotann geðþekka hjá sér, en eitthvað kom upp sem varð til þess að sá var rekinn af FSG og fór til Miðlandaliðsins. Hæfileikaríkur þjálfari án vafa, en kemur nú sem mótherji og á sem slíkur bara ekkert gott skilið!

Mótherjar okkar hófu leiktíðina frábærlega, reyndar á okkar kostnað líka því þeir hófu tímabilið á að stúta okkur 3-0 í skrautlegum leik sem litaðist töluvert af dómgæslu…nóg um þann leik held ég bara, set ekki einu sinni tengil á leikskýrsluna okkar, þetta var svo ömurlegt eitthvað.

Í kjölfar sigurs þeirra á okkar mönnum náði liðið góðum úrslitum og var á tímabili í Meistaradeildarsæti sem er harla óvenjulegt. Eins og við var að búast af liði sem Clarke stjórnar náðu þeir árangri með öflugum varnarleik og síðan hröðum sóknum þar sem öskufljótir framherjar þeirra voru iðnir við kolann.

En nú bregður öðru við, ef við skoðum formtöflu síðustu 12 leikja í ensku deildinni situr WBA þar í neðsta sæti, hafa aðeins unnið 8 stig af 36 mögulegum og tapað 5 af síðustu 6 leikjum. Mörkin eru að þorna upp og töluverð meiðsli hrjá leikmannahópinn, auk þess sem kjánabrot hafsentsins Gorans Popov í síðasta leik bætti lítið úr skák.

Þegar kemur að því að reyna að skoða hvernig Clarke og Keen munu stilla upp á Anfield hallast ég að þessu byrjunarliði

Foster

Reid – McAuley – Olsson – Ridgewell

Dorrans – Yacob – Mulumbu – Morrison – Brunt

Long

Liðið mun reyna að loka svæðum aftarlega held ég, trúi ekki á að þeir fari mjög ofarlega í pressunni. Liðið er líkamlega stórt og sterkt en ekki með mikinn hraða og því sennilegra að þeir reyni að loka sjoppunni og treysta á föst leikatriði. Gaman væri ef “rúntarinn” Odemvingie kæmi eitthvað við sögu!

Okkar menn eru í þriðja sæti í formtöflunni og krafan er að sjálfsögðu sigur. Mér finnst síðan við vorum tekin í bakaríið í Stoke um jólin einhvern veginn annar bragur á klúbbnum. Rodgers finnst mér grimmari á margan hátt og liðið hefur verið að standa sig vel í 90 – 95% af leiknum mínútum. Við skorum töluvert af mörkum en eini vandinn hefur verið einbeitingarskortur í varnarleiknum og að við höfum gefið ódýr mörk.

Ég er handviss um það að BR og félagar eru spólandi í startblokkunum af svekkelsi eftir að tvær góðar frammistöður á erfiðum útivöllum skiluðu 4 stigum minna en möguleiki var á og ég er líka handviss um að fyrri leikur þessara liða liggur aðeins á kolli drengjanna og þeir vilja aðeins leiðrétta það sem gerðist á The Hawthorns í ágúst.

Mér finnst liðið sjálfvalið. Eina spurningin er hvort Sturridge verður kominn á fullt en að öðru leyti er ég sannfærður um að liðinu verður stillt upp eins og gegn Man. City. Skrtel átti ekki góða innkomu og nú þegar Enrique er á fullu mun markvarðarstaðan og varnarlínan standa óbreytt. Langbesta miðja okkar var til sýnis í undanförnum tveim leikjum, drifin áfram af magnaðri frammistöðu fyrirliðans sem hefur verið í svakalegum gír að undanförnu. Framlínan skorar og skapar mörk svo ekki nokkur ástæða til að breyta…

Mitt tipp á lið er semsagt:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

BekkurJones, Skrtel, Allen, Shelvey, Borini, Sterling og Wisdom

Niðurstaðan?

Sigur. Hef fulla trú á því að liðið komi sterkt til leiks og skori snemma, ýti þar með sjálfstraustlausu WBA liðinu niður og haldi þeim niðri allan tímann. 3-0 sigur verður endinn á og auk Suarez og Sturridge kemur mark frá varnarmanni líka, veit ekki alveg hvort það verður Enrique eða Johnson.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

47 Comments

  1. Hvernig nennirðu að þrjóskast við að skella skuldinni af jöfnunarmarki Man City á Skrtl, algjörlega glórulaust úthlaup Reina sem Skrtl átti enga sök á. Ef þetta hefði verið Carra þá þyrfti ekkert að ræða það að sökin væri Reina !!!!!!!!!!!!

  2. Sammála þetta er bara spurning um sjálfstraust og halda hreinu.KOMA SVO!

  3. Reikna með góðum Anfield-sigri á morgun og að við fáum að sjá Coutinho síðasta korterið eða svo.

    ÁFRAM LIVERPOOL!

  4. Ég er sammála byrjunarliðinu nema að ég vonast til þess að Coutinho verði skellt strax í byrjunarliðið og hann fái smjörþefinn á að spila fyrir framan stuðningsmennina á Anfield.
    Suarez, Sturridge og Coutinho frammi hljómar ansi spennandi og þó að Downing hafi spilað ágætlega þá er bara allt of lítið að skila sér hjá honum sóknarlega varðandi mörk eða stoðsendingar.

  5. Góð upphitun eins og venjulega, tusen takk!

    Ég er stressaður fyrir þennan leik og mun meira heldur en fyrir síðustu tvo leikina sem voru frábærir hjá okkar mönnum, að mestu leiti.
    Þessi leikur er algjör lykilleikur fyrir framhaldið rétt eins og allir hinir. Ef okkar menn mæta rétt stemmdir og halda áfram þessu góða spili sínu þá verður þetta góður mánudagur.

    Steve Clarke hrósar liðinu okkar og hittir naglann á höfuðið þegar hann segir;
    ,,”For Stewart Downing to be in the team and Jordan Henderson, as well as Jose Enrique, and doing really well, is good. Luis Suarez has really settled into the club now and, if you look at it at this stage, Liverpool are probably playing the best football in the Premier League.”

    Ætla að spá okkur sigur en hann verður ekkert léttur. 2-1 sigur með mörkum frá Hendo og Gerrard í seinni hálfleik.
    Þessir tveir eru að blómstra rétt og ég hef sjaldan verið eins spenntur fyrir einum leikmanni sem er að ,,koma upp” eins og Henderson. Hann hefur verið magnaður og hversu frábært væri það að hafa hann í þessum gír næstu 10 árin eða svo!

    YNWA!!

  6. Við tökum þetta og bara verðum að vinna, andsk,,,,hafi það, ekkert tap lengur á Anfield, eða þannig.

  7. Flott upphitun að vanda. Næstu þrír deildarleikir eru skyldusigur, punktur! Við fáum nú aldeilis tækifæri á næstu vikum til að spóla okkur aðeins upp töfluna. Er líka 100% sammála með liðsuppstillinguna. Finnst hins vegar líklegt að Borini fái nokkra sénsa í næstu leikjum hjá okkar.

    Hef svo sem áður tönglast á því að ekki sé raunhæft að ætlast til að við náum top 4. Ekki það að stigamunurinn sé endilega allt of mikill, heldur frekar það að liðið okkar er frekar brothætt og skortir illilega breidd. Tökum einn leik fyrir í einu og á morgun er stund hefndarinnar runnin upp. Koma svo LFC!

  8. Fínasta upphitun, ánægður með ummæli Clarke sem Svavar #9 bendir á. Flottur kall og hefði alveg verið til í að sjá hann áfram hjá klúbbnum.

    Vona samt að Brendan hvíli bara Sturridge og taki hann beint inní liðið gegn Zenit (er hann annars ekki örugglega löglegur í Euro League ?), noti frekar Suarez uppi á topp og gefi Sterling/Borini sénsinn.

    Það reynir allavega ágætlega á hópinn næstu 10 dagana, ekki nema 4 leikir sem ekki má við að tapist. Og sigur kemur bara til greina í deildinni ef Meistaradeildar vonin á að endast fram yfir páska.

    En einn leik í einu takk, vona að planið sem Brendan leggur upp með fyrir þessa leikjahrinu heppnist bara eins og í draumi og við byrjum á því að taka vængbrotið lið Clarke 4 – 1 í sannkölluðum “death by football” leik!

    YNWA

  9. Held að Skólastjórinn hafi rambað á sterkasta lið okkar um þessar mundir og ef það dugar ekki gegn þeim þarf að bíða fram á vorið.
    Gerrard og Carrager mótivera mannskapinn rétt þannig að þetta er klárt. 3 stig.

  10. @Heimir nr. 12. Nei, því miður er Sturridge ekki löglegur í Evrópudeildinni. Heldur ekki Coutinho. Heimildin er nýleg frétt á uefa.com.

  11. Hafið þið spáð í liðið sem Brendan notar siðustu vikurnar er akkurat liðið sem Dalglish var að búa til þegar hann var rekinn.Fyrir utan Sturridge.

  12. Ég skil ekki þetta dæmi með Sturridge og að hann sé ólöglegur í Evrópuleikjunum. Mig minnir að Torres hafi verið löglegur með Chelsea í CL þegar hann fór frá okkur, gildir þetta bara þannig að ef leikmaður er búin að spila í CL þá er hann ólöglegur í EL á sama tímabili eða er ég eitthvað að rugla?

  13. Ég ætla nú ekki að reyna að vera neikvæður en ég er samt drulluhræddur við þennan leik. Það var sama bjartsýni fyrir leikinn gegn Aston Villa hér fyrir nokkru enda liðið búið að spila ágætlega síðustu leikina þar á undan en þá kom heldur betur skita! Liðið ætti reyndar að vera dottið í betra sjálfstraust með úrslitum og spilamennsku síðustu leikja og spilar betur með hverjum leiknum en þetta eru leikir sem ber að varast. Svo hlýtur fyrri leikurinn enn að sitja í mönnum sem hljóta að vilja hefna ófaranna.

  14. Massa góð upphitun Maggi, nokkuð stressaður fyrir þessum leik og næstu viku.

    Það er alveg ljóst að Rodgers verður að nota hópinn í næstu leikjum og þó næstu leikir séu kallaðir skyldusigrar eru þeir allir mjög erfiðir. Við skíttöpuðum gegn WBA í leik sem reyndar hefur ekkert að segja núna. Liðið var miklu betra í fyrri hálfleik en slegið utanundir með frábæru marki Gera í lokin og svo fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis í seinni hálfleik. Þá var liðið langt frá því að vera eins vel slípað og það er núna og WBA í mun betra standi en þeir eru núna. En það tók tíma að jafna sig eftir þessa hræðilegu byrjun á tímabilinu og ég vill sjá þetta leiðrétt á morgun.

    Það er mikil áhersla er lögð á Evrópudeildina í ár og mótherjar okkar á fimmtudaginn bjóða alls ekkert upp á neitt varalið þar. Lið FC Zenit er skipað landsliðsmönnum í öllum stöðum og væri líklega í góðum málum í Ensku Úrvalsdeildinni væru þeir með í henni. Þeir eru með reynslumikla leikmenn og liðið er vel blandað af heimamönnum og erlendum leikmenn sem þeir hafa keypt til sín á stjarnfræðilegar upphæðir. Hitastigið í Pétursborg er um og undir frostmarki núna og því ljóst að menn eins og Suso, Sterling, Allen og Coates er ekki inni í myndinni. Þurfum meiri nagla í það verkefni.

    Hef a.m.k. áhyggjur af þessu og óttast að Rodgers breyti liðinu lítið sem kemur í bakið á okkur þegar líður á vikuna (heima gegn Zenit og Swansea).

    Sturridge og Coutinho eru ekkki gjaldgengir í Evrópudeildinni með Liverpool og því ljóst að þeir verða með í deildarleikjunum ef þeir eru í standi til þess. Sturridge er vonandi kominn í lag eftir meiðslin gegn City og Coutinho fær mjög líklega að vera á bekknum á morgun (ef hann hreinlega byrjar ekki).

    Spái því að einhver af Suso, Sterling eða Shelvey byrji leikinn á morgun eða jafnvel Allen. Sé alveg Henderson og Downing fá frí (og þá leikinn í Rússlandi). Eins held ég að Carra spili pottþétt þennan leik en Skrtel gegn sínum gömlu félögum.

  15. Þetta er nú ekkert rosalega flókið. Sturridge má ekki spila með okkur í Europa League vegna þess að núríkjandi evrópumeistarar komust ekki uppúr riðlinum sínum og spila því með okkur í Europa League.
    Reglunum var breytt árið 2010 og máttu lið bæta inn 3 nýjum nöfnum í evrópuhópinn sinn, en aðeins einn af þeim mátti hafa spilað í evrópu fyrr á leiktíðinni, og með þeim skilyrðum að gamla liðið hans sé fallið úr keppninni. Þar sem við vorum ekki í CL þegar Torres fór þá mátti hann vera þessi aukaleikmaður.

  16. Vinnist sigur á morgun eru 12 leikir eftir og 9 stig í skinkusugurnar, þetta verður erfitt þeir eru góðir og á meðan Bale er í þessum ham sé ég ekki fram á að þeim verði náð en maður veit þó aldrei.

    Reina
    Johnson Skrtel Agger Enrique
    Lucas
    Gerrard Henderson
    Sturridge Suarez Sterling

    Væri gaman að sjá Coutinho fá að spreyta sig á morgun, þetta fer 3-1
    suarez 2x og Gerrard með 1 úr víti!

  17. Sterkustu liðsuppstillingu í þessum leik og leikjunum sem eru eftir af tímabilinu, takk fyrir! Menn eiga ekkert að vera fá séns að spila sig í gang núna, sá tími er liðin og það er komið að úrslitaleikjum hjá liðinu.

    Liðið dottið útúr báðu bikarkeppnunum heimafyrir og ef að það þarf að rótera liðinu og gefa einhverja hvíld þá á að gefa hana í formi æfingar, það er að minnka æfingarálagið.

    Sigur á minn disk, takk fyrir!

  18. Persónulega vil ég setja allan kraft í deildina, nota strákana í Europa League…

  19. Ég er nokkuð sammála bæði Babu og Magga hvað liðið varðar (þótt þeir séu kannski ósammáa). Ég vil sjá sterkustu uppstillingu í dag og líka á fimmtudaginn fyrir þá leikmenn sem henta í þann leik. Þá get ég einmitt séð Skrtel spila frekar en Carra og líklega verða Henderson og Downing með í þeim leik. Það þarf þó ekki að þýða að þeir verði ekki með í kvöld, en það gæti líka þessvegna þýtt að Coutinho, Borini eða Sterling komi inn fyrir Downing og Allen eða Shelvey fyrir Henderson. Mér finnst aðrar breytingar varla fyrirsjáanlegar. Á fimmtudaginn kemur þá Henderson líklega inn fyrir Sturridge og Suarez fer upp á topp.

  20. GJ #22

    Afhverju viltu gera það ? svo við getum náð evrópusæti á næstu leiktíð ? viltu svo hvíla menn í evrópudeildinni á næstu leiktíð til að reyna að ná evrópusæti ??

  21. Nr. 23

    Ég hreinlega gleymdi að telja Borini með. Hann ætti að vera nokkuð pottþéttur í liðið í kvöld þar sem Sturridge verður ekki með.

  22. Babu, ertu 100% viss að Sturridge verði ekki með? (myndi skjóta Fantasy liðið mitt í kaf!)

    Ef byrjunarliðið sem hefur verið undanfarið spilar þá verður þetta easy win. 3 eða 4-1. Ef leikurinn verður notaður til að koma Coutinho og Joe Allen í form þá getur hreinlega allt gerst.

  23. Nei alls ekki 100% viss um það og er í sama veseni hvað Fantasy varðar, en það er talað þannig á Twitter að hann sé ekki með í kvöld.

    Þetta er svo í Echo
    “Sturridge is struggling to overcome the thigh problem he suffered in the 2-2 draw against Manchester City and is unlikely to be risked against the Baggies”

    Read more: Liverpool Echo http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2013/02/11/brendan-rodgers-hails-battling-liverpool-fc-midfielder-lucas-100252-32784829/#ixzz2KaywzTaH (Echo)

  24. Tek undir með hvalnum #17 – er stressaður fyrir þennan leik. Hversu oft höfum við séð liðið spila fallegan, skemmtilegan og á köflum árangursríkan bolta nokkra leiki í röð og skíta svo hressilega á sig á móti margfalt lélegri líðum á undanförnum árum?
    Síðasti leikurinn á móti Aston Villa er fínt dæmi – enda AV svo hræðilega lélegt lið að það er líklega lögbrot að kalla það knattspyrnulið. Má líka rifja upp Oldham leikinn fyrir skemmstu, niðurlægjandi tap fyrir Bolton á síðasta tímabili o.fl o.fl. Listinn er endalaus.
    Ég bara trúi því samt ekki að menn mæti til leiks, eina god-damn ferðina enn, og haldi að þeir séu búnir að vinna fyrirfram.

  25. Við höfum verið í bölvuðu basli með líkamlega sterku liðin í allan vetur, og mun ég leggja nokkra dollara á jafntefli og tap á betsson, þar er stuðullinn 5,25 á jafntefli og 9,8 á útisigur W.B.A

    Líkamlegu sterku liðin í deildinni, raðað upp á óvísindalegan hátt eftir minni, eins og svona kommentakerfi líða fyrir eru : Stoke, Newcastle, Aston Villa, West Ham og WBA.

    Leikir okkar í vetur gegn þeim liðum sem spila upp á föst leikatriði og líkamlega hörku hafa því miður farið illa. Tveir leikir við Stoke, 0-0 á Anfield og 3-1 tap á Brittania. Newcastle leikurinn fór 1-1 og Aston Villa tapaðist 3-1 á Anfield. Töpuðum svo fyirr W.B.A í fyrsta leiknum 3-0. Á móti unnum við upp tapaðan leik á móti West Ham 3-2.

    þessir leikir eru 13 mörk mótherjanna og 6 mörk okkar manna og 5 stig af 18 mögulegum. Svo má náttúrulega ekki gleyma Oldham leiknum.

    Ef WBA nær að “man-handle” okkur og stöðva dúlleríið þá erum við hreint út í vondum málum. Vill ekki sjá Joe Allen í þessum leik og helst ekki Raheem Sterling heldur, þó Daniel Sturridge spili ekki vegna meiðsla. Borini væri augljóslega betri kostur til að hnoðast með boltann upp kantinn og vinna hann á miðsvæðinu.

    Sjáum hvað setur. Vonandi tapa ég nokkrum dollurum í kvöld.

  26. Reina
    Johnson Carra Agger Enrique
    Lucas
    Gerrard Henderson
    Downing Suarez Borini

    Við spilum fallegan bolta upp og niður völlin, höldum boltanum 70% af leiknum en töpum á einu sókn wba manna á 70-80 minutu.

  27. Skrifað 14:03: Það er einhver á Vísi að klúðra svakalega núna… ef þið farið á forsíðuna (ekki undir sport) þá sjáið þið fyrirsögnina: “Clarke: Liverpool að spila versta fótboltann í deildinni”. Ef þið smellið á fréttina, eða farið í SPORT, þá er þetta “besta fótboltann”.

    Tók screenshot og setti hér:
    http://i.imgur.com/24VYpDk.jpg

  28. Meðan enn er raunhæf von um að ná 4. sætinu þá eigum við auðvitað að keyra á okkar allra sterkasta liði í ÖLLUM deildarleikjum okkar. Deildin á að vera í forgangi á meðan við erum enn í þeirri baráttu. Sammála þeim hérna inni sem vilja sterkt “physical” lið í kvöld. Sterling og Allen væru t.d. ekki fremstir á blaði hjá mér við uppstillingu á byrjunarliðinu. Láta Carra spila þennan leik en hvílum hann svo á móti Rússunum á fimmtudaginn og gefum Skrölta tækifæri. Ef Sturridge verður ekki með í kvöld þá Borini inn.

  29. Strákar, þetta er augljóslega stafsetningarvilla……

    En ég setti 10 pund á jafntefli. Fæ 50 til baka. Djöfull vona ég að ég hafi rangt fyrir mér!!

  30. meinti ekki stafsetningarvilla heldur miskilningur hjá honum…

  31. Maður vonar bara að liðið okkat spili jafnvel og gegn city siðustu helgi, eg vill sja sama lið og gegn city en ef sturridge er meiddur þa vona eg að coutinho verdi hent i djupu laugina þo eg buist nu frekar við borini.

    Eg vill sja okkar menn taka oll vold fra fyrstu minutu, skora snemma og kala þessu liði med þvi að bæta nokkrum morkum við ut leikinn.

    Spai 4-0 suarez setur 2, gerrard 1 og agger 1.

  32. Ef viljinn til að vinna er til staðar hjá leikmönnum Liverpool þá klára þeir þennan leik – það er bara þannig – EN bera virðingu fyrir WBA
    YNWA

  33. Nr. 32

    Hefur hann bara yfir höfuð gefið það upp með hverjum hann heldur? Ekkert fylgst neitt náið með því og þekki hann ekki neitt en persónulega hef ég oftast talið hann (ÓÓJ) frekar öflugan blm.

  34. Getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á Torrent Stream og t.d SopCast??

    Annars topp upphitun hjá dönskukennaranum.

    Spái 3-1 fyrir okkur. Hendo, Downing og Suarez.

  35. Reina
    johnson-carra-agger-enrique
    gerrard-allen
    henderson
    sterling-suarez-borini

    held að hann vilji hafa lucas góðan gegn sterku zenit liði

  36. Sammála 43 (jónas) held að hann vilji hafa menn eins og Skrtel,Lucas,shelvey og downing ferska á móti ógnarsterku zenit liði.. allir duglegir að vinna fyrir liðið og hlaupa og sterkir það er eitthvað sem við þurfum gegn zenit

  37. Liverpool team: Reina Johnson Carragher Agger Enrique Lucas Shelvey Henderson Gerrard Downing Suarez

  38. Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson, Suarez, Shelvey, Downing.

    Subs: Jones, Wisdom, Skrtel, Allen, Borini, Sterling, Coutinho.

  39. AHT #30, ég hata að hafa svona rétt fyrir mér, reyndar var þetta mun verra en samt þetta er að gerast alltof oft.

Maður kaupir ekki leiðtogahæfileika!

Liðið gegn West Brom