Jamie Carragher leggur skóna á hilluna í vor!

Jamie_Carragher_Liverpool_vs_Bolton_2011_(cropped)Nú rétt í þessu birtist á opinberu síðunni tilkynning frá Jamie Carragher og Liverpool FC: Jamie Carragher hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor!

Carra hafði þetta að segja við tilefnið:

“This will be my last season at Liverpool and my last as a professional footballer.

“I’m making this announcement now because I don’t want the manager or the club to be answering questions on my future when I’ve already decided what I am going to do.

“I will be fully committed between now and the end of the season to doing the very best for Liverpool Football Club, as I’ve done my entire career since joining aged just nine-years-old.

“It has been a privilege and an honour to represent this great club for as long as I have and I am immensely proud to have done so and thankful for all the support I have had. There are many memories I want to share and people to thank, but now is not the time for that.

“I won’t be making any further comment on this decision until the end of the season; all our focus and concentration should be on achieving the best possible finish in the league this season and trying to win the last remaining trophy we are competing in.”

Carra hefur, eins og hann segir, verið hjá Liverpool frá níu ára aldri eða í tæplega þrjá áratugi. Ég man fyrst eftir honum þegar hann skoraði gegn Aston Villa í ársbyrjun 1997, eða fyrir 16 árum síðan, í einum af sínum fyrstu leikjum fyrir félagið. Þá var Carra miðjumaður en færði sig fljótlega niður í bakverðina undir stjórn Gerard Houllier og svo í miðvörðinn undir stjórn Rafa Benítez. Þar hefur hann leikið æ síðan við frábæran orðstír. Fyrst var það hans helsti kostur hve fjölhæfur hann var en sem miðvörður fann hann sig sem maðurinn sem skipuleggur og stýrir vörninni. Enda ekki furða, hver sá sem hefur séð Carragher spila í eigin persónu er til vitnis um það að öskrin í honum yfirgnæfa jafnvel háværustu áhorfendastúkur.

Carra hefur verið lengi í liðinu og sjaldan verið lognmolla í kringum hann. Hann hefur verið frábær en líka misjafn, skorað fleiri sjálfsmörk en mörk en á sama tíma stútað sumum af bestu framherjum heims þegar mikið lá við. Hann hefur alltaf gefið sig allan í verkefnið og nú sér fyrir endann á ferli sem alla knattspyrnumenn dreymir um en aðeins örfáir fá uppfyllt: að hafa leikið allan ferilinn fyrir sitt uppeldisfélag, sem er í senn eitt stærsta fótboltalið heims, og fjölmarga landsleiki fyrir eina af stærstu knattspyrnuþjóðunum. Geri aðrir betur.

Ferli Carra er ekki lokið. Hann á enn eftir þrettán deildarleiki og vonandi fleiri en tvo Evrópuleiki með Liverpool og það segir kannski mikið um hann að nú, á 36. aldursári, skuli hann enn vera í byrjunarliðinu og líklegur til að spila meirihlutann af þessum leikjum.

Ég segi bara fyrir mitt leyti að ég mun sjá eftir Carra í liðinu. Þetta er réttur tími fyrir hann að hætta, og fyrir liðið líka að fá núna næstu mánuðina til að leita að eftirmanni hans. En þegar við lítum yfir ferilinn sem þessi drengur hefur átt hjá Liverpool er aðeins eitt sem hægt er að segja: Takk fyrir mig, Carra. Takk fyrir mig.

jamie-carragher-salutes-fans-in-istanbul-_460-729107803

We all dream of a team of Carraghers, team of Carraghers…

70 Comments

 1. Þvílík goðsögn. Toppmaður að hætta líka núna á sínum skilmálum, og þvílíkur plús að taka ekki eitt tímabil með einhverju öðru liði.

  Hann verður glæsilegur í þjálfarateyminu okkar. Gæti jafnvel orðið stjóri félagsins innan nokkurra ára.

  We all dream of a team of Carraghers!

 2. Einn besti ef ekki besti leikmaður og fulltrúi Liverpool í seinni tíð. Það er óumdeilt. Var nánast alltaf fyrsta nafn á blað hjá öllum stjórum Liverpool jafnvel þó að hann væri ekki alltaf notaður í sinni bestu stöðu þá var hann nánast alltaf í liðinu.

  Stökkbreyttist sem leikmaður við að fara í miðvörðinn með Hyypia og verður líklega helst minnst fyrir sinn þátt í meistaradeildarævintýrinu 2005. Hann væri goðsögn hjá félaginu þó ekki væri nema bara fyrir framgang sinn í Istanbul leiknum 2005. Hvað þá leikjunum þar á undan.

  Það er kominn tími á hann á þessu leveli núna þó hann sé algjörlega að standa fyrir sínu ennþá, það er draumur allra liða/stuðningsmanna í nútíma knattspyrnu að eignast leikmann eins og Carragher. Heimamann sem var ekki einu sinni orðaður frá félaginu, engum hreinlega dottið það í hug og ofan á það leikmann sem gefur alltaf gjörsamlega allt. Að vera á mála hjá Liverpool frá 9 ára aldri til 35 ára (leiðrétt) og lykilmaður í 12-15 ár af þeim tíma segir sína sögu.

  Held að það sé samt óþarfi að kveðja hann strax, gæti vel trúað því að ferill hans hjá Liverpool FC í einhverri mynd sé varla hálfnaður.

 3. Ég verð illa svikinn ef það verður ekki sungið um Carragher allan tíman í næsta leik.

  Takk fyrir mig LEGEND Jamie Carragher!

 4. Algjört legend og eg hef verið svo heppinn að sja hann spila a Anfield og heyra öskrin med ,,berum” eyrum. Vonandi fær hann nokkra leiki i viðbót og núna fær BR lengri tíma til að fylla i stöðuna.

  YNWA!!

 5. ?@JNorthcroft
  Best quote on Carra is Gudjohnsen’s, on 2005 CL semi: “I thought it was going in but it seemed Carragher cloned himself. He was everywhere.”

 6. Leikmaður sem gefur sig alltaf 100% í hvert verkefni og spilar ALDREI með hangandi haus. Ég á eftir að sjá mikið eftir honum, vona að hann verði áfram viðloðandi Liverpool. Ég held að það yrði akkur í því fyrir Liverpool að hafa hann í þjálfarateymi aðalliðsins. Hann gæti séð um varnarþjálfun og bara að hafa hann á æfingasvæðinu er gulls ígildi fyrir Liverpool FC. Hann gæti kennt mönnum margt þegar kemur að því að einbeita sér að leikjum og leggja sig alla fram í þá.

  Takk fyrir allar minningarnar Carra. Ég vona að þú og konan þín eigi 4 stráka sem eru að æfa núna með Liverpool. Þá vill ég fá þá ALLA í vörnina hjá Liverpool þegar þeir ná aldri til. 🙂

  YNWA

 7. We all dream of a team of Carraghers, team of Carraghers…

  YNWA

 8. Þvílík goðsögn og leikmaður sem við eigum eftir að sakna. Ég hélt að hann myndi skrifa undir 1 árs samning og vera hjá okkur næsta vetur og það hefði verið liðinu mikils virði. Meiri karakter er vart hægt að hugsa sér í leikmannahópinn sem er frekar ungur.

  En með þessu er Carra að gefa félaginu góðan tíma til að spá í miðvarðarmálunum og það eitt sýnir katakter hans, setur klúbbinn alltaf í fyrsta sæti. Við sjáum örugglega töluverðar breytingar á varnarlínu liðsins næsta haust en Carra mun ég sakna mest.

 9. Vonandi að okkar menn drullist til að kveðja Carra vel og vinni Uefa Cup og nái 4 sætinu. Er það ekki eitthvað sem alla dreymir um?
  Takk fyrir allt Jamie Carragher

 10. Algerlega minn uppáhaldsleikmaður, allra tíma hjá Liverpool !!! Af svo mörgum ástæðum, að ég hef hreinlega ekki tíma til að telja það allt upp hér… Topp maður og það verður eftirsjá af honum.

  En hann er samt ekki á 36.aldursári,… ég er það hinsvegar, en ég er ári eldri en þessi meistari !! Hann er fæddur 28.janúar 1978, sem gerir hann 35 ára, og hann er ennþá á því aldursári… hann verður 36 ára á næsta ári !! En þetta er auðvitað smámunasemi hjá mér, en kanski er einhver þarna úti sem hefur áhuga á því að setja þetta í kollinn á sér… Carra er snillingur… ég fæ bara kökk í hálsinn við að hugsa til þess að hann sé að hætta….

  Insjallah… Carl Berg

  Svar (Kristján Atli): Þegar þú fæðist ertu á 1. aldursári. Svo verðurðu eins árs og þá ertu á 2. aldursári. Svo verðurðu tveggja ára og þá ertu á 3. aldursári. Nú er Carragher 35 ára og því á 36. aldursári. Basic. 🙂

 11. Úff, ég fékk smá sting í hjartað við að sjá fyrirsögnina við þessa færslu.
  Herra Liverpool að pakka saman gallanum og skónum í vor, og gerir það með höfuðið hátt, ekki ósvipað og hann hefur pakkað saman mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims á síðustu árum.

  Klassi alla leið

 12. Hann er reyndar á 35 aldursári, fæddur ´78. En Carragher er algjör meistari. Lifandi goðsögn og hefur átt ótrúlegan feril fyrir LFC. Það er klárt mál að hann hefur barist fyrir málstaðnum og gefið allt sitt í klúbbinn. Fyrirmynd allra ungra leikmanna LFC og ekkert nema respect Carra.

 13. Mér fannst Carragher alltaf slakasti leikmaður liðsins í mörg ár. Síðan endar hann á að verða Legend hjá félaginu. Þokkalega vanmetinn leikmaður.

 14. Carra verður alltaf minnst fyrir þessi ummæli.

  ‘Who’s bigger than Liverpool?’

  *Sky Sports reporter Geoff Shreeves interviewed Carragher prior to a Merseyside Derby in 2005. The pair laughed and joked about how once upon a time Carra was a striker who supported Everton and now he was playing centre-back for Liverpool.
  Then the conversation shifted its’ focus to more pressing matters and to whether Jamie would like to spend the rest of his career at Anfield:
  “Of course I would,” was Carra’s response.
  What followed should really go down in Anfield folklore.

  Shreeves: I think, perhaps, there were a few scratching their heads in the media because, as you say you’re 26/ 27, in the prime of your career and you could possibly go to a bigger club where there’s a chance of winning more medals…

  Carragher: Well, who’s bigger than Liverpool?

  Shreeves: You don’t think there’s anybody any bigger?

  Carragher: What? Bigger? Normally? Or…What?
  Shreeves: You could go to a club where there’s likely to be more chance of medals next season?

  Carragher: No, nah, I’m not accepting that.*

  Algjör toppmaður !

  YNWA

 15. Ef yngri leikmenn taka Carragher sér til fyrirmyndar hefur ég ekki áhyggur af framtíðinni
  ynwa

 16. Reisn yfir þessari yfirlýsingu Carra á þessum tímapunkti.

  Nú eiga menn að öskra saman áður en hlaupið er inn á völlinn fyrir hvern leik til vors …

  “We all dream of a team of Carraghers, team of Carraghers”

  Það verður eftirsjá af kallinum en hann þagnar ekkert … verður örugglega á göngunum að peppa liðið.

  YNWA

 17. Ad hugsa sér ad ég hafi verid fyrstur til ad koma med thessa frétt á Íslandi. Ég er ótrúlegur.

 18. örn 10
  *Vonandi að okkar menn drullist til að kveðja Carra vel og vinni Uefa Cup og nái 4 sætinu. Er það ekki eitthvað sem alla dreymir um?
  Takk fyrir allt Jamie Carragher***

  nei mig dreymir um að benitez taki við liverpool aftur. Og auðvitað torres með sér

 19. Það rann tár niður vanga mína þegar ég las þetta :'( Legend og ekkert nema legend! NR. 23 upp í rjáfur takk 🙂

 20. Ef að Carrager væri smali yrði hann umsvifalaust gerður að fjallkóngi,þvílík rödd þvílík barátta við eigum eitt svona eintak og heitir Hermann Hreiðarsson.
  Það er sjálfsagt hægt að finna mann með betri boltatækni en Carrager, en meiri nagla finnum við aldrei!

 21. Byrjaður að sakna hans 🙁

  Ef allir leikmenn Liverpool leggðu sig jafn mikið fram og Carra ynnum við alla titla!

 22. Það er ekki eins og maður hafi verið að æpa á manninn í liðið síðustu árin en samt kom alveg kökkur í hálsinn og ég sat með gæsahúð á meðan ég las tilkynninguna. Carragher er goðsögn og kemur til með að vera stórt nafn í sögu félagsins það sem eftir er, það er ekkert öðruvísi.
  Kallinn hefur alltaf lagt sig 110% fram og það eru ófáar minningarnar sem maður hefur af “Herra Liverpool”.
  Takk fyrir allt þitt framlag Jamie Carragher!

 23. Kveð kallinn með vinsemd og virðingu og kaupi mér treyju og merki hana með 23.
  Takk fyrir allt þitt framlag til klúbbsins og vona svo sannarlega að við fáum að sjá þig í þjálfarateyminu.
  Nú er bara að safna gömlum mynbrotum frá ferlinum hans og leyfa börnunum að horfa.

 24. Mikil eftirsjá verður af kappanum, fyrir um það bil fyrir 12 árum þá fór ég ásamt dóttur minni á síðasta leik tímabilsins Liverpool-Ipswich town og eftir leik urðum við eftir til að sjá leikmenn koma út frá Anfield, eftir það vorum við fyrir utan Park að bíða eftir leigubíl birtist kappinn á bílnum sínum og lét hann konuna sína taka bílinn og skellti hann sér inná Park og var hann að djamma með stuðningsmönnum Liverpool til 10 um kvöldið, þetta gerir enginn annar en meistari Jamie Carragher.

 25. Menn geta sagt ýmislegt um Carra en það er aldrei hægt að efast hans skuldbindingu við Liverpool og þær fórnir sem hann hefur fært fyrir klúbbinn. Atvinnumaður inn að beini og þvílíkur hefðarmaður einnig. Hans verður sárt saknað og minnst um ókomna tíð sem einn af helstu meisturum Liverpool fyrr og síðar.

 26. Ég man vel eftir fyrsta leiknum hans. Verður sérstakt að sjá hann ekki í hópnum á næsta tímabili.

  Getur einhver frætt mig um hver lagði síðast skóna á hilluna sem leikmaður Liverpool eða nefnt mér einhver önnur legends sem hafa líka gert það?

 27. Frábær ferill hjá Carra. Hans tryggð við klúbbinn er aðdáunarverð. Þegar hann var uppá sitt besta var hann einn besti varnarmaðurinn í boltanum. Stærstu lið Evrópu hefðu örugglega viljað hafa hann í sínu liði. Nú þurfa menn að ljúka þessu tímabili með sæmd. Okkar maður Carra á það skilið.

 28. Sælir félagar

  Carra er minn maður og hefir verið lengi. Enginn leikmaður liðsins hefur átt þvílíkan stað í hjarta mínu í mörg ár. Hann er svo gegnheill Poolari að það er ekki hola fyrir nálarodd af tómleika í hans Liverpool hjarta.

  Hann var orðinn goðsögn hjá Liverpool mönnum löngu áður en margir hallmælendur hans fæddust. Ég hefi marga hildi háð á þessum síðum honum til varnar þegar misvitrir, barnungir bleyjubossar hafa verið að níða af honum fótbolta skóinn. Vonandi þarf ég þess ekki framar.

  Eilífur heiður honum til handa frá öllum sem styðja okkar ástkæra lið. Það er það sem hann á skilið. Ég er strax farinn að kvíða því að sjá hann ekki á vellinum eða bekknum.

  Það er nú þannig.

  YNWA Carra

 29. Flott, frábært að fá nýja þjálfara sem þekkir inviði klúbbsinns betur en flestir og framtíðar framkvæmdarstjóra á launaskrá.

  We all dream of the team of Carragear.
  Eftir nokkur ár verður þetta ekki bara draumur heldur raunveruleiki.

 30. Þetta er mikill meistari…gríðarlega mikilvægur fyrir okkar lið seinasta áratuginn eða svo. Spilaði alltaf með hjartanu og gaf allt í leikinn!

  Ég setti þennan meistara aftaná búninginn minn sem ég keypti árið 2008 og er mikið að hugsa um að henda honum einnig aftaná þann nýja….á hann það ekki alveg skilið?

  Vona innilega að hann fái samt að spila seinasta leik tímabilsins og skori jafnvel……mikið roooslaega væri það Legendary!!!

  Eina sem er hægt að segja um þennan mann er – WHAT A MAN!!!

  YNWA – Carragher, A.K.A. The Hulk.

 31. Það verður skrítið að sjá Liverpool lið án Carra!

  We all dream of a team of Carragher’s
  A team of Carragher’s
  A team of Carragher’s
  We all dream of a team of Carragher’s
  a team of Carragher’s
  a team of Carragher’s

  Number 1 is Carragher,
  Number 2 is Carragher,
  Number 3 is Carragher,
  Number 4 is Carragher,
  Number 5 is Carragher,
  Number 6 is Carragher,

  We all dream of a team of Carragher’s
  A team of Carragher’s
  A team of Carragher’s
  We all dream of a team of Carragher’s
  A team of Carragher’s
  A team of Carragher’s

  Number 7 is Carragher,
  Number 8 is Carragher,
  Number 9 is Carragher,
  Number 10 is Carragher,
  Number 11 is Carragher,

 32. Ég segi eins og fleiri, ég á tvær nafngreindar og númeraðar treyjur, önnur er númer 7 og með Dalglish á henni og hin er nr. 23 með Carragher aftan á. Eins og Sigkarl kemur réttilega inn á þá er maðurinn löngu orðinn að lifandi goðsögn og ég tel rétt að síðuhaldarar komi með fjögurra kílómetra langa grein honum til heiðurs, eftir síðasta leik hans fyrir félagið. Ef það verður í vor þeas. Ég ber þá von í brjósti að Brendan Rodgers nái að tala hann inn á að vera eitt tímabil í viðbót. Menn fara ekkert beint úr byrjunarliði hjá Liverpool og hætta fótbolta. Hann hefur enn helling að gefa liðinu og gæti átt eitt þokkalegt ár eftir og jafnvel eitt sem player/coach, sem spilar kannski ekki mikið nema í deildabikar og slíka leiki. En kannski vill hann hætta á high eins og sagt er. Og þá þurfum við að virða það við hann. En maður lifandi, hvílíkur söknuður sem verður af honum.

  Number 1 is Carragher,
  Number 2 is Carragher,
  Number 3 is Carragher,
  Number 4 is Carragher,

  We all dream of a team of Carraghers, team of Carraghers, team of Carraghers…

 33. Kom inn í dag eftir viðburðaríkan dag, opnaði Kop.is og setti hljóðan. Shit…

  Er nýkominn af leik Arsenal og Liverpool þar sem ég varð vitni að magnaðri frammistöðu þessa höfðingja. Þið sáuð örugglega minnst af því í sjónvarpi en þegar maður horfir á hann bendandi og stjórnandi og argandi út úr mynd þá skilur maður fullkomlega hvers vegna Rodgers, eins og Evans, Houllier, Rafa, Hodgson og King Kenny einfaldlega settu þennan mann í liðið hjá sér, helst alltaf.

  Ævisagan hans er frábær lesning, sú langbesta í svona fótboltaævisögum og maðurinn fullkomið legend. Hans skarð verður stórt í klúbbnum, það langstærsta síðan að Kenny hætti að spila og síðan stýra. Enginn undanþeginn síðan í mínum huga.

  Minning mín um Carra sem lengst mun lifa verður alltaf tengt einni ferðinni minni út. Í leiknum Everton – Liverpool árið 2001 tryggðum við okkur sigur með aukaspyrnu Gary McAllister djúpt í uppbótartími. Ég og Klemmi félagi minn vorum í útivallarboxinu í þessum magnaða leik og það auðvitað trylltist allt í fagnaðarlátum. Eftir leik komu leikmennirnir að okkur og fögnuðu með en héldu svo til búningsklefans. Útivallarboxinu var lokað og við geymd þar um stund, yfir okkur rigndi plastglösum og vökva (vonandi bara vatn og bjór) en stanslaust var sungið. Ég veit ekki hvað margar mínútur höfðu liðið þegar allt í einu maður kom hlaupandi í búningnum yfir völlinn og að okkur. Þar var kominn Jamie Carragher sem greinilega hafði mikinn áhuga á að taka þátt í söngnum. Löggurnar hleyptu honum ekki að, en honum tókst að henda treyjunni upp í stúku og taka undir You’ll never walk alone um stund með okkur áður en löggurnar ráku hann inn í klefa.¨

  Carra – living legend

  Frá þessum leik hefur hann verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nú ætla ég að láta verða af þvi að setja nafnið hans og númerið á treyju. Geri það annars aldrei!

  Ég er í sjokki yfir þessari ákvörðun hans og það mun taka langan tíma að kyngja því að hann verði ekki með. Tek undir það að ég vona að hann verði viðloðandi klúbbinn en ég er einhvern veginn á því að Carra sé ekki endilega tilbúinn í að vera undirmaður í einhverju teymi…ekkert frekar en að vera varamaður í liði.

  Hann er fæddur sigurvegari og vill vera í eldlínunni!

  Úffffffffffffffffffffffffff

 34. Svar (Kristján Atli): Þegar þú fæðist ertu á 1. aldursári. Svo verðurðu eins árs og þá ertu á 2. aldursári. Svo verðurðu tveggja ára og þá ertu á 3. aldursári. Nú er Carragher 35 ára og því á 36. aldursári. Basic.

  Ég ætla nú ekki að fara að rífast eða rökræða um íslenska tungu eða aðra málfræði hérna inná þessari frábæru síðu, en veit þó að vinur minn KAR flengir mig ekki fast þó ég geri athugasemd við þetta. Þetta er nefnilega einfaldlega ekki rétt !! Það er einfaldegla miðað við almanaksárið. Ég er til dæmis á 36.aldursári (fæddur 77, og á afmæli í Júlí) og verð á þessu aldursári út þetta almanaksár. Þann 1.janúar á næsta ári, verð ég hinsvegar kominn á 37.aldursárið. Ég og Carragher getum ekki verið á sama aldursári, því hann fæddist almanaksári á eftir mér.

  Sem sagt, þú ert á ákveðnu aldursári, út hefðbundið almanaksár en þá hefst nýtt aldursár hjá þér. Þitt aldursár, segir til um það hversu gamall þú ert, eða verður á núverandi almanaksári. Basic 😉

  Svona er þetta bara skilgreint í íslensku og ég þverneita öllum öðrum skilgreiningum … 😉

  Insjallah… Carl Berg

 35. Legend, það er bara þannig!

  Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir klúbbinn!

 36. Man vel eftir fyrsta leiknum. Carra var að brjótast í gegn með mönnum eins og Jamie Cassidy, hvar er hann í dag?

  Skokkaði inn í teiginn og stangaði boltann inn eftir hornspyrnu. Hann hefur farið upp og niður í áliti í gegnum árin og kannski helst fyrir að skora mikið fyrir önnur lið gegn okkur en hann hefur ávallt verið klúbbnum til sóma og ómetanlegur þegar það hefur þurft að taka í lurginn á ofmetnum erlendum prímadonnum. Get trúað því líka að hann hafi átt orði í eyra Jack Robinson eftir bikarleikinn gegn Oldham 🙂

  Living legend

 37. Sæl öll…

  Afi minn sagði mér þegar ég var barn að tvennt væri öruggt í veröldinni , ruslið væri alltaf í skápnum undir vaskinum og að allir deyja. Ég ætla að bæta við þennan lista tveimur atriðum Jamie Carragher og Kenny Dalglish verða alltaf Liverpool.

  Minn betri helmingur gaf mér treyjum merkta nr. 7 með Dalglish á og núna ætla ég að fá mér treyju nr. 23 merkta meistara Carragher. Ég set ekki hvern sem er á treyju en þessa er óhætt að setja því þeir verða alltaf Liverpool.
  Ég á eftir að sakna Carraghers en trúi því að hann verði áfram á Anfield og blási mönnum í brjóst. Ég myndi vilja hafa hann á bekknum til að hvetja drengina áfram og kenna þeim hvernig á að vera í Liverpool.

  Hr. Liverpool, eins og einhver sagði, ég þakka þér fyrir velunninn störf og vona að þú haldir áfram í fyrirtækinu þó þú farir úr framlínunni það er alltaf pláss við menn eins og þig..

  Þangað til næst YNWA

 38. Umræðan um á hvaða aldursári meistari Carra er minnir á lærða umræðu um hvenær aldamót eru. Voru t.d. síðustu aldamót í upphafi ársins 2000 þegar að að 1999 ár voru liðin frá upphafi tímatalsins eða um áramótin 2001 þegar að 2000 ár (20 aldir) voru liðin?

  Ég held að stærðfræðilega sé maður á núllta aldursári þangað til að maður er orðinn 1 árs en málfræðilega hins vegar á því fyrsta strax eftir fæðingu.

  Ég ætla ekki að blanda mér frekar í þá umræðu en Carra verður sárt saknað á vellinum. Það er vonandi að hann fái starf við þjálfun hjá LFC. Það sem gæti unnið á móti honum að hann er heimaríkur og frekur. Átti t.d. þátt í að Benitez var rekinn og Hodgson ráðinn ósællar minningar.

 39. “Umræðan um á hvaða aldursári meistari Carra er minnir á lærða umræðu um hvenær aldamót eru. Voru t.d. síðustu aldamót í upphafi ársins 2000 þegar að að 1999 ár voru liðin frá upphafi tímatalsins eða um áramótin 2001 þegar að 2000 ár (20 aldir) voru liðin?”

  Þvílík þvæla 🙂 með sömu rökum væriru að segja að þegar leikklukkan slær í 90 mín á fótboltaleik sé aðeins búið að leika 89 mínútur. Mark sem er skorað á fyrstu 59 sekúndunum er skorað á fyrstu leikmínútu, málfræði vs. stærðfræði breytir engu þar um.

  Aldamótin áttu sér því stað við upphafi ársins 2000, því tímatal hófst við upphaf “núllta ársins” 😛

  Annars sammála um að Carra eigi að fá eitthvað hlutverk innan klúbbsins, þjálfun eflaust liggur vel við, hann ætti a.m.k ekki erfitt með að koma skilaboðum til sinna manna 🙂

 40. Guderian, þegar þú opnar bjórdós númer 2, ertu þá samt á fyrsta bjór?

 41. Það eina sem ég vona Carra gerir er að gera það sama og pep guardiola gerði þegar hann hætti og fór alls til læra vera virkilega hæfur knattspyrnustjóri svo á góðum tíma mun taka við Liverpool og vinna sá bikar sem því miður mun ekki lyfta sem leikamaður Liverpool.

 42. Heimir #44. Ég er einfaldlega að benda á að tímatal og fótboltaleikur hefst á núlli og muni ég rétt er núll kallað núllta stig. Og muni líka ég rétt þá spruttu þessar umræður um aldamótin vegna þess að tímatalið okkar hófst ekki á núlli heldur einum. Ástæðan er sú að við upphaf tímatalsins var ekki búið að finna upp hugtak fyrir núll. Núllið kemur sem sagt ekki fram fyrr en eftir Krist.

  Annars finnst mér engin ástæða til að vera að hreyta ónotum í mig þótt ég sé með einhverja fabúlasjón af gamni mínu.

 43. Carl, þetta er ekki skilgreint svona í íslensku. En burtséð frá því … prófaðu að telja árin frá og með 1977 til og með í 2013. Sko, það eru 37 ár, ekki 36. Ég get alveg ábyrgst það að Jamie Carragher er á 36. aldursári. Það er vegna þess að hann er orðinn 35 ára gamall, sem þýðir að hann á 35 heil ár að baki, sem þýðir aftur að hann er nú á sínu 36. ári. Hugsaðu þér bara að þú sért búinn að borða einn snúð og byrjaður á öðrum. Á hvaða snúð ertu? Nú, á öðrum snúð. Eða að þú sért búinn með fimm bjóra og sért að hella þeim sjötta í þig. Á hvaða bjór ertu? Jú, þeim sjötta. Sérðu mynstrið? Prófum fleiri dæmi ef þú ert ekki sannfærður.

 44. Er ekki svo kominn tími á að einhver ungur miðvörður fái sjénsinn í miðvarðarstöðunni í stað þess að þeim sé alltaf hent í hægri bakvörðurinn þar sem þeir reynast vera hvorki fugl né fiskur í þeirri stöðu.

 45. Martin Kelly ad framlengja samninginn sinn vid ,,okkur”. Um ad gera ad fara odyru leidina og byggja upp framtidina med okkar guttum. Jamie Carragher er einmitt frabært dæmi um slikt.

  YNWA!

 46. 49 Magginn

  Ég held að það sé mjög sniðugt að láta þá frekar fá reynslu í hægri bakverði en í miðvarðarstöðunni. Minni á að það var gert við Carragher! 🙂
  Vonandi verður hægt að prófa Kelly fljótlega í miðverðinum.

 47. Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé búið að bóka hann á árshátíðina 2014….

 48. Ég væri til í að sjá Kelly spila með Agger í vörninni, hann hefur bætt sig mjög mikið fótboltalega með því að vera í bakverðinum og hann er góður varnarmaður. Uppalinn strákur sem gefur allt í leikinn og kannski erum við með góðan leikmann þarna ef hann sleppur við þessi leiðindarmeiðsli sem hafa verið að hrjá hann.

 49. Frábær fótboltamaður og frábær karakter sem leggur skóna á hilluna eftir að hafa þjónað klúbbnum af lífi og sál. Í tilefni dagsins skellti ég mér á bókasafn í þeirri von um að finna ævisögu hans til lesningar en hún var ekki til hér á höfuðborgarsvæðinu. Ekki vill svo skemmtilega til að einhver eigi hana og þori að lána hana eða geti bent mér á hvar hún er fáanleg. Mig langar endilega að lesa hana áður en ég skelli mér til Liverpool á leikinn gegn Tottenham.

 50. Magnús T # 48

  Í fyrsta lagi þá ætla ég nú að biðja þig að vera ekki að reyna að útskýra þetta fyrir mér eins og ég sé fáviti, því ég er löngu búinn að skilja af hvaða meiði þetta er komið, ég er einfaldlega að benda ykkur á, að þið eruð að skilgreina orðið “aldursár” vitlaust.
  Þú breytir því bara ekki neitt, með dæmum um snúða og bjóra. Ég er að reyna að útskýra fyrir þér að aldursárið þitt, miðast við almanaksárið. Þú sagðir áðan :

  ” prófaðu að telja árin frá og með 1977 til og með í 2013. Sko, það eru 37 ár, ekki 36. ”

  Hvað á ég að lesa út úr því að þú sért að reyna að segja hérna ? Ertu að reyna að segja mér að ég sé þá 37 ára, eða á 37.aldursári, ef því að ég er fæddur umrætt ár ? En ef ég bendi þér nú á, að ég er ennþá bara 35 ára ?? Það er held ég ómögulegt að reyna að troða mér inní 37.aldursárið, án þess að hleypa mér í gegnum það 36.fyrst er það ekki ??

  Þið þurfið ekkert að reyna að koma með dæmu um hversu marga snúða einhver borðar, eða bjóra maður drekkur, eða aldamótapælingar. Við erum einfaldlega ekki sammála um skilgreininguna á orðinu “aldursár” ! Ég vil meina að að tvíburar sem fæddir eru árið 2000 (annar þeirra fæddist 8.febrúar kl 17:00, en hinn 12 tíum síðar) séu báðir á 13 aldursárinu !! Þessir eineggja tvíbuar eru ekki á sinhvoru aldursárinu, enda væri slíkt fáránlegt !

  Sem sagt, Eftir að hafa hringt niður í háskóla í dag, til að athuga málið, þá komst ég að því, að ég hef rétt fyrir mér í þessu máli, og miðast þitt aldursár við almanaksárið. Það er, þú ert á þínu aldursári, út almanaksárið… þá hefst nýtt ár, og á því ári, færðu nýjan aldur..ergo= aldursár !!

  Þetta snýst ekkert um að fatta ekki einhverjar tölur, eða kunna ekki að telja snúða eða bjór, heldur skilgreiningu á þessu nafnorði !! Þar er ekkert grátt svæði, heldur hefur þetta verið skilgreint í Íslenskri tungu, og ég hef rétt fyrir mér, ég er búinn að athuga það í æðstu þekkingarstofnun íslensks samfélags.. Háskóla Íslands !!

  So bite me !!!

  Insjallah.. Carl Berg

 51. Hehe mjög fyndið hvernig umræðan hefur þróast í þessum þræði. Maður hefur eiginlega sjaldan séð jafn miklar tilfinningar, minnir sannarlega á rifrildið í kringum aldamótin. Sem auðvitað voru árið 2000 – lítur bara betur út 🙂

  Carragher góður annars, maður mun sakna hans!

 52. Carragher legend! Takk fyrir þjónustuna og tryggðina. Respect.

  Þvílík leiðinda umræða 35 eða 36 áldursári, Sandkassaleikur.is

  Hann hefur verið frábær undanfarið og vonandi verður hann það þangað til hann kveður.

 53. Ég er sammála BR þegar hann segir að ómögulegt sé að finna staðgengil Carraghers.

  Í alvöru talað, það er ómögulegt. Jaaa það tekur allavega nokkur ár, þurfum að rækta einn frá 9 ára aldri

 54. Ætli það sé tilviljun að Carragher ákveði að hætta á sama tíma og þessar myndir láku út?
  http://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn1/154668_4498443257667_714488682_n.jpg

  http://fbcdn-sphotos-g-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn1/16008_4498447457772_1085227031_n.jpg

  Skv því sem ég hef lesið hér og þar á netinu þá eru þeir núþegar komnir í framleiðslu og því er þetta ekkert djók. Einhverjir á rawk segast hafa pottþéttar heimildir fyrir því (eins og þeir þykjast reyndar mjög oft hafa). Ég hélt að það væri ekki hægt að toppa varabúninga þessa árs í ljótleika, en þeim tókst það samt heldur betur núna 🙁

 55. Háðið varðandi sjálfsmörkin hans Carra hefur alltaf verið fáránleg í mínum augum, svona svipað og grínið með hversu oft var troðið yfir Patrick Ewing í gamla daga…….sá sem alltaf er mættur til hjálpar og kastar sér í veg fyrir allar hættur lendir í því að líta illa út við og við. Sannanlega skárra en hinir sem standa hjá og horfa.

 56. Ég held að það sé enginn að meina neitt illt með þessum sjálfsmarka bröndurum, þótt hann hafi skorað slatta af þeim þá hefur enginn notað það sem rök fyrir því að hann sé lélegur eða neitt þannig, ég hef allavega ekki hitt svo ruglaðan einstakling.
  Það er líka helvíti fyndið að það séu bara tveir leikmenn í sögunni sem hafa skorað fleiri mörk gegn LFC og þeir eru/voru sko engir Voronin gæjar, þetta eru Andy Cole og Thierry Henry.

  Ég hef alltaf litið á þetta sjálfsmarkamet hans sem skemtilega staðreind sem hægt er að hlæja að, end getur enginn dregið í efa þá frábæru hluti sem hann hefur gert fyrir okkur sem bæta fyrir þessi sjálfsmörk.

 57. Þvílíkur leikmaður og hann á sko fyllilega skilið að vera kallaður Hr.Liverpool.

  Hann hefur jú gert sín mistök en engin er fullkomin, hann hefur fært okkur ómælda ánægju í gegnum árin og hefur átt glæstan feril. Hans verður ætíð minnst með hlýhug og virðingu þegar saga klúbbsins er skoðuð.

  Legg svo til að bæði Suárez og Sterling verði skipt út fyrir meistar Carragher á hausnum á Kop.is í virðingarskyni.

  Takk fyrir allt Jamie Carragher og meigi endaspretturinn á ferli þínum verða stórbrotinn.

 58. Dick Kuyt, helduru að Gerrard hefði verið sami leiðtoginn hjá Chelsea eins og hann er hjá okkur? Þier hefðu keypt leikmann með leiðtogahæfileika, en ég er ekki svo viss um að Gerrard hefði skilað sömu frammistöðu hvað það varðar. Það sést t.d. bara með enska landsliðinu hvað það vantar leiðtogakraftinn frá honum þar. Ég held að hann hefði aldrei fundið sömu ástríðu fyrir Chelsea eins og hann hefur fyrir LFC. Þess vegna er yfirleitt betra að ala upp leiðtoga ef það er hægt, heldur en að kaupa slíkan, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt.

 59. Ég hringdi út til Harvard háskólans í Jú Ess End Ei… og einni til Oxfords in ðí Jú Kei og spurði.: Ef ég er búinn með 2 snúða og er opna bjór númer þrjú , Hvað er ég þá gamall ?
  Fékk þau svör að það skipti miklu máli hvort ég væri fæddur um aldamótin , fyrir aldamótin , eftir aldamótin eða hvort aldamótin hefðu átt sér stað.
  Ég sagði þá að ég hefði verið að klára snúð númer þrjú og hellti óvart bjórnum niður á mig og þyrfti að fara aðeins á klósettið sem ég flísalagði pottþétt eftir aldamót.
  Þá sögðu þeir að það væri ekki spurning um að ég hlyti að vera á fertugasta aldursári og því augljóst að ég væri 43 ára nema ef ég væri búinn með 5 bjóra , þá væri ég örugglega 48.

  H-skólarnir í júkeiendjúessendei ljúga ekki..

  skál ,

 60. Þvílíkur sjónarsviptir af þessum frábæra og dygga þjóni klúbbsins okkar í afar langan tíma. Vonandi verður hann áfram og fær nýtt hlutverk. Carra er nefnilega einstakur og maður skynjaði það ekki almennilega fyrr en maður fór á leik í Liverpool og saug í sig Liverpool kúltúrinn og stemninguna þar. Carra er einn aðal maðurinn í Liverpool borg og ég verð að segja að það er ótrúlegt að það séu bara 67 póstar við þessari frábæru og mjög svo viðeigandi færslu. Áfram Carra!

 61. SANNUR PÚLLAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  TAKK FYRIR ALLT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kop.is Podcast #33

Maður kaupir ekki leiðtogahæfileika!