Kop.is Podcast #33

Hér er þáttur númer þrjátíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 33. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum í fjarveru Kristjáns Atla og með mér að þessu sinni voru SSteinn og Einar Örn. Maggi var einnig fjarri góðu gamni í dag.

Í þessum þætti ræddum við leikjatörn og uppskeru janúarmánaðar, þrjár misgóðar ferðir til Manchester (og úthverfa) sem og leikina gegn Norwich og Arsenal. Leikmannaglugganum var endanlega lokað ásamt öðrum málum.

34 Comments

  1. Er þetta i fyrsta skipti sem þú stjórnar þessu podcasti. Ef þetta er eitthvað í líkingu við Cambridge plötuna sem þú tókst upp í denn, þá er von á góðu

  2. Takk fyrir flott podcast strákar. Það er eitt sem vantaði aðeins hjá ykkur í umræðuna um þessi lið sem við höfum átt í vandræðum með, þau eru flest að pressa okkur hátt uppi, við virðumst líka eiga í töluverðum vandræðum með að höndla það, og einnig það sem þið minnist á, einhver tröll sem eru í framherjastöðu liða. Suarez er að fara að spila með Uruguay gegn Spáni, á Spáni. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að hann þurfi ekki að spila mikið í þessum leik, og að hann meiðist ekki.

  3. Nr. 3 Höddi
    Nákvæmlega hefðum mátt koma því betur að, erum að lenda í allt of miklu basli gegn liðum sem þora að pressa á okkur og vinna illa út úr því. Vonandi koma eldfljótir sóknarmenn okkar til með að laga þetta með því að refsa liðum reglulega fyrir þetta. Eins bara að liðið fari að verða öruggara á boltann, þetta er bara að taka tíma eins og var sagt strax í upphafi (og við þurfum að kaupa meiri íþróttamenn, sterka, góða leikmenn).

    Nr. 1 Reynir
    Fyrsta skipti hér já. Toppar ekki þegar Hljómsveitin Cambridge tók um plötu sælla minninga.

  4. Takk kærlega fyrir mig. Það eru bara engu hægt að bæta við þetta hjá ykkur strákar. YNWA

  5. Enski svindl leikurinn í Meistaradeildinni var víst milli okkar og Debrecen árið 2009.

    Markvörður Debrecen átti víst að sjá til þess að það Liverpool myndi skora 3 mörk eða fleiri.

    ég held að liverpool sé eina liðið sem nær bara að skora eitt mark þegar markmaður andstæðingsins er að reyna að fá á sig mark.

  6. Það er greinilegt að ég má ekki missa úr þátt. Þetta var ömurlegt. Ég held að það sé best að við Maggi sleppum aldrei úr þætti aftur. 🙂

  7. Varðandi miðvarðahallæri hjá okkur:
    Eru Kelly og Wisdom ekki að upplagi miðverðir? Ef ekki eru þeir mjög varnarsinnaðir bakverðir. Ef Kelly kemur heill frá þessum meiðslum værum við ekki þokkalega settir með Agger, Skretl, Kelly og Wisdom í miðvörðunum? Kelly og Wisdom virðast vera líkamlega sterkir og þar með í stakk búnir að glíma við þessháttar andstæðinga.
    Ég ætla samt ekki að fúlsa við sterkum miðverði í sumar. En er ekki ljóst að liðinu vantar meira bakverði?

  8. Frikki #6.

    Ekki lengur, núna skorum við amk 2 mörk í leik! 😉

    Takk fyrir gott Podcast þó vissulega vantaði ferðasögur Magga inn í pakkann.

    Ég reikna með að Sturridge sé ekkert alvarlega meiddur fyrst ekkert heyrist um þau mál. Vonandi met ég það rétt.

    YNWA!

  9. Verð bara að deila þessu með ykkur.

    Sonur minn er 4 ára og hvíslar í hvert skipti sem ég svæfi hann “eigum við ekki að hlusta á liverpool í símanum þínum pabbi? við skulum ekki segja mömmu”
    Hann sem sagt hlustar á þetta ca annað hvert kvöld yfir árið og fær aldrei nóg.

    Við feðgar þökkum fyrir okkur.

  10. Flott Podcast hjá ykkur, ligg heima veikur og hlustaði tvisvar, takk fyrir mig.

  11. Verð nú að hrósa Inga Torfa fyrir einstaklega gott uppeldi!!!

    Annars snilldar podcast eins og venjulega og Babú stjórnaði þessu af stakri snilld.

  12. Hlakka til að hlusta a þetta i kvold, avallt goð kvold a þessum bæ þegar dettur inn nytt podcast

  13. Takk fyrir flott Podcast
    England U21 unnu flottan 4-0 sigur á Svíum í kvöld og var gaman að horfa á Henderson, Shelvey sem setti eitt og Ince sem setti tvö. Henderson er að verða minn nyji uppáhaldsleikmadur, hann hleypur endalaust, tæklar út um allan völl og kann svo sannarlega ad leggja upp færin eins og sja matti i leiknum i kvold
    http://www.101greatgoals.com/blog/liverpool-midfielder-jordan-henderson-plays-sensational-50-yard-ball-for-england-u-21s/
    Verdur vonandi i læri hjá Gerrard i nokkur ár í viðbot

  14. Júnæted menn halda að allir á fótbolta net haldi með okkur, allir púllarar halda að þeir haldi með júnæted. Ég verð bara að segja eins og er, mér finnst þeir bara nokkuð hlutlausir. Þetta er ekkert besta síða í heiminum, en ég held að þeir séu nokkurnveginn hlutlausir þegar það kemur að þessu.

  15. Nei, það er nefnilega málið með Fótbolti.net að þeir sem að skrifa þarna eru svo miklir stuðningsmenn sinna liða og það skín í gegn í skrifum þeirra.
    Fer bara eftir hver skrifar fréttina á hvaða lið hallar…
    Ein lélegasta netsíðan á markaðinum og allar þessar stafsetningarvillur hjá þeim, mætti stundu halda að þeir væru með börn í vinnu!

  16. Veit einhver hvar maður getur nálgast Debrecen leikinn? Þetta er aðeins of fyndið…

  17. Flott podcast hjá ykkur drengir, as always. Það verður gaman að heyra ferðasöguna hans Magga og hvernig hann sá Arsenal leikinn þegar hann var úti. Það hefur ábyggilega verið fjandi kalt en væntanlega fræðandi.

    Ég get alveg, fyrir mína parta, tekið undir að liðið er að spila betur og betur, og eftir því sem leikirnir verða fleiri verður bara meira og meira gaman að horfa á liðið spila EN … og stórt EN …. það eru of fáir góðir einstaklingar í liðinu. Ef eitthvað hrekkur út af, eins og meiðsli eða annað, þá vantar breidd. Hún er að vísu unnin upp með góðum ungum og efnilegum strákum í margar stöður en breiddina vantar.

    Glugginn skilaði okkur ágætist viðbót, maður veit of lítið um kátiniío til að geta metið hann endilega hvort hann sé þessi 10 sem okkur vantar en Sturridge er alveg með þetta.

    Framhaldið: jú við verðum að klára litlu leikina alla og koma okkur áfram í Europa leauge og svo vona ég að Reina finni formið sitt aftur.

  18. ég held að man utd sé ekki gott lið. EF VIÐ NÁMUNDUM! en samt gott podcast. EF VIÐ NÁMUNDUM!

  19. fræbart podcast enog alltaf. en smá könnun hvað eru margir sem myndu vilja fá neymar í liverpool. thumbs up ef það mynduð vilja það 🙂

  20. Lútum höfði í tilefni af því að 55 ár eru í dag síðan flugslysið í München átti sér stað, við höfum sjálf upplifað harmleiki í tengslum við liðið okkar og því við hæfi að við sýnum samhug þegar aðrir eiga í hlut.

  21. Svipaður punktur og númer 3 sýnist mér hjá mér en já það eru ekki bara stórir og sterkir framherjar sem vörnin á í erfiðleikum með. Bæði á móti Arsenal og City koma mörk eftir stutt hratt spil í gegnum teiginn.

    Og aðeins meira um miðverðina:
    Ég og mágur minn gerðum um daginn að gamni okkar úrvalslið leikmanna Liverpool frá þessum sirka 20 árum sem við höfum fylgst með liðinu. Þetta varð svona samblanda af þeim bestu og uppáhalds eins og oft vill verða en þegar það kom að því að velja miðverði rann upp fyrir manni hvað miðvarðastaðan hefur verið óstapíl öll þessi ár. Maður vissi alveg um vinstri bakvörðinn (Riise nánast sá eini sem kom upp plús aukaleikarar) en einhvernveginn aldrei pælt í að hvað það hafa virkilega verið fáir miðverðir sem standa upp úr á næstum 2 áratugum. Hyypia, Carra og Agger komu upp í hugan auðvitað en svo var það búið. Bara 3 nöfn sem manni dettur strax í hug á tuttugu ára tímabili Þó menn eins og Skrtel og Henchoz hafi alveg staðið fyrir sínu finnst manni þeir ekki í sama klassa.

  22. Reyndar óssamála Agli, finnst Henchoz einmitt í svipuðum klassa og Hyypia, þeir voru mjög öflugt par á sínum tíma.

  23. 24 Egill

    Rólegur á sömu bls.
    Var einmitt að pæla í úrvalsliði liðsins síðustu 20 árin. Og varð ljóst hversu fáir dependable miðverðir hafa verið. Alveg sorglegt. Og einmitt 4 ofantöldu, Hyp, CarrAgger og svissneskirauðnefabaráttuhandaóði meistari Henchoz, sem eru einu sem koma upp í hugann. Annars er mitt úrvalslið: 4-4-2; Reina(bara fyrir Benitez árin, var rocksolid þá, hefur varið eitt víti síðan þá). Johnson(ekki spurning, bömmer með R. Jones, jafnvel hefðu titlarnir verið fleiri á þessum árum ef hann hefði ekki þurft að hætta vegna meiðsla). Carragher(living legend). Hyypia(besti cb síðustu 20 árin by far). Bjornebye(hann var með svo rosalegar fyrirgjafir). McManaman hægri kant(hef aldrei verið jafn svekktur með brottför leikmanns LFC frá því ég byrjaði að fylgjast með, including Fowler, Owen og Torres). Gerrard(duh). Alonso(þarf ekki réttlæta). Berger(my left foot). Auðvitað Fowler. Og Torres. Það er ekki hægt annað. Helvítis tíkin. Excuse my french. Samt erfitt strikerval.

    Flott podcast. Takk fyrir mig. Það eru fáir leikir sem liðið átti skilið að tapa og nokkrir þar sem jafntefli voru tvö töpuð stig. En algjörlega sammála að það þarf að koma með lausnir í ýmsum varnarmálum. Þessi föstu leikatriði, shit maður, hvers þarf maður að gjalda. En þrátt fyrir allt að með stöðugleika og 2-3 réttum leikmönnum er séns á titilbaráttu næsta tímabil. Væri brillant ef Cap. Gerrard lyfti epl dollunni á 34 aldursári loksins. Bara positive thinking gott fólk. Sáttur með þróunina. BR er að eltast við talent. Það fer ekki á milli mála. Fullt af rusli farið. Reynsla fyrir Henderson, Sterling, Shelvey, Suso og Wisdom. Vonandi byggja þeir á hana. Maður er bara drullu bjartsýnn. Sérstaklega eftir nokkra kalda. Ég er í fríi á morgun. Ég má. Já, það má.

  24. Jæja, óskiljanlegt æfingaleikjaprógram fyrir landsliðin er yfirstaðið og sem betur fer meiddist enginn af okkar mönnum. Borini skoraði fyrir U-21 Ítala og aðrir komust klakklaust út úr þessum leikjum.

    Núna eru bara 3 heilir dagar í leikdag á móti WBA og þetta er einfalt. Þessi leikur er úrslitaleikur fyrir framhaldið, rétt eins og allir hinir sem koma í kjölfarið. Ég vona innilega að leikmenn LFC mæti rétt stemmdir og haldi áfram frábæru heimaleikjarönni en þetta verður erfiður leikur. WBA eru með gott lið og Steve Clark kann sitt fag.

    Ég er gríðarlega spenntur að sjá Coutinho koma inn og þessi jákvæða þróun á spili okkar manna er mögnuð, auðvitað fyrir utan klaufamistökin sem hafa kostað okkur allt of mörg stig á þessu tímabili. Ef þeim verður fargað þá lítur þetta mjög vel út.
    Ég er allavega ákaflega bjartsýnn á þessa þróun liðsins okkar og ég vona að aðrir eru það líka! 🙂

    YNWA

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/borini-strike-decisive-for-italy-u21s

  25. Umræðan um nýjan markmann kemur reglulega upp og það er eitthvað sem segir mér að Reina verði seldur næsta sumar og við fáum nýjan inn. Ef það gerist vona ég að Asmir Begovich komi inn frá Stoke. Stór og góður markmaður sem hefur klárlega verið að spila vel.

  26. Það að Borini sé í 21 árs landsliði gladdi mig helling, var einhvernveginn með það í hausnum að hann væri 23 ára.
    Ég er viss um að maður eins og hann á eftir springa út, hann er ekki farinn að setjann en kemur sér oft í færin og það er ákveðinn hæfileiki. Hitt kemur.
    Takk Svavar 27.

  27. Breaking news:
    Jamie Carragher leggur skóna á hilluna eftir tímabilid! Sjá yfirlýsingu klúbbsins á opinberu heimasídunni.
    Takk fyrir öllu gódu árin Carradona!

  28. þið eruð að tala um að menn eins og gerrard,henderson,downing,enrique eru farnir að spila vel
    þið verðið bara horfa á swansea í fyrra meina brendan rodgers er þekktur fyrir það að ná því besta útur leikmönnum og það tekur bara tima og honum er að takast það!
    Carragher hættir eftir tímabilið ég held að sumarið fari í það að laga og gera þessa vörn upp á nýtt!

    snilldar podcast get ekki beðið eftir næsta væri skemmtilegra að fá þetta með styttri tíma nenn ekki að bíða haha

  29. Ég er með spurningu hérna.

    Borgaði FSG ekki upp skuldir LFC að mestu þegar þeir yfirtóku félagið?
    Er Glazer er með United í tómri skuld?

    Ég er ekki að skilja þessa frétt á Vísi.is

    http://www.visir.is/stig-dregin-af-lidum-sem-skulda-of-mikid/article/2013130209198

    Þarna stendur:
    Félögin mega heldur ekki skulda yfir 105 milljónir punda á þriggja ára tímabili. Ef félag brýtur þær reglur verða stig dregin af viðkomandi félagi.

    Man. City, Chelsea og Liverpool eru einu félögin í úrvalsdeildinni sem hafa skuldað yfir 105 milljónir punda síðustu þrjú ár. Það kemur þó ekki að sök í dag.

    Vill eitthver hjálpa mér að skilja þetta.

  30. Frábær þáttur hjá ykkur strákar. Gott að vita það að það eru fleiri sem elska liðið okkar. YNWl

Man City – Liverpool 2-2

Jamie Carragher leggur skóna á hilluna í vor!