Man City – Liverpool 2-2

Enn á ný hendum við frá okkur góðum leik með barnalegum mistökum sem leiða til allt of ódýrra marka andstæðinganna. Það tekur á taugarnar að horfa á Liverpool byggja upp pressu jafnt og þétt yfir heilan leik og jafnvel ná að koma sér í góða stöðu aðeins til að sjá þá henda henni frá sér á augnabliks mistökum…og alltaf er okkur refsað. Man City er eitt af þessum liðum sem má ekki gera svona mistök gegn og þeir nýta sér það þegar þeim er gefið gjafir.

Liverpool henti frá sér unnum leik á miðvikudaginn, við gáfum City stig í fyrri leik þessara liða og þetta í dag var bara of mikið. Þetta er ástæðan fyrir því að við höfum ekki ennþá unnið lið sem er fyrir ofan okkur í deildinni og þetta eru rándýr fjögur sig sem hafa farið forgörðum gegn City.

Þá að leiknum, liðið sem byrjaði gegn City var svona

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Wisdom, Skrtel, Allen, Shelvey, Sterling, Borini.

Liverpool byrjaði leikinn ágætlega, náði að standa af sér pressu City manna og áttu hættulegustu færin fyrstu 20.mínúturnar. Sturridge komst í gegn eftir frábæra sendingu frá Johnson og komst framhjá Hart í markinu en Zabaleta varði frá honum á línu. Stuttu seinna komst hann upp að endamörkum á miklum spretti og sendi flottan bolta  inn í teiginn á Suarez sem hitti hann hræðilega og var rétt búinn að sparka útaf í innkast. Suarez var svo við það að komast í gegn strax í næstu sókn en skot hans lak framhjá markinu.

Einmitt þá þegar við virtumst vera að ná upp smá momentum þá kýldu City menn okkur kalda. Milner komst allt of einfaldlega framhjá varnarmönnum Liverpool og sendi fyrir á Dezko sem þurfti ekki að gera annað en pota boltanum í markið. Helst var þetta mjög dapur varnarleikur hjá Agger sem spilaði Dzeko réttstæðan til að byrja með og var eins og stytta að verjast fyrirgjöfinni sem átti ekki að rata á Bosníumanninn.

Daniel Sturridge var þó ekki lengi að laga stöðuna því hann hamraði blöðrunni í netið á 29.mínútu. Frábært mark fyrir utan teig hjá Sturridge sem var líflegastur leikmanna Liverpool í leiknum. City menn voru mjög ósáttir við þetta mark þar sem þeir töldu Agger hafa brotið á Dzeko í aðdraganda marksins og Bosníumaðurinn lá eftir á vellinum þegar Liverpool var í sókn.

Aldrei í verkahring Liverpool að sparka boltanum af velli og línuvörðurinn sem var beint fyrir framan Dzeko sá að það var ekkert að honum og lét ekki stöðva leikinn. Hann var líka fljótur upp að væla í dómaranum eftir að Sturridge skoraði og getur á endaum bara sjálfum sér um kennt að vera með þetta væl enda var sókn Liverpool heillöng áður en boltinn endaði í markinu.

Seinni hálfleikur var nánast alveg eign Liverpool og það var gaman að sjá. Pressan var gríðarlega þung fyrsta korterið án þess þá að við næðum að skora. Mancini leyst ekki á þetta og skipti Kolarov inná og tók Nastatic útaf. Það jafnaði leikinn aðeins, City fór að hætta sér ofar á völlinn og eiga sínar sóknir líka.

Liverpool var samt áfram mun sterkari og náðu loksins að brjóta ísinn á 73.mínútu og það með „sigurmarki“ a la Gerrard. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lét hann skoppa einu sinni og hamraði hann í netið. Hrikalega hressandi mark frá fyrirliðanum sem fagnaði af innlifun ólíkt Sturridge áður sem vildi ekki fagna gegn sínum gömlu félögum.

Rodgers gerði skiptingu strax í kjölfarið sem hjálpaði okkur ekkert, hann breytti aðeins leikskipulagi með því að taka Enrique útaf fyrir Skrtel. Daniel Agger fór við það úr miðverðinum á kantinn. Þetta rugl á vörninni hefur kannski eitthvað haft að segja þegar Skrtel og Reina misskildu hvorn annan með þeim afleiðingum að Reina fór í fáránlegt skógarhlaup á eftir Aguero sem refsaði honum eins og hægt var, setti boltann glæsilega í tómt markið. Aguero er það góður leikmaður að hann getur skorað úr svona færi, hann er á kaliberi við Suarez.  En manni langaði bara helst að gráta við að sjá þetta. Enn eina ferðina lekum við ömurlegum mörkum inn og hendum frá okkur stigum. Set einnig spurningamerki við það að breyta svona mikið um taktík, hefur Andre Wisdom ekki verið að spila alla leiki undanfarið, af hverju ekki að setja hann inná og halda skipulagi betur. M.o.ö. ALDREI rugla í miðvarðaparinu af óþörfu í miðjum leik.

Það sem eftir lifði af þessum annars frábæra leik var sóknarleikur á báða bóga og ef eitthvað var hefði Liverpool vel getað klárað þetta. Það eitt að við förum hundsvekkt með jafntefli frá Emirates og Etihad í sömu vikunni er vonandi góðs viti en á móti þarf á endanum að fara klára svona leiki. Þetta lið getur það vel, þeir sýndu það a.m.k. í dag.

Maður leiksins:

Pepe Reina vinur minn er því miður alls ekki með í þessari kosningu. Hann gerir dýr mistök sem kosta okkur leikinn. Martin Skrtel átti alveg sinn þátt í þessu fjandans marki og auðvitað var þetta vel klárað hjá Aguero en maður fer að spyrja sig hversu mörg mörk Reina fær að gefa áður en skoðað verður aðra kosti í þessa stöðu. Ég yrði ekki hissa ef Liverpool fær á eftir markmanni næsta sumar enda sl. 2-3 ár verið erfið hjá Reina. Mögulega er ég ennþá bara svona pirraður eftir þetta mark.

Bakverðirnir okkar eru þeir bestu sem við höfum upp á að bjóða og holningin á liðinu er miklu betri þegar þeir eru á sitthvorum vængnum. Carragher og Agger voru að mestu fínir í þessum leik. Carragher er að stjórna liðinu frá öftustu línu og gerði það sem hann gerir best í dag. Þetta skrifast ekkert bara á reynslu því hann var að öskra nákvæmlega jafn mikið fyrir 15 árum. Hann er hinsvegar alveg búinn í hraða. Fínt að eiga hann inni í svona tilvikum en við þurfum framtíðarkost í þessa stöðu ef Skrtel er að fara detta út. Ég var síðan eins og áður segir ekki sáttur við Agger í fyrra marki City og fannst að hann hefði átt að gera betur þar.

Lucas er límið fyrir bakverðina og miðjuna og var að spila sinn besta leik í dag eftir að hann kom aftur. Jákvætt eftir slæman leik á Emirates. Hann saknaði reyndar Yaya Toure líklega ekki neitt í dag. Gerrard var líka góður og stýrði miðjunni lengst af í leiknum og skoraði þetta æðislega mark.

Downing var að vinna vel en hann gerir allt of mörk mistök sóknarlega, er einfaldlega ekki nógu góður og ég býst við því að hann fái að víkja fyrir Coutinho/Borini bráðlega. Vona að hann verði í framtíðinni mjög flottur squad player.

Suarez átti ekki sinn besta dag og virkaðu nokkuð þreyttur eins og reyndar gegn Arsenal. Ekki misskilja mig, hann var samt einn besti leikmaður Liverpool og einna mest ógnandi. En hann hefði oft skorað a.m.k. eitt mark m.v. færin sem hann fékk í dag.

Bestu menn Liverpool fannst mér vera Jordan Henderson sem er að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í Liverpool og Daniel Sturridge. Henderson er gríðarlega vinnusamur og sterkur á miðjunni og virðist vera vaxa sem leikmaður í hverjum leik.

Maður leiksins er samt klárlega Daniel Sturridge sem hefur byrjað nákvæmlega eins og við þurfum á að halda. Frábært mark hjá honum og mjög mikil ógn af honum allann leikinn. Hann sagðist hafa verið meiddur í seinni og ekki getað beitt sér að fullu en það sást ekki. Hann var óheppinn að skora ekki annað mark í restina.

Þetta var frábær leikur, líklega okkar besta frammistaða á þessu tímabili og óendanlega svekkjandi að það hafi ekki dugað til, aftur.

Með þessum leik er erfiðustu ferðalögum tímabilsins (á pappír) lokið, þ.e. gegn toppliðunum. Eins og stuðningsmenn Liverpool vita mætavel skiptir þannig nákvæmlega engu máli. Við getum unnið öll lið á hvaða velli sem er…en við getum alveg tapað fyrir öllum liðum líka.

95 Comments

  1. Skita hjá Reina. Over and over again. Gjörsamlega fokking andskotans óþolandi þegar menn skíta á sig. Þetta á ekki bara við um Reina. Þetta er bara alltaf að gerast hjá okkur.

    Skrtl skeit á sig í fyrri leiknum og Reina í dag.

    Sturridge og Gerrard með stórkostleg mörk, menn að berjast vel og allt að gerast. Svo ákveður bara einn maður að skíta á sig. Í þetta skiptið Reina.

    Það er fokking gagnslaust að spila vel, berjast og skora mörk ef menn skíta svo bara á sig.

    Menn þurfa að halda einbeitingu og klára leiki. Það er gæðamerki að halda einbeitingu. Okkur vantar meiri gæði.

    Fyrst við vorum að gefa United titilinn þá hefðum við mátt andskotast til að gera það með 3 stigum og eiga áfram séns á 4. sætinu.

    Djöfull verður maður brjálaður. Djöfull!

  2. Veit einhver heimilisfangið hjá Reina? Þarf að senda honum reikning fyrir Lengjuseðlinum mínum..

  3. Alveg magnaður andskoti hvað þetta lið virðist gera allt sem það mögulega getur til að taka ekki 3 stig ef það kemst hjá því.

  4. Mikið afskaplega væri nú þægilegt ef Liverpool hefði keypt markmann í Janúar.
    Einnig er orðið frekar pirrandi að vera betra liðið gegn City en vinna ekki, óþolandi,

  5. Reina alveg búinn. Frábær leikur hjá restinni af liðinu og ömurlegt að gefa aftur frá sér 2 stig

  6. Svekkjandi jafntefli. Töpum okkur ekki í neikvæðnini né að skíta út einstaka leikmenn. Frábær leikur hjá okkar mönnum, en einstaklingmistök Reina varð þess valdandi að við töpuðum 2 stigum. En ég vil engan annan í markið. Engan.

  7. Þetta “tap” skrifast algjörlega á Rodgers og reyndar Reina líka. Held stundum að Rodgers sé ekkert rosalega gáfaður. Enrique út fyrir Skrtel og Sturridge út fyrir Joe Allen. AFHVERJU hefur Rodgers þessa tröllatrú á Allen, vildi hann ekki vinna leikinn? Þú setur ekki lélegan miðjumann inná fyrir góðan sóknarmann þegar að við erum að reyna að vinna leik. Agger náði að koma með bolta fyrir þar sem enginn var, afhverju? Nú afþví að strikerinn okkar var farinn útaf.

  8. Hrikalega skemmtilegur leikur til að horfa á í dag. Spilandinn í liðinu var alveg frábær á köflum og svo voru menn á við Sturridge, Gerrard, Agger og fleiri að spila mjög vel. Hins vegar er alveg hræðilegt að missa þetta aftur svona niður eftir skelfileg mistök frá Reina, þó svo að afgreiðslan hjá Aguero hafi verið alveg út úr þessum heimi. En ef maður á að horfa á björtu hliðarnar þá finnst mér liðið vera að stíga upp og get ég séð fyrir mér mörg stig úr næstu leikjum! YNWA

  9. Vá hvað þetta er svekkjandi. Reina hafði ekkert að gera með að hlaupa út í þennan bolta og gerði því miður hræðileg mistök. Hann þurfti varla að hreyfa sig í leiknum og svo gerir hann þetta undir lokin. Markið hjá Gerrard verðskuldar allan daginn að vera sigurmark í leik en því miður þá þurftum við að gefa Man City stig í þessum leik.

    Sorglegt

  10. Vá hvað þetta var rosalega súrt. Óþarfi hjá Liverpool að vera svona rosalega gjafmildir við City. En annars var þetta bara rosalega fllottur leikur hjá okkur vorum betri aðilinn allan leikinn og Sturridge að koma svakalega vel inn í þetta lið það er komin algjörlega önnur vídd í sóknarleikin hjá okkur með tilkomu hans. Átti alls ekki von á neinu úr þessum leik þannig að ég er bara nokkuð sáttur með jafntefli en engu að síður súrt að klúðra þessu svona með mistökum Reina sefur örugglega ekki vel í nótt.

  11. Vá, þvílíkur leikur, þvílíkur rússíbani! Ég trúi því bara ekki en ég er svakalega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Hefði svo sannarlega þegið stigið út úr þessum leik ef það hefði verið boði í upphafi leiks.

    En aðeins að leiknum. Þetta var að mínu mati laaaaangbesti leikur Liverpool á þessu tímabili. Þeir voru í einu orði sagt frábærir og áttu svo sannarlega skilið að vinna þennan leik. Miðjan frábær, sóknin frábær……..en vörnin og markvarslan því miður ekki jafn frábær. Ótrúlegt að segja þetta, en ég held að vörnin sé í dag eini veiki hlekkur liðsins!?

    Hvað um það, framtíðin heldur betur björt og þið svartsýnishundar á þessari síðu, reynið ekki að halda því fram að liðið sé ekki á réttri leið. Erum búnir að komast frábærlega frá erfiðu leikjaprógrammi og nú er bara að komast á gott sigur-run.

    Veit ekki með ykkur en ég ætla áfram að fylgjast spenntur með þessu frábæra liði sem BR er að takast að búa til. Verum jákvæð!! 🙂

  12. Mikið er skrýtið að líða eins og við höfum verið rændir 4 stigum úr síðustu 2 leikjum. Ekki hefði maður búist við því fyrirfram á móti Arsenal og City.

  13. Ég var ekki alveg að fatta þessa skiptingu á Sturridge, vissulega var pælingin eflaust að halda boltanum á miðjunni og fá Suarez framar í staðinn, en Sturridge var okkar langbesti maður í leiknum (að mínu mati). Þetta var jafn og skemmtilegur leikur og hefði getað dottið báðum megin, jafntefli svosem sanngjarnt en djöfull er sárt að tapa 2 stigum útaf Reina. Las á optajoe að þetta voru áttundu mistökin sem Reina gerir sem leiða beint til þess að andstæðingurinn skorar.

  14. Að spila gegn Arsenal og Man City, klúðra leikjunum og fá bara jafntefli úr báðum leikjunum. Fyrr á þessu tímabili hefði ég haldið að þið ættuð að vera heppnir að ná jafntefli gegn þessum liðum, verður spennandi að sjá hvernig liðið klárar tímabilið, bara 10 stig í 3 sæti hjá ykkur og 9 stig í 4sæti, ef ég man rétt þá eiga hin liðin erfiðari leiki eftir en þið.

  15. Hrikalega ósáttur við Reina í dag! Hans vegna erum við búnir að tapa 4 stigum í síðustu tveim leikjum! Hann átti seinna markið á móti Arsenal að mínu mati og seinna markið í dag á hann algjörlega skuldlaust!

    En ég er jafn hrikalega sáttur við hina 10 í liðinu í dag, barátta og flottur bolti. Brendan er greinilega á réttri leið.

  16. Þessi vittleisa ætlar engan enda að taka, það verður að vera forgangs atriði að fá markmann sama hvað hann kostar….

    Reina er einfaldlega búinn að vera og það sem meira er að verðmiðinn á honum er á hraðri niðurleið….. Við erum með tvo mjög mistæka marmenn og það er ekkert verið að gera í því…. Hvers eigum við að gjalda….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA….

  17. Þvílíkur leikur hjá Sturridge. Takk celski 🙂 Þið takið við ruslinu frá okkur í endurvinnslu og seljið okkur unga toppleikmenn tilbaka 🙂

  18. Hrikalega svekkjandi úrslit. Yfirspiluðum slakt lið City og það á heimavelli þeirra!!! En guð minn góður, Pepe Reina!!!
    Sturridge frábær og liðsheildin einnig!! Lítur vel út með framhaldið, sérstaklega ef við skiptum Coutinho fyrir Downing, þá er framlínan deadly.

  19. Ég er mjög sáttur við jafntefli á útivelli gegn Arsenal og M.city.
    Mikill stígandi í spilamennsku liðsins. Sturridge frábær kaup og gamli góði Stevie G. mættur.

  20. Tveir punktar.

    Sturridge er alveg hrikalega flottur leikmaður.

    11, Hákon Geir, hættu að linka á tölvuleikjamyndbönd og kalla þau fótboltamyndbönd.

  21. Skrtel var búinn að vera í nokkrar mínútur inná og vörnin strax komin í algjört panic mode. Það var Skrtel sem var hokinn í öxlunum að reyna elta Aguero og missti hann frá sér, Reina greinilega bara treystir honum ekki og fór útí boltann.
    Alveg fáránlegt að við höfum kastað frá okkur enn einum sigrinum gegn City á svona heimskulegum mistökum. City voru nýbúnir að skipta út Silva fyrir Maicon og liðið þeirra að spila löturhægt og fyrirsjáanlegt. Við hinsvegar förum á taugum að vera yfir og búum til færi fyrir þá. Grrrrr. Helvítis fokking fokk.

    Heilt yfir voru Liverpool miklu betra liðið og átti að vinna þennan leik. Það vantar helling af mönnum hjá City og við vitum allavega hvar við stöndum í augnablikinu. = Við erum á pari við meiðslahrjáð Manchester City. Þá er bara að kaupa þá leikmenn sem koma okkur á næsta stall. Leikmenn sem í þessum leik hefðu haft drápseðlið til að klára hann. Okkur hefði t.d. þurft heimsklassa kantmann til að nýta það þegar City fóru í 3manna vörn.

    En frábært er að Suarez, Sturridge og Gerrard eru á pari sóknarlega og jafnvel betri en þessir kallar, hægt að byggja á því. Sturridge sérstaklega var mjög flottur í þessum leik stöðugt að reyna búa hluti til og skoraði frábært mark.

    Liverpool er nú 9 stigum á eftir Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti og eiga núna 2 vinnanlega heimaleiki í röð (WBA og Swansea) og eiga svo heimaleik eftir gegn Tottenham og Everton (29 og 36.umferð). Þetta er enn möguleiki þó líkurnar á að þeir, Arsenal og Everton klúðri öll á sama tíma sé hverfandi. Það eru enn 39 stig í pottinum og Liverpool oft tekið virkilega gott rönn á vorin. Það er samt núna sem maður sér hrikalega eftir töpum eins og gegn Aston Villa á Anfield og að “rangstöðu” sigurmarkið hans Suarez á Goodison Park hafi ekki fengið að standa, það munar rosalega um hver 2-3 stig þegar nær dregur.

    Liðið okkar er loksins komið með vott af sjálfstrausti og farnir að spila með smá swagger. Nú þarf Rodgers að sýna að hann hafi pung og þor til að pakka gömlum vinum hans WBA og Swansea saman í næstu 2 leikjum. Skoðum hvernig staðan verður eftir það.

    Koma svo. Áfram Liverpool.

  22. Er eg sa eini sem er bunad fa gjorsamlega nog af stuart downing. og miklu meira en thad!. Suso, Sterling, og jafnvel djofulsins jon arne rise eru betri leikmenn en hann. hvad eg gaefi fyrir ad hafa gamla goda Kuyt tharna a kanntinum i stadinn.

    Frabaer leikur hja Sturrige og Carra stod vaktina i vorninni af sinni alkunnu snilld. svekkjandi ad missa thessa leiki gegn meisturunum alltaf nidur i jafntefli en. lidid virdist a uppleid haegt og rolega.

  23. Hættum þessu væli horfum aðeins á stóru myndina.
    Já Reina kostaði okkur 2 stig í þessum leik hann gerði skelfilegmisstök(má samt ekki gleyma því að afgreiðslan var stórkostleg).
    Það sem má ekki gleymast í þessum misstökum að Liverpool var að spila frábæran fótbolta(miklu betri en á móti Arsenal). Leikmenn voru að berjast í 90 mín, héldu boltanum vel og virkuðu stórhættulegir fram á við.

    Við gerðum þetta á heimavelli Man City sem er með einn besta heimavellinn í deildini.
    Reina 1 – var góður en þessi misstök kostuðu 2 stig
    Glen 7 – flottur leikur
    Carragher 8 – frábært að fá leiðtogan aftur í liðið
    Agger 6 – virkaði eins og hann var á brauðfótum í fyrihálfleik en stóð fyrir sínu
    Enrique 7 – flottur leikur en var gjörsamlega búinn í restina og var þess vegna tekinn útaf
    Lucas 6 – sást lítið, vann vel og var solid
    Henderson 8 – virkilega ánægður með vinnuframlagið og sendingarnar í þessum leik
    Gerrard 9 – Er mættur aftur
    Downing 8 – einn hans bestu leikjum í Liverpool búning, áræðin og skilaði boltanum vel frá sér
    Suarez 8 – flottur leikur og alltaf ógnandi
    Sturridge 9 – hélt boltanum vel, skoraði frábært mark og var ógnangi allan tíman, virkaði samt mjög þreyttur síðustu mín

    Rodgers 9 – liðið spilaði frábærlega, var ekki að leggjast í vörn og þótt að við komust í 2-1 þá átti ekki að baka eins og gegn Arsenal. Liðið líklegt allan leikinn að skora og Man City fengu fá færi í þessum leik með heimsklassa sóknarlínu. Aðeins einstaklings misstök Reina kostuðu okkur besta leik okkar á tímabilinu.

    P.s tveir bestu leikir liverpool á tímabilinu voru gegn Man city en einstaklings misstök Skrtel og Reina kostuðu okkur 4 stig.

  24. Fràbær leikur, vill byðja menn að anda með nefinu! Við erum klárlega á réttri leið!!!

  25. Common strákar mínir. Við erum allir mannlegir. Reyndar var þetta slæmt en verðum að fyrirgefa. Trú von og kærleikur og allur pakkinn. Var farinn að trúa 2-1 og bauð öllum í glas á Búálfinum. Fyrra markið hjá ManC var náttúrulega flott. Stirigde var cool með sitt mark. Hef trú á okkar liði að ná 4.sæti. Daglish My Autobiography er skyldulesning fyrir okkur poolara. Hvernig maðurinn elskaði sitt lið er alveg einstakt. YNWL!!!!!

  26. Sturridge meiddist i fyrri halfleik og skiljanlega var honum skipt utaf i restina enda sagdi hann i vidtali eftir leik ad hann hefdi att erfitt med ad spretta. Eg se sidustu tvo leiki sem sigra fyrir okkur þott vissulega se svekkjandi ad missa nidur forystu en lidid er i motun og BR er a rettri leid. Algjörlega frabær leikur hja Liverpool og nuna er bara ad byggja ofan a og halda afram!

  27. Flottur Leikur. Annars verð ég að vera sammála mönnum um að skiptingin í lokin með að setja Joe Allen inná í staðinn fyrir Sturridge(sem á þeim tímapunkti var næstum því búinn að dúndra tuðrunni inn en Joe Hart varði stórkostlega) er í besta falli fáránleg. Fyrirfram bjóst ég ekki við miklu úr seinustu tveimur leikjum en það hefði verið sætt að taka 3 stigin í dag. Nú er það bara næsti leikur!

  28. Mér fannst allir leikmenn okkar standa sig mjög vel í dag..mikil barátta hjá öllum og alveg ljóst að allir vildu fara heim með 3 stig.
    Ég er ekki sammála mönnum hér að Reina sé alveg búinn og hann hafi gefið City leikinn. Skrtel var ekki að fara ná þessum bolta og Reina er löngu búinn að reikna það út, en var virkilega óheppinn að vera ekki á undar Aguero í boltann. Það að Aguero hafi náð að skora úr þessu færi að ekkert annað en tær snilld og alveg fáránlegt…rosalega hárnákvæmt skot. Hvað annað átti Reina að gera ?? standa bara á milli stanganna ? Markmenn þurfa oft að taka mjög djarfar ákvarðanir sem standa oft á nokkrum sekúntubrotum og Aguero hafði vinninginn þarna.
    Mönnum er oft heitt í hamsi eftir leik og allt það en menn þurfa líka að reyna að horfa á hlutina í rökréttu ljósi.
    Leikurinn var frábær skemmtun og bæði mörkin voru af dýrari gerðinni. Mikið rosalega fagnaði ég þegar Gerrard skoraði…ef þetta var ekki Gerrard mark þá er ekkert Gerrard mark !
    Mér fannst enginn leika illa í dag en ef ég á að velja leikmann leiksins, þá vel ég Daniel Sturridge. Henderson þar á eftir.
    Það er erfitt fyrir öll lið að ná stigi á þessum velli og miðað við spilamennsku okkar held ég að við getum verið sáttir eftir daginn. A.m.k. er ég það.
    YNWA

  29. Já ok, skil skiptinguna núna fyrst að Sturridge var tæpur en hún hefði mátt vera meira sóknarþenkjandi, til dæmis Sterling eða Borini.

  30. Sturridge lang besti maðurinn á vellinum. Hef talið lengi að við þyrftum nýja markmenn ( aðal-og vara) ……en common að drulla svona upp á bak ??? það er alltaf einn sem þarf að skemma fyrir…….við vorum miklu betri þó við værum bara 10 !!!! já þegar við erum með vatnsbera sem heitir Lucas Leiva…hvað er í gangi? varnarsinnaður miðjumaður ???!!! hlægilegt, menn labba í gengum hann. Þurfum alvöru mann með pung í þessa stöðu sem er óhræddur í fara í tæklingar og hafa hraða. Wisdom væri fínn í þetta ef ekkert annað er í boði. Allt annað en f…..Lucas leiva…..markmenn og miðverðir keyptir í sumar + öflugur varnarsinnaður miðjumaður……djöfull verðum við góðir á næsta ári þá…….

  31. Það ætlar lítið að falla með Liverpool á þessu tímabili. Þegar liðið spilar mjög vel tapar það leikjum niður á ótrúlegan hátt (Man Utd heima þar sem dómari rekur Shelvey út af í bulli, Man City heima þar sem Skrtel gefur mark í lokin, Man City úti í dag þar sem Pepe gefur mark). Við vinnum enga 50-50 leiki, fáum ekki vítaspyrnur og lögleg mörk eru dæmd af okkur sem annars gefa sigur (Everton úti Suarez í viðbótartíma). Jákvætt í þessum leik var spilamennska Sturridge og Gerrards og fleiri menn fínir þótt það verði að segjast að það munar mikið um að vera lausir við Yaya Toure og Vincent Kompany. Það verður vonandi að Coutinho styrkji liðið fram á við og þá kannski fer liðið að vera flott fram á við. EN á móti kemur verður að segjast að það er áhyggjuefni að vörn og markvarsla leka endalaust af kúkamörkum. Pepe verið afleitur síðustu 2 ár a.m.k. og Skrtel og Agger oft að kosta mörk með slökum varnarleik. Mér finnst mjög líklegt að FSG selji Pepe í sumar og við fáum ungan markvörð og eins er mikilvægt að liðið fari að skoða það að versla alvöru hafsent til að leika við hlið Aggers.Eins er vonandi að Borini eigi eftir að skila meiru til liðsins en hann hefur hingað til gert. Góð frammtistaða og verðskuldaði 3 stig en aulaháttur kostar enn og aftur stig.

  32. Liðið spilaði vel og Sturridge var mjög góður. Miðjan og sóknin eru að ná inn nokkrum mörkum en vörn og markvarsla kostaði okkur eins og oft áður á tímabilinu.

  33. Málið er að Reina gefur fleiri stig en hann bjargar. Arg vantar fleiri snildarvörslur hjá honum.

  34. Gaman að sjá hversu margir eru ósáttir með að fá bara eitt stig á þessum erfiða velli, það segir okkur kannski hvert þetta lið er að stefna.
    Rodgers er að gera frábæra hluti með þetta lið og með fáum góðum kaupum í sumar getum við sett stefnuna ansi hátt.
    Við ættum að fara að sjá Coutinho strax í næsta leik og vonandi bætir hann upp sóknarleikinn okkar og Downing dettur út.

    Vissulega gerði Reina mistök en er ekki óþarfi að hengja manninn fyrir þessi mistök og enda svo póstana jafnvel á YNWA.
    Við fórum á heimavöll Arsenal og City og fórum þaðan með 2 stig, geri aðrir betur.
    Þetta var svekkjandi en fyrirfram held ég að við hefðum öll hérna verið sátt með þessi stig.

    YNWA.

  35. Frábær leikur, langbestu 90 mín á tímabilinu. Að vera með tvöfalt fleiri marktilraunir, mun fleiri góð færi og jafn mikið/meira posession en City á þeirra heimavelli er frábær spilamennska.
    Sturridge ótrúlega góður. Tapaði varla bolta, síógnandi, tók vel á móti, skilaði vel frá sér og átti frábærar marktilraunir.
    Gerrard frábær. Virðist algjörlega búinn að finna jafnvægið milli sóknar og varnarleiks í hugmyndafræði Rodgers og nær meir og meir að spila á sínum styrkleikum.
    Flott að fá Enrique inn, en skiljanlegt að maðurinn þoli ekki 90 mín á þessu tempói í fyrsta leik eftir meiðsl.
    Ég er á því að Skrtel sé sökudólgurinn í marki 2. Hann hægir á sér og lætur boltann fara, setur út hendurnar til að gefa Reina merki um að taka boltann. Það verður til þess að Reina fer út í boltann en Aguero er fljótari, nær honum og er ógeðslega heppinn (og dáldið góður) að hitta markið.
    Ósammála þeim sem segja að Downing sé slakur. Hann er mikilvægara og mikilvægara púsl í heildarmyndinni. Vinnur vel, heldur bolta vel og er farinn að gera meira úr þeim möguleikum sem hann fær 1 á 1. Með Johnson á bak við sig eru þeir tveir frábært unit varnarlega og sóknarlega.
    Ósammála þeim sem skamma Rodgers fyrir skiptingarnar. Enrique nýkominn úr meiðslum og hann velur að setja Skrtel inn á í stað Wisdom og færa Johnson yfir. Mjög skiljanlegt. Sturridge meiddist í fyrri hálfleik, Rodgers hefði örugglega viljað skipta honum fyrr útaf en hélt honum inn á til að reyna að vinna leikinn, sem tókst næstum því. Rodgers á skilið stórt hrós fyrir taktík í þessum leik. Setja Henderson út vinstra megin til að vernda/hjálpa Enrique en Suarez inn á miðjuna sem annar senter. Flott jafnvægi í þessu, frábær vinnsla og okkar menn vel beittir fram á við.
    Svekktur að tapa leiknum í jafntefli, en hrikalega ánægður að sjá liðið fært um að spila svona vel og aggressívt á útivelli móti liði sem á að vera mun sterkara en við. Þetta þýðir það að á okkar degi getum við unnið hvern sem er, sem aftur þýðir að við ættum að geta gert góða hluti í Evrópudeildinni.
    Já, og Carragher er ótrúlega seigur kall.

  36. Hættið þessari neikvæðni , liðið spilaði stórkostlega vel og skiptingin hjá Enrique var alveg hárrétt .. hann var gjörsamlega búinn á því fór allt í gegn um hann í lokin .. var samt ekki að skilja allen/sturridge d(O.o)b

  37. Ég hef ekki verið svona ofboðslega svekktur eftir leik í langan tíma. Þetta var algjörlega grátlegt að ná að yfirspila ríkjandi meistara svona algjörlega á þeirra heimavelli og ná samt bara jafntefli.

    Fyrirfram hefði ég tekið tvö stig úti gegn City og Arsenal, en eftir þessar frammistöður er ómögulegt annað en að vera hrikalega svekktur.

    Við erum núna búin að kasta frá okkur stigum gegn toppliðunum eftir að hafa verið yfir gegn City í báðum leikjunum, yfir gegn United á heimavelli og úti gegn Arsenal og 2-0 yfir gegn Everton úti. Það gengur ekki.

    En þetta lið er samt að spila svo vel á köflum að það er erfitt að æsa sig of mikið. Nema kannski einna helst yfir frammistöðu Pepe Reina. Hann þarf að hugsa sinn gang. Annars fer Liverpool að leita sér að markmanni í sumar og ég sé ekki beint að stórliðin muni bíða í biðröð eftir því að fá að kaupa Reina.

    Núna er prógrammið það sem eftir er sæmilega auðvelt miðað við flest önnur lið að ég held. Og ef við spilum svona vel áfram, þá verð ég sáttur.

  38. Liðið er svo innilega á réttri leið að það hálfa væri nóg. Búnir að gera jafntefli við tvö af sterkustu liðum deildarinnar á útivelli á fimm dögum. Ég sagði fyrir þessa hrinu að fimm stig út úr þessum fjórum leikjum (Man Utd, Norwich, Arsenal og City) væri fínt, allt annað væri bónus. Ég er enn á því. Staðreyndin er einfaldlega sú að liðið refsar ekki nógu grimmilega fyrir mistök, líkt og Man u og City gera. Það vantar enn nokkuð upp á gæði á síðasta þriðjungnum, þá sérstaklega hvað varðar Downing og Henderson, of mikið af feilum í ákvörðunum og of fastar sendingar og slíkt. Ég hef fulla trú á að Henderson eigi eftir að laga það hjá sér.

    Að Reina.

    Pepe Reina hefur staðið í markinu hjá okkur síðustu 7 árin. Hann var hreint afbragð fyrstu árin en eftir að Benítez og hans Xavi Valero, markmannsþjálfari fóru frá félaginu hefur ferill Reina legið niður á við. Við sem eldri erum munum endalaus markmannamistök, allt frá trúðslátum Bruce Grobbelaar til skógarhlaupa David James og eggjavarpi Jerzy Dudek.

    Stóra vandamálið í þá daga hét Joe Corrigan. Hann var gamaldags markmannsþjálfari, lét t.d. James ekki æfa úthlaup í fyrirgjafir því það voru svo fáar fyrirgjafir í leikjum. Hann var af þeirri kynslóð sem dúndraði í hendurnar á markmanninum þangað til hann gat ekki lyft höndunum lengur.

    Síðustu árin hafa þrír markmannsþjálfarar þjálfað Reina undir fjórum framkvæmdastjórum. John Achterberg er núna markmannsþjálfari og ég tel að hann beri töluverða ábyrgð, þótt Reina sé auðvitað ábyrgur fyrir formi sínu líka. Við vitum hvað hann hefur getað, við vitum hvað hann getur, hann er á besta aldri og vandinn er að ná slíku formi sem hann náði hérna áður fyrr. Það er samstarf Reina og Achterberg og það er ekki að ganga upp. Annar þeirra þarf að fara og ég vil frekar halda Reina, ráða Valero aftur og láta reyna á hvort Reina nái sínu gamla góða formi aftur á næsta tímabili. Ef hann gerir það ekki má fara að huga að því að selja hann og fá inn nýjan aðalmarkmann. Það er út í hött að ætla að selja hann strax, nema hann vilji fara til Barca í sumar. Það eru fáir markmenn betri en hann í fótunum. Ef kaupa á nýjan markmann vil ég horfa til Þýskalands. Þar er fjöldinn allur af frábærum markmönnum.

    Over and out.

  39. Alveg óþarfi að gefa Man City stig í báðum leikjum tímabilsins eftir hroðaleg varnarmistök. Þessi svissneski ostur sem við köllum vörn liðsins verður að fara að lagast!

  40. Fyrstu viðbrögð eru eðlilega að hrauna yfir Reina og, jú, heilt yfir er hann að dala hverju sem um er að kenna. Markið var samt hrein geðveiki og í 999 skipti af 1000 hefði það kapp sem Reina sýndi borið árangur.

    Málið er ekki að LFC gerði jafntefli heldur frábær spilamennska beggja liða. Aðaltriðið kann þó að verða Sturridge. Þessi strákur er hrikalegur í fótbolta. Ef hann nær stöðugleika og spilar svona reglulega sé ég ekki marga betri sóknarmenn á Englandi. Þeir sem sakna Andy Carroll geta t.d. tekið gleði sína aftur held ég.

    Hvaða mórall er’etta í garð Brendans? Enrique var að stíga upp úr meiðslum og Sturridge var augljóslega að glíma við tognun í seinni hálfleik. Brendan setti þennan leik upp eins og best verður á kosið.

    Frábært að sækja stig á Englandsmeistarana hvað sem hver segir!

  41. Mér fannst þetta einn allra besti leikur liðsins á tímabilinu. Mun sterkari en í Arsenal leiknum. Við vorum sterkari aðilinn nánast allan leikinn og mjög óheppnir að vinna ekki.

    Pepe Reina er einn besti markvörður í Evrópu og átti t.d. mjög góðan leik gegn Arsenal í síðustu viku. Auðvitað gerði hann mistök í dag en í sjálfu sér átti Aguero ekki að geta skorað þaðan sem hann var. Reina var búinn að loka á hann en hann gerði hið ómögulega. En Reina misreiknaði boltann og hélt sig geta náð honum sem hann gerði ekki.

    Liðið er á réttri leið. Það er enginn vafi á því. Nú taka við leikir sem við eigum að vinna og nú reynir verulega á. Downing og Henderson eru að leika vel og það er orðin samkeppni um stöður. Ég er bara bjartstýnn eftir síðustu tvo leiki þó ég hafi litla trú á fjórða sætinu. En ef við spilum svona áfram þá lítur þetta vel út. Fjárhagur klúbbsins hefur batnað mikið, við erum með marga unga leikmenn og ættum að geta bætt við okkur 2-3 þremur góðum leikmönnum í sumar – þ.e. það ætti að vera fjárhagslegt svigrúm.

    Glasið er hálffullt hjá mér í dag.

  42. Á Sky er talað um “Wondergoal”. Hvernig væri nú að slappa aðeins af í móðursýkinni. Eins og Palli segir þá gerði Aguero hið “ómögulega” og skoraði. Það eru fáir sem hefðu getað leikið þetta eftir. Babu þú þarft aðeins að róa þig niður í gagnrýninni.

  43. Það er ljóst að menn verða að innbyrða ansi sterk bjartsýnislyf til að trúa því að Liverpool nái CL sæti á þessu tímabili. Ef maður skoðar síðustu 6 tímabil, þá má sjá að lægsti stigafjöldi sem dugað hefur til að ná 4 sæti er 68 stig. Liverpool er núna með 36 stig þegar 13 leikir eru eftir, þannig að til þess að ná 68 stigum þá verður Liverpool að ná í 32 stig af þeim 39 sem eru eftir í pottinum. So far þá hefur Liverpool náð í 36 stig af 75 mögulegum.

  44. Tek undir hvað varðar Downing og Henderson
    Henderson getur orðið virkilega spennandi leikmaður ef hann heldur áfram á þessari braut.
    Og Það er vonandi að þeir Allen og Borini komist inn í þetta fyrr en seinna.

    Ég held perssónulega að það verði breytingar í rammanum næsta sumar.
    P.Reina virðist þurfa á nýrri áskorun að halda.
    Ég held að hann fari til Spánar.
    Þó það væri best að hann næði fyrrihæðum og myndi klára sinn feril hjá lfc.

    Svo er það vörnin þegar Carra er að koma inn í liðið 34 ára og sýna miklu meiri hörku og baráttu en aðrir varnarmenn félagsins þá þarf nýja menn.

    Það að hafa Skirtel og Agger saman þarna er eins og að hafa tvo Rio Ferdinand í liðinu.
    frábær með frábærum spilara en arfaslakur annars.

    Það er vel hægt að benda á árangur þeirra fyrir þetta tímabil.
    En því framar og meiri sóknarbolta sem þetta lið spilar því verr líta þeir út.

    Mín skoðun menn verða að virða hana þótt þeir séu ekki samála.

    En það sem skiptir mestu máli að Liverpool er með svakalega spennandi uppbyggingu í gangi.
    liðið fer varla í leiki án þess að skora mark/ö það fær varla sókn nema að það skapist hætta.
    allt sem áður var þegar liðið helt boltanum 90% í leikjum og skapaði 1-3 færi í leik.

  45. Hvað var carragher að hugsa í marki nr 2 , ef að markmaðurinn er kominn í skógarhlaup þá drullar þú þér á línuna , jafnvel þó að þetta sé þröngt færi þá er þetta ekki erfitt að skora úr þessu færi.

  46. Nr. 49 Þetta var mín skoðun á þessu og gagnrýni mín á þessu atviki líklega vægari en hann er að gera sjálfur þegar hann skoðar þetta. Hrósaði btw. Aguero nú fyrir þetta mark.

    Gagnrýnin á Reina er heldur ekkert bara út af þessum einu mistökum, hann hefur verið að leka mörkum undanfarin 2-3 tímabil (síðan Benitez fór) og á einhverju stigi er komið að þolmörkum. Því miður.

  47. Oft er ég samála leikskýrsluni en ekki í þetta skiptið.

    Downing var góður í þessum leik. Hann var áræðin skilaði boltanum vel frjá sér og tók menn á.
    Suarez var góður í þessum leik. Hann var að djöflast allan leikinn og gerði líf varnamana City mjög erfitt(þótt að hann náði ekki að skora).
    Ég skildi þessa skiptingu 100% með Enrique og Skrtel. Enrique var sprungin og Skrtel hjálpar okkur mikið í föstum leikatriðum en Man City voru að vinna allt í loftinu. Agger fór í bakkvörðinn og treysti ég honum miklu betur en Skrtel/Wisdom að klára það verkefni.
    Reina átti þetta mark skuldlaust. Skrtel eltir manninn en um leið og hann sér Reina fara út þá fer hann til baka og Reina er allt í einu kominn í tóm vandræði. Ef Reina er einfaldlega í markinu þá er Aguero einfaldlega ekki kominn í færi og vörn liverpool öll á leiðini til að hjálpa.
    Mér fannst liverpool frábærir í þessum leik og spiluðu miklu betur en á móti Arsenal. Allir voru á fullu í 90mín og menn greinilega að gefa sig alla í leikinn. Svo að ég tala nú ekki um að við vorum að stjórna leiknum í meira en klukkutíma og áttum allan síðari hálfleikinn.

  48. Þetta var sárt í dag en prógrammið framundan er alls ekki slæmt:

    Swansea (h)

    Wigan (ú)

    Tottenham (h)

    Southampton (ú)

    Aston Villa (ú)

    West ham (h)

    Reading (ú)

    Chelsea (h)

    Newcastle (ú)

    Everton (h)

    Fulham (ú)

    Ég held að það sé ekki óraunhæft að ætla okkur 29 stig af þeim 33 sem eru í boði fram á vorið. Eða hvað?

  49. Jafntefli á báðum sameinuðu arabísku útvöllunum eru bara ekkert slæm úrslit. Þó að einhverjir hafi gert mistök, þá lék liðið bara miklu betur en oft áður og eiginlega bara alveg fantagóðan bolta í dag.

    Seinna mark City var miklu meira góð tækni og framkvæmd hjá Aguero heldur en eitthvað megaklúður hjá Reina. Jú hann átti kannski ekki að fara þetta langt út, en come on, færið var þröngt og 2 varnarmenn við markið. Þetta var einfaldlega mjög vel gert hjá Argentínumanninum.

    Ef liðið gæti nú spilað svona bolta á möti hinum liðunun líka….

  50. Að Reina.

    Pepe Reina hefur staðið í markinu hjá okkur síðustu 7 árin. Hann var hreint afbragð fyrstu árin en eftir að Benítez og hans Xavi Valero, markmannsþjálfari fóru frá félaginu hefur ferill Reina legið niður á við. Við sem eldri erum munum endalaus markmannamistök, allt frá trúðslátum Bruce Grobbelaar til skógarhlaupa David James og eggjavarpi Jerzy Dudek.

    Stóra vandamálið í þá daga hét Joe Corrigan. Hann var gamaldags markmannsþjálfari, lét t.d. James ekki æfa úthlaup í fyrirgjafir því það voru svo fáar fyrirgjafir í leikjum. Hann var af þeirri kynslóð sem dúndraði í hendurnar á markmanninum þangað til hann gat ekki lyft höndunum lengur.

    Síðustu árin hafa þrír markmannsþjálfarar þjálfað Reina undir fjórum framkvæmdastjórum. John Achterberg er núna markmannsþjálfari og ég tel að hann beri töluverða ábyrgð, þótt Reina sé auðvitað ábyrgur fyrir formi sínu líka. Við vitum hvað hann hefur getað, við vitum hvað hann getur, hann er á besta aldri og vandinn er að ná slíku formi sem hann náði hérna áður fyrr. Það er samstarf Reina og Achterberg og það er ekki að ganga upp. Annar þeirra þarf að fara og ég vil frekar halda Reina, ráða Valero aftur og láta reyna á hvort Reina nái sínu gamla góða formi aftur á næsta tímabili. Ef hann gerir það ekki má fara að huga að því að selja hann og fá inn nýjan aðalmarkmann. Það er út í hött að ætla að selja hann strax, nema hann vilji fara til Barca í sumar. Það eru fáir markmenn betri en hann í fótunum. Ef kaupa á nýjan markmann vil ég horfa til Þýskalands. Þar er fjöldinn allur af frábærum markmönnum.

    Sammála þessu Pepe er ekki vandamálið heldur John Achterberg.

  51. Hér eru menn gagnrýna Reina. þeir sömu ættu að geta bent á betri markmenn sem eru til sölu?

  52. Getum verið stoltir af þessari spilamennsku, vorum alltaf líklegri á þeirra heimavelli og aðeins fyrir 2 sauði (mér amk sýndist Skrölti vera að segja reina að taka boltann) að þetta voru ekki 3 stig.

    …en guð minn góður. Reina og Skrtel burt plís. Hef aldrei verið mikill aðdáandi Skrtel og Reina er bara búinn að vera lélegur síðastliðin 2-3 ár og kostað okkur alltaf mörg stig, ekkert meira um það að segja og ekkert pláss fyrir þá í þessu liði. Mikilvægustu stöðurnar til að bæta næsta sumar að mínu mati og eflaust þarf 2 miðverði þar sem coates er enn verri en skrtel.

    Skilst að Enrique hafi ekki verið í formi fyrir heilar 90 min og þvi lítið hægt að sakast í Rodgers f. þá skiptingu. Leikmannahópurinn bara ekki breiðari en þetta.

    Djöfull finnst mér gaman að sjá Carra aftur í þessu liði, mikið elska ég þann mann.

  53. Djöfull finnst mér gaman að sjá Carra aftur í þessu liði, mikið elska ég þann mann.

    Sammála, Carra er 100% leiðtoginn í þessari vörn.

  54. Gleymdi alveg að koma inn á besta atriði leiksins í skýrslunni. Þegar stuðningsmenn Man City sungu til Daniel Sturridge

    “There’s only one greedy bastard”

    Stuðningsmenn MAN CITY! enter image description here

  55. sælir félagar, Reyna á markið alveg skuldlaust, en svipað og í Arsenalleiknum kláruðum við ekki færin, góður leikur hjá öllum, ein mistök hjá reyna kostuðu okkur mark, svo má líka segja að Agger á alveg mark númer 1, en áfram Liverpool

  56. Það er allavega gaman að sjá Carragher, Enrique, Henderson og Downing sem allir hafa verið út í kuldanum á einhverjum tímapunkti á þessu tímabili vera standa sig vel. Áhugavert að byrjunarliðið í dag var liðið eins og Dalglish var með það með einni breytingu Sturridge í staðinn fyrir Carroll.

  57. Sæl öll.

    Miðað við öll neikvæðu kommentin hér og skítkastið út í Pepe,Joe Allen, Brendan R og fleiri hefði ég haldið að við hefðum skíttapað fyrir KR. á Anfield, ekki náð jafntefli gagnvart næst sterkasta liðinu í deildinni á þeirra heimavelli. Liði sem hefur heimsklassa leikmenn í öllum stöðum ( líka sem skúringarmann).

    Ég er alveg sátt við frammistöðuna auðvita hefði ég viljað sjá sigur en jafntefli þar sem við skorum 2 mörk gegn geysisterkri vörn…ekki ætla ég að rífast og skammast. Auðvita gerði Reina mistök en er hann ekki bara mannlegur og ætlaði svo mikið að bjarga hvernig gat hann vitað að Kun Agero myndi skora svona rosalegt mark…. kommon fyrirgefið honum mistökin hann gerir ekki svona aftur..

    Sturridge var tekin út af því hann var meiddur svo skil ég alveg Brendan að taka hann út af þegar nokkar mínútur voru eftir til að stuðningsmennirnir gætu klappað fyrir honum og þakkað honum fyrir frábæra frammistöðu.

    Ég gerði allt og ég meina allt til að hjálpa, ég var að vinna, sá bara síðustu mínúturnar (markið ótrúlega) þar sem það má ekki vera drukkin við afgreiðslu í apóteki og mig langaði ekki í rauðvín út á kornfleksið þá drakk ég rauðan Powerrade sem greinilega dugar ekki.Eina sem klikkaði voru náttfötin ég kunni ekki við að mæta í þeim í vinnu en ef það er það sem þarf þá verður það gert.

    En elsku vinir verum stolt af strákunum okkar þeim fer fram í hverjum leik þeir gera mistök en þannig lærum við…1 stig á móti Man.City er meira en ég þorði að vona.

    Þangað til næst….YNWA

  58. Gullið tækifæri núna til að koma okkur á gott run. Eigum tvo heimaleiki næst á móti WBA og Swansea. Síðan Wigan úti og eftir það heimaleik við Spurs (10. mars). Allt þetta eru must-win leikir. Var að skoða programmið hjá Spurs og þeir eiga rosalega erfiða leiki eftir t.d. Arsenal h, Swansea ú, Everton h, Chelsea ú, City h og Stoke ú. Ekki það að ég sé eitthvað svakalega bjartsýnn á að við séum að landa þessu fjórða sæti en staðan í dag er einfaldlega sú að það er alls ekki útilokað, en auðvitað þarf margt að ganga upp hjá okkur. Það eru heil 39 stig í pottinum! Það er ekkert smáræði.

    Mikið rosalega er búið að vea gaman að horfa á liðið okkar spila undanfarið (þá meina ég auðvitað í deildinni).Flott flæði í leik liðsins og kaupin á Sturridge stefna í að verða kaup ársins í Englandi! Höldum okkur áfram samt áfram niðri á jörðinni og tökum einn leik fyrir í einu og næsti leikur verður klárlega erfiður, WBA, en við töpuðum illa fyrir þeim í fyrstu umferðinni. Bring it on!

  59. Fyrir þessa tvo leiki gegn Arsenal og Man City hefði ég verið ánægður með að fá 2 stig en miðað við hvernig báðir leikirnir spiluðust þá hefði viljað 6 stig en hefðum alveg getað endað með 0 stig eða 1 stig úr þessu leikjum líka.
    Spilamennskan er klárlega að batna og líst mjög vel á framhaldið, næstu deildarleikir eru hrikalega mikilvægir og leikir sem við eigum að geta unnið.
    Spurning hvernig Rodgers spila Evrópudeildina eigum leik geng Swansea á milli leikjana á móti Zenit. Hann mun líklega fara nota hópinn í næstu leikjum þá verða menn eins og Borini, Sterling og fleiri að vera tilbúnir að grípa það.

  60. Babu hvað þarf Steve G að gera til að vera valinn maður leiksins? Er sem sagt ekki nóg að leggja upp eitt og skora annað vera sívinnandi allan leikinn og stjóran miðju Liverpool sem yfirspilaði miðju City? Hvað ætlast stuðingsmenn Liverpool af Gerrard? 3 mörk og 3 stoðsendingar í öllum leikjum? Hann er einn okkar markahæsti á tímabilinu og stoðsendingahæsti í deildinni í guðan bænum farið nú að velja hann sem mann leiksins allavega einu sinni.

  61. algjörlega sammála nr 67. engin tekukr eftir því hvað hann gerir, bara hvað klikkar hjá honum, en hann er snillingur og við verðum að hafa hann í 2 ár í viðbót

  62. Það má auðvitað alveg svekkja sig á feilum hjá hinum og þessum. Ég kýs frekar að gleðjast yfir tveim fallegum mörkum, og þá sérstaklega hjá fyrirliðanum. Gott að sjá að hann kann þetta ennþá.

  63. Þið sem eruð að dæma Rodgers útaf skiptingum ættuð aðeins að fara að róa ykkur! Hann tekur Enrique útaf því að hann var að koma úr meiðslum, hefðuð þið frekar viljað Wisdom inn á og setja Johnson yfir á vinstri sérstaklega hversu slæmur hann er í þessari stöðu… Uhh nei aldrei ! Og hann setur Allen inn á til að þétta miðjuna ég hefði persónulega frekar viljað Shelvey þar sem hann er töluvert sóknarsinnaðari. Borini eða Sterling voru aldrei að fara að gera eithvað í þessum leik.

  64. Þessi leikur kemst í sögubækurnar fyrir það að þetta er í fyrsta sinn sem að Suarez er næst besti framherjinn á vellinum.

  65. Sama sagan ef Carra er í liðinu þá er það stig stundum 3. Ekki langt síðan að það var óhugsandi að lfc færi á móti city og það á útivelli og ætti leikinn.

    52 átti Carra að hlaupa frá manni og s.s. skilja hann einan eftir fyrir framan marki til að hlaupa niður á línu? Hvað er það hefði komið fyrirgjöf ekki skot á markið. Ekkert hægt að gera í þessu. Skitles hefði bara átt að taka boltann strax ekki horfa á hann skoppa fram hjá sér og hvað þá að láta markmanninn bara sjá um þetta. Carra hefði þrumað honum upp í stúku.

    Finnst stundum eins og það sé bara einn karlmaður hjá LFC og bara ef allir væru eins og player nr. 23

  66. Nr. 67

    Ertu að reyna halda því fram að Gerrard sé aldrei valinn maður leiksins hérna á þessari síðu? Þessi skýrsla og val á manni leiksins var mitt mat á þessu og mér sýnist það nú ekkert vera alveg út úr kú neitt (m.v. aðrar síður og fjölmiðla).
    Sky
    Guradian
    Mirror
    Independent
    (Ég var ekki búinn að sjá þetta (eða annað) þegar ég gerði skýrslu en mér sýnist allir helstu fjölmiðlarnir velja Sturridge mann leiksins).

    Skil alveg ef einhverjum fannst Gerrard bera af í dag en svona sé ég þetta.

  67. Liverpool’s win percentage with Carragher playing this season is 58%, compared with just 15% without him

  68. Babú og Örn (fuglinn).

    Bæði Gerrard og Sturridge voru frábærir í leiknum og algerlega huglægt mat hvor þeirra á skilið að vera valinn maður leiksins……..og í raun væri hægt að telja upp fleiri leikmenn, t.d. Lucas og Henderson sem kæmu líka til greina sem menn leiksins.

    Er svona hægt og rólega farinn að jafna mig eftir þennan leik og auðvitað er maður enn drullusvekktur að hafa ekki unnið hann. En vá hvað þetta var góður leikur hjá okkar mönnum! Ef þeir spila svona áfram þá verður við í góðum málum í lok tímabils, en því miður þá óttast ég að þetta muni taka lengri tíma og rússíbaninn sé enn á fullri ferð. Megum t.d. illa við því að missa lykilmenn í meiðsli. Hitt er annað mál að við eigum að mínu mati, á pappírnum a.m.k., mun léttara leikjaprogram en Spurs. Þeim pennum sem vilja reka BR hefur heldur betur fækkað hér á þessari síðu. Get ekki beðið eftir næsta leik! Áfram LFC!!

  69. Frábærir tveir leikir búnir hjá Liverpool og bara það eitt að við séum flest öll drullusvekkt að hafa ekki innbyrt 6 stig segir nú bara allt hvað BR er kominn langt með liðið okkar í sinni vinnu og þróun.

    Get ekki beðið eftir Podcastinu sem vonandi er stutt í! 🙂

  70. Verð að nefna markið hjá Aguero, er búinn að horfa á það mörgum sinnum og ég skil ekki af hverju Skretl sprintar ekki í fjandans boltann. Hann greinilega sér Reina koma út (sem þurfti þess alls ekki svona djúpt) og ákveður að hægja á sér. Skertl átti allan sénsinn í að ná þessari fyrirgjöf.

    Ég þoli ekki hausaveiðar eftir leiki, okkar leikmenn sýndu frábæran leik og eins og allir vita að þá koma mörk oft eftir mistök. Því miður gerðum við tvö mistök í þessum leik en að öðru leiti var þessi leikur hjá LFC hreint út sagt magnaður. Okkar menn héldu boltanum vel og tölfræðin lýgur ekki. Það gerist nánast aldrei að City séu minna með boltann á Ethiad en það voru þeir svo sannarlega í þessum leik.
    Við eigum margt inni og tíminn vinnur með okkur, Coutinho kemur í vikunni og styrkir hópinn.
    Og svo hérna smá skilaboð til þeirra neikvæðu, viljiði gjöra svo vel að hætta að rakka liðið okkar niður! Þó svo að við lendum 1-0 undir á móti City á Ethiad. Hvers konar stuðningsmenn eruð þið? Ég gafst ekki upp í hálfleik á móti Milan 25.maí 2005. Kannski er ég bara svona klikkaður en alvöru stuðningsmenn Liverpool gefast aldrei upp, þess vegna berum við titilinn bestu stuðningsmenn heimsins að margra mati!

    YNWA!!

  71. Þetta er einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef séð með Liverpool í langan tíma. Allt liðið barðist sem einn maður og innkoma Sturridge í liðið er heldur betur að skila sér. Ef menn vilja sterílan sálarlausan markvörð þá geta menn kennt Reina um jafnteflið en ef menn hins vegar vilja leikmenn sem taka sénsinn og gera mistök þá held ég að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit.

    Það eru þó nokkur atriði sem liggja fyrir eftir þennan leik sem var sá besti sem Liverpool hefur spilað í langan tíma.

    Í fyrsta lagi vorum við með okkar allra sterkast lið inn á vellinum. Það að enginn sem skiptir máli sé meiddur er svoldið súrrealískt en þó ánægjulegt. Það sem hins vegar vekur athygli mína og nánast enginn minnist á er að liðið sem Brendan Rodgers neyðist til að spila á er liðið hans Kenny Dalglish fyrir utan Sturridge. Ég hef margsinnis bent á að heimskasta ákvörðun FSG var að reka Dalglish og hans afar vandaða þjálfarateymi. Menn geta svosem reynt að berja hausnum við steininn en ákvörðunin var vond. Menn þurfa tíma og ef einhver átti það skilið var það Kenny Dalglish.

    Í öðru lagi staðfestir hún að nýjir leikmenn þurfa aðlögunartíma. Sérstaklega ef þeir eru ekki vanir á spila undir væntingum og kröfum sem gerðar eru til Liverpool manna. Henderson, Downing og Enrique hafa allir sýnt það að undanförnu að þeir þurftu sinn séns og eru alvöru leikmenn þegar þeir fá alvöru tækifæri. Ferguson benti á það sama með Andy Carrol og nú held ég að það sé ráð að fá hann aftur heim. Það vantar svo sárlega hæð í þetta lið og Andi Carrol í formi getur orðið heimsklassa leikmaður. Vitiði til.

    Í þriðja lagi þá eru ungstirnin okkar ekki enn menn í þetta. Efnilegir jú en varla meira en það. Mælikvarðinn hjá Liverpool er líka hár eins og sagan segir okkur. Það var enginn af þeim reiðubúnir að koma inn á í leiknum á móti Man. City. Því miður. Breiddin hjá liðinu er líka svo sama sem engin.Munurinn á mili þess liðs sem við gátum stillt upp á móti Arsenal og Man. City og liðs sem innihéldi eitthvað af varamönnum liðsins er gríðarlegur. Því miður.

    Í fjórða lagi er ég ekki viss um að Brendan Rodgers sé með þetta. Ákvarðanir hans í leikmannamálum hafa verið hreint út sagt skelfilegar fyrir utan Sturidge og kannski Allen. Hann virðist líka hafa misst trúna á leikkerfið sem hann boðaði í haust sem er veikleikamerki. Ákvarðanir hans á móti Man. City voru skrítnar og viðtölin eftir leik ekki góð. Hann átti að standa með Reina þrátt fyrir mistökin og bakka hann 100% upp. Það hefðu allir alvöru knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni gert.

    Í fimmta lagi hef ég miklar áhyggjur af því hvað væntingastuðull áhangenda Liverpool hefur lækkað mikið. Í fyrra dundu hörmungarnar yfir liðið. Við misstum Suares í langt bann og menn geta rétt ímyndað sér hvernig staðan væri í dag ef hans nyti ekki við. Okkar besti maður Lucas sleit krossbönd og var frá stóran hluta tímabilsins. Við slógum met í stangarskotum og brenndum af fleiri vítaspyrnum en að á að vera hægt að gera. Þrátt fyrir allt þetta unnum einn bikar og spiluðum til úrslita um annan. Árangur sem enginn annar knattspyrnustjóri í sögu enskrar knattspyrnu hefur verið rekinn fyrir ef ég kann söguna rétt. Núna munum við í besta falli ná fimmta eða sjötta sætinu. Í fyrra var árangurinn óviðunandi. Hvað verður hann þá núna eftir tímabilið? Þá verður gaman að sjá hvort menn muni krefjast afsagnar Rodgers. Auðvitað vonast maður eftir að liðið nái því fjórða sætinu en þá þarf allt að ganga upp og helst enginn úr síðasta byrjunarliði að meiðast.

    Ég verð samt að segja að ég hlakka mikið til að fara og sjá liðið spila núna í mars. Það er bara eitthvað svo dásamlegt að vera áhangandi Liverpool og sveiflast pínu í tilfinningalífinu eftir leiki út af gengi liðsins. Ég mun mæta með Kenny Dalglish trefilinn minn og er að hugsa um að kaupa mér annan til stuðnings Pepe Reina.

    Áfram Livepool!

  72. Ég myndi segja að við erum nálægt því að vera á pari við bestu liðin. Hugsanlega er hægt að uppfæra byrjunarliðið í þessum stöðum: Reina, Skrtel/Carragher, Enrique, Henderson, Downing.

    Það er töluverð samkeppni á meðal margra efnilegra leikmanna í liðinu sem ákkurat núna eru kannski ekki að gera rósir í byrjunarliðinu en gera það kannski í framtíðinni. Borini, Allen, Shelvey, Coutinho, Kelly, Sterling

    Ég held allavega að Brendan er á réttri leið með að þétta liðið og búa til meiri samkeppni þótt að gæðin séu ekki endilega meiri eins og stigataflan segir réttilega til um.

    Sturridge er klárlega framför og sennilega þarf Coutinho að taka Rivaldo á þetta til að liðið nái 4.sætinu en á meðan það er sjéns þá er maður sáttur.

  73. Sælir
    frábært að sjá hvað liðið er að breytast í rétta átt. Liverpool er á réttri leið.
    En eruði ekki að grínast með þetta Brendan R. diss alltaf hreint þetta fer að verði hlægilegt.
    Nr:79 ertu að djóka með þetta Kenny D. comment hjá þér .. Kenny er farinn , hann er hættur að stjórna LFC. get over it. Núna er Brendan stjórinn og ekki láta eitthvað man crush til fortíðar stjórna tilfinningum þínum í guðana bænum 🙂
    Þótt að BR sé að nota sömu menn og Kenny þá eru þessir sömu menn að spila allt allt öðruvísi og betur . ÞAÐ er ekki Kenny D að þakka !
    In Brendan We trust !!
    YNWA

  74. Ég var verulega sáttur með spilamennsku okkar manna í gær. Að sjálfsögðu ekki kátur með þessa skógarferð Reina en yfir heildina mjög sáttur. City lögðu upp með frá byrjun að pressa hátt en þegar leið á leikinn var eins og þeir væru bara búnir með bensínið. Fannst Liverpool heilt yfir betra liðið, skoruðu tvö frábær mörk og Sturridge kemur klárlega með mikil gæði inn í þetta lið..

    Nú er bara hengja ekki haus og koma með einhver rugl úrslit á móti WBA og Swansea á heimavelli. Við viljum sigur þar og ef það gengur eftir erum við í ljómandi góðum málum.

  75. Gerrard að tjá sig um möguleikan á meistaradeildarsæti, oft fyrirboði slæmra úrslita.

    “No disrespect to the sides we’ve got coming up but if we keep playing like that then we can certainly put in a challenge for fourth place”

  76. að koma með svona comment eftir að hafa séð til þess að lfc fengi aðeins 1 stig a utivelli gegn rikjandi meisturum eftir að hafa yfirspilað þá. Nenniði plís að kaupa hann barcelona, þið virðist hrifnir af spænskum markvörðum sem gera kjánaleg mistök.

  77. Menn kanski full dómharðir margir hverjir á Reina kallinn.Þó svo að það sé reyndar lang dýrustu mistökin þegar markmenn geri þau, enginn sem spáir í því þegar sóknarmaður klúðrar 3 mjög góðum færum í leik.Menn að tala um að við ættum að fá 6 stig úr þessum tveimur síðustu leikjum í stað þess að fá aðeins 2 stig enn er það ekki svolítið Reina að þakka að við fengum allavega stig úr Arsenal leiknum þar sem liðið hætti að spila fótbolta eftir að hafa náð að komast yfir.Hann var líka vel á tánnum í gær í fyrsta færi leiksins sem hefði komið City í 1-0 á fyrstu mín. Maður veit ekki hvernig það hefði farið með Liverpool.Enn áfram gakk nóg eftir af þessu tímabili og þetta lítur bara þokkalega vel út hjá liðinu, núna þurfa leikmenn að fara hugsa um hvern leik fyrir sig ekki fara að tala um þetta djöfulsins 4 sæti strax halda áfram að reyna ná í 3 stig úr hverjum leik og sjá hvert það setur okkur.

  78. Hossi #79 – ertu ekki að grínast – ert að tala um að mennirnir sem Dalglish keyptu þurftu tíma og séu að sanna sig núna en nánast í næstu setningu ertu búinn að dæma flest kaup Rodgers sem hræðileg….

  79. Skítt með mistökin sem Reina gerði í leiknum. Það gera allir mistök og það er ekki aðalatriðið. Það er miklu verra að einn á einn og í góðum færum þá er Reina bara ekki að loka markinu. Hvort hann er svona seinn út, seinn niður, breiðir ekki nógu vel úr sér eða eitthvað þá hefur mér hreinlega aldrei fundist hann vera góður keeper. Verð bara segja það. Hann var með Hyypia og Carragher fyrir framan sig og mjög sterkt lið og þá kannski sáust ekki veikleikarnir hans jafnvel og þeir gera núna.
    Ég hef ekkert á móti Reina sem slíkum, hann myndi ábyggilega pluma sig vel í flestum liðum. Flashy á velli, viðkunnalegur náungi en einn á einn og þegar á að redda markinu þá myndi ég frekar taka Jones í markið þótt hann sé augljóslega mikið verri keeper á heildina séð.

  80. 79. Liðið hans Dalglsh segir þú. Reina, Johnson, Agger og Lucas voru allir keyptir í tíð Rafa Benitez ásamt því að Stevie G og Carra komu inn í tíð Evans og Houllier.

    Leikinn hefði LFC átt að vinna en það þarf að eyða svona mistökum úr leik liðsins. Í dag var Reina “skúrkurinn” en færið kláraði Kun Aguero af stakri snilld. Rodgers er á réttri leið og klúbburinn í heild sinni finnst mér vera á réttri leið. Ég hefði viljað halda King Kenny en svona fór þetta nú samt. Enn stærri mistök væru að reka Rodgers núna og byrja fimmta tímabilið í röð með nýjan stjóra. Slíkt væri algjört glapræði!

  81. Loksins búinn að ná leiknum öllum, sá fyrri í beinni en var að klára seinni.

    Frábær frammistaða, svo einfalt. Í upphituninni á Sky var minnt á að City hefði ekki fengið á sig mark á árinu 2013 og verkefni LFC yrði mjög erfitt.

    Svo varð nú heldur ekki ef litið er á alla þættina, aðra en það að pota boltanum í markið. Áttum auðvitað að vinna leikinn en eins og BR sagði í lokin þá erum við enn viðkvæmir og náum ekki einbeitingu í 90 mínútur.

    Mörkin eru bæði léleg, skammarlegt að fá á sig mark upp úr stuttu innkasti og annan leikinn í röð gerir meistari Agger sig sekan um slakan varnarleik. Síðara markið aulalegt hjá Reina og Skrtel, hallast ekkert á þeirri meri finnst mér. Ef að Skrtel vill að markmaðurinn komi út þá hleypur hann inn á línu. Lögmál númer eitt og upp í tíu í samspilsfræðum markmanns og hafsents. Þegar það svo klikkar og Aguero nær þessu frábæra slútti þá er það alltaf markmaðurinn sem er látinn blæða. Þekki það persónulega og svoleiðis bara er það.

    En mér finnst Babú vinur minn full harður í skýrslunni á frammistöðu leikmanna. Utan fyrrgreinds einbeitingarleysis þessara leikmanna þá fannst mér liðið leika gríðarlega vel á hunderfiðum velli. Enrique réð ekki við allan leikinn og ég skil BR alveg að ákveða að reyna að stóla á leikreynslu Skrtel í stað þess að setja Wisdom inn. Það segi ég einmitt vegna þess að mér finnst samstarf Downing og Johnson á kantinum að verða frábært og algerlega í átt að þeim áherslum sem maður sá hjá Swansea í fyrra. Nú erum við með Sturridge og Suarez fljótandi á öðrum vængnum með litla varnarskyldu en hinu megin er fljúgandi bakvörður utan á vængmann sem leysir inn og er mjög fljótur að skila sér til baka. Ef að fljúgandi vængur er með Johnson þá yrði sá minna á ferðinni upp vænginn.

    Og það sem að SG#8 er að minna á hver er besti miðjumaðurinn í ensku deildinni. Hann var rosalegur í þessum leik og er að ná fullkomnum tökum á þessari leikstöðu. Þríhyrningur hans, Lucasar og Hendo er að ná flugi.

    Gríðarlega sáttur með þennan leik og ánægður með tvö stig í þessum tveimur leikjum. Sérstaklega vegna þess hvernig þeim var náð!

  82. Ég er á því að liðið sé ekki enn búið að finna arftaka Sami Hyypia í vörninni. Í 10 ár stjórnaði þessi frábæri leikmaður vörn Liverpool. Eftir brotthvarf hans var enginn til þess að taka við hlutverki hans í vörninni. Því miður hafa Agger, Skrtel og Carra ekki þá leiðtogahæfileika sem Hyypia hafði. Vissulega eru þeir allir fínir fótboltamenn, með sína kosti og galla en enginn af þeim getur stjórnað varnarleik. Nú hafa þessir miðverðir fengið þrjú ár að slípa sig saman og enn þann dag í dag er varnarleikurinn óstöðugur. Það er áhugavert að skoða hve mörg mörk Liverpool hefur fengið á sig á meðaltali í úrvalsdeildinni út frá þeim tíma sem Hyypia var í vörninni.

    Tímabilin 2009-2012: 39,6 mörk á sig

    Tímabilin 1999-2009: 32,5 mörk á sig (Hyypa tímabilið)

    Tímabilin 1993-1999: 45,7 mörk á sig

    Eins og sjá má er varnarleikur liðsins áberandi betri á því tímabili sem Hyypia stjórnaði varnarleik leiðsins. Vissulega spila fleiri þættir inní en bara nærvera Hyypia en engu að síður þarf ekki að draga í efa mikilvægi hans í liðinu á þessum tíma.

    Það kæmi mér ekki á óvart að BR myndi reyna fá miðvörð til liðsins í sumar, einhvern sem getur stjórnað varnarleik. Persónulega tel ég að þessi staða sé stærsti hausverkur Liverpool um þessar mundir. Það verður ansi erfitt að ná einhverjum árangri ef liðið fær á sig mark eða mörk í hverjum einasta leik.

  83. Held reyndar að við séum alveg með varnarmann sem er með mikla leiðtogahæfileika, verst er hvað hann er að verða gamall og of hægur og á því erfitt með að spila vörn í þessu leikkerfi B.Rodgers.

    Þurfum einhvern nýjann, sem er með leiðtogahæfileika eins og Hyppia og Carra, líkamlega sterkan til þess að ráða við stóru framherjana, vinnur nánast öll skallaeinvígi en getur líka spilað boltanum frá sér. Þetta eru samt svo ótrúlega miklar kröfur, að rétti maður gæti verið ansi dýr.

  84. Á Hyypia tímabilinu vorum við líka með Gerard Houllier sem þjálfara og hann var nú ekki beint að spila A LA Brasil fótbolta. Það er margt sem spilar inn í svona tölfræði þótt vissulega sé gaman að bera þetta allt saman.

  85. Kem ekki oft hérna inn en er búinn að lesa hér niður kommentin í hálfgerðu sjokki. Er fólk svona algerlega blint af tilætlunarsemi og frekju að það eigi að grenja úr sér augun yfir þessu jafntefli? Viðbjóðurinn og ósanngjörn gagnrýnin gjörsamlega vellur úr öðrum hverjum manni hérna.

    1) Frábærlega uppsettur leikur hjá Rodgers og skiptingarnar algerlega skiljanlegar….ef fólk vill endilega grenja getur það talað um að hann hafi haldið Sturridge of lengi inni.

    2) Agger hefði kannski getað dekkað betur í fyrirgjöfinni í fyrsta markinu en hann spilaði engan réttstæðan! Vantar ykkur bara svo mikið einhvern að drulla yfir að þið ræpið bara einhverju út um trantinn á ykkur? Horfið á 101 great goals, eitthvað gif eða VHS spólu…….Milner er ekki einu sinni kominn inn fyrir Glen Johnson þegar hann fær stunguna, hvernig í ósköpunum er Agger að spila hann réttstæðan?

    3) Getur fólk komið því í kollinn á sér að við erum að reyna að byggja upp eitthvað sérstakt hérna og að það gerist ekki á einni nóttu eftir þær skemmdir sem unnar voru á klúbbnum okkar? Löngu orðinn þreyttur á einhverjum grenjandi “súperpoolurum” sem finnst þeir eiga guðsgefinn rétt til að sjá liðið sitt endurtaka kraftaverkið í Istanbul árlega. Frekar fylgist ég með uppbyggingu liðsins til framtíðar gegnum unga leikmenn og tek öllu góðu fagnandi en að biðja til Allah um að senda mér olíborinn “sykurpabba” sem getur keypt handa mér dollu.

Liðið gegn Man City

Kop.is Podcast #33