Arsenal á morgun

Maður er ennþá alveg drullu fúll og pirraður yfir þessari hörmungar frammistöðu sem liðið okkar sýndi gegn Oldham á sunnudaginn. Það er aðeins eitt sem getur þurrkað þetta alveg út úr minninnu. Sigur gegn Arsenal annað kvöld. Það er gömul klisja og ný að tala um að þessi leikur eða hinn sé alveg hrikalega mikilvægur. Það breytir því ekki að leikurinn gegn Arsenal annað kvöld er HRIKALEGA MIKILVÆGUR og í mínum huga myndi bæta algjörlega upp Oldham hörmungina. Með sigri á The Emirates, þá getum við jafnað Arsenal að stigum og þá væri það bara markamunur sem myndi skilja liðin að í 6. sætinu. Everton, sem eru í 5. sætinu og WBA, sem eru í sætinu fyrir neðan okkur (jafnir okkur að stigum) eru svo að spila innbyrðis. Eitt stig út úr þessum leik myndi auðvitað gera talsvert fyrir okkur, en tap yrði hreinasta hörmung.

Er hægt að sigra Arsenal á The Emirates? Já, að sjálfsögðu, þeir hafa ekki verið neitt ósvipaðir okkur í því að vera mjög stöðugir í óstöðugleikanum. Við skulum ekki gleyma því, þrátt fyrir að vera hálf buguð yfir síðasta leik, að það hefur verið fínn stígandi í liðinu í deildinni að undanförnu. Ef frá er skilinn einn hálfleikur á Old Trafford, þá hefur liði verið að spila fanta vel í deildinni. Vonandi rifja menn slíkt upp á morgun og mæta til leiks algjörlega dýrvitlausir. Það verður algjört lykilatriði hjá okkur að ná yfirtökum á miðjunni. Að mínum dómi liggur veikasti hlekkur Arsenal aftarlega á miðjum vellinum og á það svæði þarf að herja. Jerimías minn hvað mikið mun mæða á því að fyrirliðinn okkar eigi góðan leik, hann gæti skipt algjörlega sköpum ef hann tekur yfir miðjuna í leiknum. Hann hefur verið frábær undanfarið og nú væri afar vel þegið að sjá hann stíga enn og aftur hraustlega upp.

Arsenal hafa skorað 6 mörkum meira en okkar menn og fengið einu marki minna á sig. Það mætti því segja út frá því að varnir liðanna séu svipaðar. Stóri munurinn er að markaskorun hjá mótherjum okkar er að dreifast á fleiri menn og hafa þeir Cazorla og Walcott verið afar öflugir. Vermaelen ku vera orðinn heill á ný og klár í slaginn, en Arteta er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vonandi bara þó fyrir okkur mun Abou Diaby ekki eiga aftur leik lífs síns líkt og á Anfield. Að fráskyldum Arteta, þá ættu Arsenal að vera með sitt sterkasta lið klárt og líta einhvern veginn svona út:

Szczesny

Sagna – Mertesacker – Vermaelen – Gibbs

Diaby – Wilshere
Walcott – Cazorla – Podolski

Giroud

Feykilega sterkt lið, enda Arsenal með sterkt byrjunarlið, þó svo að þeir séu í svipuðum pakka og við þegar kemur að breidd. Eins og áður sagði, þá skiptir miklu máli að ná að yfirbuga þá Wilshere og Diaby á miðjunni og því mun mikið mæða á þeim Gerrard og Henderson (vona að hann byrji). Lucas þarf svo að eiga topp leik til að sópa upp þar fyrir aftan. En við megum ekki gleyma því heldur að þó svo að varnir beggja séu svipaðar, þegar horft er á tölfræðina, þá tel ég að vinnusamir og fljótir framherjar okkar (lesist Suárez og Sturridge) valdið mönnum eins og Mertesacker vandræðum.

Það hefur verið talsvert um meiðsli hjá okkar mönnum undanfarið. Enrique hefur verið meiddur, og sömu sögu er að segja af þeim Johnson og Reina. Búist er við því að þeir verði allir klárir í slaginn, bara spurning hvort Enrique sé orðinn nógu góður til að starta. Ég held að Brendan muni taka sénsinn á honum, því ekki voru þeir Wisdom og Robinson að gera mikið tilkall til byrjunarliðssætis í síðasta leik. Eins þarf kröftugan og hraðan leikmann í vinstri bakvarðarstöðuna til að eiga við hinn snögga Walcott. Skrtel var heldur ekki að hrífa mann mikið með síðustu frammistöðu sinni og ég yrði því ekkert hissa á að sá gamli yrði settur aftur inn í liðið við hliðina á Agger. Reina ætti svo að koma með meira öryggi inn í öftustu línu, enda himinn og haf á milli talandans í honum eða Jones.

Lucas inn á miðjuna er svo no brainer með Gerrard. Stóra spurningin er hvort Henderson haldi ekki sinni stöðu, en sá hefur verið að spila vel undanfarið og einn af fáum sem gat borið höfuðið örlítið hátt eftir síðasta leik. Hann er vinnusamur og gefur mönnum ekki frið þarna inni á miðjunni. Sturridge verður frammi og Suárez og Downing verða svo á köntunum, Downing með talsverða varnarskyldu, en Luis í frekar frjálsri rullu þar sem Henderson verður látinn droppa tilbaka fyrir hann. Suso ferðaðist ekki með liðinu til London og horfir því á leikinn í sjónvarpinu. Ég ætla sem sagt að spá liðinu svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard
Suárez – Henderson – Downing

Sturridge

Bekkurinn: Jones, Wisdom, Skrtel, Allen, Shelvey, Sterling og Borini

Þó svo að ég stilli upp Henderson fremst á miðjuna, þá reikna ég með eins og áður sagði, að þegar við missum boltann þá droppi hann tilbaka og hjálpi Johnson á hægri vængnum. Það verður því að vera mikil hreyfing á bæði honum og Suárez. Miklu máli skiptir fyrir okkur að vera ekki að gefa þessi bölvuðu mörk snemma í leikjunum og ég vil sjá menn spila þetta þétt og nota loksins hraðann sem við erum komin með framar á vellinum. Ég viðurkenni það að ég er ekkert hrottalega bjartsýnn fyrir þennan leik, enda er það væntanlega vegna þess hvernig síðasti leikur fór hjá okkur. Við eigum alveg að geta klárað þetta Arsenal lið, en þá verða menn líka að hefja leikinn strax. Við höfum bara ekkert efni á því að byrja bara í seinni hálfleik eins og á Old Trafford. Brendan hraunaði yfir menn eftir síðasta leik og ég vona svo sannarlega að það hafi tilætluð áhrif og menn rífi sig upp á rasshárunum annað kvöld.

Ég ætla að spá hörku leik sem endar með jafntefli, 2-2. Gerrard setur eitt og Sturridge verður með hitt. Ekki ideal, en ekkert hroðalegt samt. Ég mun þó liggja á bæn og biðja stanslaust til Fowlers fram að leik. Mér finnst við eiga bara skilið að vinna þennan leik og ég myndi brosa stanslaust fram að þeim næsta ef svo yrði. Sýnum nú hvað í okkur býr, allir sem einn. Koma svo.

54 Comments

 1. Pfffff…… Arsenal. Hvaða jafnteflis böl er þetta?
  Þetta eru gefins 3 stig, þarf bara að mæta og hirða þau.

 2. Vonandi stendur Liverpool við trendið og heldur áfram að koma okkur á óvart. Alltaf þegar maður bókar sigur þá tapa þeir en svo þegar maður er búinn að gefa upp alla von þá vinna þeir stóru liðin. This is it!

 3. Var það ekki í síðaste leik þessara liða sem mertesacker var á háhest á Suarez allan leikinn ? Ég held að hann hafi ekki hlaupið tvö skref sjálfur og endaði síðan stökkva af Suarez og hanga aftan í honum til þess að hindra Suarez í því að skora. Ótrúlegt að dómarinn hafi ekki dæmt víti þar, það á bara ekki að vera hægt að missa af svona broti. Hvað um það, litli brói verður á þessum leik og ég vona það fyrir hann að Liverpool vinni þennan leik. 1-2 fyrir LIVERPOOL, GERRARD og HENDERSON með mörk okkar manna.

  Ef leikmenn eru ekki mótiveraðir í það að bæta fyrir niðurganginn í síðasta leik, þá eiga þeir leikmenn að snúa sér að skák.

 4. Hef nú ekki tekið eftir því að Liverpool hafi verið að gera mikið á móti stóru liðunum á þessu tímabili og á ekki von á því að þeir fari að byrja á því núna því miður. Ætli Arsenal taki okkur ekki í aðra kennslustund eins og í haust.

 5. Engin ástæða til annars en að vonast eftir sigri. Leikur liðsins að undanförnu gefur fyllstu ástæðu til bjartsýni þrátt fyrir stöku leiki sem ekki hafa gengið upp. Man ekki eftir eins beittum sóknarleik árum saman og ekki minnsta ástæða til að halda að liðið sé í afturför!

 6. Fyrir okkur hlítur Arsenal að vera eitt af “Stóru liðunum” þar sem þeir eru ofar en við í töflunni og við höfum hingað til á tímabilinu ekki verið að vinna lið fyrir ofan okkur í töflunni

 7. Deus, ertu haldin einhverri sjálfspyntingarþörf? Þú virðist ekki hafa neina ánægju what’s so ever fyrir einu eða neinu sem snýr að liðinu. Annað eins neikvæðnisraus hefur maður varla séð áður. Í alvöru, þetta hlýtur að vera jafn leiðinlegt fyrir þig að skrifa alla þessa neikvæðni eins og það er fyrir okkur að lesa hana.

 8. Vid hofum nu ekki ennþa unnið lið i topp 10 og mer finnst ekkert svakalega liklegt að það se að fara að breytast neitt i næstu 2 leikjum.

 9. Ég er mjög hræddur við þennan leik, Arsenal eru alltaf erfiðir og geta sótt úr öllum áttum. Af öllum liðunum í deildinni, þá líkar mér minnst við að spila við Arsenal. Ég spái 2-0 fyrir nallarana. Ég er þó bjartsýnn á alla leiki eftir morgundaginn.

 10. Takk fyrir flotta upphitun. Kannski var það góðs viti að tapa leiknum í bikarnum og menn mæta snarvitlausir í þennan leik eftir að hafa fengið að heyra það frá þjálfaranum eftir seinast leik.
  Þetta er svo hrikalega crucial leikur að það er bara ekki í boði að tapa þessum leik, jafntefli allt í lagi en tap setur okkur úr baráttu um að setja pressu á liðin í 4-6 sæti.
  Ég er ekki að segja að með sigri séum við að fara að taka 4 sætið, heldur verðum við að halda í við þessi lið og setja á þau pressu og vona að hin liðin bogni undan pressunni.

  Ég vil sjá byrjunarliðið nákvæmlega eins og Steini setur það upp, Hendo með Lucas og Gerrard á miðjunni er nauðsynlegt því að hann er svo miklu duglegri en Allen.

  Ég ætla svo að vera nokkuð bjartsýnn og spá okkur 2-3 sigri þar sem að Gerrard verður allt í öllu.

  takk fyrir mig,

 11. Carlito, brandarakall. Væri ekki betra að geta unnið Oldham áður en menn fara tala um að Emirates sé auðveldur staður til að fara á 🙂 Veruleikafirrtur er orð sem að lýsir þér ansi vel…

 12. Liverpool hefur kannski ekki verið að vinna þessi stóru lið
  En það er ekki hægt að segja að liðið hafi ekki átt séns í þeim öllum

  Round 26/08/2012 16:00 H Manchester City 2:2
  að mínu mati áttu Liverpool að vinna þennan leik. Og ég efast ekki um að liðið klári leiki í frammtíðini sem það er að yfirspila
  Round 02/09/2012 13:30 H Arsenal FC 0:2
  Að mínu mati áttum við aldrei séns og betra liðið vann þennan leik.
  Round 23/09/2012 13:30 H Manchester United 1:2
  það var þægilegt að horfa á þennan leik ég var viss um sigur þangað til að rauða spjaldið kom, en eina sem gerðist að leikurinn jafnaðist og endaði með gefins víti.
  Round 28/10/2012 13:30 A Everton FC 2:2
  læt Neverton vera með. Liverpool komst í 2-0 og skoraði 3 markið sem var ranglega dæmt af.
  Round 11/11/2012 16:00 A Chelsea FC 1:1
  það er aldrei slæmt að ná í stig á brúnni.
  Round 28/11/2012 19:45 A Tottenham Hotspur 1:2
  ekkert sérstakur leikur hjá Liverpool og spurs vann sanngjarnt
  Round 13/01/2013 13:30 A Manchester United 1:2
  hefði United fengið rautt og við gefins víti hefðum við unnið þennan leik 😀

  Liverpool er upp og niður og lið sem er á fyrsta ári í þróunn verður jójó.
  Það er ekkert þarna sem segir mér að Liverpool geti ekki snúið þessu við á morgun og unnið Arsenal og ég ætla að spá því!
  0-2
  Suarez og Gerrard

 13. ÞAÐ VAR MIKIÐ !!…- Að hitt helvítið sé komið neðar á síðuna.

 14. Maður er ekkert voða bjartsýnn þegar úti-vallar-gegn-topp10 er skoðuð hjá LFC á statto.com (W D L):
  0 3 4

  En svo skoðar maður Nallana heima gegn sama pakka:
  2 0 3

  og unnum þarna 0-2 síðast, þannig að þetta er alveg góður séns, sérstaklega ef það er eitthvað skap í mönnum.

  Legg að lokum til að Jack Robinson fá starf sem sendiherra LFC á Vanuatu og fái Coates með sér sem aðstoðarmann.

 15. Leggst alls ekki vel í mig þessi leikur, sérstaklega þar sem LFC hefur ekki unnið lið í efrihluta deildarinnar allt tímabilið. Arsenal verður aðeins of stór biti fyrir okkur á morgun og vinnur 3/4-1. Carra byrjar og sýnir það að hann er ekki með fæturnar á móti eins snöggum snóknarmönnum og Arsenal hefur, spjallborðið hér mun þar af leiðandi loga eftir leikinn um að BR sé að klúðra málum og hefði átt að fá einn góðann CB í glugganum.

  Ég mun hins vegar horfa á leikinn og að sjálfsögðu styðja mitt lið. YNWA

 16. 16. G.

  Samkvæmt mynd nr. 2 í linknum hjá þér að þá hefur Coutinho valið sér númerið 20 sýnist mér, enginn númer 10 semsagt……….. whaaaaat?!!

 17. Nr 20.

  Það er nú ekki alveg að marka númer svona til að byrja með. Menn fá oft bara lánaða galla og við getum ekki lesið neitt út úr því um númerin sem þeir koma til með að velja sér á endanum 🙂

 18. Annaðhvort verður þetta öruggur sigur eða öruggt tap, vonum að Joe Allen og Borini verði ekki nálægt liðinu og sigurlíkur aukast.

  Reina
  Johnson Skrtel Agger Enrique
  Lucas
  Gerrard Shelvey
  Downing Suarez Sterling

  Sturridge kemur sterkur inn af bekknum og skorar í 1-3 sigri, Suarez með hin 2!

 19. 4-0 fyrir okkar mönnum og við komust í sjötta sætið á markatölu. NÆS, Æ LÆK.

 20. Er vissum að tapið á móti Oldham verði till þess að Liðið okkar sýni sinn besta leik á tímabilinu og vinni þennan leik sannfærandi!!!!!Ætla að gerast svo djarfur að spá okkur 1-3 sigri takk fyrir..og ekki bara það þá vinnum við shyttíí líka en reyndar bara 0-2!!!:) 🙂

  Góðar stundir!!!!! og muna gleðina 🙂 🙂

 21. “Jói segir:
  29.01.2013 kl. 17:58

  Carlito, brandarakall. Væri ekki betra að geta unnið Oldham áður en menn fara tala um að Emirates sé auðveldur staður til að fara á 🙂 Veruleikafirrtur er orð sem að lýsir þér ansi vel…”

  Það hefur alltaf verið þannig að litlu liðin slá út ákveðinn hóp úrvaldeildarliða úr þessum bikarkeppnum á hverju tímabili.
  Ég er ekki að fara að kippa mér upp við það að á einhverjum ára fresti verði Liverpool fyrir barðinu á þessari reglu, og finnst mér eiginlega betra að “varaliðið” fái að spreyta sig og gerir það bara keppnina meira spennandi og sjarmerandi þar sem flest “litlu liðin” er þá ekki að taka þátt í algjöru tilgangsleysi.

  Þetta hefur aldrei böggað mig og mun aldrei gera, annars finnst mér lýsingarorðin neikvæðnis seggur, nöldrari og sennilega man-utd maður eiga vel við þig.

 22. Gaman að menn skuli nefna þetta með númerin, eins og ég væri til í að kaupa treyju með Lucas á bakinu þá finnst mér 21 bara ekki vera númer á alvöru fótboltamanni, afhverju tekur hann ekki sexuna? Kannski gamaldags og allt það en ég er viss um að þetta stoppar treyjusölu á honum hjá fleirum en mér.

 23. Liverpool treyjan er alltaf falleg, sama hvað tölustafir er aftaná henni.

  Hef það annars á tilfinningunni að við séum að fara sjá LFC vinna annaðkvöld, hef svona góðan gött fílíng fyrir þessum leik.

 24. Það boðar held ég aldrei gott þegar allir eru ýkt bjartsýnir hérna fyrir leik þannig að ég ætla að tippa á 2-1 sigur fyrir Nallana

 25. SSteinn eru ekki allir stuðningsmenn Liverpool haldnir sjálfspyntingar hvöt við getum ekki hætt að horfa þrátt fyrir ömurlegt gengi, við erum alltaf mættir að skjánum í næsta leik að vonast eftir sigri. Ég er ekki neikvæður heldur bara raunsær vonbrigðin eru bara miklu miklu minni þegar að maður er ekki búin að sannfæra sjálfan sig um sigur fyrirfram. Það hefur bara því miður verið óskup lítið sem hægt hefur verið að gleðjast yfir hjá Liverpool seinust 3 – 3.5 ár.

 26. maður styður við bakið á sínu liði.. sama hvað er í gangi.. þess vegna erum við STUÐNIGSMENN okkar ástkæra liðs.. ég vill ekki hlusta á eitthvað rugl um að selja eða reka einhvern… gefum þessu tíma og þetta mun smella hjá okkur.. og við sem stuðnigsmenn þá trúumvið á sigur í hverjum leik, og ég trúi alltaf á sigur þanngað til að leikurinn er flautaður af.. ég vill biðja fólk um að sýna smá jákvæðni en ekki alltaf þetta svartsýnisraus, það nennirenginn að hlusta á það.. við erum ein stór og yndisleg fjölskylda og við munum styðja okkar lið einsog við styðjum börninn okkar í öllum þeim ákvörðunum sem þau gera.. ég ELSKA liverpool, ég ELSKA ykkur öll fyrir að eiga það sama áhugamál og ég.. við skulum styðja við bakið á okkar mönnum í gegnum súrt og sætt og bera höfuðið hátt því við erum með Liverpool í hjartanu og erum stuðnigsmenn langbesta félagsliðs í heimi… ætla að vitna aðeins í mikinn snilling..

  “If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win”

  Above all, I would like to be remembered as a man who was selfless,
  who strove and worried so that others could share the glory,
  and who built up a family of people who could hold their heads up high and say

  ‘We’re Liverpool’.

  Bill Shankly

 27. Deus, ég var ekki að meina að menn gætu ekki spáð liðinu ósigri eða verið svartsýnir á úrslit í leik svona fyrirfram. Ég var meira að vísa svona almennt í þessa neikvæðni endalaust. Skoðaði einmitt nokkra tugi kommenta frá þér og það er algjör undantekning að þú sért ekki að ræða eymd og volæði, drulla yfir leikmenn og stjóra og þetta hefur ekkert með raunsæi að gera. Þú mátt skrifa það sem þú vilt (innan reglna Kop.is) en persónulega finnst mér þetta endalausa neikvæðnis nöldur vera alveg drepleiðinlegt. Auðvitað vitum við öll að gengið hefur ekki verið upp á marga fiska og margt gengið á hjá okkar félagi undanfarin ár, en come on.

  Menn eru auðvitað misjafnir. Ég t.d. hlakka til allra leikja Liverpool, það er einmitt ástæðan fyrir því að maður eyðir svona miklum tíma í að fylgjast með öllu tengdu þessu félagi. Ég verð að segja það fyrir mig persónulega, ef ég sæi aldrei neitt jákvætt eða hefði ekki gaman að einu né neinu í kringum félagið, þá einfaldlega myndi ég eyða tímanum í eitthvað annað og skemmtilegra. Það að styðja fótboltalið er bara einfaldlega þannig að maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann, gleði, vonbrigði, væntingar, alsæla og sorg.

  Þó svo að síðustu 3-3,5 árin hafi verið ansi erfið, þá er ég svo hjartanlega ósammála þér með að það hafi verið lítið hægt að gleðjast á þessum tíma. Ég hef allavega náð að gleðjast mjög oft, en það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta.

 28. Flott upphitun, Það sem kemur til með að skipta sköpum í þessum leik er að menn komi klár ír í verkefnið frá fyrstu mínótu það er ekkert sem segir að við getum ekki unnið þennan leik og ég hef trú á okkar mönnum sem aldrei fyrr, Reina heldur hreinu og við setjum tvö, Suarez og Gerrard með mörkin, og svo gæti vel farið að Sturridge setti eitt og fulkomni daginn fyrir okkur…
  Höfum endalausa trú á okkar mönnum….

  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 29. Ég hef einmitt spáð í því að kaupa mér Liverpool treyju með Lucas á útaf tölunni 21. Það er svo töff að vera ekki svona íhaldssamur í tölunum. Sjáðu bara hvað Carragher er töff með töluna 23!

 30. Sælir félagar.

  Takk fyrir flotta upphitun ( eins og alltaf) þar sem ég brenndi mig á því síðast að halda að leikurinn væri unnin áður en hann var spilaður, tók ég extra langan tíma í undirbúning fyrir þennan leik.
  Á síðasta sigurleik var ég að vinna og fékk mér svo rauðvín það veit á gott.

  Þrátt fyrir að hafa grátbeðið um kvöldvakt í apótekinu í kvöld gekk það ekki eftir og nú eru góð ráð dýr…hvað er til ráða? En þar sem ég er kona og Liverpoolstuðningsmaður að auku þá dey ég ekki ráðalaus ,þannig að svona lítur plan kvöldsins út og ég held að það sé mjög vænlegt til sigurs.

  Fór með hvíta sloppinn heim úr apótekinu, ætla að sitja á náttfötunum og sloppnum inni í herbergi ( þeir eiga það til að tapa þegar ég horfi) á náttborðinu mínu verður rauðvínsglas sem ég sötra úr milli þess sem ég svara í síman þegar minn betri helmingur, sem situr frammi í stofu, hringir til að láta mig vita af mörkum minna manna. Að sjálfsögðu mun ég ekki drekka mikið þar sem ég verð alltaf að svara í símann. Ég drakk síðasta pepsiglasið með viðhöfn áðan á meðan ég hét á Strandakirkju og alla þá dýrlinga sem ég þekki. Þess má geta eftir ítarlega google.com leit að fótboltamenn eiga enga verndardýrlinga. Ég hef ekki getað fundið út að neitt ami að hjá þeim Arsenal mönnum þannig að ég set allt mitt traust á strákana okkar rauðklæddu og vona svo sannarlega að Brendan R. fái þennan sigur í 40 ára afmælisgjöf. Þess má geta að í fyrra unnum við Arsenal á þeirra heimavelli í fyrsta skipti á 11 leikjum við erum þess vegna litla liðið sem verður stórt.
  Munið þið þegar Arsene Wenger reiddist í fyrra og reifst og skammaðist við King Kenny sem svaraði svo stórkostlega “fu….you:” Vona svo sannarlega að Arsene verði ósáttur og fúll eftir þennan leik en að ég sofni með rauðvinsglas í annarri og símann í hinni og með brosa á vör.
  Í kvöld þegar leikurinn er að byrja ætla ég að spila YOU NEVER WALK ALONE hátt svo undirtekur í húsinu og senda baráttukveðjur til strákanna okkar.

  Þangað til næst SKÁL YNWA

 31. Sælir félagar

  Þetta verður drulluerfitt en samt hægt. Ef okkar menn koma á Emirates til að vinna leikinn og vinna sína vinnu eins og atvinnumönnum ber þá vinnst þessi leikur. Mín spá er því 1 – 3 þar sem Carra setur þriðja markið enda á hann að vera í byrjunarliði.

  Það er nú þannig

  YNWA

 32. Það er svo í kortunum að Liverpool tapi þessum leik þannig að PLÍS vinna leikinn!

 33. Carlito segir:
  29.01.2013 kl. 22:12

  Það hefur alltaf verið þannig að litlu liðin slá út ákveðinn hóp úrvaldeildarliða úr þessum bikarkeppnum á hverju tímabili.
  Ég er ekki að fara að kippa mér upp við það að á einhverjum ára fresti verði Liverpool fyrir barðinu á þessari reglu, og finnst mér eiginlega betra að „varaliðið“ fái að spreyta sig og gerir það bara keppnina meira spennandi og sjarmerandi þar sem flest „litlu liðin“ er þá ekki að taka þátt í algjöru tilgangsleysi.

  Þetta hefur aldrei böggað mig og mun aldrei gera, annars finnst mér lýsingarorðin neikvæðnis seggur, nöldrari og sennilega man-utd maður eiga vel við þig.

  Ég ætla nú ekki að fara leggjast niður á þetta plan sem þú ert á Carlito, en það er góð regla að vera ekki að gera lítið úr liðum sem vegnað hefur töluvert betur en Liverpool í ensku deildinni undanfarinn 10 ár. Veit vel að ég er ekki að berjast á rétta vígstaðnum hvað varðar rökræðukeppni, þar sem að Liverpool menn myndu bakka þig upp þrátt fyrir hörmulegar athugasemdir þínar trekk í trekk. Fyndið samt hvernig þú lætur eins og FA cup skiptir allt í einu engu máli núna og sýnir það hvað þú ert langt leiddur í blekkingarheim þínum. Þú getur notað orðið “varalið”, en þú veist það alveg jafn vel og ég að það er mjög léleg afsökun sér í lagi þegar menn eins og Suarez og Sturridge og fleiri góðir eru látnir byrja leikinn. Ef að þetta er “varaliðið”, hvernig lítur þá aðalliðið út? Laumiði kannski á Messi,Xavi,Iniesta,Ronaldo og fleirum góðum?
  Tilgangur minn með þessum skrifum var ekki til að rakka þig niður, heldur bara til að minna á virðingu sem á að vera milli beggja liða.

 34. Mættur á hótel í London, veðrið gott og miðarnir klárir niður í lobbýi.

  Í bónus sýnist mér ég ná að verða umvafinn Poolurum frá Íslandi í Arsenalenda stúkunnar og nú er bara að vona að nærvera Kop.is penna á Emirates sé lukkumerki. Babu var á viðureigninni í fyrra og því er ég undir pressu hér.

  Hlakka mikið til og svei mér þá ef það er ekki að læðast að manni bjartsýni!

 35. Á ekkert að fara að ganga frá kaupum á Ince? Allt þetta hype í kringum Zaha, en svo fer maður að skoða samanburð og Ince kemur betur út á öllum vígstöðum. Ég vil fá þennan dreng heim.

 36. Þetta verður erfiður leikur og það er klárlega ekkert gefins að fara á Emirates.

  Annars þá ætla ég að vona eins og fyrir leikinn gegn Man Utd að Rodgers hafi vit á því að setja Allen og Sterling á bekkin. Veit samt ekki með Carra – hann gæti svosem átt fínan leik á móti Giroud enda framherji af gamla skólanum.

  Vonandi verður þetta svona:

  Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Stevie G, Lucas, Henderson, Downing, Sturridge, Suarez.

  Svo er hægt að henda inn Sterling, Borini og Allen þegar sigurinn er í höfn.
  Er þokkalega bjartsýnn, en ekkert allof – raunsær jafnvel…

  YNWA!

 37. Af því sem maður heyrir, þá virðist það vera sem svo að Enrique sé ekki kominn í nægilega gott stand til að fara beint inn í byrjunarliðið (vona það nú samt) og þá værum við að sjá Wisdom inn í hægri bakk og Johnson vinstra megin.

 38. Hvað er að frétta af Skrtel ? Er hann tæpur eða er bara verið að refsa honum fyrir lélega spilamennsku ?

 39. Það styttist alltaf í það að við vinnum lið sem er á topp 10. Ef ekki væri fyrir vanhæfann línuvörð þá hefðum unnið everton.

  Ég vill minna Sigríði á það að fá sér rauðvín í kvöld. Please ! !

 40. Höddi B

  Búin að kaupa rauðvínið og kæla það ( ég veit það á að drekka það heitt en þá er það vont og við gætum tapað) ….er með allt klárt…

  Við vinnum þennan leik með fleiri mörkum en andstæðingurinn:)

  Þangað til næst YNWA

 41. Pétur, það er nú full snemmt að fara að óska eftir stream-um núna er það ekki?

 42. Yeesss! Tveir flottir soknarmenn komnir i glugganum og enntha 1 dagur eftir! 🙂

  Thetta er 6 stiga leikur i kvøld og eg er bjartsynn a ad menn mæta i leikinn trylltir!

  1-3

 43. @islogi, gæti vel verið svo sem en er í vinnunni og þarf eitthvað solid. Þannig ef einhver er með góða síðu væri það vel þegið.

Oldham 3 – Liverpool 2

Liðið í kvöld + Coutinho kominn (staðfest!)