Vika eftir af glugganum – Couthino – opinn þráður

Uppfært: (Babu) Liverpool Echo ásamt fleiri miðlum greina frá því að Inter hafi tekið 8,5m punda tilboð í Couthino sem er sagður hafa samþykkt kaup og kjör við Liverpool og ætti að koma til Englands í læknisskoðun strax á mánudaginn. Hann þarf að fá atvinnuleyfi á Englandi sem gæti tekið smá tíma en forráðamenn Liverpool er mjög bjartsýnir á að það gangi eftir.

Coutinho verður því að öllum líkindum annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Liverpool í janúar og orðrómur um Tom Ince er mjög hávær ennþá og sá leikmaður er óstöðvandi um þessar mundir, skoraði m.a. tvö mörk í dag.

Við þekkjum það þó auðvitað mjög vel að ekkert er frágengið fyrr en við sjáum það staðfest á opinberu heimasíðunni með mynd af nýjum leikmanni skælbrosandi á Anfield og bíðum því aðeins með að velta Couthino fyrir okkur nánar. En Liverpool Echo er það næsta sem kemst því að vera staðfest.

Mjög spennandi leikmaður virðist vera og líklega fyrsti alvöru brasilíski Brassinn sem gengur til liðs við Liverpool. Lucas, Aurelio, Doni og Cavalieri hafa aldrei fallið undir þá staðalímynd.


Fréttir gærkvöldsins og í morgun eru að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt í Coutinho upp í 7.6 milljónir punda auk þess sem að dregið er töluvert úr umræðunni um að Southampton sé að bjóða í strák á sama tíma og við.

Hvorugt kemur á óvart, þeir pennar á twitter sem mest hafa haft rétt fyrir sér í málefnum LFC virðast vera með puttann á púlsinum þarna og þeir segja að umrætt tilboð sé lokatilboð í leikmanninn. Hann er Brassi og sem slíkur tekur lengri tíma að ganga frá pappírum fyrir hann, í gær var talað um að til að allt væri pottþétt fyrir gluggalok yrði í raun allt að liggja klárt um helgina, ekki seinna en á mánudag. Svo að þeir sem vonuðu að allt yrði klárt fyrir Oldham leik geta andað rólega.

Umræðan í Bretlandi í dag er auðvitað um rauða spjaldið hans Hazard sem vissulega á rétt á sér, en vonandi fara menn nú að skoða líka hvort að boltastrákar eru að verða einhver þáttur í leikjum. Miðað við twitterfærslu þessa ágæta drengs fyrir leik var hann alltaf til í að taka þátt í leiktöfum og óháð því að Hazard missti sig þá var hans hegðun ólíðandi.

Lengi hefur verið rætt um “uppsetningu” boltadrengjanna hjá Stoke og kannski þetta fjölmiðlafár í tengslum við atburð gærdagsins verði til að menn aðgæti hvort þetta er að verða viðurkenndur þáttur af leiknum.

Annars er lítið slúður í gangi bitastætt á nokkurn hátt. Í næstu viku er umferð í deildinni á þriðju- og miðvikudag og því má leiða líkum að því að fjörið verði um helgina og fyrir leikina, svona miðað við undanfarin ár.

En hvað veit maður, þessi gluggi stefnir í þann daufasta lengi. Ekki bara hjá Liverpool heldur bara almennt í enska boltanum.

89 Comments

  1. Lítið að gerast en ef Coutinho kemur þá verð ég að segja að meira hafi komið inn um gluggann en ég átti von á. Veit reyndar ekkert um Cout en Sturridge er að stimpla sig þvílíkt inn og ég er mjög sáttur við hann. Auðvitað eru allir nýjir menn risk og ekkert öruggt í þessu. T.a.m. kom það mér verulega á óvart hvað Sahin var daufur en í haust hefði ég helst viljað kaupa hann. Kannski fékk hann ekki nægan tíma en ég treysti samt B.Rodgers að meta þetta.

    En það er margt jákvætt að gerast í kringum liðið. Með Sturridge svona sprækan, Henderson og Downing endurfædda og upprennandi Brassa star á leiðinni þá vantar bara vinstri bakk og við ættum að vera í þokkalegum málum fram að næsta glugga.

  2. Það virðist vera sem svo að alvara sé í þessum Coutinho orðrómi. Hef lítið séð af stráksa, en það sem maður hefur lesið um hann, þá væru þetta mjög svo spennandi kaup. Enn einn hraður sóknarþenkjandi leikmaður sem maður hefur verið að öskra eftir. Sýnist Brendan vera einmitt að gera það sem maður helst vildi, fá meira flæði og hraða í sóknarleikinn með kaupum á Sturridge og svo vonandi þessum gutta.

    Annars með þetta Hazard mál. Ég er ekki hrifinn af neinu sem tengist Chelsea og mér leiðist alls ekki þegar eitthvað gengur þeim í mót og er hæstánægður með að Swansea skyldu tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. En þetta mál er að mínum dómi mikill stormur í litlu vatnsglasi og það væri fáránlegt ef Hazard væri að fara í langt bann. Jú, hann var heimskur að láta keppnisskapið hlaupa með sig í gönur, en þetta var ekki svona stórt mál. Bolta “strákurinn” sem á Twitter fyrir leik, sagðist ætla að gera einmitt þetta, var mesta fíflið. Það að vallarstarfsmenn séu að setja mark sitt á leikina finnst mér vera alvarlegra mál en það sem Hazard gerði.

    Jú, það sem Hazard gerði var heimska, en eftir að hafa horft á þetta atvik aftur og aftur, þá er ég algjörlega á þeirri skoðun að hans eina intent var að ná boltanum sem fyrst og koma honum í leik. Hann reynir í tvígang að ná boltanum undan líkama “stráksins” en árangurslaust, svo sér hann boltann undir honum og ákveður að losa hann undan með því að sparka í boltann. Hann fer þá aðeins í “strákinn” sem kryddar dæmið á þann hátt að sjálfur Nani hefði verið stoltur af. Heimskulegt, já, en langt bann, aldrei. Maður hefur meira að segja séð menn á Twitter vera að kalla eftir svipuðu banni og Cantona fékk, eru menn ekki alveg í lagi?

    Stóra málið í þessu er að ég vil sjá hart tekið á því að vallarstarfsmenn geti verið að hafa áhrif á leikina, það þarf að senda út skýr skilaboð með það því það er algjörlega ólíðandi.

  3. Klárt mál, boltastrákurinn á að fá langt bann fyrir að tefja leikinn og reyna að fiska mann útaf sem honum tókst svo.

    ég hefði orðið brjálaður ef að einhver Stoke boltastrákur hefði lagst ofan á boltan þegar að Johnson væri að reyna að ná honum og Liverpool væru undir.

    Tala nú ekki um það að þessi strákur sagðist fyrir leik ætla að gera nákvæmlega þetta.

  4. Ég skil ekki af hverju menn tala um þennan glugga sem daufan. Er Liverpool ekki búinn að fá einn fantagóðan leikmann og hugsanlega annar á leiðinni? Joe Cole og Sahin farnir. Fengum inn leikmann sem er vanur úrvalsdeildinni og ætti að vera tiltölulega fljótur að koma sér inn í hlutina. Það mun aftur á móti taka tíma að koma Brassanum inn í hlutina og ég tel að hann eigi ekki eftir að spila mikið á þessum vetri (ef hann kemur þá núna). Undir öllum kringumstæðum ætti þetta að vera eðlileg viðskipti í janúar-glugga (jafnvel meira en það) og svo verður meira um að vera í sumar.

    Ég er sammála þeim sem segja að þetta Hazard mál er stormur í vatnsglasi og þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald ætti að duga. En mér fannst þetta alveg sjúklega fyndið atriði. Hneykslaður á Hazard, nei. En það eru svo margir gjarnir á að gera miklu meira úr hlutunum en efni standa til.

  5. Nyjustu frettir vidtal sky vid ferguson. “Hazard hefdi getad drepid hann!”

  6. Sem komið er virðast kaupin á Sturridge vera einu alvöru kaup Rodgers. Sahin gríðarleg vonbrigði, Allen á pari við Henderson og Borini varla maður í þetta. Nákvæmlega ekkert spennandi í gangi.

    Okkar sterkasta lið er liðið sem Kenny Dalglish byggði upp fyrir utan að Sturridge kemur inn fyrir Carrol. Reyndar var Carrol tekinn fram yfir Sturridge í enska landsliðið og þeir gætu virst svipað góðir en miðað við kaupverðið og þann leikstíl sem Liverpool spilar er Sturidge maðurinn í augnablikinu.

    Ég hef nákvæmlegar engar forsendur til að meta gæði þessa Cautinho. Varamaður í Inter segir ekki mikið um getu hans til að spila í Liverpool klassa. Hef samt á tilfinningunni að hann reynist svipaður og aðrir leikmenn sem hafa komið til Liverpool og við sem fylgjumst þó nokkuð mikið með fótbolta þekkjum litið til. Varamaður þangað til hann verður seldur annað. Vonum samt ekki.

    Eitt er samt á hreinu. Þessi gluggi er vonbrigði. Það er einfaldlega búið að bæta upp í mistök síðasta sumar með að fá senter í liðið. Ekkert umfram það. Liðið þarfnast 3. til 4. leikmanna sem fara beint í byrjunarliðið. Ekki einhverja sem hugsanlega, kannski brjóta sér leiðina þangað.

    Það sem ég hef mestar áhyggjur af er getuleysi núverandi eigenda og því miður, að því er virðist, viljaleysi til að setja það fjármagn í liðið til að það fari að spila um titla. Ekki fjórða sætið – heldur titla. Ennfremur að mesta vinnan virðist fara í að lækka væntingar okkar áhangenda Liverpool til okkar ástsæla liðs í stað þess að blása okkur von í brjóst um alvöru árangur.

    Ég veit og hef fundið á þeim sem kommenta reglulega hér inni á Kop.is að margir eru á öðru máli en ég. Liðið sé á réttri leið og spilamennskan á köflum ágæt. Ég er ekki þar. Ég vil núverandi eigendur burt. Ég vil knattspyrnustjóra sem laðar bestu leikmenn heims til Liverpool. Ég vil að metnaðurinn standi til þess að við keppum alltaf um bikara og titla hvar sem þeir eru í boði. Óraunhæft? Kannski í augnablikinu en ekki til framtíðar fyrir eitt sigursælasta og vinsælasta lið veraldar.

    Áfram Liverpool!

  7. Þessi boltastrákur er þvílíkt gerpi, hef nú bara ekki orðið svona reiður að horfa á fótboltavidéó lengi. Það á bara aldrei að hleypa þessu kvikindi aftur á völlinn. Fullorðinn náungi sem hagar sér eins og 6 ára.

  8. Umræðan svolítið á þá leið að menn virðast nokkuð sáttir með þau viðskipti sem þegar hafa farið fram í glugganum en mikil pressa á að fá mun meira. Ég held að við gætum mögulega séð brassann koma en 3-4 leikmenn sem fara beint í byrjunarliðið tel ég ekki líklegt.

    BR talaði um það fyrr í vetur að það þyrfti líklega sumargluggann til viðbótar til þess að styrkja enn frekar hópinn og ég held að það stefni í að það rætist.

    Persónulega er ég mjög ánægður með viðskiptin hingað til, ég myndi að sjálfsögðu ekki hata það að fá einhverjar sleggjur til viðbótar en manni finnst nú svona bara eins og lið séu almennt að halda að sér höndunum á leikmannamarkaðinum og velti ég því fyrir mér hvort að þetta séu fyrstu skýr merki þess að FFP reglurnar séu farnar að bíta frá sér.

  9. Persónulega finnst mér út í hött að menn verji Hazard hvort sem það er hér eða annarsstaðar fyrir mér er þetta bara heimskulegt hjá honum alveg eins og ekki má sparka í aðra leikmenn þá gerir maður það ekki við starfsmenn heldur og það að hann hafi verið að tefja, nú er ekki dómarans að gera eitthvað í því.
    Ég vill bara benda á að ef þetta hefði verið Suarez hefði fótboltaheimurinn verið á kvolfi í dag og red nose að missa sig í einhverju djöfuls kjaftæði, en get ekki varið Hazard hefði betur vælt í dómarnum en þetta.

  10. Ég vil bara taka undir það sem kemur fram í athugasemd nr. 9. Mér finnst menn hér inni frekar taka málstað Hazard sem er svo sem góðra gjalda vert. Hann fær rautt spjald sem er í fullu samræmi við það hvað hefði gerst ef hann hefði sparkað svona í leikmann Swansea. Get ekki annað en velt því fyrir mér hvað stuðningsmenn annarra liða segðu ef Luis Suarez (guð forði okkur frá því) tæki upp á einhverju svipuðu.
    Hef lúmskan grun um að það yrðu töluvert meiri læti þá.

  11. Enn og aftur er umræðan ekki um fótboltaleikinn í gær, heldur eitthvað eitt atvik. Múgæsingurinn í kringum þetta einstaka atvik er ótrúlegur, manutta menn bera þetta saman við líkamsárás cantona og vilja jafnvel að hazard fari í fangelsi og banna þennan strákling frá fótbolta. Ég bara spyr er ekki allt í lagi með menn ??

    Er ekki málið að róa sig aðeins í ruglinu, og þó að misgóðir fjölmiðlar á Íslandi api upp lélegar fréttir frá sorpmiðlum í UK þá er ekki þar með sagt að menn geti bara beðið um höfuð hazard á fati.

    Umfjöllun um enska boltann er orðin að svo miklum sandkassaleik að það hálfa væri nóg. Af hverju erum við ekki að tala um frábæran árangur Swansea, að slá út milljarða lið celski ? og það kraftaverk sem Bradford knúði fram með því að slá út þrjú úrvalsdeildarliið á leið sinni í úrslit. ? Um það snýst enski boltinn, ekki einhvert eitt atvik þar sem menn eru að rífast um boltann.

    Nóg um þetta atvik, en ég vona svo sannarlega að við náum í þennan Brassa, og kannski einn varnarmann til þess að “covera” fyrir Enrique. Þá er það orðið gott. Ég held síðan að menn séu núþegar í undirbúningsvinnu fyrir sumarið, með það að ná í leikmenn. Það verður bara spennandi.

    Næst er það FA Cup, og það er bara skemmtileg keppni, alltaf ákveðin “rómantík” í kringum hana og skemmtilegt að sjá neðrideildarliðin mæta úrvalsdeildarliðunum, og leikmenn spila þar leik lífs síns. Hlakka bara til.

  12. Sem betur fer var þetta Hazard sem “sparkaði” í boltastrákinn en ekki Suarez, sá hefði verið aflífaður á Englandi. Persónulega finnst mér þriggja leikja bann of langt, hann er bara að sparka boltanum undan stráknum, getur vel verið að hann komi eitthvað við hann, ekki meira en það. 1 leikur í bann á Hazard ætti að nægja og taka á boltastráknum og vallarstarfsmönnum yfir höfuð.

  13. Vá hvað Rauðnefur eða Rúdólf er alltaf jafn mikill hræsnari. Varla búinn að sleppa orðinu að það væri mikil áhætta að kaupa Sturrige á 12 millur þegar hann kaupir eða er að kaupa ungling með enga reynslu af úrvalsdeildinni á 15 millur

  14. 13, roadu tig adeins med ad kalla ferguson hræsnara, hann sagdi a kaupinn a sturridge voru áhætta sem tau voru og eru audvitad eins og flest kaup a fotboltamonnum, hann var ekkert ad rakka nidur kaupinn a honum bara ad segja ad tau voru ahætta, eins og tad er alveg áhætta ad kaupa zaha og hann veit tad alveg, roum okkur bara adeins og forum ad hugsaa hvad liverpool okkar felag er ad gera, ekki hvad fergie er ad segja. En hvad segja menn umm tann ordrom um 40 mil sem bayern gæti gert i suarez? Ef vid faum tilbod milli 40-50 mil i hann fra felagi sem er ekki i bpl finnst mer ad vid ættum ad skoda tad vel. Gætum nad i marga toppleikmenn fyrir tann pening og reynt ad byggja upp lid skipad mjog godum leikmonnum i allar stodur i stadinn fyrir einn heimsklassa leikmann og leikmenn sem eru ekki suarez klassa i hinum stodunum.

  15. Var að kíkja í Deloitte skýrsluna sem kallast því ágæta nafni “Football Money League”. Hvað okkar menn áhrærir eru bæði vond og góð tíðindi.

    Vondu tíðindin eru þau að við lækkum í heildartekjum um 10% og föllum um eitt sæti í það 9’unda. Þetta er vitanlega vegna þess að við getum ekki neitt í fótbolta og erum þ.a.l. ekki að kassa nógu mikið inn á sjónvarpi. Tekjufallið er 18% sem er mikið.

    Góðu tíðindin eru að markaðstekjur, þ.e. sala á treyjum og styrktarsamningum, eru að aukast verulega. Í rauninni er það mikið afrek af FSG að semja það vel að LFC er að styrkja stöðu sína verulega á þessu sviði og gerir betur en önnur félög á Englandi (að ManU frátöldu).

    Þessi skýrsla segir samt ekki alla söguna. Ekkert er horft á skuldir aðeins tekjur. Ekkert er heldur horft á reksturinn og sjálfbærni hans.

    Hvað varðar LFC er augljóst að um leið og nýr völlur verður kominn og félagið fer að standa sig betur á vellinum munu tekjurnar rjúka upp. Ef t.d. að LFC hefði sömu sjónvarpstekjur og Chelsea værum við í 7 sæti. Ef við hefðum svipað stóran völl og Arsenal og sjónvarpstekjur Chelsea værum við með rúmlega 301 m evrur í tekjur og í 5’ta sæti aðeins skammt á eftir Bayern.

    Annars er fátt nýrra tíðinda. Spænsku risarnir eru í algjörum sérflokki. T.d. munar næstum 25% á Real Madrid og ManU í 3’ja sæti og 50% á Arsenal í 5’ta sæti.
    Þýsku liðin eru í mikilli sókn og eiga orðið 4 lið í topp 10 og 6 lið á topp 20.

  16. Menn eru eitthvað að ræða Boltamanns atvikið hérna. En er þetta ekki bara einfalt? Hazard fær bann, einn til þrjá leiki (violent conduct eru þrír leikir) eftir bókinni. En það sem þarf að gera er að Swansea sé látið gjalda þessa. Þeir eiga að fá veglega sekt. Lið eru sektuð ef áhorfendur þeirra haga sér ekki og það ætti að vera meiri peningur þegar starfsmenn þeirra láta svona. Sektin þarf að vera þannig að menn finni fyrir henni og boltastrákar og menn englands hugsi sér ekki gott til glóðarinnar að verða Local hetjur eins og Charlie Morgan er orðinn með svona fíflagangi.

  17. Sumir vilja fá 3-4 í byrjunarliðið núna í januar en það er aldrei að fara að gerast.

    Hvaða 3-4 leikmenn viljiði sjá keypta og það sem meira er, hvaða 3-4 leikmenn viljiði fá úr liðinu.

    Reina
    Johnson
    Agger
    Enrique
    Lucas
    Gerrard
    Henderson
    Sturridge
    Suarez
    ?
    ?
    Þá er ég búinn að taka Skrtel úr liðinu sem hefur verið ágætur, ég myndi svo sem alveg vilja fá betri leikmann þarna.
    Svo er það seinasti maðurinn í sókninni sem að vantar.

  18. Boltastrákurinn er ekki meira barn en það að hann er tveimur árum yngri en Hazard. 17ára er ekki barn heldur maður sem veit alveg hvað hann er að gera. Vonandi að Hazard fái samt bann en vonandi fær Swansea góða sekt í kjölfarið.

  19. Ég sé nú ekkert að því að kalla AF hræsnara vegna þessa, þegar hann sem stjóri annars liðs er að tjá sig um nýleg leikmannakaup hjá öðru liði og tala um big risk, þá er það ansi mikil hræsni að kaupa svo óreyndan leikmann á hærri pening sem ekkert hefur sannað ennþá. Hann talaði jafnframt um að hann myndi ekki taka svona sénsa (að mig minnir).

    Ef vid faum tilbod milli 40-50 mil i hann fra felagi sem er ekki i bpl finnst mer ad vid ættum ad skoda tad vel. Gætum nad i marga toppleikmenn fyrir tann pening og reynt ad byggja upp lid skipad mjog godum leikmonnum i allar stodur i stadinn fyrir einn heimsklassa leikmann og leikmenn sem eru ekki suarez klassa i hinum stodunum.

    Hvar ætlar þú að finna nokkra topp leikmenn sem samtals myndu kosta 40-50 milljónir punda? Ef þeir eru svo auðfundnir, af hverju eru menn þá ekki byrjaðir að hirða þá upp, það er ekki eins og að félagi hafi ekki verið til í að setja 10-20 millur í einstaka leikmenn. Ég er bara gjörsamlega ósammála þér þarna, við þurfum að bæta við það sem við erum með, halda okkar fáu heimsklassa leikmönnum og bæta við. Suárez er á frábærum aldri, að mínum dómi einn af þeim 5 bestu í veröldinni og það þyrfti algjörlega fáránlegt tilboð til að menn ætti svo mikið sem að hugsa í þá átt að selja hann. En það er bara mitt álit og það er ekkert voðalega einfalt alltaf að replace-a góða leikmenn.

  20. Við verðum að hafa Suarez fyrir næsta tímabil, styrkja liðið eithvað í sumar, bara svona temmilega. Ungu mennirnir verða eldri og með meiri reynslu og ég myndi bara segja að við værum í þokkalegri stöðu fyrir 4.sætið.

    En ef Suarez er seldur þarf bara að byrja allt upp á nýtt og að finna svona heimsklassaleikmenn er erfitt og það þurfa líka ekkert allir í liðinu að vera eithvað heimsklassa. Nóg að hafa bara einn geðveikan og svo aðra sem eru duglegir, henta sínum hlutverkum og passa inn í kerfið og svoleiðis og þá getur bara gengið vel. Ég meina Liverpool var ekkert með lið skipað heimsklassaleikmönnum í hverri stöðu þegar þeir unnu meistaradeildina. Þetta er allt spurning um jafnvægi og það má ekki fara fram úr sér að vera að kaupa alltof mikið af nýjum og filla liðið af eithverjum áhættuþáttum.

  21. Miðað við áætlanir og “loforð” FSG þá erum við að horfa fram á nokkuð stórt sumar næsta sumar. Þ.e. að þá verði liðið fyrir alvöru samkeppnishæft í a.m.k. baráttu um 4.sæti. Lykilatriði hvað þetta varðar er að halda í okkar bestu leikmenn og þar sem Suarez er sáttur hjá Liverpool og búinn að skrifa undir nýjan samning á sala á honum einfaldlega ekki að koma til greina. Glugginn á að snúast að öllu leyti um að finna menn til að bæta hópinn (líkt og verið er að gera núna). Ef við ætlum í toppbaráttuna er bannað að selja okkar bestu menn, 40m hljómar eins og klink fyrir Suarez og myndi ekki einu sinni verðskulda svar.

    Annars er þessi Suarez til Bayern umræða líklega fullkomlega úr lausu lofti gripin enda ákaflega ólíklegt að blm. hafi grænan grun um hvaða leikmenn Guardiloa vill fá til Bayern. Hann byrjar eftir hálft ár að stýra liðinu!

    Suarez og Guardiola eru með sama umboðsmann, 2+2 er ennþá 7 þegar kemur að silly season og voila, Bayern ætlar að kaupa Suarez.

  22. Siggi þetta kallast víst hræsni. Vona að ég hafi ekki sært þig mikið með þessum skrifum

  23. Ad kalla gamla raudnef hræsnara er fullkomnlega edlilegt og thad er ekki okkur um ad kenna ad hann er tad. Hann hefur einfaldlega synt thad margsinnis.

  24. samkvæmt SLÚÐRINU á twitter þá er inter búið að taka tilboði frá southampton uppá 10,2 millur punda, svo er bara spurning hvað við gerum.

  25. Hvaða vitleysa er þetta, það er bara ekki sjens í helvíti að við séum að fara selja Suarez, þrátt fyrir að það sé vel boðið í hann. Ég vil minna aðdáendur með gullfiskaminni á að Man City bauð held ég í bæði Agger og Skrtel í sumar feitar summur og þeim var umsvifalaust sýnt hvar hurðinn er.
    Þannig að í guðs bænum, hættiði þessari vitleysu.

  26. Eru virkilega til menn sem vilja selja Suarez fyrir 40-50 milljónir punda? Ég yrði svekktur ef hann yrði seldur og við fengjum 100 millur fyrir hann. Fyrir mér þá er ekki hægt að setja verðmiða á þessa ástríða fyrir leiknum, fótboltahæfileika og sigurvilja! Vona bara að hann klári ferillinn hjá okkur og vinni endalaust af titlum 🙂

  27. Ég veit nú ekki hversu mikið mark er takandi á mbl, en þar segir að Swansea verði ekki refsað fyrir framkomu boltastráksins í gærkvöldi. Jafnframt segir:

    “Morgan hefur ákveðið að kæra Hazard ekki til lögreglu vegna málsins.”

    Jæja …

  28. Auðvitað vill enginn stuðningsmaður Liverpool sjá Suarez seldann, og ég held að það sé ekki að fara að gerast nema að himnarnir hrynji hjá Liverpool seinni hluta tímabilsins.

    En hvað finnst mönnum vera sanngjörn upphæð fyrir kappann?
    Miðað við að Torres fer á 50millur, Aguero hvað… 35millur?…. osfrv.

    Hvaða upphæðu myndu stjórnendur Liverpool segja:
    “já ok. Við getum ekki neitað þessu tilboði” ?

  29. On Twitter

    According to Italian newspapers Coutinho bid has been accepted and will undergo a medical at Melwood tomorrow.

    LFC Anfield News @LfcAnfieldNews
    Coutinho is coming to #LFC tomorrow for medicals, after Liverpool & Inter have reached an agreement for an undisclosed fee. VIA @Robish13

    Liverpool Indonesia @Update_LFC
    Philipe Coutinho is coming to #LFC tomorrow for Medical Tests, after #LFC and Inter have agreed a deal with a fee that is not yet known.

    ?Anfields Greatest? @RedToTheBone
    via@indykaila Liverpool Football Club discussing personal terms with Philippe Coutinho this afternoon via club source. #LFC

    Þetta er að verða að bresta á.

  30. @29
    Herra Fram.

    Frábært mál. Spennandi leikmaður sem vonandi nær sér á strik á Anfield.

  31. @30

    Herra Voldi

    Já ég er bara nokkuð spenntur fyrir honum.
    Og vona að þetta sé rétt að hann sé að koma
    þessi leikmaður gæti verið góður kostur fyrir Liverpool
    fyrir utan að Liverpool er nkl rétta félagið í dag
    fyrir unga og hæfileikaríka leikmenn.

  32. Eftir að hafa séð þetta atriði með boltastrákinn var Ferguson fljótur að hringja í félaga sína hjá FA og heimta bann á Suárez, þar sem að drengurinn hefði getað dáið, eins má geta að hann stofnaði Twitter prófíl, og fyrsta og eina tweetið hanns hljómaði svona:

    @sirfergie19 Charlie, I want you. Name any price. I can see you and Nani teaming up nicely.

    En seinna kom svo í ljós í vörn Hazards, að þetta var víst bara misskilningur á hanns vegu, þar sem að Rafa öskraði á hann “Eden! Attack that ball, boy!”

  33. Nr. 29

    Því miður eru álíka margir ef ekki fleiri svipað trúverðugir og þessir að segja að Inter hafi tekið tilboði Southamton í Coutinho. Held að það sé best að fiska eftir fréttum frá þeim blm. og miðlum sem við þekkjum og treystum aðeins.

  34. Það verður að setja meiri metnað í stærri kaup liðið er aldrei að fara í toppbaráttu með þennan leikmanna hóp og hóp í þessum gæðflokki. Það þarf stóra menn og til þess þarf stóra peninga þannig virkar þetta. Nema að við sættum okkur við að vera lið sem sættir sig við að vera berjast um 4. Sætið.
    Gó wæld eigendur.

  35. Reina
    Johnson
    skrtel
    Agger
    Enrique Klárlega hægt að vera með betri bakvörð! Coentrao
    Lucas
    Gerrard
    Henderson — Isco
    Sturridge
    Suarez
    einhver kanntara

    enrique er flott cover ekkert meira en það

  36. Það yrði gaman að sjá Coutinho hjá LFC og fyrir þetta litla upphæð. Ég er samt ekkert spenntur fyrir Ashley Williams varnarmanni Swansea. Afhverju að brjóta bankann til að kaupa 28 ára varnarmann sem er ekki betri en það sem við höfum á varamannabekknum.

    Þetta “Boltastráks-mál” hér ytra er blásið upp eins og allt sem hægt er að blása upp í pressunni í UK. Persónulega finnst mér að það þurfi að fara að vaxa eistu á toppana sem stjórna heimsknattspyrnunni. Þeir röfla alltaf yfir “FAIR PLAY” og “KICK RACISM OUT” en gleyma svo algjörlega rót vandans. Svindli og óheiðarleika í boltanum. Ef tekið yrði á svindli og óheiðarleikanum sem fótboltinn snýst aðalega um þessi misserin, þá er kannski hægt að framkalla aftur góða og skemmtilega stemningu í kringum boltann.

    Þetta dæmi með boltastrákinn er kannski ekki hægt að heimfæra á Swansea klúbbinn þar sem strákfíflið viðurkenndi að hann ætlaði að tefja leikinn á “twat-ter”. Svona þarf samt að þurrka út og koma frá klúbbunum sjálfum. Ef skilaboðin til boltastrákanna eru að “tefja ef þess þarf” þá er í raun FAIR PLAY ruglið hjá FIFA/UEFA/FA osfrv. farið í rugl.

    Menn gera oft grín að kananum og því stússi í kringum hann en það má með sanni segja að ef við hefðum t.d. eitt stykki David Stern (commisioner í NBA) við stjórnvölinn hjá FIFA, væri búið að leysa öll þessi vandamál fyrir löngu.

  37. Ef það á að selja Suárez, þá er algjört lágmarksverð 60 milljónir, hann er það góður. Auðvitað myndi ég vilja hafa hann áfram en þetta er svo mikill heimsklassaleikmaður þ.a. ef við kæmumst ekki í CL á þessu tímabili, í síðasta lagi á því næsta, þá myndi ég skilja hann fullkomlega ef hann færi. Það verður enginn biturleiki, það er augljóst mál að hann elskar Liverpool.

    Ekki hreinræktaður striker en rústaði flestum vörnum þegar hann spilaði sem slíkur fyrri helming tímabilsins og það meira að segja án þess að hafa ,,alvöru hjálp” með sér. Nú fyrst þegar alvöru striker er kominn upp á topp með honum fáum við að sjá hversu skapandi leikmaður hann er. Í þessari ,,nýju” stöðu hans er hann úti um allt í spilinu og það er svo auðvelt að spila með svoleiðis leikmanni. Fyrsta snerting frábær, góðar stuttar sendingar, góðar langar sendingar, sendingar alltaf fyrir framan mann og beint í hlaupalínu, ótrúleg tækni, ótrúleg snerpa, fótboltahugsunin hans alltaf á undan flestum öðrum ef ekki öllum leikmönnum, hann gefst aldrei upp og er gríðarlega ástríðufullur leikmaður.

    Hann mun kannski skora aðeins minna seinni hluta tímabils en aukin þátttaka hans í spilinu verður ómetanleg, auk þess sem það ætti ekki að koma neinum á óvart ef stoðsendingafjöldi hans muni taka kipp.

    Fyrir mér er hann svipað góður núna og þegar Torres var upp á sitt besta hjá okkur. Hins vegar hefur maður þá tilfinningu að hann eigi eftir að bæta sig helling þ.a. að hann verði langbesti leikmaður deildarinnar.

    Enska slúðurpressan mun halda áfram að æla einhverju út úr sér og það munu eflaust einhver lið vilja fá hann eftir tímabilið. Vonandi hafa neikvæðu lygarnar í ensku pressunni samt þau áhrif að færri lið munu hafa áhugann. Svo er bara að vona að hann gefi okkur annað tímabil ef við náum ekki CL sætinu núna.

    Svona hæfileikaríka leikmenn sér maður ekki oft.

  38. SSteinn # 19

    Hvar ætlar þú að finna nokkra topp leikmenn sem samtals myndu kosta
    40-50 milljónir punda? Ef þeir eru svo auðfundnir, af hverju eru menn
    þá ekki byrjaðir að hirða þá upp, það er ekki eins og að félagi hafi
    ekki verið til í að setja 10-20 millur í einstaka leikmenn.

    Þetta er svo einfalt, eins og okkur er bent á viku eftir viku. Þú ferð bara í search for players, velur attributes – veljum bara einhvern með hátt í finishing, composure, techinque og pace. Og kaupum svo kauða, vollah!

    Það er bara einn Suarez – og við erum virkilega heppin að hann sé í Liverpool FC. Hann er einfaldlega ómetanlegur. Hann er einn af fáum í okkar liði sem er með alvöru hugarfar, hann er sigurvegari og á meðan hann sér framtíð sína hjá LFC þá myndi ég ekki vilja selja hann á 100mp.

  39. Það er náttúrlega bara fjarstæða að ræða það hvað væri sangjart verð fyrir Suarez. Allt í lagi að taka það upp ef leikmaðurinn vill fara en ef hann er ánægður hjá Liverpool þá er þetta bara no brainer.

    Ég undra mig svolítið á þessari umræðu um að það þurfi að vera heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Ef við kíkjum á erkifjendur okkar í United þá er það bara langt frá því að vera tilfellið. Þeir eru með nokkra afbragðsgóða leikmenn eins og Rooney, Persie og Vidic, nokkra efnilega og síðan nokkra meðal skussa. Sjáum bara leikmenn sem hafa verið jafnvel í lykilstöðu hjá United eru varla að komast í byrjunarlið hjá liðum eins og QPR og Sunderland. Miðjan hjá United er sennilega með þeim slökustu af topp 10 liðunum. Carrick er kannski sá eini sem er hægt að tala um að sé góður.

    Það er nefnilega ekkert endilega best að vera með 11 heimsklassaleikmenn í liðinu heldur þarf leikmannahópurinn að passa saman.

  40. Ég er mest hissa á að hér skuli menn yfirleitt vera að ræða um sölu á Suarez, það kemur hvergi fram að hann sé að fara neitt en samt er talað hér eins og hann sé að fara og við viljum fá að minnsta kosti þetta og þetta mikið fyrir hann.

  41. nr. 39
    Vá til hamingju, milljónasti FM brandarinn á þessari síðu 😉 Good job.

    Auðvitað væri hægt að versla 2-3 leikmenn fyrir 50-60 milljónir punda og auðvitað væri vel hægt að finna toppleikmenn fyrir það verð. Muna menn annars ekki hvað Suarez kostaði?

  42. Ferguson er ekkert annað en snillingur! Hann er að vinna að sínum hagsmunum og skiljanlega fer það í taugarnar á sumum. Það er eins í þessu og inn á vellinum, að menn ganga eins langt og dómarinn leyfir eins og við Liverpool menn höfum oft sagt varðandi Suarez t.d.

    Áhyggjuefnið er auðvitar enska sambandið og dómarasambandið sem kaupir allt sem hann segir. Enda er Manjú með innanbúðarmenn á flestum stöðum. Eftirlitskerfið er brenglað, ekki Ferguson.

    Ég hef á tilfinningunni að hann sé að testa knattspyrnusambandið, hversu langt hann kemst með þessi línuvarðarkomment. Er viss um að hann er jafn hissa á því hve langt hann kemst með þessa jólasveina.

  43. Er ég sá eini hérna sem sé ekkert að því sem AF sagði um Sturridge? Ég meina, þetta var fyrir leikinn gegn okkur og því eðlilegt að hann sé spurður um nýja leikmanninn.

    “The big issue for Liverpool is whether they include new signing Daniel Sturridge,Certainly the arrival of Sturridge gives Brendan Rodgers more strength and options up front. Sturridge has had a few clubs but I don’t blame him for jumping at the chance of joining Liverpool because he just wasn’t playing regularly with Chelsea and I always rate a player whose priority is wanting to play. Even so, his track record moving between a number of clubs suggests Brendan Rodgers is taking a bit of a gamble, but he clearly knows what he is doing.”

    Menn þurfa ekki að vera svona rosalega uppteknir af þessum manni og það sem hann segir fyrir leik, mér hreinlega gæti ekki verið meira sama hvað hann er að segja. Verst finnst mér að við höfum ekki reynt að ná þessum Zaha, hann á að vera eitt mesta efni á Englandi í dag og við eigum að berjast um svona bita.

  44. Af hverju hafa menn svona voða miklar áhyggjur af Fergie? Mér gæti ekki verið meira sama um rauðnefinn reynum að sýna meiri virðingu hérna og hætta láta þennan mann fara svona í taugarnar á okkur.

  45. Það er í rauninni Swansea sem á að fá háa sekt að mínu mati, þar sem umræddur er starfsmaður félagsins og félagið hlýtur að bera ábyrgð á honum, sem og öðrum sem vinna á vellinum. Pungur og pasta !!

  46. Samkvæmt Liverpoolecho.

    Liverpool want Sevilla defender Federico Fazio

    SEVILLA defender Federico Fazio has emerged as a reported target for Liverpool as Brendan Rodgers strives to make reinforcements before the close of the January transfer window.

    The Liverpool manager is hopeful of making further additions prior to the transfer deadline, and has identified Fazio as a potential acquisition.

  47. var að sjá að Spurs væru búnir að fá samþykkt tilboð í cutinoho sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Ef satt er þá er það svakalegt fyrst Gylfi svo dempsey og svo cutiniho

  48. Rumours going round that Sky Italy are reporting Spurs have had a bid accepted for Philippe Coutinho

    Var ekki alveg gefið að þetta spil myndi koma! Magnað helvítið!

  49. Og hvar eruð þið búnir að sjá þetta ?
    Kannski koma með linka en ekki eitthvað bull af facebook eða eitthvað álíka.

  50. @Styrmir 53

    Lastu fréttina? Ég get ekki séð neitt í henni til að verða vonsvikinn yfir. Hann er ekki að hrósa honum fyrir að hafa gert þetta, en er hreinskilinn og segir það sem að allir stjórar hugsa. Þetta er slök æsifrétta fyrirsögn sem að ég get ekki séð að eigi neitt skylt við þetta atvik þar sem að hann var að tefja, eina hrósið sem að hann gefur honum samvæmt fréttinni er að hann sé góður strákur.

  51. Já ég las fréttina og þetta hérna finnst mér ekki til fyrirmiyndar.
    „Allir stjórar, leikmenn og þjálfarar hefðu viljað að boltastrákurinn þeirra gerði það sem hann gerði.“
    Það eina sem þessi tilvitnun gerir er að hvetja boltastráka í að taka sér þennan Morgan til fyrirmyndar. Það sem BR átti að gera var að fordæma þessa hegðun því hún var gjörsamlega út í hött og maður bjóst ekki við að sjá neinstaðar annarstaðar en hjá Stoke. Eins og áður sagði að þá er ég ekki ánægður með BR en það er líka mín skoðun.

  52. Alveg kominn með toppnóg af Brendan Roger. Hann blaðrar öllu í blöðin og þá fara Tottenham menn á stúfana. Góður vinur minn sem vinnur innann félagsins og allt sem hann hefur sagt mér hefur staðist. Suarez fer í sumar fyrir 50 millur punds !!!Annars held ég að eina vitið sé að segja upp stjóranum og yfirnjósnarnum hjá félaginu ráða inn nýja kalla í þetta.

  53. Fói #50.

    Nei Tottenham er ekki búið að yfirbjóða okkur í Coutinho. Það var einhver Liverpool aðdáandi sem setti þennan orðróm á Twitter í gríni til að sjá hversu langt þetta kæmist.
    Við erum ennþá í dauðafæri að næla í þennan leikmann.

    Annars sýnist mér þessi félagsskiptagluggi ætla að verða sama rúnkið og venjulega. Klúbbar búnir að skanna markaðinn og treysta greinilega á að vera “korter í þrjú gaurinn”. Ætla að hella blöðin full af rugli og sjanghæa svo skástu bitana á barnum heim með sér rétt fyrir lokun. Ekkert víst með happy ending sökum ölvunar.

    En fyrst að þetta er opinn og reyndar hálf leiðinlegur þráður er ég með 3 spurningar.

    Trúið þið á líf eftir dauðann?
    Er einhver ykkar sem þarf að losna við eldhús eða baðinnréttingu ódýrt/gefins?
    Kostar allt svipað, en hvort ætti ég að fá mér?

    Kærustu
    60″ Flatskjá
    Nýjan bíl
    Fara 5 sinnum á Anfield á næsta ári.
    Mánaðarferð til Japan

  54. Veit ekki alveg hvað kærasta fæst svona ódýrt. Ertu búinn að taka inn í jöfnuna “launagreiðslur og bónusa”? Gæti borgað sig samt.

  55. Sæll AEG…

    Það er bara eitt svar við þessum spurningum þínum og ef þú ert Poolari er þetta ekki spurning. 5 sinnum á Anfield er það besta sem þú færð fyrir peningin.

    Auðvita trúi ég á líf eftir dauðan og í næsta lífi ætla ég að vera staðsett í mínu Mekka sem er Liverpool City ég er búin að leggja inn pöntun þegar ég er búin hér þá fer ég í vinnu hjá Liverpool Football Club.

    Þangað til næst

    YNWA

  56. Kristján #59.

    Kærastan þá? Já hún má vera notuð. Bara svo lengi sem það sjái ekki mikið á henni og hún hafi gaman af Seinfeld.

  57. Hvað er annars að gerast með newcastle ? Eru þeir komnir í áskrift af frönskum leikmönnum ???

  58. Vá hvað þessi niðurrifs og neikvæðni er orðin þreytandi.. frábær síða síðuhaldarar en þessi Sófaþjálfara ráðstefna sem er stundum í gangi hérna er alveg þreytt.
    Reka Brendan,losna við FSG , Lucas getur ekkert, ömurlegir leikmenn sem við erum að fá,kaupa alvöru leikmenn blablabla…. Það er langt síðan ég hef séð minn ástkæra klúbb vera jafn spennandi og hann er núna. Brendan er að gera flotta hluti ,hann er ekki að reyna að kaupa Cavani,WS eða þannig leikmenn. enda vita flestir heilvita áhugamenn að þannig kaup eru ekki gerð í Jan. hann er að reyna að fá hungraða stráka sem hafa eitthvað að sanna . Einmitt það sama og okkar klúbbur er að reyna að gera . Sanna það að við erum það stórveldi sem við Liverpool menn vitum að við erum. Það gerist með ungum hungruðum strákum sem vilja verða næsti Cavani,WS eða Suarez.. Ég held að núna sé einmitt tíminn til að setja gremjuna í poka læsa pokann í skúffu og vera jákvæðir fyrir komandi tíð . liðið spilar sífellt betur . Erum komnir með striker sem er búin að skora í 3 leikjum í röð og einmitt sá maður sem allir þessir NENNI NEIKVÆÐU týpur vildi sko alls ekki fá búhúhú… Rodgers virðist vita hvað hann er að gera . reynum að vera jákvæð/ir ..kannski bara vita FSG og Brendan alveg hvað þeir eru að gera og þessi 5 ára uppbygging á bara eftir að taka 2 ár .. en KOMMON Brendan er búin að vera með klúbbinn í 7 F#$&% mánuði.. ég skil stundum ekki þessa neikvæðni.. það er allt í einu orðið skemmtilegt að horfa á Liverpool aftur man ekki eftir að það hafi verið jafn gaman síðan Barnes,Rush og félagar voru hér um árið.. Auðvitað eru vaxtarverkir en verum jákvæðir og gefum Brendan allavegana 2ár jafnvel bara 1ár mér er alveg sama . Hættum bara að halda að við vitum allt sem mætti betur fara og prófum að einblína á það sem er jákvætt að gerast.

    YNWA.
    Þið verðið eflaust einhverjir sem viljið rífa mig í ykkur .. en það eruð einmitt þið sem ég á við , þið Neikvæðu.

  59. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að ég man áður en að Sturridge kom þá voru margir sem voru virkilega á móti honum og menn á erlendum spjallborðum kölluðu hann useless wanker og fullt að leiðinlegum nöfnum en í dag hefur hann gott tækifæri til þess að koma sér í sögubækurnar hjá Liverpool FC með því að skora í næsta leik sem er á móti Oldham því þá yrði hann fyrsti leikmaður sögunar til þess að skora mörk í fyrstu 4 leikjum fyrir félagið.

    Sturridge er ótrúlega spennandi leikmaður að mínu mati og ég held að hann eigi eftir að mynda frábært samstarf með Suarez, núna þarf helst 3 manninn þarna með þeim og þá erum við til alls líklegir.

    Spennandi tímar framundan og framtíðin hjá félaginu lítur svo sannarlega vel út.

  60. Varðandi þennan blessaða boltasták þá var ég boltastrákur fyrir langa löngu á Laugardalslvelli og þá var þetta mjög einfalt, allir boltastrákar voru með sinn bolta sem þeir komu í spil til þess leikmanns sem átti boltan ÁÐUR en við náðum í þann bolta sem fór útaf.

    Það þarf einhver að kynna þessa mögnuðu aðferð fyrir bretunum, þeir virðast allavega ekki vera búnir að fatta þetta…:D

  61. Óskalistinn minn er einfaldur:
    Coutinho = LFC búnir að bjóða 8 m. pund Inter vilja 10 =>Landa honum á 9 m. pund.
    Ince = LFC búnir að bjóða 6 m. pund en BFC vilja 8 => Klára málið á 7 m. pund
    Butland = ætti að vera hægt að landa honum á 4 m. pund

    Samtals gera þetta 20 m. pund eða sama upphæð og var borguð fyrir Downing og líka Henderson.

    Með þessum leikmönnum væri komin flott breidd í allar stöður og LFC væri komið með virkilega ungt og efnilegt lið sem ætti að komast í meistaradeild á næstu árum. Allir aðdáendur væru ánægðir með FSG og gæti því loksins jákvæðnin tekið völdin.

    KOMA SVO FSG!!!

  62. @67 er ekki nokkuð ljóst að hann á ekki von á öðru en að æfa með akademíunni?

  63. Þar sem það er svo svakalega lítið að frétta þá langar mig að óska Brendan Rodgers til hamingju með 40 ára afmælið.

  64. We’re playing the most beautiful, fluid, attacking football that we have in years, all the while with a squad of extremely promising kids that will only get better over the years, with the most charismatic keeper in recent memory, the two most boner-worthy CBs I could think of, being lead by two brilliant scousers, under the guidance of a man that’s only 40 years old.
    I don’t care what the haters say, it’s a fucking beautiful day to be a Liverpool fan.

  65. Kannski dálítið háfleygt nr.74, en samt eitthvað til í þessu hlutirnir hafa ekki litið svona vel út lengi. Það sem maður óttast samt er að liverpool fari að verða eins og arsenal vinna alltaf litlu liðin örugglega og klikka á stóru liðunum og klúðra þá sömuleiðis mikilvægum bikarleikjum.

  66. Nuna er mikið talað um að inter se buið að samþykkja tilboð liverpool, sa þetta a einhverjum facebook liverpool sluðursiðum og sky sports a að vera heimildin. Vonandi er þetta bara rett.

    Fotbolti.net talar um i morgun að coutinho se einn efnilegasti framliggjandi miðjumaður heims i dag, trui varla að það se rett þo hann geti alveg þessvegna verið flottur spilari. Ef hann væri einn efnilegasti framliggjandi miðjumaður heims væru þa ekki chelsea, city, man utd og spænsku storliðin fyrir longu siðan buin að negla þennan gæja fyrir þennan gjafapris ?

    Annars er eg mjog spenntur fyrir honum og vona að þetta gangi i gegn.

    Væri snilld að fa bæði coutinho og ince fyrir lokun gluggans

  67. Ef hann væri einn efnilegasti framliggjandi miðjumaður heims væru þa
    ekki chelsea, city, man utd og spænsku storliðin fyrir longu siðan
    buin að negla þennan gæja fyrir þennan gjafapris ?

    Svona eins og öll þessi lið voru á eftir Zaha ?

    10-12m EUR er nú alveg hellingspeningur fyrir tvítugt efni, veit ekki alveg hvaða gjafaprís þú ert að tala um.

  68. sammála viðari auðvita er þetta gjafaprís eins og þessi rugl markaður er í dag ..

  69. Coutinho-Sturridge- Suarez

    Þetta lýtur alls ekki illa út með Sterling, Downing og Suso sem back up. Og tala nú ekki um ef að hinn ungi Ince mætir líka á svæðið!

    Mér finnst meira að segja að hin neikvæða Nancý sem að er búin að vera of kjaftmikil hér á þessari síðu upp á síðkastið ætti að fara að sjá ljósið. Framtíðin er björt, virkilega björt.
    Liðið er að spila virkilega skemmtilega knattspyrnu og það er gaman að horfa á þá og hinn síungi Gerrard að spila nánast jafnvel og árið 2009.
    Mér leiðist þetta allaveganna ekki 🙂

  70. Coutinho hefur allt að sanna. Get ekki séð þetta sé gjafaprís (10m?) miðað við áhættuna. Ekki misskilja mig, ég er spenntur yfir þessu og vona hann finni sig fljótt ef hann kemur. En hann er t.d ekkert í líkingu jafn stórt nafn og landi hans Oscar var sem fór til Chelsea á sama aldri. Attacking midfielder frá Brasilíu á margt eftir ólært áður en hann slær í gegn í Ensku. Allavega mitt álit. Spennandi já, gjafaprís nei.

  71. Nú virðist Coutinho vera orðinn ykkar og manni hlakkar til að sjá hann í ensku deildinni. Spennandi leikmaður. Í innleggi að ofan var rætt um að menn mættu vera bjartsýnni vegna framtíðar LFC. Sem utangarðsmaður en áhugamaður um enska boltann sagt fyrir mitt leyti að það er líklegast frekar bjart framundan hjá LFC sem knattspyrnuklúbbi.

    Þessir eigendur virðast ekki vera sömu hrappar og Gillett og Hicks, þvert á móti virðast þeir (yfirleitt) vera að taka góðar og vel ígrundaðar ákvarðanir með hagsmuni félagsins í huga. Brendan Rodgers virðist einnig vita hvað hann er að gera. Hans knattspyrnufílósófía er jákvæð að mínu mati. Góðir hlutir gerast hægt og þetta tekur eflaust bara sinn tíma.

    Auðvitað þarf lítið til að útaf bregði í árangri í þessu sporti, t.d. getur fótbrot á lykilmanni markað muninn á að klára í efstu sætunum og meðalmennsku. En stóra heildarmyndin sem Henry, Rodgers og co. eru að mála er einfaldlega byrjuð að líta vel út. En þetta er auðvitað bara eins og ég sé þetta sjálfur. Kannski gefur það skoðun minni einhverja sérstöðu hérna í þessu kommentakerfi, að halda ekki með LFC. Álit mitt er ekkert merkilegra en annarra en sjónarhorn mitt er annað.

    Það er gaman að sjá þolinmæði þegar menn eru að vinna í því að gera framtíðarsýnina að raunveruleika. Guð veit að bæði þolinmæði og framtíðarsýn hefur skort í gegnum árin hjá mínu eigin félagi. Ég vona einfaldlega að Henry takist ætlunarverk sitt.

  72. Vissulega áhættusöm fjárfesting en hversu oft höfum við bölvað því þegar við höfum ekki viljað borgað uppsetna upphæð fyrir unga leikmenn (sbr. Ronaldo á sínum tíma). Hraður og teknískur leikmaður sem hefur allt að sanna. Einungis tvítugur og hefur það fram yfir unga aðra Brassa að hann hefur spilað á meginlandinu og það í seríu A og La Liga. Hef enga ástæðu aðra en að lítast vel á þetta.

  73. Árétta Reglur Kop.is http://www.kop.is/reglur/

    Höfum þurft að henda út nokkrum ansi barnalegum ummælum sem eru ekki velkomin hingað inn. (ATH þetta er örlítið brot af annars ágætri umræðu og á við um alla þræði, ekki endilega þennan).

  74. Eru þetta ekki bara fín kaup….Rodgers hefur hingað til ekki verið að bulla í innkaupum..

  75. Ég er gríðarlega ánægður með að klúbburinn er alveg óhræddur við að eyða pening í unga og efnilega leikmenn. Það leitar samt sem áður alltaf á hugan spurningin hvort að það fari ekki að vanta reynslu í þennan hóp.

    Markmannsstaðan og vörnin er hokin reynslu þar sem yngsti maðurinn er Wisdom (19 ára) en næsti maður sem spilar reglulega er Enrique sem er nýorðinn 27 ára.

    Þeir menn sem hafa verið að spila á miðjunni á hinn bóginn er aðeins yngri. Gerrard er að sjálfsögðu elstur (33 ára á árinu), svo kemur Downing sem er inn og út úr liðinu (28 ára) og næstur er Lucas (26 ára). Næstu menn sem spila reglulega eru svo 22 ára eða yngri.

    Svo er það sóknin. Elstur er Suarez sem er nýorðinn 26 ára, næstur honum kemur Sturridge sem er 23 ára og svo eru hinir 21 ára eða yngri.

    Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvort að liðið okkar sé ekki hreint út sagt of reynslulítið. Auðvitað eru menn þarna inn á milli sem eru hoknir af reynslu en heilt á liðið er liðið ungt og óreynt. Að mínu áliti vantar í þennan hóp mann með reynslu af því að vinna titla. Það er engin í þessu liði sem hefur reynslu af því að vera í stöðugri baráttu um titla ásamt því að vinna marga. Gerrard hefur unnið nokkra á sínum ferli en á engum tímapunkti hefur hann verið að berjast um alla titla ár eftir ár.

    Ef Coutinho kemur þá myndi ég vilja sjá ein kaup í viðbót sem væri þá eldri leikmaður, jafnvel í kringum þrítugt, sem hefur reynslu af því að vera í stanslausri baráttu um titla og getur miðlað til ungu strákanna í liðinu.

  76. Coutihno gæti orðið ágætist viðbót, en það er allsendis óvíst að hann fái work permit á Englandi, þar sem hann er ekki með EU passa og hefur ekki leikið nógu marga landsleiki er breska pressan að gaspra í morgun.

    Annars myndi ég vilja koma Coates út í lán þar sem hann færi enska reynslu, það er ómögulegt að láta hann súrna á bekknum svona. Ég hef alveg trú á honum en það er því miður ekki sjens fyrir hann að breika inn í liðið, fyrir Agger og Skrtel.

Coutinho líklega á leiðinni

Oldham á morgun