Coutinho líklega á leiðinni

Útsala hjá Merkjavörum: 20-50% afsláttur! Sjá nánar hér.

Liverpool Echo segir frá því í morgun að Liverpool sé að undirbúa hærra tilboð í brasilíska sóknarmanninn Philippe Coutinho hjá Internazionale. Echo segir að Liverpool hafi boðið £5m í hann fyrir helgi en því verið hafnað með þeim skilaboðum að Inter vilji upphæð nær £10m. Nú sé Liverpool að undirbúa £8m tilboð í hann sem ætti að fara langt með að klára dæmið.

Coutinho tikkar í öll boxin sem FSG hafa sagst vera að leita að. Hann er aðeins tvítugur en samt með reynslu – spilaði með aðalliði Inter undir stjórn Rafa haustið 2010, þá 18 ára gamall, og eitthvað eftir það áður en hann var sendur á lán til Espanyol í fyrra og lék reglulega þar við góðan orðstír. Hann hefur einnig leikið einn landsleik með Brasilíu, sem er meira en t.d. Lucas Leiva hafði afrekað á þessum aldri, þannig að það er klárlega eittvað varið í hann. Samt hefur hann ekki fengið tækifærin undanfarið og er því til sölu á hógvært fé. £8-£10m er ekki mikið fyrir brasilískan playmaker ef það reynist vera alvara í þessum strák.

Sem sagt; ungur en reyndur, góður en ódýr, björt framtíð en einnig tilbúinn að koma strax inn í liðið. Ég hef fulla trú á að FSG klári svona kaup fyrir Rodgers.

Og við sjáum myndband…

http://www.youtube.com/watch?v=tJCzHrgHYH4

Þetta virðist vera flinkur strákur, góður með báða fætur og leikinn. Það er uppi hvísl um að Suso, Sebastian Coates og Jack Robinson geti allir farið á lán innan Úrvalsdeildarinnar fram á vorið. Ef Suso fer á láni kemur það mér ekki á óvart þar sem Coutinho virkar mjög svipaður leikmaður, kannski bara betri.

Já, og Echo segja einnig að við séum enn að reyna við Tom Ince hjá Blackpool en séum reiðubúin að bíða fram á sumarið ef Blackpool endurskoða verðmiðann á honum ekki. Þannig að það er staðan á þeim málum.

108 Comments

  1. Sá einhverja á Twitter velta því fyrir sér hvort þessi orðrómur komi beint frá Liverpool því að upplýsingarnar eru svo ítarlegar.

    Semsagt verið að setja þrýsting á Blackpool að lækka verðmiðann á Ince.

  2. Mér finnst þessi umfjöllun heldur til of miklar væntingar um þennan mann. Minni á að Assaidi leit líka mjög vel út á youtube og átti síðan erfitt uppdráttar í þessum leikjum sem hann spilaði og kom inn á. Held að Suso sé mun betri miðað við reynslu hans í EPL.
    Aftur á móti er alltaf jákvætt að kaupa unga efnilega menn 🙂

  3. Mér lýst vel á þennan leikmann. Hitt er að mér sýnist Steven Gerrard
    vera að staðfesta brottför Suarez ef við náum ekki CL sæti.
    http://fotbolti.net/news/21-01-2013/steven-gerrard-vill-na-meistaradeildarsaeti-fyrir-luis-surez

    Það er stórkostlegt ágyggjuefni…

    Gerrard var í Goals on Sunday, sérð nákvæmlega það sem hann segir hérna:

    http://www.youtube.com/watch?v=fIt1xgiZ96U

    Hann er s.s. ekki að staðfesta neitt eða gefa eitthvað í skyn. Segir einfaldlega að LS eigi skilið að vera í CL, eitthvað sem við allir erum sammála um.

    Annars las ég e-hstaðar að Rafa og Moratti hefðu sagt á sínum tíma að Coutinho væri framtíð Inter. Ég veit ekki hvernig kaupin á honum komu til, en ef Rafa var að baki þeim er það ákveðin gæðastimpill, þó að menn séu nú kanski ekki allir sammála um það 🙂 Eitt er víst að hæfileikarnir eru klárlega til staðar, þetta eru svona kaup að ef þau heppnast er þetta leikmaður sem á eftir að 3x-4x í verði. Auðvitað stórt ef en að mínu mati er þetta áhætta sem er vert að taka.

    Maður er alltaf spenntur fyrir vel spilandi og flinkum brössum. Hann mun líka fá meira svigrúm til að gera mistök en jafnaldrar hans frá stóra bretlandi – eins fáránlegt og það nú er 🙂

  4. Nr. 5

    Þessi strákur var keyptur árið 2008 en lánaður í 2 ár áður en hann kom til Inter eins og venja er á Ítalíu. Þá var Benitez við stjórvölin og hafði mikla trú á þessum strák.

    Þetta er mjög spennandi leikmaður og vonandi að kaupin á honum verði kláruð án langdreginnar sögu.

  5. Stórundarlegt hvernig innanbúðarmenn hjá Liverpool eru sífellt að ýta undir Suarez að hann fari að hugsa um það að yfirgefa Liverpool með einhverjum undarlegum yfirlýsingum. Maðurinn er með flottan samning hjá Liverpool og hefur aldrei gefið neitt annað út heldur en að hann ætli að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi. Ef menn halda áfram þessu blaðri er alveg öruggt að Suarez fer að efast um veru sína hjá Liverpool enda margir og þ.á.m. félagar hans í liðinu að segja að hann eigi betra lið skilið. Frekar pirrandi.

  6. Nr. 7

    Ég er nú bara ekkert ósáttur við að fyrirliði Liverpool komi eigendum Liverpool í skilning um að Liverpool verður að komast í meistaradeildina aftur til að halda sínum bestu leikmönnum. Efast um að hann sé að segja eitthvað nýtt þarna eða ýta undir brottför Suarez.

  7. N,r 7.
    Það kom fram í féttum í gær að Bayern ætla að bjóða 40 millur í Suarez í sumar og ef hann heldur áfram að spila eins vel og undanfarið koma örugglega einhver fleiri stórlið inn ´líka. Svo að Gerrard er bara að segja það sem við vitum allir.
    En gott að það er verið að styrkja liðið og vonandi er þessi Brassi næjanlega góður til að styrkja liðið strax eins og Surridge hefur gert, ekki veitir af ef einhver séns á að vera að nálgast Tottenham eins vel og þeir eru að leika þessa dagana.

  8. Benitez reyndi að kaupa þennan strák á sínu síðasta seasoni hjá Liverpool. Mjög flinkur og stórefnilegur en alltaf spurning hvernig Brasilíumönnum hentar enska deildin. Oscar hjá Chelsea er t.d. ekki beint að slá í gegn þrátt fyrir að vera eldri, dýrari, reyndari, í betra leikformi og eiga fast sæti í brasilíska landsliðinu. Buðum 5 sem var hafnað en 7-8m punda ættu að vera svona sársaukamörkin til að taka séns á þessum pilt.

    Það er hinsvegar verulega þreytt að hafa misst af Wesley Sneijder. Bara óskiljanlegt að FSG vilji ekki heimsklassaleikmann sem þekkir gjörsamlega allt í íþróttinni og hefur spilað úrslitaleiki í CL og á HM. Þetta er leikmaður sem hefur rosalega miklu að miðla til allra ungu strákanna, myndi stórbæta byrjunarliðið, koma með stóraukna hættu í föstum leikatriðum sem skipta æ meira máli í ensku deildinni, gera hin topp 4 liðin meira hrædd við okkur og stórauka trú stuðningsmanna Liverpool á innkaupastefnu FSG.Leikmaður sem gæti ýtt okkur einn síns liðs uppí 4.sæti í ár. Ég myndi halda að svona kaup væru no-brainer fyrir Henry ef hann vill þróa liðið áfram. Jafnvel fyrirliðinn Gerrard og Rodgers voru að kalla á svona reynslubolta kaup.

    Las nefnilega grein um daginn. Ummæli frá einhverjum stórlaxi sem hafði unnið með John Henry og sagði að hann hefði ekki hundsvit á íþróttum og keypti aðallega leikmenn eftir hversu myndarlegir þeir væru og gætu notast til að markaðssetja þau félög sem hann stjórnaði. Kannski var Sneijder bara ekki nógu sætur en Sturridge og Coutinho virðist vera það.

    Liverpool var nú kallað “Spice Boys” hérna á 10.áratugnum þegar við spiluðum rosa áferðarfallegan og sexy fótbolta undir stjórn Roy Evans með krúttum eins Mikael Owen, McManaman, Jason McAteer, Phil Babb, David James og Jamie Redknapp að trylla dömurnar. En við unnum enga titla á þeim árum.

    Hvað er eiginlega að gerast fyrir Liverpool FC? Erum við komnir í enn einn hringinn í tilraunastarfseminni? Erum við að verða Spice Boys aftur?

  9. Jöss!! AEG er mættur aftur með puttann á púlsinum. Þessi “stórlax” eins og þú kallar hann er fv þjálfari Red Sox sem Henry RAK….kannski ekki skrýtið þó hann hendi skít í allar áttir. Róum okkur í svartsýninni og niðurrifinu…

  10. Liverpool’s hopes of signing Inter Milan’s Wesley Sneijder were dashed last night after the attacking midfielder agreed to move to Galatasaray for £6.3million.
    The Reds held initial talks with the Dutch international’s representatives but they weren’t able to match the Turkish side’s lucrative contract offer of £100,000 per week after tax.

    Þetta er orðrétt af Liverpool Echo, sem er talinn traustur miðill með fréttir af Livepool fc.

    Ef þetta er rétt, ef verðið var ekki hærra og launakröfur þó ekki hærri enn þetta þá eru þeir sem stjórna leikmannamálum hjá Liverpool alger fífl að mínu áliti. Stór orð en þetta er líka stór skita ef rétt er.

    Einn besti miðjumaður heims falur fyrir útsöluverð, vildi koma til Englands frekar enn Tyrkland, tel það pottþétt. Enn hann er ekki 12 ára og vildi þiggja laun í samræmi við getu, ekki nein rugl laun. Hefði getað orðið okkar Van Persie, þeas fært liðið á næsta stall.

    Gerrard og fl. búnir að koma fram og lýsa áhyggjum af innkaupastefnu klúbbsins og það með réttu sýnist mér.

    Sjáið hvað leikmaður eins og Sturridge hefur gert fyrir okkur og lokið svo augunum og ýmindið ykkur hvað leikmaður eins og Sneijder hefði gert með Suarez og félögum.

    Pottþétt að Rodgers vildi Sneijder, kanarnir sem vita ekki hvað fótbolti er eigabara að treysta þeim sem þeir fela stjórn klúbbsins.

    Þeir sem stjórna málum og klúðruðu þessu tækifæri eru eins og ég segi fífl að mínu áliti.

  11. Ég tilheyri greinilega miklum minnihlutahópi hérna inni þar sem ég hafði afskaplega takmarkaðan áhuga á Wesley. Það var svona Joe Cole fýlingur í því dæmi í mínum huga. Í kringum 2,5 ár síðan hann var að gera einhverja hluti síðast og svo var hann að semja við Gala um einhver 100k á viku EFTIR skatta. Hátekjuskattar á Englandi eru 50% og hann hefði orðið lang launahæsti leikmaður Liverpool hefði hann komið á þeim díl. Það er alveg ljóst að menn reyndu að næla í hann, en voru ekki tilbúnir að gefa aðra hendina til þess. Of mikil áhætta og ég er mjög ánægður að menn skyldu bakka út úr dæminu. Ætli þetta sé ekki nokkurs konar endapunktur á hans ferli?

    Mikið skelfing er ég ánægður t.d. hvernig Sturridge hefur komið út, og þá er ég ekki bara að tala um það hvernig hann er inni á vellinum. Það sést á gjörsamlega öllu að hann vildi virkilega koma til liðs við okkur og tók á sig 25% launalækkun til að gera það mögulegt. Svona leikmenn vil ég fá, menn með hæfileika en síðast en ekki síst, brennandi áhuga á að sanna sig og spila fyrir þetta félag. Við höfum víst nóg brennt okkur á að borga mönnum himinhá laun, sem ekki hafa sýnt á vellinum að þeir hafi mikinn áhuga á að vinna í samræmi við þau.

    Ég þekki lítið sem ekkert til þessa Brassa, Coutinho, en hef lesið mér til um hann og virðist vera spennandi leikmaður. Auðvitað er hann stórt spurningamerki, en það er ekki verið að taka stóra fjárhagslega áhættu með honum. Eins sýnist manni að hann falli inni í svipaða categoríu og Sturridge, þ.e. hefur fengið frekar fá tækifæri með sínu liði en hefur verið að spila vel þegar hann hefur fengið sénsinn og talinn stútfullur af hæfileikum. Það er svolítið magnað að Coutinho sé búinn að spila 19 leiki með Inter á tímabilinu og skora í þeim 3 mörk, en Wesley kallinn er búinn að spila 8 og skora 2 mörk. En auðvitað hefur annar marg oft sannað sig en hinn mjög takmarkað. En stóra spurningin í mínum huga snýr að hungrinu hjá þessum tveim.

    Ég yrði mjög sáttur að fá Coutinho og ef við fengjum einnig einn öflugan vinstri bakvörð, þá yrði ég í skýjunum með þennan janúar glugga.

  12. Dagur Nr.12
    Reiknaðu út hvað 100.þús pund eru á viku fyrir skatt? Berðu það svo saman við hvað Sneijder hefur verið að gera undanfarin ár, hafðu í huga að það er 2013 núna, ekki 2010.

    Það er nákvæmlega engin tilviljun að ekkert lið fór í keppni við Gala um þennan leikmann og ég efast um að hann hafi nokkurntíma verið á leiðinni til Liverpool. Hann verður flottur í Tyrklandi.

    Við erum að reyna losna við nákvæmlega svona leikmenn og launapakka. Útiloka ekkert að Sneijder gæti komist aftur á skrið og sýnt fyrri styrk en það er allt of mikil áhætta fyrir allt allt of mikinn pening. Las að mig minnir einhversstaðar að hann hefði náð 73 leikjum á sl. þremur tímabilum.

  13. Ef að leikmaður ber endastafina inho í nafni sínu þá er garentíað að hann sé gòður 🙂

  14. @ Dave #12
    Þú hlítur að vera að trolla hérna, en ef ekki þá skulum við skoða málið aðeins…
    Hvar finnur þú staðfestingu á því að sneijder sé ennþá einn besti miðjumaður heims ?

    Hann hefur spilað 76 leiki fyrir Inter, skorað 13 mörk og lagt upp 20, sem væri svo sem allt í lagi fyrir utan það að þetta er dreift yfir FJÖGUR ÁR, á síðustu 18 mánuðum hefur hann spilað 25 leiki, skorað 5 og lagt upp 6.
    Steven Gerrard er með betri statistík síðustu 5 VIKURNAR heldur þetta og ekki fær hann þessi laun.

    Og ef 100.000 pund EFTIR SKATT eru ekki háar launakröfur hvað í ósköpunum fellur þá undir þá skilgreiningu ?

    Hinsvegar er ég sammála Gerrard ofl. um að innkaupastefnuna þurfi aðeins að endurskoða, en ég er sáttur með að menn séu ekki að spreða öllu budgetinu í gæja sem sætta sig við að spila ekki fótbolta svo lengi sem þeir fái sín ofurlaun.

    Vill heldur ekki sjá budgetið fara í Coutinho/Ince ef út í það er farið. Alveg jafn mikið risk, kannski minni peningar en fyrir sneijder ef launin eru tekin í dæmið, en þeim mun minni líkur að þeir skili einhverju til liðsins á næstu 6-18 mánuðum, sem er akkúrat innspýtingin sem við ættum að vera að leitast eftir.

    Ef það er ekki hægt að fá semi-reyndan gæja á aldrinum 23-27 ára fyrir þann pening sem er í boði þá eigum við bara að bíta í það súra epli og vinna úr þeim efnivið sem er til staðar. Kaupa svo skynsamlega í sumar og gera alvöru atlögu að top 4 næsta vetur.

    Meira hef ég ekki að segja um þennan blessaða jánúar-glugga 🙂
    Anda inn, anda út…

  15. Jamm, verð aldrei þessu vant að vera ósammála þér SStein.
    Sneijder er 28 á nóg eftir, Joe Cole hefur aldrei verið neit annað en overhyped enskur leikmaður sem var góður í 5 flokk enn Sneijder er búin að margsanna sig með landsliði og stærstu félagsliðum heims, var td einn af fáum sem eitthvað sýndi með Hollandi á síðasta stórmóti. Inter er í fjárhagsvandræðum og því hefur kappinn verið frystur því hann er á háum launum og þess vegna er kappinn falur, hefur ekkert með að mínu mati óumdeilda getu hans að ræða.

    Varðandi sífellda umræðu okkar Liverpool manna um laun og launakröfu þá fiinst mér það orðið þreytt og ég verð að segja, haldið þið að einhver Man utd aðdáandi sé að velta fyrir sér launum Van Persie eða endursöluverði, common.

    Við hefðum náð þessum kappa inn á svipuðum launum og Suarez og Gerrard, ekki spurning. Sneijder var búin að vera að fresta ákvörðun um Tyrkland því hann vildi til Englands og hefði verið sveigjanlegri í kröfum til að komast þangað.

    Það er amk mín skoðun að við höfum þarna misst af feitum bita, enn kannski er það bara alls ekki rétt hjá mér og vonandi kemur þessi unglingur, Coutinho, og brillerar og treður þannig upp í mig.

  16. Hér er ágæt grein frá Michael Cox (zonalmarking.net gæinn), um Sneijder.

    Ágæt greining á því hvað hefur gerst á hans ferli eftir að Mourinho yfirgaf Inter.

    Ég er ekki að segja að ég hefði ekki viljað fá hann en sá launapakki sem hann vildi fá var einfaldlega alltof mikil áhætta fyrir félagið. Eru það ekki nógu góð rök fyrir menn hérna inni að ÖRFÁ lið höfðu áhuga á að fá hann til sín ? LFC settu sig í samband við hans umboðsmann/menn og það er meira en mörg félög gerðu. Sneijder hefur ekki verið góður síðan árið 2010 og það segir ýmislegt um hann.

  17. Steini algerlega með þetta, menn verða að átta sig á því að til að jafna Galatasaray hefðum við orðið að bjóða manninum 200 þúsund pund. Miðað við það sem maður les þá er Gerrard með 130 og Suarez með 120.

    Halda menn að það hefði farið vel í hópinn að leikmaður sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar síðustu tvö ár bara væri á þetta hærri launum. Kjaftasaga gekk um netið fyrir helgi um að LFC væri tilbúið að láta hann hafa svipaðan launapakka og Suarez, sem fær víst ríkulega bónusa eftir frammistöðu. Sneijder hafi langað til Englands og reynt að nýta frestinn sem hann hafði frá Gala til að trúkka launin upp, það var aldrei á og hann fór í viðtal í gær og talaði um hvað hann hlakkaði til að spila í búningi Gala og fyrir áhorfendurna.

    Segi eins og Steini, var alls ekki það spenntur að ég hafi orðið svekktur í gær. Hins vegar gladdi það mig að sjá að menn voru tilbúnir að greiða Inter fyrir þennan leikmann og bjóða honum sem svaraði hæstu launa hjá klúbbnum, vonandi bara halda FSG áfram að horfa í svona áttir, því einhvers staðar þarna úti er leikmaður sem er tilbúinn fyrir svipaðan prís, háklassamaður.

    Ég væri svo til í að við færum aftur til Real og reyndum að fá Coentrao lánaðan fram á sumar, hann er á einverjum 85 – 95 þúsund pundum í laun og fær ekkert að spila. Coutinho eru líka kaup út fyrir kassann og gleðja mig. Vinstri bak þurfum við að leysa betur svo að Johnson sé á sínum besta stað og ef við finnum gott bakköp fyrir Lucas á litlum peningi má skoða það. Cole, Sahin og Wilson farnir er viss um að Pacheco og jafnvel Assaidi gætu líka verið til sölu og síðan styð ég alveg þessi umræddu lán. Suso og Robinson þurfa meiri mínútur í leiktíma og við þurfum að sjá hvort innistæða var fyrir lofi Dalglish og Comolli á Coates eða hvort skortur hans á hraða og lapsar í einbeitingu þýða að hann sé ekki nógu góður fyrir okkur.

    Vanalega hitnar glugginn á þessum tíma, þú þarft alltaf ca. viku til að gera díl á almennilegan hátt og þess vegna erum við að heyra sterkari orðróma núna. Næsta helgi verður stór!

  18. Flott grein Grétar og súmmerar í rauninni upp það sem maður hefur haft á tilfinningunni með Snejider. Í mínum huga er það algjörlega klárt að hann var ekki áhættunnar virði því þessi launapakki (100k á viku eftir skatta) er svaðalegur og það fyrir mann sem hefur ekkert sýnt í 2,5 ár. Athugið, þessi grein sem Grétar linkar á er skrifuð fyrir ári síðan. Hann hefur ekkert gert síðan þá.

    En já Dave, við þurfum víst bara að vera ósammála um þetta. Hann var aldrei að fara að koma inn á sambærilegum launum og Suárez eða Gerrard, hefði hann verið til í slíkt, þá væri hann orðinn leikmaður LFC í dag. 100k á viku eftir skatta er umtalsvert meira en okkar launahæsti (Gerrard) leikmaður er með í dag.

    En auðvitað skiptir það okkur stuðningsmenn máli hvernig launapakkinn er, við vitum það alveg að það er bara ákveðið budget í gangi og það skiptir talsverðu í hvað það er sett. Við setjum okkur kannski meira inn í fjármál en stuðningsmenn margra annarra liða, en það er líka vegna þess að við vitum hvernig tilfinningin er að vera korteri frá því að fara í gjaldþrot.

  19. Þessi Sneijder-umræða er mjög þreytt. Það getur vel verið að hann eigi enn inni toppár eða tvö miðað við sína miklu getu en hann er 28 ára og Liverpool er nýbúið að prjóna sig út úr nokkrum slíkum aðstæðum þar sem rándýr flopp á vitlausum aldri nánast handjárnuðu liðið í 2-3 ár (Poulsen, Konchesky, Jovanovic, Aquilani, Joe Cole, Carroll, Downing þar til nýlega) á leikmannamarkaðnum.

    Að ætla að stökkva í slíkan pakka í dag var glapræði, alltaf. Sú frétt að Liverpool hefði áhuga EF Sneijder lækkaði launakröfur sínar var að mínu mati hárrétt mat á aðstæðunum. Eins og Babú segir hér að ofan vorum við aldrei að tala um 100þ pund á viku til að jafna boð Galatasaray. Þar er hann með 100þ pund á viku EFTIR skatt og skatturinn þar í landi er að mér skilst miklu minni en skatturinn í Englandi. Einhvers staðar heyrði ég að Liverpool hefðu þurft að bjóða honum 160-200þ pund á viku til að það kæmi út sem 100þ eftir skatt. Það hefði verið sjálfsmorðssamningur fyrir Liverpool að gera í dag.

    Það er líka annað í þessu og það er að við eigum að vera að elta menn sem geta orðið næsti Sneijder, ekki manninn sem var eitt sinn Sneijder. Ekki kaupa menn vegna þess hverjir þeir voru, kauptu þá vegna þess hverjir þeir gætu orðið.

    Coutinho gæti orðið næsti Sneijder, eða betri, eða verri. Hann er minni áhætta á sínum aldri og sínum launum, þótt hann reynist 1-2m punda dýrari í sölu en Sneijder í dag. En ef hann reynist vera betri en Sneijder eru 8-10m punda lítið fyrir hann.

    Keyptum Alonso á 10m, fengum frábær ár hjá honum, seldum á 30. Keyptum Torres á 23m, fengum frábær ár, seldum á 50. Þannig díla á klúbburinn að leita að. Ekki að punga út 15m fyrir Joe Cole af því að hann var eitt sinn frábær, eða 8m plús fáránleg laun fyrir Sneijder af því að hann var eitt sinn frábær.

    Ég er 100% á bak við það að hafa látið Sneijder vera í þessum glugga.

  20. Varðandi sífellda umræðu okkar Liverpool manna um laun og launakröfu
    þá fiinst mér það orðið þreytt og ég verð að segja, haldið þið að
    einhver Man utd aðdáandi sé að velta fyrir sér launum Van Persie eða
    endursöluverði, common.

    First things first. 100k eftir skatta eru á milli 166-200k fyrir skatta (man ekki hvort að tekjusk í efsta þrepi sé 40% eða 50% í UK).. Ef það er 50% eins og Sigursteinn segir þá erum við að tala um að hann færi langleiðina til að tvöfalda SG í launum. Þér finnst það bara allt í góðu með mann sem hefur spilað rúma 20 leiki síðustu 18 mánuði. Þú værir flottur í samstarfi með kexkónginum. Þetta hefur auðvitað áhrif á allan launastrúktúrinn hjá félaginu, hvernig myndir þú réttlæta Suarez á 90.000 en WS á 180.000 ?

    Að þessu commenti þínu sem ég kvóta í. Skal reyna að svara þér í nokkrum punktum:

    1) ManUtd er að taka inn s.a. 108 milljónir punda, bara í match day revenue á ári á meðan Liverpool er að taka rúmar 40 milljónir.

    2) ManUtd er í CL og áskrifandi að efstu tveimur sætunum. Sem skilar sér í mikið hærri tekjum hvað varðar sjónvarpsútsendingar, verðlaunafé, sponsor samninga osfrv. Liverpool endaði í 8 sæti í fyrra og mjólkaði milljónir út úr vindrúðubikarnum eða hvað hann nú heitir.

    3) ManUtd voru 2011 að greiða 46% af tekjum sínum í laun leikmanna sem er mjög gott. Liverpool var á sama tíma að greiða 73% sem er … já ekki gott.

    4) ManUtd hefur, m.t.t. þessa sem ég nefni í 1-3 efni á því að taka svona “sénsa”. Nema ég held að allir muni taka undir að kaupin á RVP séu áhættuminni en kaupin á WS. Fyrir það fyrsta fór RVP frá Arsenal því hann vildi vinna hluti, WS fór frá Inter því hann vildi ekki taka á sig launalækkun, hefur verið á of háum launum m.v. það sem hann gerir inná vellinum síðan á þrennutímabili þeirra.

    Hann var vissulega frábær leikmaður og mig hefði dauðlangað í hann ef hann hefði verið á svipuðu leveli hvað laun varðar og aðrir í liðinu (kringum 100.000 pund fyrir skatta), en ef getan, formið, hungrið og allt það væri enn til staðar þá væri hann ekki að fara spila í Tyrklandi, það er bara þannig. Alveg sama hvernig þú reynir að horfa á það.

  21. Ég, Maggi og SSteinn sem sagt erum að segja það sama á sömu mínútunum. Ég var ekki búnir að lesa þeirra innlegg og þeir væntanlega ekki mitt eða hjá hvor öðrum. Gott að vita hvað við getum verið samtaka stundum. 🙂

  22. Allt of mikil áhætta að fá WS. Ef tölur eru réttar þá myndi það kosta klúbbinn 35-40 millj. punda á næstu 3-4 árum og 4/5 af þeirri upphæð væri bara launakostnaður. Hann er nú ekki þess virði og vísa ég til skoðana síðuhaldara hér að ofan sem ég er sammála.

  23. Er Gerrard ekki bara að setja pressu á eigndurna um að setja meiri pening í að styrkja liðið? Sýna þeim fram á að það sé líka nauðsynlegt að kaupa leikmenn með reynslu sem hafa sannað sig. Ef það er ekki gert eru meiri líkur en minni á að við náum ekki í CL og ef við náum ekki þar inn minnki líkurnar á að snillingar á borð við Suarez haldist lengi hjá okkur. Þessir kallar virðast ekki skilja það að þeir þurfa að fjárfesta til að koma liðinu á þann stall sem það á að vera, fjárfesta í leikmönnum með reynslu en ekki bara efnilegum. Gerrard og Rogers hafa verið að tala um hvað þeir eru ósammála eigendum með þetta. Þar er ég líka alveg sammála en held því miður að liðið muni enn og aftur líða fyrir eigendur sína.

  24. Mig langaði alveg í Sneijder, en ekki ef hann vill handlegg og nýra fyrir það að koma og spila fyrir bestu aðdáendur í heimi. Þá má Tyrkjagudda bara eigann. Það þarf ekkert að ræða það meira, move on bara.

    Ég er mjög spenntur fyrir þessum Brassa, enda Brasilíumenn mitt lið á stórmótum alltaf. Núna erum við komnir með tvo Brassa og það er frábært. Nú er bara að ná í tvo Þjóðverja og þá erum við í frábærum málum. Svo kemur Cavani næsta sumar. 😉

  25. Menn vita nú ekkert hvað fór fram í samningaviðræðum milli Sneijder og Liverpool. Þessvegna geta menn alveg róað sig á möntrunni um einhverjar 100.þús pund eftir skatta.Hún er ekkert heilög. Hefðum líka getað reynt að bjóða honum styttri samning en þau 3,5 ár sem Tyrkirnir buðu eða fengið hann á láni til sumars með forkaupsrétti.

    Það nýjasta er að Sneijder segir á heimasíðu Gala að hann hafi valið þá umfram Liverpool vegna þess að hann vildi spila um titla spila í CL strax í dag. Kannski var hann alveg til í að lækka sig verulega í launum en hafði enga þolinmæði fyrir langtímaáætlunum FSG um að kaupa næstu ár endalaust 20-24 ára leikmenn til Anfield og verða “kannski” í titilbaráttu eftir 4-5 ár. Kannski leist honum ekki á Rodgers sem þjálfara eða hans hugmyndir. Hver veit?

    Það er síðan bara algjört bull að vera bera Sneijder við Joe Cole. Cole hefur ekki spilað til úrslita á HM og CL eða verið í toppklassa mörg ár í röð. Cole er sjálflærður hæfleikaríkur strákur frá West Ham á meðan Sneijder kemur úr Ajax-knattspyrnuskólanum. Cole er ekki einn besti sendinga og skotmaður í heimi. Sneijder hefði komið með mikla reynslu og sigurhefð inní Liverpool. Einmitt sú karaktertýpa sem okkur vantar fyrir framþróun liðsins, gæfi liðinu meira jafnvægi og myndi lyfta öðrum lykilmönnum Liverpool á tærnar. Slíkt er oft ekki metið til fjár og gæti líka hjálpað okkur að næla í fleiri heimsklassa leikmenn að hafa stór nöfn á Anfield.

    Annars á þessi þráður að fjalla um Coutinho og mér líst mjög vel á hann. Getur spilað allar stöðurnar frammi í 4-3-3 en aðallega í holunni og er með frábæran hægri fót. Ungur og vel teknískur leikmaður sem hefur verið vannýttur eins og Sturridge og hefur örugglega metnað til að sanna sig í betri deild. Hann hefur þó átt í vandræðum með meiðsli af og til með Inter og það er ljóst að enski boltinn myndi ekki fara neitt mýkri höndum um hann. Ef við fáum hann á c.a. 7m punda yrði það örugglega alveg áhættunnar virði.

    Endurtek þó áhyggjur mínar að FSG sé að reyna breyta Liverpool í “Spice Boys 2nd Edition.”

  26. Mér finnst persónulega bara frábært að Liverpool hafi skoðað möguleikan á að fá Snejider til liðsins. Þessi samningur frá Tyrklandi er búinn að liggja á borðinu í 2 vikur að mér skilst og inní þessu er líka hús og bíl að eigin vali og þessháttar. Þetta er semsagt fáranlega vel launað. + það hann mun sennilega spila alla leiki fram að HM.

    Möguleiki Liverpool var að Snejider mundi velja Ensku deildinna til að sýna að hann ætti enn fullt erindi í landsliðið. En það er erfitt að lofa honum byrjunarliðssæti í Liverpool. Það veit stórt nafn eins og Sahin manna best.

    Ég skil vel hann hafi endað í Tyrklandi, en ekki dettur mér í hug að skammast út í eigendur Liverpool. Þeir skoðuðu möguleikan, rétt eins og með Gylfa, og tóku ákvörðun, Snejider verður ekki launahæsti leikmaður Liverpool fyrr og síðar. Þeir kjósa að nota peningana annarstaðar.

    Líst vel á Philippe Coutinho, og líka að lána Suso, Coates og Robinson. Finnst Rodgers vera byggja upp stórskemmtilegt lið. Held áfram að trúa á þetta verkefni.

  27. Það nýjasta er að Sneijder segir á heimasíðu Gala að hann hafi valið þá umfram Liverpool vegna þess að hann vildi spila um titla spila í CL strax í dag.

    Hefur þú einhvern tíman séð nýjan liðsmann segja við heimasíðu nýja liðsins að hann hafi komið þangað fyrst og fremst út af peningum? Ég hef aldrei séð slíkt og oftast eru týndar til aðrar ástæður, þó svo að í mörgum tilvikum sé alveg ljóst að peningarnir skiptu mestu máli. Gala voru búnir að gefa það opinberlega út hvað hann væri að fá í laun, þannig að það var nokkuð ljóst hvað þyrfti til.

    Þetta sem fram kemur á heimasíðunni staðfestir reyndar fyrst og fremst að Liverpool hafi gert tilraun til að næla í kappann. Það sýnir okkur bara það að menn eru tilbúnir að skoða dæmi þó svo að leikmaður sé ekki á þeim aldursstiga sem mest er verið að leita eftir.

    Fer enn og ekkert ofan af því að Snejider er harla lítið búinn að geta í 2,5 ár og hefði verið afar stór áhætta fyrir svona upphæðir eins og um ræðir. En gott að geta grafið þetta mál endanlega og snúið sér að næsta máli.

  28. Er ekkert áhyggjuefni varðandi breydd hópsins ef við ætlum að láta sex leikmenn frá okkur og fá aðeins einn eða tvo til okkar? Man eftir að hér hefur oft verið rætt um breyddina í hópnum í vetur en við getum allavega ekki kvartað undan að vera ekki með mikla breidd í hópnum á seinni helmingi tímabilsins ef við látum hálft liðið frá okkur.

  29. Það er eitthvað mikið loðið við Wesley Sneijder
    Inter vill lækka við hann launin vissulega eru þeir í fjárhagsvandræðum en ef hann væri ómissandi þá myndu þeir skera niður á öðrum stað.

    hann hefur um 2 lið að vilja eitt í tyrklandi og annað sem er í algjörri uppbyggingu og ekki keppnishæft í stærstu titlana.
    Og það er ekki einu sinni tilbúið að leggja í alvöru í hann.

    Öll lið í Evrópu sem eru að berjast um titla og hefðu barist um hann 2010 höfðu engann áhuga.

    Hvað varða breiddina þá er hún áhyggjuefni og vissulega vill maður sjá eitthvað gerast.
    En það er spurning hvaða möguleikar eru í stöðuni.
    Við fengum framherja og hann hefur komið skemmtilega á óvart.
    Og svo hafa ákveðnir leikmenn vaknað aðeins til lífsins.

    á meðan Liverpool er ekki að missa bestu leikmenn sína þá er ég sáttur með að það tekur eitthvern tíma að byggja upp gott lið.
    Ég er allavega stuðningsmaður Rodgers sem þjálfari alla leið.

    hann mun finna okkar Wesley Sneijder 2010 týpuna. Og það verður noname þegar hann kemur. kannski er það Coutinho.

  30. Ég er einnig sáttur við að Liverpool fór ekki í þá áhættu að taka WS miðað við þessi laun.
    Sagði að ég yrði sáttur við að fá hann fyrir svona 70k pund á viku. Sá einhversstaðar að Lpool hafi boðið honum 60k á viku sem myndi fara upp í 100k + ef við kæmumst í Champions league. Það fannst mér fín nálgun hjá klúbbnum ef satt er. Tyrkirnir voru einfaldlega tilbúnir í þessa áhættu og gangi bara öllum vel þarna í Istanbúl.

    Annars lítur þessi Brassi ágætlega út. Hef ekkert séð til hans enda fylgist nánast ekkert með ítölsku og spænsku deildinni. Ungur leikmaður, ekkert sérstaklega dýr og mun ekki þiggja þungan launapakka til að byrja með. Svo vonar maður auðvitað að hann nái að aðlagast ensku deildinni sem er ekkert grín fyrir marga.

    En, ég er nokkuð ánægður með þetta enn sem komið er.

    YNWA

  31. Endurtek þó áhyggjur mínar að FSG sé að reyna breyta Liverpool í „Spice Boys 2nd Edition.“

    Rólegur með þessa Spice Boys kenningu. Hún er ekki það góð að hún verðskuldi að vera í tveimur kommentum. Hefurðu séð Charlie Adam?

    Og menn einsog Downing, Bellamy, Coates og fleiri eru nú bara meðalmenn í útliti að ég myndi telja, þó eflaust séu einhverjir betri til að dæma það en ég.

  32. Þó ca. 7-8 séu farnir hafa 4 verið keyptir + Wisdom, Sterling og Suso hafa komið upp úr yngri flokkum. Það er ekkert að breiddini eins og er. Aðalatriðið er náttúrulega að skipta út leikmönnum í hópnum fyrir aðra sem eru betri leikmenn. Lykilatriði svo að liðið berjist um alla tiltla. Segir sig sjálft auðvitað.

    Fremstu þrír: Suarez, Sturridge, Sterling, Downing, Borini, Assaidi. Liðið á ekki að þurfa fleiri en 6 manns í þessar stöður. Ef svo óheppilega vill til að 3 vanti á sama tíma þarf bara að breyta til. Hefur ekki 7-8 sátta leikmenn að berjast um 3 stöður. Það gildir um miðju líka. Það er bara spurning hverjum verði skipt út fyrir betri leikmann. Líklegast Assaidi. Stórt spurningamerki núna er Downing. Kallinn að vakna og fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi áfram góðri spilamennsku.

    Miðja: Sama þar. Þarft 6 leikmenn fyrir 3 stöður. Gerrard, Lucas, Henderson, Shelvey, Allen, Suso. Hverja viljið þið út? Ef Suso fer í lán þá þarf klárlega einn framliggjandi miðjumann. Nema BR ætli sér að fara nota C. Coady eitthvað. Annars er það þessi Coutinho. En það sem af er þessu tímabili langar mér helst að skipta út Allen fyrir einhvern betri. Ekki endilega selja. Spurning um að lána hann. Byrjunar 3 á miðju miðað við hópinn núna eru klárlega Gerrard, Hendo og Lucas. Ef einhver ætti að koma inn í þessa miðju þarf sá hinn sami að vera betri en Suso, Shelvey og Allen.

    Vörn: Carragher, Agger, Skrtel, Johnson, Enrique, Wisdom, Coates, Robinson, Kelly. 8 leikmenn fyrir 4 stöður. Ef Robinson og Coates fara í lán þarf augljóslega að styrkja DC pg LB.

    My two cents. Sturridge og Suarez + einn annar rosalegur. Það yrði awesome ef Cavani kæmi í sumar til að fullkomna þrenninguna. Downing, Sterling, Borini subs + kannski Ibe og Sinclair næsta tímabil. Miðjan er góð, bara nokkuð góð eins og er og ég held að hún hafi ekki litið eins nærri vel út síðan Mascherano, Alonso og Gerrard réðu lögum og lofum um alla Evrópu. Til að vörn og markvarsla skili liðinu titlum þarf Agger einhvern rock solid heimsklassa miðvörð við hliðina á sér. Kompany og Vidic týpu. Skrtel er alls ekki nógu stöðugur og gerir mistök reglulega. Vonin var sú að Coates væri þessi gaur. Hann þarf auðvitað að fá 15-20 leiki straight til að geta dæmt hann að einhverju viti. Vill ekki lána hann. Nota hann áfram í FA og Euro og einhverja easy deildarleiki heima. Carragher stelur líklegast stöðunni af Skrtel núna og klárar ferillinn með stæl:-). Að auki eru Wisdom og Kelly miðverðir þannig að næg breidd er í CD stöðunum, Vantar bara einn alveg massívann sem leysir Carra af hólmi. Svo er það LB staðan. Robinson þarf að kjöta sig aðeins upp og þá tel ég að hann verði mjög góður bakvörður. Það er örugglega sniðugt að lána hann 1-2 tímabil. Ég er það bjartsýnn fyrir framtíð Robinson að ég held að hann verði framtíðar landsliðsbakvörður Englands. Og þá vonandi Liverpool auðvitað líka ef það rætist úr hæfileikum hans. Þarna þyrfti þá LB sem er betri en Enrique. Enrique virðist hafa gengið í endurnýjun lífdaga og er ég sáttur með hann í hópnum. Tekur ekki McCloughlin við af Johnson, er það ekki nánast pottþétt? Meiðslapésinn Kelly er ekki áreiðanlegur back up fyrir G.J. en Wisdom búinn að standa sig vel þannig að RB er ágætlega stödd. Reina, Reina, Reina. Var farinn að sýna glimpses af áðurþekktum töktum í markinu áður en hann meiddist fyrir Norwich leikinn. Púff, ég veit ekki. Hefði allan daginn skipt honum út fyrir Lloris snemma síðasta sumar ef ég væri LFC manager en hann þarf klárlega að sanna sig á ný að mínu mati ef hann á að standa í búrinu næstu árin.

    Já einmitt, þetta var Coutinho spjall. Sorry, missti mig aðeins.

  33. Það sem ég hef séð af Coutinho hjá Inter er að hans helsti veikleiki er að hann er ekki líkamlega sterkur. Hann er fljótur og teknískur en honum er nánast alltaf fleygt af boltanum af sterkari varnarmönnum. Hann brilleraði á láni hjá Espanyol í fyrra svo það er spurning hvernig hann mun þrífast í ensku deildinni sem er mjög physical deild.

  34. Ég verð að fá að ýta inní þetta uðræðum um hann Pepe Reina. Pabbi hans er nýorðin markmannsþjálfari hjá Barcelona og mér sýnist hann vera að ýja að því að Reina væri spenntur að fara aftur heim og spila fyrir þá og gera pabba sinn stoltan í leiðinni en sá gamli spilaði með þeim á árum áður eins og Reina sjálfur.

    Ég er nokkuð viss um að við munum missa hann í sumar og þá er spurning hvort að það verði þá ekki að tryggja okkar þennan Jack Butland frá Birmingham en talið er að hann muni berjast við Joe Hart um Enska markmannssætið á næstu árum.

    Reina hefur að vísu ekki verið jafnöflugur í ár og hann hefur áður verið en það væri slæmt að missa hann og sérstaklega til Barcelona þar sem að það er erfitt að láta þessa menn borga uppsett verð samanber Fabregas.

    http://www.mbl.is/sport/enski/2013/01/21/segir_ad_reina_myndi_gladur_snua_aftur_til_barcelon/

    Er einhver hérna sem veit hver besta staða sem þessi Coutinho spilar ?
    Er það fyrir aftan sóknarmennina eða virkar hann frammi eða á köntunum í 4-3-3 kerfinu.

  35. Einar Örn #33

    Ég hef lengi haft þá kenningu að eftir því sem leikmenn Liverpool væru ófríðari, því betra væri liðið. Sjáum bara Sammy Lee, David Johnson, Ian Rush, Phil Thompson o.fl. frá gullaldarárunum, það ógnaði enginn liðinu meðan þeir voru og hétu. Ég er viss um að ef við hefðum keypt menn eins og Ian Dowie, Trifon Ivanov og Colin Hendry á sínum tíma þá hefði velgengnin varað töluvert lengur.

    Þetta er kannski svipað því og þegar talað er um að ljótu stelpurnar séu betri í rúminu vegna þess að þær leggi sig meira fram, – (þið kannski látið mig bara heyra það ef ykkur finnst ég fara yfir strikið).

  36. Er engin herna sem getur frætt okkur eitthvað um þennan coutinho? Eg er allavega ekki hæfur til að tja mig um hann enda heyrdi eg nafn hans i fyrsta skipti fyrir 2-3 dogum siðan.

    Varðandi pepe reina þa vill eg auðvitað aæls ekki missa hann en ef hann vill fara þa finnst mer ekkert oeðlilegt að við fengjum ja allavega 15 milljonir fyrir hann. Jafnvel að fa bara valdez plus 6-8 milljonir og kaupa butland fyrir þann pening svo við kæmum þa ut med valdez og butland i sirka slettum skiptum fyrir Reina…

  37. Já yfir strikið Helgi J.

    Fyrsta málsgrein mjög skemmtileg en seinni yfir strikið.

  38. Ég vildi bara taka undir með Magga að Coentrao yrði draumur í dós núna. Hann mundi bæði styrkja vinstri bak og hægri bak (Johnson færi í sína stöðu) og á sama tíma mundi sóknarþungi liðsins styrkjast.

  39. Það eru nokkur atriði í þessari umræðu sem standa upp úr.

    Í fyrsta lagi. Kristján Atli: Umræðan um Sneijder og launakröfur hans hefur staðið yfir í viku, það er allt í lagi að tjá sig, þetta verður ekkert þreytt á svona stuttum tíma.

    Í öðru lagi. Launamál leikmanna og félagsins koma okkur við, því allar ákvarðanir þessu lútandi hafa áhrif á hverja er hægt að kaupa, og hefur því bein áhrif á það hversu liðið okkar er gott. Það að vera alveg sama um launamál liðsins er því næstum því að vera alveg sama um hvernig liðinu gengur.

    Í þriðja lagi. Það er algjörlega út í hött að ætla að borga yfir 150 þúsund pund á viku fyrir svona leikmann. Það væri hægt að borga tveimur klassaleikmönnum þessi laun og allt að 5 squad-leikmönnum. Aftur: launamálin koma okkur við.

    Í fjórða lagi. Ef menn ætla að fara að fagna enn einu sinni einhverri nýrri kaupstefnu, þá bið ég menn að vera rólega. Sturridge-kaupin virðast ætla að heppnast, Coutinho-kaupin gætu heppnast, en þau gætu líka orðið ný Bruno Cheyrou eða El Hadji Diouf kaup. Kaupstefnan var svona undir Houllier og ekki skilaði það okkur því sem við vildum. Það er fínt að kaupa slatta af efnilegum 17-18 ára strákum eins og Benítez stóð fyrir en það er aldrei hægt að byggja eingöngu á því. Ég er persónulega hrifnastur af kaupum eins og Torres, 23 ára, Suarez, 24 ára, Agger, 21 árs, Skrtel, 25 ára, Reina, 23 ára og slíku. Menn sem eiga nóg eftir, eru að komast á sitt besta ról og eru samt búnir að sanna nokkurn veginn ágæti sitt.

    Í fimmta lagi. Það er mjög hæpið að ætla að lána leikmenn sem eru á bekknum hjá okkur. Við vorum að fá Borini úr meiðslum, Kelly er frá lengi, Enrique er frá í nokkrar vikur og Reina er frá í nokkrar vikur og það er alveg klárt að einhver eða jafnvel einhverjir af fyrstu 14-15 munu meiðast á næstunni, eða amk. meiðast eitthvað á tímabilinu. Vaninn er að 4-5 leikmenn séu frá hverju sinni og þá er eins gott að hafa þokkalegt back-up á bekknum. Suso, Coates og Robinson eru besta back-upið sem við höfum núna og það er ekki hagur liðsins, ef það ætlar að stefna á 4. sætið, að lána þessa leikmenn.

    Í sjötta lagi. Gerrard talar um að liðið eigi að stefna á fjórða sætið. Enn geta menn ekki haldið kjafti og einbeitt sér að því að spila fótbolta, taka einn leik fyrir í einu og láta verkin tala. Það er ca. mánuður síðan menn brenndu sig á þessu síðast. Það má alveg stefna á 4. sætið mín vegna, en klárum Arsenal og Man. City áður en farið er að tala svona. Í dag eru 7 stig í það sæti og þrjú lið á milli okkar og þessa sætis. Það er því enn sem komið er nokkuð langt í það og Tottenham hafa verið nokkuð stöðugir á tímabilinu. Fátt sem bendir til þess að þeim muni fatast flugið meira en okkur. Þá eru Arsenal og Everton líka með frekar stabíl lið og Everton eru yfirleitt miklu betri seinni hluta tímabilsins.

    Í sjöunda lagi. Þið sem nenntuð að lesa, takk fyrir lesninguna. My five cents.

  40. Ég hef lengi haft þá kenningu að eftir því sem leikmenn Liverpool væru ófríðari, því betra væri liðið. Sjáum bara Sammy Lee, David Johnson, Ian Rush, Phil Thompson o.fl. frá gullaldarárunum, það ógnaði enginn liðinu meðan þeir voru og hétu

    Keegan, Dalglish, Hansen og fleiri myndu sennilega eyðileggja þessa kenningu aðeins.

    En ok, ég er hættur þessari útlitsumræðu. Hún er glórulaus.

  41. það er eitt sem hefur farið algjörlega framhjá mér í þessum málum, það er semsagt treyjusala. Það er nokkuð ljóst að SNeijder myndi allann daginn selja fleiri treyjur en Coutinho og flestir aðrir leikmenn LFC, en er það kannski bara dropi í hafið miðað við allann annann kostnað? Tek það annars fram að ég var ekkert alltof spenntur fyrir Sneijder og var viss um það allann tímann að hann væri ekki á leiðinni, lýst líka nokkuð vel á þennann Coutinho.

  42. Af hverju fynnst mér bara stuðningsmenn Liverpool tala eitthvað virkilega um launamál leikmanna? Ég þekki þó nokkuð marga United menn aldrei hef ég eitthvað heyrt þá þrassa um launamál leikmanna. eða það verður að losna við þennan man frá launum vegna þess hann er ekki standa undir launum sínum. Mér er farið að leiðast það að allt í einu er aðalumræðan oft á tíðum fucking launin….

    Ég horfi á boltan í sjónvarpinnu og svo tala ég um úrslit leikjanna og hvernig einstaka leikmenn hafa verið að spila.. stjörnuleiki eða hvort þeir séu að spila illa… aldrei hef ég eitthvað verið að spá í Joe Cole er með 100 þúsund… Aquilani var með 90 þúsund pund…. fyrir mér er þetta leiðinlegasti bletturinn á fótboltanum og við eigum að láta skrifstofunna um þau mál í Liverpool…. ekki eins og við séum að borga þessi laun!!!

  43. Þetta treyjusöludæmi sem oft er verið að tala um er reyndar bara hálfgerð mýta. Þetta var kannski málið þegar leikmenn kostuðu ekki nándar nærri jafn mikið og þeir gera í dag, en núna er þetta hreinlega fjarri raunveruleikanum.

    Segjum sem svo að hver treyja kosti að jafnaði 40 pund (sem er mjög nálægt því að vera staðreyndin fyrir Liverpool treyjur). Hvað eigum við að segja að LFC fái mikinn hluta af þeirri upphæð? Ekkert voðalega stóran myndi ég halda svona heilt yfir því íþróttavörumerkin selja líka til un-official búða og þar er hlutur LFC mun minni en það sem er selt í þeirra eigin búðum. Gerumst bara gróf og segjum að LFC fái 20 pund fyrir hverja treyju sem seld er í heiminum (fá líklegast ekki nærri svo stóran part). Þá, miðað við að heildarsamningur Snejider væri upp á um 35 milljónir punda til 3,5 ára (sama og sagt er að Gala sér að ná í hann á). Þá þyrftu Liverpool að selja um 500.000 treyjur á hverju ári bara með nafni Snejider á bakinu (líklegast samt nær 600.000 þúsund treyjum þar sem lítið sem ekkert væri keypt síðasta hálfa árið).

    Heildartreyjusala á LFC treyjunni árlega er í kringum 800.000 treyjur og við værum þá að tala um að sala á Snejider treyjum þyrfti að bætast ofan á þær treyjur, setja þetta sem sagt upp í 1,3 milljónir treyja árlega til að geta sagt að hann borgi sig upp í treyjusölu. Þetta er mýta sem Real Madrid bjó á sínum tíma til, stenst illa skoðun hefur líklegast miklu minni áhrif en menn halda. Að sjálfsögðu koma svona nöfn inn með aukinn áhuga og meira verður verslað, en þær upphæðir eru dropi í hafið þegar verið er að ræða viðlíka upphæðir og í þessu tilviki þegar horft er til t.d. launa.

  44. líst vel á litla brassan … en já Coentrao væri draumur í LB að mínu mati einn sá besti á EM

  45. Nr.45 Beggi

    Af hverju fynnst mér bara stuðningsmenn Liverpool tala eitthvað virkilega um launamál leikmanna?

    Þetta er bara bull hjá þér.

    United menn (ásamt Arsenal, Tottenham o.fl.) tala bara alveg töluvert um launakostnað og þess háttar. Þetta hefur áhrif á flest öll leikmannakaup Arsenal og sama má segja um Spurs. United “hefur efni” á hærri launum en önnur lið og geta barist við City og Chelsea um leikmenn og boðið að einhverju leyti samkeppnishæf laun og því er þetta ekki mikið áhyggjuefni hjá þeim allajafna, nema þegar leikmaður velur City/CFC framyfir United, þá er það vegna launa. En þeir tala alveg um það og taka með í reikninginn.

    Enda væri annað bara gjörsamlega fáránlegt, launakostnaður er oftar en ekki stærri partur af kökunni heldur en kaupverð leikmanna og það sem hefur hvað mest að segja um það hvort leikmaður komi til liðsins eða ekki. Það að horfa bara á kaupverð leikmanna er mjög villandi enda segir það bara hálfa söguna. Wesley Sneijder er mjög gott dæmi, heldur þú að hann kosti ekki meira en 7,5m? Það er vegna launa hans sem þeir fara ekki fram á meira fyrir hann (og vegna þess að hann hefur ekkert getað undanfarin ár).

    Ekki gagnrýna þá sem vilja taka þetta með i reikninginn þegar verið er að stúdera möguleg leikmannakaup þó að þú og vinirþínir nennið ekki að hugsa út í þetta.

    Það sem Liverpool hefur gengið í gegnum undanfarin ár ættu að segja okkur allt sem segja þarf um mikilvægi þess að eyða ekki öllu budget-inu í allt of dýra has-been leikmenn á niðurleið og jafnvell sitja uppi með þá á kostnað yngri, ódýrari og betri leikmanna.

  46. Snejder var í Inter og fór til Tyrklands. Af hverju er ég búinn að lesa hátt í 40 komment um manninn á Liverpool bloggi? Ég hef ekkert heyrt nema slúður um málið en sumir ræða þetta af slíkri þekkingu að þeir virðist stundum vera í stjórn Liverpool. Það vita allir að Liverpool er í kauphug í janúar og líklega stærsta félagið á þeim buxunum og Snedjer var jú líklega langstærsti bitinn sem var á lausu svo auðvitað er slúðrað um það. Þó Ryan Gosling og Beyoncé væru bæði á lausu er ekkert sjálfgefið að þau byrjuðu saman, kannski finndi Ryan sér bara eina unga brasilíska og Beyoncé einhvern Tyrkneskan sykurpabba, hver veit. Skil ekki af hverju menn eru að eyða púðri í að tala svona mikið um hann hér.

    Og Einar Örn #43, finnst þér Dalglish sætur? Hann er í besta falli krútt.

  47. Ég hef ekkert heyrt nema slúður um málið en sumir ræða þetta af
    slíkri þekkingu að þeir virðist stundum vera í stjórn Liverpool.

    Þegar Pearce, Ben Smith, Rory Smith & Tony Barrett segja allir að það sé áhugi hjá LFC og að e-h viðræður hafi átt sér stað þá er oftast eitthvað að marka það. Echo, BBC & Times eru á öðrum stalli en “slúður” frá goal.com og powerade pakkinn frá fotbolta.net.

    Að öðru – nú virðust við kunna ágætlega við okkur gegn Norwich. Og oftar en ekki þá er Turner nokkur oftar en ekki búin að vera einn allra slakasti leikmaður vallarins í þessum leikjum – var Rafa ekki á eftir stráknum hérna um árið ? Gríski guðinn var nú bara ekki svo slæm kaup ef hann var ódýrari kosturinn af þeim tveimur!

    Þó Ryan Gosling og Beyoncé væru bæði á lausu er ekkert sjálfgefið að
    þau byrjuðu saman, kannski finndi Ryan sér bara eina unga brasilíska
    og Beyoncé einhvern Tyrkneskan sykurpabba, hver veit. Skil ekki af
    hverju menn eru að eyða púðri í að tala svona mikið um hann hér.

    Ég skil heldur ekki afhverju ég sé nafnið Ryan Gosling á Liverpool bloggi, en það er önnur saga 😉

  48. Ansi góð umferð fyrir okkur og veitir víst ekki af.
    WB, Everton, Tottenham og Arsenal tapa öll stigum á okkur. En það er ansi strempið program í næstu tveim leikjum en ef við myndum ná 2 til 3 stigum úr þeim leikjum þá held ég að við gætum veitt þessum liðum harða keppni um 4 til 5 sætið í vor.

  49. @Eyþór Guðj. #51, en þér finnst skiljanlegra að nafn Beyoncé sé á LFC spjalli? 😉

  50. Coutinho segir að hann sé líklega ekki á leiðinni burt
    a) hann er varkár, og segir ekki neitt fyrr en þetta klárast, og vill kannski fara eða er frekar hlutlaus.
    b) hann vill ekki fara.. sem er slæmt
    c) Hann vill fara, en er bara að ljúga, til að halda Inter aðdáendum rólegum.

    Inter vantar víst peninga svo að þetta gæti verið að gerjast !

  51. Sælir felagar

    Wesalings Snæder er farinn til Tyrklands og því sé ég ekki ástæðu til að ræða hann meira. Coutinho er mál dagsins og mér líst vel á strákinn svo langt sem það nær. Annað hefi ég ekki um þetta að segja og hafið það sem best Púllarar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  52. Er þessi coutinho saga að detta upp fyrir eða? Það virðist allavega sem eitthvað minna se að gerast i dag enn i gær i sambandi við hann. Hann virðist svo sjalfur tala þannig að hann vilji bara vera hja inter svo maður veit ekki hvernig þetta mal stendur.

  53. Oftast er þögn góðs viti þegar verið er að klára samninga.
    Þegar menn eru endalaust að blaðra eitthvað í blöðin þá eru menn ekki að sitjast við samningsborð.

  54. Babu Við höfum öll okkar skoðun það er beauty við okkur mannfólkið 🙂 Enn kannski tilheyri ég svona andskoti heimskum vinahópi því engin af okkur fynnst þetta skemmtilegt umræðuefni að tala um laun. Eða heildarkostnaður hvers leikmanns per samning og yari yari yari 🙂
    stundum líður mér eins og ég þurfi að fara í háskólan og læra hagfræðinna til að geta tekið þátt í þessum djúpum samræðum.. Kannski er ég gamaldags og vil ríghalda í þá fornu hefð þegar launamálin voru meira private á milli leikmanna og klúbbsins.

    Kannski verð ég að sætta mig við það að nútímin krefst þess að maður verður að fylgjast með þessu líka til að geta talist alvöru stuðningsmaður…. Ég kenni alfarið Football Manager um þessa launaumræðu 🙂

    Er alls ekki eitthvað dómharður á fólk sem nennir að kafa svo djúpt í þennan rekstrakúltúr hjá félaginnu. Mér þykir bara skemmtilegra að tala um það sem gerist í leiknum og tengt því og sögu Liverpool.

  55. Er ekkert að frétta af Reina? Er hann að fara eitthvað haldiði? Er ekki með það marga á Twitter og ekki áræðanlega penna held ég. Hvað segiði pennar þessarar síðu?

    YNWA – Rogers we trust!

  56. Bradford City have been in as many cup finals as Everton in the last 17 Years

    Vel gert hjá þeim, slógu út Wigan, Arsenal og núna Aston Villa og ef að Chelsea komast í úrslitaleikinn þá er Bradford komið í UEFA keppnina á næsta ári.

    Mikið rosalega grenja ég þetta tap á móti Aston Villa í dag. Skelfilegt lið sem við áttum ALDREI að tapa fyrir.

  57. Nýjustu fréttir af Coutinho eru frá Tony Barrett, sem þykir áreiðanlegur. Hann segir að Inter hafi neitað 8 milljón evra tilboði Liverpool og vilji fá um 12 milljónir evra. Það eru um 10 milljónir punda.

  58. Mér hefur nú fundist Reina unhappy og lélegur í nokkur ár þannig að ef eitthvað stórlið er að falast eftir honum þá eigum við að leyfa honum að fara finnst mér.

  59. Langar að skjóta inn einni spurningu. Vitið þið hvort og þá hvar púllarar eru helst að hittast hérna í Osló yfir leikjum?

  60. Nr. 60

    Babu Við höfum öll okkar skoðun það er beauty við okkur mannfólkið 🙂 Enn kannski tilheyri ég svona andskoti heimskum vinahópi því engin af okkur fynnst þetta skemmtilegt umræðuefni að tala um laun. Eða heildarkostnaður hvers leikmanns per samning og yari yari yari 🙂

    Snýst ekki um það og það var ekki punkturinn hjá mér. Það er bara staðreynd hvort sem okkur líkar það betur eða verr eða spilum tölvuleiki eða ekki að launakostnaður er a.m.k. helmingur ef ekki meira af öllum leikmannakaupum og ef við tökum ekki mið af því er við erum að velta fyrir okkur mögulegum leikmannakaupum sjáum við bara hálfa myndina. Mín skoðun er a.m.k. sú að því upplýstari sem umræðan er því skemmtilegri er hún.

    Tala nú ekki um þegar eigendur Liverpool tala manna mest um að halda launakostnaði í skefjum og liðið hefur verið í handbresmu í nokkur ár á leikmannamarkaðnum vegna of hárra launa núverandi (þáverandi) leikmanna. Þar fyrir utan er þetta langstærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að því hvaða félag góðir leikmenn sem geta valið um félög ákveða á endanum að velja.

    Annars er ég alveg sammála þér og helst myndi ég bara vilja frétta af nýjum leikmannakaupum daginn eftir að þau voru afgreidd án þess að heyra nokkurntíma um hvað þessi eða hinn er með í laun. Því miður er bara mjög langt síðan þetta var svona einfalt.

  61. Ein kjaftasaga er að Liverpool ætli að hætta við að byggja nýjan völl og ætli að kaupa Christian Eriksen frá Ajax. Hann hefur engan áhuga á að mæta en með því að bjóða honum gull og græna skóga í staðinn fyrir mold og skóflustungur þá eru Liverpool núna með pálmann í höndunum.

    Verður vonandi klárað fyrir mánaðamót…..

  62. Já merkileg tölfræði þarna í #69 greinilegt samkvæmt henni að Henderson – Gerrard er best og þá annað hvort með Allen eða Lucas með sér en Gerrard – Allen ekki að virka eins vel. Ég man reyndar ekki hvenær Allen átti góðan leik líklega einhverntíman í október. Skil ekki en þá afhverju hann var látinn byrja á móti United þar sem hann var skelfilegur á móti Mansfield. Ég myndi alla vega vilja sjá Gerrard – Henderson – Lucas í næstu leikjum.

  63. 62 Bond

    Mér skilst að þeir séu hættir að gefa “runner up” evrópusætið ef sigurvegarinn er þegar í evrópusæti.
    Það fer víst á liðið í 6. sæti deildarinnar.
    Þannig að þeir verða að vinna Chelsea til að komast í evrópu.

  64. Swansea meinaru? Chelsea töpuðu fyrri leiknum 2-0 á Stamford Bridge og detta sennilega út í kvöld.

    Annars er ágæt útlistun á Coutinho sem leikmanni hér og hvort hann gæti meikað það í enska boltanum.
    Liverpool target Philippe Coutinho

    Virkar mjög jarðbundinn og agaður persónuleiki. Ef hann er sterkur í fótunum, teknískur dribblari og með lágan þyngdarpunkt, spilar allar stöður frammi en líka sem AMC þá er hann alls ekki ósvipaður Aguero hjá Man City. Líst mjög vel á þetta.

  65. 65 rúnar geir þorsteinsson – ég fór nokkrum sinnum á Tempest árið 2010 og 2011 og þar var frábær stemmning. Menn sungu meira og minna allan leikinn og það var ansi gott stuð. Staðurinn er á ágætum stað í miðbænum.

    http://www.tempest.no/

  66. Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem Southampton kaupir mann sem Liverpool eru sagðir hafa áhuga á

  67. Nr. 75

    Hef aðeins fylgst með þessu í dag. Held að það sé engin sendinefnd farin frá Liverpool, frétt þess efnis kom frá goal.com og engum öðrum að ég held…sem skýrir afhverju DV stökk á það.

    En áhugi Southamton virðist vera raunverulegur og spurning hvort þeir taki í þriðja skipti leikmann sem er orðaður við Liverpool. Ramirez og Forren eru hinir tveir.

    ATH: Þrátt fyrir slúður og annað þá vitum við afar lítið um raunverulegan áhuga Liverpool á þessum leikmanni og hversu hátt þeir vilja fara með tilboð í hann, hvað þá hvort það sé áhugi á að taka þátt í verðstríði um hann. Ramirez og Forren eru ágæt dæmi um þetta sem og Gylfi Sig. Leikmenn sem var alveg vilji fyrir að skoða en engin forgangsverkefni ef verðið var ekki rétt.

    Vona samt að þessi strákur komi, virkar mjög spennandi en á meðan við höfum ekki heyrt píp frá neinum sem ræður einhverju á Anfield um þetta erum við bara að geta í eyðurnar. Á móti er ekki hægt að neita fyrir að það er sjúklega pirrandi að fylgjast svona náið með hugsanlegum leikmannakaupum Liverpool.

  68. Ég skil ekki hvernig svona kaup eru að ganga fyrir sig, það er gasrað um væntanleg kaup í fjölmiðlum fram og til baka án þess að flugufótur sé fyrir.

    Liverpool og FSG eru alveg sérstakir aular í þessum leik, nægir að nefna Clint Dempsey Forren og Gylfa. Ef satt reynist að Soton sé að Sjanghaia þessum leikmanni fyrir framan nefið á okkur þá er spurning hvort að FSG og co þurfi ekki að læra “gameið”

  69. Held nú satt að segja að ef að LFC hleypi mönnum til Soton þá séum við alls ekki sannfærðir um að þeir meiki það.

    Gaston Ramirez hefur átt einhverja góða leiki en marga arfaslaka, Forren valdi lið frekar en að koma til okkar á trial og umræðan um Coutinho og Soton er ekki skrýtin þar sem nýráðinn stjóri þeirra vann með honum í fyrra. Svo þegar leikmaðurinn er til sölu þá leggja alls konar menn saman 2 og 2 og fá út 7!

    Svo er það hinn góði drengur Gylfi Sig. Eigum við ekki bara að bjóða honum að hætta að versla í London og verma bekkinn. Miðað við að Spurs er nú að reyna að ná í Lewis Holtby strax frekar en í sumar og umræða um að þeir séu að nálgast það að fá Modric til láns fram á vor þá finnst mér nú eiginlega ljóst að sá sem verst fór út úr sumrinu og dílnum sem ekki tókst við LFC hafi verið Gylfi nokkur Sigurðsson.

    Er enn handviss um að við gætum nýtt okkur krafta hans og væri bara alveg til í að sjá hvað Spurs og Gylfi eru að spá….

    En óskapar gúrka er þetta nú!

  70. Mig langar að vita hvað þið munduð verðleggja suarez à ef þið reðuð i liverpool?

    Sluðrið segir að bayern se að ihuga 40 milljon punda tilboð, slikt tilboð væri að minu mati verulega hlægilegt.

    Eg personuþega yrði osattur ef 60 milljon punda tilboð yrði samþykkt.

    Eg væri til i að skoða tilboð uppa 70 en helst ekki minna en 80. Ef leikmaðurinn hinsvegar vill bara vera alsæll hja okkur þa mundi eg ekki samþykkja kaupverð nema talan væri þriggja stafa. Staðreyndin er su að við gætum aldrei selt suarez a 60-70 milljonir og keypt neinn jafn goðan og hann fyrir þa upphæð. Hinsvegar gætum við selt hann og hugsanlega fengið 2-3 goða leikmenn i staðinn en það er allt annað mal.

    Við hvaða upphæð yrðuð þið sattir við að sanþykkja sem boð i suarez ?

  71. Ég bara vill ekki hugsa til þess að hann sé á leið í burtu.

    Ef hann vill vera áfram.
    En FSG ákveða að selja hann þá vill ég þá burtu samstundis

    Ef hann vill fara þá er það til marks um að hann hafi ekki trú á þeirri vinnu sem á sér stað hjá Liverpool
    Og það segir mér að ég vilji FSG burtu samstundis

    Það er ekkert eðlilegt við það að Suarez fari frá Liverpool.
    Þá er félagið ekki á réttri leið undir stjórn fsg.

    Það er ekki flókið.
    En ég hef ekki trú á að hann fari og ætla að halda áfram að trúa á þá uppbyggingu sem á sér stað.

  72. Hann er aldrei að fara á 200

    En ef svo að það kæmi 200mp í hann
    Þá er ég frekar stuðningsmaður þess að menn setji peninga í klúbbinn en ekki selja bestuleikmenn liðsins til þess að kaupa aðra.

    Svo mitt svar bara segja þeim sem býður 200mp í Suarez að nota þá peninga í annað.
    Suarez er leikmaður Liverpool
    Og svo taka upp einkaveskið sitt og kaupa 2 stk góðra leikmanna og reyna búa til gott lið.

  73. Rosalega er þessu gluggi búin að vera svakalega óspennandi og leiðinlegur það er bara nákvæmnlega ekkert í gangi. Það eina sem er búið að gerast eru kaupin á Sturridge sem hefðu að sjálfsögðu átt að gerast í sumar en eins og allir vita þá drullaði Liverpool upp á bak í sumar. Svo kemur vitleysingurinn hann Ian Ayre í eitthvað bull viðtal og lætur eins og það hafi verið planið allan að gera þetta Hann segir svo að ef Dempsey hefði verið keyptur þá hefði ekki verið hægt að kaupa Sturridge. Á meðan Werner kemur fram í viðtölum og segir að það sé nóg til af peningum til leikmannakaupa. Þeir tala alveg í kross það er eins og það viti engin hvað er í gangi ekki einu sinni stjórnendurdir. Ég er bara skíthræddur um að það komi ekki fleiri leikmenn í janúar held að FSG séu bara með allt niðrum sig varðandi Liverpool.

  74. Hazard til varnar, þá sést það allan tímann að hann er að reyna sparka í boltann.

    “A Twitter account, believed to be that of the ball-boy, suggested that he had planned to use time-wasting tactics if the ball reached him during the game”.

    Þetta gæti þó engu að síður verið vitleysa…

    Það skal enginn segja mér að þetta hafi verið svona vont, hann liggur þarna eins og stunginn grís eftir þetta, líklegast hrikalega sáttur innan með sér með alla athyglina sem hann er að fá.

    Breytir því samt ekki að Hazard á líkegast að vita betur, hefði t.d. getað talað við dómarann og heimtað meiri uppbótartíma.

    Þetta er samt hlutur sem Swansea þarf að taka á líka, það er óásættanlegt fyrir fótboltann líka að krakkar komist upp með að gera þetta þegar slíkt er í húfi fyrir andstæðinginn.

    Ímyndið ykkur nú ef þetta væri Suarez, heimurinn færi bókstaflega á HVOLF!

  75. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort strákurinn sé að reyna að tefja leikinn eða ekki. Hazard á ekki undir nokkrum kringumstæðum að sparka svona í hliðina á honum, alveg burtséð frá því hvort að sparkið hafi fyrst farið í boltann og svo strákinn.

    Þetta er einfaldlega hegðun sem á ekki að sjást á fótboltavelli.

    Spái því að hann fái meir en þriggja leikja bann fyrir þetta,.

  76. Hazard á ekki að gera svona lagað og fékk réttilega rautt spjald. En takið eftir því þegar Hazard byrjar að reyna að pota í boltann þá hendir drengfíflið sér niður og grípur um boltann! Hvaða rugl er það eiginlega?

  77. Verðskuldað rautt á Hazard.

    En þetta er samt sjúklega fyndið atriði. Þessi boltastrákur fær 10 í einkunn fyrir þetta atriði. Leikaraskapurinn hjá honum er alveg magnaður svo ekki sé meira sagt. Ekkert að honum en engist um eins og stunginn grís. Ég hef aldrei séð að einstaklingur sem er ekkert tengdur leiknum nái að fiska leikmann andstæðingsins út af með rautt spjald.

    Og hvað vilja menn að það sé gert við strákinn? Sektaður um 100 þús. pund? Setja hann í leikbann?

    Einfaldlega “pricless”.

  78. Ætli Suarez fái nú einhvern frið fyrir ensku pressunni eftir þetta Hazard dæmi…

  79. Hazard að stela fyrirsögnum blaðana af Benitez, svipað og Suarez léttir undir leikmönnum Liverpool og Rodgers oft á tíðum.

  80. Gætuð þið ímyndað ykkur hvað pressan myndi loga núna ef að Suarez hefði gert þetta. Ekki minna en 30 ára banni yrði krafist.

  81. Kiddi K, sorgleg ? Eigum við ekki ennþá færi á að jafna boð Southampton ? Áttun við að byrja á því að bjóða 15 millur og yfrborga fyrir kappann eða ?

  82. síðan hvenær átti Southampton svona mikla peninga að geta tvisvar keypt 10+ m/p leikmenn?

  83. Ætla að setja inn smá frá virtum LFC blm á twitter, tökum því með fyrirvara auðvitað en ef þessir menn segja þetta er líklega fótur fyrir því

    James Pearce @JamesPearceEcho
    Understand #LFC’s new offer for Coutinho is 9million Euros (£7.6million). Club still confident the deal will be done.

    The Times (Tony Barrett): #LFC submitted an improved bid of about £8m for Coutinho and are confident of signing him. #LFC is his preferance.

    Simon Peach @SimonPeach (Þetta er blm. og stuðningsmaður Southamton)
    I understand talk of Coutinho to #SaintsFC is wide of the mark. Interest in summer but Ramirez came in. Sounds as if agent is playing games.

    sportingintelligence @sportingintel
    I can only imagine Coutinho’s agent is on a cut of any transfer fee because somebody’s fueling talk of a bid war that’s not happening. #lfc

    Ef eitthvað er til í þessu er þessi díll ansi nálægt því að vera ganga í gegn og Southamton var líklega aldrei inni í myndinni. Það er alltaf jafn gaman af silly season.

  84. Held að það hafi verið ljóst frá upphafi að Liverpool hafi aðeins áhuga á þessum strák fyrir RÉTT verð. Ef það reynist rétt að Southampton hafi boðið rúmar 10 milljónir í hann verðum við að bíða og sjá hvort klúbburinn okkar telji hann vera 10 milljóna virði. Hef fulla trúa á Rodgers og eigendunum að taka rétta ákvörðun í þessu máli!

  85. Vilja menn ekki bara leiða Hazard fyrir aftökusveit ? Meiri múgæsingurinn yfir þessu atviki. Afsökunarbeiðni frá báðum á að vera nóg. Nóg komið af þessum rugl bönnun frá FA.

  86. Er ekki buin að horfa a þetta atvik med hazard en for að pæla hvort það se ekki einhver sens a ad kenna suarez bara um þetta? Þegar menn foru að tala um hvað hefdingerst ef þetta hefdi verið suarez þa langar mig ekki að hugsa þa hugsun til enda, það hefði pottþett þytt endalok hans a englandi er eg hræddur um..

    En kannski að maður vindi ser i það að sja þetta atvik, er orðin pinu spenntur ad sja þetta.

  87. Er sammála þeim einstaklingum hér að ofan sem segja að miðað við að Hazard sé atvinnumaður í fótbolta þá er þessi hegðun til skammar. Hann á náttúrulega aldrei að sparka í manninn (eða boltan, hvað sem menn vilja segja). Ef hann getur sparkað í boltan (sem hann segist hafa verið að gera) þá gat hann alveg eins beygt sig slegið boltan undan honum, rétt???

    Persónulega finnst mér þetta til skammar, alveg eins og mér fannst það til skammar þegar að okkar heittelskaði Suarez gaf Fulham aðdáendum puttan í lok leiks…ekki atvik á saka caliberi en samt sem áður á þetta ekki að sjást í boltanum í dag.

    Ég skil hinsvegar ekki þá sem eru á nálum yfir því að við séum ekki að kaupa og kaupa og kaupa leikmenn. Rogers talaði um það fyrir þennan glugga að hann yrði rólegur, sem hann hefur og verið. Ég yrði persónulega sáttur ef að Sturridge kæmi og Couthinho og svo værum við einfaldlega hættir, nema að það bjóðist einhver góður vinstri bak (ólíklegt samt sem áður).
    Ef að Reina ákveður að fara er það enginn heimsendir því ég myndi alveg treysta Brad Jones í markinu (hann á það nú skilið…hann hefur yfirleitt spilað vel þegar að hann fær sénsinn). En ef hann verður aðalmarkvörður, hver er vara? Hvað varð um Doni?? Eru pennarnir hérna eitthvað fróðari en ég um hvar sá góði maður er?

    En, slöppum bara af, þessi transfer gluggi er að fara alveg eins og talað var um af þeim sem stjórna einhverju hjá klúbbnum.

    YNWA – Rogers we trust

  88. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir að tengja Suarez við atvikið í leiknum í gær.

    FOX SPORT
    “The cheeky ballboy has won his 15 minutes of infamy with his tactics from theLuis Suarez school of antagonism, but the incident has ……”

  89. Takk fyrir Heimir og Royal. Ég kíki á Tempest Bar á morgun.

Liverpool 5 – Norwich 0

Vika eftir af glugganum – Couthino – opinn þráður