Liðið gegn Norwich

Útsala hjá Merkjavörum: 20-50% afsláttur! Sjá nánar hér.

Byrjunarliðið er klárt og það er svona:

Jones

Wisdom – Carragher – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas
Downing – Henderson – Suarez

Sturridge

Bekkur: Gulacsi, Allen, Borini, Shelvey, Sterling, Robinson, Skrtel.

Þessi uppstilling er eins og áður ekki heilög og líklega verða Suarez og Sturridge meira saman frammi og Downing aftar heldur en þetta gefur til kynna.

Þeir sem spiluðu mjög illa í síðasta leik missa sæti sinn en eins koma þeir Brad Jones og Jamie Carragher koma inn fyrir Reina og Skrtel. Líklega er eitthvað að angra Reina en Skrtel er á bekknum.

Völlurinn er í góðu standi þrátt fyrir mikinn kulda á Englandi og snjókomu sl. daga. Vonum að það hafi ekki áhrif á leikinn og Suarez haldi áfram upptekinum hætti gegn Norwich.

46 Comments

 1. Jones og Carragher í staðinn fyrir Reina og AggerSkrtel? Ætli þeir séu meiddir, eða er bara verið að hvíla menn?

 2. Ef Reina og Skrtel eru ekki meiddir þá er ég ekki að skilja þetta.
  Veikir liðið, ekki spurning.

  Samt bjartur á þetta og hlakka til að sjá Suarez og Sturridge smella saman. Tökum þetta.

 3. AnfieldMole
  Just heard #reina out for 4 weeks broken nose and quad injury #lfc

 4. Reina er meiddur og Skrtel er hvíldur í dag. Það á ekki að koma mikið á óvart að Rodgers noti hópinn af og til og Carragher á að vera meira en up for it hiema hegn Norwich. Verst finnst mér að Coates hefur ekki náð að þróast nægjanlega til að setja pressu á miðvarðaparið.

 5. Af hverju er ekki Doni á bekknum í staðin fyrir Gulacsi?? ( veit samt að Gulacsi er hörkumarkmaður).

 6. Fólk getur glaðst yfir því að Allen sé á bekknum en ekki í liðinu.

  Persónulega vona ég við fáum að sjá Borini koma inn í seinni og spila þá með Suarez og Sturridge.

 7. Nr. 4

  Jack Watson @JackWatson_
  So a lad with 46 followers says Reina had a nose operation and people are believing him, despite reports that it’s a thigh strain.

  Doni er að ég held ekkert búinn að vera hjá félaginu á þessu tímabili. Fór held ég heim af persónulegum ástæðum. Var e-ð nýtt komið fram með hann?

 8. Þetta er auðvitað must win leikur enda 2 erfiðir leikir framundan og vonandi fá Suarez og Sturridge 90 mín saman til þess að læra á hvorn annan.
  Hendo vonandi grípur þetta tkifæri til þess að sýna að hann á að vera á undan Allen í röðinni í liðið.
  Spurning hvort að Gerrard hafi kannski ekki átt að byrja á bekknum enda búinn að spila alla leiki og allar mín. En hann og Agger eru að koma öllum á óvart með meiðslalausu runni.

 9. Veit einhver afhverju það eru eiginlega engir Sopcast linkar á Wiziwig ?

 10. Þetta er eina sem ég finn í SopCast. Allt orðið þetta AceStream núna.
  sop://broker.sopcast.com:3912/

 11. Jæjaaaaa………..þá eru liðnar 25 mín af leiknum og HENDERSON MEÐ ÞRUMU ! ! ! ! !:-) stoðsending frá SUAREZ

 12. Ef Henderson er ekki farinn að eiga heimtingu á stöðugu byrjunarliðssæti núna……. þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera!

 13. Sturridge með “dummie” og SUAREZ einn á móti markmanni, 2-0 glæsilegt 🙂

 14. Djöfull líst mér vel á þetta, þótt ég held nú að við eigum á eftir að fá á okkur klaufalegt mark en ég ætla skjóta á að við setjum 5 mörk þar sem Suarez setji sína þriðju þrennu í röð á móti þeim!

 15. Af hverju fékk Tettey ekki gult áðan fyrir brotið á Henderson, fyrst Johnson fékk þetta

 16. Snilldar fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Þvílikir yfirburðir vonandi halda þeir þessu áfram í seinni. Hendo flottur Suarez það þarf ekki að ræða hann.

 17. Erum að verða búnnir að jafna Arsenal að stigum en þeir eiga þá tvo leiki á okkur en annar þeirra er á morgun gegn Chelsea

 18. Þetta með sopcast linkana, það er komið nýtt forrit sem heitir Acestream hét áður Torrent stream, Semsagt sem spilar þetta í gegnum vlc, ég eyddi fyrstu 10 mín af leiknum að ná í þetta og endaði á að ég þurfti að breyta síðan “buffers” í torrentstream til þess að þetta hikstaði ekki en þetta er hreinasta snilld, laggar ekki og í fínustu gæðum, að vissu ekki eins og bloodzeed var með þetta í sopcast en voða svipað!
  http://info.acestream.org/#/products/tsfull síðan ferðu bara á wiziwig og klikkar á bloodzeed 🙂

 19. Af hverju er Wisdom ekki bara í vinstri bak þar sem hann er hvort eð er skelfilegur sóknarlega en í staðinn bitnar það á Johnson sem er síðri vinstra megin. Wisdom hlýtur að geta spilað varnarleik hvort sem það er hægra eða vinstra megin. Pæling

 20. Nú er bara að halda hreinu 🙂 ……………. og bæta við tveimur 😉

 21. @Máni nr. 24
  Hvar breytirðu buffernum? Ég er ekki að finna það og þetta er búið að vera að hiksta allan tíman hja´mér.

 22. LUCAS útaf fyrir Sterling, og Sturridge út fyrir BORINI ! ! Lucas búin að vera FRÁBÆR í leiknum, óðum að komast í sitt besta form. 🙂

 23. Máni segir:
  19.01.2013 kl. 16:01
  Þetta með sopcast linkana, það er komið nýtt forrit sem heitir Acestream hét áður Torrent stream, Semsagt sem spilar þetta í gegnum vlc, ég eyddi fyrstu 10 mín af leiknum að ná í þetta og endaði á að ég þurfti að breyta síðan „buffers“ í torrentstream til þess að þetta hikstaði ekki en þetta er hreinasta snilld, laggar ekki og í fínustu gæðum, að vissu ekki eins og bloodzeed var með þetta í sopcast en voða svipað!

  hvernig stillir þu bufferinn?

 24. @Hey Joe 270

  á Wiziwig.tv er software linkur þar sem að þú finnur dl link á ace stream.

 25. Það er greinilegt að menn hafa yfir engu að kvarta nema að ná ekki streami á leikinn. Enda ekki nema von, það er jú verið að urða yfir Norwich.
  Það væri gaman að taka eitt en, afsakið frekjuna.

 26. Allt liðið er að spila frábærlega vel en ætli menn muni ekki segja að Norwich hafi verið svo lélegir. Minni á að þeir unnu manutd….

 27. @39 Elmar Freyr Elíasson þú hægri klikkar bara á “icon-ið” í hægra horninu og ferð í options. Ég breytti bæði Vod-Buffer og Live buffer, ég prófaði einfaldlega að setja 6 og 20 í staðinn fyrir 3 og 10 🙂

Auglýsing: Útsala hjá Merkjavörum

Liverpool 5 – Norwich 0