Norwich á Anfield

Laugardaginn 19.janúar mæta Kanarífuglarnir frá Suffolk í heimsókn á Anfield og mæta drengjunum okkar í alrauða dásemdartauinu.

Reyndar þarf nú sennilega fyrsta spáin að snúast um það hvort leikurinn fer fram því fimbulkuldi er á Englandi í dag, snjór og læti. Það er ljóst að völlurinn verður leikfær, en töluvert stress er um aðstæður á vegunum og í kringum völlinn því Bretar eru jú betri í mörgu öðru en snjó- og hálkuakstri. Á morgun er spáð frosti og eilítilli snjókomu en miðað við fréttir síðdegisins þá stefnir nú í að leikurinn fari fram.

Svona í veðurfréttum þá má alveg segja að hér á Hellissandi er bara þetta fína veður, logn eins og alltaf og 6 stiga hiti.

Nóg af veðri, fyrri leikur þessara liða var dásamleg skemmtun, þegar Luis Suarez skoraði þrennu og leiddi fjólubláu herdeildina (spáið í það) til 5-2 sigurs þar sem meira að segja Nuri Sahin sett’ann!

Í ummælakerfinu okkar eftir leikinn þótti nú mörgum þetta ekki merkilegt á nokkurn hátt, enda Norwich þá í fallsæti eða rétt þar ofan við. Frá þessum tímum hafa þeir gulgrænu náð nokkrum eftirtektarverðum úrslitum og sitja nú í 12.sæti með 26 stig, semsagt fimm stigum neðanvið okkar drengi.

Stjórinn Chris Hughton er að setja mark sitt á liðið, það er öflugt varnarlega leitt af Sebastian Bassong sem hefur átt virkilega gott tímabil, þríhyrningurinn þeirra á miðjunni líkamlega sterkir leikmenn og fínir í fótinn, kantgaurarnir Pilkington og Snodgrass eldfljótir og áræðnir. Uppi á topp er svo trukkurinn þeirra, Grant Holt og hann lætur alltaf finna vel fyrir sér, eins og við lentum í á síðasta leiktímabili þar sem hann skoraði mark þeirra í 1-1 jafnteflisleik sem við vissulega áttum að vinna.

Þeir munu án vafa liggja aftarlega og reyna að loka á miðjuspilið okkar og flæðið fram á við, reyna að sækja hratt og klára sóknir þannig sömuleiðis, en síðan gefa sér tíma í föst leikatriði, sem hafa reynst þeim drjúg.

Okkar menn eru að koma til baka eftir svekkjandi tap á OT, þar sem fyrstu 45 mínúturnar voru daprar en mun skárra varð að sjá okkar menn í seinni helmingnum af þeim leik. Vonandi er að þar hafi stefna á þennan leik verið sett. Það hefur reyndar yfirleitt verið sagan að í kjölfar taps eða slakrar frammistöðu komi menn snarbrjálaðir í næsta verkefni. Enda það sem þarf ef við ætlum að gera völlinn okkar að virki!

Þegar kemur að því að stilla liðinu upp finnst mér eiginlega hálf erfitt að átta mig alveg á hvað uppleggið verður. Ég hef einhvern veginn trú á því að Rodgers verði hefðbundinn í liðsvali sínu og haldi sig við sömu vörnina og í síðasta leik, þó ég myndi vilja sjá Johnson hægra megin og þess vegna Downing í bakvörð. Miðjan er á sama hátt spurning. Gerrard og Lucas eru pottþéttir held ég en spurningin er hvort Suarez verður settur þar fyrir framan í “tíuna” og þá Downing og Sterling með Sturridge eða hvort Hendo/Allen verða á miðjunni og Suarez á væng. Borini held ég að verði á bekknum.

Svo eftir heljar spámennsku þá held ég að Rodgers stilli svona upp…

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Carragher, Robinson, Allen, Shelvey, Borini, Sterling.

Ítreka það að mér finnst erfitt að stilla þessu upp, vill sjálfur setja Suarez í tíuna í flæðið með Sturridge og þá hafa Downing og Sterling á vængjunum, en ég held þetta verði svona.

Ég held að liðið haldi áfram að koma vel til baka eftir tapleik. Við munum byrja leikinn á hápressu og ýta Norwich-mönnum til baka, nú finnst manni allt önnur gæði í sóknarleiknum og við munum setja mark á fyrsta hálftímanum og annað rétt fyrir hálfleik. Norwich koma til baka og skora í seinni en við setjum þriðja markið fljótlega eftir það og vinnum 3-1.

Að sjálfsögðu heldur Suarez áfram að skora gegn Norwich og Skrtrel eftir set-piece, auk þess sem að Sturridge heldur uppteknum hætti að skora í fyrstu leikjum sínum. First team debut, PL debut og nú Anfield debut.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!

30 Comments

  1. Það er vonandi að veðrið muni ekki koma í veg fyrir að þessi leikur fari framm.
    En þetta með lognið á Hellissandi 😀 ég veit ekki með það.
    Ég kynnist ekki logni og vissi hreinlega ekki hvað það var sem barn hehe.

    En ég vona innilega að byrjunarliðið verði eins og þín spá segir til um
    Ég spái 4-0 Suarez með 2 og Sturridge 2 og samvinna þeirra verði þannig að önnur lið fari að hræðast það.

  2. norwich mun bakka og reyna að hægja á leiknum eins og þeir geta, en ef Suarez okkar verður ekki frosinn þá ætti hann að geta sett tvö kvikindi og Sturridge eitt. 3-0 fyrir okkar menn.

  3. Nauts… Er að koma leikur?
    Mikið var … Leiðinda tíðinda ynda leysis vika að baki.

    Sammála byrjunarliðsspá og trúi því að menn byrji leikinn af miklum krafti.

    Sturridge stimplar sig inn
    YNWA

  4. Ehhhh… Láki – Sturridge er búinn að stimpla sig inn

    4-0 sigur (Suarez 2, Gerrard, Sturridge)

  5. Já …. væri frekar til í að henda Downing í vinstri bakk, hafa Johnson á réttum kanti takk fyrir. Gerrard og Lucas á miðjunni, Suarez og Sturridge frammi. Mig langar að segja Borini frammi líka en ég held að hann sé ekki að fara að byrja leikinn. Langar þá að kalla inn Suso og setja hann framm með drengjunum og svo Henderson til að tryggja góða vinnslu í 4-2-3-1 kerfið.
    Semsagt:
    Reina,

    Johnson, Skrtel, Agger og Downing.

    Henderson og Lucas

    Suso, Gerrard, Suarez

    Sturridge.

    Wisdom fer á bekkinn.

    Smells like teen spirit ….

  6. Nokkuð sammála Árna Jóni. Held reyndar að miðjan verði:

    Lucas – Gerrard

    Henderson

    Og sóknarlínan:

    Sterling – Sturridge – Suarez.

    Gerrard hefur spilað þessa stöðu nánast í allan vetur og það fer ekki að breytast núna. Henderson verður að djöflast þarna fyrir aftan sóknarlínuna og hann og Gerrard spila nokkru framar en Lucas.

    Sé síðan fram á að Borini fari að koma meira og meira inn fyrir Sterling og í leikjunum framundan verði Downing uppi og Wisdom í vörninni. En þetta hentar betur svona núna, Downing kemur með utanáhlaup á Suarez og Johnson kemur beggja vegna við Sterling, og síðan Borini fljótlega í seinni hálfleik.

    Á morgun fáum við öruggan sigur eins og við sáum í kringum áramótin. Lokatölur verða 4-0 og þetta er í fyrsta skiptið í vetur sem ég spái svona stórum sigri.

  7. Èg vill hafa 442 bara basic.

    Reina
    Johnsson. Skrtel. Coates. Agger

    Sterling. Gerrard. Lucas. Downing

    Sturridge. Suárez

    Bara bull að hafa Suárez á kantinum, finnst mér. Maður sem er búinn að skora svo mikið.?

  8. Meistari Árni Jón.

    Myndi allan daginn velja þitt lið, en held að Rodgers sé ekki sammála okkur!

  9. Merkilegt hvað Ferguson þarf alltaf að tjá sig um Liverpool. Núna segir hann að hann hafi efasemdir um hugarfar Sturridge. Nýbúinn að segja að Suarez er hneyksli fyrir Liverpool og þeir ættu að selja hann.

    Þeir munu báðir skora á móti Norwich og láta kallinn svitna aðeins meira yfir Wiskyflöskunni.

  10. Ég spái 4-0 Suarez 2 , Sturrige 2
    Sturrige fær 1 víti.
    3 mörk koma í fyrri hálfleik.

    Hver er svo drauma soapcast url dagsins ?

  11. Líst vel á þetta lið þó að ég sé ekki neitt alltof viss um að hann láti Allan á bekkin, hann virðist hafa endalausa trú á maninum hversu illa sem hann spilar, það væri bara nokkuð gott ef öllum mönnum væri gefið sama tækifæri áður en þeir eru settir út í kuldan…. Þetta er leikur sem á að vinnast nokkuð auðveldlega en svo er það nú eitt við höfum oft átt að vinna auðveldlega en gerum svo upp á bak, en það verður vinadi ekki raunin núna… spái 4 – 1 Suarez 1, Sturridge 1, Gerrard 2…

    Áfram Liverpool… YNWA….

  12. Hvað er Ferguson að þvæla og rugla í öðrum liðum, hann ætti að tauta um sína eigin menn, sem margir hverjir eru ekki barnana bestir, ekki gera aðrir stjórar þetta, hann lætur eins og hann sé drottning og megi allt. En hvað um það, við bara tökum þetta stórt og Koma svoooooooooo, LIVERPOOL.

  13. Er þetta ekki eimmit leikurinn sem tapast? Búið að ganga vel að undanförnu, menn farnir að spá 4-0 og tala um 4.sæti. Ekkert á að geta klikkað. Leikmenn gata farið að slaka aðeins á, enda bara Norwich sem Suarez ætti að gata klárað einn síns liðs.

  14. Ánægður að heyra að Liverpool er að bjóða 8 kúlur í Coutinho frá Brasilíu. Sóknarsinnaður miðjumaður en tilboðinu hafnað. Það er allavega verið að gera eitthvað.

  15. Sælir félagar

    Ég vil bæði Sterling og Allen á bekkinn. Hvorugur hefur sýnt nokkuð undanfarið til að þeir eigi skilið að vera í byrjunarliði. Mér finnst líklegt að það ÞURFI að hvíla litla pabbann, gera hann hungraðan og ná úr honum þreytunni. Þá getur hann komið inn aftur og spilað svipað og hann byrjaði í haust.

    Miðjan verður þá Gerrard, Lucas og Hendo. Frammi verða svo Downing, Sturridge og Suarez. Vörnin óbreytt frá síðasta leik og við vinnum þetta 3 – 1. Þetta er eins og Maggi stillir þessu upp og ég er honum sammála um að þetta sé líklegasta uppstilling BR. Þó verður að hafa í huga að óbilandi trú hans á Allen getur kippt Hendo út. En hvað veit ég svo sem?

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Var að sjá að það er allt í snjó í englandi og það er verið að fresta leikjum. Veit einhver hvort að það sé öruggt að leikurinn verði spilaður?

  17. All the grounds have confirmed the games are able to be played today despite heavy snow fall

  18. Óstaðfest lið

    Borini Sturridge Suarez
    Hendo
    Lucas Gerrard
    Johnson Agger Skrtel Wisdom
    Reina

    Skemmtilega sóknarþekjandi lið.

  19. Sælir félagar

    Mér líst mjög vel á þetta óstaðfesta lið sem þarna er sett upp af bondaranum. Sóknarlið sem gæti rúllað þessu upp.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  20. Staðfest lið

    Jones
    Wisdom – Agger – Carragher – Johnson
    Lucas – Gerrard – Henderson
    Suarez – Sturridge – Downing

  21. Lýst hrikalega vel á liðið. Við rúllum upp þessum leik.

    Svo er Norwich ekki í topp 10 þannig að við bara hljótum að vinna :/

  22. Skrtel á bekkinn er klárlega óvæntustu breytingarnar á þessu byrjunarliðinu. Líst mjög vel á það að hafsentarnir (Agger og Skrtel) fái skýr skilaboð um það að þeir eigi ekki autamatískt fast sæti í byrjunarliðinu. Game on! Koma svo LFC!!!

  23. Reina verður víst ekki með virðist vera eitthvað smá meiddur, Jones kemur inn í staðinn.

Fréttir? Engar fréttir.

Auglýsing: Útsala hjá Merkjavörum