Fréttir? Engar fréttir.

Í dag er 16. janúar. Það er lítið að frétta. Þessi gluggi er að reynast öllu rólegri en maður átti von á. Sturridge kom strax 2. janúar, Joe Cole og Nuri Sahin fóru stuttu seinna, og síðan … geisp.

Þessi Vegard Forren kom aldrei á reynslu til Liverpool. Það var víst ætlunin að bjóða honum reynslu áður en ákveðið var hvort boðið yrði í hann en þegar Southampton buðu £3.5m í hann á Rodgers að hafa ráðlagt honum að taka því, þar sem Liverpool myndu ekki gera boð nema sjá hann fyrst. Hann er því væntanlega á leið til Southampton.

Annað er lítið að frétta. Ian Ayre, sem hafði lofað stórum glugga, er byrjaður að klappstýrast og talar nú um hvað ungi hópurinn okkar er góður og gott jafnvægi í honum. Ég er alveg sammála honum að það er gott jafnvægi í liðinu í dag og ég er líka sammála því að það er ekki nóg að kaupa bara einhvern. Það þarf að finna réttu mennina og ef þeir finnast ekki nú í janúar er skynsamlegra að bíða fram á sumar en að taka sénsinn á einhverju sem menn eru ekki vissir um.

Þannig að við bíðum róleg um sinn. Það er svekkjandi ef ekkert meira gerist, sérstaklega af því að eins og staðan er núna hefur fækkað enn frekar í hópnum í janúar (einn inn, tveir út) þegar þörfin á að auka breiddina aðeins var svakaleg fyrir. En gengið á liðinu er ágætt, Borini er kominn inn úr meiðslum og Sturridge er að byrja vel með liðinu. Við verðum að minna okkur á hver staðan er og hafa smá þolinmæði. Róm var ekki byggð á degi.

Að lokum langar mig að deila með ykkur ummælum eftir Egil Sverrisson, lesanda síðunnar, sem hann setti inn við umræður síðustu færslu hér í morgun:

Frá því 15.október hefur Liverpool spilað 15 leiki og er með 4.besta árangurinn á þessum tíma. Við höfum séð það betra en þetta er ekki alslæmt. Er ekki öllum ljóst að liðið er sífellt að bæta sig? Var ekki öllum ljóst í upphafi tímabils að róðurinn yrði þungur?

Fórum af stað í tímabilið með Borini og Suarez sem okkar fremstu tvo menn en Borini meiddist strax þannig að við þurftum að treysta á Sterling til að vera fastur byrjunarliðsmaður. Núna er ekki bara Borini kominn til baka heldur fengum við mikinn liðsstyrk í Daniel nokkrum Sturridge. Með þessa þrjá heila þá eru Suso, Sterling og Downing komnir í eðlilegra hlutverk, þ.e. að veita cover af bekknum og eins að spila bikarleiki. Sahin og Cole eru farnir sem er gott mál enda léku þeir lítil hlutverk í liðinu.

Það töluðu allir um þolinmæði í byrjun tímabils en grátkórinn hérna inni er alveg hreint magnaður, það er grenjað yfir eigendunum, Brendan Rodgers, Gerrard, Lucas, Reina og svo mætti lengi telja. Sumir vilja meina að það þurfi að fjárfesta í þessum glugga fyrir 30+ milljónir og allt að 150m punda í sumar til þess að liði eigi möguleika á 4.sætinu. Er ekki allt í lagi? 180m punda í tveimur gluggum? Kaupa bara 6 þrjátíu milljón punda kalla á hvað 130 þús pund++ á viku? Svona er bara ekki svaravert. Ég er alveg á því að þarf að styrkja hópinn en menn mega nú alveg halda að minnsta kosti litlu tánni á jörðinni þegar verið er að spekúlera.

Eins og staðan er í dag vantar okkur herslumuninn í að stimpla okkur inn í topp fjóra aftur. Það vantar betra cover í vörnina (vinstri bak og jafnvel miðvörð) og fyrir Lucas. Myndi ekki kvarta yfir að fá einn í viðbót upp á topp eða mjög teknískan og öflugan kantmann. Fjárfesting í þessum þremur stöðum fyrir kannski 25-50m punda myndi gjörbylta liðinu okkar.

Tímabilið í ár snerist í raun aldrei um meistaradeildarsæti heldur að leiðrétta mistök undanfarinna þriggja tímabila, bæta inn ungum og efnilegum mannskap í bland við hryggjarsúluna í liðinu (Reina, Agger, Skrtl, Glen, Gerrard, Lucas, Suarez(+kannski Sturridge og Borini)) Fyrir utan eldskírnina sem var gríðarlega erfitt fimm leikja prógramm þá er liðið búið að vera á topp 5 og ég held að við getum flest verið sammála um að uppskeran í leikjum hefur stundum verið rýrari heldur en frammistaðan gaf til kynna en það ætti nú að lagast á seinni hlutanum sérstaklega þar sem framlínan lítur töluvert mikið betur út.

Það er ekkert hægt að orða þetta betur. Takk fyrir þetta, Egill. Svona eru lesendur Kop.is miklir snillingar.

90 Comments

  1. Takk fyrir þetta Kristján Atli og Egill, svo alveg sammála + það er fullt af góðum efnivið í U21 liðinu okkar og því óþarft að eyða miklu í leikmenn beint inn í liðið. Svo er það þessi umræða um markmenn?? hvað er nú það erum við ekki með 3-4 góða markmenn í dag? Nú síðast var það Valdes sem ág hef alltaf talið síðri markmann en Reina en lítur bara alltaf betur út í verri deild á Spáni. Takk fyrir mig Coparar góð síða hjá ykkur.

  2. Þetta er nefnilega kjarni málsins, þolinmæði. Við erum ekki að fara að gera hlutina á sama hátt og Chel$ea og City, kaupa okkur titilinn á skömmum tíma. Þessi félög eru í “Monopoly” og langtíma hugsun þessara félaga er ekki skýr. Enda verða þessi félög aldrei á sama stalli og STÓRU liðin í PL, Liverpool, United og Arsenal.

  3. Ég hef samt áhyggjur af því að Liverpool sé ekki með neitt njósnanet. Var Forrenn ekki valinn besti leikmaður norsku deildarinnar á nýliðnu tímabili og kostaði aðeins 3,5 milljónir punda. Hingað til hafa norðurlandabúar reynst vel í ensku úrvaldsdeildinni og gæti ég trúað því að þarna hafi hæfileikaríkur fiskibiti synt í burtu.

    Liverpool á ekki að bjóða leikmanni ársins í sæmilegri evrópskri deild á reynslu, það þætti mér móðgandi ef ég væri í stöðu Forren (ég yrði þó himinlifandi með reynslu eins og staðan á mér er í dag:).

    Það er þó talað um einn mann í slúðrinu í dag og að hann kosti 20 milljónir evra. Það er Willian frá Shaktar og ég krefst þess að Liverpool láti fylgjast með honum. Að fá hann á 20, Diame frá West Ham á 3,5, Forren frá Molde á 3,5 og Ince frá Blackpool á 6 gæti gefið liðinu þá breidd og gæði sem þarf til að ná 4 sætinu. Þetta eru 33 milljónir punda og það sem meira er að þessi kaup bjóða upp á góða endursölu möguleika ef þess sé krafist.

  4. Þessi umræða að vera ekki með njósnanet er vitleysa, það er bara að komast reynsla á þetta hjá þeim núna þar sem að “nýtt” net var “saumað” saman núna í haust og það þarf væntanlega gefa þeim mönnum sem koma að því smá tíma líka til að finna og safna saman þeim upplýsingum sem Rodgers vanter til að getað metið og keypt menn. Þetta er ekki alveg eins og í manager þar sem scout er sendur út og kemur svo til baka 10 mín seinna með fullt af regen leikmönnum sem verða wonderkids eftir 5 klukkutíma..

  5. Mikið væri nú gaman ef hægt væri að komast í gegnum einn félagaskiptaglugga án þess að minnst sé á Ian Ayre. Sá maður er ef til vill vanhæfari til þess að stýra samningaviðræðum um kaup á leikmönnum heldur en Rick nokkur Parry, og þá er sko mikið sagt!

    Ian Ayre segir að liðið hafi ekki áhuga á Sneijder – heimsklassaleikmanni sem fæst fyrir slikk – tæpar 10 milljónir evra + launakostnaður. Eins og góður félagi minn breskur sagði við mig á Andlitsbókinni í gær eða fyrradag – LFC not interested in Sneijder? Of course not. He’s 28 and can actually play football! og svo hló hann sig máttlausan, jafnvel þótt hann sé sjálfur stuðningsmaður LFC 🙂

    Annars er nú hægt að taka heilshugar undir með Agli, sem vitnað er í hér í upphafspósti – auðvitað var stefnan ekki sett á Meistaradeildarsæti. Það er í hæsta máta óeðlilegt að við, stuðningsmenn, séum svo kröfuharðir á þessu tímabili, enda lá allan tímann fyrir að leikmannahópur tímabilsins yrði þunnskipaðri en áður hefur þekkst.

    Það er því frekar sorglegt eða kjánalegt að horfa upp á stuðningsmenn kalla í dag eftir því að “við hefðum bara átt að sigra ManUtd” og þaðan af meira, “ef við ætlum okkur 4ja sætið”. Taki þeir það til sín sem eiga það.

    Leikmannakaup í þessum glugga? Enginn Sneijder, það er ljóst. Enginn Forren, en hverjum er heldur ekki skítsama?! Enginn okkar hafði heyrt af honum áður, og við höfum líka Kelly, Coates og jafnvel Wisdom sem allir eru miðverðir að upplagi.

    Mig langar að benda á að skv. Times í morgun þá hefur okkar manni John Arne Riise verið sagt að hann megi fara frá Fulham eftir að hafa lent í útistöðum við Martin Jol.

    Hér hafa margir þræðir undanfarið farið út í umræður um hið klassíska – hversu ömurlegur/frábær Benitez var og hversu ömurlegur/frábær Lucas er. Því hendi ég hér inn nafni Riise sem hugsanleg kaup – en það er orðið alltof langt síðan ég fékk að heyra umræðuna um hversu ömurlegur/frábær hann er 🙂

    Homer

  6. Til efasemdarmanna og kjúklingasalats kommentera:

    Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít en þú reisir heldur ekki höll á kviksandi.

    Ef Liverpool á að verða stórveldi aftur þá þarf að byggja alla vélina upp frá grunni, ekki bara henda 200m punda í að kaupa eitt stykki fullbúið lið. Taki þetta til sín sem eiga.

  7. Mikið væri gaman að geta bara ýtt á “fast forward” takkan í lífinu og spólað áfram til 1 febrúar. Þá væri þessum helv janúar glugga lokið og við gætum farið að tala um næstu leiki.

    Þó svo að Liverpool séu bendlaðir við hvern einasta leikmann sem er mögulega til sölu eða á láni þá verður ekkert meira gert hjá okkur í janúar.

    Sá eini sem ég vildi sjá fara á “frjálsri sölu” í janúar eru froðusnakkurinn og strengjabrúða FSG. Ian Ayre ! !

  8. Kannski dónalegt(!) að spyrja, hvar er Doni? Gulacsi var á bekknum þegar Jones var í búrinu.

  9. Homer, Riise heim aftur? Ekkert af því, gerir sín mistök en er aldrei meiddur og því fínt að hafa hann sem backup fyrir Enrique. Eflaust ekki dýr heldur.
    Annars þá efast ég um að Liverpool kaupi fleiri leikmenn í þessum leikmannaglugga.

  10. Sammála þessum pistli og tek að einhverju leiti undir orð Ayre þó ég telji að okkur vanti enn fleiri “match winnera” til þess að hafa þann balance í hópnum að við stöndum nær bestu liðunum í deildinni.

    Menn fóru varlega í síðasta glugga og að einhverju leiti í þessum líka en það er kannski jákvætt að hugsa til þess að ef við hefðum fjárfest í Dempsey í haust þá hefði kannski ekki verið farið í kaupinn á Sturridge núna í jan….vissulega vangaveltur en mér persónulega finnst mér díllinn með Sturridge betri.

    Varðandi Sneijder þá tel ég hann vera leikmann með mikla hæfileika en akkúrat í dag þá veit ég bara ekki hvernig formið á honum er. Ég óttast það að hann gæti reynst flop og ljóst er að það virðist nú ekki vera einhver slagsmál um að sign-a hann.

    Heilt yfir held ég að árangurinn hingað til sé ásættanlegur en aðdáendur liv munu ekki sætta sig við það eitt að vera í topp 10 til langs tíma, liðið þarf að halda áfram að bæta liðið.

    Höfum hóflegar væntingar til þessa leikmannaglugga en að sama skapi skulum við vera bjartsýn fyrir því að svigrúm ætti að vera næsta sumar til þess að sjá spennandi nöfn orðuð við klúbbinn.

  11. Frábært komment í síðasta þræði Egill. Það hellist yfir mann hálfpartinn svona sorgartilfinning að lesa sumt af því sem menn eru að skrifa hér inn í kommentakerfið. Halda menn í fullri alvöru að það sé verið að fara að eyða 30-40 milljónum punda í leikmannakaup í þessum glugga og 150 milljónir punda í þeim næsta, FYRIR UTAN LAUN og önnur gjöld? Nú er kominn tími til þess að slökkva á FM leiknum og snúa sér aftur að raunveruleikanum, eða allavega að reyna að skilja á milli þessara tveggja hluta.

    Ég er alveg sammála mönnum um að við þurfum að bæta liðið, alveg klárt mál, og við þurfum að bæta við mönnum sem eru BETRI en þeir sem fyrir eru í viðkomandi stöðu. En janúar glugginn er bara ferlega erfiður og það er ákaflega sjaldgæft að þú náir kosti númer eitt í þeim glugga. T.d. er Sneijder díllinn í mínum huga gríðarlega stór áhætta. Sá drengur hefur lítið sem ekkert gert síðustu 2-3 árin og er á hærri launum en nokkur annar leikmaður innan okkar liðs. Auðvitað gæti hann smollið inn og verið frábær, hans staða er þó ekkert langt frá því að vera sú sama og var á Joe Cole þegar við fengum hann frá Chelsea.

    En annars las ég kommentin við síðustu færslu og nenni ekki fyrir mitt litla líf að fara að þrátta um Benítez eða Lucas enn og aftur. En það sló mig engu að síður í þeim þræði þegar menn voru að fjalla um FSG og málin í kringum kaup þeirra á félaginu. Meðal annars skrifaði Viðar Geir þetta:

    Við vorum aldrei að fara i gjaldþrot, það voru margir sem syndu mikinn ahuga a að kaupa felagið og þo FSG hafi fengið klubbinn langt undir markaðsvirði þa þarf ekki alltaf að tala um að ef ekki hefdi verið fyrir þa þà værum við að spila i 7 deild…

    Og svo kom þetta frá Patreki:

    Ég er á því að sú fullyrðing að FSG hafi bjargað LFC frá gjaldþroti sé einfaldlega röng. Sú frétt sem við fengum ekki fyrir löngu að dómssátt hefði náðst við fyrum eigendur utan dómstóla samfærði mig. Það sem hefði gerst væri annað hvort hefðu aðrir en FSG eigast klubbinn eða kúrekarnir náð að endurfjármagna lánin sem gerðist ekki sem betur fer.

    Ég spyr nú bara, fylgdust þið akkúrat ekkert með því sem var að gerast á þessum tíma? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að við vorum “korteri” frá því að fara á hausinn? Það átti að gjaldfella lánin sem trúðarnir voru með og RBS voru alveg skýrir með það. Það var líka ljóst að trúðarnir voru langt, langt frá því að ná einhverri endurfjármögnun. Það eina sem þeir komu með (þegar búið var að klára yfirtökuna) voru statement frá vogunarsjóði í USA sem átt að hreinsa félagið til sín. Þetta var orðið spurning um klukkutíma og það er alveg skýrt að Liverpool FC var hársbreidd frá því að vera sett í greiðslustöðvun og lánin látin falla. Held þið ættuð að kynna ykkur þetta aðeins betur ef þetta er afstaðan.

    Það að sátt hafi verið gerð núna utan dómsstóla segir ekkert til um þetta mál, það segir meira til um að trúðarnir áttu ekki peninga til að halda þessu áfram, enda voru dómsstólar búnir út frá gögnum málsins að dæma þeim í óhag, enda voru gögnin sett á borðið fyrir dómsstóla sem sýndu það að félagið var að fara yfir á þessum tíma vegna skulda sem fyrri eigendur settu á það. Samkvæmt Echo fengu þeir ekkert af peningum út úr þessari dómssátt, heldur var samið um kostnað vegna málatilbúnaðar sem annars hefði eingöngu fallið á þá félagana.

    Það má alveg gagnrýna FSG fyrir að setja ekki meiri pening inn í félagið ef menn vilja, en það er algjör óþarfi að breyta sögunni og því hvernig hlutirnir voru og hvað þeir þó gerðu. Þeir einfaldlega björguðu félaginu frá gjaldþroti og losuðu okkur út úr skuldasúpunni sem fyrrum eigendur settu okkur í með skuldsettri yfirtöku. Fyrri eigendur voru ekki nálægt því að ná að endurfjármagna lánin, en segjum sem svo að þeir hefðu náð því, þá hefði félagið áfram verið mjög mikið skuldsett, öfugt við stöðuna í dag. Hefðu menn viljað það? Það fóru nefninlega nokkur hundruð milljónir punda hjá FSG í að hreinsa út skuldir félagsins.

  12. Sigursteinn, ein spurning, á skalanum 1 til 10. Hvað hefurðu mikla trú á FSG ?

  13. Erfitt að setja þetta í skala Höddi, the jury is still out, en hveitibrauðsdagarnir eru að klárast hjá þeim. Það er búið að lagfæra gríðarlega mikið í rekstri félagsins síðan þeir tóku það yfir, eiginlega mun meira en menn gera sér grein fyrir. Þeir hafa sagt frá byrjun að þeir vilji sjálfbæran rekstur og við erum komnir á þann stað. Næst er það stóra push-ið og þá kemur í ljós úr hverju þeir eru gerðir. Myndi setja svona sexu á þá ef ég væri neyddur til að setja þá á skalann. Gert margt gott, betri framtíðarhorfur, en einnig gert helling af mistökum. Næstu 2 árin munu þeir svo aftur á móti þurfa að sýna fram á hvernig þetta á að vera til framtíðar.

  14. Æ ég veit ekki með að tala um árangur eftir 15.október. Er einhver á því að árangurinn væri heilt yfir betri ef erfiðustu leikirnir hefðu dreifst yfir tímabilið. Ég er ekki viss um það. Svona svipað að tala um frábæran seinni hálfleik og ef þeir hefðu spilað svoleiðis allan leikinn þá væru þeir ekki undir í hálfleik.

    En þetta breytir því náttúrulega ekki að liðið er mun sterkara með Sturridge og Borini núna innanborðs og leikjaröðun eða veðurfar er ekki að fara breyta því.

  15. Nældi mér í þessa í haust An Epic Swindle . Mæli með því að menn sem hafa sannfært sig um að gjaldþrot væri ekki yfirvofandi panti sér eintak. Það er þó alltaf skemmtilegra að trúa því sem “manni finnst” heldur en því “sem er”.

    Svo væri ekki vitlaust að leita að hvaða leiki Rangers eiga á næstunni. Er ekki hörkuprógram framundan ?

  16. þessi Rodgers ég veit hreynlega ekki með hann. Hann kall að tala á blaðamannafundum og kemur vel fram og það. En svo stenst eitthvað lítið sem hann segir.
    Það verður að fara koma meiri gæði í þetta lið. Ekki bara kaupa einhverja unga og efnilega fá inn kalla með reynslu líkt og var gert með Gary Mcallister og Hamman á sínum tíma. Þá fer þetta að virka hehe

  17. Af hverju þurfa menn alltaf að vera níða þann góða tölvuleik sem Football Manager er? Hver sem hefur spilað þann mikla snilldarleik veit að Liverpool hefur aldrei mikinn pening á milli handanna, ég vil meina að einmitt þeir sem vilja henda 200 milljónum punda í hverjum glugga í leikmenn, hafi aldrei spilað leikinn.

    Annars sammála Agli. Væri til í skoða Sneijder en annars líka spenntur fyrir mögulegum skiptidíl á Assaidi og fyrirliða Ajax, de Jong, en það er slúðrað um slík skipti þessa stundina. Sneijder væri góður kostur þar sem að hann hefur unnið hitt og þetta í þessu sporti og er væntanlega hrokafullur og leiðinlegur Hollendingur. Slíkir menn standa sig yfirleitt vel í Englandi sbr. Bergkamp, Persie og Nistelrooy.

  18. Sæl öll.

    Man enginn eftir janúarglugganum þegar Suaréz kom ? Allir voru að tapa sér af gleði svo kom Carroll líka og okkur fannst heimurinn vera okkar…en hvað gerðist svo í lokin Jú Torres okkar bað um að vera seldur og hann fór og við sátum eftir með tárin í augunum. Því segi ég að engar fréttir eru góðar fréttir á meðan allt er með kyrrum kjörum þá er allt í lagi.

    Auðvita má bæta við hópinn en ég er svo sammála Brendan R og fleirum að það er betra að bíða og kaupa þann sem passar inn í hópinn og getur skilað einhverju heldur en að kaupa bara eitthvað. Þetta er svona eins og að fara á útsölur og kaupa 50 flíkur í stærð 8 koma svo heim og uppgötva að maður notar stærð 18 og passar því engan vegin í flíkurnar.

    Ég ákvað í vor þegar BR var ráðinn að gefa honum 3 ár mér finnst batamerki sjást á liðinu og eins og hann sagði sjálfur þá munu koma slæmir leikir en líka góðir. Mér fannst engin skömm að tapa fyrir Man.Utd þeir eru jú í 1. sæti og hafa ekki lent í sömu hremmingum og við.
    Bræður og systur okkar tími mun koma, þangað til verðum við að vera jákvæð og horfa björtum augum fram á við. Við verðum að rýna til gagns eins og einhver komst svo flott að orði. Jákvæðni hefur mikið að segja og ef allir leggjast á eitt að vera jákvæðir tala um það betur má fara með uppbyggilegum hætti. Auðvita má setja út á leikmann og liðið en ekki segja ” ég þoli ekki Sterling af því hann hleypur svo asnalega” þetta er ekki uppbyggilega gagnrýni. Nú veit ég að þeir rauðu lesa ekki Kop.is ( ég held ekki) en aðrir sem lesa þetta sjá stundum hóp af mönnum sem nöldra og rífast yfir hlutum sem við getum ekki breytt, við eyðum stundum meiri tíma í að rífa niður heldur en að tala um það jákvæða.

    En nóg um það…nú skulum við láta okkur hlakka til næsta leikjar ég hef getað drukkið mitt kók í friði þar sem við töpuðum þannig að ég heiti því að hætta að drekka kók ef okkar ástkæra lið vinnur næsta leik.

    Þangað til næst…YNWA

  19. Einhverjir hafa bent á að Liverpool hafi staðið sig bærilega í deildinni ef fyrstu fimm leikirnir eru ekki teknir með. Öðrum finnst þetta fáránlegur pollýönnuleikur. En er samt ekki í lagi að nýr stjóri sem tekur við liði sem hafði varla unnið leik áður en hann kom frá áramótum þurfi smá tíma til að slípa liðið til? Fyrir utan þá staðreynd að það er ekki eins og liðið hafi verið spilað uppí stúku af sterkum mótherjum.
    Svo er auðvitað hið augljósa að við nutum ekki nærveru Lucas í upphafi leiktíðar.

    Ég held að það sé allt í lagi að bíða til loka leiktíðarinnar sjá hvað gekk vel og hvað ekki og velta því svo fyrir sér hvernig á að styðja Brendan Rodgers áfram á næsta tímabili og hjálpa honum að bæta árangurinn.

  20. Þegar Sigríður tala þá hlusta ég. Af hverju eru konur alltaf skynsamari en karlar 🙂 ?

  21. hvað er þessi jóker að reyna að segja ? eftir hverju er þessi balance mældur og á hvaða hátt erum við með betri balance en einhver önnur lið, t.d. Tottenham ?:

    Liverpool’s managing director Ian Ayre believes the Reds have got the best balance of players of any team in the Premier League.

    http://www.teamtalk.com/news/2483/8400348/Ayre-hails-Liverpool-balance

    ég er ekki að skilja þennan mann og hverju hann er að reyna að koma á framfæri !, það er árangur sem telur og stig sem safnast í pokann, ekki aldur og þjóðerni og stærð !

  22. Chelsea stuðningsmenn að púa á Torres sem er að koma
    inn á sem varamaður.
    Þvílíkur klassi og fagmennska sem vofir yfir þessum klúbbi.

  23. Ég hef nú alltaf verið veikur fyrir því að fá Torres til baka bara frá Chelski ef það væri hægt að semja um eitthvað skemmtilegt verð. Kannski skipta á honum og Caroll, og lauma smá money með. Held að BR gæti jafnvel verið maðurinn til að snúa hann í gang.

  24. Torres er búinn. Hans tími sem ungur og (hun)graður senter sem miðverðir höfðu engin svör við er liðinn. Hann er á vitlausum aldri, á of háum launum, hefur ekkert endursöluvirði og hefur misst glóðina í augunum. Þetta gerðist áður en hann var seldur, en verður stöðugt augljósara. Að við fengum 50 milljónir fyrir hann var minniháttar kraftaverk.

    Ég er mikill Benitez maður, og get rökrætt fram á morgun við hvern sem er að Benitez hafi verið hársbreidd (þ.e. eðlilegum stuðningi frá eigendum) frá því að búa til meistaralið. En það gerðist ekki, og ég held að tími Benitez komi aldrei aftur hjá Liverpool. Ekki vegna þess að hann sé ekki hæfur, heldur vegna þess að hann mun aldrei hafa þann skilyrðislausa meðbyr í borginni sem maður með hans (takmörkuðu) persónutöfra þarf á að halda til að ná árangri. Hann fékk sitt tækifæri, stóð sig að mörgu leyti ótrúlega vel, en það verkefni rann út í sandinn með rugli fyrrum eigenda og hvorki Benitez né Liverpool geta hist aftur og látið eins og ekkert hafi gerst.

    Þannig er það bara. Horfum fram veginn, vonum að Brendan sé jafn góður og hann sjálfur trúir og að einhvers staðar þarna úti sé nýr Torres að bíða eftir því að fá að spila með Suarez.

  25. Ég skil ekki þessa sleggjudóma gagnvart okkur efasemdamönnunum. Ofsatrúamennirnir virðast halda að við séum að skrifa hérna inn með heilann hangandi utan á okkur og heimtandi tíu stykki 20 milljóna króna menn, það er bara ekkert þannig. Við viljum bara að standard sé haldið á Merseyside og þar séu keyptir inn spilandi knattspyrnumenn á réttu verði. Það er hægt að gera helling fyrir 4 milljónir punda og það er hægt að gera enn meira fyrir 15 en Liverpool virðist vera ótrúlega duglegt að gera það sama við 15 milljónir eins og önnur lið gera við 4-7. Það er alveg ljóst að Dalglish, Rodgers gæðakaupin eru engan vegin í takt við peningana sem eyddir voru. Henderson, Downing, Borini, Allen, Carroll, Sturridge. Auðvitað má ekki dæma Sturridge of snemma en við hefðum getað fengið eitt stykki Sturridge útgáfu annarstaðar í evrópu á 7 milljónir. Við hefðum getað fengið 3 evrópska Henderson og 5 evrópska Carroll fyrir þann prís sem borgaður var. Það hefði t.d. verið mjög gaman að sjá hvað Remy hefði gert fyrir Newcastle ef hann hefði farið þangað. Eins er gaman að sjá hvað Laudrup er að gera fyrir þann pening sem hann hefur.
    Við erum ekkert að biðja um breytingu á einni nóttu, við viljum bara að innkaupum á leikmannamálum sé stefnt í áttina að top 4 gæðum. Tökum Rodgers stefnuna sem dæmi: Allen, Sahin, Borini, Assaidi. Sahin er maður sem ekkert af stóru liðunum hefur viljað halda vegna þess að hann er ekki alveg nógu góður. Assaidi var ódýr en hann hefur ekki hausinn í þetta. Borini er ákafur og duglegur en hefur ekki ennþá sýnt nein gæði, ekki hjá neinu liði. Allen hefur ekkert virkað utan 2-3 leiki í upphafi tímabils.
    Svo er það málið með ungu stefnuna. Það hafa nokkur lið í ensku deildinni farið í það að byggja upp ungt lið og þessi lið hafa oft náð því að vera spútnik lið og enda rétt ofan við miðja deild. Voða gaman af því fyrir lítil meðal lið. En Liverpool er nokkrum standördum fyrir ofan þessi lið og það hættulega í þessu er að því fleiri sem sætta sig við meðalmennsku sem áhangendur eða eigendur eða stjórnendur eða annað staff Liverpool, þeim mun líklegra er að við endum á því að vera það. Þess vegna er það mjög mikilvægt að liðið sé gagnrýnt ef það er ekki að standa sig og að liðsmenn séu einnig gagnrýndir þegar þeir eru ekki að standa sig. Ég veit ekki með ykkur en ég vil topp leikmann í hverja stöðu hjá Liverpool og ofan á það þá vil ég topp leikmann í hvert sæti á bekknum. Og þó svo að það sé einhver tími í að það gerist þá bara hef ég ekki metnaðarleysi til að sætta mig við eitthvað minna í millitíðinni.

  26. Þannig er það bara. Horfum fram veginn, vonum að Brendan sé jafn góður
    og hann sjálfur trúir og að einhvers staðar þarna úti sé nýr Torres að
    bíða eftir því að fá að spila með Suarez.

    Þetta! Svo mikið þetta!

  27. Það að fá sigurvegara í hópinn einsog Wesley Sneijder myndi gera helling fyrir klúbbinn. Tala nú ekki um fyrir 8-10 milljónir punda.
    Þetta myndi líka auka líkurnar á að halda Suarez enda heimsklassaleikmaður þarna á ferð.

    Ef við ætlum að ná 4. sætinu. Þá verðum við að fá gæðamenn ef völ er á og borga þeim vel fyrir. Sneijder er þannig leikmaður.

    Rodgers og co. eru engir galdramenn og ef við ætlum að ná 4. sætinu. Þá verðum við að fá gæðamenn.

    Það verður allavega gríðarlega erfitt að ná sætinu ef það eru endalaus takmörk hvað laun og fjölda leikmanna varðar.
    Því þá eru mun fleiri lið framar en við í að fá stærstu bitana.

  28. 28 Krummi, ég er alveg sammála að við þurfum að fá gæðaleikmenn, en ég held að BR sé meira að leita að leikmönnum sem “mögulega” geta orðið gæðaleikmenn næstu 5 til 10 árin, því miður. Ég held bara að launakröfur Sneijder séu of miklar fyrir LFC, en á móti getum við sagt, er eitthvað að því að borga honum 100 k á viku fyrst við gátum borgað cole það sama, og ekki var hann að skila miklum gæðum í liðið. Ég held að WS sé miklu betri leikmaður en Cole er og var.

  29. Takk fyrir þetta innlegg, Egill. Þetta er allt saman gott og blessað. Það eina sem skyggir á þessa skýringu er að við höfum ekki unnið enska titilinn í meira en 20 ár!
    Vill benda þér á að þessi ungmennafélags uppbygging er búinn að vera allar götur síðan. Hver man ekki eftir frönsku “demöntunum” sem voru svo góðir að það mátti ekki nota þá. ég get talið upp fleiri “vonar bí” en læt þetta duga. Ég byrjaði að halda með Liverpool 1972, Emile Hughes var minn maður í denn og ég man árin með Keegan Rush og Dalglish eftir þau ár þá áttaði ég mig á því að Liverpool er stærsta félagslið í heimi. Ég bara man ekki hvenær við fórum að ræða um uppbyggingu í anda ungmennafélags og sætta okkur við það? Fyrir mér á Liverpool bara að vera á einum stað í deildinni og það er sæti númer 1 eða a.m.k að vera kandídat í það sæti á hverju ári.
    Það sem ég óttast, er að núverandi eigendur séu að reita fuglinn, gleymum því ekki að tekjur Liverpool að sölu varnings er með því mesta sem um getur hjá félagsliðum í evrópu, en tekjur af miðasölu, sjónverpsrétti o.fl er á niðurleið. Þetta segir mér að menn eru að éta innan úr sér, það er að við njótum enn tekna af eldri stuðningsmönnum Liverpool í varningi, en það er ekki verið að viðhalda þessum tekjustofni til framtíðar, sjáum það best með þvi að skoða aldurskiptingu stuðningsmanna félagsins.
    Mín skoðun er að það þurfi að losna við FSG, það þarf alvöru money dúdda þarna inn menn sem eru að keppa um alvöru leikmenn. Hvenær var það sem við heyrðum að Liverpool væri að ná að landa alvöru leikmanni? Ég man þegar það átti að fá gríðarlega góðan dana til félagsins, Michael Laudrup, en því var fokkað upp á óskiljanlegan hátt. Ég mann líka þegar ákveðið var að sleppa Nicholas Anelka og taka í staðin El hadji Dijuff…ufff. Nei það er búið að vera bölvað fokk á okkar ágæta félagi s.l tvo áratugi. að vísu var undantekning með þegar við fengum spánverjanna og liðið náði 2 sæti. Við þurfum að fá alvöru leikmenn sem, leikmenn sem aðrir bera virðingu fyrir og hafa náð árangri og vita hvað þarf til þess.
    Einn af mínum uppáhaldsleikmönnum s.l ára var Lothar Matthaus, leikmaður sem hefur unnið allt sem hægt var að vinna. Þegar hann kom aftur til Bayern eftir árin á Ítalíu og var að spila þar fram að fertugu þá var það hann sem fékk ungu mennina til að gera þetta extra sem þurfti. Við þurfum einn alvöru ÞJÓÐVERJA, hann má jafnvel vera Ítalskur..

  30. Skil vel að menn séu spenntir fyrir liðskauka í okkar þunna hóp en afhverju Sneijder?

    Menn kalla hann winner og vagnadragara en hvað er svona voðalega spennandi við hann ?

    Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að hann er með e-h staðar á millli 175-250 k á viku hjá Inter og er ekkert að fara að gefa aflslátt af því,allavega þangað til núvernadi samningstími rennur út.

    Ekki má gleyma 2-3 millum í sign on bonus + álíka í agent fee fyrir 28 ára manninn. Væri líka ekki nokkuð víst að ef þetta væri eins spennandi leikmaður og menn vilja láta af, að það væru fleiri klúbbar en Galatasary að eltast við hann að einhverju u viti ?

    Svo hefði ég gaman að því ef þeir sem æstastir eru í hann og væntanlega horfa á flesta leiki Inter fyrir og eftir að hann var tekinn úr hóp, afhverju geta þeir ekki notað hann þar þangað til þeir selja hann þar sem hann er svona hrikalega góður ?

    Held að Brendan viti alveg hvað hann sé að gera og hvet ég því menn til þess að vera ekki að rífast yfir því afhverju FSG heimili ekki kaup á mönnum yfir 20 ára eða tími ekki að borga eðlileg laun þar sem það er margbúið að lýsa því yfir að til séu peningar og laun fyrir rétta leikmenn.

    Ég er allavega mikið glaður með að farið sé orðið betur með aurana en hefur verið. Sjáið bara hryllingin í QPR!

    Ferdinand, Cisse, Barton, Wright Philips, Zamora, Johnsson,Bosingwa,Park,César og flr.

    Þetta eru allt menn í og um 28-30 ára aldurinn eða “Prime Time ” eins og sumir hérna kalla það, með 50-100+ þúsund pund á viku og flestir á 3-5 ára samningum. Tel það álíka gáfulegt að kaupa þessa pappakassa á sínum launum til. að koma liðinu í topp 6 eða hvaða markmið QPR hafa sett sér fyrir tímabilið eins of fyrir okkur að kaupa Sneijder til að komast í topp 4.

    Frekar myndi ég velja Borini/Allen/Sturridge/Assaidi sem btw hafa líklegast kostað um 40 m punda en eru þó ekki á nema svipuðum launum samtals eins og Cesar hjá QPR.

    Hvernig gengur svo “winnernum” Cesar annars að draga vagninn hjá QPR ?

  31. Reyndar hefur Cesar verið frábær í markinu hjá QPR, en það eru takmörk fyrir því hvað markmaður getur haldið oft hreinu þegar Mark Hughes er þjálfari. Það verður virkilega fróðlegt að sjá hvað Harry gerir með þetta lið.

  32. Mér finnst liðið vera á réttri leið. Það vantar ennþá að plokka í efstu liðin en aftur á móti er verið að stíga það skref að stúta smærri fiskunum tvö, þrjú núll en ekki gera 0-0 eða 1-1 jafntefli við þau ágætu lið. Spilamennskan er góð og liðið er orðið þokkalega settlað í topp tíu, sem var ekki hægt að bóka í október.

    Janúarglugginn hefur fyrir mér verið reddingatímabil, þar sem má skella í kaup á mönnum í stað einvherra sem hafa meiðst til lengri tíma, eða þá sem vantar í ákveðnar stöður, t.d. þegar LFC vantaði senter þá var Sturridge keyptur. Einnig til að koma óánægðum og ónothæfum í önnur lið, sbr. Cole og Sahin.

    Menn mega sumsé vera rólegir í kaupum mín vegna þangað til í sumar.

    Það sagt , þá myndi mér ekkert leiðast að fá sóknarsinnaðan miðjumann, svona upp á að halda jöfnuði í tölunum leikmenn inn:út, en það þarf þá að vera afgerandi maður á réttu verði, ekki gamall over the hill gaur (=sneijder). Og mér er alveg sama þó Tom Ince fari eitthvað annað.

  33. Ég held að bottom line-ið hljóti að vera að jafnvel svartsýnustu menn sjái breytingar til hins betra á þessu tímabili. Eftir því sem liðið hefur á tímabilið og leikmenn vanist betur því hvað BR vill gera hefur spilamennskan orðið betri.

    Auðvitað gerir BR mistök sem hægt er að gagnrýna en hann má eiga það að hann er fljótur að bregðast við eigin mistökum með skiptingum snemma í leikjum, t.d. setur hann Henderson inná miðjuna gegn Wigan í fyrri hálfleik. Hann gerir breytingar strax í hálfleik gegn Everton og United svo eitthvað sé nefnt. En á móti kemur að þá má auðvitað gagnrýna hann fyrir að stilla ekki upp liðum skv. þessum breytingum strax í upphafi. En hann sér ekki inní framtíðina frekar en aðrir og það er ekki eins og að hann sé að mæta einhverjum aula stjórum sem ekki spá neitt í taktík. Hann bregst þó amk við fljótt þegar hann sér að mótherjinn er að keyra á e-a veikleika sem má stoppa með því að breyta um taktík og innáskiptingum.

    Svo veit ég að þetta er kannski þreytandi tal en dómgæsla í leikjum okkar á tímabilinu hefur oftar en ekki verið óþolandi. Bendi á þetta hér máli mínu til stuðnings, Tafla skv. debetable decisions, við erum neðstir þarna með 7 stig í mínus. Menn mega kalla þetta væl ef þeir vilja en þarna er amk farið vel yfir alla vafasama dóma eftir hvern einasta leik á hlutlausan hátt.

    Ég amk trúi ekki öðru en að menn hljóti að sjá breytingar til hins betra, annars eru menn bara með hausinn í sandinum og neita að sjá það sem gott er. Rodgers verður fertugur síðar í mánuðinum og það er eina vitið að leyfa honum að setja sitt mark meira á liðið, hver veit hvernig uppskeran verður í vor ? Kannski verður hún rýr, 8. sæti í deild og enginn bikar en kannski verður liðið ofar í töflunni og gott gengi í þeim bikarkeppnum sem við erum ennþá í (FA cup og Evrópudeildin).

    Menn eru varla búnir að gleyma fyrsta tímabili Rafa þar sem Meistaradeildin bjargaði jú tímabilinu algjörlega. Við töpuðum í úrslitaleik deildarbikarsins fyrir Chelsea, duttum skammarlega út gegn Burnley í FA Cup og enduðum fyrir neðan Everton í deildinni…

    Ég hef trú á því að Rodgers sé að byggja upp eitthvað gott hérna og að eigendurnir muni bakka hann upp í því.

  34. Nýr launastrúktúr hjá klúbbnum okkar.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2013/01/17/liverpool-fc-change-player-contracts-with-lower-pay-and-more-bonuses-to-try-and-avoid-expensive-flops-100252-32617808/

    Verðum við brautryðjendur ? mjög líklegt að aðrir klúbbar fylgi í kjölfarið

    Verður þetta erfitt ? já , hugsanlega
    Fælir þetta frá leikmenn ? já , hugsanlega . amk í einhvern tíma. leikmennirnir vilja eflaust koma og spila fyrir Liverpool. En umbarnir ekki ef þeir fá ekki háa samninga og stóra bónusa.

    Verður fróðlegt að fylgjast með þessu.

    Ég er algjörlega fylgjandi svona strúktúr. Ef þú stendur þig , þá færðu vel borgað.
    Meira að segja Grindavík er farið að nota svona strúktúr.. hehe

  35. 25

    Svo er það málið með ungu stefnuna. Það hafa nokkur lið í ensku
    deildinni farið í það að byggja upp ungt lið og þessi lið hafa oft náð
    því að vera spútnik lið og enda rétt ofan við miðja deild. Voða gaman
    af því fyrir lítil meðal lið. En Liverpool er nokkrum standördum fyrir
    ofan þessi lið og það hættulega í þessu er að því fleiri sem sætta sig
    við meðalmennsku sem áhangendur eða eigendur eða stjórnendur eða annað
    staff Liverpool, þeim mun líklegra er að við endum á því að vera það.
    Þess vegna er það mjög mikilvægt að liðið sé gagnrýnt ef það er ekki
    að standa sig og að liðsmenn séu einnig gagnrýndir þegar þeir eru ekki
    að standa sig. Ég veit ekki með ykkur en ég vil topp leikmann í hverja
    stöðu hjá Liverpool og ofan á það þá vil ég topp leikmann í hvert sæti
    á bekknum. Og þó svo að það sé einhver tími í að það gerist þá bara
    hef ég ekki metnaðarleysi til að sætta mig við eitthvað minna í
    millitíðinni.

    Það er hrópandi mótsögn í þessu hjá þér. Þú segir að þú viljir toppleikmenn í allar stöður, og það strax en gerir þér samt grein fyrir að það taki tíma ? Þú vilt sem sagt bíða með að bæta við liðið, því við höfum verið að losa mikið af rusli s.l. 24 mánuði, þar til við erum á þeim stalli að geta keppt við Utd, City & Chelsea um RVP, Hazard osfrv ? Er þetta rétt skilið hjá mér ?

    Það sem menn verða að gera sér grein fyrir að þetta er ekki bara á öðrum hvorum pólnum, þ.e. menn eru ekki annaðhvort metnaðarlausir fyrir hönd klúbbsins eða eins og þú orðar þar “vilja bara það besta”. Það er líka eitthvað þarna á milli.

    Við erum klúbbur sem er enn að taka til innanbúðar eftir kjarnorkusprengju sem var leyst þar úr læðingi (kvót frá Tony Barret að mig minnir). Sama hvernig menn snúa því þá erum við klúbbur sem hefur endað s.l. þrjú ár í 6, 7 og svo 8 sæti í EPL – en samt eigum við að lifa á fornri frægð, vinna allt og kaupa alla þá bestu ? (en við unnum League cup í fyrra – já B´ham vann hana líka árið áður, hvar eru þeir nú ?) .

    Það að geta boðið topp topp topp leikmönnum, sem labba inní liðið hjá UTD, Chelsea, City, Arsenal, Real & Barca, þann möguleika að fá lægri laun en aftur á móti að gera alvöru atlögu að worthless cup er bara ekki gulrótin sem sumir vilja halda fram. Þeir fá jú hugsanlega að koma fram í being Liverpool season 2, ef það verður gert framhald – en það er ómögulegt að spá fyrir um það. Kanski hægt að henda inn fari hjá Ian Ayre á Harley með í bónus.

    Ég bara spyr, hvort er verra – að lifa í blekkingu um að klúbburinn sé ennþá sá besti, stærsti og flottasti sem alla dreymir um að spila fyrir og væri til í að gera það launalaust ef þeir fengu tækifæri til þess, eða að átta sig á því að klúbburinn er í dag miðlungsklúbbur (hvað árangur varðar, rétt ofan við meðalag), en með frábæra sögu. Klúbbur sem hefur endað í 6, 7 og 8 sæti s.l. 3 ár er ekki toppklúbbur.

    Svo er verið að rökræða það hvort að Arsenal sé ennþá toppklúbbur og þeir hafa verið í CL síðan Wenger kom 2006 – hvað höfum við farið í gegnum marga stjóra og margar endurbyggingar síðan þá ?. Það er bara þannig, sama hvernig menn ætla að reyna að snúa því eða sykurhúða það, lið sem rétt nær að smygla sér inn bakdyrameginn í UEFA cup er bara ekki í aðstöðu til þess að berjast um bestu bitana á markaðnum, þegar það er á sama tíma verið að taka til á launaskrá félagsins og yngja hópinn. Við vorum með of gamlan hóp af oflaunuðum leikmönnum m.t.t. gæði og árangurs. Svo ekki sé farið út í þá sálma hve nálægt gjaldþroti við vorum fyrir rúmum tveimur árum.

    Við erum í uppbyggingu, og það hlýtur að vera einhver millivegur á milli ofsatrúarmanna og efasemdamanna – eins og þú kalla þá (svona alveg laus við allt drama og sleggjudóma).

    Eiga stuðningsmenn að kokgleypa allt sem eigendur, leikmenn og þjálfari segir ? Nei.

    Eiga stuðningsmenn að sleppa því að gagnrýna liðið, þjálfara og eigendur því að þetta er í uppbyggingu og tekur tíma ? Nei

    Á klúbburinn að afskrifa tvítuga leikmenn sem drasl, fjórum mánuði eftir að þeir komu til klúbbins – já eða fjórtán ? Nei

    Á klúbburinn að fá inn fimmta þjálfarann síðan 2010 til þess að snúa við gengi liðsins. Því vandamál klúbbsins eru ekki leikmennirnir, hvernig klúbburinn hefur verið rekinn s.l. 10+ ár, heldur “taktísk mistök” (tvö orð sem eru að verða leiðinlegri en kjúklingasallat kvótið hans Guðjóns – hvaðan komu allir þessir sófaspekingar annars?) ? Nei.

    Það hlýtur að vera einhver millivegur ? Það sem við þurfum er stöðugleiki og fá að sjá það að félagið sé að taka skref frammá við, eitt og eitt í einu. Bæði innan vallar sem og utan.

    Við hljótum að geta sett háleit markmið, án þess að drulla yfir allt og alla þegar við vinnum ekki hvern einasta leik. Við hljótum að geta gefið leikmönnum og þjálfara smá tíma þegar við erum í uppbyggingarstarfsemi.

    Ef ekki þá er “bestu stuðningsmenn í heimi” farið fyrir lítið. Þetta er ekki alltaf bara annaðhvort svart eða hvítt.

  36. Draumaglugginn

    Skipta Reina út fyrir nýjan, finnst hann ekki verja nóg
    Kaupa stóran sterkan miðvörð, erum ekki mjög góðir í skallaeinvígum
    Kaupa öflugan vinstri bakvörð í byrjunarliðið
    Kaupa öflugan skotmann/leikstjórnanda í holuna Sneijder týpu
    Skipta Downing út fyrir betri kantmann

    þá væru við náttúrulega farnir að tala um meistaradeildina.

  37. Lárus I #31 segir:

    Skil vel að menn séu spenntir fyrir liðskauka í okkar þunna hóp en
    afhverju Sneijder?

    Menn kalla hann winner og vagnadragara en hvað er svona voðalega
    spennandi við hann ?

    Ég skal bara taka það á mig að svara þessum pósti þínum. Þú byrjar vel, og spyrð mætra spurninga.

    Kannski sú staðreynd að hann var lykilmaður í meistaraliði Inter Milan (þetta á að skrifast með litlum stöfum!) fyrir tveimur tímabilum síðan. Liði sem vann meðal annars 3 stærstu bikarana í boði – CL, Seriu A og Coppa Italia. Liði sem er að líkindum besta Inter-lið frá upphafi, og að mínu mati eitt besta ítalska knattspyrnulið síðustu 10-20 ára.

    Og hvað með þá staðreynd að hann var og er sömuleiðis lykilmaður í landsliði Hollands sem fór í úrslit World Cup síðast?

    Og kannski má líka bæta hér inn í að Sneijder hefur spilað fyrir 3 af stærstu félögum Evrópu, og náð framúrskarandi árangri á öllum stöðum.

    Er þetta ekki nógu heillandi fyrir þig? Þá spyr ég bara, hvers lags leikmenn heilla þig þá?! 🙂

    Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að hann er með e-h staðar á
    millli 175-250 k á viku hjá Inter og er ekkert að fara að gefa
    aflslátt af því,allavega þangað til núvernadi samningstími rennur út.

    Nú? Þekkist það ekkert að menn séu tilbúnir að lækka við sig laun til þess að fá að spila reglulega? Hvaða náttúrulögmáli ert þú að lýsa hér? Þetta er ansi stór fullyrðing hjá þér.

    Væri líka ekki nokkuð víst að ef þetta væri eins spennandi leikmaður
    og menn vilja láta af, að það væru fleiri klúbbar en Galatasary að
    eltast við hann að einhverju u viti ?

    Aftur, stór fullyrðing sem enginn fótur er fyrir. Síðan hvenær var það sérstakur mælikvarði á gæði leikmanna, hvaða lið þeir eru orðaðir við? Það er sægur af leikmönnum í gegnum söguna sem hefur verið orðaðir við stærstu félagslið heims og ekkert orðið svo úr þeim, og vitaskuld virkar það líka í hina áttina. Hversu mörg félög voru meðal annars á eftir Sami nokkrum Hyypia á sínum tíma? 😉

    Svo hefði ég gaman að því ef þeir sem æstastir eru í hann og
    væntanlega horfa á flesta leiki Inter fyrir og eftir að hann var
    tekinn úr hóp, afhverju geta þeir ekki notað hann þar þangað til þeir
    selja hann þar sem hann er svona hrikalega góður ?

    Ég viðurkenni alveg að þessi póstur þinn fór öfugt ofan í mig, og það er einkum þessi setning hjá þér sem gerði útslagið. Hér gerir þú þig sekan um það, sem mönnum hættir svo gjarnan til, að gefa sér að enginn fylgist með X því þú fylgist ekki með X, og geti þannig ómögulega myndað sér skoðun á umræddu máli.

    Öðru nær. Ég bjó um árabil á Ítalíu og hef alltaf fylgst vel með ítalska boltanum. Þannig ég get vel myndað mér skoðun á þeirri knattspyrnu á eigin forsendum.

    Svo væri nú heldur ekki úr vegi bara að fylgjast aðeins með fréttum af Sneijder, þá myndir þú jafnvel komast að því af hverju hann fær ekki að spila fyrir Inter þessa dagana, vikurnar. Það hefur nákvæmlega ekkert með knattspyrnuhæfileika að gera, en ég ætla að leyfa þér að komast að því sanna í málinu á eigin forsendum 🙂

    Að lokum verð ég að svara þessu – svo lofa ég að hætta!:

    Held að Brendan viti alveg hvað hann sé að gera og hvet ég því menn
    til þess að vera ekki að rífast yfir því afhverju FSG heimili ekki
    kaup á mönnum yfir 20 ára eða tími ekki að borga eðlileg laun þar sem
    það er margbúið að lýsa því yfir að til séu peningar og laun fyrir
    rétta leikmenn.

    Ég vil skipta þessu í tvennt hjá þér. Í fyrsta lagi, ef við ákveðum að hætta að “rífast” og fara í einn hallelúja-kór “Brendan er okkar maður, hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og við eigum ekki að efast um hann og hans ákvarðanir” þá er til lítils að halda úti þessari eða öðrum síðum. Langstærsti hluti þess sem felst í því að vera stuðningsmaður er einmitt að hafa skoðanir á hlutunum. Ef þú vilt taka það í burtu, tja… hvar endar þetta þá?

    Og í öðru lagi – og svo skal ég hætta þessari eldræðu – þó það sé margbúið að lýsa yfir að það sé til nóg af peningum, þá þýðir það ekki að það sé satt. Ég, og eflaust flestir stuðningsmenn, vilja sjá efndir á slíkum yfirlýsingum og loforðum. Talk is cheap, eins og einhvers staðar segir.

    Þú talar um að þú gleðjist yfir því að það sé betur farið með peningana en t.d. hjá QPR. Pældu aðeins í því aftur og spurðu þig hvort þú sért í alvörunni að halda því fram að Cisse, Zamora og allir hinir, séu yfir höfuð eitthvað verri leikmenn en Hendo, Borini, Downing og félagar. Því ég bara get ómögulega séð að það hafi farið eitthvað vel eða betur með peninga Liverpool en QPR, af þeim dæmum sem þú nefnir.

    Með vinsemd og virðingu
    Homer

  38. Tyrkirnir eiga að hafa boðið Sneijder 90þ pund á viku, sé ekki hvernig LFC eru að fara að toppa það (ekki nema að bjóða honum svipaða upphæð + árangurs tengda bónusa). Ekki fyrir 28 ára leikmann sem er að öllum líkindum ekki í neinu leikformi og hefur ekki sýnt áberandi mikið undanfarin 2 ár, sem er í langflestum tilfellum dauðadómur fyrir feril heimsklassa fótboltamanns.

    En hver veit, kannski togar enski boltinn í hann það mikið að hann komi til með að miðla málum eftir því sem nær dregur mánaðarmótum.

    Annars óska ég bara og vona að einhver góð “tía” komi inn í þessum glugga, jafnvel þótt Gerrard sé smám saman að koma til (búinn að leggja upp og skora vikulega frá því í byrjun des.), þá finnst mér vanta einhvern til að brúa almennilega bilið milli miðju og sóknar.

  39. 38 það væri án djóks betra að vera manni færri en að vera með Downing

  40. Í sambandi við Sneijder.

    Ian Ayre talar um jafnvægi innan liðsins og ég leyfi mér að vera sammála því. Leikmenn halda jafnvægi í aldri og getu. Gerrard stingur sér aðeins út úr þessu sem eldri og betri en hann hefur er þó farinn að anda betur með liðinu.
    Sneijder er rosalega góður leikmaður. Hann er heimsklassa leikmaður, rosalega útsjónasamur, rosalega skapandi, með rosalega góðan fót og rosalega góðar staðsetningar (ég set rosalega á undan þessum lýsingum því þær eru ekki bara góðar). Hins vegar er ég hræddur um að Sneijder raski þessu jafnvægi innan liðsins, að hann sé of stór og peningagráðugur fyrir þetta unga lið og uppbyggingarstarf.
    Rodgers hefur mikið talað um að taka engan inn nema að hann vilji spila, ná árangri og hafa fyrir hlutunum. Ef að Sneijder kemur inn á þessum forsendum þá höfum við nóg pláss fyrir hann. Sturridge kom inn eftir að hafa verið að safna greddu á bekknum í öðrum liðum, virðist því koma þakklátur Liverpool og af viðtölum að dæma virðist hann mjög tilbúinn að leggja sitt af mörkum fyrir liðið. Sneijder er á svipuðum stað á sínum ferli. Hann hefur ekkert fengið að spila lengi og er væntanlega búinn að safna góðum bunka af greddu og farinn að langa að hlaupa inn á leikvang til þess eins að fá og gefa bolta. Ef Sneijder er auðmjúkur maður gagnvart leiknum og viljugur að leggja sitt af mörkum, spila boltanum og spila vörn þá tek ég honum rétt rúmlega fagnandi. Leikur hans byggist einna helst á útsjónarsemi, góðum spyrnum og framleiðni og þetta eru kostir sem minnka ekki með árunum. Ef rétt er haldið á spilunum á hann örugglega 4-5 góð ár eftir.

    Fyrir einhverjum tveimur árum ca var Sneijder heitur biti á markaðnum og Man Utd voru orðaðir við hann og hann því sem næst kominn til liðsins. Mér fannst það hræðileg tilhugsun og eiginlega bara svindl að þeir fengju hann í viðbót við það sem þeir áttu fyrir. Það væri hins vegar yndislegt að sjá hann kljást fyrir herinn gegn djöflunum.

  41. 40 Heimir, ekki fyrir 28 ára leikmann ? hvað er rvp gamall ? Af hverju er það orðið einhver dauðadómur yfir leikmanni þó þeir séu á aldrinum 25 til 30 ára ? Á bara að byrja að undirbúa gröf fyrir þá þegar þeir ná þessum aldri. Leikmenn eru yfirleitt að toppa á þessu aldursbili. Hvað er scoles gamall ?giggs ? lampard ?

    Í guðanna bænum látið ekki eins og leikmenn séu verðlausir nema þeir séu nýbúnir að sleppa snuðinu. Það er bara einhver hugmyndafræði frá fsg, að kaupa unga gera þá góða svo þeir hafi gott endursöluverð. Því sem þessir hamborgararassar átta sig á að þeir keyptu Liverpool Football club, en ekki eitthvert kjúklingabú, því betra.

    Það eru enn til leikmenn í heiminum sem enn vilja taka á sig launalækkun og fá að spila þennan leik sem þeir hafa elskað frá unga aldri, í staðin fyrir að sitja á bekk hjá liði og vera áskrifandi af háum launum.

    Hvernig finnst ykkur t.d. hjá Sinclair að hann hafi ákveðið að fara til shitty frá Swansea á sínum tíma. Hvað er hann búin að spila síðan þá, skoðið það aðeins. Það er bara eitt dæmi af mörgum um leikmann sem sá peninginn, en hefur lítið pælt í því hvort hann fengi að spila. FRÁBÆRT “move” hjá honum, eða hitt og heldur.

  42. Við vitum ekkert hvað er að gerast milli Liverpool og Sneijder. Hvaða upphæðir eru í spilinu? Eru einhverjar alvöru samræður á milli aðilana? Ef hann fæst til að koma til Liverpool, hvaða samningur er ásættanlegur? Viljum við kaupa hann á samning til hversu marga ára? Hvaða launakostnaður er raunhæfur?

    Gaman að spá í þessu. Persónulega var ég ekkert alltof hrifinn að fá WS til okkar, þó ég dýrki hollenska landsliðið og hollenska knattspyrnumenn yfir höfuð, þá held ég að þessi kynslóð þeirra núna sé ofmetinn. Fáránlega hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem haga sér eins og spilltar prímadonnur og geta auðveldlega eyðilagt hlutina í kringum sig.
    En ég verð að viðurkenna að ef hann fæst ódýrt og er tilbúinn að lækka verulega við sig í launum, þá væri gaman að sjá hann spreyta sig. Með þá kannski möguleika á launahækkun ef hann stendur sig vel etv…….

    Svo er það annað. Hvað kom eiginlega fyrir karlinn? Hann er á topp aldri, ætti að eiga kannski 3-5 mjög góð ár eftir, en það er eins og jörðin hafi gleypt hann undanfarin 2 ár. Þekkir einhver til ítölsku knattspyrnunnar og Inter Milan sem getur komið með góða útskýringu á þessu hvarfi hans? Og hvers vegna er svona lítill áhugi fyrir honum meðal toppklúbba í Evrópu fyrst hann er á lausu? Hefur það eitthvað með karakter hans að gera?

    Ég skal ekki segja. Ég vona að þeir sem sjá um þessa hluti hjá okkur núna viti hvað þeir eru að gera, síðasta sem einhver stuðningsmaður Liverpool vill sjá núna er enn eitt klúðrið á leikmannamarkaðinum. Held að allir séu komnir með upp í kok á þessum oflaunuðu gaurum sem engu skila til klúbbsins. Ef FSG fást til að borga háar upphæðir fyrir enn einn looserinn núna, þá er maður hræddur um að þeir loki buddunni í amk 1-2 ár.

    En, hvað eru menn tilbúnir að sættast með hér á Kop? Hvaða díll með WS myndi teljast ásættanlegur miðað við áhættuna sem fylgir?

  43. Guð hvað þessi setning: “Eigum við þá bara að sætta okkur við meðalmennsku” er farin að fara í mínar fínustu.

    Kiddi K segir:
    “Það er hægt að gera helling fyrir 4 milljónir punda og það er hægt að gera enn meira fyrir 15 en Liverpool virðist vera ótrúlega duglegt að gera það sama við 15 milljónir eins og önnur lið gera við 4-7. ”

    Og hvað gerist næst, við eyðum 15 milljónum punda í leikmenn sem allir fyrirfram eru mjög spenntir fyrir, hann slær ekki í gegn þessi efasemdarmenn sem þú nefnir eru hrópandi um allar götur, af hverju í andskotanum er klúbburinn að kaupa þennan mann. En hvað gerist svo þegar við eyðum 4 milljónum í einhvern? Segjum sem svo að við hefðum sleppt því að kaupa Sturridge og keypt Michu fyrir 3 millur frá Spáni. Ég sé fyrir mér ALLA efasemdamennina hoppandi brjálaði yfir svona ömurlegu scouting neti og hvað við erum að gera með einhvern óþekktan Michu!

    Það virðist vera að hér sé ákveðinn þjóðflokkur sem ekkert hægt að gera til geðs. Við verðum líka aðeins að átta okkur á því að eigendurnir eiga ekki peningana til svo hægt sé að fjárfesta eins og City, RM, Chelsea eða PSG. Á meðan þeir eru ekki til þá verðum við að fara aðrar leiðir! Það eru því þessar leiðir:

    1) Bíða eftir forríkum eigendum og vera í fýlu þangað til
    2) Skuldsetja okkur með þessum eigendum og stofna þeim í og Liverpool í fjárhagslega hættu því stuðningsmaðurinn hefur ekki lengur þolinmæði.
    3) Sætta okkur við að klúbburinn getur ekki spreðað og ákveðið að styðja við liðið í þeirri stöðu sem það er. Við erum að horfa uppá akademíur í mörgum löndum sjá til þess að liðin standi sig. Horfið á Borussia Dortmund, þeir unnu dauðariðilinn. Ég man ekki eftir einhverju risa fjárfestingum hjá þeim. Barca kaupir vissulega en þeir leikmenn sem þeir kaupa eru ekki að vinna titlanna.

    Þetta er allt saman hægt en þetta tekur tíma. Ég get auðvita ekki fullyrt neitt en ég ætla trúa því að eftir tvö ár verðum við að tala um stöðu okkar sem topp 4 lið og tala um næstu tímabil sem title contender!

  44. Eru menn ekkert að furða sig á því að QPR er að kaupa Remy og M’Vila? Þeir geta nú varla verið að borga svo mikið hærri laun en LFC…

    Remy hefur verið flottur fyrir Marseille og var flottur fyrir Lyon öll þessi skipti sem þeir urðu meistarar. Hann er fæddur 87, sama ár og Suarez og Lucas (og reyndar Messi einnig).

    M’Vila eitt mesta efni frakka þessa daganna og orðaður við Madrid, Arsenal, Chelsea og fleiri lið. Hann er fæddur 1990.

    Og athugið þetta: Fjölmiðlar greina frá því að kaupverðið á Remy sé um 10 m. punda og M’Vila sé falur fyrir 7 milljónir punda.

    Hefði þetta ekki verið vert að skoða hjá okkar klúbbi?
    Bara smá uppveltingur…

  45. http://www.433.is/frettir/italia/verdmidinn-a-sneijder-er-62-milljonir-punda/

    Ef við getum ekki drullast til þess að púnga út 6,2 milljónum punda fyrir Wesley Sneijder þá er eitthvað að. Ég veit ég er að kalla á mig ”hann er með 200k í vikulaun og blablabla”. En það er bara ekki rétt, bæði hann og umboðsmaður hans hafa sagt við fjölmiðla að hann sé tilbúinn að taka á sig launalækkun til þess að fá að spila. Ok hann færi aldrei undir 100k en samt, þessi maður er búinn að vinna hollensku deildina, spænsku deildina, ítölsku deildina,ítalska bikarinn, meistaradeildina, komst í úrslit á HM. Þessi gaur hefur þetta sigurvegara attitude. Það er ekki eins og við séum að tala um annan Joe Cole díl þar sem hann er ekki búinn sem leikmaður. Að grípa ekki svona tækifæri öskrar bara á mig metnaðarleysi og bara reynsluleysi eigandanna. Þeir eru lítið annað að gera fyrir klúbbinn en að prumpa glimmeri. Mér finnst það vera mikil mistök að láta þennan leikmann framhjá okkur fara.

  46. Wesley Sneijder er umræðan já.

    Ef þið lesið Echo-ið og umræðu um launastrúktúr þá kemur upp mesti vandinn. Launalækkun er eitt en lækkun um 75 þúsund pund á viku hið minnsta skiptir máli og ég er eiginlega viss um að Liverpool er ekki tilbúið að greiða honum hærri laun en t.d. Agger, Johnson og mögulega Suarez er með. Þó ég sé alveg til í það þá eru FSG yfirleitt ekki að gera það.

    Hitt er svo það að frá brotthvarfi Mourinho frá Inter hefur Sneijder átt erfitt uppdráttar og í raun með hollenska landsliðinu líka. Sumir ganga svo langt að ræða fall hans í boltanum í samhengi við Torres nokkurn. Ég horfi ekki mikið á ítalska boltann en hef þetta frá félögum mínum sem telja það mikið “gamble” fyrir klúbb að kaupa hann og setja á ofurlaun.

    Við þekkjum nú það svosem, Aquilani, Cole og Jovanovic detta upp í hugann. Allt leikmenn sem fengu stóran jólabónus frá okkur til að losna og þegar að klúbbur brennir sig á þremur einstaklingum á fjórum árum (hugsanlega fleiri, Degen, Poulsen og Konchesky eru sums staðar nefndir) þá reikna ég alls ekki með því að okkar menn vaði í þetta mál. En sjáum til.

    Hins vegar launastrúktúrhugmynd FSG. Gott og blessað, aflaskiptakerfi og teiknað upp úr launaþakshugmyndum amerískra íþrótta. Þetta er flott hugsjón og gleðileg.

    En nákvæmlega eins og hjá Arsenal þá mun þetta þýða að City, Chelsea, Real og Barca munu verða álitlegir kostir fyrir okkar leikmenn. Það er bara raunveruleikinn, hvernig sem okkur líst á hugsjónina á bakvið!

  47. Takk fyrir svarið Homer #38 þykir leitt að ” rantið ” mitt skyldi fara ílla í þig.

    varðandi svar þitt:

    nenni ekki að quate allt svarið þitt en:

    Og kannski má líka bæta hér inn í að Sneijder hefur spilað fyrir 3 af stærstu félögum Evrópu, og náð framúrskarandi árangri á öllum stöðum.
    Er þetta ekki nógu heillandi fyrir þig? Þá spyr ég bara, hvers lags leikmenn heilla þig þá?! 🙂

    Ég set ferilskrá leikmanna ekkert sérstaklega fyrir mig þó svo að hún skemmi að sjálfsögðu ekkert fyrir. Get ekki verið sammála þér heldur að hann hafi náð einhverjum ” framúrskarandi” árangri hjá Real Madrid en ekki meira um það.

    Títtnefndur Cesar vann t.d sömu bikara hjá Inter á sama tíma en ég myndi ekki telja hann betri leikmann en t.d Begovic eða Vorm sem þó hafa ekkert unnið af viti. Sama mætti seigja um Malouda sem vann meistaradeildina í fyrra en æfir með unglingunum hjá Chelsea í dag. Ég veit að WS er mikið hæfileikaríkari en áðurnefndir en pointið er að ferilskrá segir ekki alla söguna.

    Varðandi hvaða leikmenn heilla mig, þá myndi ég seigja skemmtilegir þykir mér leikmenn sem leggja mikið á sig til að hjálpa liðinu og gaman sé að horfa á þá gera það þó aðal atriðið sé sennilega að þeir setji fótboltan í fyrsta sætið og peninga i annað.

    Nú? Þekkist það ekkert að menn séu tilbúnir að lækka við sig laun til þess að fá að spila reglulega? Hvaða náttúrulögmáli ert þú að lýsa hér? Þetta er ansi stór fullyrðing hjá þér.

    Það er hárrétt hjá þér að ég get ekki fyllyrt svona!
    En þessum leikmönnum sem taka fótbolta fram yfir að telja peninga fer verulega fækkandi. Nýjasta dæmið er sennilega Joe Cole, hann er reyndar með frábæra ferilskrá og með framúrskarandi árangur allstaðar… nema hjá Liverpool .
    Er þó að dreyma um að Sturridge sé einn af þeim sem taka fótboltann fram yfir aurana.

    Aftur, stór fullyrðing sem enginn fótur er fyrir. Síðan hvenær var það sérstakur mælikvarði á gæði leikmanna, hvaða lið þeir eru orðaðir við?

    Ég fullyrti ekki neitt þar sem ég taldi nokkuð víst að fleiri klúbbar væri lýsandi yfir áhuga á honum en Galatasary ef þetta væri eins spennandi leikmaður og þú vilt meina. Ég sagði ekki að það það væru fleiri klúbbar að lýsa yfir áhuga á honum ef hann er eins spennandi og þú segir.

    Hér gerir þú þig sekan um það, sem mönnum hættir svo gjarnan til, að gefa sér að enginn fylgist með X því þú fylgist ekki með X, og geti þannig ómögulega myndað sér skoðun á umræddu máli.

    Öðru nær. Ég bjó um árabil á Ítalíu og hef alltaf fylgst vel með ítalska boltanum. Þannig ég get vel myndað mér skoðun á þeirri knattspyrnu á eigin forsendum.

    Svo væri nú heldur ekki úr vegi bara að fylgjast aðeins með fréttum af Sneijder, þá myndir þú jafnvel komast að því af hverju hann fær ekki að spila fyrir Inter þessa dagana, vikurnar. Það hefur nákvæmlega ekkert með knattspyrnuhæfileika að gera, en ég ætla að leyfa þér að komast að því sanna í málinu á eigin forsendum 🙂

    Það er naumast að menn eru viðkæmir 😀 Ég gaf mér að þeir sem væru svona hrikalega æstir í hann þá hljóta menn að hafa horft eitthvað á hann spila með Inter
    gerði mig aldrei sekan um að gefa mér að enginn annar hefði ekki fylgst með honum … Lestu bara línurnar ekki gefa þér eitthvað á milli þeirra.

    Veit ekki hvort að þú varst að svara sjálfum þér í næstu línu eða hvað..

    Það vill nú svo til að ég hef lesið allnokkrar fréttir um WS kútinn og mér sýnist á öllu að Inter vilji selja hann því hann er á alltof háum launum miðað við afköst og því myndi ég halda að þetta hefði helling að gera með knattspyrnuhæfileika hans að gera þar sem ég tel að ef hann hefði sömu hæfileika og t.d Messi þá væri þeir líklegast ekkert að reyna að selja hann.

    Svo til að enda þetta þar sem ég tel þetta vera orðin alltof langt og ég nenni hreinlega ekki að skrifa lengur þá hef ég aldrei talað um að taka skoðanir af stuðningsmönnum, já mér finnst við mikið betur staddir með Sturridge og Borini en Cisse og Zamora vegna þess að þeir eiga allan ferilin framundann og verða vonandi bara betri á meðan brekkan er að mestu leiti niðrávið hjá Cisse og Zamora.

    Einnig eins og ég benti á þá voru keyptir menn fyrir þónokkuð af peningum síðasta sumar þannig að þetta er ekkert bara verið að selja en ég er alveg sammála þér með að það þarf að fjárfesta mikið betur í hópnum en það verða að vera “skynsamlegar” fjárfestingar sem ég tel WS ekki vera nema það væri hægt að ná mjög góðum samning við hann.

    Með vinsemd og virðingu

    Lárus

  48. Það er óhætt að fullyrða það að Sneijder er betri leikmaður en bæði Hendo og Allen og allir hinir ungu leikmennirnir sem Rodgers hefur úr að velja, það eru einu rökin sem duga mér til að réttlæta það að borga ca 10m pund fyrir hann eins og talað er um, launin eru hinsvegar allt annað mál, ef að þau eru einhverstaðar á bilinu 100-200þ/p á viku gæti þetta verið mjög vafasamur díll, samanber alla þvæluna í kringum Joe Cole.

  49. bæði hann og umboðsmaður hans hafa sagt við fjölmiðla að hann sé
    tilbúinn að taka á sig launalækkun til þess að fá að spila

    Mér var líka sagt, fyrir þó nokkrum árum síðan, að jólasveinarnir væru til.

    Ástæðan fyrir því að Inter er að selja kappann er sú að hann vill ekki lækka sig í launum, ekki satt ?

    Ég hélt að fólk, sérstaklega við Liverpool stuðningsmenn, ættum að þekkja það að það sem kemur fram í fjölmiðlum á sér ekki alltaf stoð í raunveruleikanum.

  50. Þetta er að stefna í einn rólegasta glugga seinustu ára, það er meira að segja allt dautt á twitter. Maður bíður í voninni eftir einni sprengju!

  51. Eyþór nr 51 og fleiri

    Er sammála að trúlega vill hann ekki lækka sig launum, en kanski snýst þetta um að hann sætti sig við launalækkun til þess að losna frá Inter en ekki skrifa undir launalækkun hjá Inter við framlengingu á samningi, pæling!

    Ég held að við öll hér inni getum komið með fullyrðingar um WS og samskipti hans við Inter, en vita svo ekki neitt hvað er að gerast.

  52. Menn vilja fá WS en ekki tilbúnir að borga honum há laun. Hverjum er ekki drullusama um launin? Eigið þið þennan pening?

    Ég skil alveg fascinationið við að pæla í fjárhag klúbbsins, veltu, tapi, hagnaði o.s.frv. Framtíð og velsæld klúbbsins að veði og allt það. En þetta eru svo miklir fjármunir í gangi þarna og laun leikmanna svo fáránleg að við hérna á kop séum eitthvað að tuða um launin. Fyrir okkur fans á það ekki að vera okkar hausverkur. Mér er nokk sama þótt WS verði á 250k á viku ef hann yrði keyptur. Bara flott hjá honum, vonandi gefur hann í líknarmál.

    Svo væri ég til ef BR skoði möguleikann á F. Coentrau or what´s his face hjá Real. Marcelo er búinn að negla leftback þar og þessi gæji er tilvalinn. Er samt svo pottþéttur að Chelsea sjái hann sem eftirmann A. Cole. Þannig að drífa í þessu og ná Fabio C.

  53. Tek að vissu leyti undir með kommenti #54. Hverjum er ekki sama hvað hann er með í laun? Við höfum nákvæmlega engin áhrif á leikmannakaup Liverpool, eða launakostnað, og eina sem við ættum í raun og veru að ræða er hvort hann sé betri en þeir leikmenn sem spila hans stöðu og eru hjá Liverpool og hvort hann passi inn í kerfið okkar, og hugsjón BR.

  54. Kannski höfum við áhyggjur af því að óstjórn með rekstur geti leitt til gjaldþrots og framtíðarerfiðleika…………
    Ekki eins og það sé skortur af knattspyrnuliðum sem hafa farið illa út úr því. Já, eða bara, heimili, fyrirtæki og þjóðríki….

  55. hvað er málið með Suarez og Liverpool að lenda aflltaf PR slys ein og aftur var Suarez aðalatriðið í Ensku fjölmiðlu fyrir hafa viðurkennd að hafa fallið afhverju segja þeir ekki Suarez og aðra halda kjalfti núna er hann virkilega kominn með stimpilinn fyrir dýfari ensku deildinna fyrir játa.dýft ámóti Stoke sumir segja að Suarez ætti fá leikdóm fyrir hafa játað hafa dýft.

  56. WS myndi eflaust bæta liðið en ég tek alveg undir áhyggjur Magga af því sem hefur verið í gangi með hann. Að vísu var hann frystur út úr Inter skilst mér í haust þegar hann vildi ekki taka á sig launalækkun og er hvíldur en ekki í neinu leikformi.

    Sturridge er svosem í sama pakka þ.e.a.s. lítið spilað en heill og það er kannski alveg nóg að hafa einn þannig í liðinu.

    Góð spurning kom fram um það hvort hann bæti liðið og svarið er ég veit það ekki. Ég sé hann spila sama “role” og Gerrard nokkur sem er áskrifandi af sínu sæti. Við vorum með leikmann sem heitir Joe Cole sem er nýbúið að losna við og þá spyr maður sig, þurfum við mögulega einn “has bin” sem myndi þá þvælast fyrir Gerrard? Og þá á ofurlaunum í eldri kantinum og ekki í formi?

    Ég hef hinsvegar mjög blendnar tilfinningar til FSG orðið, en ætla að líta á hálffulla glasið þar sem að það er enginn stór og virkilega áhugaverður biti búinn að “ferðast” á milli liða akkúrat núna. En þó tek ég algjörlega undir með Gerrard og Suarez, að aldur er relatívur í dag, þetta er meira spurning um týpuna og hvort hún komplimenti liðið. Nó matter hversu gamal RVP er og hvað hann kostar, hann hefði verið fokking frábær með Suarez. Það er bara þannig.

  57. Gæti Sneijder ekki spilað með Gerrard á miðjunni ?

    Suarez Sturridge Borini
    Gerrard Sneijder
    Lucas

    Mér finnst þetta bara looka aðeins og vel út.

  58. Eru menn búnir að gleyma hvað Borini leit illa út í byrjun tímabils. Hann var lélegasti maður liðsins.
    Ég myndi miklu frekar hafa Sterling eða Downing á kanntinum heldur en Borini sem virkaði eins og að hann var bara tekin af götuni.

  59. þumlið þetta upp ef þið trúið á Borini, þumlið sigueina upp ef þið hafið enga trú á honum.

  60. Held að maður hafi séð hann spila í 60 mínútur…

    Má maður sleppa við að haka hjá báðum ef að kviðdómur manns er enn að rökræða málin?

  61. jæja þá er víst Liverpool búið að setja sig í samband við sneijder. Samkvæmt Times og Echo þarf hann að taka á sig launalækkun. Nú geta flest allir verið ánægðir á kop.is í kvöld.

  62. Smells like set up. Nu geta FSG sagst hafa reynt við Sneijder en hann hafi ekki viljað lækka launakröfur sínar. Sem er vitað.

  63. Margir hérna eru að tönnlast á því að við séum að kaupa menn á 15 milljónir á meðan að Newcastle eða Swansea séu að kaupa menn á 4-7 milljónir sem eru GEÐVEIIIKIR.

    Er nokkuð viss um að BR hafi bara sjálfur sagt, að munurinn á hvernig lið verðleggja leikmennina sína er verulega ólíkt þegar að hann var hjá Swansea eða þegar að Liverpool er að spyrjast fyrir um leikmann.

    Ef að Swansea myndi spyrjast fyrir um einhvern svona semi óþekktan gaur sem er samt góður, þá fá þeir kannski til baka 4-5 millur. Ef að Liverpool spyr um sama mann þá er svarið miklu frekar 8-10 millur.

    Afhverju? Þótt að við eigum ekki sama pening og United,City og Chelsea, þá er samt verðlagt menn þannig til Liverpool.

  64. það virðist vera einhvera alvara í þessu dæmi með snejder þar sem allir helstu fjölmiðlar keppast við að bendla liverpool við hann á einn eða annan hátt.

    það er ákveðin áhætta svosem að taka svona reject inn í hópinn en er hann ekki í svipaðri stöðu og sturridge var kominn í hjá chelsea??? kannski ekki alveg sambærilegt, en hann var frystur á bekknum hjá chelsea og svo þegar hann fær að spila þá þakkar hann traustið og brillerar…. hann er klálega að fá feitann samning á næsta seasoni.

    af hverju ætti snejder ekki að gera það sama… þessi gaur er frábær fótboltamaður sem gæti smellpassað inn í uppbyggingu liverpool… ekki spurning

  65. ef að þessum kaupum verður með Sneijder breytist mitt viðhorf gagnvart FSG því að það sýnir mér að þeir eru tilbúnir að borga góð laun fyrir menn sem hafa reynslu af því að vinna tittla og eru á efri árum.

    Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sá þolinmæðasti og stundum ekki verið sangjarn hér á kop gagnvart klúbbnum. En ég hef líka mínar ástæður því mér fannst illa farið með Kónginn sem og ýmislegt annað.
    En af hverju skyldi BR ekki fá góðan tíma sem einmitt ég hafði vonað að Kóngurinn fengi?

    Það eru nú ekki nema nokkrir dagar síðan ég vildi nýja eigendur og ég er ekki allveg viss um þá ennþá því að þeir hafa ekkert afrekað en.
    Ég ættla að bíta aðeins lengur fast á jaxlinn og gefa þessu lengri tíma en jaxlarnir eru að verða næstum búnir grrrrrr.

    En kom on Sneijder þú ert sigurvegari og á þeim þurfum við að halda. 😀

  66. Eitt sem ég hef verið að pæla eftir að hafa lesið flest öll innleggin hér.

    Um hvað snýst moneyball?

    Ef ég skil það rétt þá snýst það ekki einvörðungu um að kaupa unga leikmenn heldur einnig um leikmenn sem hafa lent í einhverjum erfiðleikum sem lækkar verðmiðan töluvert (líkt og Suarez og Sturridge). Markaðurinn er einhverra hluta vegna hræddur við hann vegna ákveðinnar áhættu í kaupunum.

    Gæti Sneijder fallið undir Moneyball kaup?

  67. Æjjji ég veit það ekki.

    Hæfileikar hans eru vissulega miklir, en það er komið töluvert síðan við sáum hann spila vel í hverri viku.

    Það er margt jákvætt við þetta, ef af verður. Bæði væri FSG að koma með ákveðið statement. Þetta hefði vafalaust góð áhrif á liðið að fá svona nafn inn. Svo væri þetta eflaust aðdráttarafl fyrir aðra leikmenn í sumar, að spila með mönnum eins og Gerrard, Sneijder & Suarez. Þetta er samt sem áður ákveðin áhætta, stór launapakki – er hausinn á honum í lagi, er hann ennþá “með´etta” ?

  68. Sneijder held ég að komi ekki. En ég held að hann myndi passa ágætlega inn í hjá Liverpool. Ég hef reyndar lesið að hann sé ekkert sérstaklega góður að pressa, en ég hef ekki séð mikið til hans í gegnum árin, aðeins nokkra leiki í Meistaradeildinni.

    Hann spilar sem framliggjandi miðjumaður, fyrir aftan framherjann. Hann myndi því passa nokkuð vel inn í kerfið okkar, sem fremsti maður á miðjunni. Hann gæti því spilað fremstur, með Gerrard og Lucas fyrir aftan sig, til dæmis. Hann myndi koma með sköpunargleði á miðjuna og hugsun sem ég held að myndi nýtast vel.

    Mér finnst Allen ekki nógu skapandi fram á við, en hann er líklega betri en Sneijder í að vinna boltann til dæmis.

    Eins og sjá má hér frá Zonal Marking spiluðum við svona í seinni hálfleik gegn Man. Utd: http://i1231.photobucket.com/albums/ee512/zonal_marking/muli2v_zps5660e1a1.jpg

    Ef við skiptum út Downing fyrir Sneijder, setjum Suarez á kantinn og Lucas inn fyrir Allen, og Sneijder fyrir aftan Sturridge með Suarez við hliðina á þeim, erum við með mjög spennandi lið. En við tökum líka út hraða held ég og vinnusemi, eða hvað? Einhver sem þekkir það vel hjá Sneijder?

    Ég held að hann myndi passa vel inn í leikstílinn okkar. Hann getur líka tekið smá frá Gerrard, sem ég óttast hreinlega að fari að verða fyrir álagsmeiðslum.

    En, ég held að Inter vilji losna við Sneijder af því hann vill ekki lækka launin sín, það er spurning hversu miklu hann er til í að fórna….

  69. Eitt annað sem menn eru að gleyma við ráðningu á svona stóru nafni og það er búningasala sem mun aukast í kjölfarið og vegur upp samninginn.

  70. Sneijder væri snilld!

    En 280 þúsund pund á viku. 🙁

    Ef það er rétt að við séum tibúnir að kaupa og borga honum 180 þúsund á viku. Þá er ég sáttur.

    Það er áhætta en öll kaup á leikmönnum er áhætta.

    Það ættum við að vita 🙂

    YNWA

  71. Hann hlýtur að fara til Tottenham þar sem við virðumst vera að skoða hann.

  72. Í alvöru. Sneijder á 280k á viku! Þetta er rugl og hvað þá ef litið er til þess að það er engin sérstök þörf fyrir þessa týpu af leikmanni.

    Ég held að þetta sé decoy hjá Brendan og Ayre til þess að senda athyglina í áttina að Sneijder svo þeir geti einbeitt sé í friði að öðrum leikmönnum. Sama má segja um storminn í vatnsglasinu vegna Suarez játningarinnar. Á meðan blaðrað er um Suarez og Sneijder er vinnufriður til alvöru verkefna.

  73. Slakið, Sneijder er ekki með 280K pund á viku. Er hann ekki með eitthvað í kringum 180K pund?

  74. Slakið á allir hérna. Þó svo að Sneijder sé mikið orðaður við LFC að þá eru engar líkur á því að hann sé að koma. Þannig að menn geta hætt að velta fyrir sér laununum hans, verðmiða, aldri, gæðum og öðru þess háttar, hann er ekki að koma.

  75. Getur einhver bent mér á einhverja frétt þar sem það er verið að linka W. Sneijder við Liverpool ég er nú svo sem ekkert búinn að leita mikið en hef bara fundið þessa frétt http://metro.co.uk/2013/01/17/brendan-rodgers-dismisses-wesley-sneijder-link-but-hopeful-of-more-january-deals-3356443/ þar sem talað er um að Liverpool sé ekki á eftir honum.

    Annars veit ég ekki við hverju menn voru að búast. Kristján Atli segir að gluggin sé rólegri en hann átti von á ég man nú bara eftir einum fjörugum janúar glugga og það var þegar Torres var seldur. Vanalega er þetta einn til tveir nýjir leikmenn sem koma inn og oftast einhverjir sem maður þekkir nú ekki mikið til.

    Til marks um þennan glugga þá er Liverpool með stæðstu kaupin það sem af er glugganum.

    Ég veit ekkert um Snijeder í raun hef bara séð hann spila með Hollenska landsliðinu undan farin ár þar sem ég hef nú ekki verið að horfa mikið á Ítalska boltan hann er búinn að spila 6 leiki á þessari leiktíð og skorað 2 mörk samkvæmt wiki. Hann er örugglega fínn spilari en ég verð nú að setja spurningamerki við það að þurfa að borga honum 100 þ + í laun. Væri ekki bara fínnt að fá hann á láni út leiktíðina borga 50% af laununum hans hjá Inter.

  76. Skil ekki þessa Suarez umræðu vegna þessarar dýfu gegn Stoke. Það sáu allir að hann lét sig detta en af því að hann sagði frá því að hann lét sig detta þá verður allt vitlaust. Persónulega held ég að Rodgers og Suarez hafi ekki minnst á þessi ummæli þegar þeir hittust á Melwood.

    Burt séð frá því hvort að Sneijder komi eða ekki þá hafa ótrúlegustu félagaskipti átt sér stað á síðustu mínútum félagaskiptagluggans. Einhver þau ótrúlegustu voru kaup Tottenham á Van der Vaart. Nokkrum klukkutímum fyrir lok gluggans gengu 18 milljón pund kaup Bayern M. tilbaka og hann var seldur til Tottenham á 8 milljón pund. Vissulega rannsóknarefni en breytir því ekki að þetta reyndust frábær kaup fyrir Tottenham þar sem Vaart átti stóran þátt í halda liðinu í baráttunni um CL sæti.
    Hugsanlega er Sneijder tilbúinn að taka á sig launalækkun enda launaseðill hans langt fyrir ofan viðmið Liverpool. Ef hann er tilbúinn í það og Liverpool er tilbúið að fá hann fyrir rétt verð þá held ég að það gæti reynst Liverpool gulls í gildi. Vissulega væru þetta ekki kaup hugsuð til næstu 5-8 ára. Hins vegar væru þetta kaup til þess að hjálpa liðinu að komast skrefi nær markmiðum sínum á næstu 1-2 árum.

    Að útiloka að kaupa leikmenn sem komnir eru yfir ákveðinn aldur vegna þess að endursöluverð þeirra er ekkert er fáranlegt viðhorf. Hugsanlega gleymist að taka inní reikninginn að góð frammistaða þeirra getur aukið frammistöðu og verðmæti yngri leikmanna í liðinu. Allt snýst þetta um rétta blöndu. Ég hugsa amk að Houllier, Ferguson, Ranieri og Redknapp sjá ekki eftir að hafa fengið til sín MacAllister, Cantona, Van der Sar, Makalele, Scott Parker og Van der Vaart á sínum tíma.

  77. Ef að Man United gátu ekki komist að launasamkomulagi við Sneijder þá stórefast ég um að við séum að fara gera það. Hvað er Gerrard með hjá okkur? 150K á viku? Það á enginn skilið að fá meira heldur en hann nema kannski Messi.

  78. Stóra nafnið og kannski það eina í janúar var Sturridge. Næsta sumar verður örugglega eitthvað keypt en það verða ekki stórar kanónur, yngri menn og ódýrir sem lofa góðu og fitta inní leikkerfið góða.
    Meistadadeildarsæti er ekkert nema útópía þetta tímabilið en ef það verður ekki gerð alvöru atlaga á næsta ári sama með hvaða mannskap þá verð ég hissa. Eitt ár er nóg fyrir klúbb eins og Liverpool til að raða saman réttu mönnunum. Það er ekki eins og L-pool sé utandeildarlið að byrja að safna caliberum. Nokkrir góðir eru þegar hjá okkur og það vantar eeki nema 4-5 svo hópurinn sé góður og hægt að hvíla menn.
    Gefum Brendan þetta tímabil og næsta sumar til að kaupa menn. Ef hann verður ekki búinn að púsla þessu saman í ágúst og enn talað um þolinmæði og Róm var ekki byggð á einni nóttu þá vitum við að það er bara verið að babbla út í loftið. En þangað til sjáum hvað setur.

  79. Ég fór að reikna og komst að því að Sneijder er með 170 þúsund pund á viku fyrir skatt miðað við tölur sem Inter hafa sjálfir birt yfir laun leikmanna sinna. Á einu ári erui það ca 5 milljón pund á ári útborgað eftir skatt. Til þess að jafna þá tölu á Englandi þarf að borga honum 140 þúsund á viku til að fá ca 5 milljón pund á ári eftir skatt. Ég nenni ekki að reikna út raunvirði pundsins vs evru, verðbólgu og slíkt dót 😉
    Þá vaknar spurningin hvort, og þá hversu mikla lækkun Sneijder er tilbúinn að taka á sig, og að sjálfsögðu hversu mikið félagið er tilbúið að borga. Mér finnst þetta samt frekar ólíklegt miðað við þessa nýju stefnu sem félagið er að taka upp, menn eiga að fá “lág” laun og svo mikla bónusa, en mér finnst ólíklegt að Sneijder nenni að standa í þannig launasamningi. En hvað veit ég svosem, mér leiddist bara og fór í skattareikning 🙂

  80. Eftir tímabilið þegar Inter vann meistaradeild Evrópu
    þá mætti Wesley Sneijder vera með 300 þúsund pund á viku.

    Ef liverpool getur borgað svona laun er það merki um svakalega fjárhagsterka stöðu og að eigendur félagsins eru tilbúnir að setja rekstrar kostnað til félagsins því þeir eiga efni á því og þetta er áhugarmál hjá þeim og áhugarmál kosta pening.

    svona smá stofn fjáhagskostaður, með það til frammtíðar að liðið skili inn meiri tekjur en það gerir núna.

    En ef Liverpool er rekið sem fyrirtæki og er í eigu mann sem ekki hafa fjárhag til þess að leggja í félagið.

    Þá er liðið að keppa á markaði sem er liðinu mjög í óhag.
    á að búa til stjörnu fyrir önnur lið?

    Pointið er að mér er nkl sama hvað Liverpool borgar fyrir leikmenn eða borgar þeim í laun.
    þá gæti ég alveg eins farið framm á það að Stöð2sport sýni beint frá bókhaldsdeildinni á Anfield á daginn.

    Ég er miklu meira fyrir það að horfa á hvað er að gerast á grasinu fyrir utan bókhaldsdeildinna.

    En svo ég klári þetta með Wesley Sneijder þá er ég á báðum áttum með að fá hann, það er eitthvað undarlegt við það að hann er til sölu og það er eitthvað lið í tyrklandi sem vill fá hann.
    eftir 2010 var hann orðaður við öll stór lið í Evrópu. maður er hálf hræddur um að við séum værum enn og aftur að kaupa köttinn í sekknum.

  81. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru Benites og Torres enn á launaskrá hjá Liverpool þeir starfa á laun fyrir félagið markmið þeirra er:að knésetja Chelsea!

  82. þetta með valdes gæti endað á því að Reina fari heim til Barcelona

Opinn þráður – Forren

Norwich á Anfield