Man Utd 2 Liverpool 1

13manunitedOkkar menn heimsóttu í dag erkifjendurna Manchester United á Old Trafford og biðu ósigur, 2-1 í baráttuleik.

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í þessum leik:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Allen

Downing – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Carragher, Robinson, Henderson (inn f. Allen), Shelvey, Borini (inn f. Sterling), Sturridge (inn f. Lucas).

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill. Bæði lið spiluðu varlega og vildu ekki gera mistök. Það sem helst munaði á liðunum var að United gekk miklu betur að pressa á Liverpool og loka svæðum þannig að okkar menn höfðu lítið pláss til að skapa nokkuð af viti, enda sköpuðu þeir nákæmlega ekki neitt fyrir hlé. United hins vegar náði að búa sér til einhver fjögur færi (skv. tölfræðinni) og eitt þeirra var fyrsta mark leiksins.

Það kom á 19. mínútu þegar United-menn fengu að spila stutt fyrir framan vörn okkar, boltinn barst svo út til vinstri á Patrice Evra sem gaf lága sendingu inn á vítapunktinn þar sem Robin Van Persie sett’ann með vinstri, í fyrstu snertingu, niður í markhornið fjær. Óverjandi fyrir Reina, frábær klárun hjá heitasta framherja deildarinnar, en vonbrigði að sjá Liverpool svona passífa í pressunni í aðdraganda marksins.

Það sem eftir lifði hálfleiks gerðist lítið markvert. United fengu sitt besta færi utan marksins undir lok hálfleiksins þegar Rafael fékk langa sendingu inn á vítateig, Glen Johnson missti fæturna og Rafael keyrði inn á markið, rúllaði á Van Persie sem reyndi hælspyrnu að marki en Martin Skrtel lokaði á það, Shinji Kagawa kom aðvífandi í frákastið en Pepe Reina varði og þeir lentu í samstuði sem virtist vanka Reina ansi laglega. Það tók hann 3-4 mínútur að jafna sig og leikurinn var stopp á meðan, það stórsá á nefinu á honum þegar hann stóð upp og að sjálfsögðu bauluðu United-stuðningsmenn á hann fyrir gvöðmávitahvað. Bjartir.

Staðan sem sagt 1-0 í hálfleik og nákvæmlega ekkert að gerast hjá okkar mönnum í sókninni. Mér fannst Rodgers gera mistök með því að velja Allen fram yfir Henderson eða Shelvey á miðjuna. Fyrir vikið var Allen hálf týndur á miðjunni, framar en Gerrard sem nýttist ekki sem skyldi sóknarlega og Downing var líka slakur á hægri kantinum. Það kom því ekki á óvart að Rodgers skyldi breyta til í hálfleik. Lucas Leiva, sem var á gulu spjaldi, vék fyrir Daniel Sturridge og meiri áhersla var lögð á sókn og hápressu eftir hlé.

Það skilaði sér í miklu, miklu betri seinni hálfleik en þeim fyrri. United voru betra liðið í fyrri hálfleik en Liverpool voru betri í þeim seinni en því miður gáfum við þeim annað markið áður en endurkoman hófst. Þeir fengu aukaspyrnu úti vinstra megin og Van Persie sendi háan bolta inn á fjærstöngina. Þar steinsváfu Glen Johnson og Daniel Agger á verðinum, Patrice Evra var óvaldaður og skallaði í Nemanja Vidic og inn. Ég veit ekki hvor þeirra fær markið skráð á sig og það var einhver rangstöðufnykur af þessu sem sjónvarpsmennirnir voru að reyna að finna út úr með endursýningum næstu mínútur á eftir en ég ætla ekki að væla yfir mögulegri rangstöðu, hafi hún verið. Lið sem sýna svona varnarvinnu á Old Trafford eiga skilið að fá mark á sig og þetta var mjög svekkjandi að sjá til manna sem eiga að gera betur.

Eftir þetta snerist leikurinn. Ég veit ekki hvort United töldu sig vera búna að landa sigrinum en það voru enn 35 mínútur eftir. Þremur mínútum eftir mark United minnkuðu okkar menn muninn. Steven Gerrard var að spila framar á vellinum og vann boltann uppi við vítateig United, bjó sér til pláss fyrir skot og lét vaða. David De Gea varði vel en hélt boltanum ekki og Daniel Sturridge var mættur á sníkjunni og minnkaði muninn. Sturridge hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir Liverpool.

Rodgers jók enn frekar á sóknina, tók Raheem Sterling út fyrir Fabio Borini sem var að leika sinn fyrsta leik í rúma þrjá mánuði, eftir meiðsli, og svo fór Allen loks út fyrir Jordan Henderson. Pressan jókst smám saman á mark heimamanna og Sturridge, Johnson, Borini og Suarez voru allir í tvígang í góðum færum. Allt kom þó fyrir ekki og United höfðu sigur að lokum.

Maður leiksins: Eins og áður sagði fannst mér Allen og Downing slakir hjá okkur í dag á meðan Johnson var sérstaklega kærulaus í seinna marki United. Aðrir voru heilt yfir fínir en okkar bestu menn fannst mér Suarez, Sturridge og Borini eftir leikhlé. Það var gríðarlega jákvætt að sjá þá alla inná í einu og að sjá þá spila svona vel saman. Þeir sköpuðu mikinn usla í vörn United og hefðu hæglega getað unnið upp tveggja marka forskot United með smá heppni eða betri færanýtingu.

Þessi leikur var eins og skólabókardæmi um það sem hefur háð Liverpool í vetur. Í fyrri hálfleik var Suarez aleinn og óstuddur frammi, eins og svo oft í vetur, en í seinni hálfleik var liðsstyrkurinn loksins mættur og allt annað að sjá sóknartilburði liðsins. Ég ætla því að velja þá Suarez, Sturridge og Borini alla mann leiksins. Vonandi er þetta það sem koma skal fram á vorið.

Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að tapa fyrir United en ég held að við getum borið höfuðið hátt. Þeir eru að rústa þessari deild en voru ekkert svo sannfærandi gegn Liverpool í dag. Liverpool er klárlega klassa lakara lið en United í dag en þessi leikur sýndi okkur að við eigum kannski ekki svo langt í land. Sturridge er mættur, Borini er kominn inn úr meiðslum og með góðum leikmannakaupum á næstu vikum og í sumar getum við verið ennþá nær þeim á næstu leiktíð.

Að lokum er hér merkilegur punktur. Liverpool fengu aðeins tvö stig úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins og voru í fallsæti þann 24. september, eftir tap heima gegn United. Aðeins jafnteflin gegn Sunderland og Man City og töp gegn Arsenal, West Brom og United. Síðan þá hafa verið leiknar 17 umferðir í deildinni, eða rétt um hálft tímabil, og staðan í deildinni í þeim 17 umferðum er nokkuð áhugaverð. Liverpool er í 8. sæti í deildinni í dag, níu stigum frá Meistaradeildarsæti, en ef deildin hefði byrjað eftir fimm umferðir væri staðan þessi:

customtable_13jan2013Það vantar inn í þetta tapið í dag en jafnvel með því er Liverpool í topp 4 í síðustu 17 umferðum. Það er bara martraðabyrjunin í ágúst/september sem veldur því að Liverpool er ekki að berjast um Meistaradeildarsæti í dag en ef liðið getur haldið áfram þessu topp 4-formi þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu liði í vor.

Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa fyrir United, en framtíðin er björt. Brosum í gegnum tárin.

88 Comments

  1. Allt annað lið þegar við hættum þessu tiki-taka rúnki. Direct stíll með þrjá hraða framherja virðist eiga miklu betur við okkur.

  2. Liðið að spila miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri, aulagangur í vörninni í báðum mörkunum en flott mark hjá Sturridge. Held að hann eigi eftir að blómstra hjá okkur.
    Er samt að velta fyrir mér Joe Allen málinu, af hverju í ósköpunum hann hangir inn á alltaf, hefði miklu miklu frekar viljað hafa Lucas inni. Gerrard sat þ.a.l. of aftarlega til að skapa þá hættu sem hann getur hvað best.
    En …. sáttur með seinni hálfleik, klárlega en aldrei sáttur að tapa fyrir United. Never.

  3. Eins og ég sagði í þræðinum um byrjunarliðið vildi ég byrjunarliðið öðruvísi. Allen var mjög slakur í fyrri hálfleik og Sterling hefur lítið sýnt í margar vikur. Var aldrei líklegur í dag. Brendan Rodgers fær bara mínus fyrir þetta. Hann sá að sér í hálfleik, en hann er dæmdur af byrjunarliðinu fyrst og fremst, og fyrsta plani sínu. Plan B hjá honum virkaði. Ég ætla því ekki að hrósa honum of mikið, en þó eitthvað því seinni hálfleikur var fínn.

    Sturridge maður leiksins.

  4. Og eftir öll skotin fyrir leik þá vil ég hrósa Howard Webb fyrir frábærlega dæmdan leik.

  5. Sælir félagar

    Sanngjörn niðurstaða því miður. Okkar menn komu til baka í seinni en það dugði ekki til. Spurning um uppstillinguna á liðinu þar sem menn á bekknum (Sturridge/Borini) voru greinilega sterkari en þeir leikmenn sem byrjuðu. En svona fór þetta og svo sem lítið við því að gera.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Það þýðir ekki að mæta til leiks í 45 mínútur á móti liði sem er í efsta sæti deildar. Liverpool hefur ekki enn unnið lið sem er í efri hluta deildar á þessu tímabili. Reynsluleysi BR ? Ekki nógu góður stjóri ? ekki nógu góðir leikmenn ? Ég sakna þeirra tíma þegar við fórum í þessa leiki og áttum alltaf vona á að fá eitthvað út úr þessum leikjum.

  7. Eins og tveir leikir. Verði síðari hálfleikurinn það sem koma skal, þá er maður bjartsýnn.

    Í fyrri hálfleik voru ManU einir á vellinum og það var ágætlega sloppið að fara inn í hálfleik 1 marki undir. Okkar menn allt of passífir og mikið um sendingarfeila.

    Allt annar og jafnari leikur í síðari hálfleik. Varðandi Allen vs. Lucas, þá sýndi Lucas það í fyrri hálfleik að koma boltanum áfram á vallarhelmingi andstæðinganna er EKKI hans sterka hlið og við vorum undir. Ég er að komast á það vilja frekar Henderson í stað Allen.

    Flott að sjá 3 framherjana að hrella United síðasta hálftímann. Sturridge verður flottur frammi með Suarez og þeir eiga báðir að vera í byrjunarliði, a.m.k. þegar fram í sækir. Borini er svo flottur 3. kostur og gott að sjá litla Ítalann kominn aftur af stað. Hressandi að sjá 3 framherja inn á eftir sóknarmanna leysi undanfarna mánaða.

    Svo fær Andre Wisdom hrós fyrir sinn leik, fyrir allt nema skotið 🙂 eftir sendinguna hjá Suarez. Hvort að Wisdom sé sekari um 1. mark United en aðrir LFC menn læt ég aðra að dæma um.

  8. Ojjj…..vondur þynnkudagur varð verri.

    BR verður að svara fyrir spilamennsku liðsins fyrstu 53 mínúturnar. Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta skot á markið áður en við skoruðum markið. Leikmenn eins og Allen og Sterling áttu ömurlegan dag. Veit eiginlega ekki hvað er í gangi með Sterling. Hann var 2 númerum of lítill fyrir þennan leik.

    Ljósu puntkarnir eru þeir að við þjörmuðum að þeim í seinni hálfleik og hefðum getað stolið stigi með smá heppni. Ætla að taka Pollyönnuna á þetta og er alveg sannfærður um að við séum á réttri leik. Erum mun sterkari fram á við með Sturridge.

    Hvað er þetta eiginlega með okkur að verjast föstum leikatriðum?? Ömurlegt að sjá vörnina í seinna marki Utd. Skíthræddur um að við séum að horfa á eftir Utd. taka 20. titilinn……sorry, guys and girls.

  9. Mættum ekki tilbúnir til leiks því fór sem fór. Hefðum getað stolið stigi í góðum seinni hálfleik. Suarez átti afar erfitt uppdráttar og vantar mikið ef hann á ekki stjörnuleik. Plúsinn klárlega að Sturridge er að stimpla sig inn, hefði mátt setjan á rammann með hægri áðan, og Borini er orðinn heill. Hirðum þrjú stig í næsta leik og komumst nær topp fjórum. Þetta er hægt andskotinn hafi það!

  10. Skil ekki hvað er verið að nota Sterling eilíflega í byrjunarliði. Honum er ekki greiði gerður með þessu háttalagi BR. Þetta er orðinn hálfgerður þrældómur hjá unglingnum og væri gott að hvíla hann.

  11. Auðvitað alltaf sárt að tapa (mun þó ekki missa svefn), en við vorum að spila við efsta liðið á þeirra heimavelli. Í fyrri hálfleik var valtað yfir Liverpool en flottur seinni hálfleikur. Frábært að fá inn í liðið Borini og Sturridge og nú er ekkert annað en að hvíla Sterling. Hann var arfalélegur í dag.

    Ég vil meina að það hafi verið óheppni að ná ekki öðru stiginu. Þvílíkt dauðafæri sem Sturridge fékk og átti að gera miklu betur. Algjört lágmark að hitta á ramman og láta þá markmannnn hafa fyrir þessu.

  12. Betra liðið vann í dag. Liverpool eru bara með slakari leikmenn sem réðu ekki við verkefnið í dag.

  13. Svona getur gerst þegar lið taka ekki þátt í leiknum fyrsta klukkutímann. Legg til að liverpool fari að pressa og sækja allan leikinn og hætti þessu tilraunamiðjumoði sem engu skilar.

  14. Ömurlegur fyrri hálfleikur þar sem Downing og Allen voru mjög slappir, ásamt fleirum reyndar en þeir tveir áberandi lélegir. Nánast allir hér sem vildu Sturridge og Henderson í staðinn fyrir þá tvo í byrjunarliðið fyrir þennan leik. BR gerði mistök með byrjunarliðið og liðið tapaði. Þetta tap skrifast algjörlega á hann. En að lesa komment hérna þar sem menn vilja hann burt er bara asnalegt. Ekki einu sinni svaravert.

    Eitt annað. Þreytt að sjá þessar töflur og pælingar ef staðan í deildinni væri svona ef fyrstu 5 leikirnir eru ekki teknir með. Eða hvernig staðan í deildinni væri ef þessir 10 leikir frá 17. október til 27. desember væru skoðaðir og Liverpool í 4ja sæti. Frábær saga. Tímabilið er 38 leikir frá ágúst í maí og eina sem skiptir er hvernig staðan er eftir þessa 38 leiki.

  15. Það hefði verið yndislegt að ná jafnteflinu í lokin en þetta féll ekki með okkur í dag. Við getum samt borið höfuðið hátt því Man Utd eru bara einfaldlega með betra lið en við í dag. Þetta hefði getað verið verra.

  16. Taktísk mistök hjá Brendan Rodgers í dag. Farinn að hafa áhyggjur af þessu.
    Menn á borð við Sterling og Allen voru enganveginn klárir í bátana í dag. Afhverju í ósköpunum að kippa Henderson út úr liðinu þegar liðið hefur ekki fengið á sig mark í þremur deildarleikjum í röð og verið á þokkalegri siglingu? Óskiljanlegt!

    Hvað Joe Allen varðar. Þá er ég ekki að sjá það jákvæða sem margir virðast sjá í hans leik.

  17. Var ekkert verið að baula á Reina. Verið að baula á að dómarinn skuli stoppa um leið og united fær boltann en Liverpool höfðu verið í mínútu sókn eftir þetta samstuð og ekki sjálfir sparkað boltanum útaf

  18. Klassamunur á spili þessa liða í dag.
    Fannst Webb gera rétt að senda Skrtl ekki af velli þegar hann tók welbek niður, þrátt fyrir að reglurnar segi annað.
    Skil hins vegar ekki af hverju Lpool fékk að klára sóknina þegar Reina meiddist en leikurinn stöðvaður fyrst þegar United fékk boltann.

  19. “Glen Johnson missti fæturna” ! Haha kallgreyid! Hann hefur lent i svaka taeklingu! Thetta fannst mer fyndid. Ordatiltaekid er “ad missa fotanna” 🙂

  20. @Trebbi nr:19, þetta átti ekki að vera rautt þar sem Welbeck hefði að öllum líkindum ekki náð boltanum, hann þarf að vera kominn í pottþétt marktækifæri. Reina var kominn vel út og alls ekkert víst að Welbeck hefði náð honum, frekar ólíklegt finnst mér meira að segja. Réttur dómur þar.

    @Stebbi nr: 18, ég tók þessu einmitt þannig líka, þeir voru farnir að baula um leið og Webb flautaði, tóku svo pásu og ég tók þessu þannig að það væri verið að baula svo á dómarann. Fannst þetta furðuleg ákvörðun hjá Webb en ég kvartaði þó ekki.

    Annars var fyrri hálfleikurinn alveg glataður og við vorum stálheppnir að vera bara einu marki undir og gátum allavega verið sáttir með það. United fóru svo að bakka í seinni hálfleik og við nýttum það eins og við gátum en uppskárum aðeins eitt mark. Það er klár getumunur á liðunum en það var gaman að sjá baráttuna í seinni hálfleik og Sturridge og Suarez voru að virka vel, þetta á enn eftir að slípast til og þetta gætu endað sem kostakaup fyrir okkur.
    Allen var mjög slappur og Glen Johnson líka, átti að fá rautt spjald en lapp mjög vel. Vörnin okkar var ekki uppá marga fiska og sem betur fer er Welbeck ekki góður í að nýta færi, fannst Skrtel og Agger oft gleyma stórum svæðum þar sem RVP og Welbeck gátu hlaupið í án nokkurrar pressu.

    Þetta hafðist ekki en miðað við gang fyrri hálfleiks þá hefði þetta klárlega getað endað mun verr. Sýndum mikla baráttu umræðan eftir þennan leik verður bara um fótbolta en ekki einhver vafaatriði eða furðulegar uppákomur, loksins!!!

    Og Vidic var ekki rangstæður í markinu, SKY fóru vel yfir þetta og hann var aðeins fyrir aftan Euro.

  21. Líklegast sanngjörn úrslit, mér fannst utd einfaldlega betra liðið og við í raun heppnir að hafa einungis verið eitt núll undir í hálfleik. Síðustu 30 mín voru mjög góðar af hálfu liv en það var einfaldlega ekki nægjanlega mikið til þess að ná að jafna. Einnig fannst mér utd með taktískum breytingum ákveða að þétta til baka (tóku kagawa útaf) og þá leyfa liv að valsa aðeins meira um með boltann og gekk það plan upp.

    Var eins og margir aðrir hérna töluvert svekktur að sjá ekki sturridge og henderson inná í byrjunarliðinu en kannski vildi BR hafa þá sem ógn af beknnum á móti þreyttu utd liði seinna í leiknum sem að vissu leiti virkaði en ég held að þessir menn hefðu engu að síður átt að spila allan leikinn.

    Einnig verð ég að játa að mér finnst þessar pælingar með að velja út hluta af tímabilinu og reikna út hver staða liv væri út frá því vera örlítil sjálfsblekking þó svo að tölfræðipælingar séu í sjálfu sér alltaf áhugaverðar.

  22. Alls ekki svo slæm úrslit. Þó það sé reyndar alltaf ömurlegt að tapa á móti ManU, þá eru þeir með lang besta lið deildarinnar í dag. Þeir þurftu virkilega að hafa fyrir þessu á heimavelli, og ég held við þurfum ekkert að kvíða framhaldinu.

  23. Mjög góð skýrsla Kristján, takk fyrir hana.

    Flott hjá þér að benda á að þrátt fyrir svekkjandi tap á gamla Trafford áðan, þá er stígandi í liðinu. Ásættanlegur árangur ef undanskildar eru fyrstu 5 umferðirnar. Vorum að horfa á leik þar sem við stilltum upp þremur sóknarmönnum og sýndum ágætis pressu undir lokin. Ef Sturridge hefði nú verið yfirvegaður þarna og sett hann í markið í stað þess að taka sand wedge á þetta, væri maður vel sáttur.

    En, fyrri hálfleikurinn var slakur og ég er sammála með Allen. Því miður er hann ekki að standa undir þeim verðmiða sem hann var keyptur á sem stendur. Ennfremur er hann þau kaup sem BR lagði mesta áherslu á og því pressa á honum að spila JA til að réttlæta kaupin. Bara spurning hversu mikinn tíma JA fær í byrjunarliðið.

    Þá er það bara að líta á Norwich heima næstu helgi og rífa okkur upp. Svo vonandi getum við staðið okkur betur á Emirates eftir það.

    En slakið á púllarar, það er uppbygging í gangi. Enginn heimsendir. Á meðan það er stígandi þá getum við verið sáttir. (bara þessi helv…… Aston Villa leikur sem situr í manni ennþá. 🙂 )

  24. Tap á OT.
    Það er í raun ekkert svo óðelilegt við það.
    Liverpool á að vinna leikinn á Anfield Road.

    Það er eriftt að dæma Rodgers eftir leikinn, Það er auðvelt að benda á hvað betur hefði mátt fara eftir leik.

    Held að ekki margir hefðu bara hent nýjum manni beint í byrjunarliðið og öðrum sem eru að koma úr meðslum beint þangað inn líka og það í leik gegn Manutd á OT.
    Það var frekar farið í að treysta á þá vinnu sem hefur verið unnin. og henda þeim svo inn til að brjóta eitthvað upp ef það gengi ílla.
    Ég ljái honum ekki að taka ekki þá áhættu.
    En hann fær prik fyrir að efla sóknina þegar liðið var undir.

    Okkar vinna(Liverpool) heldur áfram það kom smá % af reynslu í alla sem tengjast þessu unga og efnilega liði.

    Borini og Sturridge sýndu í dag að þeir muni gera leikmannahóp okkar betri.
    félagið mun fá fleiri stig en fyrrihlutan

  25. Það var ýmislegt jákvætt við þennan leik:
    Sturridge lofar góðu, forvitnilegt að sjá Suarez spila í holunni, Borini held ég að passi ágætlega inn í þetta og þó hann verði kannski enginn stórleikmaður á hann eftir að skila sínu.

    Þetta þýðir væntanlega að Sterling fær að hvíla talsvert meira næstu vikurnar, sem er gott.

    Ég var líka ánægður með að Brendan skyldi þora að spila svona sókndjarft í seinni hálfelik. Maður hefði allt eins búist við að ManU myndu sundurspila okkar í gegnum miðjuna en hápressan náði einhvern vegin að stoppa það, sem var vel gert og vel lesið hjá BR.

    Áhyggjuefnið í dag var fyrst og fremst miðjan, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar var labbað yfir okkur. Lucas eins og hann væri nýstiginn upp úr meiðslum, Allen ekki með sendingatöttsið sitt og of ragur að snúa fram á við, og Gerrard virkaði bara gamall. Þegar við bættist að Sterling var ragur og Downing passívur (þó ég sé ekki alveg sammála því að hann hafi verið lélegur) var bara EKKERT að gerast fram á við. Þó Henderson verði aldrei sendingameistari var mikil þörf á vinnslunni hans í fyrri hálfleik og ég var hissa á að hann skyldi ekki koma inn á fyrir Allen í hálfleik. En Lucas hlýtur að hafa verið meiddur og BR ragur við að gera strax tvær breytingar á miðjunni.

    Eitt enn: Mönnum hér hættir til að gleyma því að Sturridge hefur ekki spilað af viti í marga mánuði. Maður bara setur ekki leikmann í þeirri stöðu í byrjunarlið á Old Trafford, jafnvel þó hann sé góður leikmaður og jafnvel betri en þeir sem fyrir eru þegar hann er í toppformi. Sturridge þarf nokkrar vikur og nokkra leiki en hann er helv. sprækur. Ef hann nær saman með Suarez eigum við von á góðu.

  26. Ég er nú bara ángæður með þessi úrslit, tap 2-1. Á venjulegum degi ætti svona leikur að fara 5-0 eða 6-0. Ótrúlega mikill munur á þessum liðum.
    Vantar öll gæði í okkar leik, eigum langt í land.

    Ömurlegt en staðreynd 🙁

    YNWA

  27. Ég er jákvæður á framtíðina en ein óhugnaleg staðreynd sem lýsendurnir á Sky bentu á… Liverpool hefur ekki unnið eitt af liðunum í efri helming deildarinnar…. Úff

  28. Mér fannst spilamennska Liverpool og upplegg í fyrri hálfleik mjög huglaus og drulluléleg. Þetta Man Utd lið er með því lélegasta sem ég hef séð í mörg ár og hverju hafði Liverpool að tapa að stilla upp með meiri sóknarþunga en þetta?? Missa af 8. sætinu?? Come on! Liðið siglir lygnan straum og hefur engu að tapa í leikjum sínum-við verðum að fara að sækja stig en ekki hanga með alla menn fyrir aftan boltan og reyna aðp halda boltanum innan liðsins aftan við miðju. Rio og Vidic gamlir og langt frá sinu besta formi, Kagawa og Cleverley, gamall Evra, Danny Welbeck-er þetta eitthvað til þess að pakka í vörn yfir??? Hefði viljað sjá meira guts í uppleggi og sóknarleik Liverpool frá byrjun því þá hefði ég trúað að við hefðum unnið þetta lélega Man Utd lið. Ástæðan fyrir því að Man Utd halar inn stigin er fáránleg hræðsla og aumingjaháttur andstæðinga þeirra frá fyrstu mínútu og þeim eru ansi mörg stig gefin með því. Þegar lið mæta þeim og pressa þá þá lenda þeir oft í miklum vandræðum (Man City, Atl Bilba o.fl.)
    Brendan verður að fara að vera hugrakkari og djarfari í uppstillingu-óþolandi að sjá svona passífar nálganir á leikina. Og ég verð á minnast á varnarleik Liverpool en enn og aftur eru hafsentar Liverpool vonbrigði (Agger missir Persie frá sér í teignum, Skrtel allt og langt frá mönnum sínum og í föstum leikatriðum virðist enginn vera að dekka hættulegustu skallamenn andstæðinganna eins og Persie og fl)
    Eg vil sjá nýjan öflugan hafsent í Liverpool og mín vegna mætti selja Skrtel.

  29. Hlutirnir fóru að gerast um leið og Lucas fór útaf. Miðjan er alltof passív þegar Lucas og Allen eru saman inná. Ég held að það sé mun gáfulegra að hafa annanhvorn þeirra inná í næstu leikjum. Rodgers gerði taktísk mistök en hann lærir af þessu næst. Í fyrri hálfleik áttum við í bullandi vandræðum með RVP og Welbeck, þeir eru duglegir við að hjálpa miðjunni með því að pressa og hamast í okkar mönnum. Að mínu mati töpuðum við á reynslunni.

    Okkur hefur vantað þennan “Kuyt” leikmann sem hamast og pressar leikmenn og ég sé Borini í því hlutverki.

    Þegar Allen kom, þá setti Rodgers alltof mikla pressu á hann með þessu “Xavi” kjaftæði, vonandi á hann eftir að finna sig því hann er fullur af hæfileikum.
    Við eigum erfitt prógram og það er ekkert sjálfsagt þessa dagana.

    Ég mun henda inn viðtölum og slíku í kvöld, getið fylgst með því á twitterinu mínu.

  30. Áður en ég kem að leiknum langar mig að koma með comment á þá sem vita greinilega alltaf miklu betur en BR og aðrir. Hafa greinilega unnið þennan sama leik í FM/CM/FIFA og vita að BR hefði nú átt að hafa Hendo inná í stað Allen og að þessi hefði átt að gera þetta en ekki hitt. Svo koma þeir og deila visku og gáfu sínum undir gælunafni. Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki á launaskrá hjá félaginu sem sérfræðingar.
    Ekki misskilja mig, það má gagnrýna og hafa sína skoðun. En sum comment hérna eru svo langt frá því að vera sanngjörn og hvað þá rökstudd gagnrýni.

    En að leiknum. Eins og Kristján Atli segir réttilega þá er vel hægt að brosa í gegnum tárin þrátt fyrir að úrslitin voru ekki eins og við vildum. Fyrir leik bjóst ég reyndar ekki við sigri og m.v. spilamennskuna í fyrri hálfleik getum við ekki verið svekktir. Við getum tekið nokkra ljósa punkta og aðra slæma:

    Slæmir:
    * Bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og vorum alveg hugmyndasnauðir.
    * Joe Allen kallinn á erfitt uppdráttar og þarf að fara skoða sinn leik. Ég er samt á þeirri skoðun að BR gerði mistök með því að hype-a hann of mikið upp. Mér fannst commentið í Being Liverpool um að hann væri Breski Xavi ekki vera sniðugt. Við höfum haft miklar væntingar til hans aðallega vegna þess að BR hefur alltaf talað um Allen hin stórkostlega leikmann. En ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að sjá hann koma til. Hann þarf sinn tíma eins og Hendo sem átti erfitt fyrst.

    Jákvæðir:
    * Hættum ekki eftir að hafa lent 2-0 undir. Það er aðeins annað en gerðist á Britannia þar sem við bara gáfumst nánast upp eftir að þeir jöfnuðu.
    * Borini, Sturridge og Suarez klikkuðu vel saman. Þrátt fyrir að hafa aðeins séð 45 mínútur þá voru þetta góðar 45 og hlakka ég til að sjá þá áfram.
    * Fyrr á tímabilinu töluðu menn um að BR hefði ekki plan B. Mér finnst hinsvegar BR hafa sýnt nokkru sinnum að hann kann virkilega að lesa í leikinn og þorir að taka ákvarðanir sem margir myndu kalla djarfar. Hann gerði það gegn Everton og svo aftur í dag. Allt annað að sjá til liðsins þegar hann tekur upp plan B.

    Mér finnst líka þetta að við höfum ekki unnið lið fyrir ofan okkur og allt tal um áhyggjur vera óþarfi. Ef við skoðum aðeins þessa leiki þá sér hver sem vill það að við áttum að vinna nokkra þeirra. Það var bara leikurinn gegn Arsenal og WBA sem við áttum virkilega skilið að tapa. Arsenal leikurinn var næst versti dagurinn á skrifstofunni, á eftir A. Villa. Skoðum svo hina.

    Man. City = Gáfum þeim tvö mörk en áttum leikinn. Stig City var gjör Skrtel en dæmist ALLS ekki á spilamennsku liðsins.
    Man Utd = Leikurinn heima var auðvita vafasamur. Við fáum rauða spjaldið í 50/50 tæklingu. Rafael skorar mark sem hann mun aldrei skora aftur, við fáum ekki víti þegar brotið er á Suarez og þeir fá svo víti þegar cocopuffs lappir Valencia hrynja. Aftur, við spilum betur en United megin þorra leiksins þrátt fyrir að vera einum færri. Getum ekki kennt spilamennsku um. Við vitum svo hvernig seinnileikurinn fór. Það voru þeir betri en við getum samt borið höfuðið hátt.
    Everton = Hreinn viðbjóður að skrifa þetta sem lið fyrir ofan okkur en því miður. En þann leik gáfum við tvö ódýr mörk en mistök línuvarðar gerðu það að verkum að við fórum ekki frá Goodison Park með 3 stig. Vorum miklu betri allan leikinn fyrir utan þessar 15 mínútur eða svo sem mörkin þeirra komu. Aftur, ekki hægt að tala um slæma spilamennsku.
    Tottenham = Við höfum ekki farið með þrjú stig frá White hart Lane síðan ég veit hvenær. Áttum lélega byrjun líkt og í leiknum í dag en eins og AVB viðurkenndi fúslega þá áttum við a.m.k. skilið jafntefli. Jú spiluðum ekki vel til að byrja með en í seinni vorum við mun betri aðilinn.
    Chelsea = Þetta var svona 50/50 leikur fannst mér. Gat fallið með okkur og þeim. Áttum engan stórkostlegan leik en við getum ekki búist við að labba alltaf af Stamford Bridge með þrjú stig. Getum samt ekki kvartað undan spilamennskunni þar.

    Þótt tölfræði sé sniðug þá verður maður samt stundum aðeins að skoða hvað er bakvið tölurnar. Tölfræði lýgur ekki en hún segir ekki alltaf allan sannleikann!

  31. Það var samt sumt gott við þennan leik, við erum búnir að fá flottan leikmann í Daniel Sturridge og vonandi fær hann að byrja næsta leik og svo er Borini kominn í hópinn aftur og það er frábært að sjá t.d í dag að við vorum allt í einu komnir með 2 sóknarmenn á bekknum í fyrsta sinn á tímabilinu.
    Ég hefði viljað sjá Henderson inná í staðinn fyrir Allen sem þarf svo sannarlega að fara að hysja upp um sig buxurnar.

  32. Svanur í 23. Úrslit og spilamennska er ekki það sama. Þetta voru ömurleg úrslit, þau gerast bara ekki verri, að tapa fyrir United. En spilamennskan var ágæt á köflum.

  33. ÓHJ #28 nefnir að Liverpool hafi ekki unnið neitt lið í efri helmingi deildarinnar. Ég man ekki betur en að Liverpool hafi unnið frækinn sigur á Everton um daginn með marki á síðustu sekúndu.

    Að öllu (grátlegu) gamni slepptu finnst mér í alvörunni mjög jákvætt að Liverpool hafi þá unnið öll lið nema tvö í neðri helmingi deildarinnar þegar leiktíðin er rétt rúmlega hálfnuð.

  34. Þó að United sé með betri hóp en við þá náðum við engan veginn að nýta okkur veikleika þeirra á miðsvæðinu eins og frændur okkar hinum megin á Merseyside gerðu fyrr í vetur.

    Svo ítreka ég það sem ég sagði fyrir leikinn:

    ætla ég rétt að vona að Rodgers velji umfram allt duglega leikmenn í leikinn á móti United þar sem að ég er eins og Maggi (?) og hef séð nokkra leiki með þeim í vetur. Þeir leikir sem þeir hafa verið að lenda í vandræðum með eru þegar andstæðingarnir eru duglegri og með meiri yfirferð en þeir á miðsvæðinu. Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að hafa Lucas, Gerrard og Henderson þar og Downing, Suarez og Sturridge í sókninni. Leikmenn eins og Suso, Sterling, Allen o.fl. hafa ekkert erindi í þetta verkefni.

    Kom á daginn að Allen var afleitur eins og hann hefur verið undanfarið og Sterling var í engum takti við eitt né neitt sem var í gangi í leiknum. Hefði verið í góðu lagi að hafa Henderson í byrjunarliðinu en hann er búinn að vera spila fínt upp á síðkastið.

    Allt í lagi fyrir stjórann að eiga sína uppáhaldsleikmenn, en þegar þeir leikmenn eru með drulluna upp á bak leik eftir leik þá verða menn nú að hugsa sig tvisvar ef ekki þrisvar um áður en þeir setja þá fyrsta á blað.

  35. Hefði verið gaman ef Sturridge hefði verið i leikformi og getað spilað 90 mín en það er náttúrulega ekki svo.Athyglisverð tölfræði og ef menn styrkja hópinn í sumar og byrji mótið af krafti næsta haust þá fer nú þessari skammargöngu vonandi að ljúka ÁFRAM LIVERPOOL.

  36. Þetta var ekki svo slæmt, vantaði rúmlega herslumuninn. Hitt er annað að við verðum að hætta að herma eftir vonlausri stefnu Arsenal og ætla að verða stórveldi á ungum leikmönnum. Þeir virðast bara geta sýnt gæði af og til. Við getum alveg eins stofnað fótbolta-leikskóla með ellefu drengjum í Liverpool og vonast eftir árangri eftir tuttugu ár. Nú verðum við að fá til okkar alvöru reynslubolta eins og Wesley Sneijder sem kunna á stóru leikina og sýna konstansí í leikjum. Koma svo Kanar upp með veskið!!

  37. Ekki reyna að líkja liverpool við Arsenal Einar. Liverpool eyða meira í leikmannakaup heldur en United þannig þetta meikar ekkert sens hjá þér…

  38. Þetta tap verður bara að skrifast alfarið á BR þessi liðsuppstilling var bara alveg fáránleg. Það að Allen sé bara áskrifandi af sæti sínu í liðinu er bara með öllu óásættanlegt hann bara getur ekki blautan skít þessi drengur hann hefur bara nákvæmnlega ekkert sýnt frá því eihvurntíman í nóvember. Hann bara panikar alltaf þegar að það er set smá pressa á hann og kemur með einhverjar fáránlegar baksendingar. Þetta vita orðið allir mótherjar okkar og nota þetta óspart til þess að drepa allt spil hjá okkur. Ég veit ekki hvað hann þarf að gera til þess að missa sæti sitt í liðinu skora þrennu af sjálfsmörkum eða eittvað. Ég skil reyndar alveg hvers vegna Borini og Sturridge byrjuðu ekki inná enda hvorugur í leikformi eftir meiðsli. En ég hefði allan dagin byrjað með Henderson inná í stað Allen enda hefur hann miklu meiri líkamlega burði og er góðan mótor og mikla yfirferð. Það sem að var hins vegar mjög jákvætt við þennan leik var að sjá hversu mikið liðið breytist Þegar að Sturridge kemur inn. Allt í einu er komin inn leikmaður sem að eins og Suarez er stórhættulegur sóknarlega. Í fyrri hálfleik þá var Uninted bara að tvö og þrífalda á suarez og lokuðu þarafleiðandi eigilega alveg á hann því þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinum öðrum leikmanni sóknarlega. En svo kom Sturridge inná og þá opnaðist þetta allt ég held að það sé góðs viti ef Sturridge og jafnvel Borrini komast í gang með Suarez þarna frammi þá gæti það vel farið að skila okkur slatta af mörkum og opnað betur varnir andstæðingana. Ég held að ef að Sturridge hefði verið með nokkra fleiri leiki eftir meiðsli þá hefði hann jafnað þennan leik fyrir okkur það sást vel í tveimur skotum frá honum að hann er pínu ryðgaður og ekki búin að stilla alveg miðið.

  39. Er enn ekki alveg búinn að sjá allan leikinn en langar samt að kommenta á tvo hluti.

    Annars vegar er það Johnson og Downing karlarnir, þegar þeim er stíða í sundur þá bara virkar hvorugur. Wisdom er flottur leikmaður, en hann er ekki nálægt Johnson í sóknarleik og Downing virtist ekki ná upp sama sjálfstrausti að sækja á varnirnar og Johnson karlinn á náttúrulega ekki að lenda á “öfugum kanti” mikið lengur. Nú er bara að kaupa betri sóknarbakvörð en Enrique og hætta að láta Glen karlinn lenda í því.

    Hitt er svo varðandi miðjuuppröðunina. Ég er handviss um að Suarez mun nú færast aftar á völlinn til að aðstoða Sturridge og þá munum við sjá Gerrard með Lucas eða Allen auk Úrú-gæjans góða. Vissulega átti Allen erfitt en Lucas er heldur ekki nálægt sínu besta formi ennþá og ég er viss um að nú verður uppröðun með Suarez á miðju reynd fyrir alvöru.

    Meira mögulega síðar…

  40. Fyrirgefðu Geir, en hvað hefur Liverpool verið að kaupa? Yesil, Assaidi, Allen, Sahin, Borini auk þess að vera að nota 18 ára gaur sem er ekki að ráða við sitt hlutverk ennþá! Þetta eru menn sem eiga að vera að spila reglulega hjá FC Liverpool. Já og ekki gleyma Henderson og Shelvey….reynsluboltar!! Við hvað viltu líkja þessu? Ertu ánægður með þetta Geir? Finnst þér þetta hæfa leikmannakaupum “stærsta knattspyrnufélags í heimi?”

  41. Finnst ósanngjarnt að stimpla Allen ömurlegan í dag því í seinni hálfleik fannst mér hann stíga mikið upp og spila fanta vel. En engu að síður hissa á því að Hendo hafi ekki fengið byrjunina eftir gott run undanfarið.

    Sturridge er að byrja mjög lofandi, mjög sáttur með kaupin á honum held ég. Bíst við sigri í næsta leik gegn Norwich og er bara spenntur fyrir áframhaldinu. Hættið þessari endalausu neikvæðni svo (taki til sín þeir sem eiga). Áfram Liverpool.

  42. Flott innkoma hjá Sturridge, við töpuðum þessum leik á því að byrja ekki með hann og Henderson inná.

    Allen átti vel dapran leik og Sterling var aftur og aftur kjötaður af boltanum.

    Vorum miklu beittari eftir að Sturridge og Henderson komu inná, Borini var eins góður og maður gæti búist við af gaur sem er búinn að vera meiddur í langann tíma.

    Hann má allavegana velja betur í liðið í næstu þremur, því 2/3 eru ekkert grín.

  43. Attum ekkert skilið ur þessum leik, það dugar bara ekki að mæta a old trafford og ætla að byrja að spila leikinn a 55 minutu. Eg var hundfull að sturridge skildi ekki byrja þennan leik og eg var ennþa meira hundfull þegar eg horfði uppa allen og sterling gersamlega ömurlega lelega allan fyrri halfleikinn.

    Þetta leiktimabil ræðst i næstu þrem deildarleikjum, ef við komumst i gegnum utileikina gegn arsenalnog city og enn ekki nema 7-8 stiga forysta i 4 sætið þa eigum viðenn sens a 4 sætinu en ef það verða orðin 10-12 stig i 4 sætið eftir næstu þrja leiki þa er þetta season buið og við munum ekki hafa að neinu að keppa nema kannski fa bikarinn og evropudeildin fram a vorið.

    Ian ayre vitleysingur var i einhverju viðtali nuna þar sem hann segir að liverpool geti fengið þa leikmenn sem það vill og það seu engin fjarhagsvandræði og blablabla, gaman að skoða hvað bretunum finnst um þetta viðtal en 99 prosent þeirra taka ekkert mark a ian ayre eða fsg og það er a hreinu að stor hluti stuðningsmanna liðsins okkar i englandi er komin a þa skoðun sem eg hef haft i meira en eitt ar sem er su að fsg eru bara að blaðra og blaðra en framkvæma minna en ekki neitt. Manni synist þolinmæðin fyrir fsg vera langt komin hja ansi morgum og alveg a hreinu að þeir verða að fara syna alvoru metnað mjog fljotlega þvi stuðningsmenn liðsins eru orðnirmjog þreyttir a þessu gengi.

    En jakvætt við leikinn er sturridge sem eg er að fila i tætlur, verdur nyjinuppahalds leikmaðurinn minn held eg, virkilega spenspennandi leikmaður sem mun nytast okkur mjog vel og hann er að koma med margt inni leik okkar sem okkur hefur vantað undanfarið.

    Ps brendan rodgers ef þu ert að lesa þetta villtu þa vinsamlegast senda allen og sterling til dubai i 2-3 vikna slokun sem fyrst þvi þeirneru baðir alls ekki að meika það þessa dagana og lukka afar þreyttur.

  44. Trebbi #19: “Fannst Webb gera rétt að senda Skrtl ekki af velli þegar hann tók welbek niður, þrátt fyrir að reglurnar segi annað.”
    Þetta viðhorf mun ég aldrei skilja. Dómarar eiga að dæma eftir reglunum.

  45. 45

    Stundum þurfa dómarar að meta stöðuna. Td er oft gefin spjöld í seinni hálfleik fyrir brot sem ekki hefði verið gert í fyrri hálfleik, gefið að leikmaður hafi ekki verið með eitthvað uppsafnað. Þessi regla með síðasta varnarmann er afar vafasöm. Skrtl var aftasti varnarmaður og strangt til tekið var þetta rautt spjald. En hins vegar hefði hann alveg getað sleppt að dæma því Reina hefði náð boltanum. …En fyrst hann dæmdi …… En ég endurtek, hann gerði rétt, mér finnst alltaf vont þegar menn eru reknir útaf fyrir professional brot, eins og þau eru kölluð.
    Annað dæmi með mat á aðstæðum. Kompany hefði hugsanlega ekki verið rekinn útaf í dag ef ekki hefði verið búið að reka einn nallara útaf. Ef city hefðu td. verið 10 fyrir, hefði hann aldrei fengið rautt spjald.
    Annað:
    Nú sá ég grein eftir Graham Poll í dag þar sem hann var að kalla eftir myndavéladómurum. (útaf marki nr 2). Nú eru menn ekki enn sammála um hvort þetta hafi verið rangstæða, 3587 endursýningum seinna. Hvaða ákvörðun sem hefði verið tekin eftir myndavél, hefði verið enn meira umdeild, og allt vitlaust.

  46. Svekkjandi að ná ekki að jafna þetta í það minnsta. Allt annað að sjá liðið eftir að Stuðríkur kom inná. Hann hefði getið sett þrennu í þessum leik. Welski Xavi er hinsvegar búinn að vera frekar slakur undanfarið og þarf að fá hvíld sýnist mér. Flott að fá Borini inn aftur. Loksins kominn einhver breidd í framlínuna.

  47. Flott skýrsla og fínustu umræður. Eina sem mig langar til að bæta við og það er Sturridge. Í alltof mörg ár hefur okkur vantað alvöru framherja sem er mættur fyrir framan markið og hirðir frákastið líkt og hann gerði svo vel í dag. Tók eftir því í bikarleiknum um daginn hvað hann leitaði alltaf beint inn í teiginn og að reyna að koma sér í færi.

    Það eru fjölmörg stig í pottinum enn og ég trúi að við munum færast ofar eftir því sem líður á mótið.

  48. Þetta var svosem viðbúið, þótt maður geti aldrei sætt sig við tap gegn Man Utd. Eins og Ben segir hérna að ofan þá var hann og fleiri hérna búnir að benda á að Henderson ætti að byrja frekar en Allen. Það er ekki víst að það hefði dugað til sigurs eða jafnteflis en Rodgers verður að taka það á sig. Henderson hefur spilað mun betur en Allen upp á síðkastið og ætti einfaldlega að vera framar í goggunarröðinni.

    Þá átta ég mig ekki á skiptingunni á Lucas frekar en Allen (þótt Lucas sé ekki enn kominn í topp form) en tilfærslan á Suarez var hins vegar frábær, hann magnaðist allur upp í seinni hálfleik og Sturridge mun koma með nýja vídd í þetta lið. Loksins einhver kominn upp á topp að éta upp það sem Suarez og félagar skapa. Og þeir munu ná betur og betur saman.

    Liðið fór ekkert að spila fótbolta fyrr en í seinni hálfleik og gæðamunurinn á liðunum var fáránlegur fyrri hluta leiksins. Við getum samt litið framhaldið björtum augum. Ef Sturridge spilar t.d. 60-70 mínútur gegn Norwich og Borini kannski 30, þá getum við farið að losa Sterling undan þessari ábyrgð sem hann hefur verið að burðast með allt of lengi. Það þýðir samt ekkert að vera að drulla yfir hann og Wisdom, þeir eru bara að spila á leveli sem verður fínt fyrir þá eftir 1-3 ár. Þeir eiga samt ekkert nema að fá smá nasaþef af svona leikjum.

    Klárum Norwich, náum jafntefli við City og Arsenal og þá verðum við í fínum málum með 5 stig úr þessum 4 leikjum. Fer ekki fram á meira. Segi samt ekki að það sé lygn sjór framundan, liðið þarf að halda áfram að bæta sig, vonandi missum við ekki fleiri lykilmenn í meiðsli. Síðan má styrkja hrygginn enn meira í sumar. Rodgers er á réttri leið með liðið, hann gerir sín mistök en hann er maðurinn í starfið og hann þarf tíma. Gefum honum tíma, verum þolinmóð og styðjum okkar menn. Enga neikvæðni, uppbygging tekur tíma.

  49. Meðan flest allir eru í kjallaranum eftir tapið á móti liði skrattans, þá vil ég minna á að það er ekki heimsendir að tapa á móti efsta liðinu á útivelli 2-1. Það voru reyndar 2 atriði sem fóru í tauganar á mér, það fyrsta var hvað við höfðum litlla trú á þessu í fyrrihálfleik. Og nr2 var að fá mark á okku úr föstu leikatriði. En seinnihálfleikur var bara nokkuð góður. Svo varðandi gagnrínina á Lukas,Allen og BR, þá finnst mér hún óréttlát. Í fyrsta lagi er Lukas ekki kominn í topp form ennþá enda búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Er fólk virkilega búið að gleyma því að þegar að hann meiddist fyrir ári síðan þá var hann talinn vera einn besti varnasinnaði miðjumaður deildarinnar. Og varðandi Allen, er hann ekki 21 árs??? var Lukas ekki líka tekinn af lífi hér á kop.is fyrstu árin??? man ekki betur. Og varðandi gagnrínina á BR, ég spyr bara er liðið okkar í framför? erum við að spila betur? erum við skapa fleiri færi? Svarið er JÁ. Eigum við þá að reka mann sem er með liðið í framför? Það er bara ótrúlegt hvernig fólk getur BULLAÐ! Mér er sama ég ætla að ganga grýttann veginn með BR og vinna euro deildina í vor kæru vinir.

  50. Bömmer að tapa þessu en kom svo sem lítið á óvart. Þeir rúlla sínum mannskap fram og tilbaka og eru ferskari meðan við erum ennþá að reyna finna einhvern stöðugleika. Mjög jákvætt að Sturridge og Borini erum komnir í sóknina samt. Liverpool vinnur FA Cup.

  51. Bestu móment leiksins voru klárlega þegar Wellbeck spratt uppað endalínu og datt svo á rassinn, og þegar Johnson stökk og faðmaði lappirnar á Valvencia.

  52. Án þess að ég haldi því fram “strax” að það eigi að reka BR þá má alveg velta því fyrir sér hvort hann sé á réttri leið. Það er nefninlega þannig að þetta eru allt atvinnumenn og það þarf ekkert að kenna þeim að spila fótbolta uppá nýtt þegar nýr stjóri kemur. Að sjálfsögðu þarf smá tíma til að venjast nýjum áherslum og fleira.
    En þegar allt kemur til alls þá er búið að eyða rosalega mikið af peningum í þetta lið og framfarir er það sem maður vill sjá og á þeim stendur.

  53. Skil nú ekki alveg síðustu athugasemd – það er klárt samkvæmt þessum myndum að Vidic er EKKI rangstæður heldur samhliða Evra þegar Evra skallar boltann. Hér er því alls ekki um ranstöð að ræða og mér líður eiginlega bara betur með að þurfa ekki að pirra mig yfir því.

  54. Graham Poll er að segja það í greininni sem hann skrifar að Vidic sé rangstæður, og veltir fyrir sér hvort eigi að skoða video replay af öllum mörkum til að ganga úr skugga um að þau séu lögleg, sbr “I was completely unaware that Vidic was in an offside position when Evra’s header was diverted into the goal for what proved to be the winning goal.”

  55. Held að þetta sé ekki rangstaða. Ég myndi frekar velta mér upp úr varnarleiknum þarna heldur en dómgæsluni, þarna voru okkar menn alveg á hælunum.

  56. Mín tilfinning er að BR er á réttri leið með þetta lið. Það er hins vegar mjög ungt ennþá og BR langt í frá kominn með þá menn sem hann vill í allar stöður.
    Það tekur nokkur ár að byggja upp lið sem keppir reglulega um titla. Ef maður skoðar Shankly’s Liverpool og Manchester-liðið sem Ferguson byggði upp, lið sem hafa dóminerað áratugum saman, þá tók það mörg ár fyrir þá að koma liðinu upp á þennan stall og það kostaði mikla þolinmæði hjá stuðningsmönnum og stjórnendum liðanna.
    Barcelona hefur sýnt það að það borgar sig að velja ákveðinn leikstíl og halda sig við hann, kenna hann upp alla unglingaakademíuna og upp í aðalliðið. LFC er að gera akkúrat þetta, en er bara 10-15 árum á eftir Barca. Við erum að sjá sífellt fleiri unglinga koma upp úr unglingaliðunum og verða að virkilega góðum leikmönnum: Sterling, Suso, Wisdom (og Ince fyrir Blackpool) eru í fyrstu bylgju, en ég er handviss um að ekki langt undan eru fleiri (McLaughlin, Ibe, Sinclair, Yesil, Pelosi og Adorjan sem dæmi).

  57. Vidic er rangstæður vegna þess að hann er fyrir framann boltann, þá skiptir það engu máli hvort hann er samsíða Evra eða ekki en það er ekki fyrir nokkurn mann að sjá það nema á mynd, en svona er þetta bara, græðum stundum, töpum stundum þó manni finnist við ansi oft lenda í því að tapa á svona mistökum. Kenni línuverðinum ekki um þetta, vorum arfaslakir í fyrri hálfleik og BR er enn og aftur að klikka á liðsuppstillinug og leikkerfi. Eins og Henderson og Allen eru búnir að spila undanfarið þá átti Allen aldrei að byrja þennan leik, aldrei. Sýnist Allen vera haldinn sama vandamálinu og BR,getur hvorki varist né sótt og það virðist vera það sem er að hrjá liðið, sér í lagi á móti liði sem er fyrirfram betra en við. BR hefur ekki enn fundið lausn á þessu vandamáli. Ömurlegt að horfa á muninn á þessum tveimur liðum þegar kemur að hreyfanleika og sér í lagi hreyfingu án bolta og hlaup í auð svæði, leikmenn LFC bara geta það ekki, nenna því ekki að kunna það ekki.

  58. Thad sem vann leikinn fyrir “hitt lidid” var mark fra heimsklassaleikmanni ad nafni RVP. Thessi leikur var ekkert vodalega spennandi og mer fannst ekki mikid um faeri. Thratt fyrir yfirburdi “hins lidsins” i fyrri halfleik voru faerin ekki ad koma. Thetta eina atvik sem gerdi markid i fyrri halfleik synir okkur ad vid thurfum ad setja pening i heimsklassaleikmenn thegar their eru a lausu.

    Seinni halfleikur var “wakeup call” sem virkadi eki naegilega vel fyrr en sidustu 5-10 minuturnar tegar menn sau ad vid vorum ad tapa fyrir “onefndu lidi”. En jakvaeda sem haegt er ad taka fra tessum leik er thad ad vid erum komnir med menn ur meidslum og barattan um saetin er ordin ad veruleika aftur.

    Talandi u heimsklassaleikmenn sem eru a lausu…..Wesley Snejder er a lausu og haegt ad fa a skitnar 10m (eflaust 6-8m tvi Inter vill losna vid launin hans), og ef vid synum ekki ahuga a sliku taekifaeri verd eg mjog vonsvikinn. Ju, hann er med ha laun en thar sem Sahin og Cole eru ad mestu farnir ur bokhaldi okkar og Downing naesta fornarlamb, er ljost ad vid hofum alveg efni a ad allavega bjoda honum i samningavidraedur. Minna er ekki haegt ad krefja stjornendur LFC um. Vid viljum heimsklassa lid og tha thurfum vid heimsklassa leikmenn. Ef thetta gerist erum vid ad sja midju med Gerrard-Lucas-Snejder og Sturridge-Suarez-Sterling (eda hvernig sem thid viljid setja tetta saman) i sokn. Besta midjan i deildinni takk fyrir!

  59. Ég var í sveitinni og fylgdist með leiknum á vefsíðu BBC (textalýsingu) þar kom fram athugasemd um það að best leiðin til að stoppa Liverpool er að þegar boltinn er hjá markmanni eða vörn þá ýti liðin öllu liðinu upp völlinn og pressi vörn og miðju. Við það spilum við boltanum fram og tilbaka þvert á völlinn enn ekki fram á við. Þá sé eina hættan Gerrard með sínar löngu nákvæmu sendingar. Til þess að leysa þessa pressu þarftu leikmenn með góða tækni og leikskilning. Barcelona var ekki byggð á einni nóttu!

  60. Siggi #55 ……. alls enginn pirringur hjá mér vegna þessa atviks. Bara setja inn til gamans því það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta var mark Suarez á móti Everton. Eins og Gummi #56 bendir réttilega á þá er Graham Poll að benda á hvernig þetta væri ef videó tæknin væri notuð og þá í þessu tilfelli væri dæmd rangstæða og okkar maður, Suarez hefði fengið sitt mark gilt. Takið líka eftir stöðu línuvarðar í þessu atriði og enginn möguleiki fyrir hann að sjá hvort um rangstæðu er að ræða eða ekki í hita leiksins. Er það ekki bara þetta sem gerir boltann líka svo skemmtilegan, öll vafa atriðin og heitar umræður sem skapast í kjölfarið!?

    En eins og ég nefndi einnig, þá er ég bjartsýnn á framhaldið. Sturridge virðist koma flott inn, Borini að koma úr meiðslum og vonandi fer að sýna hvað hann getur. Má hvíla Sterling greyið af og til, finnst hann mistækur. Henderson hefði mátt byrja leikinn í gær og segi það þótt mér lítist ekki á hann. Hann er vinnusamur og hefði nýst vel í gær en er á því að það eigi eftir að koma betri menn í hans stað til framtíðar. Gæti haldið lengur áfram en læt duga í bili………….. YNWA!

  61. Yngvi #62 bendir á fínan punkt frá BBC. Þau lið sem við höfum lent í hvað mestum vandræðum með koma með mikla hápressu í leiki á móti okkur. Við það riðlast allt okkar skipulag og liðið nær aldrei neinum takti. Að því leiti finnst mér Liverpool oft líta út eins og lélegt lið í 5 manna innanhússbolta.
    Liverpool þarf að finna svör við þessu og finna leiðir til þess að koma boltanum yfir á vallarhelming andstæðingana tiltölulega fljótt.
    Það var augljóst snemma í þessum leik á móti utd. að við myndum verða í vandræðum þar sem spennustigið í leikmönnum Liverpool var einfaldlega alltof hátt. Það má örugglega skrifa á reynsluleysi manna eins og Joe Allen, Raheem Sterling, Wisdom og fleiri. En blandan af of háu spennustigi og hápressu utd. gerði það að verkum að við vorum á hælunum fyrsta klukkutímann í leiknum.
    Eina jákvæða sem ég tek frá þessum leik er annað mark Sturridge í tveimur leikjum. Annars var þetta með síðri leikjum á milli þessara liða sem maður hefur séð.

  62. wesley sneijder er á lausu á ekki að reyna einu sinni henderson allen lucas Downing þetta eru ekki að fara að gera neitt fyrir þetta lið sóknarlega sneijder er heimsklasssa leikmaður vill góð laun ok góðir menn kosta henn er betri enn allir miðjumenn liverpool já í formi er henn betri enn gerrard getur skapað og skorað og 4 árum yngri algjört metnaðarleysi ef þetta verður ekki reynt.

  63. Haukur #62 og fleiri.
    Eins og nefndi áður eru menn ekki á eitt sáttir ennþá hvort þetta var rangstæða eða ekki, og nýjustu tölur segja 5987 endursýningar. Poll segir rangstæða aðrir lærðir menn ekki.
    Ég vona að þessi tækni verði aldrei notuð. ímyndið ykkur lætin í dag hvor ákvörðunin sem það hefði verið, hefði replay tæknin veðri notuð.

  64. Sneijder myndi eflaust gera liðinu gott, en ég held að það sé nokkuð á hreinu, að hann er ekki að koma. Hann er með 150 þúsund pund plús í vikulaun hjá Inter, líklega meira hefur maður lesið í gulu pressunni. Þannig að það er borin von.

    En í alvöru strákar, hvað á maður að þola þessa fyrirsögn lengi hérna? Er ekki eitthvað að frétta eða pistill sem verður að koma út núna?

  65. Ég væri meira en lítið til í að fá Sneijder, en ég held að fsg vilji hann ekki, og ekki heldur BR. Mér sýnist að stefnan sé á að vinna titilinn í í kringum árið 2023 eins og innkaupastefna þeirra er í dag.

  66. fá alvöru járnkarl á miðjuna og alvöru kantara,, sterling og downing eru bara ekki að gera sig, eins Lucas og Allen hvaða rugl er þetta……allir labba í gegnum miðjuna og ekkert að koma út úr könturunum ( skíthræddir) það þarf bara að ropa á sterling og þá er hann farinn,,,,,,,láta þykka kjötann upp um minnst 10 kg……..

  67. Er ekki komin tími á að koma þessum pósti niður hér á síðunni, nú er verið að segja að einhver Vegard Forren sé á leiðinni í læknisskoðun hjá okkur, frá Molde.

  68. Er ekki bara flott að fá þennan strák inn og þá er hægt að lána Coates til liðs í úrvalsdeildinni þarm sem hann fær spilatíma og reynslu. Vantar ekki Steve Clark góðan miðvörð.
    Þessi Forren er víst miðvörður sem getur spilað þokkalega í vinstri bakverðinum líka þannig að þetta gæti orðið ágætis lausn á backup bakverði og miðverði.

  69. Rogers stillti ekki upp sínu besta liði í byrjun. Fyrri hálfleikur bara í vörn. Mikil mistök hjá stjóranum að þessu sinni. En þetta er allt að koma!!!!!!!!!!!!!

  70. Tony Barret að draga í land með þennan miðvörð.

    Tony Barrett @TonyBarretTimes

    Lots of speculation about Vegard Forren & Liverpool. No fee has been agreed & no medical arranged. He’s just training with them.It’s basically a short trial at #LFC for Forren but another Premier League club are at a more advanced stage in negotiations with Molde.

    Ætli Sólskerinn sé að selja hann til United ?

  71. Það er ansi mikil Pollýönnulykt af því að láta eins og fyrstu 5 umferðirnar hafi aldrei gerst og við séum að öðru leyti í fullri baráttu um 4.sæti. Svona tölfæðiloftfimleikar finnst mér alltaf ansi hjákátlegir.
    Við fengum 2 stig í þessum fyrstu 5 leikjum og vorum algerlega yfirspilaðir í dag þangað til Man Utd komst í 2-0 og þeir tóku fótinn af bensíninu. Alveg óþarfi að sykurhúða hlutina.

    Púlarar gáfu Ryan Babel endalausa sénsa hér um árið því hann stóð sig nær ávallt vel þegar hann kom inná á 70.mín gegn þreyttum varnarmönnum og töldum hann sýna rosa potential. (Vitum hvernig það endaði) Mönnum hér þykir Liverpool sýna mikið potential í seinni hálfleik þegar Man Utd var búið að pressa okkur til dauða, komnir 2-0 yfir, voru orðnir pínu þreyttir og komnir í auto-pilot mode. Að spila vel hluta úr leikjum segir bara ekki neitt. Við þurfum stöðugleika og að geta matchað toppliðin frá byrjun leikja, þá fyrst getum við talað um framfarir og að hlutirnir líti bjart út.

    Ég veit ekki um ykkur en ég er kominn með feykinóg af því að Liverpool komi væmið inní leiki og eyði fyrstu 30-45 mín flestallra leikja í að lesa andstæðinginn og bregðast svo við því hvernig hann er að leika. Þetta “vandamál” virkar í hægum Evrópuleikjum en virkar bara ekkert í ensku deildinni. Þetta er ekki einskorðað við Rodgers vegna þess að þetta hefur verið vandamál Liverpool í rúman áratug því okkur vantar stöðugt leikmenn með hraða og game intelligence til að stjórna leikjum á miðjunni og refsa liðum fyrir værukærð. Það vantar drápseðlið í Liverpool og hefur gert lengi. Við spilum bara með og eftir andstæðingum í stað þess að stjórna tempóinu.
    Síðast þegar Liverpool var yfirburðalið á Englandi var hægt að gefa aftur á markmann sem gat tekið með höndum og drepið allan hraða og tempó úr leikjum eftir þörfum. Við erum enn árið 2013 í þessum hæga hugsunarhætti. Á vellinum sem annarstaðar erum við að reyna lifa eftir gömlum forskriftum á fornri frægð.

    Ég er einn þeirra sem er farinn að setja æ stærra spurningarmerki við Rodgers. Hef lesið á ýmsum stöðum að hann sé rosalega íhaldssamur varðandi leikmannaval. Hefur sinn kjarna af leikmönnum sem hann velur ávallt sama hversu vel/illa þeir spila. (Þetta sést vel á Allen, Lucas, Sterling o.fl.) Rodgers lagði mikið á sig til að fá Skrtel til að skrifa undir nýjan samning og virðist dá hann sem varnarmann og ætla spila á honum og Agger útí eitt. Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að mér finnst Skrtel alltof mistækur og hreint ekki hæfur til að bera uppi varnaleik Liverpool eða liðs í topp 4. (Það var Skrtel sem var of langt frá Van Persie í gær og dekkun hans og Agger í föstum leikatriðum í vetur hefur verið hrein hörmung eins og sást í seinna markinu.)

    Varðandi leikmannakaup núna í janúar þá er bara eitthvað virkilega mikið að ef Liverpool reynir allavega ekki að semja við Wesley Sneijder þrátt fyrir háar launakröfur ef hann fæst á 7-8m punda. Þetta er leikmaður sem myndi smellpassa í þessa miðjustöðu sem Joe Allen er að klúðra leik eftir leik þessa dagana. Hann kemur með afburða spyrnugetu, 28 ára leikmaður á toppleveli í íþróttinni sem á enn 3-4 góð ár eftir. Það er ekki eins og þetta sé einhver Joe Cole. Ef meiðslahrjáður Van Der Vaart gat meikað það í enska boltanum þá er ekki spurning að það sé alveg þorandi að taka sénsinn á Hollendingnum fljúgandi.
    Ég gæti næstum fyrirgefið allt helvítis klúðrið hjá FSG ef maður bara fengi að sjá menn eins og Suarez, Gerrard og Sneijder spila fótbolta saman og sýna snilldartakta fyrir Liverpool. Liðið sem ég elska meira en flestallt í þessum heimi.

    Framundan útileikir gegn Arsenal og Man City og Evrópuleikir með tilheyrandi leikjaálagi. Það er allavega öruggt að við getum fullkomlega gleymt Meistaradeildarsæti ef við kaupum ekki einhvern sem stórbætir byrjunarliðið strax í janúar. Endurkoma Borini og kaupin á Sturridge eru einfaldlega ekki nóg vegna þess hversu hræðilega veik vörnin og varnarvinnan á miðjunni okkar er. Að fá hrokafullan leiðtoga eins og Sneijder á miðjuna sem hefur topp leikskilning og getur stjórnað hraðanum á miðjunni, það myndi hjálpa liði eins og Liverpool með sitt ofurviðkvæma sjálfstraust.

    Áfram Liverpool.

  72. Liverpool vorum yfirspilaðir í gær,
    En við vorum með öll tök á leiknum í Anfield og lengi vel eftir að okkar menn voru 10 á vellinum.
    Vorum miklu betri en City á Anfield líka, þrátt fyrir 2-2.

    liðið er bara jójó.

    Annars er ég samála þér og þá sérstaklega með vörnina

  73. MiMikið er nú gott að sjá að maður er ekki einn um þessar skoðanir á meðal og hreint út sagt slöku leikmönnum eins og t.d. Lucas,Allen,Skrtel og tala nú ekki um hroðann Shelvey sem á hreinlega að vera í næstu deild fyrir neðan með vini sínum Spearing.

    ps.

    ég veit að sumir verða ekki ánægðir þegar sett er út á gæðaknattspyrnumanninn Lucas, en það verður bara að hafa það. 🙂

  74. Er í alvöru eitthver hérna sem finnst kaupin á Robin Van Persie vera léleg þó hann sé orðinn svona “hundgamall”, 29 ára, heilu ári yngri en ég?

    Hann er 29 ára og heimsklassaleikmaður. Það er líka Sneijder, 29 ára og heimsklassaleikmaður sem bætir flest öll lið, og þá sérstaklega Liverpool.

    Hann var potturinn og pannan á miðjunni hjá Inter sem tók þrennuna og snilligeta hverfur ekki þótt hann sé búinn að vera í kuldanum hjá Inter. 7-10m pund er bargain. Skítt með þessi laun, ef við gátum borgað joe cole 100k þá getum við pungað út aðeins meira fyrir Sneiijder

  75. Er spjallið hérna í alvöru að breytast í Football Manager spjall? Þetta er að komast á svipað level og Joey Barton.

  76. Sterling Suarez Sturridge og Borini Downing á bekknum

    Lucas Hendo Gerrard og Allen Jonjo á bekknum

    Johnson Agger Skrtel Wisdom og Robinson Carragher á bekknum

    Reina Jones á bekknum

    Þetta finnst mér nokkuð stöðugt lið og engin ástæða til að vera svartsýnn. Miðjan er ekki alveg farin að rúlla eins og smurt en ég held að hún komi bara til að verða sterkari. Sahin komst ekki einu sinni á bekkinn.

    Sturridge og Borini geta báðir skorað slatta og ættu að koma okkar varnar og markmönnum í gírinn aftur sem hljóta hafa verið úr æfingu að þurfa glíma við enga nema Suarez og Sterling á æfingum.

    Hinn rosalegi Kelly er síðan á leiðinni tilbaka.

    Sigur í næsta leik!

  77. Er sammála Ragnari #82, það sást bersýnilega að okkur vantaði reynslu gegn Man Utd. Það er kominn tími á að við kaupum reynslumikinn miðjumann einsog Sneijder, Lampard væri snilld þrátt fyrir háan aldur. Besta dæmið er Gary Mcallister.

    Okkur vantar miðjumann sem getur varist og sótt. Allen getur einungis gert einfalda hluti og varist, Lucas getur einungis varist. Gerrard og Hendo eru þeir einu sem geta gert bæði.

  78. Liverpool keeping the media in profit again this window being linked with every available player!

  79. þetta er allt að koma hjá LFC, liðið verður bara betra og betra með þessum mannskap. Held að 4 sætið geti alveg náðs en sjáum til.

Liðið gegn United

Opinn þráður – Forren