Sahin farinn (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að lánsamningi við Nuri Sahin hefur verið slitið og hann getur því gengið til liðs við Dortmund.

Sahin fékk nokkur tækifæri sem hann nýtti ekki sérstaklega vel og eitthvað hlýtur Brendan Rodgers að hafa mislíkað á æfingasvæðinu því menn einsog Shelvey og Henderson voru komnir á undan honum í goggunarröðinni. Það eru vonbrigði að það hafi ekki komið meira útúr þessum lánssamningi, en svona er þetta.

27 Comments

 1. Einhversstaðar sá ég að hann hefði tekið þátt í 12 leikjum og skorað í þeim 3 mörk, veit ekki hve margar stoðsendingar en þó hann hafi ekki verið mest áberandi leikmaðurinn er þetta alls ekki slæm tölfræði. Ég skil ekki að hann hafi fengið svona fáa sénsa og þykir leiðinlegt að það hafi farið svona fyrir þessum frábæra leikmanni hjá klúbbinum okkar góða.

 2. Vissulega mjög svekkjandi að þessi strákur hafi hvorki sýnt meira né fengið fleirri tækifæri. Tek undir með Einari að hann hlítur að hafa valdið BR vonbrigðum á æfingasvæðinu fyrst hann fékk ekki að klára veturinn.

  Þessi ákvörðun hlítur þó að vera þess valdandi að einn annar leikmaður komi í jan glugganum enda hefur stjórinn haft orð á því að seinni hlutinn verði erfiður fyrir klúbbinn ef hann á að þrauka í 3 keppnum með jafn þunnan hóp og hann hefur verið að keyra á enda nokkrir farnir að sýna þreytueinkenni.

  Það spilar eflaust líka inn í að Sahin var á háum launum og klúbburinn hefur verið grimmur að losa menn af launaskrá sem ekki eru að nýtast sem skyldi.

 3. Vonandi erum við að fá leikmann í staðin því við erum með nógu þunnan hóp fyrir, er það stefna fsg að vera bara með 16 manns á launaskrá ? Djöfull finnst mér þetta vanhugsað eitthvað ? Úff !

 4. Mér finnst þetta furðuleg ákvörðun þegar hann er nýbúinn í viðtalið að tala um hversu þunnur hópurinn sé hjá okkur og svo er losað sig við Cole og Sahin. Þeir voru svo sem ekki að spila mikið en hluti af hópnum sem minnkar og minnkar.

  Vonandi er launapakkinn hjá okkur ekki svo þröngt skorinn að við það að fá Sturridge verði að losa Sahin af launum.

 5. Það er bara verið að búa til pláss undir launaþakinu fyrir Wesley Sneijder

 6. Hljótum að fá einhvern annan þetta gengur ekki með svona þunnan hóp verðum alltaf veikar núna í hverjum glugga líst ekkert á þetta…

 7. Wesley Sneijder er kannski ekki eins óraunhæft og það virtist í fyrstu.

  En varðandi Sahin, þá held ég þetta sé eitthvað sem geti gerst þegar menn eru fengnir að láni, ef þeir falla ekki inní liðið strax þá er minni þolinmæði gagnvart þeim þegar líða tekur á samningin.

  Mér fannst annars þessi lánssamningur Sahin rétt redda sumrinu. Ég gat sætt mig við þetta vegna þess mér fannst þetta svo spennandi. En hann leit aldrei neitt sérstaklega vel út.

 8. Fæst eitthvað af leiguverðinu til baka við þetta? Hvað kostaði kappinn klúbbinn í heildina?

  Einhver furðulegustu viðskipti sem ég hef séð lengi.

 9. Þegar við vorum að berjast við Arsenal um Sahin í ágúst virtist stefnan vera sú að láta ætti Jordan Henderson fara í skiptum við Clint Dempsey. Þá hefði Dempsey bætt breiddina í framlínunni og Sahin komið í stað Henderson á miðjuna. Sahin samdi … en Henderson neitaði og því kom Dempsey ekki og Henderson varð kyrr.

  Fyrir vikið vorum við í rauninni með of marga miðjumenn og of fáa sóknarmenn.

  Lucas, Allen, Gerrard, Henderson, Shelvey, Suso. Sex miðjumenn sem hafa allir virst framar Sahin í goggunarröðinni.

  Einhverra hluta vegna, þegar liðið hefur á veturinn, hefur Rodgers hleypt Henderson meira og meira inn í áætlanir sínar og Sahin hefur á sama tíma fallið í skuggann og gleymst. Það er erfitt að lesa annað úr þessu en það að þrátt fyrir áætlanir Rodgers sl. sumar hafi Henderson einfaldlega heillað Rodgers meira á tímabilinu, bæði í leikjum og á æfingasvæðinu.

  Að missa Sahin veikir okkur lítið því hann var varla í hóp hvort eð er. Við erum með haug af miðjumönnum og söknum hans lítið þar. Hins vegar eru vonbrigði að svona hátt skrifaður leikmaður hafi ekki náð sér á strik en við sáum öll hvað hann var að leika illa áður en hann var tekinn úr liðinu fyrir tveimur mánuðum. Hefur varla leikið síðan.

  Eftir stendur að það að kaupa bara Sturridge í framlínuna er ekki nóg. Þetta snýst um gæði ekki magn en það hlýtur að vera hægt að finna einn eða tvo góða menn í viðbót þar. Suarez, Sturridge, Sterling, Borini, Downing og _____. Sex miðjumenn í þrjár stöður, sex sóknarmenn í þrjár stöður. Okkur vantar einn, að minnsta kosti.

  Ég vona að Sahin finni sig aftur hjá Dortmund. Flottur leikmaður sem bara náði sér aldrei á strik í Englandi. Það hefur komið fyrir stærri nöfn en hann. C’est la vie.

 10. Sahin fékk aldrei alvöru séns, af hverju veit ég ekki. Var að koma í nýtt land í öðruvísi bolta, komast í leikform aftur eftir Real meiðsl og bekkjarsetu, fékk ekki nægan séns. Kannski kom eitthvað fyrir á æfingasvæðinu. Var gríðarlega flottur í Þýskalandi og sá leikmaður af þeim sem komu í sumar sem ég var spenntastur fyrir.

  Búið að losa tvo sem voru á haúm launum í þessum glugga,vona bara að þetta þýði að það er eitthvað í pípunum, einhver BOBA, BOMBA.
  Ef enginn kemur inn þá er enn verið að þynna alltof þunnan hóp og þá er bara endanlega orðið fullljóst að það er eitthvað mikið að hjá þeim sem stjórna þessum klúbbi okkar.

 11. hárrétt ákvörðun hjá Rodgers, þessi drengur stóð ekki undir væntingum,hjá klúbbi sem vill vera alvöru…..láta hann fara…….Daglish væri enn stjóri, ef hann hefði gert það sama með Downing og henderson, en hann þráaðist við …..þurfum betri leikmenn en þessa tvo, Shelvey,kelly,Coates ofl. Shankly og Paisley eru búnir að snúa sér marga hringi í gröfinni, við að sjá hve margir averageleikmenn hafa verið keyptir til Liverpool undanfarin ár

 12. Þetta eru smá vonbrigði því að maður hafði fulla trú á að hann gæti nýst liðinu mjög vel og hjálpað liðinu að ná markmiðum sýnum en svo fór þetta svona. En shain hafði fyrir þetta tímabil ekki spilað reglulega í langan tíma og það tekur suma leikmenn lengri tíma að ná leikformi upp aftur.

  Mér finnst þetta pínu svipað dæmi og með Andy nokkurn Carroll í fyrra en í byrjun seinasta tímabils virkaði hann þungur á sér og virtist ekki vera í leikformi og endaði á því að eyða miklum tíma á bekknum. En það var beðið eftir því að Andy næði forminu upp og það gerðist í lokin á seinasta tímabili en þá var það orðið of seint. Og þess vegna gæti shahin eimitt hafa verið látin fara því að við höfum ekki efni á því að bíða eftir því að hann nái upp formi eins og staðan er í dag og allir leikir eru mikilvægir ef liverpool ætlar að ná evrópusæti og hver einasti leikur skiptir máli.

 13. Heyrði eitthvað slúður um að Sahin og Gerrard hefðu rifist á æfingum, sel það ekki dýrar en ég keypti það. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem egóið hjá Gerrard væri að þvælast fyrir liðsmóralnum.

  Ég var hæstánægður þegar þegar Sahin kom til Liverpool en maðurinn komst bara aldrei í leikæfingu eða í takt við hraðann í enska boltanum. Sahin væri yfirburðamaður í taktískum deildum eins og Ítalíu og Þýskalandi, frábær leikmaður en bara hentaði ekki Liverpool í þetta sinn. Cest la vie.

 14. Sahin er gæðaleikmaður, ég efast ekkert um það. Hann kom hinsvegar eftir á að hyggja til okkar á kol vitlausum tíma, ekki í einni einustu leikæfingu, nýstigin uppúr miklum meiðslum og að fara berjast um sæti í liði skipað 6 leikmönnum sem voru allir á undan honum í goggunarröðinni og allir vanir hraðanum og hörkunni í EPL, hann var allan tíman að fara labba upp þessa brekku berfættur í blindbyl og 10 stiga frosti!

  Sé ekkert eftir honum þar sem framlag hans til liðsins var í mýflugu mynd og nú er einfaldlega búið að losa um launagreiðslur sem voru að öllum líkindum í hærri kantinum og því ætti það að auka líkurnar á því að við fáum að sjá nýtt andlit í Liverpool treyju fyrir 1. feb.

  Gangi Nuri Sahin allt í hagin hjá sínu nýja/gamla félagi.

 15. 2 farnir og 1 komin er það bara ég eða er þessi gluggi farin að minna óþægilega mikið á gluggan í sumar.

 16. Hressandi að fá inn ferskt Gerrard rugl frá AEG. Mig var reyndar farið að gruna líka að Sahin næði sér ekki á strik hjá okkar mönnum þar sem Gerrard legði hann í einelti á æfingum.
  AEG gleymdi reyndar að minnast á endalausar Hollywood sendingar Gerrard sem engu skila, taktískt skilningsleysi og ömurleika hans sem fyrirliða. Treysti á að hann bæti úr því í fljótlega.

 17. BR er búin að segja að Liverpool verði ekki mikið að kaupa núna í janúar glugganum, það komi kannski inn einn í viðbót. Þessir blautu draumar spjallverja hér inni um Snejder eru vægast sagt mjög fjarlægir. AEG nr. 12 hér með smá inside bull um Gerrard, ég held að rifrildi á æfingum hafi hingað til ekki verið nóg til þess að losa sig við leikmann, hvað þá leikmann sem eru bara á láni í eitt tímabil, ef hann er jafngóður og Sahin. Ég set stórt spurningamerki við “scout” kerfi hjá Liverpool, af hverju var BR að fá þennan leikmann ef hann getur svo ekki notað hann ? Kristján Atli, nr.9 þó svo við séum með “marga” miðjumenn, eða “vel” mannaðir þar þá erum við samt ennþá að keppa á þremur vígstöðvum og það hefur áður sýnt sig að þegar t.d. Lucas meiddist þá vorum við í vandræðum að manna þá stöðu, sem er staða Sahin. Ég óttast að við munum síðan lána Coates og þynna enn meira hópinn. Ég er að verða verulega pirraður á FSG, það heyrist síðan ekki múkk í þessum helv…… fáv….. og engin veit hvað verður í janúar, eða þá hvað gerist næsta sumar.
  Ég er 100% sammála GERRARD þar sem hann talar um það í Times að hann sé ekki sammála því að kaupa bara unga leikmenn, það verður að hafa liðið blandað af ungum leikmönnum og eldri leikmönnum með reynslu, alveg eins og hjá scum og celski. Þessi “kjúklingainnkaupastefna” minnir mig allt of mikið á arsenal og wenger, og ekki viljum við vera söluklúbbur eins þeir eru…….. EÐA HVAÐ ?

 18. Held að það gæti nu lika spilað inn í að sahin hafi ekki verið að spila mikið og þegar hann hefur freétt af áhuga dortmund þá hafi hann pott þétt reynt að komast þangað og rodgers sem góð manneskja ekki staðið i vegi fyrir hann..
  losnar þarna um 80.þ pund þannig það er heldur betur að losna um launin eftir að cole og sahin fara 🙂

 19. Hressandi að fá inn ferskt Gerrard rugl frá AEG. Mig var reyndar farið
  að gruna líka að Sahin næði sér ekki á strik hjá okkar mönnum þar sem
  Gerrard legði hann í einelti á æfingum. AEG gleymdi reyndar að minnast
  á endalausar Hollywood sendingar Gerrard sem engu skila, taktískt
  skilningsleysi og ömurleika hans sem fyrirliða. Treysti á að hann bæti
  úr því í fljótlega.

  This

  Bara AEG gæti fundið leiðir til þess að bendla Gerrard við brotthvarf Sahin. Orðið frekar vandræðilegt.

  Eins og ég var nú spenntur fyrir komu hans þá er ég álíka vonsvikin með frammistöðu hans. Að undanskyldum WBA leiknum þá fannst mér hann engan veginn ná sér á strik. Hann virkaði mjög hægur á mann, stundum eins og hann væri í slow motion á meðan aðrir í kringum hann voru á eðlilegum hraða.

  90.000 pund er auðvitað hellings peningur, sérstaklega m.t.t. þess hve lítið hann var að spila og skila til liðsins. En hópurinn var nú ekki stór fyrir, vona að við fáum að sjá andlit eða tvö í viðbót fyrir lok gluggans. Nú er verið að ræða um að Swansea hafi boðið í Ince, held að það sé úr The times, að þeir hafi boðið 7mp. Ef satt reynist þá ættu þessi mál að fara skýrast á næstu dögum.

 20. Sendum Brendan og FSG hugskeyti og fá þá til að fara af krafti í samningaviðræður við Lambard. Leikmaður sem okkur vantar

 21. Þetta sýnir vel að stór nöfn passa ekki alltaf inn í leikstílinn á Englandi (eða hjá LFC amk). Sahin var besti leikmaður Þýskalands fyrir stuttu og var svo hjá Real Madrid. Fyrirfram hefði mátt ætla að Liverpool gæti notað svona mann. En Sahin passaði bara ekki fullkomlega inn í kerfið og því er ákveðið að spara og losa sig við hann, eðlilega. Það var væntanlega ákveðið fyrir löngu, og af hverju að nota hann of mikið á kostnað td Henderson sem þarf að spila?

  Sahin kostaði okkur mikið, um 3 milljónir punda í lánagreiðslu (Dortmund borgar 2 og Real fær samtals 5) og svo 90 þúsund pund á viku. Þetta eru einhverjar 19 vikur sem gera 1.7 milljónir punda. Við borgum því líklega samtals um 4,7 milljónir punda fyrir þessa leiki sem hann spilaði.

  Þetta dæmi sýnir bara að það getur verið dýrt að stóla á menn sem eru fræg nöfn, og þetta sýnir enn vanhæfni njósnadeildar Liverpool. Það eru þeir sem eiga að sjá hvernig svona maður passar inn í leikstílinn, og þeir mátu Sahin bara ekki rétt.

  Kannski er þetta eitthvað sem FSG er hrætt við varðandi Sneijder til dæmis. Hvað eigum við að gera þegar hann er kominn, spilar illa og neitar svo að fara af því hann er með 120.000 pund á viku og þriggja ára samning? Enginn vill kaupa hann af því hann er greinilega kominn yfir sitt besta og að verða þrítugur? Hann er með 200.000 pund hjá Inter en tæki launalækkun til að komast til Englands, eftir því sem maður les. Hvert sem hann fer svosem.

 22. Mér hefur skilist að Sahin hafi ekkert endilega verið leikmaður sem BR vildi endilega fá. Einhverjir á Twitter hafa verið að gera að því skóna að það hafi verið þessi “nefnd” sem vildi fá hann, BR er bara hluti af henni og hefur greinilega ekki algert neitunarvald.

  Ég var hrikalega spenntur fyrir Sahin en fyrst hann gat ekki neitt þá var bara að losa sig við hann. Ekkert annað í stöðunni.

 23. Það hefur verið stefna FSG að losa menn af launaskrá sem ekki eru að nýtast klúbbnum sem skyldi. Þetta virðist bara vera í takt við það. Menn ættu að ég held ekki að gera sér miklar vonir um mikil innkaup í þessum glugga þar sem BR hefur ítrekað líst því yfir að ekki verði von á miklu meira en nú þegar er komið inn. Hann hefur bent á að klúbburinn sé líklegri næsta sumar til þess að vera í innkaupum.

  Hinsvegar hefði ég nú haldið að klúbburinn væri að einhverju leiti farinn að nálgast þann launakostnað sem væri ásættanlegur. Allavegana get ég ekki beðið eftir því að klúbburinn klári að “hreinsa” til í leikmannahópnum enn eina ferðina.

 24. Mig grunar að leikmaðurinn hafi verið í nógu góðu líkamlegu ástandi, það væri nú ekki likt Liverpool að fá til sín hálffarlama miðjumenn 😉 En grínlaust það verður athyglisvert að sjá hvernig hann plummar sig í Þýskalandi, þetta er orðið soldið dúordæj staða fyrir hann.

 25. Rosa eru þið stórir karlar. Ég miðla hérna einhverju sem ég las og gæti verið skýring á afhverju Liverpool lætur rándýran heimsklassaleikmann frá sér eftir mjög fáa sénsa og þið snúið þessu í eitthvað persónulegt. Farinn að hafa áhyggjur af þessari þráhyggju sumra hérna.

  Svo eru menn að hneykslast á að stuðningsmenn annarra liða kalli kop.is Pollýönnu-síðu. 🙂

Að metast við United-menn

Man.Utd á morgun