U-19 áfram í NextGen

Verð að gleðja sjálfan mig og ykkur með að tilkynna vitleysu í mér sem er liðinu okkar í hag.

U-19 ára liðið okkar slátraði í kvöld ríkjandi NextGen meisturum Internazionale 4-1 í frábærum leik. Með því náði liðið þriðja sæti í riðlinum og einnig það góðum árangri að það kemst áfram sem eitt best stöddu liða í þriðja sæti í riðlum keppninnar og því í 16 liða úrslitunum. Vissi ekki af þessum “best of 3rd place” þegar ég var að fara í gegnum þetta mót fyrir jól og er afar glaður að hafa haft rangt fyrir mér.

Í næstu umferð verður mótherjinn eitt þriggja liða, Inter (aftur), Ajax eða Aston Villa.

Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun, liðið komst í 2-0 með mörkum frá fyrirliðanum Conor Coady úr víti og Samed Yesil og staðan var þannig í hálfleik. Inter skoraði eftir rúmt kortér, Yesil kom okkur mjög fljótlega í 3-1 og Coady skoraði svo fjórða markið úr víti. Sýndi þá hver réði, því Yesil ætlaði sér að taka vítið og fullkomna þrennuna, en Coady er vítaskytta liðsins og tók það ekki í mál.

Þessir tveir léku afskaplega vel, rétt eins og liðið allt en langbestur fannst mér hægri bakvörðurinn Ryan McLaughlin sem átti stoðsendingu og fiskaði tvö víti. Ég verð alveg ógeðslega svekktur ef þessi strákur verður ekki svakalegur leikmaður!!!

Skemmtileg kvöldstund að baki, held áfram að skora á ykkur sem getið að horfa á U-21s árs og NextGen liðin okkar. Þau eru svo sannarlega að spila tiki-taka fótbolta með áherslu á hápressu og sóknarleik…

20 Comments

  1. frábær skemmtun og Ryan Mclaughlin er svo klárlega orðinn betri en Flanagan, það er reyndar magnað hvað eru að koma öflugir hægri bakverðir uppúr þessum yngri liðum hjá okkur.

  2. Sælir, Frábært hvað uppbygging Rafa Benitas er að skila árangri. Stóra fréttin er náttúrulega að Krístín Ómarsdóttir er gengin til liðs við kvennalið Liverpools.
    Er ánægður fyrir hönd þjóðarinnar og okkar liðs. Gyfli hefði besti kosturinn en hann tók samt rétta ákvörðun að mínu mati. Verður dýrmætur fyrir okkar landslið. Jæja félagar YNWL.

  3. Ég horfði á leikinn og verð að segja að framtíðin er björt. Hreinlega frábær spilamennska og ótrúlegir yfirburðir, sérstaklega á miðjunni.
    Dásamlegt 🙂

  4. Frábært og nú verður að halda áfram að byggja ofan á þetta unga lið okkar. Ekkert bruðl lengur í næstum því útbrunna leikmenn og BR þarf fullan stuðning. Frábær punktur sem kom fram í Podcastinu að það virðist alveg vera sama þótt LFC sé að slátra flestum liðunum núna, það er alltaf talað niður með einhverju bulli um að mótherjarnir eru svona og svona. Þetta viðhorf þarf að laga og við í bjartsýna hópnum þurfum að kveða niður svartsýnishjalið!

    Ég læt mig dreyma um frábæran komandi sunnudag, við eigum svo mikið inni og manjú geta ekki endalaust unnið leiki í extra time!

    1-4 leikurinn yndislegi:
    http://www.youtube.com/watch?v=IGAusKj8FPI&feature=endscreen

    YNWA!!

  5. Góðar fréttir, framtíðin er björt : )

    Conor Coady bara verður að komast í aðalliðið, með svona töff nafn og hæfileika í stíl : )

  6. Sá fyrri hálfleik og var bara sáttur með það sem ég sá. Gaman að sjá hvað þeir voru áræðnir og mér leist vel á markmanninn. Fannst hann grípa vel inn í leikinn og spila boltanum vel frá sér, oft undan pressu.

    Algjörlega sammála ykkur með McLauchlin og held að hann sé kominn næstur í röðina á eftir Wisdom í hægri bakvörðinn. Fannst hann einmitt mjög áræðinn og duglegur að hlaupa fram og til baka. Coady er líka að koma inn og eins og menn töluðu um í Podcastinu sem ég er byrjaður að hlusta á, er hann líklega að detta inn í liðið í “minni” leikjunum, þ.e.a.s. hann fær að koma inn á í lokinn.

    Síðan var ég aðeins að pæla, að í fullkomnum heimi væru eftirfarandi leikmenn líka að spila fyrir þetta lið: Suso, Sterling, Wisdom, Robinson og Morgan en Morgan er í láni. Þarna er ég að vísu bara að horfa á það, hverjir eru nógu ungir til að spila.

    Þannig að framtíðin er nokkuð björt, en við verðum að varast að áætla að allir verði góðir. Nokkur góð fræ verða ekki endilega að góðum plöntum.

  7. Sælir Kopparar.
    Er einhver í ykkar röðum sem er sérfræðingur í ungliðunum okkar og gæti komið með smá pistil um okkar bestu ungliða? Hann er kannski til og ég hef misst af honum. Ef svo er væri gaman að fá hann aftur upp.
    Eins var ég að spá með Conor Coady, afhverju hann fengi ekki fleiri tækifæri með aðalliðinu? Eins hverja þið sjáið koma sterka upp á næstunni.

    Liverpoolkveðja

  8. Já sælllllll….. SPENNTUR.IS OG .NO

    Góðann og blessaðann daginn öll sömul 😉
    Vildi bara segja ykur að það er Þvííílíkur spenningur er komin í kroppinn Woooooohoooooooooo

    Verð bara að segja ykkur það líka að þetta er svona síðbúin jólagjöf að fá svona leik í byrjun nýs árs 😉 🙂 🙂

    Er búinn að vera að hita upp með að horfa á nokkra góða leik á Youtube og maður er heldurbetur komin í gírinn og klukkan núna bara rétt korter gengin i leik og hárin eru farin að rís NÚ ÞEGAR lolololool

    En eftir að hafa stutt mitt lið frá 1975 er ég ekki á leiðinni að fara að gefa neitt eftir
    – IN LIVERPOOL WE TRUST – og ég held að við geturm ALVEG verið með ÞAÐ á hreinu að við getum ALVEGT unnið MU á hvaða degi sem er, þeir eru jú bara mannlegir eins og við nema… VIÐ ERUM MIKKLU BETRI EN ÞEIR – KOMA SVO ALLIR

    — Y N W A – I N – B R E N D A N – W E – T R U S T – J U S T I C E 4 T H E 9 6 —

    PS; bara svona til að vakna smá ENJOY HA HA HA – http://youtu.be/SV9DY5sujH4

  9. Bjarni hjartarson,

    það var reyndar hinn frábæri knattspyrnumaður Katrín Ómarsdóttir sem gekk til liðs við Liverpool um daginn. Og það er frábært!

  10. Var einmitt á röltinu um Smáralindina með vini mínum sem er ekki frásögu færandi en að hann er Utd stuðningsmaður. Hann er samt frábær vinur. Nema, að við hoppuðum aðeins inn í ein verslun sem var að sýna leik Liverpool og Dortmund (Rétt fyrir Jól), þar sem Liverpool voru gjörsamlega að PAKKA þeim saman. Það voru nákvæmlega þessir tveir leikmenn sem réðu lögum og logum á vellinum og þessi umræddi vinur stóð með mér í allavegana 20 mín og var gjörsamlega heillaður að spilamennsku þessara stráka og lofaði liðinu í hásterti. Neita því ekki að ég fékk smá gæsahúð. Það er greinilega gott unglingastarf sem Liverpool stendur á bakvið. Minnir mig á 60 minutes þáttinn um Barcelona innslagið sem var sýnt um daginn, þar sem þeir leggja mikla áherslu á unglingastarfið og hvernig það er aðal ástæðan fyrir hvernig klúbburinn stendur í dag.

  11. Björgvin. Ég tók þetta saman núna í desember.

    http://www.kop.is/2012/12/19/11.04.28/

    Þarna fór ég yfir það sem ég er búinn að vera horfa á í vetur og þar hélt ég að við værum úr leik.

    Í svipuðum pistli í fyrra talaði ég minnir mig um Wisdom, Sterling og Coady en afskrifaði Suso. Svo maður veit í raun aldrei alveg um þessa drengi.

    Mitt mat er reyndar það að Morgan og Flanagan séu ekki kaliber í að ná langt hjá klúbbnum okkar og Robinson virðist vera með ansi auman líkama.

    Við sjáum til, en það er verulega mikið af spennandi ungum mönnum hjá klúbbnum – nokkuð sem maður sá varla fyrir svona fimm árum…

  12. Sælir.
    Horfði á allan leikinn og finnst rétt að benda einnig á frammistöðu Jordan Ibe. Með góðri meðhöndlun gæti sá strákur náð langt.

  13. Þvílíkt flottur leikur og ég er bara ennnþá með gæsahúð yfir frammistöðu ALLRA í liðinu 🙂

    Áfram U21!

    Y N W A – L F C 4 L I F E –

  14. Ryan McLaughlin algjörlega sammála átti frábæran leik gegn Inter. Hlítur að fara að banka bráðum á aðalliðshópinn, finnst hann í raun ekki vera langt á eftir Wisdom í gæðum, vantar kannski aðeins meira kjöt á pilt.. Hef fulla trú á því að við séum þarna með leikmann sem mun koma til með að verða Lykilmaður í Liverpool á komandi árum…

    Einn sem mér langar rosaleg til að slái í gegn er Connor Coady.. ,,LOCAL LAD,, Scouser!!! Hefur svo mikla ákefð og baráttu, vona bra ekki að hann verði ,,another Spearing,, sem bara hættir að þroskast sem leikmaður..

    Og svo 2 sem ég verð að minnast á Jordan Ibe.. Þvílíkt potential þessi strákur.. hraði, sendingar, tækni úff…,,Big faith,, og Svo Adam Morgan sem er farinn í lán til Rotherham, svona svo innilega að hann skori slatta þar, hefur bara gott af því að spila reglulega.. Fowler sagði í sumar að hann hefði aldrei séð 18ára strák með svona gott ,, FINISH,, þegar liðið var á ferðalagi í USA…

    Andy Heaton í TAW.. kom inn á það um daginn að það se verið að vinna í því að kjöta/Massa menn upp fyrr nú í Akademí Liverpool, svo að menn séu tilbúnir fyrr að taka skrefið Boys to men!!

    Ég veit að það eru margir fleiri líka sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir, vonum bara að nokkrir þeirra nái að komast alla leið..#YNWA

    Twitter
    (Twitta á ensku)

    @ragnarsson10

Kop.is Podcast #32

Um Manchester United