Mansfield Town á morgun

Liverpool hefur leik á ný í FA bikarnum á morgun gegn utandeildarliði Mansfield Town. Síðasti leikur okkar í þessari keppni var auðvitað úrslitaleikurinn gegn Chelsea sem var 14. bikarúrslitaleikur í sögu Liverpool (unnið sjö, tapað sjö).

Eftirmálar síðasta tímabils gera það óneitanlega að verkum að það er frekar erfitt að dæma mikilvægi þessarar keppni rétt eins og deildarbikarsins. Þessir leikir hreinlega björguðu því sem bjargað varð á síðasta ári og Liverpool vann bestu sigra ársins 2012 í bikarkeppnum og fór alla leið í úrslit í þeim báðum. Þetta var klárlega það sem stóð uppúr á annars ömurlegu ári á mælikvarða Liverpool. Það bjargaði engu að síður ekki stjóranum sem fékk að fjúka eftir tímabilið.

Eins er auðvelt og líklega eðlilegt að horfa á það þannig að orkan sem fór í bikarkeppnirnar á síðasta ári hafi komið niður á gegni liðsins í deildinni og spurning hvort menn vilji gera það aftur. Hópurinn hjá Liverpool í ár er minni ef eitthvað er heldur en hann var í fyrra og við erum að spila rúmlega 10 leikjum meira með þáttöku í Europa League. Helmingurinn af þeim eðlilega út um alla Evrópu m.a. með tveimur löngum ferðalögum til Rússlands. Mest allt leikir sem skipta töluvert minna máli heldur en 3 stig á töfluna í deildinni.

Brendan Rodgers er því ekki öfundsverður að því verkefni að reyna finna jafnvægi þarna á milli. Hingað til hef ég verið frekar sammála honum þó einstaka sinnum hafi mér fundist full sterk lið spila í Europa League stuttu fyrir deildarleiki. Hann lagði upp með að vinna heimaleikina og tryggja þannig farseðil áfram og mjög líklega er hann undir pressu frá eigendum Liverpool að ná árangri í Evrópu, frekar heldur en í bikarkeppnunum heimafyrir. Við féllum úr leik gegn Swansea í deildarbikarnum með lélegri spilamennsku  en þrátt fyrir það var ég ekki ósáttur við hópinn sem hann sendi út í þann leik. Blanda af byrjunarliðsmönnum, unglingum og þeirra sem hafa verið á bekknum og utan hóps. Það gekk ekki upp í það skipti en var enginn heimsendir.

Með hliðsjón af þessu er alveg morgunljóst að Rodgers er að fara gera 8-11 breytingar á byrjunarliði Liverpool í þessum leik. Liðið var að klára erfitt jólaprógramm og á einn erfiðasta og stærsta leik ársins fyrir höndum í næstu viku sem er upphitun fyrir mjög erfiðar þrjár vikur. Ofan á það er óvissa með heimavöll Mansfield Town.  Deildarleik þeirra um helgina var frestað þar sem völlurinn var ekki leikfær og síðan þá hefur ringt stanslaust. Vallarstarfsmenn hafa lagt nótt við nýtan dag við að gera völlinn leikfæran en ef eitthvað öskrar meira á alvarleg meiðsli hæfileikaríkra manna en bikarleikur gegn utandeildarliði á mýrarboltavelli þá veit ég ekki hvað það er?

Ástand vallarins skiptir samt auðvitað engu máli frekar en hvaða leikmenn Rodgers sendir í þetta verkefni, þó við myndum senda unglingaliðið í þetta verkefni væri allt annað en sigur skandall. Ég ætla því að taka létt úllen dúllen doff á þetta og spá liðinu svona:

Jones

Wisdom – Carragher – Coates – Robinson

Sahin – Allen
Assaidi – Suso – Shelvey
Suarez

Eins og ég segi ég hef nákvæmlega engar forsendur til að byggja þessa spá á. Óttast að hann láti Suarez spila þennan leik og byrja inná. Vona auðvitað að þetta verði ekki en óttast þetta. Daniel Sturridge ætti svo að koma inn fyrir hann fljótlega í seinni hálfleik. Hef minni trú á að einhver af Shelvey, Yesil, Pacheco eða Ngoo leiði sóknina í þessum leik.

Það er eitthvað verulega skrítið ef Johnson fær ekki frí og eins ef Robinson, Coates og Carragher fái ekki séns í þessum leik. Wisdom gæti fengið hvíld reyndar en hann hefur ekki spilað það mikið undanfarið og fleiri mínútur gætu nýst honum betur en hvíld fyrir átökin á Old Trafford.

Nuri Sahin og Assaidi eru á sama báti og Coates, ef þeir fá ekki að byrja gegn Mansfield er alveg eins gott að óska bara strax eftir að fá að fara. Allen og Shelvey hafa hvílt undanfarið og ég held að þeir byrji því núna. Shelvey gæti farið í sóknarmanninn aftur auðvitað en ég held mig við þetta. Suso myndi þá koma fyrir Sterling þó ég sjái fyrir að þeir verði báðir á bekknum gegn United. Downing spilar svo líklega eitthvað í þessum leik en ég tippa á að hann byrji á bekknum.

Martin Kelly, Fabio Borini og Jose Enrique eru síðan allir meiddir. Kelly er ekki væntanlegur strax, Enrique er frá í 6 vikur en Borini byrjar að æfa með aðalliðinu aftur í næstu viku.

Hér er hægt að sjá blaðamannafund Rodgers fyrir þennan leik sem Sverrir Björn setti hingað  inn í síðustu færslu:

Brendan pre-Mansfield press from LFCiceland on Vimeo.

Mansfield Town
Mótherjar Liverpool í þessum leik eiga sér töluvert lengri sögu en ég bjóst við en félagið var stofnað árið 1897. Liðið kemur frá Mansfield sem er lítil borg í Nottingham héraði og er örstutt frá Skíriskógi. Líklega flest allt afkomendur Hróa og vina hans.

Félagið féll árið 2008 úr deildarfótboltanum á Englandi eftir 77 ára samfellda veru í deildarfótbolta. Liðið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarin ár og allt logað stafna á milli innan félagsins. Stuðningsmenn deildu hart við fyrri eiganda félagsins sem og eiganda heimavallarins sem gekk svo langt að liðinu var meinaður aðgangur að vellinum í desember 2010 vegna vangoldinna skulda.

Núna er þó búið að leysa þær deildur, komnir nýjir eigendur og þeir búnir að kaupa heimavöllinn aftur og eru að lagfæra hann. Heimavöllurinn heitir Field Mill og hefur verið heimavöllur Mansfield frá 1919. (Nafnarétturinn á vellinum var reyndar seldur nýlega og heitir hann því One Call Stadium núna).

 

Þetta er raunar næst elsti knattspyrnuvöllur Bretlandseyja því byrjað var að spila knattspyrnu þarna árið 1861. Eðlilega hafa því undanfarna áratugi verið uppi hugmyndir byggja nýjan völl fyrir knattspyrnufélagið en enn sem komið ef hefur ekki verið ráðist í það og eins og staðan er núna er það ekki á teikniborðinu. Völlurinn er notaður í fleiri íþróttir heldur en fótbolta ásamt því að vera tónleikastaður. Hann tekur rúmlega 10 þúsund manns í sæti en þar sem ein stúkan er lokuð af öryggisástæðum eru bara sæti fyrir um 7500 manns.

Félagið spilar í gulum og bláum búningum og er annað viðurnefni félagsins Yellows. Þeir eru þó betur þekktir sem The Stags eins og logo félagsins sem og stigatafla gefa til kynna.

Mansfield er sem stendur í 9. Sæti í Blue Square deildinni tólf stigum á eftir toppliði Grimsby en með þrjá leiki til góða. Þeir hafa 35.stig eftir 22.leiki. Þeir eru aðeins fjórum stigum frá umspilssæti og hafa bara tapað einum leik af síðustu 11 í öllum keppnum

Til að komast í þriðju umferð bikarsins og fá þennan stórleik gegn Liverpool þurftu þeir í tvígang að spila tvo leiki til að knýja fram sigur. Mansfield lagði Workington 2-1 í undankeppni bikarsins. Þeir lögðu Slough Town eftir vítaspyrnukeppni í 1.umferð eftir að hafa í tvígang skilið jöfn, 0-0 og 1-1. Lincon City var síðan lagt af velli í annarri umferð eftir 2-1 sigur á heimavelli. Fyrri leikurinn fór 3-3 en eftir hann var vitað að sigurvegari þessa einvígis myndi mæta Liverpool.

Sjónvarpsleikur er eitthvað sem kemur sér alls ekki illa fyrir lið eins og Mansfield enda er þetta stærsta verkefni þeirra í fjölmörg ár og hjá þeim er mikill hugur fyrir þessum leik. Stjórinn lofaði konunni sinni að hann myndi giftast henni myndi liðið vinna Lincon og stóð við það núna á fimmtudaginn. Honum hefur síðan verið lofað brúðkaupsferð af Blue Square, styrkaraðila utandeildarinnar sem Mansfield spilar í nái liðið að slá Liverpool úr leik.

Við skulum rétt vona að hann þurfi að punga sjálfur út fyrir þeirri ferð. Þetta lið er töluvert lægra skrifað en Northamton svo nærtækt dæmi sé tekið!

Spá:
Heimamenn gefa gjörsamlega allt í þennan leik og standa sig vel til að byrja með. Siglum svo yfir þetta í rólegheitunum og löndum 0-5 sigri.

44 Comments

  1. Mjög einfallt fyrir mér. Byrja með Suarez, Gerrard og Agger á bekk. Aðrir þurfa ekkert “hvíld”. Það hafa mörg lið farið flatt á því að sýna þessum litlu liðum ekki þá virðingu að byrja með sterkt lið inná, þar á meðal við. Ég vill fá að sjá Sturridge frammi, nota Sahin, ( skil nú ekki af hverju BR notar hann ekki) og ekki væri slæmt að fá að sjá Assaidi. Ég veit að við erum með óþolandi þunnan hóp, en það er engum öðrum að kenna nema BR og FSG. Var planið fyrir þetta tímabil að gera bara atlögu að deild, láta hitt bara ráðast ?

    Litla liðið kemur brjálað í þennan leik, enda allir leikmenn Mansfield að spila leik lífs síns. Ég spái þessu 0-3. Sturridge hungraður, með tvö og Allen með fyrsta mark sitt fyrir LFC.

  2. Assaidi er að fara á afríkumótið, lítill missir af honum en væri fínt að láta hann spila þennan leik ef að hann er tiltækur! Væri gaman að sjá leikmenn eins og coady, robinson og Ngoo fá séns í þessum leik, mjög líklegt að þetta verði blanda af ungum og reynslumeiri mönnum sem hafa setið á bekknum undanfarið. Maður býst svosem við öllu af liverpool liðinu þessa dagana en það á ekki að þurfa að eyða orðum í þennan leik. 1-4 sigur, sturridge setur 2 og óvæntir með hin!

  3. Erum alltaf að fara að byrja með 3 miðverði Carra, Coates og Skrtel enda síðast nefndi tekinn útaf í seinni hálfleik 2.jan og látinn hvíla. Annað er mér hulinn ráðgáta og spurning að hringja í Mulder og Scully uppá meiri vitneskju.
    0-4.
    YNWA.

  4. Tja … ég er alltaf með smá hnút í maganum fyrir svona leiki. Þetta er leikur ársins fyrir Mansfield Town og þeir koma dýrvitlausir með 115% effort tæklandi aftur og nýbúnir alla leið upp á hnésbætur. Völlurinn líkari kartöflugarði í Þykkvabænum frekar. Alltaf hættulegt að mæta svona liðið við þessar aðstæður.
    Hef grun um að BR hvíli of marga og það verði basl að komast áfram og þeir sem spila verða hræddir og passífir. Næsti leikur er hvort eð er eftir viku og þeir hafa nógan tíma til að hvíla sig.
    Mitt mat: Senda sterkt lið út sem klárar þetta fljótlega í leiknum, taka þá út menn sem þarf að hvíla og viðra þvottinn.

    YNWA!.

  5. Tippa á þetta, eru verðlaun?
    Jones
    Wisdom Carra Coates Robinson
    Allen Sahin Coady
    Suso Yesil Pacheco

    Mansfield skorar fyrst en við náum að sigla þessu 1-2 eftir 3 skiptingar.
    YNWA

  6. Vil sjá Sturridge byrja leikinn, skipta honum svo út þegar/ef við erum komnir með nægjanlega forustu. Mjög mikilvægt að koma honum í gang strax og þessi leikur ætti að vera tilvalinn til þess.

    Geri ráð fyrir þægilegum sigri í þessum leik, en að því sögðu er það víst eins öruggt að Liverpool fari “þrengslin” eins og svo oft áður.

  7. Það á ekki að skipta nokkru máli hverjir spila leikinn. Vil að aðalliðið sem á að spila á næstu helgi sé þegar farið að fókusa á þann leik og komi ekki nálægt leiknum í dag. Hinir sem ekki eiga að byrja þá, eiga að taka þátt í þessum leik. Það eru bekkjarmennirnir og unglingarnir. Og við eigum samt að jarða þetta lið (sem hefur karlmannlegasta nafn allra liða á Englandi) því það er án gríns á pari við meðal 1. deildarlið á Íslandi.

  8. Eitthvað verið að tala um að Sturridge byrji á bekknum og komi inná. Ég trúi ekki öðru en að Reina,Johnson,Agger,Srktel,Lucas,Gerrard,Sterling,Downing og Suarez verði allir annað hvort á bekk eða utan hóps. Vonandi að Gerrard verði heima í Liverpool enda á Liverpool ekkert að þurfa að nota kónginn í svona leikjum. Eins og Babú segir þá á unglingalið Liverpool að vera nógu gott til að slá út utandeildarlið og ég held að við munum spila með blandað lið. Ég veit hreinlega ekki hvort Coates byrji inná, ef hann byrjar ekki má leiða af því líkur að hann sé að fara.
    Spái þessu liði
    Jones
    Flanno-Wisdom-Carra-Robinson
    Sahin
    Hendo-Shelvey
    Assaidi-Ngoo/eða annar ungur- Suso

    Þetta lið á að vera nægilega gott til að taka Mansfield og slátra þeim 6-0 sem verður loka staða þessa leiks.

  9. Pæling.

    Í blaðamannafundinum hjá Rodgers stendur fyrir aftan hann #WeComeNotToPlay. Það stendur líka inni á Anfield. Hefði haldið að Liverpool kæmi einmitt til að spila.
    Hvað þýðir þetta?

  10. Er liðsuppstillingin ekki svona dæmigerð “damned if you do, damned if you don’t” dæmi? Ef hann stillir upp aðalliðinu og einhver meiðist þá munu allir segja að það hafi verið glapræði. En ef hann stillir upp kjúklingunum og þeir tapa þá segja allir að það hafi líka verið glapræði. Mig minnir líka að þegar liðið tapaði fyrir Northampton á sínum tíma, þá voru nokkrir kjúllar inná eins og Pacheco og fleiri.

  11. Glæsileg upphitun!

    Það ætti að vera hægt að stilla upp mjög ungu liði og fara nokkuð létt í gegnum þetta Mansfield-lið. En það verða reynsluboltar inná milli. Sammála að allir sem byrja gegn Man.Utd ættu að sleppa þessum leik. Sé fyrir mér liðið einhvern veginn svona.
    Jones
    Flanno-Carra-Coates-Robinson
    Shelvey-Sahin-Allen
    Suso-Sturridge-Assaidi

    Trúi ekki öðru en þetta verði easy 4-0 leikur

  12. Vonandi getur rodgers hvilt slatta af monnumen unnið samt leikinn. Vonandi fær sturridge að byrja og heæst vildi eg sja suarez byrja med honum, gefa þeim klukkutima saman aður en við forum a old trafford. Aðra ma hvila serstaklega agger, johnson, skrtel, gerrard og lucas.

    Gæti samt alveg truað þvi að við lendum i einhverju basli i þessum leik, það væri bara svo ekta við.

    Spai 2-4 og sturridge setur 2, suarez eitt og shelvey eitt

  13. Krýsuvíkurleiðin, 1-2 sigur eftir að Stags komast yfir eftir tíu mínútur. Sturridge og Coates skora mörkin, sá fyrrnefndi á klárlega að byrja leikinn.

  14. Að sjálfsögðu á Sturridge að byrja inná og skoða hvað hann getur, svo má alltaf kippa honum útaf ef hann er ekki að gera rassgat.

  15. Þetta hefur ekkert með þennan leik að gera nema að þetta er í sömu keppni… en Robbie Fowler fékk mig til að hlæja upphátt rétt í þessu:

    @TonyBarretTimes
    Are there any English players who could’ve produced the kind of first touch that van Persie came up with then?

    @Robbie9Fowler @TonyBarretTimes
    yep

  16. Fyrir mér skiptir leikurinn eftir viku meira máli. Rodgers verður að reyna finna leið til þess að hafa það lið tilbúið sem hann ætlast til að geti gert usla á OId Trafford. Þeir 11 verða annað hvort að hvíla eða vera á bekknum. Liverpool á að geta gert kröfu á hina að vinna þetta lið! Fyrir mér mættu Gerrard, Lucas, Suarez, Johnson, Agger, Skrtel og Reina vera skildir eftir heima. Reyndar var mynd að berast á Facebook síðu LFCTS af Gerrard í Dubai svo hann verður pottþétt ekki með.

    Ég vil leyfa Jones, Carra, Coates, Wisdom, Robinson, Sahin, Shelvey og Suso að byrja. Hvaða þrír aðrir veit ég ekki. Allen eða Henderson gætu byrjað. Gæti einnig séð að Coady fái sénsinn.
    Ég vil hinsvegar ekki að Sturridge byrji. Hann er víst búinn að vera meiddur og að henda honum í kartöflugarð þar sem utandeildarleikmenn á 120% krafti með tæklingar um allt koma við sögu, ég held ekki.

    Ég spái því að við ströglum til að byrja með en eftir fyrstu 20 setur Shelvey eitt og eftir það stjórnum við leiknum og vinnum þæginlegan 0-3 sigur þar sem Shelvey verður með tvö og Suso skorar eitt.

  17. Las það hjá Daily Mail minnir mig, að hann Sturridge myndi ekki starta það er kanski eitthvað til í því…

  18. nr. 14 Babu

    Hjónin vakna örugglega bæði kl 6:00 til þess að gera sig tilbúin í daginn. Hún til þess að þvo, næra og blása hárið og hann til þess að láta sitt hár lýta út fyrir að hann hafi vaknað kl 6:00.

  19. Sælir félagar

    Svartsýni maðurinn hér…
    Ég er svo rosalega brendur eins og margir hér að ég ætla að spá þessu naumu jafntefli. Einn meiðist illa, segum Sahin og liðið er heppið að ná jafntefli
    En svona í alvöru þá höfum við spilað undanfarin ár á móti svona “litlum” liðum og þá gengur okkur venjulega lang verst. M.ö.o. þá er þetta svona týpískur leikur til að klúðra.
    En eins og menn hafa bent á hér að ofan þá ættum við að sjálfsögðu að vinna þennan leik og jafnvel með miklum yfirburðum, spila þá almennilega í gang sem hafa hangið á bekknum og svona.

    Það er bara löngu farið þetta hugtak um að Liverpool Á að vinna eitthvað lið!

    Ég á frekar von á að LFC klúðri “litlu” leikjunum heldur en við náum hagstæðum úrslitum á móti fokking ManU, en plííís drengir, eigum við ekki bara að fara að vinna allt núna?

    Leyfið okkur að byrja að vona að þessi sorrý úrslit séu liðin og Brendan og liðið sé farið að spila eins og sigurvegarar núna “constantly” og við sjáum fram á spennandi leiki framundan með úrslitum sem gera alla spennta fyrir framhaldinu og við séum að horfa á byrjunina á upprisu LFC, besta og stærsta fótboltaklúbbs í heimi!!!

    Þetta er þriðji leikurinn sem næst sigur í (ef það gengur upp), hvað betra veganesti en stór sigur getum við óskað okkur til að bústa upp sjálfstraustið fyrir stóra prófið á eldgamla trafford á móti “mans’t eftir júnæted” fávitunum 🙂

  20. @27
    Hann er kl. 16:00, samkvæmt liverpoolfc.com og Sky sports allavega! En hver veit kannski ætlar stöð 2 að spýta í lófana og sýna leikinn á undan öllum öðrum, gangi þeim vel 😛

  21. Freysi #27. Leikurinn er kl. 16:00.

    Það er spurning hvort að tímasetningin á leikjum ætti ekki að koma fyrir þegar upphitanir eru skrifaðar eða þá að hafa þetta “næsti leikur” ofar á síðunni. Ekki margir sem virðast nenna að skrolla smávegis til að sjá klukkan hvað leikirnir eru.

  22. Páló jú ég vissi nú af þessu hjá kop strákunum, málið er bara að þeir segja 16:00 en fótbolti.net segir 15:00. Út frá því fór maður að skoða aðrar síður og menn segja misjafnt 16:00 eða 15:00.

    Ætli það sé ekki öruggast að kíkja á stöð 2 og sjá hvað þeir segja. Útiloka síðan að leikurinn byrji þá

  23. Freysi #27: ég kíki yfirleitt á opinberu heimasíðuna, liverpoolfc.com, þeir ættu að hafa þetta rétt!

  24. Úbbs, veit ekki hvaða warning dæmi þetta eru, náði ekki að editera það en neðst er linkur á hugsanlega liðsuppsetningu. Síðuhaldarar mega gjarnan laga ef þeir hafa tíma til.

  25. nú er verið að tala um að Chelsea séu að klára að kaupa Isco frá Malaga á 15.m punda, leikmaður sem að var valinn sá efnilegasti í evrópu fyrir nokkrum dögum. Afhverju erum við ekki að reyna við svona leikmenn ekki mjög dýr miðað við aldur og gæði á meðan að við erum alltaf að kaupa breska leikmenn sem að eru oft á tíðum ofmetnir.

    Var reyndar líka að heyra að Gamero hefði samið við Liverpool í gær á lánssamning sem að er jákvætt.

  26. MANSFIELD TOWN
    Marriott
    Sutton, Geohaghon, Beevers, Thompson
    Howell, Clements, Murray, Daniel
    Green, Speight
    LIVERPOOL
    Jones
    Wisdom, Coates, Carragher, Johnson
    Henderson, Sahin, Assaidi
    Sterling, Suarez, Sturridge

Föstudagsþráður – opinn

Liðið gegn Mansfield