Föstudagsþráður – opinn

Stóra fréttin á netrúntinum í dag er að nú hefur verið staðfest Joe Cole hefur skrifað undir 18 mánaða samning við West Ham. Flestar áreiðanlegar heimildir segja að Liverpool hafi samþykkt þriggja milljón punda starfslokagreiðslu til hans og þar með sparað sér aðrar fjórar.

Joe Cole á ekkert nema gott skilið frá okkur, hann bar ekki ábyrgð á lengd samnings síns eða launatölum. Hann hefur frá fyrsta degi verið afar vinsæll á Melwood og í klúbbnum, enda hafa starfsmenn LFC sem ég fylgi á twitter hamast við að óska honum alls hins besta á nýjum slóðum og sömu óskir fær hann frá mér. Að sjálfsögðu eru kaupin á honum í dag augljós mistök en sumarið 2010 var hann held ég eina ljósglætan sem maður sá í leikmannakaupum félagsins. Rautt spjald í fyrsta leik og síðan stanslaus meiðsli stoppuðu hans feril af og nú er hann endanlega farinn frá klúbbnum og lækkar því enn launaseðilinn okkar. Gangi honum vel, sérstaklega í fyrsta leik sínum í bikarnum núna um helgina!

Þegar rætt er um bikarkeppnina þá eru Mansfieldmenn hræddir um að miklar rigningar muni geta leitt til þess að stórleikurinn þeirra gegn okkur nái ekki að fara fram á sunnudaginn. Fresta varð leik á Field Mill vellinum þeirra nú um áramótin og verið er að leggja nótt við dag svo að leikurinn geti farið fram. Fylgjumst með því.

Svo er hér flott grein á “Red and white kop” sem fjallar um upplegg og afgreiðslu leiks okkar við Sunderland með myndrænum hætti. Mjög skemmtileg lesning sem ég er í mörgu sammála, sérstaklega því að í þessum leik náðu okkar drengir í fyrsta sinn að framkvæma “death by football” gegn liði heilan leik, þ.e. að halda boltanum nær algerlega og þannig drepa alla möguleika andstæðingsins á að vinna sig inn í hann.

Annars er þráðurinn opinn…

49 Comments

 1. Ég er jafn ánægður að Cole sé farinn, og ég var þegar hann kom. Það segir ýmislegt 🙂

 2. Það var áhætta að taka Cole á sínum tíma, en menn höfðu ekki úr miklu að velja með Woy við stjórnvölinn. Eina vitið að leyfa honum að fara til West Ham. Miðjan er einfaldlega of sterk til að hafa 31 árs með 100 þús á viku á bekknum eða jafnvel ekki í hóp. Gefum frekar fleiri sénsa á Suso og Shelvey, fyrir utan það að Downing og jafnvel Henderson eru að rétta úr kútnum.

 3. Já Cole var alltaf séns og ég held meiraðsegja séns sem við vorum allir tilbúnir að taka 🙂

  Vonandi nær hann að halda sér heilum og hjálpa þessu West Ham liði 🙂

  Svo er þessi þráður sem þú bendir á algjör skyldu lesning, frábær póstur 🙂

  Vonandi getur leikurinn farið fram um helgina og þá vonandi fáum við að sjá Sturridge fá sínar fyrstu minutur í rauða búningnum 🙂

 4. Maggi segir:

  „Joe Cole á ekkert nema gott skilið frá okkur, hann bar ekki ábyrgð á lengd samnings síns eða launatölum. Hann hefur frá fyrsta degi verið afar vinsæll á Melwood og í klúbbnum, enda hafa starfsmenn LFC sem ég fylgi á twitter hamast við að óska honum alls hins besta á nýjum slóðum og sömu óskir fær hann frá mér.“

  Kristján segir:

  „Meh.“

 5. Loksins loksins erum við laus við þennan mann af launaskrá. Hann var búinn á því þegar hann kom til Liverpool eins sumir óttuðust og hann hefur ekkert bætt okkar lið allann þann tíma sem hann hefur verið á skrá hjá okkur en á sama tíma þegið laun sem bestu menn annara liða á Englandi (og víðar) væru himinlifandi með.

  KAR var í gær að skoða færsluna hér á kop.is frá því er við fengum Cole sem gerir feril hans hjá okkur bara sorglegri ef eitthvað er enda töluverð spenna fyrir komu hans. Persónulega hafði ég reyndar mínar efasemdir og talaði um afganga frá Chelsea en á móti var ég að rugla með að Roy Hodgson gæti alveg náð einhverju út úr honum (kjánahrollur).

  Reyndar gæti ég alveg trúað að Sam Allardyce náði því úr honum sem eftir er, hann gæti fengið spilatíma hjá þeim sem hann fékk ekki hjá okkur. Þetta var a.m.k. aldrei að fara gerast hjá okkur.

  Sé annars að ummæli Steven Gerrard sem gekk lengst í ruglinu en aftur komin upp á yfirborðið og eins hressilega snúið út úr þeim og áður.

  Hann sagði þetta:

  “Messi can do some amazing things, but anything he can do Joe can do as well, if not better,” Gerrard told Liverpool’s official website.

  “He used to shock us in training by doing footy tricks with a golf ball that most players can’t even do with a football. I really fancy Joe for the [Player of the Season] award this season.”

  Út úr þessu hafa ansi margir lesið að skv. Gerrard sé Joe Cole jafngóður ef ekki betri leikmaður heldur en Leo Messi! Les þetta ekki alveg þannig en Gerrard var samt líklega ekki alveg edrú þennan dag! http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=813302&sec=england&cc=5739

 6. Varðandi leikmannakaup… eftir Sturridge, þá sýnist mér nú sem einna mest sé þörf á góðum backup manni í miðja vörnina. Einhver helst sem getur spilað bæði í miðri vörn og í holding-stöðu Lucas ef svo ber undir, með prófíl á borð við Mascerano. Því við erum fáliðaðir í vörninni að teknu tilliti til þess að Carragher er á síðustu metrum og Coates hefur ekki enn sannað sig vel, og Lucas hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og okkur vantar einhvern sem getur leyst hans hlutverk betur en aðrir leikmenn sem nú eru í hópnum.

 7. Sneijder? Er hann ekki of stórt nafn fyrir Liverpool akkúrat núna? Myndi samt fagna þeim kaupum ef það gengi eftir enda afar spennandi leikmaður

 8. Nú er enn verið að lækka launakostnaðinn og munar um minna. Óska J.Cole alls hins besta hjá West Ham, (nema þegar hann spilar á móti LFC).

  En ég spyr, hvað svo ?? nú er 4 janúar og Liverpool er búið að kaupa einn, selja einn og lána einn. Svo kemur Tom Ince, er glugginn þá bara búin fyrir BR og FSG , eða lánum við Coates líka til þess að þynna enn hópinn.

 9. Samkvæmt slúðrinu á að vera búið að bjóða QPR Sneijder og þrátt fyrir það, þá sé ég ekki hvernig Sneidjer á að vera of stórt nafn fyrir Liverpool

 10. Vonandi ekki.
  Úr öskunni í eldinn að losna við over the hill miðjumann sem þiggur 100þ pund í vikulaun til að fá annan over the hill miðjumann sem þiggur 200þ pund í vikulaun….

  Frekar að leggja áherslu á proven markaskorara ef við erum tilbúnir að eyða slíkum upphæðum (sem ég tel næsta víst að við séum ekki tilbúnir í nú í janúar)

 11. Já ehe, Cole var eitthvað svo máttlítill og alls ekki sannfærandi hjá okkur og hélt boltanum oft of lengi og hægði á, var víst eitthvað séní á sínum tíma eða svo sögðu sumir. Bara ágætt að hann er farinn en hann er víst ágætis náungi. En nú er bara að finna einhvern sem kemur til Liverpool, öllum á óvart svipað og Suarez og trillir líðinn eins og Bítlarnir forðum. 3:)

 12. Trúi varla að við séum að fagna því að Joe Cole sé loksins loksins farinn af launaskrá í sama þræði og menn eru að óska þess að fá Sneijder á ennþá hærri launum og tveimur árum eldri en Cole var þegar hann kom til okkar!

  Hann er svo sannarlega ekkert of stórt nafn fyrir Liverpool í dag, langt í frá. Hann er hinsvegar áhætta sem ég sé okkur ekki hafa efni á að taka enda vonandi stefnan núna að fá menn sem eiga eftir að toppa eða eru að því núna. Ekki þá sem toppuðu fyrir þremur árum.

 13. Greinilega ekki umdeilt að það er gott að losa um þennan launapakka þótt dýrt sé. Mér hefur fundist á stundum vanta töluvert upp á útsjónarsemina hjá LFC í leikmannamálum, því miður! Það kostar okkur gríðarlega mikinn pening að standa í svona slökkviliðsstörfum og auðvitað bitnar það á markvissari uppbyggingu.

  Nú bíð ég spenntur eftir næstu fréttum frá félaginu okkar og ég vænti þess að þær verði jákvæðar. 1-3 nýja og ferska menn inn sem styrkja hópinn verulega án mikils tilkostnaðar. Mjög spennandi tímar framundan! 🙂

 14. Já ágætt að hann sé farinn en Maggi hvernig í fjandanum færðu þetta út “Joe Cole á ekkert nema gott skilið frá okkur, hann bar ekki ábyrgð á lengd samnings síns eða launatölum.” Ber maðurinn ekki ábyrgð á sínum samningi? Lét hann bara umban sinn um þetta og hafði ekkert um þetta að segja. Cole gat einmitt valið úr liðum áður en hann kom til Liverpool og valdi þá einmitt af því að þeir buðu það sem hann vildi fá. Hann hlýtur einmitt að hafa allt um það að segja hvað hann var með í laun og hvað samingurinn hans var langur.

  Ég batt miklar vonir við Cole þegar hann kom til Liverpool og skil ekki afhverju hann náði sér ekki á strik hjá liðinu. Virðist samt vera eins og það séu einhver álög á breskum/írskum leikmönnum sem koma til Liverpool. Virðist sem þeir bara gleymi því hvernig eigi að spila fótbolta. Dæmi eins og Cole, Kewell (veit að hann er frá Ástralíu), Keane og fleiri sem hafa als ekki staðið undir væntingum.

  Vona að hann nái nú að sýna hvað hann getur enda skemmtilegur knattspyrnumaður.

 15. Held að Maggi sé að meina að Cole réð því ekkert hvað Liverpool bauð honum fáranlega góðan samning. Átti hann að heimta lægri laun því hann hafði ekki spilað mikið áður en hann kom til okkar?

 16. Eigum við sem sagt bara að trúa því að Liverpool hafi komið og boðið honum þetta upp úr þurru? Ef svo er þá eru þeir sömu óhæfir í samningaviðræðum. Liverpool hefur væntanlega boðið það sem Cole hefur farið fram á þannig virka samningaviðræður. Enginn að segja mér að Liverpool hafi bara mætt við samningaborðið og sagt heyrðu við erum bara tilbúnir að bjóða þér 100þ pund á viku.

 17. Auðunn , hvert ertu að fara með þetta ?
  Joe Cole samdi bara vel fyrir sína hönd og Liverpool menn voru það vitlausir að samþykkja þetta hjá honum.

  En að öðru, var ekki Rodgers að tala um það fyrir nokkrum dögum að hann væri að fá rosalegan góðan stuðning frá eigendum félagsins og núna í dag segir hann að það verði trúlega ekki verslað meira.
  Ég er ekki að skilja hann stundum.

 18. Verið alveg rólegir Sneijder er ekki að fara koma og hreinlega langar mig heldur ekkert að fá hann til Liverpool. Erum með fullt af miðjumönnum Gerrard er búinn að troða sokka í þá sem sögðu að hann væri búinn og svo eru fullt af spennandi leikmönnum til taks eins og Suso og Shelvey.

 19. 17. Auðunn, ertu bara fúll út í J. Cole út af því hann var á góðum launum hjá Liverpool ? Það þarf yfirleitt tvo til, til þess að semja um samning leikmanns.

  Þ.e. leikmanninn eða umboðsmann hans og svo klúbbinn sem þeir eru að semja við. Ég held að þú ættir miklu frekar að vera fúll við þá sem sömdu við hann fyrir hönd Liverpool.

 20. Auðunn,
  Þetta er mjög furðuleg nálgun hjá þér. Þegar menn eru að semja um kaup og kjör þá gera þeir það á þeim forsendum að fá sem mest sem mótaðilinn er tilbúinn að gefa þeim. Þetta á ekki bara við fótbolta heldur nánast hvaða rekstur sem er.

  Það er ekki við Cole að sakast að forsvarsmenn Liverpool tóku þá ákvörðun. Þegar hann fær tilboðið sem hljóðar upp á 100þ pund á viku, á hann þá að segja: “Nei, veistu……. ég er bara orðinn það slappur að ég er ekki meira virði en svona 20þ pund á viku, jafnvel ætti stór klúbbur eins og Liverpool ekki að semja við mig þar sem ég er ekki lengur á þeim stalli. En takk fyrir gott tilboð!”

  Ábyrgðin liggur hjá þeim sem semur þó hægt sé að gera þá kröfu að leikmaður leggi sig 100% fram í starfi sínu. Ekkert sem segir að Cole hafi ekki gert það…

  Svona var þetta bara, rotinn biti sem þarf að kyngja og vonandi læra menn af reynslunni.

 21. Hvernig er með Borini á hann ekki eftir að gera góða hluti, þarf bara tíma. Veit einhver hvenær hann kemur úr meiðslum og BR sagði að þetta væri maðurinn sem mundi verða elskaður af stuðningsmönnum, svo hann virðist hafa trú á kauða.
  Hvað er þetta warning/ viðvörun sem kemur ávallt er maður sendir athugasemd?

 22. Tekið af liverpoolfc.com

  Brendan Rodgers has told fans not to expect too much activity in the remainder of the transfer window – but revealed there could yet be one more signing.

  The Reds have already strengthened their attacking ranks with the early signing of England international Daniel Sturridge from Chelsea.

  But asked about any further business at his pre-Mansfield press conference, Rodgers told reporters: “We are not going to have a lot of money to do anything [else] in the window.

  “We won’t have that in January. There might be another but there is not much more business to be done.”

  Einhversstaðar las ég að Chelsea skuldaði okkur ennþá góðan hluta af kaupverði Torres og því hefði Sturrage díllinn ekki kostað okkur mikið.

  Eru FSG ekki bara að spila sama leikinn og hinir kanarnir gerðu við RB. Þ.e. að setja BR reglurnar hvar hann getur verslað og svo framvegis ?…

  Ég svo sem ekki vona á fleiri leikmönnum í Janúar þar sem leikmenn eru almennt dýrari í þeim glugga.
  Hinsvegar verður fróðlegt að sjá sumargluggann.

 23. Ég held að þið séuð engan veginn að skilja það sem ég er að segja. Ég var að tala um setninguna hans Magga þar sem hann segir að Cole hafi ekkert með það að gera hvað hann var á háum launum eða löngum samningi. Það bara getur ekki verið rétt. Ég er ekki fúll út í einn eða neinn og það væri nú ágætt ef menn læsu almennilega það sem maður er að skrifa.

  Liverpool gekk að kröfum Cole á þessum tíma. Það var þannig að hann var með lausan samning og Chelsea vildi ekki ganga að hans kröfum og það var talað um Arsenal og fleiri klúbba sem voru á eftir honum á þessum tíma en hann velur Liverpool af því að þeir eru tilbúnir að ganga að hans kröfum. Ef Joe Cole hefði verið tilbúinn að spila fyrir Liverpool fyrir 20þ pund á viku þá hefði Liverpool aldrei boðið honum 100þ. Það er enginn einn sem ber ábyrgð á þessum samningi og það er það sem ég er að reyna að koma hér á framfæri ég er ekki að ásaka einn né neinn. Mér fannst þessi setning frá Magga um að það væri ekki Joe Cole að kenna hvað hann væri með í laun röng. Því það færi enginn maður 100þ pund á viku ef hann er tilbúinn að vinna fyrir 20þ.

  Þegar menn gera samninga þá hljóta báðir aðilar sem standa að samningnum að bera ábyrgð á honum annað þætti mér nú ansi skrítinn samningur.

 24. Er ekki farinn að sjá þessa glæstu framtíð sem Jonjo er spáð. En mikið hlýtur Sahin að vera slakur á æfingum fyrist að hann kemst varla á bekkinn. En er bjartsýnn spáði því í haust að við hrykkjum í gang fyrir alvöru um mitt mót og það er bara að gerast sýnist mér rock on

 25. Babu: Cole vantaði 3 mánuði í 29 ára þegar hann kom til okkar. Sneijder verður 29 ára í sumar. Þannig að það passar nú ekki alveg að Sneijder sé 2 árum eldri en í dag en Cole var þegar hann kom til okkar heldur eru þeir nokkurn veginn jafnaldrar. Hins vegar að Sneijder í dag sé miklu betri leikmaður heldur en Cole hefur nokkru sinni verið…

 26. Cole út og Sturridge inn er mjög góður díll. Svo ef menn vilja tala um að þeir hefðu frekar viljað BA, þá er hann töluvert dírari miðað við launakosnaðinn. En ég hefði samt valið Sturridge þó að þeir væru á sömu launum. Hef trú á því að hann henti okkur betur. Og mér líst líka vel á að BR vilji láta Suarez í holuna eða vinstra megin eins og þegar að hann spilaði fyrir Ajax. En það er eitt sem ég er svolítið svektur með er þegar það er verið taka heiðursmanna skiftingu fyrir Carra síðasta kortirið. Væri ekki nær að leifa Coates að fá þessar mínútur? er Carri ekki að fara að hætta? Ég er nefnilega skíthræddur um að þessi strákur vilji bara fara enda skil ég það vel þar sem hann er töluvert betri en Carri. Það væri mistök að láta hann fara enda er hann ekki nema 21 árs en samt besti skallamaðurinn í liðinu.

 27. @Babu: Cole vantaði 3 mánuði í 29 ára þegar hann kom til okkar. Sneijder verður 29 ára í sumar. Þannig að það passar nú ekki alveg að Sneijder sé 2 árum eldri í dag en Cole var þegar hann kom til okkar heldur eru þeir nokkurn veginn jafnaldrar. Hins vegar tel ég að Sneijder í dag sé miklu betri leikmaður heldur en Cole hefur nokkru sinni verið…

  Getur einhver hent út fyrra kommentinu, það var allt í rugli.

 28. Er einmitt búin að vera pæla í Sahin. Þessi leikmaður er mjög góður og hefur gert frábæra hluti með Dortmund, var heilinn á miðjunni þar á bakvið sigur í deildinni og hefur gert fína hluti fyrir Real. Sé alveg fyrir mér Lucas í dýpinu, Sahin fyrir framan hann (Eins og hann talaði um að vilja vera í box-to-box hlutverkinu) og Allen fyrir framan hann þar sem hann er lang bestur. Gerrard myndi þá vera í þessari þriggja manna frammlínu með Súsa og Sterling/Downing/Suso/Daniel. Finnst hann fúnkera enn betur þar þó hann sé að gera góða hluti núna í Sahin hlutverkinu. Bara pæling, en ég fæ víst engu ráðið um það. Farinn í FM, þar er ég Rodgers.

 29. Nr. 28 Vá ég veit ekki hvað ég var að rugla þarna, tók Sneijder sem rúmlega þrítugan. Þá eru kaup á honum ekki alveg jafn mikið út úr kortinu þó ég hafi engan áhuga á að eyða mjög miklum pening í hann. Held að hann sé búinn með sitt besta.

 30. Það er talið að J.Cole hafi kostað Liverpool 15mp á tíma sínum hjá Liverpool + signing on fees.

  Jesús hvað þetta var hrikaleg fjárfesting!

 31. Það er nú töluverð bæting að hafa Sturridge heldur en Joe Cole í sóknarlínunni hjá okkur. Tippa á að hann skori 1-0 gegn United svona til að koma sér í gang.

 32. veit ekki hvort það er bara ég, en mér finnst fólk pæla of mikið út í hvað leikmenn kosta, hvað þeir eru með í laun og svo framvegis. ef leikmenn koma þá er ég sáttur, afh hætta stuðningsmenn að vilja fá ehv leikmenn ef þeir kosta meira en þeir héldu. held að eigendurnir ættu frekar að pæla í því og stuðningsmenn að vera sáttir ef þeir fá leikmennina en ekki vera ehv ósáttir með hvað þeir kostuðu.

 33. Nú var ég að horfa á blaðamannafund hjá Big Sam þar sem hann fór yfir félagsskiptin og þar hrósaði hann J.Cole í hástert að hann væri að skipta um félag vegna fótboltans, en ekki vegna peninga eins og flest félagsskipti í dag snúast um.

  Í fyrsta lagi, jafnvel þó hann sé að fara til síns uppeldisfélags og til þess að fá að spila fótbolta reglulega. Þá færi hann ALDREI þangað ef hann þyrfti að taka á sig launalækkun. Aldrei!

  Hann er bara, og ég segi bara að fara þangað því Liverpool borga launins hans næstu 2 árin ca.

  Og þetta snýst ekkert um peninga….þvílík þvæla!

 34. Það er svekkjandi að sjá Joe Cole fara án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut fyrir okkur. Maður batt miklar vonir við hann á sínum tíma. Aðeins í sambandi við pexið um launin hans. Ég man ekki betur en allmörg lið hafi verið tilbúin til þess að borga honum dágóð laun þannig að ég held að Liverpool hafi einfaldlega unnið það kapphlaup. Því miður getur maður sagt eftir á. Svo finnst mér að menn (þar með talið FSG meistararnir;-) þurfi nú aðeins að slaka á þegar talið berst að aldri. Ég tel reyndar engar líkur á að Wesley Sneijder komi til okkar, en ég myndi sannarlega fagna komu hans og mér er nokk sama þótt hann sú um þrítugt. Ég minni á að ein bestu „kaup” Gerard Houllier hjá Liverpool voru þegar hann tryggði sér þjónustu hins 35 ára gamla Gary McAllister. Semsagt: Ef alvöru menn eru í boði þá vil ég fá þá, er kominn með nóg af þessum varaliðspjökkum sem við virðumst ætla að einblína á. YNWA.

 35. Tók einhver eftir í leiknum við Sunderland, að þegar Suso kom inná, þá var hann ekki alveg í takt við leikinn.. Suarez var endalaust pirraður útí hann .. Suso gaf ekki, eða gaf lélaga bolta.. skaut svo í Suarez… Þetta gjörsamlega var að fara með Louie kallinn.

 36. verður maður ekki að sýna því skilning að það verður ekki eytt háum fjárhæðum í leikmenn á næstunni þar sem eigendur eru vonandi að fara setja mikinn pening í stækkun á Anfield……?

 37. Hérdna …. ég er ekki alveg að kveikja á pérunni hérna … en er BR að baula eitthvað um að við eigum ekki von á fleirum í glugganum …. ?!?
  Fínt að fá Sturridge fljótt inn og láta hann spila mögulega á sunnudaginn og allt það, en það vantar fleiri góða men í liðið alveg klárlega. T.a.m. vantar betra kóver fyrir Lucas og svo vantar einn reyndan vinsti bakkara í staðinn fyrir Enrique kallinn alveg klárlega. Ég er heldur ekki að sjá að einn stiker sé nóg, væri klárlega til í annann.

  Eru þessir ágætu herramenn á Melwood ekki örugglega að horfa á sömu leiki og við?

  Smá pirringur en kannski alveg réttmætt sjónarhorn.

 38. Það sem ég held að Brendan á við er ekki það að okkur vanti ekki fleirri leikmenn. Heldur eru þeir leikmenn sem Brendan og félagar eru með í huga ekki á lausu í janúarglugganum, og ætla þeir ekki að fara í eitthvað bara til að kaupa, samanber, Cole, Carroll, Downing, Poulsen, Adam og milljón aðrir leikmenn..

  Því held ég að við fáum kannski einn leikmann í viðbót, en ekki einhvern á yfirsprengdu verði bara því það er janúar. Ef við erum heppin og dettum inn á leikmann sem þeir eru með í huga og hann á lausu fyrir eðlilegt verð þá verslum við hann líka, annars ekki, þá er það næsta sumar sem hlutirnir gerast.

 39. Nr.
  Spurðu stuðningsmenn Leeds Utd hvort að það skipti ekki máli hvað leikmenn kosta og hvað laun þeir hafa. Já, eða Rangers, Portsmouth, ýmsa klúbba á Ítalíu.

  Ef rekstrarkostnaðurinn af nokkrum leikmönnum er mjög hár og þeir ekki að skila sínu þá getur reynst torvelt að tryggja nýja leikmenn. Svipað og þegar menn er keyptir. 35 milljónir punda fyrir Andy Carroll er ágætis peningur og eigendur liðs eru ekki eins líklegir að fara í stórar fjárfestingar eftir að hafa verið teknir svo í bólinu.

  Þessir hlutir skipta miklu máli og geta haft úrslitaáhrif á gengi liðs um langan tíma.

 40. Já ok fá einn mann losna við Cole og kannski einn í viðbót KANNSKI!!!!!!Vegna peningaleysis já ok.Rosalega góð skilaboð!!! Já hver vill koma til Liverpool með svona skilaboð? Hvað er í gangi?Aldrei hefur stjóri Liverpool látið svona út úr sér!!!Ekki svo ég muni til. Mjög svekjandi.

 41. Mín skilaboð sem stuðningsmaður Liverpool Fc eru einföld til Fenway Sports Group.
  Ef þið hafið ekki fjármagn til þess að keppa á þeim markaði sem Liverpool Fc er á. Ekki vera að eyða tíma félagsins í þeirri vinnu að komast á toppinn!

  Eins og ég las í morgun á eitthverju erlendu Liverpool spjalli.
  Hvenar ætlum við gegn FSG?
  hvað höfum við mikla þolinmæði?
  Hvað sagði Tom Warner? um kaup í Janúar? hvað er svo að gerast í Janúar?
  þrátt fyrir þessi orð engar yfirlýsingar bara gjörðir sögu þeir þegar þeir keyptu félagið!

  Okkur vantar styrkingu í liðið. Það eru menn á lausu! gerið eitthvað!

 42. Joe cole buin að spila betur fyrstu 60 minuturnar simar med west ham heldur en allan sinn feril hja liverpool, joe cole er buin að leggja upp 2 mork gegn man utd a klukkutima

 43. Mörkin sem Ba skoraði í dag fyrir Chelsea er akkurat tegundirnar af mörkum sem okkur hefur skort, sérstaklega fyrra markið. Vonandi kemur Sturridge með það.

 44. Mörkin sem Ba skoraði í dag fyrir Chelsea er akkurat tegundirnar af
  mörkum sem okkur hefur skort, sérstaklega fyrra markið.

  Að skjóta boltanum inn af 1.cm færi þegar hann er á leiðinni í markið ? Myndi nú frekar segja mark nr #2, var mættur í fyrstu bylgju til þess að mæta krossinum.

 45. Langaði að lesa hvernig stemningin var hérna á blogginu vorið 2009 þegar við enduðum í öðru sætinu en áttum mjög raunhæfa möguleika á titlinum þangað til undir lok tímabils. Rakst þá á þessa skemmtilegu færslu þar sem Kristján Atli spáir í leikmannakaup á komandi sumri. Læt hérna fylgja brot úr greininni:

  “Hvað sóknarmennina varðar vandast málið síðan aðeins. Menn hafa verið að nefna Carlos Tevez helstan manna í því sambandi. Ég væri mikið til í að fá hann ef United ætla að sleppa honum en þar sem hann myndi væntanlega kosta 22+m punda verður að teljast ólíklegt að Rafa hafi efni á honum. Aðrir sem hafa verið nefndir eru menn eins og Stewart Downing, ef Middlesbrough fellur, og Luis Suarez, framherja Ajax. Ég hefði ekkert á móti Downing á tombóluverði en með tilkomu Albert Riera í fyrra og væntanlegum kaupum á Gareth Barry held ég að það sé líklegra að við sleppum honum og lið eins og Tottenham eða Manchester City fái hann. Suarez veit ég ekki mikið um en verð að viðurkenna að ég hafði vonað að við gætum keypt stærra nafn en hann.”

  Færsluna í heild er hægt að lesa hér: http://www.kop.is/2009/04/27/18.06.17/

Liverpool 3 – Sunderland 0

Mansfield Town á morgun