Liverpool 3 – Sunderland 0

Hvílíkur munur!

Síðasta skýrslan mín var eftir Aston Villa leikinn sem við ræðum ekki meir.

Eftir þann leik sagði ég og stend við það að maður getur aldrei spáð fyrir leikjum LFC, því þeir snúist svo svakalega um hvaða hlið liðsins okkar við fáum að sjá, mótherjinn eiginlega bara skiptir varla máli. Aðalspurningin er því, hvort er græna eða brúna hlið liðsins okkar upp.

Og í kvöld var það svo sannarlega sú græna!

Byrjum á liðinu…

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Sahin, Allen, Robinson, Carragher, Suso, Shelvey.

Henderson hélt sætinu og Lucas kom inn í stað Allen, Wisdom byrjaði í fyrsta sinn síðan í nóvember í fjarveru Enrique. Spurning líka hvers vegna Coates er ekki í hóp, en manni sýnist hann einfaldlega ekki njóta trausts.

Sunderland kom á Anfield eftir að hafa tapað einum af síðustu sex og fyrsta kortérið var jafnræði með liðunum, þeir voru ofarlega á vellinum en okkar menn voru þó alltaf meira með boltann. Fyrsta markið kom á 19. mínútu eftir að Gerrard skallaði útspark Sunderlandmanna á Luis Suarez sem stakk boltanum í fyrsta inn fyrir vörn gestanna þar sem Raheem Sterling vippaði honum snyrtilega yfir markmanninn, staðan 1-0 og völlurinn kátur.

Sunderland hefði getað jafnað 2 mínútum síðar þegar þeir skutu framhjá úr sannkölluðu dauðafæri og rétt á eftir varði Pepe Reina stórkostlega úr sannkölluðu dauðafæri.

Á 26.mínútu lauk leiknum svo þegar Luis Suarez skoraði mark númer 14 í deildinni þegar hann hristi varnarmann Sunderland af sér eftir sendingu Gerrard og klíndi boltanum í gegnum klof Mignolet.

Staðan 2-0 í hálfleik og LFC með öll völd. Þriðja markið kom svo á 52.mínútu þegar Steven Gerrard átti stórkostlega sendingu í gegnum alla vörn Sunderland á Suarez sem kláraði færið mjög vel.

Næstu 40 mínútur var sýning í gangi en við náðum ekki að skora fleiri lögleg mörk. Johnson og Allen skoruðu mörk sem dæmd voru af vegna rangstöðu, það síðara fannst mér ekki réttur dómur og Mignolet varði allnokkrum sinnum vel.

Þegar 20 mínútur voru eftir fékk Jamie Carragher sína heiðursskiptingu fyrir Skrtel sem þýddi að hann lék þar með deildarleik nr. 493 fyrir klúbbinn og er því einn í 2.sæti í þeirri deild, einungis á eftir Ian Callaghan. Frábært fyrir kallinn að fagna þeim áfanga heima og í svona leik!

Í lok leiksins sat maður með frosið bros. Þessi leikur var mér jafn mikil gleði og Aston Villa var ógleði. Eftir að við skoruðum mark númer 2 sá maður handbragð Rodgers á augljósasta háttinn í vetur. Við enduðum sýnist mér með 68% posession í þessum leik og 30 marktilraunir, þar af 14 á rammann.

Allt liðið lék vel. Pepe kom með “björgunarvörslu” og er frábær í fótunum. Wisdom kom flottur inn í liðið, átti hörkuskot í byrjun og var fullur sjálfstrausts. Agger og Skrtel yfirvegaðir og grimmir, Johnson með heimsklassaframmistöðu.

Miðjutríóið átti flottan dag og ég var glaður að sjá Rodgers verðlauna frammistöðu Henderson gegn QPR með því að láta hann byrja aftur. Ég hef gagnrýnt Gerrard inni á miðju og viljað hann framar en í leiknum núna, gegn QPR og Fulham nýlega hefur hann spilað magnaða leiki, fékk sýnist mér 2 stoðsendingar í kvöld og stjórnaði öllu. Hann og Lucas virðast vera orðnir fyrstu kostir Brendan saman í aftari línu þríhyrningsins og gríðarleg vinnsla Henderson hjálpar heldur betur til.

Downing var góður og óheppinn að fá ekki stoðsendinguna þegar Allen skoraði, Sterling átti erfitt en skoraði flott mark og fær nú að sitja meir á bekknum með tilkomu Sturridge.

En maður leiksins er annar tveggja langbestu leikmanna þessarar deildar. Glen Johnson og Steven Gerrard voru magnaðir í allt kvöld, en frammistaða Luis Suarez verðskuldaði allavega fjögur mörk þó hann hafi bara náð tveim. Drengurinn er algerlega einstakur leikmaður og þvílíkt leiðarljós.

Það er í dag bara grátbroslegt að hugsa til þess að í haust töldu einhverjir best fyrir hann og liðið að hann færi, drengurinn hefur heldur betur grafið alla neikvæðni að undanförnu og er þvílíkur lykill að framtíðinni að hálfa væri hellingur.

En hrós fá allir sem komu að leik liðsins í kvöld, í kjölfar frábærrar frammistöðu gegn QPR (by the way, þeir sem afskrifuðu þá frammistöðu með því að segja það lið ömurlegt ættu að hugsa upphátt í kvöld) kom ein besta deildarframmistaða í langan tíma gegn fínu fótboltaliði sem átti að labba burt með 5 – 7 mörk á bakinu. Joe Allen kom sterkur inná og sama má segja um Suso og Legend Carragher!

Dagur til að gleðjast yfir varð svo enn betri þegar Rodgers staðfesti það að Joe Cole væri í alvarlegum viðræðum við Westh Ham.

Nýr spennandi leikmaður kominn, frábær stórsigur og Joe Cole að fara til liðs sem mun meta hann.

Svei mér þá, árið 2013 er að verða betri á þriðja degi en allt 2012 var!!!

84 Comments

 1. Þetta var þvílíkur klassaleikur hjá þeim. Komin smá gleði í spilið og allt. Sáttur? Ehhh JÁ!! Hell JÁ!!

 2. Manni finnst að stundum hafi Liverpool unnið af því að andstæðingarnir spiluðu svo illa, en í fyrri hálfleik a.m.k. spiluðu Sunderland bara hreint ágætlega, en voru samt yfirspilaðir. Og einhver línuvörður hefði nú hleypt a.m.k. öðru þessara afdæmdu marka í gegn…

 3. Þvílík dásemd, þvílík veisla, þvílíkir menn 🙂

  Og Chelsea að tapa á móti QPR, já svona er fótboltinn skrýtinn 🙂

 4. Hvað er ekki frábært? Vorum að vinna 3-0, vorum að signa ungan hungraðan striker og Luiz Suarez er markahæsti maðurinn í deildinni í augnablikinu með 15 mörk.

  **YNWA**

 5. Mikið rosalega er margt jákvætt, úrslit í öðrum leikjum á árinu, kaupin á Daniel Sturridge, að menn eins og Henderson og Downing hafa bara litið vel út á árinu, Sterling skorar, Suarez kominn með 15 í deild? Hlakka til að lesa leikskýrsluna.

 6. Unun að horfa á þetta ! Nú á að láta slag standa, áður enn það kemur consistency á þetta, og reka BR. Er það ekki annars ? 😀

 7. Best spilaði leikur tímabilsins. Býð Steven Gerrard velkominn aftur!
  Frábært að byrja árið 2013 á sigri.

 8. Besti leikur LFC á tímabilinu. Suarez er þyngdar Mama Cass virði í gulli og Frelsarinn er augljóslega Púlari því hann vann eitt stykki kraftaverk á Stuart Downing.

  Jæja nú koma stóru strákarnir fljótlega og þá kemur í ljós hvað Brendan er kominn langt með þetta lið.

  Engin spurning um að mest spennandi lið í Englandi í dag er LFC. Spurningin er bara um stemminguna á leikdegi.

 9. Frábær leikur, frábær sigur, frábær dagur og vonandi frábær nýr leikmaður fyrir okkkur. Mér fannst eitthvað hálf dauft yfir þessu, missti af fyrstu 12 mínútunum en svo kom bara þessi snilld frá Suarez og Sterling. Eftir það var þetta aldrei spurning, vörnin gaf held ég eitt færi á sér og þá kom Reina sterkur inn (loksins) og svo er Suarez bara jafngóður eða betri en Torres var á sínum sokkabandsárum hjá okkur. Ég hafði smá áhyggjur að Sturridge kaupin myndu skemma fókusinn á leikinn en það var greinilega ekki. Eini mínusinn var að Júnætednýlendan þarna var ekki með, enginn O’Shea eða Wes Brown (hef reyndar ekki séð hann ansi lengi).

  Eitt sem ég verð að segja líka, og er kannski ekki nógu oft sagt: Dómgæslan í öðru markinu var framúrskarandi. Línuvörðurinn flaggaði sem óður maður en dómarinn lét hagnaðinn ráða og það skilaði sér í marki, ekki síst út af dugnaðinum og eljunni í Suarez.

  Nú biðjum við um áframhaldandi stöðugleika (eftir heila tvo góða í röð), erfitt prógramm framundan og við þurfum helst að ná okkur taplausum í gegnum það, þótt það séu kannski heldur miklar kröfur.

 10. Það er óþarfi að jinx-a nokkuð með bjartsýnisspám um framhaldið. En það er vel þess virði að gleðjast með liðinu sem er að spila mjög skemmtilegan fótbolta. Reyndar finnst mér liðið hafa spilað vel í mjög mörgum leikjum í vetur þó uppskeran hafi ekki alltaf verið eins og vænta mætti. Engu að síður fannst manni á leiknum leikmenn vera “djella” saman, gott flæði og menn duglegir að pressa útum allan völl. Maður spyr sig samt, er ástæðan fyrir “getunni” núna uppskera BR eftir að hafa reynt að kenna mönnum að spila fótbolta eða eru menn tímabundið mótíveraðir útaf hugsanlegum kaupum á nýjum mönnum?

 11. Joe allen med sinn langbesta leik.

  Gerrard er allt annar maður eftir að luvas lom inn og spilaði frabærlega.

  Markið sem suzo skoraði var ALDREI rangstæða.

  Suarez þvilikur kongur og hann var fúll i leikslok, hann vildi skora meira. Nuna vill eg nyjan samning a borðið a morgun handa honum, hækka hann i 150 kall a viku til 6 ara og segja við hann að hann se konungurinn i liverpool og við viljum hafa hann til lifstiðar..

  Frabær sigur og gaman að sja að við erum farnir að skora slatta af morkum, nu er bara að vona að við naum einhverju ur utileikjunum gegn man u , arsenal og city.

 12. Eftir alla þessa hallelúja ræður í commentum hér fyrir ofan varð ég aðeins hugsi þó svo að ég hafi hrifist mikið með og tel að við höfum verið að horfa á besta leik LFC í mjög langan tíma, allavega á þessu tímabili. Datt í hug að prófa að fletta aðeins aftur í leikskýrslum og renndi yfir leikskýrslu Stoke leiksins þegar við náðum líklega allt time low mómenti.

  Hér er tilvitnun úr þeirri skýrslu frá kristjáni Atla:

  *Okkur hættir allt of mikið til, sem aðdáendur liðsins, að heillast af góðu frammistöðum þessara leikmanna og láta eins og það séu pirrandi one-off leikir þegar þeir spila illa. Samt hafa margir þessara leikmanna fallið allt of oft á stóru prófunum síðustu 18-24 mánuðina.

  Það fer að koma tími á að við spyrjum hvort sumir þessara manna séu bara ekki betri en þetta.

  Næstu sex leikir liðsins í deildinni eru: QPR úti á sunnudag, Sunderland heima, Manchester United úti, Norwich heima, Man City úti og Arsenal úti. Ég sé allavega þrjá nánast pottþétta tapleiki í þessum sex, eins höfuðlaust og liðið er að spila á erfiðum völlum og hreinlega á heimavelli líka.

  Níu stigum minna en á sama tíma í fyrra og þessi sex leikja hrina fram undan. Ég veit að þessi leikskýrlsa er að enda á samhengislausu röfli hjá mér en ég verð að spyrja, eru menn eitthvað bjartsýnir á að það sé ekki annað hrun fram undan upp úr áramótum?

  Ég er ekki viss.*

  Fyrirgefiði en ég ætla að reyna að standa þennan “meðbyr” af mér og vera raunsær fyrir næstu leiki. Liverpool spilaði algjörlega frábærlega í kvöld, allir sem einn en ég þarf að sjá þessa frammistöðu næstu 10 leiki með réttum úrslitum áður en ég leyfi helv. vonarneistanum að glæðast á ný.

  Áfram Liverpool!

 13. Athyglisvert hvað Henderson er að koma sterkur inn.Rodgers er meira að segja farin að setja Allen á bekkinn(reyndar stóð alltaf til að hvíla hann en þetta er sterkasta miðjan sem við höfum í dag)Með öðrum orðum frábær sigur á frábæru ári

 14. Mjög gaman að sjá Liverpool smátt og smátt vera koma til baka. Svona leikir eiga að vera norm á Anfield frekar en ánægjuleg undantekning eins og þetta virðist vera núorðið.

  Mjög margt jákvætt í spilamennsku liðsins. Gaman að sjá mark frá Sterling, Gerrard mjög öflugur ásamt bæði Henderson og Lucas og saman átu þeir miðju Sunderland í dag. Suarez enn á ný á allt öðru leveli við aðra og hann kláraði þennan leik nánast einsamall.

  Meira svona og það núna í janúar. Það er ekki til neins að vinna svona leiki og missa sig í fagnarðarlátum aðeins til að tapa svo hrikalega illa fyrir Stoke og Aston Villa. Sá á LFC TV að þeir voru strax farin að tala um 4. sæti aftur… það ætti að sekta fólk fyrir slíkt tal innan klúbbsins.

 15. Klárlega besti leikur Liverpool á þessu ári hingað til, í lok ársins verður hann vonandi orðinn einn af lakari leikjum ársins. Frábær spilamennska og Sunderland ekki líklegt til að gera neitt í seinni hálfleik.

 16. Ég vil vekja athygli á því að Steven nokkur Gerrard er með flestar stoðsendingarnar í deildinni eftir þennan leik, 8 talsins.

 17. Er að horfa herna a sunnudagsmessuna og þar fullyrða þeir felagar gummi, hjorvar og reynir leós að það se ljost að sturridge mun spila uti a væng hja liverpool þvi suarez muni alltaf verða uppi a topp ef hann er heill.

  Eru menn eitthvað klarir a þvi að suarez verði alltaf uppi a topp og sturridge uti a væng? Eg se suarez alveg fyrir mer i einhverri frjalsri stoðu og sturridge uppi a topp. Að visu finnst mer okkur vanta einn alvoru senter i boxið og vera þa med suarez og sturrridge i vængframherjastoðunum.

 18. Skýrslan loksins komin, netvandamál á nesinu hjálpaði mér ekki.

  Vildi ekki setja það í skýrsluna en hvernig væri nú að þeir sem hafa talað fyrirliðann okkar niður undanfarið verði nú bara kátir og gleðjist með okkur hinum yfir því að hann sé enn yfirburðamiðjumaður og geti klárað leiki með sendingunum sínum.

  Táraðist næstum við að sjá samvinnu hans og Suarez í kvöld. Tveir afburðafótboltamenn með afburða boltaheila!!!

 19. Ennnnnn skilar Carra 3 stigum. Alltaf 3 stig þegar hann spilar. Mikið talað um hvernig liðið fór niður eftir áramót í fyrra. En þegar Carra var í byrjunarliðinu þá voru stiginn tekinn. Legg til að Aggerinn fari á bekkinn næstu leiki til að halda áfram að safna stigum.

 20. Ég ættla að leifa mér að stilla væntingum í hóf fyrir næstu 4 leiki 6 stig úr þeim væri frábært þar sem leikjaálag er farið að segja til sýn hjá nokkrum leikmönnum og breiddin lítil. Sturridge á eftir að koma í ljós en þangað tik er hann óskrifað blað.

  Y.N.W.A

 21. Er að leita að þeim einstaklingum sem vildu selja litla Luis Suarez fyrir örfáum vikum síðan, því þeir kokgleyptu ummæli Sir Alex Ferguson, og sögðu hann skömm við Liverpool Football Club.

  Er einnig að leita að þeim spekingum sem vildu selja Steven Gerrard (a 20-30 milljonir punda) fyrir nokkrum vikum.

  Fundarlaun í boði.

  Er einnig að bíða eftir…. ” þetta var nú bara Sunderland” commenti. Rétt eins og vid vitum þá geta Norwich og QPR ekki neitt. Merkileg lygi sem sumir menn halda fram, að sigrar gegn þessum “litlu” liðum gefi jafnmörg stig og sigrar gegn top4liðum. Við púllarar þekkjum þetta betur, sigrar gegn ManUtd gefa 30 stig…. Var það ekki alveg öruggt ?

 22. Svona til að bregðast við messumönnum þá er auðvitað hlægilegt ef að svo öflugir fótboltaheilar sem þar ekki sitja reikna með því að fremstu þrír leikmennirnir okkar verði njörvaðir niður í stöður.

  Það verður flæði í þessum þremur stöðum, við horfum mest á LFC og vitum það að Suarez er ansi öflugur að koma út úr framherjastöðunni og leita eftir boltanum, núna erum við komin með einn (og svo þegar Borini mætir tvo) leikmenn sem munu keyra inn í teiginn í þau svæði sem Suarez mun skilja eftir sig.

  Getur t.d. einhver sagt mér hver er “senter” í besta tiki-taka fótboltaliði heims, Barca??? Erum við að fara njörva eitthvað niður, þeir sem segja það horfðu ekki mikið á Swansea í fyrra get ég sagt ykkur…

  En Sturridge er líka mjög efnilegur kantstriker og verður bara allt í lagi ef það verður staðan hans.

  Framundan eru stór próf fyrir liðið okkar, það er klárlega að sýna standard í undanförnum leikjum til að vera í efri hluta deildarinnar og framundan eru efstu liðin í beit, úrslitin og frammistöðurnar gegn þeim munu segja okkur hvar við stöndum miðað við þau.

 23. Man. Utd. verður næsta fórnarlamb Liverpool í deildinni! Suarez og Sturridge munu sjá um þá skemmtun… og allir þeir neikvæðu í fyrri kommentum dagssins hrósa ömurlegu kaupunum okkar 🙂

  ÆÐISLEGUR dagur fyrir Liverpool… stórsigur í fyrsta leik dagssins og senter keyptur strax í upphafi gluggans!

  Árið í ár verður eitthvað… flestir Liverpool menn eru að ganga í sömu átt 🙂

 24. Vá, ég hef ekki séð hlutina smella svona saman hjá Liverpool í langan tíma, það var unun að horfa á þetta!

  Það er varla sanngjarnt að taka einstaklinga út fyrir sviga eftir svona vel spilaðan leik, en Suárez er ekki af þessum heimi – þvílíkur og annar eins snillingur! Hann og Gerrard voru gjörsamlega funheitir í kvöld. Sendingarnar frá fyrirliðanum og móttökurnar hjá Suárez (með og án snertingar) voru í algjörum heimsklassa.

  Það hlýtur a.m.k. að vera ástæða til hóflegrar bjartsýni! Maður hefur lært að stíga varlega til jarðar í þeim efnum… 🙂

 25. Man. Utd. verður næsta fórnarlamb Liverpool í deildinni! Suarez og Sturridge munu sjá um þá skemmtun… og allir þeir neikvæðu í fyrri kommentum dagssins hrósa ömurlegu kaupunum okkar!

  ÆÐISLEGUR dagur fyrir Liverpool… stórsigur í fyrsta leik ársins og senter keyptur strax í upphafi gluggans 🙂

  Árið í ár verður eitthvað… flestir Liverpool menn eru að ganga í sömu átt!

 26. Sæl öll…

  Aldrei þessu vant þá er ég bara orðlaus …ég þorði ekki að horfa á fyrri hálfleikinn nema með öðru auganum. Ég hafði kveikt á sjónvarpinu inni í herbergi og alltaf þegar ég heyrði mikinn hávaða stökk ég af stað. Seinni hálfleikinn horfði ég á með brosið allan hringinn.

  Flotta liðið mitt/okkar spilaði flottan bolta og áttu sigurinn svo sannarlega skilið.

  Nú höldum við áfram að hafa trú á okkar mönnum alltaf öllum stundum og sendum þeim stuðningshugsanir.

  Þangað til næst…YNWA

 27. já icesave, liðið hrundi eftir icesave, þannig að þetta er allt sama Landsbankanum að kenna!!! DAMM UUUU BJÖRGÓLFSFEÐGAR!!!

 28. já icesave, liðið hrundi eftir icesave, þannig að þetta er allt sama Landsbankanum að kenna!!! DAMM UUUU BJÖRGÓLFSFEÐGAR!!!

 29. Sælir félagar

  Frábær leikur hjá liðinu okkar og flott þrjú stig með glæsilegum sigri. Þó rétt sé að Suarez sé einstakur snillingur og einn af 5 bestu knattspyrnumönnum heims í dag þá voru fleiri að spila vel í dag. Allt liðið lék mjög vel og fyrir vikið var ekki spurning hvernig þessi leikur færi. Ég er gífurlega ánægður með kvöldið og vonandi kemur Sturridge sterkur og hungraður inn í þetta frábær lið.

  Það er nú þannig

  YNWA

 30. Er eiginlega ánægðastur hvernig hefur tekist að koma Henderson og Downing í sitt eðlilega form, erum að græða til baka þarna 38 millur í leikmönnum sem var búið að dæma ónothæfa.

  Sást líka í dag hvað Allen plumar sig betur sem AMC en DMC.

 31. 6 Hvernig getur Suarez verið markahæstur með 15 mörk þegar RVP er með 16?

 32. Fyrir mer er engin vafi og algjorlega ekki hæft að deila um þetta en suarez er besti leikmaður sem felagið hefur att. Hann er betri knattspyrnumaður en dalglish, keegan, souness, fowler, owen, barnes, gerrard, torres og hvað þeir heita allir þessir snillingar sem við hofum att i gegnum tiðina.

  Það væri heimska að bjoða honum ekki nyjam samning sem allra fyrst uppa 150-170 kall a viku og segja honum að við viljum hann lagmark næstu tiu arin 🙂

 33. Frábær sigur og allt gott um það að segja. Allir að spila vel og leikmenn eins og Henderson og Downing að koma til svo dæmi séu tekin.
  Við megum samt ekki missa okkur í fagnaðarlátunum of lengi þar sem BR á eftir að hvíla marga leikmenn í bikarnum og þar gerast óvænt úrslit þó svo ég sé ágætlega bjartsýnn fyrir þann leik. En það er enn óstöðugleiki í liðinun og mjög erfiðir leikir framundan í deildinni þannig að við verðum að líta raunsætt á hlutina og gefa þessu tíma því það yrði ömurlegt að að skoða þetta frábæra spjall okkar í byrjun febrúar ef allt fer á versta veg. Ég er ekki að segja að það geri það en það er allt í lagi að hafa báðar fætur á jörðinni. Höldum áfram að fagna í kvöld en á morgun kemur nýr dagur.
  Ps. Ef við tökum efsta lið deildarinnar( hvaða nöfnum sem þeir eru nú kallaðir) er mér nákvæ,lega slétt sama um leikina þar á eftir en það samt myndi virkilega segja okkur hvar þetta lið er statt!

 34. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað Downing er allt annar leikmaður núna eftir að hann ákvað að taka sig á, hætta að væla í fjölmiðla yfir BR og einbeita sér að fótbolta. Fyrst Enrique, síðan Downing og Henderson. Þrír nýjir leikmenn sem eru farnir að berjast fyrir hverjum einasta bolta. Núna vill ég að seiðkarlinn sem breytti þeim fari að einbeita sér að því að aflétta álögunum sem voru á Anfield, og gera heimavöll að virki fyrir Liverpool FC. Næst er svo FA Cup þar sem við megum ekki falla í þá gryfju sama að vanmeta baráttu Mansfield. Það verður gaman að sjá Daniel spila fyrir okkur í þeim leik. Hlakka bara til. 🙂

 35. Glæsilegur sigur og glæsileg frammistaða. En ekki ætla ég nú samt að tapa mér í gleðinni. Það er aldeilis fjall sem þarf að klýfa í næstu leikjum þar sem eru meðal annars útileikir á móti United, City og Arsenal. En þetta var flott í kvöld og það er greinilegt að heimspeki Rodgers er hægt og rólega að síast inn hjá mönnum. Held því samt alltaf fram að það muni ekki skila Liverpool neinu fyrr en á næsta tímabili. En hver veit, kannski er liðið orðið svona vel gelað.

 36. Hvílík veisla fyrir augað. Suares hefur einfaldlega bara gaman að spila fótbolta. Sendingin hjá Gerrad í þriðja markinu er náttúrulega ekki bara hægt. Hvílíkur yfirburðamaður er okkar maður. Svona leikir gera daginn og nóttina og allt þundlyndi; hvað sem nefnist all neikvætt. Vona að ég sé ekki dónalegur en þetta er betri en líkamleg fullnæging. Góðir elska þetta lið.

 37. Flottur leikur, sem hefði alveg getað þróast öðruvísi. Mér fannst Sunderland standa sig vel til að byrja með, og okkar menn urðu stundum undir á miðjunni. Þeir hefðu vel getað jafnað eða minnkað muninn fyrir leikhlé, en eftir þriðja markið voru Sunderland ekki með. (settu líka gamlan Everton mann inná fyrir Sessegnon…? jæja sama er mér)

  Maður býst ekki við miklu þegar Raheem fær færi því hann hefur oft ekki klárað nógu vel, en í fysta markinu fær hann tíu í einkunn. Mér finnst hann samt soldið þreytulegur þegar tekur að líða á leikina. Strákinn má ekki ofnota.

  Dómari leiksins fær síðan 10.5 fyrir að nota hagnaðarregluna, svei mér ef þetta eru ekki flottustu dómaraviðbrögð sem ég man eftir. (Látum þessi rangstöðumörk liggja milli hluta í sigurleik, en mér finnst að a.m.k. annað þeirra hefði dottið á öðruvísi degi).

  Síðan þessi stoðsending Gerrard í seinni, sem jafnast á við langskotin frá Xabi Alonso. Þvílíkt mark og leikurinn unnin!

  Um daginn glotti Suarez þegar Agger misnotaði algert dauðafæri. Nú hló Joe Allen bara að því að vera næstum “rændur” fyrsta markinu fyrir klúbbinn, þegar hann kom boltanum í markið. Greinilegt að menn varðveita gamansemina, a.m.k. þegar leikið er heima.

 38. Einfaldlega frábær leikur og liðið að spila flottan bolta.
  Gerrard frábær og Reina sýndi hvers hann er megnugur.

  Sammála skýrslunni að öllu leiti, en verð að bæta því við ég hafði hrikalega rosalega hræðilega gaman að því þegar “dýfarinn mikli” Suarez stóð af sér árás varnarmanns Sunderland, sem sjálfur missti jafnvægið, og Suarez brunaði einn upp að marki og skoraði : )

  Snillingur : )

 39. Góður morgunn eftir!

  Skulum nú ekki láta eins og Henderson og Downing hafi nú verið reistir upp frá dauðum. Þessir leikmenn hófu sinn feril á Anfield nokkuð vel eftir að hafa átt frábær tímabil með liðum sínum 2010 – 2011.

  Þeir lentu í sama vanda og lungi liðsins okkar frá janúar og fram í maí en eru núna undanfarið að sýna okkur hvers vegna við börðumst við lið eins og United, Arsenal, og Tottenham um það að kaupa þessa leikmenn.

  Gagnrýnin á Henderson hefur mér þótt vægðarlaus, þó vissulega Dalglish hafi ekki hjálpað stráknum með að hafa hann úti á kanti, en vinnusemi hans er alveg svakalega og stutta spilið og varnarvinnan til fyrirmyndar. Hann vantar enn sjálfstraust í að klára færin (ekki ósvipað Sterling og Suso) en ef hann bætir því við er hann verulega sterkur hlekkur í okkar framtíð.

  Stewart Downing er sýnist manni bara fastur í þeim syndróm að eiga erfitt fyrsta tímabil hjá nýjum klúbbi. Fyrir utan Johnson, Suarez og Gerrard finnst mér hann hafa verið besti leikmaður liðsins frá því að hann kom inn aftur eftir samtalið við Rodgers. Það sem við sjáum til hans núna er hans eðlilega geta og ástæðan fyrir því að hann var keyptur.

  Engir töfralæknar, heldur fyrst og fremst meira sjálfsöryggi.

  En það skiptir ofboðslega miklu máli að FSG sjái þessa leikmenn vera að stíga upp svo að mítan miklu um “að eyða í vitleysu” verði nú loksins hrakin.

  Svo er að sjá hvort að FSG eru sammála fyrirliðanum sem fagnaði innkomu Sturridge í gær en talaði þá líka um að enn þyrfti að bæta “a couple” við í leikmannahópinn.

  Mikið er nú bjartara að skrifa hér eftir svona leiki, þó mér finnist sárt að við skríðum enn rétt yfir 50 eftir svona frammistöðu….en nóg um það!

 40. Yndislegt að vakna daginn eftir svona frábæra frammistöðu! Margt jákvætt sem manni langar að þylja upp en tímaleysið er of mikið akkúrat núna en mér finnst aldeildis frábær skilaboð frá FSG að koma með Sturridge fyrsta daginn í glugganum og það voru virkilega góð skilaboð frá þeim að mínu mati.

 41. Talandi um Downing þá er augljóst að hann er kominn með sjálfstraust á ný og er farinn að spila eins og maður veit að hann getur.

  Hann t.d. býr til plássið fyrir Suarez í þriðja markinu með því að taka gott hlaup í áttina að hægri kanti og varnarmaðurinn eltir hann. Gerrard sér svæðið og hlaupið hjá Suarez og hittir beint á kauða.

  Downing á svo gott skot beint úr aukaspyrnu og var óhræddur við að hlaupa á varnarmenn og reyna að komast framhjá þeim. Vonandi heldur þetta áfram hjá honum !

  Vissulega er gott að vera bjartsýnn eftir 6 mörk og clean sheet í síðustu tveim leikjum en næstu fjórir í deild eru erfiðir. Ég sé fyrir mér 3 af þessum leikjum tapast (United, City og Arsenal úti) og líklega náum við að taka Norwich á heimavelli. En ef liðið spilar áfram svona þá er allt hægt, því miður þekkjum við vel hversu langt þetta lið getur fallið eftir að hafa spilað vel í tveimur eða þremur leikjum í röð…

  En maður nýtur þess að vera glaður á meðan maður getur !

 42. Jæja Liverpool byrjuðu þetta ár eins og þeir enduðu það seinasta með 3-0 sigrum og því ber að fagna enda mikilvægt að skora 6 mörk í 2 leikjum og að halda loksins hreinu í 2 leikjum í röð.
  Reina var mjög góður í gær og loksins sáum við hvað þessi maður getur gert, hversu langt er síðan að Reina var hrósað fyrir frábærar markvörslur ? Ég held að það sé ansi langt síðan að hann átti það hrós skilið, en í gær var hann flottur.

  Vörnin var frábær í gær og innkoma Wisdom var bara eins og hann hefði spilað í mörg ár með þessu liði. Þessi strákur er ansi magnaður þrátt fyrir að vera kannski ekki sá besti framávið en hann er traustur varnarlega og ég hef fulla trú á að Rodgers geti gert alvöru fótboltamann úr þessum strák.

  Miðjan okkar með Gerrard, Lucas og Henderson var frábær í þessum leik og það verður erfitt að taka einhvern af þeim út fyrir leikinn á móti United.
  Allen sýndi svo hversu góður fótboltamaður hann er þegar hann fær að spila framar á vellinum, var óheppinn að skora ekki löglegt mark og svo átti hann frábæra sendingu á Suarez sem lét verja frá sér.

  Svo er það sóknarlínan, ég var nýbúinn að segja hversu slappur Sterling væri þegar hann vippaði boltanum glæsilega yfir markvörðinn þeirra. En ég er samt á því að hann þurfi að fá smá hvíld og hann fær hana væntanlega núna þegar að Sturridge kemur í liðið og Borini kemur til baka eftir meiðsli.

  En Suarez aftur á móti er sennilega einn af skemmtilegri fótboltamönnum í dag, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann og þessar móttökur hjá honum eru magnaðar.

  En þó svo að það gangi vel núna þá tekur við svakalegt prógram núna þar sem við förum á 3 erfiðustu útivelli í ensku deildinni og vonandi mun liðið ekki verða tekið af lífi ef það gengur ekki allt upp í næstu 4 leikjum.

 43. Þó svo að svona leikur sé nánast skyldusigur á Anfield þá er í lagi á þessum síðustu og verstu að fagna þessu vel og finna vonarneistann um nýja og betri tíma. Leikmennirnir og Rodgers þurfa þó að passa sig á því að falla ekki enn einu sinni að manni finnst í gryfjuna um að horfa á töfluna og telja stigin uppí efri sæti. Þetta er ekki flókið. Til þess að ná árangri í fótbolta er alltaf mikilvægasta verkefnið að vinna næsta leik.
  Downing hefur verið flottur uppá síðkastið en Henderson hefur þó heillað mig meira og loksins sýnt ástæðu þess að hann var keyptur. Vinnusemin í honum alveg til fyrirmyndar og fótboltaheilinn í fínu lagi.

  Gerrard hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sendingartilrraunir sínar, endalausar Hollywood sendingar las ég einhvers staðar. En það er ljóst að Rodgers hefur sagt honum að hans hlutverk í liðinu er að brjóta upp leikina, svissa spilinu á milli kanta og finna úrslitasendingar. Meðan Lucas og Allen hafa aðrar skipnair um einfaldari leik. Það sýndi sig í gær og hefur sýnt sig í því að Gerrard er kominn með flestar stoðsendingar allra í deildinni að þetta er nauðsynlegt. Ef við höfum ekki leikmenn sem taka af skarið þá verður fjandanum erfiðara að klára leikina. Vinur okkar Michael Owen fór ágætlega yfir hæfileika hans í MOTD í gær.

  Um Suarez er svo það að segja að hann ótrúlegur knattspynurmaður. Mannlegur segull á fótboltann. Hjörvar Hafliða benti réttilega á þá staðreynd í gær að hann nær alltaf að taka boltann með sér sem skapar stóran hluta marka hans.

  Klárum þetta Mansfield lið og svo hausinn niður í bringu og gera allt til að vinna þetta helv… utd lið.

 44. Flottur sigur í gær á fínu Sunderland liði sem hefur verið að bæta sig á síðustu vikum. Suarez frábær, Gerrard mjög góður og restin af liðinu mjög solid.

  Núna vil ég ekki vera neikvæða týpan hérna en er ekki alveg spurning að róa sig aðeins í hrósi á vissa leikmenn, sérstaklega vin okkar Downing (nr. 54 og 52)?

  Mér finnst þetta alveg jafn glæfralegar umræður og þegar menn eru að keppast um að segja að 4. sætið (nú eða 2. sætið) sé það sem hægt sé að ná í staðinn fyrir að taka einn leik í einu. Downing átti ágætan leik í gær og þokkalegan gegn QPR. Það er ekki nóg til að réttlæta það sem maðurinn hefur gert heilt fyrir klúbbinn á sl. 18. mánuðum, sem er nákvæmlega ekki neitt. Þessar fínu frammistöður (síðustu tveir leikir) hjá honum hafa skilað sér í núll mörkum og engri stoðsendingu. Ég vona enn að hann verði seldur og nýr maður fenginn inn í hans stað. Enda hef ég enga trú á að hann muni ekki kippa okkur jafnfljótt niður á jörðina fljótlega. Það er svo náttúrulega hans að troða góðum sokk upp í mig.

  Henderson hefur einnig unnið á, fyrst og fremst þar sem að nú spilar hann sína stöðu, góð yfirferð á honum. Hann er samt ekki að koma inn með þennan X-factor (ég er t.d. ekki viss um að liðið hefði hrunið saman ef hann hefði ekki spilað þessa leiki). Hjá honum erum við heldur ekki að tala um mörk eða stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum. Þar liggur einmitt galli liðsins, það eru alltof fáir sem geta skorað eða búið til mörk, Downing og Henderson eru fínir spilarar (sérstaklega Hendo og hann verður væntanlega bara betri) en þeir skila rosalega lítið af mörkum. Sama má segja um Allen, amk. hingað til. Batnandi er þó mönnum best að lifa og hann (Henderson) hefur amk. tímann með sér í liði til að bæta sig jafnt og þétt.

  Annars er ekkert nema jákvætt að fá Cole út og sem og graðann Sturridge inn sem vill væntanlega ólmur sanna að Chelsea hafi gert mistök með þessari sölu.

 45. Tek undir með allflestum ef ekki öllum að þetta var virkilega flott og nú eru menn kannski að fatta það sem BR er að biðja um og oft er vont að breyta til úr gömlum kerfum, td, kikk end run. 🙂

 46. Sælir félagar

  Ég hefði alveg mátt nefna Reina í færslunni minni hér fyrir ofan(40). Ég hefi verið nokkuð óvæginn í gagnrýni minni á kappann í haust og vetur. Því meiri ástæðu hefi ég til að hrósa honum þegar hann gerir vel. Það gerði hann svo sannarlega í þessum leik. Þar sá maður gamla góða Reina sem bókstaflega gat unnið leiki fyrir liðið þegar svo bar undir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 47. Það verða líklega þónokkrir hvíldir í bikarleiknum, ungu strákarnir hafa alveg sýnt að þeir geta klárað svona leiki og Sturridge setur 1 eða 2 mörk, svo vinnum við MU og gerum jafntefli við MC og vinnum Arsenal, þannig að það eru sjö stig úr næstu þremur deildarleikjum ef dómararnir verða hlutlausir í fyrsta leiknum.
  Væri samt alveg sáttur við fimm eða sex stig úr þessum þremur leikjum.

 48. Varðandi leikina við United, City og Arsenal, þá væri ég mjög sáttur við að vinna þá alla.

 49. Hrein unun að horfa á leikina gegn QPR og Sunderland.

  Erum að yfirspila þessi lið, þvílíkt gaman að sjá possesion í gær 69% á tímabili!

  Núna eigum við að stefna á 7 stig úr þessum 3 erfiðum útileikjum, stefnum hátt öðruvísi kemst liðið ekki hátt!

 50. Varðandi þessa þrja utileiki gegn man utd, arsenal og city þa væri sigur að na þar i 3-4 stig, 4 stig væri storkostlegt og vinna norwich i millitiðinni, þa værum við að taka 10 stig i þessum 5 leikjum með leiknum ingær sem væri mjog fin niðurstaða miðað við þrja utileiki gegn þremur af 5 bestu liðum deildarinnnar.

 51. Rodgers í gær eftir Sunderland leikinn varðandi viðbætur í hópinn í Janúar.
  Vonandi er þetta bara pókerface.

  “He said: “There is nothing in the pipeline. It was never going to be a busy month for us and there are not too many players available who could come in and help and improve what we’re doing.

  “We’re not going to spend money needlessly but there is no doubt over the coming months we need to strengthen the squad.

  “That will come with time.”

 52. Sælir þjánigabræður og systur ;c)

  Ég er einn af þeim sem ALLTAF ofur BJARTSÝNN og hef oft bara hrikalega gaman af því ekki minnst þegar vel gengur eins og í þeim 2 flottu leikjum sem við erum núna búin að eiga 🙂 🙂 🙂 STÓRT HRÓS TIL ALLRA ÞEIRRA SEM AÐ ÞEIM SIGURM HAFA KOMIÐ 🙂 🙂 🙂

  Mig hefur oft langað til að slíta nokkur höfuð og haldið á nokkrum köttum þegar ég loks set mig fyrir framan skjáinn og les misgáfaðar færslur her og þar, mest hér á http://www.kop.is 😀 🙂 😉

  En ef formúlan er svona 4 x 3 = 12 ! Þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að BÁSÚNA HENNI UM ALLAN HEIM 😉 🙂 🙂

  ÉG BYÐ EKKI UM MIKIÐ – BARA AÐ VIÐ VINNUM OG LÁTUM OKKUR LÍÐA VEL – 4 SIGRAR ERU EKKI MIKIÐ AÐ BYÐJA UM, SAMA ÞÓTT VIÐ HÖFUM EKKI BREIDDINA, LENGDINA, HÆÐINA, LÆGÐINA, FITUPRÓSENTUNA OG SVO FRAMVEGIS!!!!

  Ég hef stutt mitt lið í gegnum súr og sætt frá 1975 og ætla bara EKKERT að fra að hætta því 😉 🙂 🙂

  Endilega fljótið með mér á mínu bleika skýi… útsýnið er HRIKALEGA FAGUR HÉR UPPI 😉 🙂 🙂

  Hættum að væla og látum strákana okkar sjá um skemmtunina fyrir okkur… ekki seinna en N Ú N A!

  Y N W A – J U S T I C E 4 T H E 9 6 – I N – B R E N D A N – I – T R U S T –

 53. fyrirgefið þráðarránið en Joe $%&in cole mun fá 50 þus pund á viku í 18 mán frá Liverpool þrátt fyrir að vera farinn til West Ham. er þetta eitthvað grín ?

 54. Rangar, eins og Steini sagði þá er varasamt að kaupa allt svona hrátt.

  En þetta er töluvert líklegra.
  Empire of the Kop ?@empireofthekop
  So the Cole deal is as follows. The transfer is free however we will pay him £3 million while West Ham will pay him £30K a week.

  @el_pikester @empireofthekop
  the £3m equates to 6 moths salary. #lfc still save £4m on the 12 remaining months they don’t have to pay Cole.

 55. Frabært ef Cole er ad fara tvi hann kostar okkur allt of mikid! Vonast til ad fa einhvern ad lani amk i stadinn i januar, einhvern sem nytist okkur margfalt betur.

 56. the £3m equates to 6 moths salary. #lfc still save £4m on the 12 remaining months they don’t have to pay Cole.

  Skrýtið reiknisdæmi og passar engan veginn. Samkvæmt þessu fær hann um 115 þúsund pund á viku fyrstu 6 mán og svo um 77 þús síðustu 12 mán. Algjört rugl.

 57. Við vitum ekki allt, eru ekki einhver díll í samningum sem við vitum ekkiert um, nú svo er komið að síðasta söludegi hjá honum. en allt bara gott að heyra.

 58. Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að taka það fram að ég sé sammála öðrum eða að endurtaka það sem aðrir hafa sagt í commentum en til stuðnings því að fjölga commentum eftir sigurleiki segi ég:

  Ég er sammála öllum jákvæðum. Allir spiluðu vel. Henderson og Downing og allt það og Suarez er ekki sömu tegundar og við hin.

  Takk.

 59. Ef hann er með 80k á viku þá værum við að borga honum 6.240.000 pund í 18 mánuði eða 78 vikur. Ef díllinn er 50/30 þá borgum við 3,9 og WH 2,34 og við spörum þá 2,34 milljónir punda sem WH borgar.

 60. Við eigum alltaf að stefna á að vinna leiki gegn Utd, City og Arsenal.

 61. Guð minn góður ég vona að Ricardo Quareisma sé ekki að fara koma til okkar ! Hann hefur margsannað það að hann er ofmetinn ! Flopp allstaðar sem hann fer

Byrjunarliðið komið…

Föstudagsþráður – opinn