Byrjunarliðið komið…

Fyrstu leikmannakaup gluggans komin í hús.

Þeir sem vilja ræða þau halda sig við þann þráð, hér er málið liðið okkar í leik kvöldsins, gegn Sunderland á Anfield.

Fyrsta byrjunarlið ársins 2013

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Sahin, Allen, Robinson, Carragher, Suso, Shelvey.

Joe Allen tekinn út og Lucas inn, Wisdom treyst fyrir bakvarðarstöðu hægra megin þar sem Johnson er látinn leysa vinstri bak í kvöld.

Enginn Coates í hóp, “draugarnir” Robinson og Sahin koma inn í hópinn fyrir Úrú-gæjann og José

KOMA SVO!!!!!

57 Comments

 1. Líklega hægt að segja þetta um flest okkar byrjunarlið í vetur en það öskrar á mann að þarna eru allt allt allt allt of fáir leikmenn sem hafa komið til okkar undanfarin ár og hvað þá styrkt liðið.

  Reina, Skrtel, Agger, Johnson og Lucas sýna reyndar hvað það getur verið gott að kaupa leikmenn unga svo þeir nýtist liðinu í mörg ár. Wisdom og Sterling eru mjög efnilegir og fagnarðarefni að við séum að fá svona menn upp en að Henderson og Downing séu einu kaupin fyrir utan Suarez í liðinu sína hvað þetta hefur verið slæmt undanfarin tímabil. Rosalega vona ég að Sturridge +1-2 í viðbót breyti þessu næstu vikur og mánuði.

  Fínt annars að Henderson fái sénsinn aftur þó hann hafi reyndar ekki átt góðan dag síðast þegar hann spilaði gegn sínum gömlu félögum. Leiðist það að spila Johnson úr stöðu og finnst Wisdom gefa okkur lítið sóknarlega og ekki bæta Downing og Sterling mikilli ógn við af vængjunum.

  Þannig að við erum að tala um 0-0 / 0-1 leik nema Suarez klári þetta. Sé ekki aðra gera það því miður.

 2. Ég veit að það kemur ekki þessum leik við en góðar fréttir verða að koma í ljós.

  Apparently Joe Cole is having his medical and is set to confirm his return back to Upton Park, if all goes to plan he’ll be making his debut vs Man Utd on Saturday.

 3. Anægður að lucas se mættur aftur. Virðist vera að koma i ljos það sem mann grunaði sem er það að við hofum ekkert med allenn og lucas að gera baða inna i einu þvi þa er miðjan steingeld soknarlega. Að minu mati a lucas alltaf að vera i þessu liði og allen a bekknum..

  Lyst vel a þetta lið og liður alltaf betur þegar eg se lucas i liðinu þvi þa fær maður svona öryggistilfinningu.

  Spai 4-0 eda 4-1 . Suarez smellir 2, gerrard einu og johnson einu

 4. Úff… Sterling er búinn að vera mjög þreyttur í síðustu leikjum, sjáum hvað setur

 5. Jæja, þar sem maður á ekki heimagengt í kvöld, er einhver stream snillingurinn til í að setja inn link á besta streamið?

 6. ef okkar menn berjast 100% er þetta öruggt ef við spilum í stoke gírnum pottþétt tap koma svo

 7. Suso kemur inná fyrir Downing og skorar, Suarez setur tvö og við hoppum upp í áttunda sætið.
  Vonandi fer Cole sem fyrst, þá hljóta þeir að setja í fluggír að ná inn 1-2 í viðbót fyrir lok mánaðar. segjum að það verði Butland og Holtby (Væri þó frekar til í að sjá Schürrle, enda miklu meiri sóknarmaður). Svo er bara að vona að Sturridge nái upp “Bolton-forminu”.

 8. Mér finnst nú nokkuð vel gert hjá Brendan að hafa spilað Joe Cole í söluhæft ástand sömuleiðis að hafa Downing og Henderson í byrjunarliðinu.

 9. ÞVÍLÍKT SJÁLFSTRAUST HJÁ STERLING AÐ KLÁRA ÞETTA SVONA. Frábær sending hjá Suarez líka. Æðislegt mark.

 10. Holy s#%t, en sú sending hjá Suárez! Flott slútt hjá stráksa líka!

 11. Nú ætti mörkunum að fara að rigna inn alveg. Djöfull elska ég Suarez.

 12. fínn linkur hér

  sop://broker.sopcast.com:3912/135605

  En segi það sama og einhver hér fyrir ofan, það væri betra ef einhver væri með link með enskum þulum?

  Anyone…?

 13. Só far só gúd.
  Reina er að banka í maður leiksins, ef hann heldur þessu áfram lurkurinn ….
  Koma svo, taka 2 í viðbót í seinni hálfleik og þá er minn maður sáttur.

  YNWA!

 14. Loksins er Liverpool að spila Liverpoolbolta…þótt að það sé bara hálfleikur.

 15. Frábær fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum! Allir leikmenn að standa sig vel að mínu mati, ég held að ég hafi aldrei séð Henderson svona góðan og Downing er að spila vel og bara allir leikmennirnir að mínu mati og þeir áttu skilið klappið frá aðdáendunum á vellinum eftir fyrri hálfleik!

 16. Lucas á réttri leið. Búinn að vera góður í fyrri hálfleik og gaman að sjá Henderson berjast fyrir sæti / mínútum í þessu liði.

 17. Nú er bara að vona að seinni hálfleikur verði jafngóður og sá fyrri, þrátt fyrir að sunderland sé að breyta um leikmenn og væntalega leikkerfi.

  Koma svo ! ! ! !

 18. sunderland búið að færa a johnson á vinstri kant því hann átti ekki roð í Glen Johnson hjá okkur, þeir ætla að profa hann á móti Wisdom.

 19. Glæsileg spilamennska í alla staði !!

  Skil ekki afhverju hann er að taka Sterling af velli núna, búinn að eiga í flottu samsbili við Suarez allann leikinn þó að hann eigi til að missa boltann frekar illa stundum strákurinn.

 20. Heyrðu sendingin hja allen innfyrir a suarez var það besta sem hann hefur fert fra komu sinni til liverpool, þetta var i fyrsta sinn sem eg se allen bua eitthvað til. Eigum við svo eitthvað að ræða mottokuna hjasuarez su var i lagi og hann hefdi att skilið að fullkomna þar þrennuna.

  Og allen i dauðafæri nuna aftur hvað er að fretta ??

 21. Ragnar, ég held að þetta komment nr 44 sé skot á alla þá hérna sem eru alltaf að leggja til að Liverpool selji Gerrard. Það vita það allir sannir Liverpool aðdáendur að það verður ekki gert næstu tímabil.

 22. Krakkar mínir, ég held að við séum að vera vitni að einum besta leik LFC í einhver misseri núna. Ég man bara ekki öðru eins!!!!

  Vonandi er liðið að ná að toppa og svo rassskellum við Manchester liðin og sýnum þeim hvernig á að spila fótbolta.

  ps. hvað er eiginlega að commentakerfinu, ég sé endalausar villur hér hvað eftir annað???

 23. nr. 53. varð einmitt að spá í hvað væri að kommenta kerfinu, ´se sé það sama líka. villur.

 24. Glæsilegur sigur! Ég bara man ekki eftir svona miklum yfirburðum hjá Liverpool í langan tíma 😀

Daniel Sturridge til Liverpool (Staðfest)

Liverpool 3 – Sunderland 0