QPR – Liverpool 0-3

Allt er gott sem endar vel og þrátt fyrir allt endaði Liverpool liðið sögulega lélegt ár með góðum útisigri gegn arfaslöku liði QPR.

Brendan Rodgers fór ekki með liðinu til London í dag vegna flensu, sama á við um Brad Jones og raunar var Colin Pascoe aðstoðarstjóri eins og draugur í viðtali fyrir leik enda augljóslega veikur líka og fékk ekki að fara með liðinu inn í klefa í hálfleik, læknir Liverpool bannaði honum það. Aðrir í hópnum voru þó heilir fyrir leik og Pascoe stýrði liðinu í dag með Mike Marsh.

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen
Downing – Henderson – Sterling

Suarez

Bekkur: Gulacsi, Assaidi, Coates, Lucas, Carragher, Suso, Shelvey.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega þó okkar menn hafi smátt og smátt náð yfirhöndinni og strax á 10.mínútu var langbesti maður vallarins Luis Suarez búinn að gera lítið úr vörn heimamanna og koma okkur yfir. Hann fékk boltann frá Henderson rétt fyrir utan vítateig, Clint Hill varnarmaður QPR var í honum en gat lítið annað gert en að horfa á Suarez þegar hann skokkaði framhjá honum með boltann og setti hann af öryggi í hornið.

Suarez bætti öðru marki við á 16.mínútu er hann brunaði í átt að marki meðfram endalínunni þar sem hann reyndi að senda á Sterling, það tókst ekki en Suarez fékk boltann aftur af varnarmanni QPR og setti hann af öryggi í tómt markið.

Daniel Agger bætti þriðja markinu við á 27.mínútu eftir stutta hornsppyrnu Downing á Gerrard sem sendi boltann fyrir markið og beint á kollinn á Daniel Agger sem stangaði boltann af öryggi í bláhornið. Mjög gott miðvarðamark sem eru ekki nógu algeng hjá Liverpool.

Varnarmenn QPR verða með martraðir í kvöld og Suarez mun leika aðalhlutverkið í þeim öllum, hann fíflaði þá enn einu sinni á 37.mínútu og sendi boltann út í teiginn á Gerrard sem var á auðum sjó en skot hans var varið á línu af varnarmönnum QPR.

Stuðningsmenn QPR hafa ekkert tapað gleðinni þrátt fyrir dapurt gengi og sendu stuðningsmönnum Liverpool eftirfarandi skilaboð: “We lose every week, we lose every week – you’re nothing special, we lose every week!”.

Seinni hálfleikur var spilaður að mestu til að fylla upp í allar 90.mínúturnar. Okkar menn pressuðu alls ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik og virkuðu þreyttir þegar leið á leikinn án þess þó að hleypa QPR inn í leikinn og öruggum þriggja marka sigri því landað án teljandi vandræða. Það helsta úr seinni hálfleik var að Jose Enrique fór meiddur af velli sem er áhyggjuefni og Jamie Carragher kom inná undir lokinn og er þar með orðinn næst leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool ásamt Billy Liddell.

Eins og 2012 hefur spilast verðum við að fagna öllum sigrum, þetta lið sneri gengi sínu við í deildinni á síðasta tímabili eftir sigur gegn Liverpool og eftir undanfarna leiki var enginn rólegur fyrir þennan leik. Blessunarlega var Luis Suarez í stuði í dag og hann gekk frá þeim strax í upphafi og lagði grunninn af þægilegum sigri.

Maður leiksins:
Reina hélt hreinu í dag og var að grípa flestar tilraunir QPR manna. Hann spilaði vel sem og vörnin. Gaman að sjá mark frá Agger og satt að segja lenti vörnin aldrei í neinu basli í dag. Eini neikvæði punkturinn eftir leik var að Enrique meiddist og verður líklega eitthvað frá næstu vikur. Megum illa við því.

Miðjan átti leikinn í fyrri hálfleik og var sérstaklega gaman að sjá kraftinn í Gerrard og Henderson. Þeir náðu ekki að halda sama tempói í seinni hálfleik en koma vel frá leiknum. Pascoe sagði eftir leik að Henderson hefði verið ælandi í alla nótt sem gerir leik hann í dag ennþá flottari, þær 60.mínútur sem hann entist inná. Downing var nokkuð sprækur á hægri kantinum í dag en sama verður nú ekki sagt um Sterling. Hann var svosem ágætlega sprækur í dag en það gekk afar lítið upp hjá honum og var lakasti leikmaður Liverpool. Hann virðist hafa tapað slatta af hraða sínum undanfarið sem líklega skrifast á þreytu (og að hann er 18 ára).

Það kom þó ekki að sök og eins og oft áður er engin spurning hver var maður leiksins, Luis Suarez einfaldlega sá um þennan leik.

Við gerum upp árið í færslu sem kemur inn seint í kvöld/fyrramálið. Næsti leikur er 2.janúar á Anfield gegn Sunderland sem er í ágætu formi um þessar mundir. Í þeim leik vill ég sjá a.m.k. 2 nýja leikmenn á mála hjá Liverpool og helst einhverja sem veita Luis Suarez mun betri hjálp en hann hefur verið að fá.

32 Comments

  1. Aldeilis ágætur endir á árinu að klára mjög slakt lið QPR í London. Seinni hálfleikur var þó full værukær að mínu mati. Maður leiksins er klárlega Suarez og svo vonar maður bara að Enrique nái sér fljótt af tognuninni.
    Umhugsunarefni leiksins er hinsvegar Sterling, hann er ekki að vaxa heldur að dala, þar sem mér fannst hann bæði tapa mörgum návígjum sem og vera að gefa boltan tiltölulega illa frá sér.

    Annars, gleðilegt ár félagar, vonum að þetta verði bara betra á næsta ári en síðasta. Og já, eins gott að við tókum 3 mörk og náum þar með að skora 92 mörk á árinu 2012 á meðan Messi gerði 91 !

    YNWA.

  2. Öruggur sigur. Flott frammistaða, eins og ég vonaðist eftir. Suarez maður leiksins. Góður endir á árinu 2012. Nú er bara að vonast eftir að allt liðið smitist ekki af flensu sem er víst að ganga í okkar herbúðum. Ensku þulirnir töluðu um að sá sem stjórnaði liðinu í leiknum hefði ekki fengið að fara inní búningsherbergi Liverpool í hálfleik því hann er víst eitthvað slappur líka.

  3. Þulirnir í QPR leiknum fullyrtu áðan að Sturridge væri víst alveg klappað og klárt hafið þið heyrt eitthvað um þetta?

  4. þægileg 3 stig í dag sem er gott nú verða menn að halda sig á mottunni og ekki fara að tapa sér í einhverju ruggli eins og fara tala um 4 sætið eða eitthvað slíkt:) svo verður þetta sterkt þegar hann Sturridge mætir á svæðið:)

  5. Dásamlegt.

    Er að fara í matarboð með fullt af Púlurum og þetta bjargaði því.

    Fyrri hálfleikurinn hreinlega frábær og gott að sjá að menn komu einbeittir í að hreinsa upp kúkinn frá því á Brittania.

    Suarez ekki af þessum heimi í fyrri hálfleik og allir að leika vel. Seinni hálfleikur greinilega með annað augað á Sunderland á Anfield, sem ég treysti nú að við séum tilbúin í að henda okkur ofar.

    Flott, flott, flott…

  6. Örrugt alveg eftir að Suarez skoraði fyrsta markið. Maður þiggur þennan sigur alveg með þökkum. Fín afgreiðsla á mögulega tricky leik, QPR fer mjög líklega niður en mun sjálfsagt leika bananahýði til vorsins.

    Það er hins vegar ekkert þarna til að missa sig yfir og allt tal um meistaradeild eða einhver sæti er bara bull eins og stendur. Sigurinn í dag hékk ansi mikið á Suarez. Liðið er annaðhvort sjóðheitt eða skítkalt og það getur brugðið til beggja vona í öllum leikjum á næstunni.

    Það lýsir ástandinu ágætlega að menn skyldu ekkert reyna að skora í síðari hálffleik – lágu bara til baka og biðu gegn þessu skipsflaki á Loftlaus Road. Mér fannst skrýtið í fyrstu þegar Lucas kom inn á fyrir Henderson (af hverju ekki fyrir Gerrard, sem spilað hefur mikið), en Henderson hefur lítið spilað á meðan Lucas ætti kannski að taka því aðeins rólega, verandi nýstiginn upp úr meiðslum. Sennilega var þetta taktísk skipting, varnarsinnaður maður inná fyrir sókndjarfari miðjumann og staðan metin þannig að Kafteinninn (sem var fínn í dag) sé ómissandi. En þetta sýnir að breiddin er engin sem stendur og líklega má þakka fyrir að markverðirnir eru ekki bara tveir.

  7. Góður sigur, næstum of þægilegur. En okkar menn voru sprækir og beittir í fyrri hálfleik, skiljanlegt og skynsamlegt að spara sig í þeim seinni. Verst að Enrique meiddist – búinn að vera góður ballans með þá Johnson í bakvarðarstöðunum. Sammála því að Sterling er aðeins búinn að missa flæðið í sínum leik, eins og hann viti ekki almennilega hvert hann sé að fara, pínu stress í honum líka.

    Annars erfitt að dæma liðið af þessum leik, sjaldan sem maður sér lið leggjast svona gjörsamlega eins og QPR í fyrri hálfleik.

  8. Þegar að Agger minn er farinn að skora með skalla eftir hornspyrnu þá er það alveg á kristal tæru að við séum að detta í rönn. Takk fyrir það gamla og gleðilegt ár kæru vinir. Svona í lokin þá ætla ég að éta hattinn minn, ég er svo viss um að Agger minn skori annað með kollinum 🙂

  9. Sælir félagar

    Sammála góðri skýrslu Babu. Eins og hann hefi ég áhyggjur af Sterling sem ekkert kom útúr í þessum leik og hefði verið nær að skipta honum útaf í hálfleik fyrir t. d. Suso. Sterling veitir greinilega ekki af hvíld blessuðum drengnum. Eins eru meiðsl Enrique áhyggjuefni en vonum hið besta. En er að öðru leyti helsáttur við niðurstöðuna og endinn á þessu ári.

    Það er nú þannig.

  10. 0-3 sigur á QPR og titillinn á leiðinni á Anfield!!

    Djók.

    Góður sigur í síðasta leik ársins. En þessi seinni hálfleikur….. MAÐUR LIFANDI!!!! Þvílík leiðindi!

  11. 12 stig af 18 úr síðustu 6 leikjum í desember lítur svo sem ekkert rosalega illa út á pappír. En þegar horft er á leikjaprógrammið hefðum við átt að gera betur. Flott að enda árið á jákvæðum nótum. Bíð rosalega spenntur eftir janúar-glugganum. Rússíbaninn mun samt halda áfram á næsta ári. Hlakka mikið til 🙂

    Kæru Kop-síðuhaldarar, takk fyrir að halda þessari frábæru síðu út. Gleðilegt nýtt ár kæru Poolarar. Megi 2013 færa okkur mun fleiri sigra en 2012 sem loks er að renna sitt skeið.

  12. YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS…

    Sagði ykkur það við myndum vinna. Það eina neikvæða við þennan leik var lýsandinn á Stöð2 hann Arnar Björnsson stundum held ég að hann sé ekki staddur á sama stað og við hin. Eitt af hans gullkornum áðan var eftirfarandi:” Ég skil ekki afhverju Liverpool láta ekki kné fylgja kviði og reyna að skora fleiri mörk. Fengu alveg 5-6 færi en nýttu þau ekki.” Hvað fannst honum mínir menn vera að gera? Sauma út í vítateignum, þeir reyndu og reyndu og nýttu öll þau færi sem komu í seinni hálfleik en það bara tókst ekki. Mér dettur í hug að bjóða Arnari alltaf í kaffi á leikdögum og halda honum frá lýsingum. Þeir sem vilja taka þátt í því að bjóða honum í kaffi skrái sig hér á kop.is. Ég rak augun í komment áðan frá notanda sem kallar sig #bragi valgeirs# hann skrifaði eftirfarandi 30.12

    “menn meiga segja það sem þeir vilja en mér finnst hendo búinn að vera einn okkar bestu manna í leiknum.. djöfullsinns pressa allan tíman.. og mér finnst líka að liverpool stjórni almennt miðjunni þegar hann spilar.. t.d. á móti West Ham þegar hann kom inn þá breyttist miðjan en það er líka hægt að segja að það sé útaf Diame fór af velli hjá þeim en ég vill ekki meina það… mér finnst að VIÐ sem stuðnigsmenn LIVERPOOLS eigum við að styðja hvern og einn leikmann og þá sem koma nálagt okkar ástkæra liði.. því þetta er stærsta og besta fjölskylda sem tiler og það er Liverpool kjarninn.. þetta er einsog hjónaband.. í blíðu og stríðu.. Elska ykkur öll.. yfir og út”

    Þetta bræður og systur segir allt sem segja þarf um það að vera Poolari:)

    Þangað til næst…og njótum nú sigurvímunar fram að næsta leik…YNWA

  13. Sælinú félagar,

    þvílík gleði að sigra auðveldlega lélegasta lið deildarinnar, af sem áður var.

    Hef miklar áhyggjur af næstu leikjum þar sem miklar líkur eru á steinsmugu og innantökum hjá þeim sem voru frískir í dag. Veira gæti þannig aukið á vandræði okkar í næstu leikjum.

    Vonandi fá mótherjar okkar í næstu leikjum sömu pest!

    Hef þó mestar áhyggjur af Enrique sem virtist í hamstrings vandræðum. Mikjáll Owen jafnaði sig áldrei á slíkum meiðslum.

    Vonum hið besta.

    YNWA

    LeMum

  14. Skýringin á því hvers vegna Henderson fór útaf er sennilega kominn:

    Hann vakti víst frameftir með veikina sem er að angra mannskapinn.

  15. Jamie Carragher er búinn að spila jafnmarga deildarleiki og Billy Liddell. Einungis Ian Callaghan er búinn að spila fleiri deildarleiki en þeir tveir.

    Siggi

  16. Flott að vinna þennan leik en ekkert gerðist í seinni hálfleik svo maður spir af hverju ???? er sáttur og vona að svo verði áfram.

  17. Góður sigur og nú er víst sjálfur Shneider á leiðinni svo að kanske verður næsta ár árið okkar. En miðað við að Rodgers var ekki í klefanum og ekki heldur aðstoðarstjórinn sem ég veit því miður ekki hvað heitir,(og lági mér það hver sem vill) þá er greinilegt að Carrhager hefur séð um klefann og gert það vel.

  18. Frábær leikur hjá okkur í dag og gaman að enda árið á góðan hátt og núna fara hlutirnir vonandi að gerst á leikmannamarkaðnum en Sturridge verður að öllum líkindum ekki löglegur fyrr en í bikarleiknum á móti Mansfield.
    Eina slæma við þennan leik voru meiðslin hjá Enrique sem verður frá næstu 6 vikurnar eða svo sem eru skelfilegar fréttir en vonandi kemur Wisdom sterkur í liðið og þá fer Johnson hægra megin.

    Ef menn halda að Wesley Sneijder sé á leiðinni til Liverpool þá eru menn ennþá í glasi.
    Launakröfur hans eru það háar að það eru ekki mörg lið sem geta mætt þeim.
    PSG, City, Chelsea eru líklegust til þess að hreppa þennan leikmann nema að Rauðnefur nái í hann til United.

  19. Frábær leikur, sást vel á mönnum að þeir voru orðnir þreyttir undir lokin. En sú þreyta hverfur ábyggilega fljótt þegar menn stíga uppí lestina á leið heim eftir svona úrslit. Nú er búið að staðfesta að Jose verði í burtu í u.þ.b. 6 vikur, heppilegt að glugginn opni eftir 2 daga. Hvaða LB vilja menn sjá koma inn? BR var nú búinn að nefna það áður að það þyrfti að styrkja þá stöðu, þannig það er góð spurning…..Wisdom/Johnsson er ekki framtíðarlausn!

  20. Þetta var fínn sigur í dag, þó að mótherjinn hafi kannski ekki verið ýkja merkilegur. Gerrard flottur og bara flestir að standa sig, þ.á.m. Henderson (með flensu) og Downing. Óþarfi að tala nokkuð um þennan Suarez, hann er bara snillingur.

    Vandi liðsins er, eins og margir benda á, hvað mannskapurinn er þunnskipaður. Höfum fínt byrjunarlið en augljós þreytumerki búin að vera yfir hátíðirnar eins og á móti Villa og Stoke. Sterling er nátttúrulega nýfermdur og hefur þurft að spila alltof mikið. Vonandi næst meiri breidd í janúar og þá gæti komið stígandi hjá liðinu.

  21. Hvað er samt málið með Sahin ? er hann alveg ómögulegur leikmaður ? eða er hann ennþá meiddur? Ef Hendo var ælandi í alla nóttina fyrir leik en er samt tekin framyfir frískan Sahin.

    Samt ekki taka þessu eins og ég hafi ekki viljað hafa Hendo inná í þessum leik því hann var mjög góður. Finnst bara skrýtið að þegar við fengum Sahin þá fannst mér eins og við hefðum bara gert díl ársins í ensku deildinni með því að stela honum á lánsdíl út seasonið en svo gerir hann ekki baun í bala. Vonandi fer hann að sýna sömu takta og hann var með í Þýskalandi hér um árið.

  22. Góður endir á árinu.
    Næstu tvær vikur verða áhugaverðar.
    Stutt í næsta leik. Djöfull þurfa að detta 3 stig á móti Sunderland..
    Vonandi verður það ekki skita í bókstaflegri merkingu.

    Svo “létt” bikarumferð og Gamla Traðarkot.

    Aðra daga verður það glugginn á fleygiferð svo nóg að hlakka til.
    2013 verður fínt ár.

    Gleðilegt ár allir púlarar.
    YNWA

  23. þetta var glæsilegur sigur í dag en hvar var sahin
    hann er aldrei inn á í neinum leik hérna hjá liverpool.
    en ég er samt mjög sáttur með liverpool

  24. Nr. 25

    Hann var ekki einu sinni í hóp í dag og hefur ekki verið síðan hann nefbrotnaði um daginn. Trúi hreinlega ekki öðru en að það sé að há honum ennþá.
    Skil samt ekki þessa byrjun hans hjá Liverpool og vona innilega að hann komi til eftir áramót því ef allt væri eðlilegt væri þetta líklega besti miðjumaður Liverpool í dag (a.m.k. miðað við þann leikmann sem var besti maður þýsku deildarinnar í hittifyrra og keyptur til Real Madríd).
    Mjög mikil vonbrigði með hann í vetur.

  25. Sahin hefði átt að vera búinn að fá meiri spilatíma á kosnað Allen (á að vera varaskeifa fyrir Lucas)sem ég vona að verði raunin á nýju ári. Færa G svo framar á völlinn þar sem hann nýtist mikið betur en á midri miðjunni þar sem hann er búinn að vera virkilega slakur af mínum dómi á þessu tímabili, reyndar búinn að skána í síðustu leikjum en Rogers verður samt sem áður að þora að taka hann úr liðinu en hann fremstur á miðjunni og Sahin og Lucas fyrir aftan ætti að vera skemmtileg sýning.

  26. Jón (24) Ég vældi og óskaði eftir marki í seinni hálfleik en við vorum að spila við lið í neðsta sæti sem hefur skorað færri mörk en SUAREZ, svo þetta var skyldusigur.

  27. Fínn fyrri hálfleikur en seinna var svakalega leiðinlegur.En gerðu það sem þurfti en mér fannst þeir bakka fullmikið og gera leikinn leiðinlegan. En mér finnst dapurlegt að LIVERPOOL skuli ekki geta keppt um mann eins og Snejder og fleiri að sjálsögðu.En koma tímar og ráð.Og vonandi gerist eitthvað spennandi og skemmtilegt januar glugganum.YNWA Og gleðilegt ár

Liðið gegn QPR

Áramótauppgjör Kop.is – 2012