Liðið gegn QPR

Brendan Rodgers er veikur í dag og fór ekki með liðinu til London. Ég veit ekki hvort hann eða Pascoe völdu byrjunarliðið í dag en það er svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen
Downing – Henderson – Sterling

Suarez

Bekkur: Gulacsi, Assaidi, Coates, Lucas, Carragher, Suso, Shelvey.

Þrjár breytingar frá hörmunginni gegn Stoke, Lucas fær hvíld og Allen kemur inn fyrir hann. Shelvey fer líka á bekkinn fyrir Henderson og Suso fer út fyrir Sterling. Ekkert sem kemur á óvart þar eftir síðasta leik.

Aldrei gott þegar Lucas er ekki með en á móti verðum við að fara varlega með hann og hvíla hann þegar það er hægt. QPR er lið sem ætti að vera hægt að hvíla djúpa miðjumanninn þó ég sé jafn stressaður yfir þessu og næsti maður.

Hef alls ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik ef ég á að segja eins og er en þetta lið skuldar okkur að enda árið á jákvæðum nótum.

Spái þessu 0-1 í bölvanlega erfiðum leik.

47 Comments

 1. Vona það líka en hef á sama tíma nákvæmlega enga trú á því. Myndi sjálfur halda að Henderson væri best nýttur sem aftasti maður af þessum þremur en hann verður líklega fremstur.

 2. Manni finnst þetta 50-50 leikur þótt þetta sé lang lélegasta liðið í deildinni sem við erum að fara að keppa við.

 3. Er ekkert skàrra tharna hjá Liverpool en synishornid af manni hann Allen skil ekki hvad haegt er ad nota tennan mann .
  Babu tad er alveg rètt hjà tèr stjòrinn er med braekurnar à haelinum tessa dagana hehe

 4. Rafa Benitez að gera góða hluti. Glæsilega gert þið sem hrökktuð hann í burtu frá Liverpool. Bravó.

 5. Aldrei gott þegar lucas er ekki með var hann ekki með á móti stoke og villa drullutöpuðust ekki þeir leikir held að menn eigi aðeins að róa sig með þetta lucasarguðspjall

 6. Eins og ég er þunnur í dag þá er ég jafn bjartsýnn á að okkar menn sýni mér sparihliðarnar í dag, 0-4 sigur og captain fantastic setur öll fjögur, þar af 1 víti, ein aukaspyrna af fáránlega löngu færi og svo 2 skallar!!!

  Undur og stórmerki gerast líka þegar Reina ver víti!

 7. Sælir félagar

  Ég bíð bara eftir að Sigríður sú sómakvinna komi hér inn og leggi línunrnar í viðhorfum til liðs og leiks. Hefi trú á henni og liðinu og spái 1 – 3.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Smá róteringar og hvíld handa mannskapnum, hefði verið til í meiri róteringar …. Vonum það besta félagar, verður erfiður leikur sem endar 2-3 fyrir okkur að sjálfsögðu.

  YNWA!

 9. Hahahaha þessi Clint Hill er hrikalegur vá hvað þetta var létt fyrir Suárez.

 10. 18min, 0-2, og Possession 71%. Þetta fer allavega vel af stað, ekki hægt að segja annað.

 11. þar sem netið er svo slitrótt hérna hjá mér á Bíldudal. Þá missti ég af marki #2
  Hver skoraði það?

 12. afhverju getum við ekki spilað svona í hverjum einasta leik, 30 mindur búnar og 3 mörk kominn. Allt er þetta mörk sem að við hefðum getað klúðrað fyrr á þessu seasoni, en þetta virðist svo easy fyrir okkur núna 🙂

  Suarez, Suarez og Agger með mörkin, 33 mínúta. (er núna)

 13. Maður hálf vorkennir QPR þessa stundina. Þeir eru algjörlega lost.

  En ég vorkenni þeim samt alls ekki….

 14. Hérna er góður Sopcast linkur á leikinn
  sop://broker.sopcast.com:3912/132927

 15. Sælir félagar

  Mjög fínn leikur hjá okkar mönnum og allir að skila góðu vinnuframlagi. Enrique hefur þó lítið sést ennþá og gott að eiga inni hjá honum í seinni. Eina áhyggjuefnið hvað Sterling hefur lítið fram að færa.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 16. Frábær staða og alveg augljóst mál hvernig þessi leikur endar. Mikilvægt að halda dampi og vinna þá með a.m.k. 3 marka mun því þá endum við árið í 9. sæti. Þetta QPR er lið er algerlega “dead meat”. Ég held að þetta sé það allra lélegasta sem spilað hefur í úrvalsdeild í mjöööög langan tíma. Rosalega erfiðu LFC-ári að ljúka! Næsta ár verður mun betra, engin spurning.

 17. Fyrri hálfleikur algjörlega eign Liverpool. Þökk sé Fowler fyrir að við höfum SUAREZ. Í síðustu leikjum hefur Downing virkað á mig eins og sá leikmaður sem við keyptum. Sterling hefur átt betri daga, en við getum ekki beðið um allt. 🙂

  Vildi vera fluga á vegg í búningsherb qpr í hálfleik 😉 Nú er bara að vona að við höldum hreinu, og Suarez setji eitt í viðbót 🙂

 18. menn meiga segja það sem þeir vilja en mér finnst hendo búinn að vera einn okkar bestu manna í leiknum.. djöfullsinns pressa allan tíman.. og mér finnst líka að liverpool stjórni almennt miðjunni þegar hann spilar.. t.d. á móti West Ham þegar hann kom inn þá breyttist miðjan en það er líka hægt að segja að það sé útaf Diame fór af velli hjá þeim en ég vill ekki meina það… mér finnst að VIÐ sem stuðnigsmenn LIVERPOOLS eigum við að styðja hvern og einn leikmann og þá sem koma nálagt okkar ástkæra liði.. því þetta er stærsta og besta fjölskylda sem tiler og það er Liverpool kjarninn.. þetta er einsog hjónaband.. í blíðu og stríðu.. Elska ykkur öll.. yfir og út

  YNWA

 19. Sælir félagar.

  Ég beitti ýmsum brögðum við undirbúning í morgun, fór í heimsókn, blés á mér hárið , klippti neglurnar og var því aðeins of sein til að sjá byrjunina en þegar ég kom heim var staðan 0-2 og þvi vandast málið hvað var það sem ég gerði í dag sem olli því að þetta virðist vera sigurleikur?….Þarf ég að fara í heimsókn alla leikdaga, klippa neglurnar alla leikdaga (mig sem langaði svo að safna nöglum) Svo í hálfleik fór ég á Kop.is og nú veit ég ráðið. Ég vona svo heitt og innilega að aðstoðarmaður Brendan Rogers ( þessi sem fór lika heim) verði með þessa kvefpest út leiktímabilið, Brendan sjálfur má alveg vera með hor í nös en ég held að það sé betra að hafa hann með. því ég hef alveg tröllatrú á honum.En ég er að hugsa um að horfa á seinni hálfleik og vona að mínir menn haldi sínu striki til öryggis ætla ég í náttbuxurnar, taka af mér úrið setjast hægra megin í sófan og á 47. mínútu ætla ég að heyra í mömmu ( gerði þetta allt í síðasta sigurleik) ég tek enga áhættu með mitt ástsæla lið.

  En þar til leiknum lýkur er þetta að sjálfsögðu sigurleikur hvað gerist að leikslokum kemur í ljós þá.

  Þangað til næst YNWA

 20. Sammála Sigkarl með Sterling, hann virðist stundum vera númeri of lítill. Sérstaklega þegar það kemur að síðustu sendingu. Hann vonandi lagar þetta á þessu tímabili og kemur svo sterkur inn í það næsta.

  Annars er það meira QPR sem eru arfaslakir í þessum leik frekar en Liverpool svona frábærir. Maður hefur líka séð svona leiki þar sem Liverpool nær engan vegin að nýta sér veikleikana hjá mótherjanum. Nú er bara að sigla þessu heim og halda hreinu í leiðinni.

 21. Tippaði rétt á byrjunarliðið en var ekkert allt of bjartsýnn, jafnvel slöpp lið spila vel á móti Liverpool en hvað er að ske? Það er bara hörkubarátta í okkar liði og besti leikurinn á tímabilinu. Eiginlega fullkominn leikur.

 22. Þetta er glæsilegt !!!
  Suarez þarf bara að klára þrennuna

  Datt soppið út hjá fleirum en mér. Lumið þið á stream link sem virkar ?

 23. Suarez bara að sýna okkur það enn og aftur að hann er langbestur í þessari deild. Skil ekki þetta hype á RVP. Suarez er einfaldlega leveli fyrir ofan RVP

 24. Finnst við vera að hleypa þeim of mikið inn í leikinn núna. QPR eru að fá fullt af plássi á miðjunni allt í einu sem er hættulegt. Klára þennann leik almennilega bara, ekkert bull.

  Lucas inn sem er flott, hefði samt haldið Henderson inná lengur, búinn að vera flottur.

 25. Þulirnir í QPR leiknum fullyrtu áðan að Sturridge væri víst alveg klappað og klárt hafið þið heyrt eitthvað um þetta?

 26. Hrikalega slakkur leikur hjá Liverpool, fá ekki háa einkunn hjá mér fyrir þennan leik.

 27. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst Downing hafa verið virkilega solid í dag..Væri bull að selja hann..

 28. 41 já alveg hrikalegt að vinna 3-0 er sammála þér. með seinni hálfleik ..QPR reyndu allt sem þeir gátu ..áttu aldrei sens

 29. Nánast ekki færi í seinni hálfleik en þá var leikurinn búinn. Liverpool góðir í þessum leik.

QPR á morgun

QPR – Liverpool 0-3