QPR á morgun

Ég horfði á hörmungina gegn Stoke í góðra vina hópi og var svo sem ekkert sérlega bjartsýnn fyrir þann leik. Ég hreinlega þoli ekki þetta Stoke lið og þeir spila nákvæmlega þann bolta sem okkar menn eiga hvað erfiðast með að eiga við. Fólk tekur svona tapi á mjög misjafnan máta, sumir æða fram á ritvöllinn og fá þannig útrás, ég nota aðrar aðferðir, ég hreinlega sleppi því alfarið að fara á netið eða hreinlega spá í fótbolta í smá tíma. Í þetta skiptið var þetta sérlega slæmt og hef ég því nánast ekkert skoðað netsíður sem fjalla á einn eða annan hátt um þessa íþrótt sem við elskum og dýrkum. Ég veit því akkúrat ekkert um hvað hefur verið að gerast hér á síðunni þegar kemur að athugasemdum lesenda.

Ég verð því að fá að blása aðeins áður en kemur að hinni eiginlegu upphitun. Í mínum huga er það eitt að tapa, en allt annað að tapa á þann hátt sem við töpuðum gegn The Fight Club. Ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega þoli ekki hjá mínu liði, þá er það andleysi og skortur á vilja. Það var aðeins eitt lið sem virkilega vildi vinnan leikinn um daginn og það voru mótherjar okkar. Gott og vel ef menn spila bara illa, mæta sterkari andstæðingum, eru óheppnir og annað slíkt. En að nenna ekki og sýna ekki nægilegan vilja, það er eitur í mínum huga. Ég ætla svo sannarlega að vona að menn rífi sig rækilega upp á rasshárunum á morgun og sýni djörfung og dug. Það er endalaust hægt að röfla um skort á breidd, gæðum og einhverjum mikilvægum þáttum í uppbyggingu á góðu fótboltaliði, en það allt skiptir engu máli ef hugur fylgir ekki verki. Og hana nú (sagði hænan og lagðist á bakið).

Þessir næstu mótherjar okkar ættu svo sannarlega að vera bráð sem við ættum að geta japlað vel á. En við erum að tala um Liverpool hérna og því enginn vegur að spá fyrir um hvernig liðið mætir til leiks. QPR hafa verið skelfilegir á þessu tímabili, einungis skorað 16 mörk í sínum 19 leikjum og fengið á sig 33 stykki. Þeir skiptu nýlega um stjóra og hafa aðeins lagast, en í mínum huga er Harry Redknapp einn sá ofmetnasti í bransanum. Málið er engu að síður það að þeir eru með leikmannahóp sem er betri en hjá mörgum liðum sem eru fyrir ofan þá. Það er eiginlega með ólíkindum að þetta lið sé þar sem það er. En hver er ástæðan fyrir því? Ég er á því að það er engu liði hollt að fá til sín (með kaupum eða á láni) heila 42 leikmenn á einu og hálfu ári, eða síðan þeir komust upp í Úrvalsdeildina. Þvílíkt og annað eins rót er vandfundið, það virðist ekki vera neitt plan í gangi þarna.

Það er ekki eins og að það vanti þekkt nöfn á þennan 42 manna lista þeirra, þó svo að sumir séu minni þekktir en aðrir. Menn eins og Daniel Gabbidon, Kieron Dyer, DJ Campbell, Bruno Perone, Jay Bothroyd, Joey Barton, Luke Young, Armand Traore, Shaun Wright-Phillips, Anton Ferdinand, Clint Hill, Taye Taiwo, Nedum Onuoha, Djibril Cissé, Bobby Zamora, Samba Diakite, Robert Green, Ryan Nelsen, Andy Johnson, Fabio, Ji-Sung Park, Junior Hoilett, Jose Bosingwa, Julio Cesar, Stephane Mbia og Esteban Granero, svo einhverjir séu nefndir. Ef ég þekki þetta rétt þá eru einungis fjórir leikmenn hjá þeim í dag sem voru í hópnum sem fór upp með þeim fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan, Shaun Derry, Adel Taarabt, Alejandro Faurlin og Jamie Mackie. Hvernig í ósköpunum á svona lagað að enda öðruvísi en með ósköpum?

En eins og fram kemur í upptalningunni hér að ofan, þá má með sanni segja að þeir eigi leikmenn sem geta gert liðum skráveifur. Hversu týpískt væri það ef þeir færu nú allt í einu að láta til sín taka á morgun? QPR hefur unnið einn leik í deildinni á tímabilinu, unnu Fulham nýlega á heimavelli, annars hafa þeir gert 7 jafntefli og tapað heilum 11 leikjum. En ég bara trúi því ekki að við eigum jafn dapran dag og í síðasta leik.

Brendan Rodgers hefur gert marga góða hluti, en hann hefur líka gert slatta af mistökum, það er bara eins og gengur og gerist og allir stjórar gera mistök reglulega. Ég mun aldrei skilja þá ákvörðun hjá honum að halda Jonjo Shelvey inná allan leikinn gegn Stoke. Ekki var hann að gera stráknum neinn greiða, því það var alveg ljóst að hann var bara algjörlega að eiga off dag. Ég hef tröllatrú á Jonjo, en það sáu það allir (nema kannski Brendan) að hann var ekki að gera sig. Stundum hugsar maður nú með sér að maður hafi nú ekki nærri jafn mikið vit á hlutunum og stjórinn (sem er bara staðreynd) en það var ekki bara ég sem sá þetta, virtir sparkspekingar voru á sama máli og hann fékk til að mynda aðeins einn í einkunn af 10 mögulegum hjá Echo fyrir leikinn.

Eitthvað lítið hefur frést af meiðslamálum hjá okkar mönnum. Suárez hefur verið að spila meiddur í síðustu leikjum, en ætti að geta verið með á morgun. Sömu sögu er að segja af Agger og þess utan eru þá bara þeir Assaidi, Kelly og Borini frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir afar dapran dag hjá vörninni í síðasta leik, þá reikna ég með því að hún verði óbreytt, þetta er einfaldlega sterkasta vörnin sem við höfum úr að moða, þótt hún henti illa gegn liðum eins og Stoke. Downing hefur verið frískur undanfarið og ætti að halda sínu sæti, sem og Lucas og Gerrard. Sahin hefur jafnað sig af nefbrotinu og ég er bara algjörlega á því að þetta sé akkúrat leikur sem hann ætti að spila. Við þurfum bara nauðsynlega að fara að fá að sjá eitthvað meira frá þeim dreng og í þeirri stöðu sem hann er talinn hvað bestur í. Ég er samt viss um að svo verði ekki raunin, er nánast pottþéttur á því að Allen komi inn í liðið. Þá er þetta fyrst og fremst spurning um hina kantstöðuna. Ætli ég tippi ekki á að Sterling komi aftur inn í liðið og að það verði svona skipað:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Allen – Lucas
Downing – Gerrard – Sterling

Suarez

Bekkurinn: Jones, Carragher, Coates, Henderson, Shelvey, Suso og Cole

Eins og ég sagði í byrjun, þá var ég ekkert alltof bjartsýnn á mikinn fjölda stiga út úr Stoke leiknum, erfiður útivöllur gegn liði sem við eigum afskaplega erfitt með að spila gegn. Það verða engar afsakanir á morgun, við EIGUM að vinna þennan leik, það er bara akkúrat ekkert annað í boði, allt annað er hreinn og klár skandall. Ef menn taka sig ekki saman í andlitinu og mæta brjálaðir til leiks, þá, þá, þá, þá…verð ég líka brjálaður. Við verðum að ná í þessi þrjú stig og ég vona svo sannarlega að Brendan komi því inn í hausinn á mönnum að frammistaða eins og gegn Stoke er bara hreinlega ekki í boði. Það þarf að skrúfa helvítis hausinn á búkinn áður en farið er inn á völlinn. Hætta að tala um einhver sæti, bara hætta að tala almennt og fara að framkvæma. Ég hef ennþá fulla trú á þessu liði okkar, það hefur marg oft sýnt það í vetur að það getur spilað flottan fótbolta og er með marga virkilega góða leikmenn innanborðs. Nú er lag, drengir, sýnið okkur að þið séuð þess verðir að fá að klæðast Liverpool treyjunni.

Ég ætla að spá því að við klárum þennan leik örugglega og vinnum 1-3 sigur. Luis reimar á sig markaskóna sína, undur og stórmerki gerast, við fáum víti annan leikinn í röð sem Stevie G skorar úr og svo kemur Downing og tvöfaldar markareikning sinn í deildinni fyrir Liverpool. Endum þetta hörmulega leiðinlega 2012 með stæl og leggjum grunn að mikið betra ári. Bless 2012, bring on 2013. Kær kveðja, Gulli Gullfiskur.

68 Comments

 1. Tap í þessum leik, og þá er eins gott að við eyðum 100millum í janúar.

 2. The wrath of Steini! Flott upphitun og ég er sammála því að við verðum ekki einungis að vinna þennan leik, heldur EIGUM við að gera það.

 3. Jebb, verðum að vinna þennan leik. Er ánægður með orðróminn um nýjan markmann. Það getur ekki verið hollt liði að geta aldrei treyst á lykilmarkvörslur í leikjum. Reina er frábær alhliða markmaður. Kemur boltanum betur í leik heldur en sennilega allir aðrir markverðir og gerir fá mistök. En þegar kemur að því að verja sjálft markið þá ver hann bara ekki skot. Einn á móti einum er alltaf mark, það er eins og hann sé ekki einu sinni þarna.

  Að öðru leyti erum við með ágætis lið, eigum í vandræðum með að skora sem að vísu er stórkostlegt vandamál en Suarez Gerrard Sterling Downing geta vonandi bundið saman í eina sókn og klárað málið. Johnson er líka seigur að koma sér í teiginn.

  Hreinlega verðum að vinna þennan leik. Segi að Suarez og Sterling skori.

 4. Miðað við frammistöðuna á móti Stoke og Aston Villa, þá ætti maður ekkert að vera bjartsýnn fyrir morgundeginum.

  En ég hef trú á okkur á móti QPR. Held að við rífum okkur upp og náum nokkuð öruggum 0-2 sigri.

 5. Árið 2008 fórum við á White Hart Lane og spiluðum við Tottenham þar sem að þeir höfðu ekki unnið leik á tímabilinu en Harry Houdini var tekinn við liðinu! Þar unnu þeir sinn fyrsta sigur á tímabilinu 2 – 1 ! Það er eitthvað sem segir mér að QPR vinni þennan leik 2 – 1 ! (Veit að þeir eru búnir að vinna einn leik á tímabilinu)

  Það vantar allan pung í þetta lið okkar og erum við ekki tilbúnir í slagsmál sem verða á Loftus Road á morgun ! En VÁ hvað ég vona að ég hafi rangt fyrir mér !

 6. Verðum bara að vinna svo að við séum ekki að detta meira niður á töflunni. 10 sætið djö fokking fokk.

 7. Verd såttur með 0-0 jafntefli miðad vid framistöðuna gegn stoke. En spåi tò 1-0 sigur okkar manna.

 8. Þetta er leikur þar sem mætast tvö lið sem “verða að vinna”. Ekki aðeins út af stigunum heldur til að sýna heiminum hvernig þau bregðast við mótlætinu. Hvernig á að reka af sér slyðruorðið og vonleysisstimpilinn.

  QPR hefur verið í ruglinu á meðan að okkar menn hafa tekið eitt skref framávið til þess eins að stíga tvö skref til baka í næsta leik. Ég lít svo á að þessi leikur sé gífurlega mikilvægur fyrir jafn brokkgegnt lið og LFC. Tap gegn Stoke, sem kann sitt hlutverk 100%, er eitt; tap gegn QPR er allt annað og verra mál. Tap gegn QPR myndi gera starf Brendans við að blása trú og sjálfstraust í strákana sinna mjög erfitt í langan tíma. Jafntefli er heldur ekki góð úrslit. Hér verður einfaldlega sigur að vinnast og það helst sannfærandi.

 9. Að segja að Harry Redknapp einn sá ofmetnasti í bransanum það á eftir sýna sig í leiknum að það sé rugl í þér, Harry hefur gerta mjög góða hluti með þeim liðum sem hann hefur stýrt að segja annað sýnir fávísi í höfundi.

 10. Að mínu mati eru stærstu mistök í seinni tíma hjá liverpool þau að selja el hadji diouf.. Hann var Einn hrraðasti en um leið klókasti kantmaður sem við höfum haft. Hann bjó líka yfir svo mikklum persónusjarma sem svo mörgum í liverpoolliðinu í dag sárvantar. Ég held við værum ekki í þessum vanda með hann innanborðs

 11. Ef Liverpool tapar þessum leik þá hefur BR ekkert vit á fótbolta og mannskapurinn vonlaus.

 12. flott uppstilling hjá þér, akkúrat svona myndi ég stilla uppliðinu gegn QPR….en ég myndi ekki hafa Shelvey á bekknum, frammistaða hans í síðustu leikjum dont deserve that……….hvernig fannst ykkur hann á móti Stoke? trú Rodgers á Shelvey er frightening…..og að hann skildi klára Stoke leikinn, þrátt fyrir 3 skiptingar, fær mig til að efast stórlega um Rodgers…….það eru allir sammála heilt yfir að við séum mjög daprir í vetur á síðasta þriðjungi vallarins….skildi það vera vegna þess að Shelvey er AM hjá okkur? í hvaða liði í Englandi,Spáni,Þýskalandi og Ítalí væri Shelvey AM? ekki einu einasta! jú Liverpool

 13. Þetta er bara mín skoðun.Jákvætt! Er það eitthvað rosalega jákvætt að vera í miðri deild?Mér finnst BR ekkert hafa góð tök á mannskapnum.Hvar er baráttan og grimmdin? Það er eitthvað rosalega mikið að.Stöðugleiki nei hann ekki til staðar.En segi ef Liverpool tapar þessum leik þá er nú bara botnbarátta framundan.Og er það svo jákvætt?Enn sem komið er þá heillar BR mig ekki neitt.Vil miklu frekar fá Rafa aftur en það er víst ekki í umræðunni.En vonandi vinnum við þennan leik og fleiri þá skal ég enduskoða mína skoðun á BR.

 14. Líst ekki á þetta.. töpum þessu 2-1

  Skrítli skorar snemma leiks og svo dettum við í ruglið og fáum á okkur 2 mörk.

 15. Krisskriss ertu eitthvað verri. Rodgers ekkert lélegri en hver annar stjóri. Hann er ungur og ferskur í bransanum og hefur góða sýn á fótboltann, sóknarsinnaður og teknískur stjóri sem virðist vera með flott framtíðarplön. Við verðum bara að gefa honum séns til að alðlagast að svona stórliði

 16. Mér fannst með eindæmum kjánalegt að láta Coates ekki byrja á móti Stoke og vona ég að hann geri það á móti QPR. Að mínu mati er hann ekki næstum því buinn að fá þann tíma og þá sénsa sem hann á skilið. Hann er stór og sterkur varnarmaður sem hefði líklega getað skákað nautsterku og himinháu liði Stokara. Honum vantar kannski reynslu og leikskilning en hvern er hækt að auka þá þætii? Jú með því að láta hann spila!

 17. Óli Eyjólfs. Það er flott að hafa góð plön en það geta allir. Vandinn er sá að Rodgers er uppfullur af flottum framtíðarplönum en nær ekki i gegn til leikmannanna.
  Það virðist sem að leikmennirnir hafi ekki trú á því sem hann er að gera. Það er: “he has lost the dressing room”. Við vitum að það er aðeins ein útkoma möguleg í slíklu dæmi.

 18. Ég vil fá Wisdom inn hægra megin, Johnson í vinstri bak og Enrique í kantframherja.

 19. Skyldusigur og ekkert annað, Vandamál tímabilsins og líka þess í fyrra er búið að vera óstöðuleiki, margir (kannski frekar nokkrir) flottir leikir inná milli en svo þess á milli er ekki sjón að sjá til liðsins. Þetta er líka oft þannig að liðið á flottann fyrrihálfleik og nær jafnvel forustu en síðan í seinni er eins og áhugion fjari út, ég rétt vona að það sé áhuginn frekar en úthaldið se vantar vegna þess að auðveldara ætti að vera að laga hann. Spurnig hvað sé það sem orsaki þann óstöðuleika… Ég er ekki viss en það er svo sannarlega eitthvað sem þarf að laga og það fljótt! Væri til í djúphreinsun á liðinu frá A-Ö, spúla þaðp hátt og lágt!

 20. Já …. vona það besta alltaf en er hræddur fyrir þennan leik.
  Eitthverntímann hættir alltaf ruglið og spurning er bara hvenær.
  Mér finnst samt ekki sanngjarnt að sumir í tilvonanadi byrjunarliði eigi það skilið að byrja leikinn á morgun en sannast sagna er hópurinn svo illa samsettur að við eigum í raun ekkert annað í boði.
  Brendan fellur í sömu gryfju og venjulega og stillir upp í kerfi eins og alltaf, sem allir vita hvernig á að taka á. Ég tippa á 2-2 jafntefli, stöðugleikinn er ekki meiri, því miður.

 21. Nr 24!! Þú ert mínum manni, Luis Garcia, til háborinnar skammar með þessum ummælum! Að kalla fyrirliða okkar "durt" og "ógeðslegan" er fyrir neðan allar hellur! Skammastu þín krakki!!

 22. Ágætu stjórnendur: Eruð þið til í að henda út þessum vitleysingaummælum sem eru hérna #24, #15, #13. Hér á væntanlega að ræða leikinn á morgun en ekki drulla rakalaust yfir Rodgers eða leikmenn liðsins.

 23. Þetta er eitthvað troll að reyna að espa okkur upp, banna ip töluna hans bara og henda þessu út

 24. Akkúrat núna eru nýliðar Southampton að leika sér að Stók á útivelli. Frábært

 25. Bíddu Halló…… Stoke komið 3-1 undir á móti Southampton?? Er þetta grín? vorum við ekki að spila við Stoke fyrir 3 dögum og áttum ekki roð í þá?

 26. Flott upphitun. Ekki annað hægt en að vera sammála þér í öllu.

  Ég vill sjá bara uppstokkun á liðinu á morgun. Nokkrir leikmenn hafa verið daprir, vægast sagt, undanfarið. Þ.á.m. Suarez sem auk þess er tæpur ásamt Agger. Skrtel búinn að vera lélegur og því ættu Carragher og Coates að byrja. G.J. og Enrique bakverðir. Miðjan Hendo, Sahin og Suso í holunni. Downing og Assaidi á köntunum og Sterling fremstur. Og já auðvitað, inn með Jones í markið. Don´t get me started with Reina.

  Eitt við BR pirrar mig. Það er skortur á strikerum en hann notar ekkert þessa hrænræktuðu ungu strikera. Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata en þessir 3-4 leikmenn, þið vitið hverjir, hafa fengið allt of fáar mínutur samanlagt í aðalliðinu. Og ekki einu sinni á bekknum síðustu ca. 2 mánuði.

 27. Eg vil bara biðjast afsökunar. Vinur minn sem er utd maður komst aðeins í tölvuna mína. Kemur ekki fyrir aftur.
  En við vinnum þetta a morgun 2-0. YNWA

 28. Eyddi ákveðnum ummælum sem samkvæmt ip-tölu var sami einstaklingurinn, United-tröll að rífast við sjálfan sig með ýmsum nöfnum.

  Leyfi 13 að standa, á mörkunum.

  Það þarf ekki að ítreka fyrir þeim sem hingað koma að skítkast er ekki liðið á þessari síðu og fínt að fá ábendingar þegar ykkur er misboðið eins og Ívar gerir hér að ofan.

 29. Sælir félagar

  Frábær upphitun hjá Steina og ég hefi nákvæmlega engu við hana að bæta. Þar segir allt sem segja þarf fyrir þennan leik og hana nú.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 30. Hey, vissuð þið að skammstöfunin hjá rafa benitez er RB og skammstöfunin hjá brendan rodgers er BR, tilviljun? I don’t think so! Freaky right?

 31. Er smammála "10 og "19. Harry er bara helvítis fínn þjálfari og alls ekki ofmetinn. Varðandi Coates comment þá er bara augljóst þegar Liverpool er með boltan þá taka bakverðirnir svo mikið þátt í sóknarleiknum að miðverjarnir eiga dekka stöður þeirra auk sinnar og Reina á vera einskonar sweeper að hjálpa þeim. Ég bara fíla ekki svona varnarleik. Betra væri fara úr 4-3-3 í 3-5-2 eða eins og staðan er í dag. Við erum bara með einn sóknarmann semi fit. Þá er 3-5-1-1 leikaðferð sem mynda henta betur fyrir Liverpool gegn QPR. Setja Coates inn sem þríðja miðvörð. Þetta gefur vængmönnum meira frelsi að sækja upp kantanna. Svo liðið sem ég vill sá er REINA AGGER COATES SKRTEL ENRIQUE HENDERSON GERRARD LUCAS JOHNSON DOWNING SUAREZ

 32. Flott upphitun Steini og algerlega sammála henni í öllum meginatriðum. Þessi leikur eins og allir fylgja því hvernig við komum til leiks, mótherjinn ræður þar litlu um held ég. Hef þó trú á því að kallinn róteri meira, gæti séð Agger hvíldan á morgun og jafnvel Johnson líka og þá Carra og Wisdom í staðinn.

  Aðeins að leikjum dagsins og stöðunni í þeim, látum vera með Stoke.

  En hvernig fórum við að því að steinliggja fyrir Aston Villa? Jesús, Jesús minn.

 33. Ég sem sjálfur er poolari undra mig á því að ég geti ekki deilt skoðunum mínum hér á núverandi stjóra liðsins míns sem ég veit að ég deili með svo mörgum án þess að vera hennt útaf þræðinum!

  Þeir þræðir sem voru fjarlægðir komu allir frá sömu IP-tölu undir ólíkum nöfnum, úr annarri tölvu en þú skrifar nú úr. Það er ekki vel séð hér þegar menn rífast við sjálfa sig undir ólíkum nöfnum. Ef þú ert reglulegur lesandi hér þá þekkirðu reglurnar vinur…Maggi

 34. Hvernig tókst okkur að steinliggja á Anfield fyrir Aston Villa?!?!?

  Liðið er nú enn einu sinni að skíta á sig – nú á heimavelli fyrir Wigan…..

  Stoke er að merja jafntefli á heimavelli gegn Southampton… Botnliðið er að sýna okkur að það er vel hægt að skora mörk á Brittania.

  Það eru daprir tímar á Anfield nú um stundir, en ég hef ennþá trú á BR – FSG þarf bara að bakka hann með kaupum á nokkrum gæða leikmönnum.

 35. Sæl bræður og systur.

  Þá er enn einn leikurinn yfirvofandi og hegðun mín, og sjálfsagt flest allra stuðningsmanna Liverpool, verður dálítið einkennileg. Nú er ég ekki fíkill en ég ímynda mér að svona líði fíkli sem veit hann þarf að standa sig. Ég les upphitunina á Kop.is mörgu sinnum og öll kommentin. ´Eg les allt, alls staðar þar sem ég finn eitthvað um mitt lið og andstæðingin. Ég vona að engin í mínu liði sé veikur, hafi rifist við konuna, rifist við mömmu sína eða félaga. Ég leita eftir upplýsingum um andstæðingin að þeirra besti maður sé með matareitrun, kötturinn hans hafi dáið eða hann rifist við konuna. Ég leita og leita á netinum í blöðunum af einhverri ástæðu til bjartsýni. Á morgun leikdag vakna ég og byrja á að lesa Kop.is svo les ég blöðin (íþróttasíðurnar) svo stilli ég upp mínu liði ( veðja við betri helmingin), svo ókyrrist ég meira og meira fer í Liverpoolpeysuna mína, fer úr henni aftur. Fer í náttbuxurnar því síðast þegar við unnum var ég í þeim. Svona líður dagurinn og þegar það er flautað til leiks er ég ein taugahrúga búin að naga neglurnar niður í kviku, biðja til Guðs, heita á kirkjur og alla þá dýrlinga sem ég þekki , lofa því að hætta að drekka kók bara ef mitt lið vinnur. Ég horfi á allan leikinn og alveg fram á síðastu spyrnu segi ég að Liverpool vinni, alveg þar til ég sé annað þá sætti ég mig við tap.
  Kæru félagar við verðum að hafa trú á okkar mönnum fram í rauðann dauðann en að kunna að tapa með sæmd það er góður siður og kemur manni langt í lífinu.
  Ef þið sjáið hér pistil frá mér þar sem ég segi að Liverpool tapi leiknum þá endilega hringið í mig og segið mér að fara að halda með einhverju öðru liði.

  Að sjálfsögðu vinnum við þennan leik með fleiri mörkum en andstæðingurinn.

  Þangað til næst YNWA

 36. Ég skil ekki alveg hvað fólk á við þegar það talar um sveiflur hjá Liverpool, það er ekki Liverpool liðið sem ræður því hvernig leikurinn fer heldur alltaf mótherjarnir. Liverpool hefur farið versnandi í allan vetur og hefur aldrei stigið upp og sýnt góðan leik inn á milli. Þó svo að Liverpool hafi sigrað Fullham þá var það ekki vel spilaður leikur hjá liðinu heldur var raunin sú að Fullham var algjörlega andlaust í þeim leik. Liverpool spilaði hinsvegar alveg eins og þeir gerðu á móti Aston Villa. Ef þeir hefðu átt að teljast góðir þá hefði leikurinn átt að fara 8-0 því Fullham bauð svo sannarlega upp á það. Eins hafa einstaka leikmenn dalað allverulega eftir ágætis upphaf, menn eins og Allen, Sterling, Shelvey, Agger, Skrtl, Wisdom, Suso o.fl. hefur öllum farið aftur og rannsóknarefnið er um hverju það sé að kenna. Mín tilgáta er sú að Brendan Rodgers sé alltof takmarkaður manager. Þ.e. hann er með of einhæft leikskipulag til að geta spilað með þessa meðal menn. Ef við byrjum fremst þá get ég aldrei nokkurn tíman séð að það sé eitthvað plan í gangi þar annað en að koma boltanum á Suarez og svo slaka á og horfa. Á miðjunni virðast menn oft vera áttavilltir og óvissir um hver gætir hvaða stöðu. stundum eru þeir 2 sem eru að gæta sama punkts á miðjunni og oftar en ekki virðist vera að eingöngu 2 leikmenn að hámarki megi vera inni í teig andstæðinga. Auk þess sem alltof mikið af mörkum í vetur hafa orðið til á því svæði sem miðjumennirnir eiga að gæta. Síðan er það vörnin. Þar höfum við að vísu 2 bestu leikmennina á vertíðinni, þá Enrique og Johnson en þeir eru því miður jafn mikilvægir í vörninni eins og þeir eru í sókninni, þannig að á meðan enginn alvöru kantari er að kovera þá á meðan þeir detta í sókn þá verður lítið úr þeirra sóknartilburðum. Sem er aðal kerfi Rodgers, þ.e. að kantmaður eða bakvörður fái opið skot á réttum fæti á horni vítateigs. Til þess að geta spilað eftir því þarf alvöru skotmenn og hreyfingu inni í teignum. Oft virðist líka eina kerfið vera að dúndrast upp kantinn og troða boltanum inn í óháð því hvort það er Liverpool maður í teignum eða ekki. Þetta segir mér að þegar Rodgers reynir kerfi sem hann kann ekki þá stoppar allt hjá liðinu. Og þegar hlutirnir stoppa þá fæst engin lausn í þær 90 mínútur sem tekur að spila einn fótboltaleik.

 37. Er að horfa á Arsenal – Newcastle. Vá hvað mig langar allt í einu mikið í Walcott og Ba.

 38. Er ég sá eini sem vill sjá þessa uppstillingu bráðlega??

  Reina
  Skrtel – Coates – Agger
  Johnson – Lucas – Downing
  Gerrard – Sahin – Sterling
  Suarez

  Hafa semsagt Johnson og Downing á köntunum með minna varnarhlutverk og leyfa Lucas og miðvörðunum þremur að sjá um þetta.

  Gerrard, Sahin, Sterling og Suarez sjá svo um hápressu…. eins og ég hélt að tiki-taka er allt um!!

 39. Lið sem harry rauðhnappur hefur stjórnað í gegnum tíðina hafa oftar en ekki haft tök á Liverpool. Ég vona svo innilega að BR sé búin að messa duglega yfir þessum andlausu leikmönnum sem skitu uppá bak á brittania stadium í fyrr í vikunni. Að sjá leikmenn ekki einu sinni nenna að leggja sig fram fyrir þá aðdáendur sem lögðu leið sína á þennan leik er fyrir neðan allar hellur.

  Ef 11 leikmenn Liverpool leggja sig 100% fram í þetta verkefni á morgun þá eigum við að valta yfir þetta qpr lið. Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik en vonast svo innilega eftir sigri, bara fyrir BR svo að menn geti hætt að tala um að það eigi að reka hann.

  Ég vill að leikmenn Liverpool FC berjist fyrir sigri á morgun í 90 mínútur, en gefist ekki upp eftir 45 mín. eins og síðast.

  Koma svo……. tiki taka með baráttu 🙂

 40. Myndi vilja sjá Lucas taka bekkinn á morgun (það er ekkert grín að koma tilbaka eftir öll meiðslin og við erum með fína miðjumenn) og smella Suso aftur í varaliðið. Gerrard og Suarez verður hægt að treysta á morgun alveg pottþétt hugsa ég og þá eru Allen, Henderson, Shelvey, Sterling, Downing og Sahin leikmennirnir sem eftir eru nothæfir til að skipa restina af 4 stöðurm framarlega á vellinum. QPR eru ótrúlega ömurlegir og þetta lið tekur þá 2-0

  Sterling Suarez Downing

  Allen Gerrard Henderson

  Enrique Agger Skrtel Johnson

  B.Jones

 41. Að horfa á liðið sem ég stillti upp í póstinum á undan gerir mig reyndar þunglyndan, þetta er einfaldlega ekki mjög gott lið. Það verður svaðaleg framför þegar Sturridge dettur inn í þetta byrjunarlið fyrir Downing sem er vængmaður í 442. Hann er enginn stræker því miður þótt hann sé góður leikmaður. Maður sér kannski betur og betur vandamálin sem Brendan hefur og maður hefur verið að tala út um rassgatið á sér að halda að maður sé með betri lausnir.

 42. Davíð #46#

  Verð því miður að afþakka gott boð, ég á nefnilega ansi góðan mann. Hann er mörgum góðum kostum búinn en einn sá allra allra besti og það sem skipti sköpum fyrir mig þegar við kynntumst er það að hann er eldheitur stuðningsmaður Liverpool. Þar sem ég er Poolari af Guðs náð þá eru við ansi góð saman og okkar helsta og nánast eina áhugamál er Liverpool. Umræðu efni okkar er fótbolti og mikið er pælt og spekúlerað í mannskap og liðsskipan.
  Ég vona svo sannarlega að þú verðir jafn heppin og ég í makavali og lendir á Poolara því þeir eru eins og allir vita alveg einstök gæðablóð og þeim fylgir ekki bara heilt fótboltalið heldur margar milljónir stuðningsmanna sem mynda saman eina góða og sterka heild og við vitum það að við göngum aldrei ein meðan við tilheyrum Liverpool Football Club.

  Takk aftur fyrir gott boð YNWA

 43. Það þyrfti að vera ein svona Sigríður á hverju heimili. Þá væri heimurinn betri. 🙂

 44. Skyldusigur á morgun. Dæmið er ekkert flóknara en það. Sjálfstraust leikmanna fer minnkandi og krafan um að BR verði rekinn verður háværari. Persónulega finnst mér það glórulaust og vil að BR fái a.m.k. tvö tímabil til að sanna sig en ég er líka nokkuð viss um að kanarnir hafi ekki þá þolinmæði. Þeir vilja árangur og það strax. Þetta þýðir m.ö.o. að árangur liðsins verður að lagast og það strax.

  BR ber að sjálfsögðu einhverja ábyrgð á því hvernig staðan er. Það vantar karakter í liðið! Er ánægður með að BR skuli loksins vera farinn að senda leikmönnum skýr skilaboð með að þeir skuli gera svo vel að drullast til að átta sig á því hvaða klúbb þeir eru að fara að spila fyrir! Það er deginum ljósara að það þarf að hreinsa til í þessum leikmannahóp og það mun taka nokkur ár að klára það dæmi og þá getum við farið að tala um þetta margumrædda 4. sæti. Ég fullyrði það að ekki einn einasti þjálfari í heiminum (já, Rafa included) gæti náð að framkalla eitthvað kraftaverk með þennan leikmannahóp, eins og hann er í dag.

  Já, þetta mun taka tíma og vð þurfum að sýna þolinmæði. EN kanarnir verða að átta sig á því að þeir þurfa gera svo vel að setja meiri pening í leikmannakaup, mikinn pening. Annars getum við gleymt því að vera á meðal 4 efstu á næstunni. Svo einfalt er það.

 45. Það er bara alls ekki nóg að setja peninga og aftur peninga í leikmannahópinni. Menn verða að vanda valið betur.

  Veit ekki betur en það er búið að vera að eyða nokkuð vel hjá okkur undanfarin ár, að minnsta kosti miðað við liðin í kringum okkur. Held við sém búnir að vera á sama stað og Fulham í deilidinni undanfarin tvö ár. Það væri gaman að sjá eyðslu tölur þeirra og okkar til samanburðar svo ekki sé minnst á launakostnað sem segir nú yfirleitt mest um stöðu liðanna í deildinni.

 46. Sigríður þú ert fyrirmyndin mín. Það vantar fleiri konur/stelpur á þessa síðu.

 47. Lítur út fyrir að Chelsea ættli að nota eitthvað að peningunum sem fást fyrir Sturridge og kaupa Ba frá Newcasle.

 48. Skora á síðuhaldara að eyða þessu skítakommenti #56. Vægast sagt ósmekkleg.

 49. Liðið:

  Reina,Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Allen, Henderson, Gerrard, Downing, Sterling, Suarez. Lucas á bekknum. Vonandi að Gerrard verði framliggjandi.

 50. Nú er seasonið ca hálfnað og enn eitt árið getum við Poolarar gleymt deildinni áður en rakettunum er skotið upp, sorgleg staðreynd. 11 stig í CL sæti, vorum svo nálægt fyrir nokkrum leikjum síðan en skítatöp gegn AV og Stoke hafa kostað mikið. Svo situr Rodgers víst með drullu heima og horfir á okkar menn vonandi skeina QPR á útivelli. Kanarnir þurfa að hætta þessu rugli, rífa upp tékkheftið og dúndra inn óvæntum 3-4 massaleikmönnum i janúar. 2013 verður betra, það hlýtur bara að vera. YNWA

 51. Já 56# væri voða sniðugt að vera veikur á bekknum og smita leikmenn! snýst ekki um hann, heldur að smita ekki leikmennina gáfnaljós…

 52. Ef leikurinn í dag vinnst ekki þá er botninum náð.

  Ég er samt ekki einn af þeim sem vil kenna stjóranum alfarið um skelfilegt gengi liðsin þó hann að sjálfsögðu beri ábyrgð á slæmu formi leikmanna og andleysi liðsins.

  Það sem þarf nauðsynlega að gerast er að fá nýja eigendur að liðinu. Eigendur sem hafa metnað til þess að gera liðið að stærsta lið Englans. Grunnurinn er til staðar hjá klúbbnum en hvorki eigendurnir né stjórinn munu koma okkur aftur á toppinn.

 53. Nei þetta er misskilningur, það var vörnin í Stókleiknum sem var með lekanda. Núna er þetta bara niðurgangur en fokk hvað ég vona innilega að leikurinn verði ekki niðurgangur hjá LFC líka!!

 54. Gummi Halldórs – þetta er miklu frekar dæmi um enn eina ömurlegu fréttamennskuna hjá mbl – þessi tíst sem um ræðir voru skrifuð af einhverjum tístara sem notar @OfficialLFC en hefur engin tengsl við Liverpool (það notar @LFC). Ef blaðamaðurinn hefði haft eitthvað snefilvit á Twitter hefði hann getað áttað sig á því…

 55. 62 Hef ekki séð þessa færslu í dag hjá official twitter síðunni. Getur verið að mbl menn hafi verið að lesa Fake twitter síðu??

  Ef svo er…svaka slæmt MBL.

 56. Hva,ekkert byrjunarlið,eru menn eftir sig eftir steikarát undanfarinna daga?

 57. Lucas verdur man of the match likeid ef þid erud sammála.ef þid haldid ad einnhver annar verdi man of the match commentid hann þa,bara sma könnun 😉

Þegar maður skiptir um stjórann sinn…

Liðið gegn QPR