Þegar maður skiptir um stjórann sinn…

Vona að fólk ergi sig ekki á því að ég bý hér til pistil sem er að hluta til að bregðast við kommentakerfinu við síðasta leik, að hluta til vill ég bara ekki hafa úrslit gærdagsins efst á síðunni, enda ansi slæm.

En mig langar til að ræða aðeins stjóraskiptin hjá félaginu okkar undanfarin ár, ekki síst vegna þess að nú er því miður komið upp það sem ég hafði áhyggjur af í ágúst, að okkar slaki leikmannahópur er nú orðinn til þess að stöðugt stærri hópur vill stjórann í burtu.

Í júní 2010 var tekin sögulega vitlausasta ákvörðun í stjórn LFC þegar Rafa Benitez var rekinn. Ef menn voru ekki vissir um það áður þá hljóta allir að vera sammála því í dag eftir stanslausan velting sem hefur fylgt. Þegar Rafa fór var ákveðið að halda aðstoðarmanni hans, Sammy Lee, sem og þeim unglingaþjálfurum sem hann fékk til liðsins.

Liðið var í söluferli og ákvörðun um eftirmann hans var tekin af Chelsea stuðningsmanni og pappakössum sem fóru eftir pressu blaðanna og réðu Roy Hodgson til klúbbsins. Roy greyið var svo uppnuminn að fá að stjórna stórklúbb að honum var bara alveg sama þó að liðið væri nær gjaldþrota, þetta var stærsta starfið sem honum var boðið á ferlinum og hann sagði auðvitað já. Ekki honum að kenna. Allt í einu birtist Joe Cole á hæsta launasamningnum og Roy sagði ekki nei. Heldur ekki þegar Purslow ákvað að klára Jovanovic. Hann fékk 12 milljón punda budget þetta sumar, hvergi staðfest svosem en altalað. Allir vita í hvað þeir peningar fóru. Brad Jones, Paul Konchesky og Christian Poulsen. Honum tókst ekki að fá Masch til að vera áfram og eyddi þeim peningum í Raul Meireles. Fékk aðstoðarþjálfarann sinn inn í teymið og fór að spila sína taktík.

Sú heitir 4-4-1-1 þar sem liðið lá aftarlega og sótti hratt. Það átti ekki að koma nokkrum manni á óvart að hann myndi halda þessum leikstíl sínum, menn skipta ekki um gír í þjálfun elskurnar, ekkert frekar Roy en Rafa. Leikstíllinn var eitthvað sem við sáum fljótt, Agger var ekki í liðinu og skammaður fyrir að “klappa boltanum of mikið”, boltanum spyrnt yfir miðjuna og Torres átti þar að elta. Hodgson kom ekkert að unglingaliðunum utan æfingaferðarinnar til Þýskalands þar sem hann var skikkaður til að taka unga menn með, þ.á.m. Victor okkar Pálsson.

Menn ræða það að Roy og BR hafa nú sama stigafjölda út úr svipuðu tímabili (við vorum enn í Europa League á þessum tímapunkti og fallnir úr League Cup) en þá skulum við horfa til þeirra þriggja leikja sem síðan fylgdu, það voru tapleikir gegn Wolves (h) þar sem við áttum 3 tilraunir að marki í heild og Blackburn úti þar sem posession í lok leiks var 57 – 43 Rovers í vil, auk svo ósanngjarns sigur okkar á Bolton með marki í uppbótartíma.

Klúbburinn hafði skipt um eigendur og 8.janúar áttuðu þeir sig á að Roy væri ekki þeirra maður, hringdu í Kenny Dalglish í Arabíuflóanum og hann sagði já. Út tímabilið. Tveir þjálfarar fóru með Roy en Sammy Lee fékk að halda djobbinu sínu og Steve Clarke bættist í hópinn. Það kom mér á óvart að Clarke kæmi til okkar. Sá maður er algerlega óumdeildur í þjálfaraheiminum sem gríðarlega skipulagður þjálfari – með næmt auga fyrir smáatriðum og mjög góða samskiptahæfileika á æfingavellinum. Það hafði ég frá leikmanni sem unnið hefur undir hans stjórn auk alls konar lesturs.

Hlutir hjá Dalglish, Clarke og Lee fóru rólega af stað, Torres málið þekkjum við ágætlega, en nú er þó komin upp umræða um að FSG hafi alls ekki viljað halda Torres og lagt að Comolli að losa hann með öllum ráðum. Hingað til hefur Torres og Dalglish verið kennt um að svona fór en núna virðast FSG hafa ákveðið að nóg væri komið af fýlu Spánverjans og fyrir hann fengist peningur.

Vorið 2011 var ákveðið að ráða Dalglish til þriggja ára. Hann tók þá ákvörðun að reka Sammy Lee og sótti einn efnilegasta þjálfara Breta, Kevin Keen til West Ham. Aftur varð ég mjög glaður. Hann skipti sér mikið af unglingastarfinu, hækkaði Pep Segura í tign og átti stóran þátt í því að ráða Mike Marsh til U-18 ára liðsins. Enda grunnur Kenny hjá félaginu í gegnum sendiherrastarf hans hjá unglingaliðinu, þar sem hann m.a. var afar virkur í innkaupum á Wisdom, Sterling og Shelvey.

Leikmenn voru keyptir og fullt af leikmönnum sem ekki gátu neitt og keyptir voru af Rafa og Roy látnir fara. Menn hafa hátt um mikið innkaupaverð en ég fer bara ekki ofan af því að ef þú vilt ná árangri í enskum bolta þarftu að eyða peningum í átt að því sem Chelsea, City og United gera. Sett í samhengi þá eru samanlögð laun Downing, Carroll og Henderson sögð 180 þúsund pund, sem er u.þ.b. það sem Van Persie fær. Sorglegt finnst mér til þess að vita að stefna FSG virðist segja það að við kaupum aldrei leikmann eins og Van Persie, því á “hans aldri” hafi hann ekkert “sell on value”. Um hvað snýst boltinn þá?

En þetta var leikmannahópurinn haustið 2011 fórum við misjafnlega af stað, gerðum of mörg jafntefli á heimavelli en frammistöður liðsins voru fínar. Liðið spilaði mjög oft 4-4-2 eins og Dalglish og Clarke vildu. Við gerðum okkur vonir um baráttu um CL sæti og á þessum tímapunkt fyrir ári vorum við nálægt því. Ég fór á leik á Anfield í desember, sigurleik gegn QPR. Mikil stemming fyrir leik á The Park og eftir leik á Albert. Fólk var gríðarlega ánægt með leikstíl liðsins og mikið var rætt um öfluga tengingu aðalliðsins við yngri liðin.

Við erum á leiðinni til baka! Suarez málið vofði yfir og við vitum hvernig það fór. Ferguson hamaðist á klúbbnum og Dalglish og margir fylgdu þeirri umræðu. Framundan fyrir réttu ári voru undanúrslitaleikir gegn Manchester City sem unnust og Liverpool var komið á Wembley í fyrsta sinn frá opnun nýja vallarins og í fyrsta úrslitaleik síðan 2006. Við réðum illa við álagið í janúar, vorum áfram í bikarkeppnunum og drógumst aftar í deildinni.

Eftir tap fyrir Arsenal fannst mér þjálfarateymið einfaldlega afskrifa deildina. Það kom mér ekki á óvart, þetta voru hefðbundnir Bretar sem vildu ná í titla og í mörgum deildarleikjum var hvílt. Við unnum fyrsta bikar félagsins síðan 2006 og töpuðum í úrslitum FA cup eftir að hafa slegið út Man. United, Stoke og Arsenal (og af því við tölum um Stoke er record Dalglish gegn þeim 3-1-1).

En þetta var víst ekki nóg og Dalglish og Keen voru reknir, Clarke viku seinna. Clarke og Keen stjórna nú spútnikliði enskra og Dalglish kemur ekki á leiki nokkurra liða hjá LFC. Allir leikmenn sem tjáðu sig þökkuðu þjálfarateyminu fyrir samstarfið og baðst afsökunar á að hafa tapað starfinu þeirra. Allir.

Og enn á ný var skipt um þjálfara. Ungur maður með eitt leiktímabil í efstu deild að baki var ráðinn. Eftir hallærislegt ráðningarferli þar sem m.a. Henry spókaði sig um aðalgötur einhverrar borgar með stjóra Wigan Athletic og endalaust spjall um þeirra “vision” fyrir klúbbinn.

Mér leist bara ekkert á ráðningu Rodgers til að byrja með. Ekki neitt. Fyrst og fremst kannski vegna þess að ég var handviss að ein ástæðan fyrir því að Dalglish var sú sama og þegar Rafa var rekinn, eigendur vildu fá að stjórna klúbbnum og nenntu ekki að hafa neina “nei-menn” við stjórnvölinn hjá sér. Sagan segir að stórt rifrildi hafi komið upp í upphafi maí þegar Clarke og Dalglish töluðu um næstu skref klúbbsins og áttuðu sig á að annað sumarið í röð ætti að spara. Nokkuð sem var fullkomlega ljóst að reyndir stjórnendur áttuðu sig á að myndi þýða veikari leikmannahóp. Í kjölfar deilu stjóranna við eigendur um vonlausan janúarglugga 2012. Eigendurnir töluðu um að deildarformið væri “óásættanlegt” og ráku þjálfarateymið. Það er í fyrsta sinn í sögu ensku knattspyrnunnar sem ríkjandi titilhafar í einhverri keppni eru reknir næsta sumar eftir titil. Sem mér finnst ennþá vitlaust, mega vitlaust!

En eins og með Hodgson sagði Brendan já því hann var þarna að fá stærsta tilboð ferilsins. Hann réð nýtt þjálfarateymi sem er þó enn að myndast (sá t.d. í gær mann merktan RM á bekknum sem ég veit ekki hver er) og er að bíða njósnara sinna. Hann tók Mike Marsh fram yfir Segura og sá hætti hjá klúbbnum í fússi, nokkuð sem var ekki gott á nokkurn hátt.

En Rodgers hefur hrifið mig. Hann er ákveðinn í því hvað hann vill og virðist hafa mikla áru með sér, leikmenn eru glaðir með að vinna með honum og ég er alveg sannfærður um að hann hefur hugsað sitt á Brittania í gær.

En maðurinn hefur afskaplega litla reynslu úr toppdeildum og enn minni af því að berjast um toppsæti í efstu deild. Það fær hann ekki með þeim ferli sem er að baki og því miður er þetta ekki FIFA 13 heimurinn eða FM – eintak með uppfærslu. Tiki taka er bara ekkert líklegra til árangurs en 4-4-1-1 hjá Hodgson eða 4-4-2 með vængmönnum eins og Dalglish/Clarke stóðu að ef að leikmennirnir sem þú ert með í höndunum eru ekki góðir.

Auðvitað á Rodgers þátt í erfiðu sumri. Hann þarf að svara okkur fyrir Joe Allen sem stefnir í að verða dýr kaup til lítils. Eltingarleikur hans við Borini virkar ekki traustur á okkur er það og Assaidi óskiljanlegur díll. Nuri Sahin hefur utan tveggja leikja verið gríðarleg vonbrigði.

En allt þetta mátti reikna með. Þegar menn töluðu um “úreltan” Dalglish og mikilvægi þess að “fá ungan mann” þá fylgir það að sjálfsögðu í þessari vinnu eins og öllum að ungir menn sem aldrei hafa verið í þeirri stöðu að stjórna klúbb eins og LFC verða að aðlagast þeim kröfum sem þar eru gerðar. Rodgers er að koma úr umhverfi þar sem mun minni gæði voru í yngri liðunum og hann var að leita að demöntum í ruslinu. Í sumar sótti hann sinn mesta lykilmann, en gat ekki gengið framhjá því að fá Sahin sýnist manni og mistökin í Carroll málinu argar á okkur.

En hvað á þá að gera þegar við erum kominn með sama árangur og var hjá Hodgson? Þessir fjórir stjórar sem við höfum haft hafa allir spilað með ólíkan leikstíl og leikaðferðir. Þeir leikmenn sem enn lifa frá Rafa-tímanum eru nokkrir. Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Lucas og Gerrard úr leik gærdagsins eru stanslaust að læra upp á nýtt áherslur og hafa fengið með sér leikmenn sem stjórarnir völdu inn í sín kerfi.

Eins og Kristján Atli segir réttilega þá er ekkert víst að betur gangi, allavega er alveg pottþétt að ef að liðið verður ekki styrkt töluvert í janúar verðum við ekki að horfa á árangur hærri en 8.sætið held ég. Sem er þá sami árangur og Dalglish og Clarke voru reknir fyrir í vor og var talið “óásættanlegt”.

Hver er þá næstur í röðinni? Rotation-Rafa, enski landsliðsþjálfarinn, stærsta legend í sögu LFC með afburða þjálfarateymi og Tiki-taka meistarinn að baki. Bara ömurlegir mótiverarar og taktískt vonlausir sýnist manni ef maður les úr neikvæðu röddunum.

Það eru tveir menn í heimi sem ég tel að nái árangri töluvert út á sína áru. Annar vinnur hjá Chelsea og hinn er hjá Madrid. Hvorugur þeirra myndi nokkurn tíma vinna fyrir eigendur eins og nú eru á Anfield.

Þess vegna er mitt svar það sama við vandanum og það var þegar Rafa var rekinn og síðan King Kenny í vor. Hættið að eyða peningum í að reka þjálfarana ykkar, sleppið hendinni af þeim og bakkið þá upp. Ef þið ætlið ykkur eitthvað með þetta lið þarf stjóri að fá að mynda sitt lið á nokkrum árum.

Síðast þegar það gerðist var þegar Rafa var bakkaður upp sumarið 2007 til að styrkja leikmannahóp sinn með stórum kaupum. Í kjölfarið komu tvö ár þar sem liðið var alvöru topplið og var nálægt titlinum.

Ef að menn ætla að standa skjálfandi í bakkgír á markaðnum og láta eins og að leikmannahópurinn okkar sé í þeim sporum að eiga bara að vinna alla leiki á mótiveringu stjóra þá eru menn ekki í raunveruleikanum. Við erum með þynnstu framlínu í efstu deildinni, það er bara staðreyndin. Það þarf að laga strax í janúar og síðan þarf að fara inn í sumar með það að markmiði að liðið verði tilbúið til að verða allavega í topp sex.

Það að fá inn fimmta stjórann á fimm árum og enn einn nýjan leikstílinn ruglar bara enn í hausnum á mönnum. Leikaðferð Rodgers er klár, leikstíllinn er vitaður og ætlaður árangur sömuleiðis. Þeir leikmenn sem ekki ráða við það eiga að fara og nýir í staðinn. Þegar svo er komið getum við dæmt Rodgers.

Á meðan hann er að púsla púsl eldri stjóra er það vonlaust. Eitt ár mun engum duga til þess…ekkert frekar en var með Dalglish, Clarke og Keen. Vonandi eru FSG að læra á þessa íþrótt!

81 Comments

  1. Ég er sammála þessum pistli. Við getum þakkað FSG að hafa bjargað klúbbnum frá gjaldþroti, og já Purslow kom að því en að reka Rafa var galið. Stefnan að taka Arsenal rekstrarmódelið er góðra gjalda verð en munurinn liggur í því að þegar ákveðið var að fara þá leið hjá þeim klúbbi voru þeir í allt annari stöðu. Þeir voru/eru með besta stjóra í sinni sögu. Þeir voru með sterkan hóp sem barðist í toppbaráttu á hverju ári. Þeir komnir í vanda vegna þessarar stefnu og standa ekki undir væntingum stuðningsmanna sinna. Skýrasta dæmið er salan á Van Persie til United. Óskiljanlegt að selja langbesta leikmanninn til Unitied. Arsenal vinir mínir segja að deilan hafi snúist um það að Van Persie vildi fá sterkari leikmenn til liðsins en Wenger vildi halda ,,sinni" stefnu áfram. Rodgers er góður stjóri með erfiðasta hlutverkið í enska boltanum. Hópurinn er veikari en í fyrra og hefur veikst umtalsvert s.l ár. Besta dæmið um það er hvaða Liverpool leikmenn eru að spila í öðrum liðum. Alonso, Mascherano, Torres, Arbeloa, Sissoko, Meireles, Kuyt, Bellamy, Crouch. Liverpool er ekki að berjast um bestu leikmennina! Það vildu allir fá Collymore, Saunders, Dalglish osfrv. Ég man ekki hvenær Livepool keypti leikmann síðast sem öll lið vildu kaupa. Torres og Suarez virtust ekki vekja áhuga annara stórra klúbba. Í janúar eigum við möguleika á að kaupa Sturridge, Ince og núna er verið að ræða Di Santo! Di Santo? Er styrking að fá þessa leikmenn. Örugglega en þessir menn eru engir Falcao svo mikið er víst.

    Það jákvæða er að ungu strákarnir eru að koma sterkir inn þökk sé Rodgers.

    Niðurstaða, það þýðir ekki að öskra á stjórann, málið er stærra en það. YNWA

  2. Án þess að hljóma eitthvað neikvæður, þá virðist manni að fyrir utan Suarez er hryggjarsúlan frá Rafa þrátt fyrir allar róteringar sem hafa orðið. (Reina, Skrtel, Agger, Gerrard, Lucas og Suarez). Það er alveg spurning hvort Johnson eigi heima þarna líka, hann byrjar hvort sem er alla leiki líka, þegar hann er heill. Þannig að óháð því sem gerðist síðan, þá er þetta liðið hans Rafa sem er verið að byggja á ekki satt?

    Eftir sumargluggan var alveg ljóst að þetta yrði erfiður vetur og hann er enn erfiður. Þau nöfn sem keypt voru hafa ekki staðið undir væntingum, þ.e.a.s. Allen. Uppfyllingin er síðan sótt í unglingastarfið, sem mér finnst gríðarlega jákvætt. Í raun eins og ég sagði í haust, er ég alveg til í að fórna þessu sísoni í það að “brjóta inn” unglingana þannig að þeir verði betri næsta haust. Mér er í raun alveg sama hvort við endum í 6 eða 10 sæti, við höfum ekkert í CL að gera eins og staðan er. Það væri gaman að komast langt í FA og Europa Leauge en það koma leikir eins og í gær og svo leikurinn á móti Villa …. sem sýna manni svart á hvítu að þetta lið svona skipað, er ekki að ná mikið lengra í dag.

    Eins og ég tjáði mig um í morgun, og hef sagt áður, kemur stundum reynsluleysi BR í ljós í uppstillingum sem sýnir manni að hann er sjálfur að læra. Gott og vel, við þurfum víst öll að gera okkar mistök til þess að læra ekki satt. Jafnvel færustu þjálfarar heimsins og mestu snillingarnir gera mistök sem geta stundum verið dýrkeypt.

    Að lokum, við vissum að þetta væri erfiður vetur, við erum ekki að fá nógu góðan talent af þroskuðum leikmönnum inn í klúbbinn, af því við erum ekki lengur topp lið. FSG er ekki suger daddy félag sem dælir inn peningum (s.b.r. Roman). Við erum með reynslulítinn stjóra sem ég held að sé gott að byggja á, en skulum stilla væntingunum í hóf. Og svo er hópurinn fáránlega samsettur. Lausnin er ekki að reka BR eða gera stórar breytingar á hópnum, þetta er LANGTÍMAVERKEFNI!.

    Það munu koma bjartari tímar, klárlega.

    YNWA!

  3. Tiki taka er bara ekkert líklegra til árangurs en 4-4-1-1 hjá Hodgson eða 4-4-2 með vængmönnum eins og Dalglish/Clarke stóðu að ef að leikmennirnir sem þú ert með í höndunum eru ekki góðir.

    Þetta er lykilsetning í góðum pistli hjá þér, Maggi. Lykilsetning.

    Ég var að skoða skilaboðin sem eru send á John W. Henry á Twitter í kjölfar tapleiksins í gær. U.þ.b. 4 af hverjum 5 skilaboðum til hans eru um að Rodgers sé vonlaus og það verði að reka hann og ráða betri stjóra. Fólk virðist bæði vera allt of fljótt að afskrifa Rodgers og ofmeta stórlega getu Liverpool til að laða til sín „betri“ stjóra í dag.

    Er Rodgers sá maður sem við vonum að hann sé? Ég veit það ekki. Það veit það enginn ennþá. Hann er efnilegur, hefur gert margt gott síðan hann tók við og maður sér hvaða vinnu hann er að reyna að vinna. En hann hefur líka gert mistök, í gær og áður, og þau mistök stinga á sápukúlurnar sem maður reynir stundum að blása í kringum hann.

    Lykilatriðið er samt það að þrátt fyrir þennan stigafjölda er hann ekki jafn vonlaus og Hodgson. Það ætti hverjum manni að vera ljóst. Það er bara engin leið að ráða stjóra um vorið, kippa teppinu undan honum á leikmannamarkaðnum á fyrsta sumrinu, senda hann inn í mót með þunnskipaðri hóp en öll hin liðin í topp 10, og ætla svo að hengja hann um áramót fyrir að vera ekki ofar.

    Eina leiðin til að meta störf Rodgers er að gefa honum tíma og styðja hann á leikmannamarkaðnum. Ef menn hafa metnað í að ná efstu sætum í þessari deild verður sá metnaður að skila sér inn á leikmannamarkaðinn. Punktur basta.

    Sumarið 2012 fóru menn eins og Kuyt, Maxi, Carroll, Adam og Bellamy. Í þeirra stað komu Borini, Allen, Sahin og Assaidi. Svo meiðist Borini (auk Lucas) og einhverra hluta vegna eru Sahin og Assaidi ekki að ná að spila sig inn í pælingar stjórans. Þannig að í raun má segja að liðið hafi misst 5 menn sem voru nær alltaf í 18-manna hópi og margir þeirra í byrjunarliði reglulega í fyrra, og fengið í staðinn aðeins einn sem er reglulega í 18-manna hópi í ár, Joe Allen.

    Það er ekki styrking á leikmannahópi. Það er veiking. Bættu svo meiðslum Lucas og skíterfiðri byrjunardagskrá í deildinni ofan á þetta og þá er ekki skrýtið að ungur stjóri sé í vandræðum á sinni fyrstu leiktíð.

    Síðan kom ellefu leikja hrina án taps í deildinni. Of mörg jafntefli en samt, liðið var að sýna stöðugleika og spila jafnt og þétt betur. Síðan þá hefur liðið hins vegar farið aftur og tapað þremur af síðustu sjö. Ég tel skýra ástæðu fyrir því: þreyta. Rodgers er búinn að keyra þessa deildarkeppni á eins fáum leikmönnum og hann getur og þeir sem byrjuðu inná í gær (auk Allen og Sterling á bekk) hafa spilað á bilinu 80-100% þeirra mínútna sem í boði eru í deildinni. Þeir voru útkeyrðir í gær og lentu á vegg á Britannia þar sem sterkt Stoke-lið (sem hafði spilað 10 leikjum minna á þessari leiktíð og ætti því að vera ferskara) refsaði.

    Liverpool hefur núna spilað 31 leik á leiktíðinni. Fjóra í forkeppni Evrópudeildar og sex í riðli, tvo í deildarbikar og 19 í deild. Það er ansi mikið fyrir svona þunnskipaðan hóp.

    Það sem liggur fram undan fyrir mér er skýrt: ekki bara að styrkja leikmannahópinn heldur auka breiddina. Kaupin á Sturridge og Ince eru ekki nóg fyrir mér, gæðalega, og ég skil ómögulega ef við ætlum t.d. að láta proven goalscorer eins og Demba Ba framhjá okkur fara án þess að berjast fyrir honum. Hann er 27 ára en hann kostar bara 7,5m punda ef slúðrið um klausuna í samningi hans er rétt. Eins og með United og Van Persie munu þessar sjö millur borga sig upp og vel það ef hann raðar inn mörkum með okkur eins og hann hefur gert með West Ham og Newcastle, og skilar okkur í Evrópusætin.

    Það þarf að miða hátt. Ef þú miðar á meðalmennskumenn (t.d. leikmenn eins og Sturridge og Franco Di Santo sem meikuðu það ekki hjá liðum sem við erum að miða okkur við) þá færðu meðalmennsku. Ef þú kaupir bara úr varaliði Chelsea endarðu á því að vera í svipuðum gæðum og … varalið Chelsea.

    Allt bendir þetta í sömu átt: Janúarglugginn er stór. Risastór. Eftir tvo glugga í röð þar sem liðið var ekkert styrkt (janúar 2012) og veikt verulega (sumar 2012) hafa FSG ekki fleiri sénsa. Ef þeir styrkja liðið ekki strax í janúar er góðvildin á enda runnin.

    Við sjáum hvað verður. En eins pirrandi og leikir eins og í gær og mistök Rodgers í slíkum leikjum eru verðum við að anda rólega og sjá hvað gerist í janúar. Svo getum við dæmt.

  4. Sæl öll.

    Frábær pistill og ég er sammála öllu sem þarna er sagt , við verðum að hafa smá þolinmæði og vona að eigendurnir hafi það líka og séu til í að bakka Rodgers upp og leyfa honum að kaupa það sem hann vantar og sjá þá hvað gerist.

    Það að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana er eins og að vera illa haldin af geðhvarfasýki. Einn daginn er maður hoppandi glaður talar um meistaradeildina og 2.sætið í ensku deildinni og liðið manns er það besta sem sést hefur. Tveimur dögum seinna er maður fallin niður í hyldýpi þunglyndis og er farin að hugsa um fallbaráttu og 2 .sætið er eitthvað sem allir hinir eiga möguleika á en ekki við og meistaradeildin er bara eitthvað ofan á brauð. En samt heldur maður tryggð við liðið sitt og reynir að telja sjálfum sér trú um að góðir tímar komi aftur. Maður er löngu hættur að reyna að telja öðrum trú um það , og tekur bara sem minnstan þátt í umræðu um stöðu liða. Allir í kring um mann njóta þess að tala um liðið mitt og skíta það út og gera grín af því og mér í leiðinni…EN til að hífa mig aðeins upp þá horfði ég á úrslitaleik meistaradeildarinnar 2005 á aðfangadag það plús 4-0 sigurinn gáfu mér gleðileg jól og í gær þegar mínir menn töpuðu illa ákvað ég að reyna að falla ekki í þunglyndi heldur horfði bara á myndband með 101 marki Liverpool því þrátt fyrir allt þá er ég Poolari eitthvað sem ég valdi ekki , .því Liverpool valdi mig og ég er ævinlega þakklát fyrir það og verð því alltaf Poolari og hef ákveðið að á nýju ári verð ég stoltur stuðningsmaður og tala með stolti um liðið mitt hvar svo sem það er statt í deildinni því það er liði mitt….

    Þangað til næst kæru félagar YOU NEVER WALK ALONE

  5. Skil ekki að 4 af hverjum 5 vilji reka BR. Hvernig væri að reka Henry og FSG frekar. Þeir eru búnir að vera vonlausir í öllu sem þeir hafa gert. Ef ekki kemur til veruleg styrking á klúbbnum í janúar mega Henry og félagar taka pokann sinn. Það er búið að útþynna hópinn svo svakalega að það er með hreinum ólíkindum að við séum ekki bara í fallbaráttu.
    Sammála þessu með Demba Ba, mjög góður skorari á lítinn pening. Sturridge og Ince er bara gott að fá en við þurfum tvö stór nöfn, annan inn í teig og hinn að mata framherjana.
    BR þarf miklu meiri tíma til að sanna sig og hann þarf stuðning frá FSG til að geta staðið undir væntingum. Ég hef marg sinnis sagt að við lendum í 6-8 sæti, alveg sama þó hópurinn verði styrktur í janúar. Þá á eftir að slípa hópinn saman aftur og vonandi verður sumarið notað í að styrkja og þétta hópinn til að ná 4-5 sæti vorið 2014.
    Áfram Liverpool og styðjum þjálfarann og hópinn en beinum frekar spjótunum að FSG og getu leysi þeirra.

  6. Frábær pistill í alla staði, fyrir utan eina villu. Cole kom til félagsins áður en Hodgson tók við og því ber hann ekki ábyrgð á því. Vildi bara koma því að 😉

    Keep up the good work 🙂

  7. það hefur alltaf legið fyrir að þetta er lagntíma verkefni, fjórða sæti núna væri nánast kraftaverk, en kanski ekki alveg útilokað, það væri gott að ná evrópu sæti þótt meistaradeildin verði ekki heiðruð með aðkomu Liverpool á næsta ári.

    ég reikna ekki með neinum draumum í janúar, hefði frekar viljað Arsenal mannin en Chealse mannin en Tom Inch gæti verið happafengur. en næsta sumar þarf að kaupa topp menn án heims klassa leikmanna verður Liverpool ekki aftur heims klassa lið og Sturridge er ekki maður í heims klassa, það þarf að gera betur en það.

  8. Frábær pistill, eftir allar upp og niður sveiflurnar hjá liðinu okkar á þessu ári þá er það greinilegt að það vantar í leikmannahópinn. Sjálfur hef ég áhyggjur af vörninni og miðjunni, hef ekki þekkingu til að gagnrýna stjórann sérstaklega miðað við hópinn. Svakalega saknar maður samt Mascherano og Alonso núna. Mikið væri yndislegt að hafa þá valhoppandi inn á miðjunni týnandi upp bolta og leggjandi þá fyrir opið mark andstæðinganna. Mistök að hafa ekki enn í dag gert ráð fyrir eftirmönnum þeirra.

    Hvort það séu mistök stjóra eða eiganda verður að koma í ljós en vísir að því verður eflaust augljósari í febrúar.

  9. “Skil ekki að 4 af hverjum 5 vilji reka BR. Hvernig væri að reka Henry og FSG frekar. Þeir eru búnir að vera vonlausir í öllu sem þeir hafa gert. Ef ekki kemur til veruleg styrking á klúbbnum í janúar mega Henry og félagar taka pokann sinn. Það er búið að útþynna hópinn svo svakalega að það er með hreinum ólíkindum að við séum ekki bara í fallbaráttu.”

    Þetta er það heimskasta sem sést hefur hér lengi; FSG bjargaði klúbbnum frá gjaldþroti. Gersamlega vonlaust eða hvað?

  10. Það er reyndar með ólíkindum hversu mikið hægt er að láta lélegt gengi þessa liðs hafa áhrif á sig, það er ekki eins og maður hafi ekki haft nægan tíma til að venjast vonbrigðum (20+ ár).
    Fyrir ekkert svo mörgum árum var Liverpool stórveldi í knattspyrnuheiminum – bar höfuð og herðar yfir lang flesta klúbba á Bretlandseyjum og ekki nema nokkrir klúbbar á meginlandinu sem gátu talist í sama klassa. Ok – skal viðurkenna að það eru komin bísna mörg ár síðan.
    Það er verðugt rannsóknarefni að finna út hvernig hægt er að klúðra svona stórveldi svona rækilega – á ekki lengri tíma en þetta. LFC var eitt stærsta og besta vörumerki innan knattspyrnuheimsins – ef ekki það stærsta. Í dag erum við djók, meira að segja lélegt djók.
    Ekki er ég sérfræðingur um knattspyrnu eða stjórnun knattspyrnufélaga en eftirfarandi blasir við mér:

    Við höfum þunnan og lélegan hóp, of dýrir og ofborgaðir leikmenn í nánast hverju einasta plássi. Við erum örugglega með lélegasta samningateymi í Evrópu.
    Stjórinn okkar er of reynslulítill, líklega sá besti sem við gátum fengið í sumar – en líklega ekki nógu góður fyrir þetta djobb. Að því sögðu er rétt að benda á að ég held að enginn þjálfari í heiminum geti gert góða hluti með þennan hóp.
    Scout-networkið okkar er handónýtt – alveg handónýtt. 2011-2012 tökum við inn menn eins og Henderson, Downing og Adam á rúmlega 40 milljónir punda. Í ár tókum við inn sleggjurnar Allen, Borini og Assaidi á alls 28,4 kúlur – jákvætt að eyða minni pening, neikvætt að finna jafnvel lélegri leikmenn en síðasta ár. Ætla meira að segja að sleppa því að tala um Andy Carroll.
    Það öskrar á okkur að innan klúbbsins virðist ekki vera til staðar sigurvilji, ekki hjá staffi, ekki stjórnendum, ekki hjá eigendum og alls ekki hjá leikmönnum. Meðalmennskan virðist ráða ríkjum allsstaðar.

    Það tók ekki nema 3 sekúndur að útbúa þennan lista (í hausnum á mér – var lengur að pikka hann inn) – þetta er það auljóst, meira að segja fyrir amatör eins og mig. Líklega er það meðalmennsku-mentalítetið sem er verst af þessu öllu saman. Lið sem hefur ekki áhuga á að vinna Stoke – fokkíng Stók!!!!!!! – er vægast sagt illa mótiverað. Þetta getur ekki annað en skrifast á stjórn, stjóra og fyrirliða – eftir höfðinu dansa limirnir og þessi dans er hræðilegur. Af þessum þremur hef ég mesta trú á stjóranum – en enga á stjórninni eða fyrirliðanum. Stjórnin endurspeglar auðvitað eigendur – þeirra metnaður er greinilega
    Eini ljósi punkturinn sem hægt er að sjá við LFC í dag er akademían, hún er að skila sínu – kúdós á hana. Restin er ekki til að hrópa húrra fyrir.
    En ætli maður verði ekki að sætta sig við að fara í enn eitt „uppbyggingartímabilið“ – og líklega rétt að gera ráð fyrir löngu þannig tímabili í enn eitt skiptið.

  11. Rafa Benitez var rekinn sumarið 2010. Sumarið áður var gerði hann vond leikmannakaup eins og Aquilani en var eins og kom seinna fram með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak og gat ekki get viðskipti við hvern sem er. Síðan þá höfum við farið í gegnum 5 leikmannaglugga og mig langar aðeins að skoða hvað hefur komið út úr þeim. Því fyrir utan Suarez eru lykilmenn Liverpool í dag nánast allir keyptir af Benitez og af þeim sem hafa verið seldir söknum við bara þeirra sem Benitez keypti. Þrisvar hefur verið skipt alveg um stefnu hjá liðinu og jafn oft hafa alveg nýjir menn séð um leikmannaviðskiptin. FSG hefur haft umsjón með félaginu í 4 af þessum 5 gluggum.

    Sumar 2010
    Inn: Shelvey, Jovanovic, Cole, Wilson, Poulsen, Jones, Meireles, Konchesky, Suso og Hajdu. Einhverjir af þessum var búið að leggja grunn að fyrir sumarið með blessun Benitez eins og Wilson, Suso og Shelvey en af þessu sumri er ekki neinn að gera mikið gagn fyrir byrjunarlið Liverpool árið 2012. Suso og Shelvey auðvitað að spila mikið og verða vonandi stórir póstar í framtíðinni.
    Út: Macherano, Aquilani, Dalla Valle, Kacaniklic, Insúa, San Jose, Benayoun, Riera, Cavalieri, Nemeth, Degen, El Zhar. Af þessum er Macherano lykilmaður í besta liði sögunnar, Aquilani hefur verið að spila á Ítalíu og Riera í Tyrklandi. Alla þessa þurftum við að selja af mismunandi ástæðum. Af hinum er San Jose núna að spila í La Liga á Spáni, Benayoun hefur verið í meiðslum en á mála hjá liðum fyrir ofan Liverpool. Cavalieri fékk ekki sénsa hjá okkur en er einn besti markmaður Brasilíu núna. Kacaniklic er byrjunarliðsmaður hjá Fulham og miklu miklu betri en Paul Konchesky. Insúa er mun betri en Robinson og var uppalinn hjá okkur. Enginn stór missir þarna en nokkrir sem kæmust vel í hóp hjá okkur núna.
    Liðið var veikt umtalsvert, þekkjum þá sögu vel og FSG sleppur stikkfrí frá þessu.

    Nýr stjóri blessunarlega fenginn inn með allt aðrar áherslur en sá sem sá um leikmannagluggann á undan

    Janúar 2011
    Inn: Suarez og Andy Carroll. Annar þessara er að nýtast byrjunarliði Liverpool árið 2012, hinn er á láni hjá West Ham rétt rúmlega ári eftir að hann var dýrasti leikmaður í sögu Liverpool.
    Út: Ryan Babel og Fernando Torres. Báðir lykilmenn í liðum í meistaradeildinni núna. Hægt að skilja sölu á báðum fyrir því.
    Leikmannagluggi sem kemur nokkurnvegin út á sléttu og verður vonandi í plús fyrir okkur von bráðar ef Suarez fær betri leikmenn með sér.

    Sumar 2012
    Inn: Henderson, Adam, Doni, Downing, Enrique, Coates og Bellamy. Af þessum er einn að nýtast byrjunarliði Liverpool og það er mjög stutt síðan hann fór að gera það. Jose Enrique. Hinir hafa ekkert nýst byrjunarliði Liverpool. Einhverjir eru á bekknum, aðrir komast ekki í hóp, einhverjir eru á láni, aðrir í fríi og sumir alveg farnir. HRÆÐILEG LEIKMANNAKAUP fyrir allt of mikinn pening.
    Út: Konchesky, Ince, Jovanovic, Ayala, Kyrkiakos, Poulsen, Meireles, N´Gog (Insúa, Degen og El Zhar fóru alveg, voru á láni árið áður). Þarna var verið að losa sig við rusl undanfarinna leikmannaglugga. Meireles fór þar sem honum bauðst miklu betri samningur annarsstaðar og Ince fór þar sem hann sá ekki framtíð sína hjá Liverpool og vildi fá að spila.
    Ömurlegur leikmannagluggi eftir á að hyggja. Eitthvað sem tefur uppgang liðsins um svona 1-3 ár.

    Janúar 2012

    Inn: Ekki nokkur einasti leikmaður og er hann samt að standa sig næst best af þeim sem komið hafa til félagsins undanfarin ár.
    Út: Enginn
    Liðið styrkti sig nokkuð í þessum leikmannaglugga ef við horfum til síðustu félagaskiptaglugga þar sem liðið hefur verið að veikjast.
    Nýr stjóri og allt aðrar áherslur.

    Sumar 2012
    Inn: Borini, Allen, Assaidi, Sahin, Yesil. Einn af þessum á nokkuð fast sæti í byrjunarliðinu 2012 þó hann sé reyndar búinn að missa það. Stöðu Sahin skil ég bara enganvegin því þó hann hafi ekki staðið undir væntingum til að byrja með býr miklu meira í honum og hann hefur sýnt það heldur en nokkurntíma Joe Alle, Henderson, Shelvey og 2012 útgáfunni af Steven Gerrard. Kaupin á Assaidi skil ég ekki heldur, þetta er 24 ára leikmaður sem var að spila vel í Hollandi en fær ekki séns þrátt fyrir að við séum bara með 17-18 ára börn í hans stöðu sem skila nánast engum mörkum. Yesil er leikmaður framtíðarinnar. Vorum auðvitað óheppin með Borini en semsagt, einn leikmaður hefur nýst okkur sem við keyptum sumarið 2012.
    Út: Kuyt, Rodriguez, Aquilani, Bellamy, Carroll og Adam. Allt leikmenn sem máttu fara en allt leikmenn sem kæmust léttilega í hóp hjá Liverpool í vetur rétt eins og í fyrra. Getum svosem dregið Adam og Aquilani frá hvað þetta varðar en engu að síður, m.v. fyrri hálfleik tímabilsins var liðið og hópurinn veiktur gríðarlega sl. sumar, enn eina ferðina.

    FSG talar mikið.
    Best væri að láta þessa setningu enda þarna.
    FSG talar mikið um að lækka launakostnað, fá meira virði fyrir peninginn og straumlínulaga reksturinn. Allt er þetta skiljanlegt en meðan þetta gerir ekkert annað en að veikja hópinn er ekkert hægt að styðja þeirra aðgerðir. Liverpool keypti sannarlega allt of mikið af dýrum pappakössum áður en FSG komu en síðan þeir tóku við höfum við bætt í hvað þetta varðar frekar en að draga úr því.

    Satt að segja líta eigendur Liverpool ansi illa út eins og staðan er núna fyrir janúar 2013 og sannarlega komnir á tíma að fara skila einhverjum alvöru gæðum inn í félagið. Allt slúður bendir reyndar til þess að þeir ætli að eyða aurnum í meðalmennsku á uppsprengdu verði enn eina ferðina og ef allt er eðlilegt verðum við kominn með nýjan stjóra og allt aðrar áherslur áður en árið 2013 er liðið.

    Annars mjög flottur pistill Maggi, við erum alveg sammála um að taka ekki stuðningsmenn Arsenal okkur til fyrirmyndar og horfa bara á þjálfarann, vandamál okkar á sér lengri rætur en það og er á borði æðstu yfirmanna félagsins/eigendanna.

  12. Ég held reyndar að ekki sé hægt að tala um vandamál í eintölu – því þau eru mörg.
    Andleysi aðalliðsins er sláandi – það er okkar stærsta vandamál í dag. Skortur á fé til leikmannakaupa er vandamál tvisvar á ári (í janúar og í sumarglugganum) – restina af árinu verðum við að láta það duga sem við höfum. Hópurinn okkar á að vera betri en t.d. Stoke (fokkíng Stók!!), Everton, W.B.A og Swansea – samt erum við lélegri en þessi lið. Miklu lélegri meira að segja. Þetta skrifast á stjóra og fyrirliða fyrst og fremst, það er ekki hægt að líta framhjá því.
    Við þurfum damage control – núna! Ef svo fer sem horfir þá endum við í neðri hluta deildarinnar í vor – það er öruggt. Einn eða tveir leikmenn í janúar redda ekki sísoninu – við þurfum hugarfarsbreytingu. Því þó við séum með lélegan hóp – þá eigum við að ná meiru út úr honum. Við þurfum fyrirliða sem getur dregið vagninn og barið eldmóð í draslið sem er inni á vellinum hjá okkur í það og það skiptið. Hefur einhver séð S. Gerrard gera það á þessu tímabili?

  13. Það eru tveir menn í heimi sem ég tel að nái árangri töluvert út á
    sína áru. Annar vinnur hjá Chelsea og hinn er hjá Madrid. Hvorugur
    þeirra myndi nokkurn tíma vinna fyrir eigendur eins og nú eru á
    Anfield.

    Gleymir þeim þriðja – hann er í fríi í Bandaríkjunum “as we speak” og mun geta valið úr hvaða toppliði sem er þegar hann snýr aftur. Hann kemur aldrei til Liverpool.

    Homer

  14. Flottir pistlar hjá Magga, Kristjáni Atla og Babú. Hef engu við að bæta og bíð nú bara spenntur eftir janúar glugganum og svo næsta sumri. Tímabilið 2013-14 verður tímabil þar sem við dæmum árangur BR. Þangað til…….. þolinmæði!!

  15. Hvað veit höfundur um að nýr stjóri sé ekki málið og “rugli bara í leikmönnum”? Er hann e-r sérfræðingur? Veit ekki betur en að Rafa hafi komið sem ferskur blær inn í lið chealsea eins og er (hikstaði aðeins í byrjun, en 8-0 sigur á móti AV segir sitt).

    Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af því að ráða BR, mér finnst ferilsskráin hans stutt og ómerkileg. Svo hefur hann ítrekað komið í fjölmiðla með heimskulegar comment; “ég yrði að vera hálfviti til að láta Carroll fara”, “2 sætið er möguleiki (rassskelltir af AV í næsta leik)”, “Joe Allen will be a revolution” og margt fleira sem ég nenni ekkert sérstaklega að vera að leita eftir. Mér er farið að líka verr og verr við BR og vill helst að hann fari sem fyrst.

    Ég er heldur ekkert sérstaklega hrifinn af því að það séu keyptir inn fleiri Borini, Assaidi eða Allen. Það virðist vera engin breyting þar á þar sem BR er að spá í Sturridge, Ince og það nýjasta FRANCO DI SANTO??????? http://www.fotbolti.net/news/27-12-2012/franco-di-santo-til-liverpool
    (slúður, en samt……)

    Það er samt ekki allt neikvætt við hann BR. Hann vinnur t.a.m. mjög vel með unglingaliðinu og er að ná miklu úr leikmönnum sem eru að koma þar upp (hann er samt alls ekki að ná miklu úr “senior” leikmönnum að Suarez fráskildum).

    Sorglega staðreyndin í dag er því miður sú að LFC er meðal-lið, með meðal-manager og meðal-hóp af leikmönnum (Suarez og Gerrard einu í heimsklassa). Sumir hérna inni virðast ekki fatta það að við erum ekkert á leiðinni í neina toppbaráttu núna eða á næstu árum, allaveganna ekki með þennann stjóra og hópinn sem hann byggir upp.

  16. „Skil ekki að 4 af hverjum 5 vilji reka BR. Hvernig væri að reka Henry og FSG frekar. Þeir eru búnir að vera vonlausir í öllu sem þeir hafa gert. Ef ekki kemur til veruleg styrking á klúbbnum í janúar mega Henry og félagar taka pokann sinn. Það er búið að útþynna hópinn svo svakalega að það er með hreinum ólíkindum að við séum ekki bara í fallbaráttu.“

    Þetta er það heimskasta sem sést hefur hér lengi; FSG bjargaði klúbbnum frá gjaldþroti. Gersamlega vonlaust eða hvað?

    ÞAÐ HEFÐI HVER SEM ER GETAÐ “BJARGAД KLÚBBNUM Á ÞESSUM TÍMA. SVO VIÐ SKULUM EKKERT VERA AÐ HRÓSA ÞEIM SÉRSTAKELGA FYRIR ÞAÐ. SVO VÆRI GOTT AÐ HAFA SVÖRIN AÐEINS MÁLEFNALEGRI :o)

  17. Virkilega vel skrifad og takk fyrir ad koma leiksskyrslunni nidur fyrir thessa umrædu, tad er ekkert lett ad vakna med skitalyktina yfir ser sem fylgir svona tapleikjum eins og i gær. Ekki hjalpar til ad stjorinn minn er hardur KD fan og fær byr undir bada vængi thegar svona leikir eru leiknir. Eg mun verja BR enda hefur hann margt til brunns ad bera. Ef menn vilja hann burt tha vil eg fa hrein svør hvad a ad fa i stadinn! Thad er lagmarkskrafa! LFC a ekkert ad vera skiptimarkadur fyrir thjalfara eins og newcastle hefur verid undanfarin misseri.
    Vid verdum ad gefa BR tima og hann ma ekki fa tha paniktilfinningu i hausinn ad næsti leikur gæti verid hans sidasti. Thad hjalpar engum ad vinna undir sliku astandi.
    Upp med hausinn!

  18. Varla er hægt að kenna FSG einvörðungu um tröllvitlaus viðskipti ársins 2012. Eðlilegt er að þeir vilji lækka launakostnað og straumlínulaga reksturinn. Það virðist þó að kostnaðurinn sé sá að hópurinn hafi veikst. Þetta voru menn hins vegar ekki að sjá fyrir í haust þegar glugginn lokaðist. Almennt var talað um klúðrið að tveir framherjar var ekki fengnir til félagsins en menn voru sáttir með bæði miðju og vörn. Það má segja hið sama með Brendan Rodgers, hann var sáttur við liðið eins og það var enda búinn að fá Joe Allen og Nurim Sahin til félagsins. Ekki vantaði lýsingarorðin hjá honum þegar hann talaði um Allen og margir hérna á þessari síðu voru á því að þarna væri kominn hinn "nýji Alonso". Rodgers fékk þá leikmenn sem hann vildi fá að frátöldum Dempsey ef eitthvað er að marka sögusagnirnar. Hvers vegna hann lagði svo mikla áherslu á að fá Dempsey er svo kapítuli út af fyrir sig, sérstaklega vegna þess að kaup á honum voru einmitt þvert ´´a stefnu FSG í leikmannamálum. Þegar upp var staðið hafði hann ekkert plan B og eini framherjinn sem fenginn var til félagsins var Borini. Það verður að segjast eins og er að þau kaup hafa varla skapað sömu eftirvæntingu og gleði hjá aðdáendum félagsins og þau gerðu hjá Rodgers. Þá virðist Allen nú vera kominn úr liðinu og Sahin, fyrrum leikmaður Real Madrid og Boroussia Dortmund kemst ekki í lið. Þannig virðist málið ekki vera kilúður FSG og að þeir hafi skilið hann eftir berskjaldaðan með þunnan hóp, heldur frekar Rodgers.sem virðist ekki hafa valið vel í leikmannakaupum. Ef eitthvað er að marka þau nöfn sem nefnd eru fyrir þennan glugga þá lítur hann ekki vel út. Varla eru FSG og hinn alvondi Henry að krefjast þess af Rodgers að hann kaupi pappakassana sem nú eru bendlaðir við félagið Sturridge, Ince og di Santo.

  19. Líkt og margir, þá er ég farinn að efast um FSG. Hvað eru þeir búnir að eyða miklu af sínum eigin peningum í leikmannakaup? Þá er ég ekki að meina peningar sem komu eftir sölur eða slíkt.

  20. Af hverju tala menn eins og FSG hafi keypt Carroll, Downing, Henderson, Allen ofl? Sjá þeir ekki bara um fjármögnunina? Ekki eru menn að halda því fram að FSG hafi fyrirskipað kaupin á þessum mönnum? Kenny og Comolli réðu öllu um hverjir voru keyptir í janúar 2011 og sumarið 2012. Alveg eins og Rodgers ræður öllu núna. Núna segir Babú að FSG ætli að kaupa Sturridge og Ince? Rodgers s.s. bara bíður spenntur í janúar eftir því hverjir mæta á æfingar? Nei Rodgers ræður alveg hverja hann kaupir fyrir þessar 20 milljónir punda sem hann fær í janúar. Það er hann sem tekur þá ákvörðun að kaupa Sturridge en ekki t.d. Demba Ba.

  21. Sælir félagar.
    Talandi um Arsenal Gulli Þór þá er vandamálið ekki Wenger skilst manni. Vandamálið þar eins og hjá okkur er stjórnin sem er ekki tilbúin að rjúfa ákveðið launaþak, ég get ekki ímyndað mér að Wenger hefði sagt nei ef stjórnin hefði verið tilbúin að láta Van Persie fá 150.000 á mánuði.

    Ástandið í Liverpool er svart þessa dagana, óstöðugleikinn sem liðið sýnir, getuleysið í markaskorun þegar Suarez er ekki heitur og einbeitingarleysi í varnarleik og markvörslu (því mér finnst Reina stundum varla nenna þessu þó ég vilji ekki trúa því) er allt þess valdandi að maður hefur bullandi áhyggjur af okkar mönnum. Þegar strákarnir eru upp á sitt besta virðist þetta lið ekkert síðra en Arsenal, Chelsea og Tottenham og ætti að geta barist um 3. sætið en stundum er jafn mikill stíll á okkur og Reading. 3-1 á móti Stoke er náttúrulega hörmulegt. Þessi hringiða sem að klúbburinn hefur gengið í gegnum hefur komið í veg fyrir árangur. Tökum sem dæmi Arsenal og okkur sem stóðum í svipuðum förum 2007 og 2008. Arsenal nálægt því að vinna EPL 2008 og okkar menn líka þó það hafi vantað herslumun og auðvitað vorum við að spila í úrslitum CL 2007 og þar fram eftir. Öllum finnst Arsenal hafa spilað hroðalega úr sínum spilum, misst alla sína lykilmenn ár eftir ár. Þeir eru samt alltaf í 4. sæti eða 3ja og það þrátt fyrir að vera borga upp völl sem á eftir að koma þeim til góða síðar meir. Við byggðum engan völl, fórum næstum á hausinn, misstum nokkra lykilmenn og skiptum reglulega um stjóra.

    Munurinn er sá að Arsenal hefur allavega stöðugleika, leikmenn vita að hverju þeir ganga í leikstíl og stjórnin er nokkuð stöðug þó hún hugsi meira um peninga en árangur. Ég leyfi mér að fullyrða að ef Rafa hefði fengið að vera áfram og verja leikmannahóp sinn þá værum við að berjast amk um 3ja sætið á hverju ári sem er sorglegt fyrir okkur stuðningsmenn.

  22. Halli nr. 20
    Alveg sammála því að sökin liggur ekki öll hjá FSG og raunar létu þeir pening í klúbbinn þarna sem reyndar fékkst að langmestu/öllu leyti inn með því að lækka launakostnað og selja leikmenn á móti. Þessi gluggi heppnaðist hræðilega og afsakar ekkert að þeir hætti bara. Suarez/Carroll vs Torres/Babel glugginn kom síðan nánast út á sléttu nema hvað við lækkuðum launakostnað líklega töluvert. FSG hefur mjög lítið lagt út fyrir leikmannakaupum. Ekkert sem kemur á óvart þar en meðan félagið kaupir hvern tréhestinn á fætur öðrum er ekki hægt að bakka þá mikið upp. Það er þá hægt að finna eigendur með smá vit á fótbolta til að reka félagið betur, þó ekki væri nema bara á núllinu.

    FSG hefur ekkert vit á fótbolta og þeir hafa sýnt það sem eigendur Liverpool. Þeir töluðu um að koma sýnum strúktúr inn og byrjuðu með fögur fyrirheit, fengu Commolli sem átti að vera þessi líka wizard-inn á leikmannamarkaðnum og réðu Dalglish (aðallega til að losna við vonlausan Roy Hodgson). Stefnan var að kaupa unga leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér og eru líklegir til að hækka í virði. Því miður var að því er virðist nánast bara skoðað markaðinn á Englandi og keypt leikmenn sem koma ALDREI til með að hækka í verði. Líklega var þetta sambland af klúðri FSG, Dalglish og Commolli.

    En til að gulltryggja að þessi leikmannakaup myndu aldrei skila neinu var breytt alveg um stefnu rétt rúmlega ári seinna og fengið inn mann sem vill ekki sjá neinn af þeim leikmönnum sem keyptir voru árið áður (skiljanlega) en hann er samt ekki bakkaður upp á nokkurn hátt við að fá inn leikmenn sem henta honum betur. Frekar minnka þeir hópinn til muna og nýr stjóri og framkvæmdastjóri félagsins (Ayre) líta út eins og trúðar á síðasta degi leikmannagluggans, búnir að lána 35m leikmann og fá ekkert í staðin, eitthvað sem Rodgers lýsti sem brjálæði nokkrum vikum áður.

    Rodgers þekkir breska markaðinn best líkt og tveir síðustu stjórar Liverpool og ég hef miklar áhyggjur af þeirri þröngsýni sem breskir stjórar virðast þjást af. Rodgers nýtur þó ennþá vafans hvað þetta varðar (rétt svo) en hinir stóðu sig svo vel á leikmannamarkaðnum að félagið verður í nokkur ár að jafna sig.

    En síðan FSG kom inn með sín moneyball fyrirheit hafa þeir ekki keypt einn leikmann sem hefur hækkað í virði nema Suarez og þeir hafa staðið sig mun betur í að gera Newcastle samkeppnishæft í EPL heldur en nokkurntíma Liverpool.

    Núna síðast í dag er haft eftir Rodgers að Liverpool aðdánedur eigi ekki að gera miklar væntingar til janúar mánaðar og að það sé ekki mikill peningur í boði. Ég ætla bara rétt að vona að þetta sé póker hjá Rodgers og við séum að tala um a.m.k. 2-3 leikmenn sem fara beint í hópinn. Ef ekki þarf stjóri Liverpool að láta heyra miklu hærra í sér. Síðasti stjóri Liverpool sem sá í gegnum innantóm loforð eigenda Liverpool var okkar langbesti fulltrúi og er núna að stýra andstæðingum okkar miklu ofar í töflunni. Sá var einnig mjög góður í að kaupa leikmenn sem hækkuðu í virði hjá Liverpool. (Moneyball).

  23. Við þennan ágæta pistil má bæta við finnst mér að þú kaupir ekki efnilegasta leikmann Breta (Andy Carroll) sem er í einhverjum meiðslum og vandræðum utanvallar og gefur honum eitt ár áður en þú shippar honum í burtu. Það getur leynst alveg gríðarlegur happafengur tel ég að hann hafi einungis farið á láni en ekki verið seldur. Ég myndi vilja sjá stjóra byggja liðið í kringum hann, stjórar koma og fara en góðir leikmenn eru ekki á hverju strái og Sturridge og einhverjir svona gaurar eru ekki nálægt því með eins mikið potential og Carroll ef hann er notaður rétt.

    Svo má bæta við ástæðu fyrir árangrinum í fyrra að Lucas og Gerrard voru töluvert mikið meiddir og við þurftum að horfa uppá Shelvey og Spearing töluvert saman á miðjunni með Adam sem var hrikalegur slappur varnarmaður. Henderson var annaðhvort á kantinum eða miðjunni. Eiginlega alveg reynslulaus miðja. Þarna fannst mér allavega liðið tapa baráttunni í fyrra, miðjan var einfaldlega alveg grútléleg.

    Núna er búið að bæta miðjuna mikið en þá er öll sóknin farin. Carroll, Kuyt, Bellamy, Maxi allir seldir og Borini fenginn í staðinn. Ákveðið að treysta á unglinga Sterling, Suso, Shelvey. Annað árið í röð sem ákveðið er að treysta á unga leikmenn og annað árið í röð sem allt er í klúðri.

    Niðurstaða: Núna er tímabilið hálfnað og ákveðið að kaupa fullt af sóknarmönnum í einhverju panicki til að redda hálfónýtu sísoni. Ég vona innilega að Brendan nái árangri núna þegar leikmenn koma í janúar sem passa inn í kerfið hans. Að öðrum kosti þarf hann að fara og við fáum Carroll tilbaka sem væri ekki slæmt og ég myndi fíla best. Það þarf bara að ná tuddanum upp í honum eins og þegar hann var að pakka Everton og John Terry upp í lok tímabilsins í fyrra.

  24. Varðandi pistilinn hjá Magga, þá finnst mér ansi skondið hvernig hann skautar framhjá helstu ástæðum þess að Kenny var rekinn og lætur málið líta þannig út að brottreksturinn hafa bara komið eins og þruma út heiðskýru lofti! Greinilegt að sumir hér þurfa upprifjun.

    Eftir áramót í fyrra spiluðu Liverpool 19 leiki, unnu 5, 3 jafntefli og töpuðu 11 leikjum. Þetta gerir 0,95 stig að meðaltali í leik. Ef svona tölfræði myndi haldast yfir heilt tímabil þá myndi það þýða 36 stig og fall úr PL. Þetta er versti kafli Liverpool í efstu deild í marga áratugi. Ofan á þetta bættist svo þessi leikmannagluggi sumarið 2011. Þarna voru gerð einhver mestu mistök í leikmannviðskiptum sögu Liverpool sem munu seinka uppbyggingarferlinu um nokkur ár. Ofan á það er maður svo að lesa að Kenny hafi hafnað því að kaupa Mata og Göetze til að geta keypt Downing og Henderson. Því miður þá var það eina rökrétta að láta Kenny fara. þetta stefndi bara alls ekki í rétta átt hjá honum.

    Allt þetta tal um að FSG séu að veikja hópinn er náttúrulega bara kjaftæði. Síðan þeir tóku við þá hafa þeir eytt tæpum 50 milljónim punda í leikmannakaup nettó. Getið flett þess upp á Lfchistory.net. Menn verða líka að hafa í huga að Liverpool hafa ekki verið í CL í 3 ár og hafa ekki úr eins miklum peningum að moða og margir keppinautarnir. Þeirra mistök eru mennirnir sem þeir ráða til að stjórna félaginu. Kenny og Comolli voru mistök. Fyrirfram leit þetta vel út en því miður fór þetta allt í vaskinn, en það var erfitt að sjá það fyrir. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig þetta þróast með Rodgers.

  25. God grein……Tek thad framm ad eg er ekki LFC fan en eg vil eins og margir ahugamenn um fotbolta hafa sterkt og gott LFC…Thad gerir helgarnar einfaldlega skemmtilegri…..Vandamal LFC sidustu arin og kannski sidasta aratuginn eda 20 arin er ad minu viti thad ad thad er alltaf verid ad hugsa eitt timabil fram i timann…Skyndilausnir sem hafa serstaklega a sidustu arum thytt ad LFC kaupir mikid ad midlungsgodum leikmønnum a yfirverdi….Thad tharf ekkert ad telja thessa leikmenn upp , thid hafid gert thad reglulega her a sidustu arum…..Eg hef sagt thad i 10 ar ad LFC tharf ad sætta sig vid 3 – 5 ar um midja deild medan verid er ad byggja upp nytt lid… LFC hefur ekki fjarmagn i ad kaupa ser arangur og nu thegar lidid a ekki sæti i meistaradeildinni tha er sa segull ekki til stadar fyrir leikmenn….BR er ørugglega godur stjori en hann er oreyndur og thad kemur oft framm i vidtølum fyrir og eftir leiki…Herra jakvædur er farid ad virka frekar ømkunarlegt satt best ad segja….Hvad hann segir vid menn one on one eda i buningshergerginu veit eg ekki en ef thad er eitthvad a theim notum sem madur ser i vidtølum tha er ekki von a godu thar….Annars finnst mer oft a motivering fyrir leiki se vandamal hja LFC , lidid spilar mun betur gegn hinum svokølludu storlidum en ødrum….Thar sem allir vita ad leikirnir verda erfidir tha gerir LFC goda hluti en gegn ødrum lidum tha er LFC oft brandari…Getur verid ad menn haldi ad leikir LFC seu unnir fyrirfram ? Eru menn ad lifa a førnri frægd ? Halda menn ad heimaleikur gegn Reading se walk in the park ? Nei….I dag thurfa leikmenn LFC ad berjast og vera einbeittir i ØLLUM sinum leikjum….Med von um betri tima hja ykkur….Og svo gledilegt nytt ar og takk fyrir marga goda pistla a arinu 2012……..PS..Ekki reka BR , eg er ekki viss um ad eitthvad betra bidi handan vid hornid…2 timabil eru lamark…

  26. Jesús minn að nokkur maður reikni með því að við höfum átt séns á að fá Mata til Liverpool og að Götze hefði farið frá Dortmund til okkar.

    Er ekki Messi að fara að spila bakvörð fyrir okkur á næsta ári bara?

    Enginn að skauta yfir neitt, mottóið er einfaldlega það að á þessum fjórum árum hafa verið hjá LFC fjórir stjórar sem hafa náð verulegum árangri með sín lið en komast ekki ofar en 8.sæti með þann leikmannahóp sem við höfum.

    Ef þú nennir að lesa pistilinn minn Halli þá skaltu kíkja á hver mín skoðun var á deildarkeppninni, eftir tap fyrir Arsenal á Anfield þá voru leikmenn augljóslega hvíldir nálægt lykilleikjum í bikarkeppnunum. Ég er ekki að skauta yfir neitt. Gæti rætt það að aðstoðarþjálfari Kenny er nú töluvert ofar en við, nóg var drullað yfir Steve Clarke og Kevin Keen á þessari síðu sl. vor, ekki er það gáfulegt í dag.

    En brottrekstur Kenny var ekki eins vitlaus og brottrekstur Rafa á sínum tíma, það að reka Rodgers núna eftir lélegasta deildarárangur sögunnar eftir 19 leiki frá því þriggja stiga reglan var tekin upp væri miklu heimskari en brottreksturinn á Kenny í vor.

    En trúir því í alvöru EINHVER að við höfum átt séns í að fá Mata þegar alltaf var ljóst að Roman hefði boðið í hann og að Götze hefði farið frá Dortmund til að spila með okkur.

    Ég trúi ekki einu sinni 1% á það bullið, sem hvergi hefur komið fram, annað en að Caught offside og fleiri svo ábyggilegir miðlar drógu það út úr viðtalinu við Comolli, hvernig hef ég aldrei skilið.

    Það er kominn tími á að hætta að reka þjálfara og sjá hvaða leikmenn eru hæfir í hópnum til að taka þátt í toppbaráttu og fá leikmenn sem geta það. Það fjallar þessi pistill um, það er ekki til neins að velta neinu upp um King Kenny, frekar en Joe Fagan og Bill Shankly.

    Ég er að tala um að mér finnst ofboðslega óviturlegt að ræða það að fá nýjan stjóra þar sem ég tel að þeir einu tveir í heiminum sem bætt gætu liðið taka ekki við liði í stöðugu sparnaðarferli en ætlast svo til árangurs. Pep á eftir að vinna á öðrum stað en hjá Barca áður en hann sannfærir mig. Þeir voru góðir áður en hann kom og betri eftir að hann fór.

    Það er umræðukjarninn hér hélt ég, allavega sá sem ég ætlaði af stað með!

  27. 22: Babú,

    BR sagði í viðtalinu langa (um daginn) að LFC væri ekki uppeldisklúbbur og þeir leikmenn sem LFC ætti væru ekki hugsaðir sem hráefni fyrir stærri lið. Þannig að Moneyball reglan hjá FSG er nonsense. Merkilegt ef þá eigendurnir og stjórinn eru ekki sammála um svo mikilvægan þátt í félaginu, leikmennina.

  28. Nr. 27
    Þetta er auðvitað ekki svona auðvelt og þó að við séum ekki selling klúbbur er klárlega pælingin að fá leikmenn sem hækka í virði. Helst með því að skila sínum bestu árum hjá okkur. Þ.e.a.s kaupa unga leikmenn með framtíðina fyrir sér.

    Suarez er gott dæmi um þetta og því miður eina góða dæmið síðan FSG eignaðist klúbbinn. Hann hefur hækkað verulega í virði en það er ekkert eins og við viljum selja hann. (moneyball snýst ekki bara um að selja). Aðrir hafa komið fyrir mikið, skilað litllu sem engu og fallið hrikalega í verði.

  29. tiki taka….moneyball…eruð þið ekki að djóka. ég fæ kjánahroll

  30. Eina sem Daglish þurfti var líka tími. Daglish og clarke virka ca þúsund sinnum betri á mig heldur en BR í dag, hann er enn í fyrsta bekk, en þeir útskrifaðir talandi um reynsluna. Rafa virkar síðan betur á mig heldur en KD og SC. Ég er samt tilbúin að gefa BR sjens, en ég bara hef ENGA trú á stefnu fsg. Það verður fróðlegt að heyra bullið í þeim í komandi janúar glugga.

    Er samt enn í áfallahjálp eftir að sjá strákana okkar tapa fyrir karlmönnum í gær. 🙁

  31. Það var hárrétt ákvörðun á þeim tíma að reka Benitez og ekki orð um það meira !!!

  32. Hefði ekki bara verið best að ráða Clarke sem stjóra? neinei, ég stend með Rodgers og mun gera það næstu 2 árin. Ég lofaði sjálfum mér því að gefa þessum manni 2-3 ár til að innleiða hugmyndafræðina í liðið.

    En átti ekki eitthvað af peningnum sem við fengum frá Warriors og Standard Chartered ekki að fara í leikmannakaup? Við fáum hellingspening frá þeim.

  33. Ég var í raun ekki sammála því að reka Kenny, liðið byrjaði bara tímabilið ekki nægilega vel, komst aldrei á flug þrátt fyrir að spila ágætis bolta og svo eftir áramót þá sprakk blaðran bara og það var nánast enginn leikmaður í liðinu sem gat blautan skít, og enginn var að draga menn áfram.

    Aftur erum við í mjög svipaðri stöðu, við erum bara með leikmenn sem eru ekki að afreka nokkurn skapaðann hlut af viti og það að skipta um þjálfara myndi ekki breyta neinu, ekki nema að sá þjálfari fengi að kaupa sér 11 nýja leikmenn á 300 millur í leiðinni.

    Svo skil ég ekki þetta hatur á Sturridge og það að vilja altaf fá Demba Ba, ætlum við virkilega að fara borga Newcastle enn meiri pening, fyrir leikmann sem hentar þeirra bolta fullkomlega en er ekkert víst að passi inn hjá okkur? Sturridge hefur aldrei fengið að njóta sín sem lykilmaður í liði, nema kanski hjá Bolton þegar að hann fór þangað á láni þangað, spilaði í 12 leikjum og skoraði 8 mörk.

    Við fáum DBa aldrei á minna en 15 milljónir, afhverju ekki frekar að kaupa Sturridge og Huntelaar(sem er btw með hærra goal ratio en Dba) erum þá komnir með eitursnöggan ungan striker, og svo gaur sem er að toppa og enda ferilinn sinn eins og Persie, sem hefur reynslun til að hanga bara á réttum stað og klára færin.

    Huntelaar er með 0.67 mörk per leik seinustu 3 season vs 0.52 hjá DBa.

    Huntelaar fór til Schalke fyrir um rétt rúmlega 12 milljónir,reyndar voru þeir að extenda samninginn til 2015 hjá honum fyrir nokkrum dögum, eflaust vitandi það að þá fá þeir aðeins meiri pening fyrir hann.

  34. Demba Ba er með klásúlu í samningnum sínum að hann megi fara á 7 miljónir punda og ekki pundi meira.
    En hvort að hann komi eða Sturridge þá verð ég bara sáttur að fá meira firepower enda liðið steingelt framávið.
    Ég er ennþá sannfærður um að við séum með rétta stjórann, bara spurning hvort að við séum með rétta eigendur.

  35. Uppbygging eða eitthvað annað. Hjá liðið eins og Liverpool, skiptir bara eitt máli. Að vinna leiki. Eins og er erum við ekki að vinna nógu marga og taflan segir allt sem segja þarf. Kannski væri vitlaust að reka Rogers núna. En mér finnst hann svo sannarlega komin með bakið upp við vegg, tap gegn QPR í næsta leik og ég tel að maður þurfi að ganga með veggjum mæstu vikur.

    Ef maðurinn fer ekki að vinna leiki, þá missir hann stuðning stuðningsmanna og leikmanna einnig, að lokum eigendanna. Þetta er ekkert flóknara en það.

  36. Vondar þessar nýjustu fréttir þar sem Rodgers vill meina að mjög litlu verði eytt í janúarglugganum. Í mesta lagi 1-2 leikmenn.

    Það eru hinsvegar frábærar fréttir að Rodgers mun fá 2 nýja leikmenn (Peter Griffin og Mark Llewellyn) á free transfer næsta sumar. <a href="http://justfuckinggoogleit.com/&quot; rel="nofollow">Griffin & Llewellyn to Liverpool on Bosman </a>

    Þeir spila núna í ensku utandeildinni en voru hinsvegar með Rodgers saman í leikskóla í Wales svo þeir þekkja hugmyndir þjálfarans okkar á fótbolta inn og út og munu smellpassa í tiki-taka leikkerfið strax. Eru með þetta grjótharða velska sigurviðhorf sem vantar svo sárlega í þetta Liverpool lið. Eru líka þekktir fyrir að hafa verið með 89,3% sendingarhlutfall með Ariel United allan 10.áratuginn á milli klukkan 20:00-20:50. Mikill happafengur hér á ferð.

    Las líka einhverstaðar að Roy Rodgers sé að reyna fá legkökusérfræðing frá Bosníu-Hersegóvínu til að bæta matarræði Liverpool liðsins og koma því í betra form. Láta þá borða fituríkari mat og lyfta mun meira. Kannski munum við þá eiga betri séns í rugbytröllin í Stoke á næsta tímabili. Held hann sé að hugsa þetta rétt kallinn. Afram Rodgers, vil gefa honum lágmark 2 ár en til þess þarf hann líka alvöru fjárhagslegan stuðning frá MSG. Gengur ekki að þessir Kanar fái að eitra fyrir okkur áfram.

    KAUPIÐ ALMENNILEGA LEIKMENN – ÉG ER AÐ VERÐA BRJALAÐUR Á ÞESSU GENGI HÉRNA! HVAÐ ER AÐ GERAST EIGINLEGA? AMMA MÍN GÆTI ÞJÁLFAÐ ÞETTA LIVERPOOL LIÐ OG NÁÐ BETRI ÁRANGRI. ARRRRRRRGGGH!

  37. Það myndi bara auka á ruglið að skipta enn og aftur um stjóra núna. BR verður að fá 2 tímabil í það minnsta. Hins vegar er hann langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni. Hingað til hafa hans leikmannakaup ekki skilað miklu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessu Sturridge dæmi. Að borga 12 millj punda fyrir hann finnst mér hæpinn leikur. Sérstaklega þar sem ekki virðist úr miklum peningum að moða. Af hverju fara menn ekki full-force í Wallcott? Ef það gengur ekki þá reyndu menn a.m.k. Síðan Demba Ba. Hann hefur sannað sig sem ,,proven-goalscorer”. Þannig mann þurfum við. Ekki einhvern næstum því-mögulega gaur. Við þurfum senter sem getur komið núna inní liðið og gert mikið gagn. Ekki eftir 1-2 ár mögulega. Það þarf líka að senda þau skilaboð út á við að Liverpool ætli sér að vera alvöru klúbbur, ekki miðlungslið.

  38. Þetta er góður pistill Maggi og góð yfirferð hjá Babu og fleirum hérna að ofan. Mergurinn málsins er sá að liðið hefur veikst mjög síðan 2009 auk þess sem við höfum haft fjóra stjóra, hver með sínar áherslur og starfslið.

    FSG. Ég veit að það er að bera í bakkafullan lækinn að ætla að verja þá eitthvað enda er ég ekki að því en ég skil samt hvert þeir eru að fara. Eins og pistlahöfundar hérna hafa margoft bent á þá vilja FSG fá value for money. Þeir vilja aðeins borga lykilmönnum há laun. Það þýðir að leikmenn eins og Cole og Downing þurfa annað hvort að semja upp á nýtt upp á verulega (helmings?) launalækkun eða fara frá liðinu. Svipað gildir um Carroll nema að þeir sjá mikla fjárfestingu í honum sem hann skilar ekki til baka á vellinum. Líklega sjá þeir verðmæti upp á ca. 15 milljónir punda sem er ekki að skila neinu til liðsins. Mér sýnist á öllu að dagskipunin sé einfaldlega sú að lækka launakostnað fyrst, semja við unga leikmenn um tiltölulega lág laun (í þessu samhengi) og þeir þurfa síðan að sanna sig til að fá launahækkanir. Þetta meikar sens en vandinn er sá að við stuðningsmenn erum óþolinmóðir og viljum, eins og síðustu tveir kommentarar bara fá sigur í leikjunum. End of story. Kannski meikar þetta samt sens hjá þeim og skilar okkur betri árangri til framtíðar. Langflestir töluðu um það í haust að það þyrfti að sýna þolinmæði í vetur því hópurinn væri lítill, brothættur og óreyndur. Svo þegar reynir á, þá stökkva menn frá borði, skrifa feitletrað í hástöfum og eru brjálaðir (án þess að ég viti neitt um það að þeir tilteknu kommentarar hafi verið í "þolinmóða" liðinu í haust).

    Brendan Rodgers. Eins og menn hafa sagt þá hefur hann gert sín mistök. Gott og vel, hver gerir það ekki? Hann þráspilar Jonjo Shelvey. Shelvey er 20 ára. Fæddur í febrúar 1992. Rodgers metur það svo að hann muni taka við af Steven Gerrard. Kannski hefur hann rétt fyrir sér, kannski ekki. Ég man þegar Gerard Houllier gaf Steven Gerrard fyrst sénsinn, ég var ekkert sérstaklega hrifinn af honum. 18 ára, fannst hann ekki tilbúinn. Shelvey hefur potential, það er enginn vafi. Hvort hann verði næsti Steven Gerrard, kemur í ljós. Það er ekkert eðlilegra fyrir 20 ára leikmann að eiga slaka leiki inn á milli. Allt partur af þroskaferlinu. Sama á við um Wisdom, Suso og Sterling. Allt strákar sem hafa mikla hæfileika og þurfa að spila til að taka eðlilegum framförum. Allir vita að sérstaklega Sterling hefur spilað allt of mikið en Suso hefur fengið ágætan spilatíma sem á eftir að koma honum til góða.

    Leikmenn. Skrtel og Agger klikkuðu illa í gær. Reina hefur verið að klikka illa. Miðjan hefur brugðist. Mikið rót hefur verið á bakvarðastöðunum. Gerrard hefur ekki verið í sambandi fyrr en núna í síðustu þremur leikjum, ætli það sé tilviljun að Lucas hefur spilað alla þá leiki? Gerrard hefur reyndar verið að spila út úr stöðu mikinn hluta tímabilsins, eða í nýrri stöðu öllu heldur. Suarez spilar upp og ofan og virðist ekki hafa trú á því að aðrir en hann geti skorað, enda er sú nánast raunin í þessu liði. Það vita allir hvað vantar þarna. Cavani er verðlagður á 50 milljónir evra. Látum okkur dreyma um slíkan mann. Sturridge getur alveg orðið góð viðbót og Ince líka, en þetta eru ekki leikmenn sem koma með brjálæðislega bætingu hér og nú, strax í gær. Þeir þurfa að vinna fyrir sínu sæti í liðinu. Leikmannakaup. Aðrir hafa farið rækilega í þau í þræðinum. Þau hafa misheppnast enn eitt árið. Síðan sautjánhundruð og súrkál hafa varla nokkur kaup heppnast, fyrir utan Suarez. Það þýðir að liðið hefur smám saman veikst, rétt eins og Babu kemur inn á í sínu kommenti.

    Ergo: Verum þolinmóð!!! Þetta tímabil verður ekki gott. 8. sæti verður góður árangur eins og staðan er núna, miðað við allt sem á undan er gengið. Við munum rokka upp og niður, win some, lose some, draw a lot. Svo þegar okkur tekst að ná jafntefli við Man U á Old Trafford halda allir að nú sé þetta komið. En svo gerum við líka jafntefli við QPR á heimavelli. Svona verður tímabilið, sættum okkur við það, styðjum liðið og hættum þessum barlómi. Það tekur langan tíma að byggja upp gott lið, sérstaklega ef á að gera það án þess að henda 100 milljónum punda í það á einu sumri. Og það er ekki einu sinni víst að það takist þannig eins og við munum. Og áttið þið ykkur á því að 100 milljónir punda eru tvö þúsund milljónir króna. Hér var sagt að ofan að hver sem er hefði getað bjargað Liverpool undan Gillett og Hicks, þvílík fjarstæða. Þetta eru óheyrilegar upphæðir sem menn eru að punga í þetta. Ég vil allan daginn hafa heiðarlega peninga í spilinu frekar en olíu-arðráns-gjafapeninga frá Jeltsín eða enhverjum enn vitlausari einræðisherra við Persaflóa.

    My 5 cents…

  39. Þetta er frábær pistill hjá Magga og það er bara skelfilegt að horfa upp á liðið okkar í dag. Það vantar auðvitað betri leikmenn til að komast í toppbaráttuna en samt erum við ekki með ódýrasta liðið og mér finnst B.Rodgers hafa fallið á fyrsta prófinu. Það var augljóst í haust að framlínan var bitlaus. Og hvernig ráðstafaði hann þeim peningum sem hann fékk? Borini var keyptur en var í raun bara enn ein viðbótin í hóp óreyndra kjúklinga. Og Assaidi? Hver er það? Það gengur ekki að hafa 1/3 af byrjunarliðinu skipað reynslulausum mönnum með 19-20 ára meðalaldur. Frábært að ungir fái séns en ekki með þessum hætti.

    Já, B.Rodgers klikkaði á að styrkja framlínuna og nú er ég hræddur um að hann muni súpi hið fúla seyði af því…eins og við reyndar öll gerum núna. FSG hafa ekki mikið vit á "soccer" og ég leyfi mér að efast að þeir hafi svona stórt Liverpool hjarta eins og við t.d. hér á Kop.is. Þetta eru peninga-loftfimleikamenn sem eru að leyta eftir betri ávöxtun fyrir aurinn sinn. Ég treysti þeim ekki. Þeir þurfa að sýna mér meira til þess. Ég er mjög smeykur um að ef liðið nær ekki fleiri stigum í hús fljótt muni þeir reka B.Rodgers. Af hverju ekki? Þeir ráku Kenny og það hefði engu breytt þó hann hefði líka skilað FA bikarnum í hús síðasta vor! Í USA er kúltúrinn einfaldlega þannig í sportinu að menn sem ná ekki árangri eru reknir og það fljótt. Dæmi: Avery Johnson stjóri Brooklyn Nets í NBA var valinn stjóri nóvember mánaðar en eftir slæmt gengi í desember fékk hann sparkið í afturendann í dag.

    Ég vona samt að B.Rodgers fái lengri tíma…já, jafnvel þó hann hafi látið Shelvey spila allan síðasta leik. Hvernig var það hægt???

  40. Maggi þú ert einmitt að skauta yfir staðreyndir þegar þú ákveður að það megi bara réttlæta allt þetta hörmulega deildargengi Kenny eftir jól af því að þeir töpuðu fyrir
    Arsenal í lok febrúar og hvíldu nokkra leikmenn í einhverjum örfáum deildarleikjum í kringum bikarleiki. Fyrir það fyrsta þá var hrunið í deildinni byrjað fyrir þennan Arsenal leik og svo var hellingur eftir af tímabilinu eftir á þessum tímapunkti. Liverpool tók hrinu þar sem þeir töpuðu 6 af 7 deildarleikjum. Það var allt bara hrunið hjá Kenny í deildinni. Þú ert að nota alveg hreint fáránlegar einfaldanir til að réttlæta þetta, og ert að reyna að láta það líta þannig út að ákvörðun FSG hafi verið furðuleg því að allt hafi verið í góðum málum hjá Kenny.

    Það sem ég átti við með Göetze og Mata er að Kenny hafnaði því að skoða möguleikann á að kaupa þá. Forráðamenn Mata voru opnir fyrir viðræðum við Liverpool, en þær fóru aldrei af stað því Kenny vildi ekki Mata. Ég er ekki að segja að þessir menn hafi viljað koma til Liverpool, ég er að segja að það voru menn innan Liverpool sem vildu skoða þessa kosti og hefja samningaviðræður um þá. Við munum aldrei vita hvort að þessir menn hefðu vilja koma, því Kenny vildi ekki fá þá. Hann vildi Henderson og Downing. Auðvitað vita menn ekki 100% um sannleiksgildi svona frétta, en eins og þú veist fullvel þá er þetta búið að vera á fullt af fréttasíðum, ekki bara coughtoffside.

    Þú, Babú ofl talið um að Rodgers hafi ekki fengið neinn stuðning á leikmannamarkaðnum í sumar. Hvernig í ósköpunum fáið þið þetta út? Í sumar voru keyptir 4 leikmenn, Borini, Allen, Assaidi og Yesil fyrir 29,4 milljónir punda. Liverpool seldi Kuyt, Aquilani og Adam fyrir 13 milljónir punda. Þetta gera 16,4 milljónir nettó, og svo er það alveg ljóst að það átti að eyða 3-4 milljónum punda í Dempsey á lokadegi gluggans. Þessar tölur eru fengnar frá lfchistory.net. Rodgers fékk því um 20 milljónir punda + 13 milljónir frá leikmannasölum til að eyða! Af hverju kalla menn þetta engan stuðning? Þetta er bara töluvert fyrir lið sem hefur ekki verið í CL í langan tíma. Þið látið eins og Rodgers hafi fengið örfá matarmiða í leikmannabudget. Það er algjörlega hans mál að hann kaus að eyða þessu að mestu í Borini og Allen, ekki FSG.

  41. Mér finnst BR opinn niður í rassg… Hann talar of mikið um liðið, leikmennina, hvað þeir “work hard” og hvað er þeirra besta hlið og hitt og þetta. Aðrir framkvæmdastjórar geta bara klippt þetta niður og kortlagt ALLT liðið, allakosti og galla leikmanna okkar, jafnvel andlegu hliðina , hvað þeir eru ða læra og guða má vita hvað. Ekki finnst mér þetta ” the Liverpool way of doing things” Ég sakna þess að heyra viðtöl við King Kenny. Shit, 🙁 Næsti leikur er gegn QPR, liði sem framkvæmdastjóri stjórnar sem “kann að vinna Liverpool” Harry er einn af þeim sem virðist alltaf geta náð úrslitum gegn Liverpool, og hryllingsmyndin sem ég horfði á í 88 mínútur frá brittania stadium gæti svo sannarlega endurtekið sig um næstu helgi. Brendan er enn með snuddu miðað við harry hvað varðar reynslu, vonum hið besta, en ég er ekki bjartsýnn, og það er m.a.s. fyrir leik gegn botnliði deildarinnar, how´s that for a reality check ???

  42. Mark Lawrenson er alveg með þetta – eða hvað?

    QPR v Liverpool (16:00 GMT)
    It is only a couple of weeks ago that Liverpool boss Brendan Rodgers was talking about finishing second but they have won less than a third of their games and 10th place is about right for them at the moment.

    It was evident in the Reds’ defeat by Stoke that, although Luis Suarez is a real handful and such a good player, they haven’t really got anyone up there to help him.

    It is the lack of support for Suarez that might cost Liverpool, because too many of their attacking players are peripheral. I don’t think Rodgers has got enough players who can change games.

    I know they have got a deal set up to take Daniel Sturridge from Chelsea but I am not sure where they are going to play him and it is important he is used in the right way.

    QPR also lost on Boxing Day, although I think they were a bit unfortunate to be beaten by West Brom.

    Rangers claimed a dramatic win over Liverpool towards the end of last season, when they came back from 2-0 late on and I just have a feeling they might pull off something similar on Sunday.

    They must be in a position where they think they might as well go for it, because they are losing games anyway, and I think Liverpool might be suffering from a bit of a hangover after their Boxing Day setback against Stoke.

    Prediction: 2-1

  43. Eru allir hérna inni með geðröskun á háu stigi ( ekkert til að gera grín af samt )
    Fallið virðist allavegana hátt.

    VIð vinnum einn leik og menn eru sáttir, tala um gott mót, vantar herslumuninn, 5 stig í 3 sæti osfr. Ca 40 komment eða svo á leikskýrslunni en sum nöfn sjást ekki í kommenta kerfinu eftir sigurleiki.

    Við töpum leik, leik þar sem jafntefli hefði verið sigur þar sem engin hefur unnið Stoke á heimavelli þeirra síðan í febr á síðasta ári. Já já hvað gerist hér á þessari ágætu síðu……..160 kommentum seinna og það er allt að fara til helvítis. Við erum að falla, verðum að reka stjórann, verðum að eyða 100 milljónum í glugganum, verðum að vera þolinmóðir, eða ekki þolinmóðir, hefðum ekki átt að reka Kenny, alls ekki reka Benitez, tala minna, tala meira bla bla bla

    Ég er farinn að forðast það eins og heitan eldinn að koma inná þetta frábæra spjall eftir tapleiki Liverpool.

  44. Mér finnst BR opinn niður í rassg… Hann talar of mikið um liðið,
    leikmennina, hvað þeir „work hard“ og hvað er þeirra besta hlið og
    hitt og þetta. Aðrir framkvæmdastjórar geta bara klippt þetta niður og
    kortlagt ALLT liðið, allakosti og galla leikmanna okkar, jafnvel
    andlegu hliðina , hvað þeir eru ða læra og guða má vita hvað.

    Flest lið eru með fleiri en einn aðila í að greina næstu andstæðinga liðsins. Sem þá væntanlega horfa á leiki, myndbönd o.s.frv. og skila svo skýrslum og útbúa myndbönd fyrir stjórann og leikmenn til þess að undirbúa sig fyrir næsta leik þar sem leikur og leikmenn eru greindir. Farið inn á hlaup ákveðinna leikmanna, styrki liðsins og veikleika þess.

    Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé þessari vitleysu hent fram. Halda menn í alvöru að þegar BR talar um þríhyrninga á miðjunni, markvörður spilandi sem sweeper, penetration á könntunum og miðverði sem geta spilað boltanum upp að hann sé að koma upp um eitthvað hernaðarleyndarmál sem gerir andstæðingum okkar allt í einu, upp úr engu, gullið tækifæri til þess að kortleggja leik liðsins og vinna stórveldið Liverpool í ljónagryfjunni Anfield.

    Common…

    Annars verð ég að hrósa mönnum fyrir umræðuna hérna, sérstaklega þó síðuhöldurum. Það er verið að ræða þetta á mjög málefnalegan hátt og er umræðan, að mestu, blessunarlega laus við “XXX ER GLATAÐUR STJÓRI SKO!”.

  45. Halli. Finndu fyrir mig frétt úr áreiðanlegum miðli um Mata og Götze. Ég sá hann aldrei. Beinlínis aldrei og viðtalið sem þeir miðlar sem töluðu um þetta nefndi aldrei þessi nöfn og einmitt sagði að það var FSG sem ákvað í hvaða áttir var farið í leikmannamálunum.

    En ég ætla ekki að tala um tíma Dalglish sem aðalpunktinn í þessum pistli vinur, þér má alveg finnast rétt að skipta um stjóra einu sinni á ári en mér finnst það kolröng stefna. Kolröng.

  46. Og by the way, mikið rosalega er ég sammála The Anfield Wrap í pistli sínum, menn sem láta eins og það að kaupa að mestu leikmenn undir 23ja ára aldri bara leysi allan vandann.

    Það er ekki einfalt að kaupa leikmann, ef það væri þannig þá væru öll ríku liðin í Englandi beinlínis frábær. Þetta eru ekki vélar sem skila, heldur er það þannig að þú ert að slást við önnur lið sem vilja halda sínum leikmönnum og öðrum sem vilja ekki sleppa þeim nema fyrir ákveðið verð.

    Þess vegna þegar að Henry talaði um það í bréfi sínu að nú væru LFC hættir að “eyða peningum félagsins í alltof há laun og væri ekki lengur spenntir fyrir skammtímalausnum” í kjölfar þess að við létum Gylfa og Dempsey fara til Spurs þá fékk ég pínu kvíðahnút í magann sem ég vona að losni í janúar.

    En lesið Anfield Wrap linkinn sem Babu bendir á…ég er sammála honum að öllu leyti.

  47. 46# Stór partur af kommentum eftir tapleiki eru án vafa í mínum huga stuðninsmenn annarra liða, sérstaklega grunar mig nágranna okkar úr næstu borg. Annars ætti þetta ekkert að koma mönnum á óvart að við skyldum hafa tapað á móti stoke sjitty, það virkar á LFC eins og sjúkdómur að spila á móti þessu fjandans liði en NB það er ekki eingöngu bundið við LFC heldur eiga flestir í miklum vandræðum með þá! Okkar lið er með nýjan stjóra! Það vinna ekki allir nýjir stjórar titla fyrsta árið þó svo að Rafa Benitez hafi farið með okkur í CL ævintýrið strax en hann keypti líka heimsklassaleikmenn! Okkar lið er í enduruppbyggingu eftir að hafa farið í gjaldþrot fyrir örfáum árum! Sem betur fer þurftum við ekki að fara Leeds-leiðina og droppa niður um margar deildir! Okkar lið getur ekki eins og staðan er í dag farið alla leið í deildinni vegna margra ástæðna og það hefur komið í ljós í formi óstöðugleika. Hins vegar finnst mér að liðið mætti oft mæta með meiri grimmd og fá meira blóð á tennurnar! Hvaða kröfur gera menn á liðið okkar? Ég sjálfur geri þær kröfur að liðið okkar mæti í hvern einasta fokkings leik og geri eins vel og þeir geta. Stoke leikurinn og Aston Villa voru mestu vonbrigði mín í vetur hingað til. Nánast allir hinir leikirnir hefur Liverpool spilað fínan bolta og stigafjöldinn hefði mátt vera hærri eftir þessa leiki en þetta er í rétta átt. Ég vil miklu frekar spara peninginn núna í janúar til að getað gert eitthvað almennilegt á markaðnum í sumar heldur en að eyða bara til að eyða eins og BR segir. Mikið rosalega er ég sammála honum. Hættum að panikka svona, liðið okkar er ekki að fara á toppinn í vetur þó svo að það geti alveg farið mun hærra miðað við spilamennskuna í flestum okkar leikjum. HEIA Liverpool!

  48. Viriklega finn pistill, takk fyrir það.

    Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri tilvalið að skipta á Ba og Carroll við Newcastle, og fá pening á móti?

  49. Robert Mugabe rak seðlabankastjórann sinn vegna verðbólgu um árið. Það væri jafn árangursríkt að reka Brendan Rodgers. Suso verður ekkert frekar að Gareth Bale en að efnahagsstefna Mugabe lagist við að skipta um starfsfólk.

  50. Flott umræða og hrós til síðuhaldara fyrir að halda henni gangandi, langflestir með málefnalegar pælingar.

    Það er alveg eðlilegt að það sé umræða um hvort BR sé réttur kostur m.v. gengi liðsins í vetur. Nú er deildin ca. hálfnuð og alveg eðlilegt að staldra við og skoða gengi liðsins. Persónulega er ég hundfúll þar sem mér finnst hópurinn hafa gæði til þess að vera ofar á töflunni, þrátt fyrir augljósan skort í fremstu víglínu. Ég er hinsvegar hrifinn af hugmyndafræði BR og tel að það séu rök fyrir því að hann fái meiri tíma m.a. með hliðsjón af því að hann hefur gefið ungum drengjum mikil tækifæri og ef þeir þróast og þroskast á næstu misserum þá styrkir það liðið klárlega mikið. Hann hefur verið að innleiða nýja hugmyndafræði í spilamennsku klúbbsins sem bersýnilega hefur ekki skilað liðinu ennþá því sem ætlast er til, bæði má sjá veikleika í sókn og vörn og því töluvert í land ennþá.

    Því miður gengur svona uppbygging hægt þegar eigendur ætla sér að stíga varlega til jarðar í leikmannakaupum. Persónulega held ég að FSG ætli sér að selja klúbbinn og séu að taka til í launa/leikmannamálum án þess að það hafi of afgerandi áhrif á stöðu klúbbsins….því miður þýðir þetta að við sjáum ekki alveg til lands ennþá með það markmið að komast í CL. Þó ég sé vissulega ósáttur með að þetta gangi hægt þá held ég að að það sé nauðsynlegt fyrir klúbbinn að fara varlega í leikmannakaup þar sem við sjáum mjög glöggt hversu illa mistök á þeim markaði hafa skaðað klúbbinn okkar undanfarið, enda hafa verið keyptir leikmenn sem henta mismunandi þjálfurum trekk í trekk. Nú er hinsvegar verið að kaupa leikmenn sem henta ákv. leikstíl og er það í takt við stefnu klúbbsins og uppbyggingarstarfi yngri flokka…..það hugnast mér vel þrátt fyrir að ég þrái að sjá stóru nöfnin aftur orðuð við Liv.

  51. Er Brendan Rodgers ekki bara að reyna tala niður einhverjar væntingar til janúargluggans og ætlar að koma með einhverjar sprengjur í glugganum, það var eitthvað félag sem bauð 55 milljónir evra í Cavani, var það ekki bara Liverpool 😉 hahahahaha! Kannski er hann að reyna fara hina leiðina og tala niður gluggann og ætlar að gera okkur alla svakalega glaða fyrir lok hans! Ekki eins og unanfarin ár þegar það hafa komið loforð um einhver svakakaup og ekkert orðið 😉
    Kv bjartsýni gæjinn

  52. Sá þetta einmitt Denni.

    Þvílíkur viðbjóður, að menn kalli sig stuðningsmenn LFC er skammarlegt. F*** off back to Charlton.

    En þetta er hluti af vandanum. Kommentakerfi eins og twitter býður upp á það að alls konar fólk getur bara fengið útrás fyrir reiðina og ræðst þá á leikmenn.

    Ég ber ekki nokkurn kala til þessara drengja þó ég pirri mig stundum á frammistöðu þeirra og efast aldrei um það að þeir leggi sig ekki fram þegar þeir fara í bolinn. Það að þeir séu kannski ekki nógu góðir fyrir LFC verður aldrei ástæða til að kalla þá aumingja og fífl, hvað þá beinar hótanir eins og Jonjo (og Raheem líka þangað til að hann skrifaði undir samning) mega þola.

  53. Mjög góður pistill Maggi og segir margt sem ég vildi sjálfur hafa sagt. Ég var mjög ósáttur við það að Daglish var rekinn fannst að hann hefði átt að fá að undirbúa liðið betur fyrir næsta stjóra. Ég hef alveg mínar efasemdir varðandi BR en tel að hann þurfi alla vega að fá tíma til að reyna.

    Vandamál Liverpool er ekki hver er að stýra liðinu heldur eigendur þess og það er búið að vera vandamál síðustu 20 ár það hafa verið gerðar svo margar rangar ákvarðanir undan farin 20 ár að það er eiginlega lögreglumál. Ég hef ekki séð neitt frá þessum nýju eigendum sem segir mér að þeir eigi eftir að koma Liverpool aftur þar sem þeir eiga heima. Eina góða sem þeir hafa gert var að losa okkur við trúðana en ég set alltaf spurningarmerki við eignarhald Bandaríkjamanna á fótboltaliði. Tala nú ekki um manna sem hafa viðurkennt það að þeir hafa ekkert vit á fótbolta.

    Það er alveg augljóst að það er eitthvað rotið í Liverpool og búið að vera lengi margt í kringum liðið sem er bara ekki í lagi. Er ekki Liverpool það lið sem er búið að eyða hvað mest í leikmannakaup fyrir utan City, United og Chelsea undan farin áratug eða lengur? Ég verð að viðurkenna að maður óskar þess eiginlega að fá einhverja eigendur eins og hjá PSG eða City því maður er ekki að sjá hvernig menn ætla að ná að vinna þessa titla með öðrum hætti.

  54. Ég vil gefa Rodgers séns og meira tækifæri til að sanna sig. That being said, þá hefur mitt gut feeling gagnvart Rodgers alltaf verið að hann hafi hreinilega ekki nógu mikið backbone til að stjórna þessum klúbbi. Og ég er hræddur um að sú tilfinning sé rétt, en ég vil endilega þurfa éta þessi orð mín eftir nokkur ár. Það er ljótt að segja það, en við þurfum að bera stjórana okkar við þann besta, rauðnef. Undanfarin ár hafa aðeins tveir þeirra átt break í þeim samanburði, Rafa og Dalglish. Og ekki fékk Dalglish mikið Lebensraum sem stjóri á Anfield.

  55. 47, Eyþór. Það sem ég á við með öllum þessum viðtölum BR um flesta okkar leikmenn er að mér finnst hann bara vera að falla inní einhverja Ameríska raunveruleikaseríu. Sérðu rauðnef t.d. einhvertíma tala svona um leikmenn sína, bara sem dæmi. Það er nóg að við séum með Kana sem eigendur en það þarf ekki að “Ameríkana” klúbbinn okkar niður allan starfsmannalistann.

    Draumurinn er að eignarhald LFC verði svipað og Bracelona einhverdaginn. Ég styð Brednan Rogers, en ég hef mjög miklar efasemdir um fsg.

  56. fyrir utan að okkur vanti gæði í liðið, þá vantar okkur meira baráttu og tuddaskap. erum alltof “góðir” vantar meiri killer í tæklingar og fantaskap,,,öxl í öxl og fleiri harðar tæklingar. þetta er nú einu sinni snerti íþrótt en samt eru menn frekar að bjóða spaðann heldur en að taka á því…Af hverju eru menn ekki straujaðir strax heldur en að horfa/leyfa mönnum að labba framhjá sér með boltan og skapa ursla. Þurfum að minnsta kosti 4 stk N.RUD….í liðið og einn Robbie Savage til að hleypa þessu upp……þurfum að vera lið með pung…….

  57. Frabær pistill og eins kommentið fra kristjani atla.

    Eg hef miklar ahyggjut af þvi sem kristjan segir að stuðningsmenn liðsins seu að skrifa til john henry a twitter þvi þau skrif meika engan sens. Það a frekar að skrofa til john henry að nu þurfi hann og aðrir sem með honum vinna að drullast til að standa við orð sin fra þvi þeir keyptu felagið og styrkja liðið svo það komist a þann sem það a heima. Sokin er alls ekki rodgers heldur er sokin algjorlega FSG manna. Það er engin stjori i heiminum að fara með svona leikmannahop i topp 4 það er staðreynd. Eg drullu drullu vorkenni rodgers a þvi að hafa tekið þetta djobb að ser.

    Og til að bæta grau ofan a svart þa talar rodgers bara um það nuna að það se ljost og hafi alltaf verið ljost að það yrði mjog litið til af peningun allt þetta season, hann er að segja okkur að slaka a þvi það se ekkert merkilegt að fara gerast i januar. Samt segir sluðrið i dag að við seum að reyna að kaupa ungan breskan markvorð sem er 19 ara gamall og ætlum að borga 6 milljonir fyrir hann. Mer lyst ekkert illa a þau kaup ef við værum með fulla vasa af peningum en kommon ef það er litið til af peningum þa erum við ekki að fara eyða 6 milljonum i 19 ara markvorð. Eg er að vona að rodgers se að tala svona til að tala niður væbtanlega seljendur en hvað veit maður.

    Nuna bara verða menn að fara setja krofur a fsg og þjarma hressilega að þeim, boltinn er hja þeim en ekki hja rodgers og leikmonnunum

  58. Thad tharf ad setja mun strangari skraningarskilyrdi a thessi kommentakerfi øll. Eins herna a kop.is
    Mer finnst t.d. algjør lagmarkskrafa ad folk komi undir nafni, thad myndi sigta ut fullt af rotnum eplum i thessu fina spjalli her.

  59. Auðvitað á Rodgers þátt í erfiðu sumri. Hann þarf að svara okkur fyrir Joe Allen sem stefnir í að verða dýr kaup til lítils. Eltingarleikur hans við Borini virkar ekki traustur á okkur er það og Assaidi óskiljanlegur díll. Nuri Sahin hefur utan tveggja leikja verið gríðarleg vonbrigði.

    Ég er ekki alveg að skilja þessi ummæli. Allir þessir fjórir gaurar eru ungir að árum og eiga, fyrir utan Allen, eftir að læra á ensku úrvalsdeildina. En samt er Maggi (og margir aðrir) nánast búinn að afskrifa þá (vantar bara Coates á þennan lista).

    Sahin er leikmaður sem hefur gríðarlega hæfileika. Valinn leikmaður þýsku deildarinnar þegar hann spilaði sitt síðasta tímabil með Dortmund. Var mikið meiddur með Real Madrid. Hann talaði um það að enska deildin væri svo allt öðru vísi en hinar tvær sem hann hefði spilað í og það tæki hann tíma að venjast henni.

    Borini meiddist á mjög krítísku tímabili og væri sjálfsagt búinn að spila miklu mun meira ef hann væri heill. Assaidi er óskrifað blað, virðist teknískur en skortir eins og er sjálfstraust. Er líka búinn að vera talsvert meiddur. Allen byrjaði gríðarlega vel en hefur dalað talsvert síðan þá. En í upphafi sýndi hann sína eðlilegu getu og því engin ástæða að afskrifa hann. Coates gerir mistök en mér finnst hann gríðarlegt efni. Það sem fjóra af þessum fimm leikmönnum skortir er einfaldlega leikreynsla. Spila meira.

    Ég gleymi því nú seint hversu margir hökkuðu Lucas í spað þegar hann var að stíga sín fyrstu spor með Liverpool, en nú er hann nánast ómissandi (tel að sú niðursveifla sem Liverpool er nú í sé tilkomin vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut gegn Chelsea). Skertl var nú ekki hátt skrifaður hjá mörgum lengi vel.

    Að reka Rodgers núna væri það arfavitlaustasta í dag. Vissulega er árangurinn ekki góður (og svekkjandi oft á tíðum – of oft búinn að missa svefn). Sahin nefndi það að þegar Dortmund var rifið upp hafi því gengið illa fyrsta árið eða svo. Var á hausnum og óreyndur þjálfari ráðinn. Í dag er þetta eitt flottasta liðið í Evrópu. Liverpool er bara í ákveðnum fasa og með nýjum leikmönnum og meiri samhæfingu þá kemur þetta í rólegheitunum. Ég hef fulla trú á Rodgers.

  60. Nú veit ég ekki hvort þetta hafi komið inn hérna áður, en stórnarformaður Birmingham var að staðfesta viðræður við Liverpool varðandi Jack Butland.
    Eru dagar Reina þá að renna upp ? Ef ekki er þá skynsamlegt að eyða peningum í markmann þegar að Jones er nýbúinn að skrifa undir samning.

    Hafiði séð eitthvað til þessa markmanns ?

  61. Ég verð að segja að þetta Butland dæmi hlýtur að vera djók. Setja 6 milljónir í markmann þegar við eigum 3 sem eru jafngóðir eða betri. Þeir sjá þetta kannski sem fjárfestingu, geta lánað hann út næstu 3-4 árin á góðar summur.

  62. Þótt að þetta sé bara ein klippa þá lookar hann nokkuð snöggur og hugrakkur

  63. Frábær pistill. Kannski ekki sama snilldin og bókin Skáld eftir Einar Kárason sem ég var að klára rétt í þessu en góður samt. Að reka Brendan væri versta hugmyndin í Liverpool frá því að Decca hafnaði Bítlunum árið 1963. Brendan er, rétt eins og megnið af liðinu hans, ungur og óreyndur en alveg fáránlega mikið efni í frábæran þjálfara. Hér er augljóslega verið að veðja á ákveðna hugmyndafræði sem getur gengið upp. En vitanlega kann svo að fara að hún gangi ekki upp. Það veit enginn í dag en mín tilfinning er sú að miklu meiri líkur séu á að þetta verkefni lukkist en ekki. LFC er ekki eitt besta fótboltafélagið í dag en við blasir hverjum heilvita manni að félagið er eitt mest spennandi félagið í dag með alla sína ungu leikmenn, Brendan með sína fótboltahugsun og, já sama hvað hver segir, með þessa eigendur hjá FSG. Rekstur LFC hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra og þetta fornfræga félag sem stóð langt að baki öðrum félögum í markaðsmálum er nú orðið leiðandi á því sviði svo dæmi sé nefnt um þá vinnu sem bakland félagsins er að vinna en er sjaldan haldið á lofti.

    Vonbrigði tímabilsins, að mínum dómi, eru ekki ungu leikmennirnir. Aldurs síns vegna munu þeir sveiflast mikið í frammistöðu sinni. Þegar ég var stráklingur var ég einu sinni 70 daga á rækjuveiðum í Flæmska hattinum þar sem varla fékkst fyrir tryggingunni vegna aflaleysis. Ég, og aðrir guttar um borð, vorum flestir komnir í alvarlegar sjálfsvígshugleiðingar vegna aðgerðaleysis og einmanaleika. Þá komu gömlu jaxlarnir til sögunnar og hreinlega báru okkur uppi ýmist með því að skamma okkur fyrir vælinn eða að stappa í okkur stálinu. Þetta hefur vantað að mínum dómi. Mér hefur of oft okkar ástkæri Gerrard verið sá fyrsti til að kasta inn hvíta handklæðinu og gefast upp. Reina er annar leikmaður sem er að mínu viti óþekkjanlegur síðustu tvö ár. Þetta eru okkar reyndustu menn en valda ekki því erfiða verkefni sem er að eggja unga leikmenn lögeggjan og halda liðinu uppi t.d. þegar leikið er á móti liði eins og Stoke. Við eigum engan Mats Hummels sem er bæði ungur og nógu mikill nagli m.a. til að fá leikmann eins og Sahin til að leika yfir getu. Eða Sebastian Kehl svo ég nefni tvo leikmenn úr hinu frábæra liði Dortmund sem er augljóslega helsta hliðstæða LFC í dag að mínum dómi mínus að Dortmund leikur yfirleitt alltaf vel þrátt fyrir unga leikmenn og ungan þjálfara. Það tók hins vegar fimm ár að búa til þetta módel.

    Ég er í sjálfu sér ekki að gagnrýna Gerrard þótt hann sé ekki Sebastian Kehl eða Paolo Maldini Gerrard er enn góður og mikilvægur leikmaður. Reina er hins vegar einfaldlega að dala sem leikmaður sem er engin dauðasynd í sjálfu sér. Hlutskipti allra fyrr eða síðar er að missa tötsið. Stemmingsleysið yfir Reina er samt hreint skelfilegt fyrir ungt lið sem þarf að treysta á minnst eitt kraftaverk frá markmanninum í hverjum leik. Kannski myndi karlinn hressast ef þessi 19 ára Butland kæmi inn í hópinn en kannski er Reina bara búinn að missa það!

    Í stuttu máli mun ekki neinu teljandi máli skipta hvort Sturridge og Ince koma í janúar til skemmri tíma litið. Ince er vitanlega óskrifað blað að mestu en Sturridge er gífurlega spennandi framherji og verðmiðinn ásættanlegur. Hvorugur þeirra mun þó færa LFC stöðugleika eða grimmdina sem vantar svo sárlega.

    Það sem skiptir mestu máli ´til lengri tíma litið er að standa á bak við Brendan Rodgers og gefa honum nokkur ár til að koma saman liði sem er í réttu jafnvægi og sýnir stöðugleika í gegnum heilt mót.

    Það sem skiptir hins vegar mestu máli til skemmri tíma litið er að fá inn leiðtoga í liðið. Einhvern eins og Pirlo svo eitt dæmi sé nefnt um leikmann sem gegnir ekki aðeins hlutverki sem leikmaður heldur líka sem leiðtogi.

  64. 67# Hehehe… Það gekk illa en langflestir þekkja mig á þessu nafni auk þess sem ég er með link á heimasíðu mína þar sem fullt nafn mitt kemur fram. Enginn feluleikur hér í gangi 😉

  65. 68 ég er búinn að segja þetta áður, Reina er á útleið að mínu mati. Þetta er seinasta leiktíðin hans.

    Alls ekki nægilega traustur.
    Er á “seljanlegum aldri”.
    Við fáum max það sem við munum fá fyrir hann hér eftir.
    Og svo….því miður…. þá finnst mér hann hafa misst töfrana sem hann hafi.

  66. Væri ekki betra að eyða þessum 6 millum plús kannski aðrar 5 og kaupa þennan Hummels frá Dortmund. Þessi markvarðarpæling minnir mig mjög mikið á þegar við vorum endalaust að kaupa “efnilegustu” markverði Englands hér um árið, (kirkland,carson) Á tímabili var eins og við værum að safna markvörðum.

    Það að kaupa enn einn efnilega markvörðinn finnst mér vera mjög neðarlega á forgangslistanum.

  67. 47 Eyþór, enn og aftur að BR. og hvað hann er “opinn” við fjölmiðlamenn, það virðast fleiri sjá þetta en ég, samanber þetta komment af enskri spjallsíðu.

    “Why cant Rodgers keep his mouth shut!? He reveals to much information to the press. He might wanna take a leaf out of King Kenny’s book by giving the press the cold shoulder at times”.

    Það skyldi aldrei vera að af því að hann er svona “opinn” varðandi allt að hann virki eins og scout fyrir tottenham, maður spyr sig bara. Ég kann þá miklu betur við “the Liverpool way” vinna hlutina innanhúss. Vona að þú skiljir hvað ég meina með þessu félagi púllari.

  68. Finnst að John Henry og co ættu að taka upp veskið í janúar og kaupa David Villa hann kostar held ég 16 kúlur sem er helmingi minna en Carroll kostaði okkur og gott betur en það. Er orðinn þreyttur á að það sé verið að orða okkur við Gary Hooper, Di Santo og einhverja meðalleikmenn í hverri viku. Mér er alveg sama þótt hann sé 31 árs gamall hann er ennþá mjög góður framherji sem myndi skila inn 20+ mörkum ef hann myndi haldast heill.

  69. Nr. 75

    Á tímabili var eins og við værum að safna markvörðum.

    Einu sinni keyptum við tvo markmenn sama daginn ef ég man rétt, Dudek og Kirkland. Þá var enginn búinn að frétta það að Westerveld væri ekki nógu góður. Krirkland kom meira að segja á metfé fyrir breskan markmann og hinn var ekkert ódýr heldur.
    http://www.guardian.co.uk/football/2001/aug/31/newsstory.sport14

    Skil annars alveg pælinguna með að kaupa Butland, hann er mesta efni Breta sem hægt er að fá í þessa stöðu (eigum ekki kost á Joe Hart) og er að spila fyrir neðrideildarlið sem á í fjárhagserfiðleikum. Þetta eru nákvæmlega kaup sem FSG vill gera og vill eyða pening í. Þannig að ég get alveg trúað þessu og fagna alveg samkeppni við Reina. Jones er ekki að veita neina samkeppni og nýr samningur við hann breytir engu þar um.

  70. Eins og staðan er i dag å að halda i BR. Týðir ekkert dvelast of mikið i fortìðinni enn audvitad hindsight tå åtti Perry taka tilboði dubai frekar enn amerìsku bakkabræðra(my2cent) . Jæja nùna er staðan ad LFC tarf að styrkja sig i jan og eigendur turfa opna budduna. Leist vel à få butland, ince og annad hvort ba eða daniel s. Spurning með tennan hollenska framherja. Auk tess tel èg BR ætti endurskoða tiki taka leikaðferðina. Mèr finnst frekar bitlaus með 1 framherja. Tad er ekki nòg vera með hått possesion sem skilar ekki mörkum eða skotum å mark.. Pèrsònulega finnst mèr að hafa markvörðin vera svona sweeper tegar vid erum með boltan bjòða hættunni heim. Bara ein fail sending frå eða til Reina gæti kostad okkur mark. Ég mæli með fara i 3-5-2 system sem fannst mér virka vel å mòti chelsea.

  71. Eftir þennan pistil finnst mér liggja augljóst fyrir hvert næsta skrefið er; Það er að reka eigendurna, eða a.m.k. sýna þeim með mótmælum, og þeim harkalegum, að við stuðningsmenn LFC líðum ekki svona helvítis fokk og rugl með liðið. Gerum eins og stuðningsmenn MU; söfnum liði og aurum og kaupum klúbbinn!!

Stoke 3 Liverpool 1

QPR á morgun