Stoke 3 Liverpool 1

Talandi um að eyðileggja hátíð í bæ. Okkar menn heimsóttu Stoke City á Britannia Stadium í dag og töpuðu 3-1 þrátt fyrir óskabyrjun.

Brendan Rodgers ákvað að stilla upp óbreyttu liði frá 4-0 sigrinum gegn Fulham:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Shelvey

Downing – Suarez – Suso

Bekkur: Jones, Coates, Carragher, Henderson (inn f. Lucas), Allen, Joe Cole (inn f. Downing), Sterling (inn í hálfleik f. Suso).

Eins og ég sagði áðan fengu okkar menn óskabyrjun og það aldeilis úr óvæntri átt. Eftir 35 eða svo sekúndur sólaði Luis Suarez Ryan Shawcross upp endalínuna hægra megin og inn í teiginn. Shawcross reif í treyjuna hjá honum og þegar Suarez fór niður (ekki dýfa, nota bene) dæmdi Howard Webb vítaspyrnu! Þetta var hvorki meira né minna en fyrsta víti Liverpool á þessari leiktíð og maður er orðinn svo vanur að sjá liðið hlunnfarið í þessum efnum að mér krossbrá bara þegar flautan gall. Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði örugglega. 0-1 eftir tæplega tvær mínútur.

Tíu mínútum seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Stoke. Góð frammistaða Liverpool í þessum leik entist í nákvæmlega tvær mínútur, eftir þessa fyrstu sókn var ekki að sjá á Stókurum að þeir hefðu lent í nokkru basli í upphafi leiks á meðan okkar menn bara gjörsamlega skitu á sig. Fyrst jöfnuðu þeir metin þegar hár bolti upp völlinn lenti á Kenwyne Jones og Daniel Agger. Jones vann einvígið, Skrtel rann og Jonathan Wilson skoraði óvaldaður. Það var á 5. mínútu og á 12. mínútu kom Kenwyne Jones heimamönnum svo yfir með skalla beint úr hornspyrnu.

Í seinni hálfleik bættu þeir svo þriðja markinu við þegar Walters skoraði aftur eftir innkast og skalla frá Jones eins og í fyrri tveimur mörkunum. Sannkölluð Stoke-þrenna fullkomnuð, mörk eftir langa spyrnu upp völlinn, hornspyrnu og innkast. Kenwyne Jones með lykilskallann í öllum þremur mörkunum. Tony Pulis með hann beinstífan á hliðarlínunni.

Afsakið hlé …

.

… sorrý. Ældi aðeins. Fór og rétti mig af.

Allavega, leikurinn var bara búinn eftir að þeir komust yfir á 12. mínútu. Liverpool fékk einhver nokkur færi í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki en í þeim síðari var lítið sem ekkert að gerast og sigurinn var fyllilega verðskuldaður.

Eftir standa nokkrar erfiðar spurningar og ég ætla bara að láta þær flakka hér:

Spurning 1: Gleyma menn því hvernig Stoke spila knattspyrnu á milli leikja við þá? Þetta er held ég fjórði tapleikurinn í röð hjá Liverpool á þessum velli. Benítez, Hodgson, Dalglish og núna Rodgers hafa allir farið flatt á þessum velli með Liverpool og það er eins og menn séu alltaf jafn hissa á hvernig leikurinn þróast. Í öllum tilfellum var Liverpool að reyna að yfirspila Stoke með flottari fótbolta og í öllum tilfellum mistekst það hrapallega. Er ekki kominn tími á að láta bara hart mæta hörðu og berjast fyrir 0-0 jafnteflinu á þessum velli?

Spurning 2: Okkar besti skallamaður, Sebastian Coates, og okkar mesti baráttuhundur, Jamie Carragher, spiluðu ekki mínútu í kvöld. Hvað er að frétta, Brendan Rodgers?

Spurning 3: Ekki spurning heldur meira ný regla: það er bannað að segja brandara um að Martin Skrtel sé grjótharður og éti nagla í morgunmat þar til hann hefur staðið sig vel a.m.k. einu sinni á þessum velli. Mér finnst hann alltaf drulla á sig þarna og kvöldið í kvöld var engin undantekning.

Spurning 4: Fyrir nákvæmlega ári síðan var Liverpool með 34 stig eftir 19 leiki. Það fannst okkur ekki nógu gott. Í ár er liðið með 25 stig eftir 19 leiki. Við munum öll hvernig liðið hrundi eftir áramót á síðustu leiktíð. Ætlum við að þykjast vera eitthvað viss um að liðið nái sér á strik á seinni helmingnum í ár? Hvað gerist ef sama hrunið á sér aftur stað? Við erum nú þegar níu stigum verr staddir en á sama tíma og í fyrra.

Spurning 5: Ég er ekki á nokkurn hátt að stinga upp á því að fella stórudóma um Brendan Rodgers, en við verðum að spyrja hann þessara spurninga. Brendan, áttu bara til Plan A? Brendan, skortir leikmennina þína algjöran karakter? Brendan, af hverju fékk Jonjo Shelvey að spila 90 mínútur í kvöld þegar hann var afgerandi lélegasti leikmaður liðsins?

Hér eru síðustu leikir Liverpool í deildinni, eftir að hafa áður leikið ellefu leiki í röð án taps:

 • Tottenham úti – tap
 • Southampton heima – sigur
 • West Ham úti – sigur
 • Aston Villa heima – tap
 • Fulham heima – sigur
 • Stoke úti – tap

Þetta eru þrjú töp í síðustu sjö leikjum. Ekkert jafntefli, bara töp. Annað hvort á liðið dúndurleik og vinnur eða þá að það tapar. Það virðist ekkert vera þarna á milli.

Það er fullkomlega eðlilegt að menn spyrji sig hvað veldur þessum óstöðugleika. Menn voru að gera sér vonir um 10-15 stig í þessum fimm leikjum eftir Tottenham-tapið en niðurstaðan er 9 stig. Það er ekki nógu gott ef menn ætla sér einhverja Evrópubaráttu. Sigur gegn Villa í lélegasta leik tímabilsins og jafntefli í kvöld hefðu skilað fjórum stigum í viðbót sem hefði verið miklu skárra.

Sem betur fer er aðeins einn leikur eftir fyrir áramót. Ég á ekki von á að öll vandamál liðsins lagist eins og hendi sé veifað strax 1. janúar n.k., og það er alveg öruggt að það mun ekkert lagast á meðan liðið er svona ójafnt í frammistöðum einstaklinga.

Agger, Johnson og Skrtel voru allir ömurlegir í kvöld. Gerrard, Shelvey og Suso líka. Enrique, Lucas, Suarez og Downing voru skástir en þeir hafa þó átt sína stinkera í undanförnum leikjum.

Okkur hættir allt of mikið til, sem aðdáendur liðsins, að heillast af góðu frammistöðum þessara leikmanna og láta eins og það séu pirrandi one-off leikir þegar þeir spila illa. Samt hafa margir þessara leikmanna fallið allt of oft á stóru prófunum síðustu 18-24 mánuðina.

Það fer að koma tími á að við spyrjum hvort sumir þessara manna séu bara ekki betri en þetta.

Næstu sex leikir liðsins í deildinni eru: QPR úti á sunnudag, Sunderland heima, Man Utd úti, Norwich heima, Man City úti og Arsenal úti. Ég sé allavega þrjá nánast pottþétta tapleiki í þessum sex, eins höfuðlaust og liðið er að spila á erfiðum völlum og hreinlega á heimavelli líka.

Níu stigum minna en á sama tíma í fyrra og þessi sex leikja hrina fram undan. Ég veit að þessi leikskýrlsa er að enda á samhengislausu röfli hjá mér en ég verð að spyrja, eru menn eitthvað bjartsýnir á að það sé ekki annað hrun fram undan upp úr áramótum?

Ég er ekki viss.

93 Comments

 1. Djöfull getur það tekið á að halda með þessu liði. Meira jojo lið er erfitt að finna í ensku deildinni og víðar.
  Það þarf eitthvað meira en Sturridge til þess að bjarga þessum mönnum því það virtist sem að engin í þessu liði hefði áhuga eða getu til þess að sigra í kvöld.
  Stoke menn unnu vel í kvöld en áhuginn var svo sannarlega ekki til staðar hjá okkar mönnum.

  Mín vegna má pislta höfundur sleppa þeim leiðindum að gera skýrslu um þennan horbjóð.

 2. Já þetta var nú ekki gaman þrátt fyrir hressandi byrjun.
  Það virðist bara vera þannig að of mörg lið geta treyst því að eiga sinn besta leik þegar þau leika gegn Liverpool.
  Að því sögðu geri ég fastlega ráð fyrir að QPR eigi súper performans á sunnudaginn.

  Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvers vegna við fjölmennum ekki í teig andstæðingana við hvert tækifæri sem hægt er að koma boltanum fyrir markið, ekki veitir af að fjölmenna þegar allt helv Stoke liðið er inni í teig að verjast.

  En svo fór sem fór og því miður voru Stoke bara mikið betri en Liverpool, og hversu ömurlegt er nú það.

  En svona fyrir ykkur sem eruð hissa á því að við fengum víti, þá átti það ekki að koma neinum á óvart enda var ég búinn að dreyma fyrir því og tilkynna það hér 😉

  Áfram Liverpool!

 3. Dómarinn eyðilagði leikinn. Vítið fór alveg með okkur. 🙂

 4. Sælir félagar

  Að Stoke skuli hafa verið betra liðið bæði í sókn og vörn segir allt um frammistöðu liðs okkar í þessum leik. Maður nennir ekki einu sinni að ræða um frammistöðu einstakra leikmanna Liverpool enda enginn að gera vel og BR átti engin svör við beittum og skipulögðum leik Stoke.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Betra knattspyrnuliðið vann í dag. Já ég sagði knattspyrnuliðið. Ekkert hægt að væla yfir því að Stoke hafi spilað leiðinlegan bolta o.s.frv eftir þetta. Þeir vildu þennan sigur miklu meira en Liverpool, spiluðu sterka vörn eins og þeir gera alltaf og voru á undan okkar mönnum í alla bolta. Liverpool voru í því klikka á einföldum sendingum og móttökum í dag, rennandi á rassgatið á tímapunktum sem það mátti alls ekki gerast.

  Það þýðir samt lítið að svekkja sig á þessu, liðið er bara ekki betra í dag en taflan sýnir en maður heldur bara áfram að horfa og hvetja liðið sitt áfram. QPR næst og það verða að koma 3 stig úr þeim leik!

  Koma svo!

 6. ég er mjög efins að sturridge sé að fara koma með einhverjar lausnir fyrir okkur…

  vörnin var hreinlega til skammar rétt eins og á móti aston villa… sem nota bene eru búnir að fá 12 mörk á sig í seinustu 2 lekjum!!!!! hvað segir það um sóknina okkar???

  miðjan var algerlega getulaus og það sem mér finnst vera soldið áberandi er að mótherjar liverpool eru gjörsamlega búnir að kortleggja liðið og veikleika þess og þetta veldur manni virkilegu hugarangri….

  eftir svona leik langar manni helst að kroppa úr sér augun!!!!!

 7. Það skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú spilar, þú þarft alltaf á því að halda að leikmenn leggji sig 100% fram í hvern leik. Leikmenn stoke vildu vinna og voru 100% mótiveraðir fyrir þennan leik, ekki leikmenn Liverpool. Óstöðuleikinn heldur áfram hjá Liverpool FC.

 8. Hvernig ætlar þetta lið sér að klifra upp töfluna með svona frammistöðum ?
  Stoke menn voru einfaldlega framar á öllum sviðum í kvöld og það sást langa leið að þeir ætluðu sér þessi 3 stig og börðust vel fyrir þeim.
  Ég ætla að hrósa Stoke fyrir þennan leik en ég væri til í að fara inní klefann hjá Liverpool mönnum og segja nokkur vel valinn orð og hrauna yfir þá.

  Ég vona að Rodgers hafi pung og hrauni yfir þetta lið og þeirra frammistöðu. þvílík skita hefur ekki sést í langan tíma.

 9. Hef lítið annað að segja en þetta lið er óstapílt og ekki hægt að stóla á ,, verður í þessu sæti eða 2 sætum ofar er yfir líkur.

 10. Úfffff……hvað er hægt að segja?
  Við skulum nú í eitt skipti fyrir öll hætta að vera með þessar fáráanlegu óraunhæfu væntingar okkar um 4. sætið. Þetta ár er sennilega búið að vera það allra erfiðasta sem ég hef upplifað sem stuðningsmaður LFC. Næsta ár verður mun betra, engin spurning….en 4. sætið þetta tímabil. FORGET ABOUT IT!

  Stoke voru ekki bara betri en við í þessum leik, heldur miklu betri. Djöfull svíður að þurfa að viðurkenna þetta. Miðjan, vörnin, sóknin, markvarslan – yfirburðir þeirra á öllum þessum sviðum. Ef það er einhver huggun fyrir okkur þá getið þið bókað það að fá lið munu fá eitthvað á þessum velli a.m.k. út þetta tímabil. Rosaleg dapurlegt hvað okkar menn voru ekki tilbúnir í þennan slag. Ég gersamlega tryllist ef BR segir í viðtali á eftir að einhver leikmaður eða barátta einhverja leikmanna í LFC hafi verið “fantastic” eða “excellent”. Nú á hann að láta menn heyra það að mæta ekki tilbúnir og dýrvitlausir í svona leik.

  BR verður og þá meina ég VERÐUR að fara að vinna í þessum föstu leikatriðum. Spurning um að fara að gefa öðrum hvorum miðverðinum smá frí og gefa Carragher eða Coates tækifæri. Veit svo sem ekkert hvort það virkar, en við erum bara búnir að fá á okkur of mörg mörk undanfarið, það er bara þannig.

  Annars er ekki við BR greyið að sakast. Mannskapurinn er bara ekki nægilega öflugur heilt á litið. Vantar karakter í liðið. Ég held að ég sé að fara með rétt mál að við höfum bara náð að vinna einn leik eftir að hafa lent undir í deildinni.

  Uppbyggingarstarfið er engu að síður hafið, en það mun taka a.m.k. 2 – 3 ár. Þetta verður betra eftir áramót, en við náum aldrei lengra en upp 6. – 8. sætið, sorry. Í guðanna bænum förum nú ekki að heimta það að BR verði rekinn. Það gæti enginn þjálfari í heiminum náð eitthvað mikið meira út úr þessum mannskap.

 11. Stoke eru bara með hörkulið sem erfitt er að vinna á heimavelli, árangur þeirra í undanförnum leikjum á heimavelli sýna það bara, þeir töpuðu síðast 4.feb heima. Þessi úrslit eiga ekki að koma neinum á óvart. Það afsakar hinsvegar ekki framistöðu Liverpool í kvöld sem var vægast sagt döpur og það var eins og sumir leikmennirnir nenntu þessu ekki, sendingar, móttaka og hreyfing án bolta var afhroð á köflum og Stoke áttu þennan sigur fyllilega skilið. Vonandi les Rodgers hressilega yfir hausnum á liðinu eftir svona kæruleysi og kemur leikmönnum í skilning að það þarf að berjast fyrir hverju stigi og það fæst engin árangur fyrir það að vera í jogginu.

 12. Ég hef sagt það áður og ítreka það hér að við eigum ekki síður í vandræðum í vörninni en í sókninni. Við lekum ALLTAF inn marki eða gefum andstæðingum okkar frábær tækifæri á að skora.
  Þessi glugggi sem er að opnast er miklu mun mikilvægari en BR talar um. Við ÞURFUM bætingu á hópnum og gera skynsamleg kaup.
  Lið sem getur verið að borga Downing og Cole laun sem aðeins heimsklassa leikmenn er í vanda statt. Ég vil sjá eigendur LFC koma til móta við BR ef hann td nær að losa LFC við þessa tvo fyrrnefnda leikmenn; gefa BR pening til að bjóða í tvo sterka leikmenn sem hjálpa okkur á seinni hlutanum. Ekki gleyma því að við erum BARA 8 stigum frá 4.sætinu en ættum í raun að vera 4-5 frá því með stigi i kvöld og sigur á A.Villa. Tveir sterkir leikmenn myndu lyfta okkur upp töfluna og gefa okkur séns. Það eru allir að reita stig af öllum og allt er opið. Ég endurtek að þessi gluggi sem er að opna er mun mikilvægari en menn gera sér grein fyrir.

  Haldið í vonina. Við erum í uppbyggingu og það þarf að taka skref til baka áður en áfram er farið.

 13. Það eru jólin og ekki hægt að reiðast en það er allt í lagi að berjast.

 14. Ég held að menn séu haldnir einhverjum ranghugmyndum um vörnina hjá okkur og getu og gæði miðvarðanna okkar. Skrtel og Agger voru hrikalegir í öllum mörkunum hjá þeim. Menn segja yfirleitt að við séum með góða vörn í þeim félögum og það sé eitthvað sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af, en góð vörn og góðir varnarmenn eru ekki að fá svona mörg mörk á sig. Þá er ég ekki að taka Reina með í þetta en hann hefur verið mjög óstabíll lengi og velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki að hluta til vegna varnarinnar sem að stendur fyrir framann hann. Ég vil fara að sjá Coates þarna inni ekki seinna en strax!! Ungur, stór, hæfileikaríkur strákur sem er eins og skapaður fyrir þessa deild. Annars var þessi leikur náttúrulega alger skita.

 15. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart það að við skyldum tapa fyrir Aston Villa segir bara margt hvað við erum ljósárum á eftir toppliðunum. Rodgers segir að við getum náð 2 sætinnu… Bíddu C$$$$$$$ taka þá 8-0 og Tottagott tók þá 4-0 í dag. við töpuðum fyrir þeim síðan Rodgers sagði að við gætum náð 2 sætinnu þá hefur liðið átt 2 skelfilega leiki og þeir leikir sína á svart og hvítt. við erum í dag 8-12 sæti kalíbera lið. enda lýgur taflan ekki eða hvað? leikurinn í dag? mér fannst engin eitthvað áberandi góður. Suarez það er ekki hægt að stóla á hann bjargi okkur í hverjum einasta leik. þótt hann skapi mikið þá verður að koma eitthvað meira út úr því. Hann er okkar Messi enn vantar menn með hreðjar í kringum sig. Suso var slapur Downing hefði viljað sjá han koma með kraft eftir síðasta leik. Shelvey je dúdí mía… þessir 3 voru hvor öðrum lélegri í þessum leik . Sterling jæja farðu nú að koma með eitthvað fljótlega! tekur því varla telja rest enda voru allir að spila á sama leveli. Satt að segja átti ég ekki von á Stoke svona öflugum þeir komur mér virkilega óvart. Börðust eins og ljón og uppskáru eins og þeir sáðu. okkar menn lágu í leyni og reyndu að beita aðferðinni Tökum þá með músargildrunni! svekk og lýsingarorðinn fynnast ekki fyrir bræði!!!

 16. Nýjan langtímasamning á Gerrard! Frábær leiðtogi og fyrirliði þar á ferð! Skrtel og Agger eru frábærir heimsklassa varnarmenn! Lucas er klárlega einn besti defensive midfielder í heiminum í dag! Brendan Rodgers er afburða sterkur í taktík og skpulagningu og gerir nær aldrei barnaleg mistök! Coates á alls ekki að spila gegn svona liðum eins og Stoke! Við erum með frábæra eigendur í FSG! Liverpool er mjög stöðugt og vel stjórnað fótboltalið…

 17. Gaman að fylgjast með commentakerfinu hjá tjöllunum um leikinn og hér er eitt sem segir allt um liðin sem spiluðu í kvöld. Takið eftir síðustu setningunni! Mikið til í henni!

  “Before the anti-football-long-ball-play-to-their-strengths-rugby-team bandwagon rolls in to town, how refreshing to see Stoke City to a man, visibly exert more passion, energy and desire in the quest to win than Liverpool. The Spirit of Istanbul left the building a long time ago.

 18. Maður sá glögglega muninn á Utd og Liverpool í dag.
  Þeir gefast aldrei upp. Sama hversu oft þeir lenda undir.
  Leikirnir sem við vinnum eru leikir þar sem allt gengur upp og við fáum ekki á okkur mark. En um leið og á móti blæs. þá gefast okkar menn upp.

 19. Liverpool þarf sárlega á öflugum miðverði að halda. Einhvern nagla sem getur stýrt vörninni og borið hana uppi. Svo geta Agger og Skrtl barist um hina miðvarðarstöðuna því hvorugur þeirra er þessi varnarnagli sem þarf í þessa deild.

  En djöfull er blóðugt að hugsa til þess að við höfum tapað fyrir Aston Villa á heimavelli 1-3, liði sem er búið að tapa samanlagt 12-0 í síðustu tveimur leikjum. Skítt með þennan Stoke-leik (sem var þó auðvitað algjör skita), en það voru hvort eð er aldrei miklar líkur á sigri í þessum leik, því tapið á móti Aston Villa var muuuuun verra.

 20. Flott byrjun, en samt…

  Erfitt að hrauna yfir Rodgers þegar Daniel Agger af öllum mönnum getur skuldlaust skrifað það á sig að eiga þátt í öllum mörkum Stoke, eða hann og Skrtel saman. Við hefðum nú sennilega flest orðið geðtryllt ef BR hefði breytt vörninni. Agger lét Kenwyne Jones salta sig í fyrstu tveimur mörkunum og stendur svo allt of langt frá Walters í marki númer þrjú.

  Við getum talað í allt kvöld um einhver atriði í leiknum en mér fannst málið einfalt, Stoke átti súperleik á þann hátt sem þeir vilja, hápressan þeirra svínvirkaði, varnarmennirnir okkar komu boltanum aldrei á miðjuna heldur voru á dúndrinu upp á topp, þar sem Suarez átti afleitan leik og Suso réð ekkert við leikmenn Stoke. Inni á miðsvæðinu kom boltinn afskaplega lítið, utan síðasta kortérsins í fyrri hálfleik en posession þá var 73 – 27 okkur í vil. Í upphafi seinni hálfleiks átti Suarez að jafna en í staðinn skora Stoke. Mark sem Reina átti að mínu mati að verja, ég held áfram að hafa áhyggjur af honum, sé liðið ekkert betur statt með hann heldur en það var með Brad Jones satt að segja. En hvað um það…

  Eftir þriðja mark Stoke þá hvarf hausinn af flestum okkar leikmanna, Gerrard og Suarez voru að reyna en hinir hoppuðu upp úr tæklingum, vældu í dómurunum eða áttu misheppnaða sendingu.

  Stoke City nær árangri með þessum hápressubolta, ef þú ætlar að vinna þá verðurðu að vera tilbúinn í að berjast í 95 mínútur í hverju einasta návígi og þegar þú ert með boltann nota fáar snertingar á hann til að koma honum upp völlinn.

  Hvorugt gerðum við í kvöld og áttum ekkert, ekkert, ekkert skilið.

  En það hins vegar breytir engu í heildarmyndinni að það þarf að halda fókus á því að hætta að rústa klúbbnum með stöðugum brottrekstrum þjálfara þar til enginn veit hvað hann á að gera. Þrátt fyrir að stigafjöldi Rodgers sé nú sá sami og var hjá Hodgson eftir jafnmarga leiki og 9 stigum færri en á sama tíma í fyrra þá bara vonandi verður svona frammistaða til að styrkja kröfu hans og okkar um alvöru styrkingu á leikmannahópi sem allra fyrst.

  Því menn geta tekið ótal viðtöl í blöðum um allt og heimtað höfuð þjálfara (eins og mér sýnist t.d. núna vera að gerast hjá enskum og spænskum meisturum síðasta árs) en til að vinna leiki og keppa um eitthvað meira en 6. – 8.sæti í ensku deildinni þá þarf miklu breiðari og betri leikmannahóp en LFC á í dag.

 21. Það má hrauna yfir vörnina eins og menn vilja. Það hinsvegar breytir því ekki að vörnin byrjar á fremsta manni og lið sem eru að ná árangri vinna best sem heild.

  Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og Suso, Shelvey, Sterling sem allir eru að læra. Okkur skortir virkilega central miðjumann sem getur hjálpað Gerrard við að mótívera leikmenn og drifið áfram. Leiva er betri þarna en Joe Allen en er að koma til baka eftir meiðslin sem tekur tíma. Okkur vantar bara meira quality.

 22. Sorry Kristján Atli en fyrir utan að fiska viti hvað gerði Suarez ? Hann var ekker betri en t.d Gerrard sem skoraði og átti tvö hættulegustu færi liverpool i leiknum. Nuna legg eg það til að Suarez hætti að gefa boltann og geri allt sjálfur, hann er ekkert sérstaktur að senda hann og engin annar virðist geta neitt með boltann 😉
  Eins gott fyrir Rodgers að vinna QPR i næsta leik þvi annars fer maður hreinlega að efast um hann. En allavega verðskuldaður sigur Stoke voru miklu betri en Liverpool i dag

 23. Þegar að hann tók Downing útaf(sem var með skárri mönnum) og setti Cole inná þá var ég bara ? Að shelvey hafi fengið 90 mínútur er með verri ákvörðunum hans so far, gaurinn var ósýnilegur, fyrir utan að gefa lélegar sendingar.

  Vonandi opna þessar nauðganir gegn miðlungsliðum aðeins augun hjá FSG og þeir drullist til að opna veskið vel í janúar, því okkur sárlega vantar snögga sóknarmenn.. og mögulega nýja menn í vörnina.

 24. Það var alltaf vitað að þessi leikur yrði erfiður. Ég er hjartanlega sammála Magga mínum með að Agger hafi verið úti að skíta í þessum leik, enda er mér farið að líða eins og rispaðri plötu þegar talað er um FÖST LEIKATRIÐI og Liverpool. Ég hef sagt það og segji það enn og aftur að Agger er mjög góður knattspyrnumaður en þegar það kemur að háum boltum nær hann ekki að vera þessi heimsklassa leikmaður. Mér finnst þetta vera mjög sorglegt því að ég er mikill aðdáðandi Aggers, þar sem knattækni hans er mjög góð miðað við miðvörð. Ég vil alls ekki losna við hann, ég vil bara að BR berji fransbrauðið úr honum. Þá fyrst verður Agger heimsklassaleikmaður. Ég nenni ekki að tala um stoke, það eina sem ég segji og hef sagt áður TIL AÐ EIGA MÖGULEIKA Á AÐ SIGRA Stoke ÞARFTU AÐ VINNA FÖST LEIKATRIÐI. Yfir og út………… held bara ég opni mér annan…..glugggg gllluggg ….aaaa..

 25. Vissulega auðvelt að skella sökinni á Agger, Skrtel og Reina, en miðjan var líka að koma okkur í vandræði. Sammála Kristjáni að við áttum að nota Coates í þennan leik. Okkur vantaði klárlega nokkra sentímetra í kvöld. BR verður að fara að laga þessa hluti. Við erum að fá allt of mörg mörk á okkur.

  Vá hvað okkur vantar líka almennilegan striker. Menn eru lítið búnir að tala um dauðafærið sem Suarez fékk eftir frábæran undirbúning Sterling rétt áður en við fengum 3. markið á okkur. Það vantar rosalega upp á gæðin í sóknarleikinn. Shelvey fannst mér (eins og oft áður) hreinlega klaufskur og fyrsta snertingin ansi oft döpur.

  Þó svo að við fáum tvo leikmenn í janúar-gluganum þá tel ég að mikið meira þurfi til. Þetta mun taka miklu lengra tíma og innan 2 ára munum við örugglega sjá miklar breytingar á þessum mannskap. Gerrard er að spila of aftarlega. Lucas á enn nokkuð langt í land. En er samt orðinn nógu góður til að eiga fasta áskrift í byrjunarliðinu (segir meira en mörg orð um breiddina í liðinu).

  Hvað um það, næsti leikur. QPR þann 30. des. Tökum hann, enginn spurning. Game on!

 26. •Liverpool have never had fewer points after 19 games since the three-points-for-a-win rule was introduced in 1981

 27. Okkur tókst hinsvegar aldrei að ná tökum á leiknum og það eru vonbrigði,” sagði Rodgers og staðfesti að Luis Suárez hefði spilað meiddur í síðustu leikjum.

  „Hann hefur verið með bólginn ökkla í nokkrum leikjum og við verðum því að skoða hann og sjá hvernig það er,” sagði Rodgers um framherjann.

  Las þetta á mbl.is

  Frábært eða þannig.

 28. Alveg hræðilegt! 0-1 eftir 2 min 1-1 eftir 5 of svo 2-1 eftir 12……. Hættu menn bara first þeir komust yfir? Jæja sjitt maður hefur samt ennþá fulla trú á Brendan … áfram liverpool

 29. Maggi, mér sýnist að það sé ekki spurningin um að rústa klúbbnum með stöðugum brottrekstrum þjálfara. Frekar er það að hér hafa verið gerð all svakaleg mistök og það virðist vera að rústa klúbbnum. Ráðinn var þjálfari með litla reynslu sem ” talks the talk” en virðist einfaldlega ekki ráða við það sem hann er að gera. Þegar Aston Villa, sem nota bene hefur tapað síðustu tveimur leikjum 12 núll samanlagt, labba yfir Liverpool, þá er eitthvað mikið að. Hvernig mönnum dettur í hug að Daniel Sturridge og Thomas Ince bjargi einhverju er óskiljanlegt og ég trúi hreinlega ekki að Rodgers hafi í hyggju að kaupa Sturridge. Tólf millur er ótrúleg upphæð fyrir mann sem kemst ekki einu sinni í lið.
  Hlutverk þjálfara er að gera það sem hægt er með þann efnivið sem hann hefur. Þetta er Rodgers ekki að takast. Það er spurning við hvern þar er að sakast, þjálfarann eða leikmennina. Ég held að við verðum að líta til þjálfarans í þessu tilfelli. Þegar ég sé hollninguna á Gerard er auðsjáanlegt að hann er ekki ánægður. Hvort það er eingöngu vegna gengi liðsins er erfitt um að segja en það er margt sem bendir til þess að Rodgers sé ekki að ná í gegn til leikmannanna með þessa frægu tiki taka hugmyndafræði sína. Það væri gaman að vita hvað ráðgjafahópurinn sem ráðlagði FSG að ráða Rodgers á sínum tíma hefur um frammistöðu hans að segja.

 30. Mér finnst að einhver frá stjórn Liverpool eigi að stíga fram og biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þeirri hörmung sem þeir hafa þurft að sætta sig við síðustu tvö ár eða svo.
  Metnaðarleysið, getuleysi liðsins og einstakra leikmanna, karakter liðsins er ENGINN.
  Þar til einhver frá Liverpool stígur fram og segir hingað og ekki lengra og kaupir ALVÖRU MENN og fær til sín ALVÖRU STJÓRA verður Liverpool áfram sama miðlungsliðið og þeir hafa verið og ekkert sem bendir til annars en að þetta bara versni. Gerrard á síðustu metrunum, Pepe getur ekkert og hvernig í ósköpunum ætti maður eins og Suarez að nenna að spila með svona liði næstu árin?? Sárast þessa dagana þykir mér að horfa upp á það að Agger og Skrtel virðast aldrei ætla að komast upp úr meðalmennskunni. Liverpool, Sunderland, Stoke, Swansea, Liverpool…þetta eru jafningjar og ekkert annað-við erum á sama stað og þessi lið í töflunni mánuðum og árum saman. Þarna eigum við heima í dag og staðan hefur bara versnað með komu Rodgers.

 31. Hvenær gerðist það síðast að Stoke skoraði þrjú mörk í einum og sama leiknum?

  Djöfull hlítur þetta að hafa verið slappur leikur hjá mínum mönnum í kvöld. Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfitt en 3-1, það er hræðilegt.

  Hef misst af síðustu 3 leikjum Liverpool. Fyrst tap fyrir Aston Villa, þar sem Villa skora 3 mörk, nokkuð viss það hafi ekki gerst hjá þeim á þessu tímabili nema einu sinni að skora 3 mörk í leik og það var á Anfield. Svo vinnum við Fulham sem voru í leiknum á undan fyrsta liðið til að tapa fyrir QPR á tímabilinu og nú tap fyrir Stoke sem eru pottþétt að skora 3 mörk í leik í fyrsta skipti á leiktíðinni rétt eins og Villa. 3 stig af 9 mögulegurm.

  Þessi leikur við QPR á Laugardag verður fróðlegur svo ekki sé meira sagt.

 32. Væri kannski sniðugt að skipta um markmann bara núna strax í janúar. Er skíthræddur að hafa Reina alveg fram á sumar. Mér finnst áhyggjuefni að Brendan bendir á veikleika liðsins eins og t.d. vinstri bakvörður og leikstjórnandi og svo verður líklega ekkert gert í málunum fyrr en næsta sumar. Eru eigendurnir og Brendan ekki alveg á sömu bylgjulengd?

 33. Set þetta hérna inn svo hægt sé að ræða það líka: Liverpool á höttunum á eftir Franco di Santo hjá Wigan (skv. Mirror). Segja að það sé af því að hann sé ódýr vegna þess að samningurinn er að renna út og af því að Rodgers þekki hann frá Chelsea-dögunum.

  Ef metnaðurinn stoppar í Sturridge, Ince og di Santo er mönnum óhætt að láta FSG heyra það eftir gluggann. Í alvöru. Ég vona að þetta sé ekki satt.

 34. Ég hef trú á Rodgers en í dag tók hann þessa "tiki taka" hugsjón sína framyfir mögulegt stig ef hann hefði haldið rétt á spilunum. Hann hefði alltaf átt að byrja með 5 manna varnarlínu með Coates á Jones. Öll mörkin sem við fengum á okkur voru mistök frá Agger og Skrtel þar sem þeir staðsettu sig illa og gátu ekkert gegn Jones og Walters.

  Chelsea vinnur Aston Villa 8-0 , Spurs vinna þá 4-0… Við töpum hinsvegar 3-1.

  Ég sé ekki alveg frammá að Sturridge og Ince séu að fara laga mikið þar sem miðjan okkar og vörn eru ekki nógu góð. Það þýðir ekkert að drulla yfir Stoke, fótbolti er afstæður þannig að það er ekki hægt að segja að "þessi bolti sé réttari en annar", það eru tölurnar sem skipta máli. Stoke eru frábærir í að spila þennan bolta. Þeir yfirspiluðu Liverpool í dag.

  Það er ekki einungis hægt að drulla yfir FSG, það er Rodgers sem ætlar að eyða 12m í leikmann sem ætti að kosta helmingi minna.

 35. Hversu oft hefur UTD lent undir i vetur? Segir allt um getu muninn á lidunum, vill alltaf mida vid efsta lidid….

 36. 40# Enda á Man Utd þúsund strikera til þess að gera útaf við svona leiki og þeir eru yfirleitt fleiri en einn inní teig ólíkt okkar mönnum.

 37. Það var varnarleikurinn meira en eitthvað annað sem tapaði þessum leik. Agger tapar á móti Jones í fyrsta markinu og Skrtel dettur á hausinn. Agger tapar manninum sínum í öðru markinu og Jones á frían skalla. Jones vinnur Skrtel í skallaeinvígi flikkar honum á Walters sem er á undan Agger og hamrar hann í netið.

  Liðið allt í heild á þetta tap skuldlaus og hver hefði átt von á því fyrirfram að þrír unnir skallaboltar frá Jones myndu skapa þrjú mörk. Hefði samt viljað sjá Coates inn í byrjunarliðinu, líka til að skapa hættu í þeirra teig í föstum leikatriðum frá okkur.

 38. Þetta er ekkert flokið, sokin er ekki rosgers og leikmannanna heldur er sokin FSG, liðið er ekkert betra en þetta. Það þarf að eyða helvitis helling af peningum til að fa einhvern stoðugleika i þetta, hvenær ætla menn að sja það? Haldiði i alvoru að FSG seu rettu mennirnir? Knattspyrna i dag snyst um peninga, þa peninga ætla FSG greinilega ekki að setja i þetta verkefni og nu bið eg bara eftir að allir sjai það seþ eg hef lengi sagt og anfield fari að hropa hastofum FSG out, það þarf að hrekja þessa kana i burtu og fa inn menn sem eiga helling af peningum og hafa metnað til að koma þessu liði a þann stað sem það a heima. Það er ekki nog að tala bara med rassgatinubog lofa ollu fogru og standa svo ekki við neitt, FSG Er að gera það nkl sama og fyrri eigendur, byrja reyndar jafnvel enn verr en þeir en það er onnur saga.

 39. Ef Sturrigde skrifar undir 2.jan gæti hann þá ekki tekið þátt í leiknum gegn Sunderland?

 40. Maður hefði haldið að Spánn væri landið til að versla leikmenn frá í dag, augljós gæði og klúbbbar nánast á hausnum margir hverjir.

  Leikmaður eins og Michu var ekkert no-name á Spáni, Liverpool vissu alveg af honum, en það var Swansea sem gerðu tilboð, £1.7m, svo fór hann á £2m, eitthvað þannig. Liverpool hefðu aldrei fengið hann á þessu verði, kannski samt £5m og ef Liverpool á ekki pening til að eyða þá hefði maður haldið að best væri að leita utan landsteinana. Að mönnum eins og Michu. Kaupa af liðum sem verða að selja.

 41. Skemmtilega samansettur pistill.

  En ég var að velta því fyrir mér hvort það væri möguleiki hér á Kop.is hvort þið gætuð eftir hvern einasta leik gert tvo pistla?

  Annar segir allt það slæma, hvað hefði mátt fara betur og hversu slæm framtíðin er hjá klúbbnum.
  Hinn segir okkur einungis það góða sem gerðist í leiknum þrátt fyrir tap, hversu efnilegir leikmennirnir okkar eru og hverjir spiluðu vel og svo framvegis.

  Þá getur hver og einn valið sér pistil svona eftir skapi.

  Annars þá verður gaman að sjá hverjir koma í janúar 😉

 42. Svar við Skjóldal nr: 43

  Shit hvað ég er orðinn þreyttur á því að kenna FSG um allt sem fer rangt. Suarez var keyptur á 25 mill. til að spila með Torres sem svo vildi fara og þá varð að gera það besta úr stöðunni og þá var Carrol keyptur á allt of mikinn penging, en það er varla FSG sök.

  Daglish fékk fullt af pening næsta sumar til að styrkja liðið og hann ákvað að kaupa leikmenn sem hann taldi að myndu gera það. Þeir gerðu það ekki og liðið skeit á sig seinustu leiktíð svo vægt sé til orða tekið. Með það í huga ráða FSG ungan stjóra sem spilaði mjög skemmtilegan bolta seinasta vetur (held að ég sé ekki sá eini sem horfði á Swansea auk Liverpool seinasta vetur). Og miðað við afhroðin sumarið á undan í leikmannakaupum þá ákveða þeir að bakka út úr 10 mill+ díl á Dempsey, eignarhald sem er fyrir löngu búið að segja það að þeir ætli að kaupa unga leikmenn og byggja upp fyrir framtíðina.

  En afhverju þá að lána Carroll? Það er á Rodgers. Hann ákvað að lána Carrol áður en annar sóknarmaður var kominn í hús. Hann vildi sóknarmann sem er jafnaldra mér þ.e. 29 í dag, þegar hann vissi allan tímann að FSG vill kaupa unga og efnilega leikmenn. Svo ég spyr: Eru það FSG sem eru ekki að standa sig eða eru það stjórarnir sem eru að taka vitlausar ákvarðanir.

 43. Ég átti ekki von á þremur stigum fyrir leik svo að úrslitin komu ekkert svo á óvart. Það sem kom hinsvegar á óvart var spilamennskan. Ég var svo heppinn að sjá ekki A.Villa leikinn en þurfti því miður að taka tíma úr mínu lífi í að sjá þennan leik.

  Pistlahöfundur spyr margra spurningar sem eiga rétt á sér en þó verð ég að spyrja á móti, hvað hefði sá hinn sami sagt ef Carra og Coates hefðu byrjað og Skrtel og Agger hefðu verið setti á bekkinn. Fyrir utan Villa leikinn þá hafði vörnin ekki verið vandamálið í seinustu leikjum. Að klára færin og ógna meira framm á við hefur verið okkar hausverkur.

  Eins og eftir svo marga tapleiki þá beinast spjótin að Brendan Rodgers. Hingað koma inn einstaklingar sem vilja skella stærstu hluta skuldarinnar á hann og aðrir vilja ganga svo langt að skipta um þjálfara. Vissulega hefur þetta verið vonbrigði en eins og Maggi sagði, er ekki kominn tími til að við höfum stjóra í brúnni sem kemur okkur í gegnum ölduganginn í stað þess að vera endalaust að skipta og auka þannig ókyrrðina. Brendan Rodgers hefur fengið 19 deildarleiki til að sanna sig og hann hefur fengið einn glugga til að bæta í leikmannahóp sinn. Fólk verður að átta sig á því að ef það segist ætla gefa honum séns að þá verður hann að fá tíma. Og með tíma þá er ekki átt við hálft ár! Hver vinnur stórsigra á hálfu ári! Ef þið haldið það þá ættu þið að hafa samband við Roman og stofna nýtt lið með honum. Þolinmæði ykkar virðast eiga vel saman.

  En aftur að leiknum. Við verðum að horfa til leikmannanna líka. Vissulega getur þú átt slæman dag á skrifstofunni en þeir mega hinsvegar ekki verða of margir þessu slæmu dagar. Í dag var ekki sjón að sjá Shelvey, Suso, Enrique, Johnson og Suarez. Ég skil ekki alveg hvað Kristján Atli er að reyna segja þegar hann talar um að Suarez og Enrique hafi verið skárstir. Suarez reyndi alltof mörg “nutmeg” sem ekki tókust og við misstum boltan. Shelvey var að klúðra þriggja metra sendingum trekk í trekk og Enrique gat ekki komist framhjá neinum varnarmanni Stoke og boltinn virtist einnig ekki vera skila sér til annarra leikmanna Liverpool. Suso greyjið týndist gjörsamlega og það þarf að koma honum betur í takt við leikina en eins og staðan er í dag þá stafar lítil hætta af honum.

  Munurinn á United og Liverpool í dag var ekki bara character. Munurinn er einnig sá að ef nokkrir leikmenn eru ekki að standa sig hjá ManU virðast aðrir þó geta haldið uppi spili liðsins. Þrátt fyrir að vörn þeirri eigi ekki góðan dag þá getur liðið reynt að stóla á sóknina og svo öfugt.
  Þegar Liverpool menn eiga slæman dag þá er það eins og vírus dreifi sér um allt liðið. Það er ekki til leikmaður í liðinu sem getur borið þetta áfram þrátt fyrir að nokkrir leikmenn séu lélegir. Ef við horfum til leiksins í dag þá var þetta slök frammistaða hjá varnarmönnum okkar en af hverju þurfti miðjan og sóknin að hrynja með? Af hverju gerist þetta alltaf?
  Fyrir mér er þetta eitt stærsta vandamál BR.

  En þetta er búið og gert. Næsta leik og svo kemur glugginn! Vonandi getum við verið jákvæðir eftir næstu tvo leiki plús Janúar gluggann.

 44. Ef það er eitthvað sem fer meira í taugarnar á mér en niðurlægjandi töp LFC þá eru það menn sem kommenta hérna og tala um að LFC sé bara ekki með betri leikmannahóp en þetta. Mér langar að benda þessum mönnum á það að framkvæmdarstjórar Swansea, Everton, WBA og meira að segja Stoke myndu glaðir skipta á sínum leikmannahópum og leikmannahóp LFC þrátt fyrir að vera fyrir ofan LFC í töflunni.

  Vandamálið er ekki leikmannahópurinn heldur maðurinn eða öllu heldur mennirnir sem eiga að halda utan um hann. Það er náttúrulega galið að hafa spilað hálft tímabil með einn sóknarmann, hversu æðislegt hefði t.d. verið að hafa eitt stk Andy Carroll frammi á móti Stoke í kvöld. Nei, maðurinn sem velur í hópinn ákvað að láta alla framherjanna fara fyrir tímabilið nema einn, nota svo óharnaða unglinga til að bakka hann upp. Heyrðu jú, hann keypti jú einn stórframherja sem spilaði vel fyrir Swansea í championship fyrir 2 árum á 13 milljónir Evra. Ætlar svo jafnvel að kaupa Sturridge fyrir svipaða fjárhæð af því að hann sá hann skora nokkur mörk fyrir Bolton fyrir 2 árum.

  Að vera með verri hóp en í fyrra er ekki uppbygging til framtíðar.

 45. Kristján Atli eru það FSG sem skipa Brendan Rodgers að eyða þeim 20 milljónum punda sem hann fær í janúar í Sturridge, Ince og Di Santo?

 46. Kannski einnig ein staðreynd fyrir þá sem benda jú á það að Stoke hefur verið að gera góða hluti á tímabilinum, sérstaklega á heimavelli, þá hefur Stoke ekki skorað fleiri en 2 mörk í leik á tímabilinu fyrir þennan leik. Þetta er ss markahæsti leikur Stoke á tímabilinu. Á móti LFC. Áfram Brendan Rogers, þú ert að gera góða hluti…

 47. Ef ég á að vera raunsær, þá langar mig mest í Michu eða Muniain. Ég tel Cavani ekki vera möguleika þar sem ég stórefast um að hann fari á lítinn pening.

  Michu getur spilað sem fölsk nía, hann er hár og með hrikalega góða tækni. Myndi smellpassa inní þessa taktík.

 48. Ég get sagt fyrir mitt leiti að ég er langt frá því að vera sáttur með gengi liðsins. Liðið er allt of óstöðugt. Getur spilað alveg snilldarlega og svo dottið niður á plan sem ekki myndi hæfa 1. deildinni. Að mörgu leiti er hægt að kenna leikmannahópnum um finnst mér. Það eru margir nýir strákar að fá að stíga sín fyrstu skref. Suso, Sterling, Wisdom eru þeir helstu sem ég held að hefðu ekki fengið sama tækifærið undir öðrum stjóra.

  Þetta er allt partur af uppbyggingunni sem á sér stað í klúbbnum í dag og að gefa upp eitt tímabil er þess virði til að eiga mörg betri í framtíðinni. Auðvitað er mest pirrandi í heimi að sjá liðið rústa Fulham og vera svo yfirspilað að Stoke. Þetta er allt spurning um að ná jafnvægi í leikmannahópinn og mikið svakalega er ég ánægður með að Brendan sé búinn að sjá að Allen er ekki partur af honum.

 49. sælir félagar, slakið aðeins á, það var enginn sem bjóst við neinu í kvöld gegn Stoke, við vorum að venju óheppnir og þeir heppnir, samt dændi Webb frekar með okkur en hitt, en okkur tókst ekki að spila boltanum og sköpuðum okkur ekkert, við vorum flest allir lélegir og Brendan tók rangar og of seinar ákvarðanir í skiptingum, en þetta verður búið að laga fyrir næsta leik. Áfram LIVERPOOL

 50. hvernig er sökin ekki br.ef sama vörn s.s. sömu menn í vörn voru ekki að fá mörg mörk á sig í fyrra?er maðurinn að ráða við þetta?

 51. Þetta er ekkert flókið. L’pool er bara nákvæmlega í sömu stöðu og mannskapurinn segir til um. Það er ekki langt síðan við höfðum Alonso, Macherano, Gerrard (yngri og betri) og Torres. Hryggsúlan var bara miklu betri fyrir nokkrum árum og það hefur ekki tekist að bæta hópinn nógu vel síðan. Brendan Rodgers er bara á byrjunareit og þarf tíma til að styrkja hópinn og ekki víst að hann nái því miðað við fjármagn eiganda. Þetta tímabil verður svona upp og niður og 8-9 sæti verður líklega niðurstaðan. Það ættu allir skynsamir menn að sjá. Við erum ekkert betri en þetta akkúrat núna. Það hafa mörg lið farið í gengum mögur ár í uppbyggingu en komið sterk inn aftur eins og Barcelona. B. Munchen. Vonandi verður þetta þannig með okkar lið og að BR sé rétti maðurinn í þetta verkefni. Vonandi……annars er það bara square one enn og aftur!

 52. Það var aldrei auðvelt að stilla upp í þennan leik. Auðvitað blasa við allmörg líkamleg “mismatches” við þessa stóru lurka hjá Stoke. Hefði verið til í að sjá Coates þarna og almennt minna af tittum. Leist þannig séð ágætlega á Shelvey, en hann hefði mátt víkja í hálfleik fyrst hann var augljóslega ekki með hausinn rétt skrúfaðan á.

  Þegar upp er staðið var það samt hungrið og viljinn sem skildi á milli í kvöld. Stoke menn voru á útopnuðu allan leikinn, pressuðu hátt og stöðugt, fóru af krafti í háa bolta og lausa. Þetta + varnarmistök orsakaði 0 stig í dag, fremur en einhver taktísk uppstillingaratriði.

 53. Þetta er ekki að gerast hjá þeim.Bara einn vesaldómurinn eina ferðina enn.BR er ekki rétti mauðurinn!

 54. Hái #55.

  Þetta er nú ekkert mjög flókið. Það eru ekki varnarmennirnir sem ákveða hvernig þeir spila vörn. Það er stjórinn sem ákveður það.

  Benitez spilaði svæðisvörn í föstum leikatriðum við ófögnuð margra. Daglish, ef mig minnir rétt hélt því áfram. Núna sýnist mér að Brendan sé farinn að spila maður á mann og þá tekur það auðvitað tíma að aðlagast því að hætta að hugsa um svæðið sem hver og einn á og elta sinn mann.

  Ekki það að ég sé að gefa endalausar afsakanir fyrir varnarleik liðsins sem var út í hött í dag, bara að gefa innsýn í það sem ég hef prófað sjálfur sem leikmaður.

 55. Mr maggi nr 47 .. ekki er þetta maggi piatlahofundur kop.is ??

  Það var aldrei sök rodgers að lana carroll og fa engan i staðinn, það sja það allir sem hafaeitthvað i hausnum að rodgers var illa svikinn a siðasta degi gluggans, hann er buin að segja það sjalfur að hann hefði aldrei lanað carroll ef hann hefði vitað að hann fengi engan i staðinn.

  Vandamalið er eigendurnir en ekki hodgson, dalglish og nu rodgers, hopurinn er ekkert betri en max 5-6 sæti og eg hef fulla tru a þvi að þessi mannskapur endi a þvi róli ca 5-8 sæti sem er a pari við siðasta season.

  Rodgera og dalglish eru ekki svona slakir þjalfarar heldur er mannskapurinn bara ekkert betri en þetta, við vorum sendir inni þetta season með einn framherja sem er minna en oll lið deildarinnar gerðu. Fsg var að skera niður og letu rodgera þynna liðið alltof alltof mikið, i raun hefðu þeir frekar att að losa ut 6-7 farþega og fa inn 6-7 klassa spilara en i staðinn en ekki 2-3 oreynda leikmenn.

  Eg er alsæll med rodgers og tel hann retta manninn i starfið næstu 10-20 arin en þetta snyst bara ekkert um hann heldur metnaðarlausu eigendurna okkar sem ætla ser ekki að setja eyri af sinum seðlum i þetta. Þeir heldu að þeir gætu komist upp með þetta þannig en nað samt 4 sætinu og siðar titlinum en þannig er ekkibraunveruleikinn i knattspyrnunni i dag og eg vona að þeir sjai það að þetta var of stort mission fyrir þa og þeir selji felagið til manna sem i alvoru hafi ahuga a að koma liðinu okkar a þann stað sem það a heima a..

 56. Sæll Skjóldal. Nei ég er ekki sá Maggi sem skrifar pistla hér.

  Ég bara sé þetta ekki eins og þú. Fyrir mér á stjóri liðsins að sjá um liðið og allt sem tengist því. Rodgers áttir að fá eins konar “yfirmann íþróttamála” yfir sér sem átti að sjá um leikmannakaup en Rodgers neitaði að taka við stöðunni ef það væri málið.

  FSG bökkuðu úr þeirri kröfu og gáfu Rodgers fullt vald yfir kaupum og sölum. Og ég spyr aftur. Er það FSG að kenna eða Rodgers að við sitjum uppi með einn framherja.

 57. Mig grunar og vona að FSG hafi stillt væntingunum svona fyrir BR í sumar:

  Þetta tímabil: 60-65 stig

  2013-2014: 70-75 stig

  2014-2015: 80-85 stig

  2015-2016: Titillinn og hananú!

  Í dag er liðið vissulega á eftir áætlun en við megum ekki gleyma fáránlegum starfsaðstæðum BR á þessu tímabili, þökk sé FSG. En með Sturridge og Ince, sem mér lýst vel á, held ég að liðið nái góðum seinnipart tímabils. Sjáum svo til með restina 🙂

 58. Það sem sló mig mest var asndleysið í liðinnu ég meina comon börðust varla um boltan eina undantekninginn var Enrice ég skamaðist mín við erum Liverpool eigum að berjst um ALLA bolta…….En hvað um það YNWA þetta hlýtur að koma!

 59. Það var alltaf vitað að 1-4 sætið væri fjarlægur möguleiki á fyrsta tímabili Rodgers. Núna er tímabilið hálfnað og liðið er að spila jafnar og pínu “stöðugar” ef hægt er að tala um stöðugleika í þessu liði. Það eru samt bara 8 stig í 4 sætið og með einungis einum markaskorara, helst Demba Ba, þá fáum við fleiri en ekki færri stig í seinni umferðinni.

 60. Þetta spjallborð springur í lok janúar, þegar það kemur í ljós að við bættum við okkur Sturridge, Ince og einhverju öðru meðaldrasli fyrir alltof mikinn pening. Afsakið að eg endi þetta ekki á ynwa en ég er bara raunsær og nenni ekki að skrifa “koma svo” …. Lélegasti fyrri hluti i sögu liverpool , dreptu mig ekki !!

 61. Getur Liverpool orðið enskur meistar? Hvað þarf að gerast svo það geti orðið staðreynd?

 62. Okkar besti séns var Rafel Benitez. Hann var svo nálægt því þegar við lentum í 2 sæti.

  Mig langar til að hafa hann aftur í lok tímabilsins þegar samningi hans líkur við Chelsea.

  Benitez gerði Valenca að meisturum á Spáni. Við þurfum slíkan mann til að vinna Chelsea eða Man City. Manchester United er á niðurleið. Þeir hjá Manchester United eiga ekki sömu peninga og hin liðin sem ég nefndi áður. Ferguson er líka að fara að hætta. Enda er hann kominn yfir þann aldur sem lífslíkur Skota eru.

  Real Madrid og Barcelona eru langríkustu lið Spánar og Benitez kann að vinna svona peningamaskínur. Þeir hjá FSG eiga peninga en þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við hann eins og salan á Torres og kaupin á Carrol sýna. Við erum athlægi að hafa misst Torres og keypt framherja handa West Ham á 35 milljónir. So fucking what að kananir hafi sag 15 milljóinir plús Torres. Það er árangur af kaupunum sem segja hvort þetta hafa verið viturlegt. Ekki letrið i kaupsamningum. Rafa Benitez veit hvað þarf að kaupa til að gera Liverpool aftur að góðu liði. Scoutarnir hefðu aldrei fundið það upp hjá sjálfum sér að kaupa Xabi, Marcherano, Garcia eða Torres. Þeir voru einfaldlega keyptir vegna þess að Benitez þekkir til á Spáni og til suður Ameríku í gegnum Spánn. Henderson, Downing, Carrol og fleiri. Ég gæti ælt.

  Brendan Rogers er ekki maðurinn til að gera okkur að meisturum. Hann hefur ekkert sýnt sem gæti gefið okkur von um það. Hann getur ekki einu sinni unnið Aston Villa á heimavelli. Hvað þá unnið titla. Hann kann að stýra liði um lygnan sjó á miðri töflunni. Meira kann hann ekki.

  Við spilum hundleiðinlega knattspyrnu og getum bara ekki neitt. Það eru engir spennandi leikmenn innan liðsins. Eini sem kemst nálægt því er svo mikill fáviti að það er ekki hægt að halda upp á hann. Suarez með sínum óheiðarlega leikur hefur snúið dómurum gegn okkur þannig að fyrsta vítaspyrnan var dæmd í lok desember.

  Shit hvað þetta er ömurlegt lið.

  Ég veit að Benitez kemur ekki aftur.

  Hvað getur þá bjargað okkur? Að Bill Gates kaupi okkur og dæli í okkur peninga. Það er eini sénsinn.

  Ef ekki þá verðum við alltaf í rugli og vinnum aldri. Gleðileg Jól.

 63. Margt við leikinn í dag sem var mjög svo neikvætt.

  Eftir að virðast hafa rifið sig upp af rassgatinu eftir ömurlegt tap gegn Aston Villa með því að kjöldraga Fulham þar sem flest allir leikmennirnir sem spiluðu í dag áttu afbragðsleik þá eru menn aftur farnir í eitthvað svona.

  Rodgers talaði ef ég man rétt eitthvað um vanmat fyrir Aston Villa leikinn eða eitthvað þannig á þessum fundi sem hann hélt með stuðningsmönnum félagsins um daginn. Þetta var klárlega eitthvað þannig. Ef þú heldur að þú komist áreynslulaust í gegnum leik gegn Stoke – og hvað þá á Brittania, þá er manni ekki viðbjargandi. Það er fullt af betri liðum en Liverpool, lið í titilbaráttunni síðastliðin ár, sem hafa komið á þennan völl og þurft að hafa mikið fyrir hverju stigi sem það tók – ef það tók þá einhver.

  Ég þoli ekki þetta Stoke lið en maður getur samt ekki annað en borið virðingu fyrir þeim. Þeir eru drulluleiðinlegir en þeir eru anskoti góðir í því sem þeir gera. Þeir pressa vel, verjast frábærlega og nota einstaklega einfaldar en áhrifaríkar aðferðir í sóknarleik sínum.

  Alltof margir leikmenn liðsins voru einfaldlega ekki tilbúnir í slag eins og þennan og það er ótrúlegt hvað það virðist ekki neitt geta komið stórum hluta leikmannahópsins í gang nokkra leiki í röð. Ef það kemur smá gustur á móti mönnum þá missa margir þeirra hausinn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að lið Liverpool er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum, mönnum sem kunna að sparka í fótbolta og eru margir hverjir mjög færir í því en það eru alltof fáir sigurvegarar í liðinu og alltof margir þarna sem virðast vanta allan pung í. Ef við lendum undir þá virðist þetta oftar en ekki bara vera búið, ef dómar falla ekki með okkur þá fara menn í pirring og missa haus o.s.frv. Það ríkir að mínu mati mikill heigulsháttur í herbúðum Liverpool – fjandinn hafi það, það eru meira að segja margir leikmenn í þessu liði sem þora ekki einu sinni að skjóta á markið!

  Ljótt að þurfa að bera þetta saman en ég sat með kærustu minni og tengdapabba í gær og horfði á Man Utd – Newcastle. Þar sá maður leikmenn sem misstu ekki haus þó þeir hafi lent þrisvar sinnum undir og fengið vafasaman dóm á sig og endaði á að vinna leikinn í uppbótartíma. Maður hefur séð fullt af slíkum dæmum hjá liðum sem eru fyrir ofan Liverpool í deildinni. City með alla sína sigra á lokamínútum leiksins, Everton unnið nokkra baráttusigra eftir að hafa lent undir, Man Utd hafa gert það líka og sömuleiðis hafa WBA fengið slatta af baráttu sigrum og stigum. Það er ömurlegt að sjá þau lið sem Liverpool vill keppast við og enda fyrir ofan taka svona stig á meðan að okkar menn virðast alltof oft bara leggjast á hliðina og deyja við minnsta mótlæti.

  Liverpool vantar virkilega að fá meiri “pung” í liðið og það vantar virkilega menn sem þora að axla ábyrgð og láta af sér kveða. Það má finna ýmislegt á móti kaupum á Daniel Sturridge en þar er maður sem þorir. Hann er oft á tíðum eigingjarn, getur tekið rangar ákvarðanir en hann kemur sér inn í teig, hann hungrar í að skora og getur því tekið upp á því að skjóta úr stöðum sem aðrir leikmenn liðsins myndu líklegast ekki gera (fyrir utan Suarez).

  Liðið var mjög illa undirbúið og lagt upp í þennan leik. Við vitum öll af styrkleikjum Stoke, þeir eru ekki að fara að breyta af vananum og því fannst mér Rodgers leggja þennan leik illa upp frá byrjun. Ég hefði alveg viljað sjá þetta 5-3-2/3-5-2 dæmi sem við höfum stundum notast við og setja Carra og/eða Coates inn í hópinn. Coates hefði t.d. getað verið mikilvægur í því að kljást við Jones sem átti þennan leik alveg skuldlaust – leikmenn Liverpool áttu hreinlega ekki roð í hann!

  Rodgers hefur nokkrum sinnum í vetur breytt leikjum til hins betra með réttum skiptingum og áherslubreytingum, bæði seint og snemma í leikjum. Það gerðist alls ekki í dag. Stoke unnu öll skallaeinvígi í dag og Jones var eins og kóngur í ríki sínu á varnarmönnum Liverpool eða á milli miðju og sóknar og átti alla bolta þar. Ég hefði alveg viljað sjá hann henda Coates inn á og láta hann “man mark-a” Jones og reyna að láta hann hafa svolítið fyrir hlutunum þarna. Shelvey var afleitur en spilaði allar mínúturnar og þeir Henderson og Cole gerðu afar lítið eftir að þeir komu inn á.

  Í þessu spjalli sínu við stuðningsmenn talaði Rodgers um það þegar að fólk fór að týnast af Anfield löngu fyrir leikslok í leiknum gegn Aston Villa og gaf í skyn að honum hafi fundist það frekar mikil vanvirðing og móðgandi. Ég myndi sjálfur ekki gera það en ég skil að hluta til af hverju fólk gerði það. T.d. gegn Stoke og gegn Aston Villa þá fannst mér leikmenn ekkert leggja sig fram og finnst mér alveg eins mikil vanvirðing, ef ekki bara meiri, þegar leikmenn sem eru á himinháum launum leggja sig ekki fram fyrir stuðningsmenn sem eyða miklum peningum til að koma og horfa á liðið sem það elskar og styður. Ef að Liverpool tapar þá so be it en það sem maður fer fram á er að liðið og leikmenn gefa sig alla fram í þetta og tapa þá með sæmd vitandi það að þeir reyndu og gerðu sitt besta – það er ekki hægt að sakast yfir því en þegar leikmenn eru áhugalausir, hræddir og með hangandi haus leik eftir leik þá er klárt mál að þeir verðskulda ekki þessar treyjur.

  Það er stöðugt talað um þetta “die for the shirt/club” dæmi en því miður þá fáum við að sjá að það virðast bara vera alltof fáir leikmenn í félaginu sem virðast vera tilbúnir til þess og það er eitthvað sem þarf að laga. Það þarf að styrkja vissar stöður í leikmannahópnum en það þarf umfram allt að auka hungrið, sigurviljan, baráttuna og bæta hugarfarið í hópnum – ef það tækist þá er ég alveg viss um að við myndum landa miklu fleiri stigum en við höfum gert ef fleiri leikmenn væru tilbúnir til að fórna sér og berjast fyrir þeim.

  Svona svo maður endi aðeins á jákvæðu nótunum svo maður geti vonandi sofið rótt þá fengum við loksins vítaspyrnu – það var nú einstaklega skrítin tilfinning!

 64. http://fotbolti.net/news/26-12-2012/liverpool-aldrei-verid-med-jafn-fa-stig-thegar-timabilid-er-halfnad

  Fyrir mér er þetta bara ekki ásættanlegt, þessi árangur skrifast algerlega á Brendan Rodgers, kominn með hundleið á menn séu að verja BR/Liverpool og hans uppbyggingarstefnu. Fjandinn hafi það þetta er Liverpool!! Þetta á bara ekki að vera ásættanlegt.

  Kenny náði betri árangri og hann hafði ekki Lucas, Gerrard meiddur nánast allt tímabilið og Suarez í banni. Einnig minnir mig að Agger hafi verið mikið meiddur á seinasta tímabili.

  BR fékk Allen í stað Adam og Sahin ætti að vera fínn staðgengill Maxi sem átti fína spretti í fyrra.

  Kuyt fannst mér lélegur á seinasta tímabili. Við fengum Joe Cole í hans stað sem hefur verið álíka lélegur en hefur verið að koma til. Auk þess sem hann keypti Assaidi sem mér skilst að hafi ekki verið hans ákvörðun reyndar.

  Ekki má heldur gleyma því að það var ákvörðun Rodgers að losa þessa menn út og fá inn leikmenn sem hann vildi og treysti.

  Hvernig stendur á því að BR er að ná þessum skelfilega árangri, því ekki er hann með þynnri hóp það er ljóst. Ég er a.m.k. kominn með algert ógeð á þessu liði á þessu tímabili. Samt píni ég mig í gegnum hvern einasta leik, og er alltaf jafn spenntur fyrir hverjum einasta leik. Hef misst af einum leik á tímabilinu og það var Liv – Ful ( 4 – 0 ), sem er frábært!

 65. Liverpool er níu stigum frá því að vera með sama stigafjölda og við vorum á þessu stigi í fyrra, þetta var reyndar skárri hluti tímabilsins hjá okkur í fyrra en eitthvað sem við vildum a.m.k. sjá bætingu á þessu ári ekki þessa hörmung. Liðið átti líka miklu fleiri góða leiki í fyrra fyrir áramót (sem varð svo að hörmung eftir áramót) og hefði með réttu átt að hafa miklu fleiri stig.

  Ef maður horfir á heildarmyndina er hrikalega auðvelt að finna þessi 9 stig, þetta er svo augljóst að það er alls ekki hægt að kenna nýjum stjóra alfarið um gengi liðsins (ekki ennþá). Hann þarf þó að gera kröfur á eigendur Liverpool ef hann vill ekki verða að athlægi hjá Liverpool, sem hann verður haldi gengi liðsins óbreytt áfram.

  Síðasta tímabil skilaði okkur níu stigum á þessum tímapunkti einfaldlega vegna þess að við vorum með betra lið, stærri hóp og að spila miklu miklu færri leiki. Svo einfalt er það.

  Það sem hefur breyst í ár er að við höfum misst Charlie Adam, Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt og Andy Carroll úr hópnum og fengið Joe Allen (og Joe Cole) í staðin. Borini hefur ekkert hjálpað til enda meiddur. Sahin og Assaidi (ábyrgð Rodgers?) hafa ekkert gert og komast ekki í liðið þrátt fyrir örþunnan hóp. Eins má telja Lucas Leiva með hérna enda var hann lykilmaður til að byrja með síðasta tímabil og leikur liðsins hrundi er hann meiddist undir lok ársins. Bara einn leikmaður sem var keyptur í fyrra hefur nýst liðinu eitthvað á kostnað a.m.k. 4 sem fóru. Sá leikmaður er augljóslega búinn á því núna enda ennþá ungur, hjá nýjum klúbbi að spila mikið til út úr stöðu.Svona er einfaldlega ekki boðlegt lengur.

  Sterling og Suso hafa verið voðalega efnilegir og allt það en hafa skilað okkur alveg heilu marki ef ég man þetta rétt. Maxi, Kuyt, Carroll og Adam væru líklega allir búnir að skila tvöfuldum þeim árangri þó allir hafi verið þannig leikmenn að það mátti losna við þá…með því skilyrði að bæta betri leikmönnum við. (Sahin og Assaidi vissulega vonbrigði þar hvort sem það er þeim eða stjóranum að kenna, eða sitt lítið af hverju).

  Ofan á þetta er liðið búið að spila 8-10 leik út um alla Evrópu í Europa League sem við vorum að mig minnir ekki að gera í fyrra.

  Eins og sést gegn líkamlega sterkum liðum eins og Stoke, við eigum nákvæmlega engan kraft í leikina og Rodgers fær algöra falleingun hjá mér í dag, Roy Hodgson hefði getað lagt þennan leik betur upp.

  Skrtel og Agger hafa nánast ekkert hvílt á þessu tímabili og virkuðu alveg dauðþreyttir í dag og voru að gera “óvenjuleg” mistök. Gerrard hefur ekki verið að heilla mikið og þó hann kunni alveg fótbolta ennþá er þetta bara sýnishorn af leikmanninum sem var í heimsklassa hjá okkur fyrir nokkrum árum. Leikmaður sem þarf mjög mikið á hvíld að halda til að ná að spila meira sinn leik. Hann er að spila nýja stöðu og því þarf að venjast en hann er ekki að skila okkur nærri neinu í líkingu í þessari stöðu og hann var að gera (hjá Benitez, sem mig grunar að gæti hvíslað hann í gang líka).

  Þrigga manna línan fyrir aftan Luis Suarez í dag sem og mest allt þetta tímabil er ástæðan fyrir því að við erum núna 9 stigum á eftir Liverpool síðasta tímabils. Hana þarf að bæta miklu betur heldur en bara með Daniel Sturridge og Tom Ince þó það væri vissulega byrjun. Við þurfum meiri íþróttamenn í þetta lið, menn með miklu meira hjarta og það skemmir ekkert þó þeir hafi smá egó líka. Ekki fleiri svona Cole, Downing, Carroll (o.s.frv.) leikmenn sem brotna við minnsta mótlæti.

  Mig minnir að þeir hafi talað um það í kvöld að þessi þunni hópur Liverpool hafi núna spilað 31 leik á meðan Stoke sem er ef eitthvað er betur mannað en Liverpool hefur spilað 20 leiki. Þeir eiga markmann í besta formi deildarinnar, mjög sterka vörn sem er engu síðri en okkar eins og er. Sæmilega miðju og úrval sóknarmanna sem pressa út um allann völl…við eigum einn þannig mann.

  Ef Liverpool er ekki up for it andlega eða líkamlega þá er ekki glæta að liðið komi með nokkurn skapaðan hlut frá Brittannia, enda hefur liðið ekki gert það undanfarirn ár.

  M.v. hvaða spil Rodgers fékk og mikið þéttara prógramm ætla ég ekkert að dæma hann strax eða bera hann saman við Dalglish. Hann getur auðveldlega bætt árangur Dalglish eftir áramót. Hann hefur engu að síður mest að segja um þá leikmenn sem Liverpool kaupir, eins og er finnst mér allir þessir menn henta betur til að vera orðaðir við Swansea ef þeir voru þá ekki hjá Swansea fyrir og hann virðist þurfa að hækka standardinn töluvert og/eða treysta njósnaranetinu betur/eitthvað.

  Það þurfa eigendur Liverpool svo sannarlega að gera líka því þeir hafa verið til skammar, okkur er skítsama hvað félagið er að spara mikinn pening eða straumlínulagast ef árangurinn versnar á vellinum. Það kostar að komast í toppbaráttuna í EPL, vona að þeir fari að læra það fyrrr en seinna.

  Hvaða leikmaður sem er styrkir Liverpool í dag, liðið öskrar á ferskt blóð og Ince og Sturridge myndu gefa okkur það. En það breytir því ekki að ég er mjög svartsýnn fyrir þetta 6 leikja prógramm sem er framundan enda liðið verið lélegt undanfarið, alls ekkert bara í þessum leik, mjög margt af því skrifa ég á augljósa þreytu.

  Stóru liðin skera sig jafnan aðeins úr á þessum árstíma enda með stærri leikmannahópa…við erum alls ekki með í þeim flokki eftir síðasta sumar.

  FSG yfir til þín, það er svo gott sem komið janúar.

 66. ef við höldum áfram að vera jafn lélegir og við höfum verið hingað til þá endum við deildina með 50 stig í samanburði við 52 stig í fyrra.

  Það vissu allir að þetta season myndi vera erfitt með nýjan stjóra og nýtt leikskipulag, við höfum ekki náð að vinna Stoke á brittannia síðan 1903 þannig að það var varla hægt að búast við miklu af þessu liverpool liði sem við höfum í dag.

  við fáum 3 stig gegn QPR og störtum árinu með krafti!

 67. Óskar Barnes (#62) segir:

  Mig grunar og vona að FSG hafi stillt væntingunum svona fyrir BR í sumar:

  Þetta tímabil: 60-65 stig

  2013-2014: 70-75 stig

  2014-2015: 80-85 stig

  2015-2016: Titillinn og hananú!

  Í dag er liðið vissulega á eftir áætlun en við megum ekki gleyma fáránlegum starfsaðstæðum BR á þessu tímabili, þökk sé FSG. En með Sturridge og Ince, sem mér lýst vel á, held ég að liðið nái góðum seinnipart tímabils. Sjáum svo til með restina 🙂

  Ef liðið á að ná í 60 stig á þessari leiktíð verður það að ná í 35 stig á seinni hluta tímabilsins. Það eru bara þrjú lið með það góðan árangur eftir fyrri umferðina. Er það ekki fullmikil bjartsýni?

 68. Gæti verið að ég sé að fara með vitlaust mál, en ég las einhversstaðar að Assaidi sé meiddur á hné.

  Annars var þessi leikur illa upp settur og hreinlega taktísk hörmung. Ekkert lið gæti spilað svona “tiki taka” bolta gegn Stoke nema Barca.

 69. Hvað er að sumum hérna? Það mætti halda að himin og jörð séu bara að falla til sjáfar eftir eitt tap á Britannia. Það hefur bara eitt lið unnið á Britannia vellinum í vetur og það er Stoke. Persónulega bjóst ég ekki við sigri en ég vonaðist eftir jafntefli en ég ætla ekkert að fara væla í einhverju commentakerfi því Liverpool tapaði. Öll lið tapa einhverntímann og lið í uppbyggingu tapa oftar en lið sem eru búinn í henni það segir sig sjáft. En það að fara fram á að reka stjóran eftir 19 leiki er alveg fáránlegt ég meina hann er að nota leikmanna hóp sem að Benítez, Hodgson og Kenny gerðu. Hann á ekkert í þessum hóp nema þrjá leikmenn og einn á láni. bæði Hodgson og dalglish spiluðu allt öðruvísi bolta en hann vill spila þannig hann er ekkert með rétta leikmenn í þetta.

  þá segja sumir “af hveju breytir hann ekki taktíkinni svo hún henti leikmönnunum sem hann hefur?” Einfaldlega vegna þess að hann vill spila sinn bolta og stendur bara fastur á því.

  Hann er að gefa ungu leikmönnunum tækifæri, gefa þeim reynslu og það veit bara á gott ekki voru Hodgson og Kenny eitthvað í því. En hann sér bara að þarna eru þrusu leikmenn að koma upp og ætlar að nýta sér það. Rétt eins og manu hefur verið að gera síðan að ferguson tók við þar.S.S. nota þá til að auka breiddina í leikmannahópnum og nýta sér þessa flottu akademíu sem liverpool football club á.
  Þannig að hann sér hvar leikmenn eru að koma upp í aðalliðið og vonar að þeir séu nógu góðir og kaupir í eyðurnar. Svo sér hann kannski að einhverjir eru ekki tilbúnnir og fær leikmenn á láni eða sér að þeir eru ekki nógu góðir og kaupir aðra í þeirra stöðu.

  Svo snýst þetta líka mikið um samkeppni. Hvað er Evra búinn að vera gera síðustu ár? ekkert fyrir utan að koma besta laikmanni liverpool í bann. Svo kaupir ferguson leikmann í hans stöðu til að sparka í rassinn á honum og veita honum samkeppni og hvað gerist? Evra blómstrar sem aldrei fyrr.
  Þetta vantar hjá Liverpool og þetta held ég að rodgers sé að gera. Hann er nú kominn með mikla breidd á miðjunni, núna þarf hann bara að vera óhræddur við að kippa mönnum út ef þeir drulla.

  Það er líka ástæðan fyrir bitlausum sóknarleik. ÞAÐ VANTAR SAMKEPPNI þess vegna gætu Sturridge og Ince lagað mikið fyrir liðið ekki það að þeir geri það endilega en þeir gætu það. Af hverju verður Downing alltí einu svo lélegur þegar hann kemur til liverpool eftir að hafa átt brilliant tímabil hjá aston villa? Er það því hann er gamall og bara búinn? gæti verið eða er það vegna þess að hann átti sæti í liðinu á síðustu leiktíð og það var ENGINN að berjast um hana við hann? það gæti líka verið.

  Persónulega vill ég að Rodgers kippi mönnum meira út úr liðinu eins og agger og skrtel. þeir áttu lélegan leik hentu coates inn í næsta.
  Þá fá þeir aðeins að hugsa sinn gang og coates blóð á tennurnar.

  ég vil halda rodgers út þetta tímabil allaveganna og ef liverpool endar á top 10 þá fær hann annað og ef liverpool endar á top 6 eftir það þá fær hann annað og á að skila liverpool í meistaradeildar sæti og svo gæti líka verið að liðin í kringum okkur styrki sig líka svakalega mikið og þá á hann að fá stikk frí season.

  Ég held að hann sé rétti maðurinn í þetta. ungur með nýjar hugmyndir rétt eins og ferguson þegar hann kom til manu.
  Ekki gleyma því meistari benítez endaði í fimmta sæti á sínu fyrsta tímabili eftir að houllier hafði lent í topp 4 tímabilið á undan en þá var houllier líka með sína leikmenn á meðan rafa var en að móta sitt lið þannig að það má alveg búast við svona 9-10 á þessari leiktíð en ef það verður ekki bæting svo á næsta þá fyrst verð ág brjálaður.

  Sem sagt: Rodgers vantar breidd en er rétti maðurinn í starfið. ungur með nýjar hugmyndir. HÆTTIÐ SVO ÞESSU VÆLI EFTIR HVERN EINASTA TAPLEIK Í GUÐANNNA BÆNUM. EF ÞIÐ VILJIÐ REKA MANNIN NÚNA ÞÁ EFAST ÉG UM AÐ ÞIÐ VITIÐ HVERNIG “THE LIVERPOOL WAY” ER.

 70. Verðum við ekki bara að horfast í augu við það að FSG eru að reka þessa Money ball stefnu sína, sem gengur alls ekki út á árangur inn á vellinum, heldur út á að búa til leikmenn sem hægt er að selja til annara liða sem vilja titla? Persónulega vill ég ekki sjá þessa stefnu, en þeir boða hana….

 71. Menn reka ekki KENNY DAGLISH fyrir einhver one season wonder draumóramann !
  Það er upphaf að miklum harmleik … get ekki betur séð en BR er búinn að tapa búningsklefanum.
  Menn einsog SG, Pep, Carra ofl virðast hreinlega ekki hafa trú á “Barcelona” hugmyndum hans !

 72. Mér finnst Gerrard hafa verið algjörlega týndur á þessu tímabili og maður sá það bara strax í kvöld þegar þeir skora úr vítaspyrnu sem maður mundi nú halda að lið gætu nýtt sér á útivelli á fyrstu mínútu að þeir fögnuðu varla markinu fyriliðinn sjálfur að skora vantar bara hellings karakter í þetta lið okkar ef það ætlar sér að vera í topp 10 í ár.ber bara engin virðingu fyrir hvorum öðrum.

 73. Nenni ekki að lesa öll komentin (sum ansi löng) en flestir eru hund óánægðir, sem er skiljanlegt. Ætlast BR til, að liðið spili alltaf eins, (þenna barcelonabolta) sama við hvern þeir spila ég er ekki viss að Barc geri það endilega. Það er eins og hugmynda flug sumra leikmanna sé steindautt, tok eftir því að Gerrard fékk boltan og hann hafði engan til að gefa á, vegna þess að það var engin hreifing á mönnum. Svo eftir hvern leik segir BR að það þurfi að laga sókn eða miðju osf, en svo er ekkert lagað, er kannski verið að laga sokkana eðs skóna, er ekki að fatta þetta, hann er ennþá í meðalmennskunni en vona að kallinn fari að sýna pung en samt ekki í leik. 🙂

 74. Nenni ekki að lesa öll komentin (sum ansi löng) en flestir eru hund óánægðir, sem er skiljanlegt. Ætlast BR til, að liðið spili alltaf eins, (þenna barcelonabolta) sama við hvern þeir spila ég er ekki viss að Barc geri það endilega. Það er eins og hugmynda flug sumra leikmanna sé steindautt, tok eftir því að Gerrard fékk boltan og hann hafði engan til að gefa á, vegna þess að það var engin hreifing á mönnum. Svo eftir hvern leik segir BR að það þurfi að laga sókn eða miðju osf, en svo er ekkert lagað, er kannski verið að laga sokkana eðs skóna, er ekki að fatta þetta, hann er ennþá í meðalmennskunni en vona að kallinn fari að sýna pung en samt ekki í leik. 🙂

 75. Veit ekki hvort það hefur komið fram í kommentum hér en ef bornir eru saman nákvæmlega sömu leikir á milli LFC og þessara liða á síðasta tímabili þá er stigasöfnunin 28 stig. Ég skipti út leikjum við nýliða á þessu tímabili við þau lið sem féllu í fyrra (Bolton/Reading, Wolves/Southampton, West Ham/Blackburn). Liðið er því með þrem stigum lakari árangur en í fyrra þegar þetta er borið saman.

  Ég er eins og allir er ekki ánægður með hvernig tímabilið hefur þróast en ég hef engu að síður ennþá trú á að síðari hluti tímabilsins verði skárri en síðari hluti síðasta tímabils. Kannski er ég svona vitlaus en andskotinn hafi það ef þetta verður ekki aðeins betra.

 76. Mestu vonbrigðin með gærdaginn er hversu auðveldlega liðið féll á prófinu. Það var nákvæmlega ekkert sem kom á óvart í leik Stoke og ef menn hefðu verið almennilega undirbúnir undir leikinn hefði mátt gera miklu betur.

  markið. Löng sending frá aftasta varnarmanni Stoke á höfðið á K. Jones sem flikkar á Walters. Það sem ræður úrslitum í þessum marki er að Skrtel rennur og missir Walters frá sér. Hægt að skrifa þetta á óheppni en ef einbeitningin hefði verið 100% á þessum tímapunkti hjá miðvörðunum þá hefði mátt koma í veg fyrir þetta mark.
  markið. Hornspyrna beint á höfðið á K. Jones. Þarna er fyrst og fremst við Agger að sakast. Ótrúlega barnalegur varnarleikur gegn hættulegasta leikmanni Stoke. Enginn varnarmaður á nærstöng og Gerrard sem á að passa nærsvæðið fer hikandi uppí boltann og missir hann yfir sig.
  markið. Innkast, enn og aftur hár bolti á K.Jones sem flikkar beint á Walters. Enn og aftur bregðast miðverðirnir. Þrátt fyrir að tveir menn séu á Jones þá vinnur hann skallann og Agger alltof langt frá Walters, sem fær tíma til að taka boltann á bringuna og skjóta óáreittur á markið inní teig.

  Þegar maður er búinn að skoða mörkin í þessum leik þá koma þeir Agger og Skrtel alls ekki vel út. Ef það er einhver leikur sem Coates hefði hentað vel í þá var það í gær, hann er sá eini sem hefði átt möguleika á að skáka Jones í loftinu. Það að stöðva K. Jones í einhver skipti dugar þó ekki eitt og sér því ef menn hefðu unnið heimavinnuna þá hefðu e.t.v. átt að leggja meira uppúr því í undirbúningnum að vinna seinni boltann og dekka mennina í kringum Jones. Það brágst algjörlega í gær og allir styrkleikar Stoke fengu að njóta sín í gær.

  Í gær fengum við matseðill Stoke í andlitið, í forrétt löng sending, flikk og mark, í aðalrétt, skalli eftir horn og í desert langt innkast,flikk og mark. Ég spyr enn og aftur hvernig var undirbúningi háttað fyrir þennan leik?

 77. Það er ekki eins og við getum ekki unnið á þessum velli, við getum bara ekki unnið í EPL. Í Fyrra undir Dalglish fórum við þrisvar sinnum á Brittania og unnum tvisvar. Það var í Carling og FA Cup.

  En spennandi verður að sjá hvað gerist í Janúar. Og hvernig BR tekst að vinna úr því.

 78. Var í matarboði hjá Tengdó í gær og prísaði mig sælan að hafa afsökun yfir því að horfa ekki á leikinn. Kíkti svo á MOTD highligths í morgun og jedúddamía ….

  Það þarf engan eldflaugahönnuð til að sjá að Stoke spilar hápressu bolta, eru fastir fyrir og með drullugóða menn í loftinu og viti menn öll þrjú mörkin koma úr þannig færum hjá þeim. En ok, við fengum víti ….

  Ég velti því samt fyrir mér af hverju hann spilaði ekki með 3 hafsenta kallinn þar sem vitað var að það yrði mikið um pústra og hlaup inni í teignum? Af hverju er enginn á stönginni í marki no 2.?

  En jú þetta er staðan, LFC hefur ekki unnið i Stoke mörg ár í röð og með þennan hóp er það ekki að fara að ske.

  Ég vil kenna liðinu 50% um þetta og svo Brendan 50% fyrir að spila ekki með fleiri í boxinu, þ.e.a.s. Coates eða Carrager sem hafsenta.

 79. Held að menn ættu aðeins að slaka á hérna. Það bjóst enginn við sigri í gær á móti Stoke. Þetta er að verða ein mesta vælsíða eftir töp hérna á connmentakerfinu svo finnst mér leikskýrslan full neikvæð (takk samt fyrir frábæra síðu ;)). Róm var ekki byggð á einum degi. Ég held að Benitez sé ekki lausnin, BR verður að fá sinn tíma vonandi fær hann einhverja sem smella inní liðið núna í janúar og það mega alveg vera Ince og Chelsea gaurinn. Það er verið að reyna að byggja upp lið sem er því miður með ekki nógu góða einstaklinga í augnablikinu.
  YNWA.

 80. Ég er nú meira svekktur yfir Aston Villa leiknum heldur en þessum leik í gær. Markatalan hjá Aston Villa eftir leikinn við okkur er 0-12. En allavega…

  Það er nokkuð ljóst að Shelvey er ekki þessi leikmaður sem við vonuðumst til að hann yrði sbr. “næsti Gerrard”. Þó hann sé ágætur þá er hann aldrei að fara að bera þetta lið uppi. Það er þrennt sem fótboltamaður þarf að hafa til að verða toppleikmaður. Líkamlegt atgerfi (styrkur og liðleiki) – Hausinn í lagi (fótboltaskilningur) og mikla áræðni (æfingar). Hans helsti galli er auðvitað líkamlegt atgerfi, er algjör staurfótur, hægur með lítið þol. Ágætis leikmaður en ég efast stórlega um að hann kæmist í lið Wigan eða jafnvel Aston Villa. Svo er ég sammála Babu, það er komið nóg af hænuhausum í LIverpool, Downing, Cole, Sahin og jafnvel Allen. Nú þurfum við alvöru leikmenn, já eins og Gerrard!

  Annars er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn þegar maður sér leikmenn eins og Sterling og Suso, báðir á nýjum samning. Ég hef bullandi trú á Suso, en þá þarf hann líka að fara að spila í sinni stöðu, sem fremsti miðjumaður/leikstjórnandi. Það þarf að stokka þeim inn í kerfið upp á framtíðina. En það verður hægt þegar Sturridge og einhver annar verður kominn í þessar kantstöður, plús Borini sem ég er alls ekki búinn að afskrifa. Langt frá því.

  En það er gaman að fylgjast með liðinu á þessu tímabili, eins og dramatísk þroskasaga um lítinn dreng sem flakkar á milli misgóðra fósturforeldra og misstígur sig á leiðinni. En hvað svo gerist……….vitum við ekki.

 81. Það vantar a.m.k. einn þjóðverja í liðið. Liðið er ekki að fara klífa upp töfluna miðað við þá leikmenn sem eru orðaðir við okkur í dag. Tom Ince hefur enga reynslu á að spila í ensku úrvalsdeildinni og það mun taka hann tíma fyrir hann að venjast að spila á topp leveli. Sturridge er spurningarmerki. Franco di santo vonar maður að sé eintómt slúður. Er enginn hágæða leikmaður þarna úti sem vill spila fyrir Liverpool? En eins og nokkrir hafa bent á hér fyrir ofan þá vantar breiddina í þetta lið og þegar breiddin er ekki til staðar þá getur maður ekki ætlast til að liðið keppist um efstu sætin. Vonandi koma Rodgers og FSG okkur á óvart í janúarglugganum.

 82. Ég var einmitt í matarboði í gær þegar að þessi leikur var spilaður hef nú bara sjaldan verið jafn ánægður að hafa misst af Liverpool leik

 83. Sælir félagar

  Ég vil taka það fram í upphafi að ég vil ekki reka BR. Hitt er svo annað að það má gagnrýna kallinn og eftir leikinn í gær er hann gagnrýni verður. Hvernig væri það til dæmis að BR hefði haft eitthvert plan B fyrir þennan leik. Það hafði hann ekki og virtist alls ekki átta sig á eðlilegri þróun leiksins.

  Hann stillir upp sama liði og tók Fulham í bakaríið en Stoke hefur bara allt annan leikstíl en Fulham. BR virtist alls ekki reikna með því sem er skrítið í besta falli.

  Uppstilling byrjunarliðsins er einkennileg ef horft er á likstíl andstæðingsins. Því þrátt fyrir að Stoke-liðið sé stórvaxið og líkamlega sterkt er það mjög vinnusamt og úthaldsgott. Það spilar mikið á líkamlegum snertingum maður á mann og eru mjög erfiðir í návígum. Því átti maður eins og Suso lítið erindi í þennan leik enda sást hann varla í leiknum. Að Coates var ekki í byrjunarliði er í þessu sambandi einnig skrítið.

  Innáskiptingar BR í leiknum voru líka skrítnar. það er ekkrt brugðist við því að vörnin var hauslaus og Jones tók Agger í skraufþurrt . . . hvað eftir annað. Þar hefi Coates þurft að koma inn eða Carra til að berja menn til vinnu. Eins að Jonjo skildi spila allan leikinn var afar sérstakt svo ekki sé meira sagt.

  Svo er það motiveringin á þessu blessaða liði okkar. Það er svo brothætt að kínverkst postulín er eins og harðasta stál miðað við það. Karakter liðsins er svo brothættur að það er áhyggjuefni. Ég vil eins og fleiri hafa gert hér benda á þann karakter sem Hreindýrið rauðnefjaða hefur barið í sína menn. Þeir gefast aldrei upp og hætta aldrei. Þannig var Liverpool liðið líka hér á árum áður. Nú eru menn eins og hauslausar hænur ef í móti blæs.

  Svo eru það innkaup BR og það sem maður heyrir að sé í gangi. Það er kapítuli útaf fyrir sig að skoða. Ég nenni því ekki hér og nú því margir hafa rætt það og eru svipaðrar skoðunar og ég í þeim efnum. Samt vil ég spyrja. Ætlar BR bara að kaupa menn sem hann hefur unnið með áður í öðrum liðum? Ef svo er getum við afskrifað framþróun með leikmannakaupum og verðum alfarið að stóla á akademíuna.

  Ég læt nótt sem nemur í þessu spjalli. Eins og ég nefndi í upphafi vil ég ekki reka BR. Ekki núna og ekki í sumar heldur hvernig sem staðan verður þá. En hitt er annað að hann þarf að skoða vel og vandlega sinn gang. Það eru ekki bara leikmenn sem þurfa að læra og bæta sig. Hann verður að gera svo vel að gera slíkt hið sama.

  Það er nú þannig

  YNWA

 84. Kristján Atli #73

  Já liðið á að geta náð í 35 stig í seinni umferðinni. Er reyndar jákvæður maður að eðlisfari.

  Það er fullkomlega eðlilegt að ná ekki að vinna á Brittania við skulum ekki gleyma því. En það var hrikalega leiðinlegt að sjá miðverðina okkar bregðast í leiknum, þeir voru étnir af Kenwyne Jones, það er áhyggjuefni.

 85. Já fúlt var það, það eru ekki alltaf jólin.

  Menn fengu meðbyr strax í byrjun, en varnarmistökin voru dýr og 2-1 eftir korter. Síðan er það vendipunktur í byrjun síðari þegar Suarez setur hann klúðurslega í utanverða stöngina. Vörnin réð illa við spræka framherja Stoke og annar þeirra átti ansi stóran dag með 2 glæsilegum afgreiðslum.

  Mér fannst þó leikurinn jafn fyrsta klukkutímann, en eftir 3. mark Stoke þá fjaraði all mikið undan mönnum – hvort sem er að kenna um þreytu, jólasteik eða “karakterleysi” (Hið síðarnefnda finnst mér ansi dómhart).

  Liverpool var þarna að mæta félagi á uppleið, þar sem hefur verið unnið eftir sömu formúlu lengi, og lýsendurnir hjá mér höfðu á orði að Stoke væri að bæta við leik sinn, væru að spila meira og betur, betri sóknarleik o.s.frv. A.m.k. var þetta ekki nærri því jafn hundleiðinlegur leikur milli þessara tveggja og oft áður, svona með hliðsjón af því okkar menn áttu afar slakan dag. Enrique var skemmtilegur oft og Downing og Suarez reyndu, en aðrir voru piff…mestu skömmina fær Agger fyrir dekkunina á Kenvæni Jónes í 2. marki Stoke.

  Sá fyrr um daginn QPR-WBA. Þar litu QPR ekki eins og lið á leiðinni niður, alveg þangað til að WBA gerði 1. markið. Eftir það var það ekki nein spurning, QPR er á leiðinni niður.

 86. Áttum aldrei að láta Benítez fara á sínum tíma. Er viss um að málin hefðu þróast betur ef hann hefði verið áfram. Hann hefði getað orðið eins og Ferguson er fyrir Man.Utd, framtíðarstjóri. Þetta hrundi allt með deginum sem Rafa fór og efast um að við komust í topp 4 næsta áratuginn eða svo.

Liðið gegn Stoke

Þegar maður skiptir um stjórann sinn…