Liðið gegn Fulham

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Liðið klárt sem hefur leik gegn Fulham:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Shelvey

Suso – Suarez – Downing

Bekkur: Jones, Carragher, Wisdom, Henderson, Sahin, Sterling, Allen.

Sterling fagnar nýjum samningi með því að byrja á bekknum og Suso kemur inn í sóknarlínuna með Suarez og Downing/Enrique. Allen fær líka nauðsynlega hvíld í dag. Hvorugt kemur mikið á óvart.

Enrique er vonandi klár í slaginn en hann var að eignast barn í gær og hefur verið meiddur undanfarið.

Vonum það besta, Liverpool hefur ekki verið að skora mikið gegn Fulham á heimavelli undanfarin ár og því þarf að breyta í dag.

48 Comments

 1. Eins gott og það væri að hafa tvö Shelvey í liðinu þá vona ég að Suarez komi fljótlega inn fyrir annan þeirra

 2. Ég held að Fulham eigi eftir að stjórna leiknum, eiga fullt af færum en ná ekki að klára. Við náum svo einu marki i fyrri hálfleik, Lucas með langskoti, og svo einu i seinni úr mjög umdeildri vítaspyrnu eftir að brotið er a Suarez. 2-0 mjög óverðskuldað.

 3. Vona að enrique se i þriggja manna soknarlinunni og downing i bakverðinum.

  Med sigri i dag 2-0 fara okkar menn i 8 sæti og þa gimm stigum fra tottenham, arsenal, everton og wba .. þetta er ekkert flokið við verðum einfaldlega að vinna þennan leik a eftir.

 4. I kommenti minu numer 4 atti að standa að med sigri i dag fara okkar menn FIMM stigumfra liðunum i 4-7 sæti.

  Ef eg klikka a edit takkann til að laga stafs villur þa stendur bara endalaust loading og það virðist ekkert koma upp med textann minn.

 5. Líkindatölfræði segir að Liverpool fái vítaspyrnu eða skori eftir hornspyrnu.

 6. Það eru 50% líkur á að við vinnum leikinn 13-0, annað hvort gerist það – eða ekki.

 7. Hvar fannstu líkindafræðilega reiknivél sem fékk það út að Liverpool fái vítaspyrnu?
  Máltakið “það hlítur að fara styttast í það að við fáum víti” á ekki einusinni við þegar Liverpool á í hlut.

 8. Mark á fyrstu 10 mínútum, Gerrard átti sprett til baka eftir að hafa misst boltann og allir farnir að mæta inní teig í fyrirgjöfum. Þetta eru þau þrjú atriði sem mér finnst helst hafa vanta á þessu tímabili og hef orðið pirraðastur yfir. Er búinn að sjá þau öll í þessum leik!

 9. Öll lið sem koma á Anfield reyna að nota sama “gameplan” hægja á leiknum eins og þau geta og beita skyndisóknum gegn brothættri vörn okkar. Eigum bara eftir að skora 6 mörk núna. Fer 7-0, held að Downing setji eitt kvikindi.

 10. það er flottur sopcast linkur á wiziwig.eu

  Downing og Enrique hafa verið frábærir

 11. Gerrard búin að skora mark fyrir Liverpool 14 tímabil í röð. 🙂

 12. Vantar potið. Þarf ekki að þenja möskvana. Suarez fær vítaspyrnu í seinni hálfleik og skorar örugglega spái ég.

 13. Góð staða eins og er, þurfum bara að hamra járnið meðan það er heitt. Ekki gefa þeim tommu í seinni hálfleik. Ég rakst á þetta á textalýsingu mbl.is af leiknum:
  Liverpool miklu betra og er með verðskuldaða forustu. Þess má til gamans geta að stoðsending Downings er hans fyrsta fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni. Það tók hann 45 leiki að gefa fyrstu stoðsendinguna.

 14. Hvaða rugl er á mbl.is að þetta sé fyrsta stoðsending Downing í 45 leiki

 15. Já ! Það eru jólin greinilega ….
  Downing bæði með mark og stoðsendingu!

  hverhefðitrúaðþessu…..

 16. Alger jólagjöf frá Riise í 3ja markinu 🙂

  Vona að okkar menn noti tækifærið og lagi markahlutfallið aðeins í þessum leik….

 17. Downing hefur átt stórgóðan leik, eins og ég sagði í síðasta leik þá er þetta allt annar leikmaður í síðustu leikjum…., vonandi að þetta haldi áfram, komaso Downing :).

  Brendan Rodgers – ég hef fulla trú á manninum og líst vel á margt sem hann gerir. Eitt er það þó……., stundum þarf hann að tala aðeins minna, eins og t.d. nú um Downing og að hann geti farið, sambærilegt við Carroll í ágúst og mal hans um tiki taka og líkur á sigri ef lið heldur bolta, sýnum þetta bara á vellinum :).

  Jæja, áfram LIVERPOOL, setjum fjögur í viðbót :).

 18. Nú þarf að fá eins og tvær til þrjár skiptingar í þennan leik. Henderson, Sahin og jafnvel Sterling.

 19. og til að halda aðeins áfram……, af hverju ætti hann að segja að Downing megi fara þegar hópurinn er jafnþunnskipaður og hann er !, hann hefur nú verið að spila Downing nokkuð. Eða hvað segið þið ???

 20. svo væri nú gaman að fara að sjá Sahin komi inná – Allen má vera áfram á bekknum !, hefði þess vegna getað verið utan hóps og fara að spila Assaidi eitthvað !

 21. Ég hef aldrei skilið af hverju þessi 6 sek tímaregla var sett. á markverði. Markvörður Fulham er með boltann minnst 15 sek í hvert skipti.

 22. Jæja Allen kominn inn á. Þá á væntanlega að drepa allt flæði á miðjunni hjá okkur.

 23. B. Rodgers talar um að Downing megi fara og í kjölfarið á Downing á sinn besta leik fyrir Liverpool…

 24. Lucas að fá verðskuldaða hvíld, búinn að vera góður . Carragger að koma inn í staðinn.

 25. Jæja 90 mín og 3 í uppbótar. Downing maður leiksins, búinn að leggja upp eitt og skora eitt ásamt því að vera búinn að vera mjög áræðinn og vinnusamur.

 26. Get ekki alveg áttað mig á því að sagt sé að Allen þurfi hvíld síðan er honum skipt inná í næsta leik. Ekki það að hann hafi verið eitthvað lélegur þessar mínútur sem hann fékk. Bjóst bara við því að Henderson sem á svo sannarlega skilið að fá einhvern tíma inná vellinum fengi að koma inná.

 27. Bara fínasta jólagjöf. Downing er enginn Messi á kantinum en það er hægt að segja um fleiri leikmenn í okkar liði. Að selja hann er bara vitleysa!

Fulham á morgun (+Sterling framlengir!)

Liverpool – Fulham 4-0