Fulham á morgun (+Sterling framlengir!)

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!
Endilega kíkið líka á opið hús hjá þeim í kvöld og á morgun, sjá frekari upplýsingar hér!

Uppfært: Raheem Sterling hefur skrifað undir 5 ára samning við Liverpool! Sjá staðfestingu hér og viðtal við Sterling hér!

Okkar menn taka á morgun á móti Fulham í 18. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Liðin eru hlið við hlið í töflunni, í 12. og 13. sæti en okkar menn tveimur stigum ofar, og bæði lið töpuðu um síðustu helgi þannig að það verður væntanlega hart barist um stigin á morgun.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Jose Enrique og Nuri Sahin verða aftur klárir eftir að hafa misst úr um síðustu helgi, Jose með tognun í vöðva en Nuri með nefbrot. Þá hefur Brendan Rodgers stjóri talað um þörfina á að gefa Raheem Sterling smá frí frá byrjunarliðinu og ég spái því að það gerist nú þegar Enrique kemur inn í byrjunarliðið. Annars spái ég þessu svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Allen

Gerrard – Suarez – Downing

Karlinn virðist ekki hvíla Allen, sama hvað á gengur en ég get ekki séð annað en að Henderson fari að fá séns í þessu liði. Með Sahin á bekknum og Shelvey grútlélegan í síðasta leik hlýtur að vera komið að því að hann prófar það sem hann talaði um í heimildarþáttunum í upphafi tímabils, þ.e. að spila fyrirliðanum framar á vellinum. Því spái ég að Downing og Gerrard fari í framlínuna á kostnað Shelvey og Sterling. Þá erum við líka með bekk sem inniheldur t.d. Sterling, Suso, Sahin, Shelvey, Carra og Coates eða Joe Cole sem hljómar talsvert betur en það sem við höfum verið að bjóða uppá á tréverkinu undanfarið.

Af Fulham er lítið að frétta. Það eru einhverjir Berbatov og Duff og Rodallega í liðinu þeirra en mér er alveg sama. Ég vil bara sjá Liverpool-sigur alveg sama hverjir eru með og hverjir ekki hjá þessu Fulham-liði.

MÍN SPÁ: Þetta á að vera sigur, það er bara svoleiðis, en það er samt ekki alltaf svoleiðis. Fulham unnu t.d. báða leikina gegn Liverpool á síðustu leiktíð og það hafa minni spámenn en þeir farið frá Anfield með þrjú stig á þessu ári. Árið 2012 er hins vegar blessunarlega að verða búið, aðeins tveir leikir eftir fyrir áramót, þannig að þetta er síðasti séns á að spila eins og menn á heimavelli og ég tippa á að okkar menn geri það. 3-0 sigur og Suarez kemst aftur á blað eftir næstum því mánaðarlanga markaþurrð núna.

Áfram Liverpool!

31 Comments

 1. Já ég var bjartur fyrir leikinn um síðustu helgi, enda tilfinningun sú að við værum komnir á rokk og ról.
  Ég verð að viðurkenna að ég get ómögulega spáð fyrir um þennan leik, við eigum auðvitað að vinna, en eins og fáránlega mörg dæmi hafa sannað virðisr okkur einkar lagið að gera upp á bak á Anfield : (

  Segi 1-1, en vonast auðvitað eftir sigri.

 2. Jæja, Sterling skrifaði undir og nú þarf mannanafnanefnd að samþykkja nafnið Raheem. Hvort viljum skrifa það á ensku eða íslensku sem Rahím?

 3. Sælir félagar

  Takk fyrir góða upphitun KAR og ég er sammála því að það skiptir engu máli hvaða menn eru innan borðs hjá Fulham. Sigur er alger og undantekningarlaus krafa dagsins. Það skiptir ekki máli hverjir spila en BR verður augljóslega að bregðast við niðurstöðu síðasta leiks.

  Það þýðir breytta uppstillingu og framlínan með öðrum hætti. Ég er því enn og aftur sammála KAR í uppstillingu hans og hefi reyndar kallað eftir því að Gerrard verði hægri vængframherji en BR hefur ekki hlustað á það frekar en annað sem ég hefi bullað.

  Svo verður BR að hafa plan B ef þetta gengur ekki. Vörnin hefur lekið of mikið þannig að það væri ekki vitlaust að láta Carra koma inn í liðið til að berja menn til vinnu. Svo væri ef til vill hugmynd að Suso og Sahin sæjust eitthvað í þessum leik. Það gæti verið fróðlegt að sjá Sahin spila með Lucas fyrir aftan sig því vörn er ekki hans sterkasta hlið. Frekar en Allen sem er ömurlegur varnarlega.

  En hvað um það. Sigur og ekkert nema sigur verður þeginn á minn disk. Mér er sama hvort það verður 1 – 0 eða eitthvað annað. Ég krefst bara sigurs og verð kleppsmatur ef það verður ekki niðurstaðan.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 4. Það eru reyndar þrír leikir eftir á árinu að Fulham leiknum meðtöldum en það er óþarfi að vera að hnýta útí svoleiðis smáatriði 🙂

  Vonandi drullast menn til að taka öll stigin núna, annars verður jólatörnin ekki stigamikil

 5. Ég var að uppfæra þessa færslu með Sterling-fréttunum þannig að það má ræða það hérna, að sjálfsögðu. Frábærar fréttir.

 6. J.Cole – Suarez – Downing
  Suso – Shelvey – Henderson
  Enrique – Agger – Skrtel – Johnson
  Jones

  hvíla Gerrard, Lucas, Allen og Sterling og skipta út Reina í markinu. Spái 1-0 Joe Cole.

 7. Fulham er með ágætis framlínu sem á að geta náð eins og 4-5 skotum á markið hjá liverpool, ætli leikurinn fari þá ekki svona 0-3 fyrir Fulham…..

 8. mjöög erfitt að spá fyrir þessu elskulega liverpool liði okkar :(. Ég held að ef við spilum á móti Fulham eins og við spiluðum á móti West-ham, þá er þetta 0 stig. En ef við spilum þennan fallega og flott “Brendan Bolta” og vörnin lekur ekki (mikið), þá held ég að við ættum að pakka samann þessu Fulham Liði allan daginn.

  Er mest hræddur við Berbatov, hann er svo klókur.

  Áfam LFC

  YNWA.

 9. Slaka sér aðeins í svartsíninu. Við stútum þessu 4-0. Og eins og ég hef alltaf sagt VIÐ VINNUM EURO DEILDINA.

 10. Til að koma í veg fyrri vonbrygði er best að hafa engar væntingar til Liv.

 11. það er bara lykilatriði að menn nenni að spila mannsæmandi bolta og virkja smá sigurvilja!!! í aston villa leiknum var það óþægilega áberandi hvað þeir nenntu engan veginn að vera á vellinum.

  á góðum degi þá á liverpool liðið roð í hvert einasta lið í enska boltanum og þótt víða væri leitað… eeeennnn það vantar stöðugleika í þetta lið…

  ég er alveg pottþéttur á því að ef liðið nær góðu flæði og lokar á miðjuna hjá fulham þá er þetta sigurleikur.. alveg borðleggjandi..

  ég ætla að segja að enrique verði nýbakaður pabbi og smellir einu fyrir barnið og þá dettur suarez í gang og verður í gargandi stuði og setur tvennu…
  3-0
  YNWA

 12. Menn hafa lært sína lexíu eftir yfirlýsingarnar fyrir Villa leikinn, mæta dýrvitlausir og vinna 5-0.

 13. sammála no 12.Upp með jólabrosið.Nú hlýtur þetta að fara að koma:) Gleðileg jól LIVERPOOL menn.

 14. Geðheilsan yfir jólin að veði hér. Svo sigur er bara must!

  YNWA

 15. Væri min besta jolagjof að taka þrju stig a morgun og helst fullt hus i þessum þrem jolaleikjum. Verða ekki auðveldir utileikirnir gegn qpr og stoke a milli jola og nyjars svo kannski við ættun bara að byrja a að sigra fulham a morgun..

  Suarez þarf að detta afturbi gang og eg spai þvi að hann skori 2 a morgun og sterling setur eitt i 3-1 sigri okkar manna.

  Frabært að sterling se buin að skrifa undir samning og nu vill maður bara að okkat menn drifi i að ganga fra kaupum a 2-3 leikmonnum og syni sma metnað..

 16. Er að spá í að gefa þessum leik frí frá mínum augum. Liverpool yfirspilar hin liðin oftast nær en ná ekki að skora. Svipað og að vera í Golfi, góður að teig en geta ekki púttað. Auðvita vill maður að þeir vinni og líka um síðustu helgi en þetta lið er svo brokkgengt að hálfa væri nóg. OK,,,,, koma svo LIVERPOOL.

 17. Vonast eftir 3 stigum á morgun, óttast að við fáum 1 eða ekkert. Geri mér vonir um 1-0 eða 2-1 sigur en óttast 0-1 tap. Vonast til að menn mæti dýrvitlausir eftir Aston Villa leikinn og bæti fyrir þau glötuðu stig og sýni okkur stuðningsmönnum hvað þeir geta. Óttast að Villa leikurinn hafi skapað ládeyðu í herbúðum okkar. Segi 2-1 fyrir okkur í erfiðum leik þar sem Fulham kemst yfir en Suarez og Gerrard skora fyrir okkur.

 18. Hugsa sér þá stöðu sem liðið okkar er í, maður er engan veginn öruggur með góð úrslit gegn Fulham og það á heimavelli! Við verðum samt að taka þetta. En ég held að við fáum ekki að sjá Gerrard frammi þó ég styðji það – held að B.R. væri búinn að setja Captain F þangað fyrir löngu ef hann sæi það sem vænlegan kost.

 19. Ansi sterk 1-1 jafnteflislykt af þessari viðureign……sigur væri þó kærkomin jólagjöf.

 20. Sá aðeins Blackpool leikinn í kvöld, Ince var að spila og kauði var alveg að heilla mig. Að vísu jú í neðri deild og völlurinn var orðinn eins og kartöflugarður en þessi gaur gæti alveg orðið eitthvað og í raun stórundarlegt að hann skuli hafa verið látinn fara.
  Hann er áræðinn, leikinn og skruggu fljótur.
  Ég vona sannarlega að BR klári málið og kaupi hann.

 21. Það kom ekki heimsendir svo þessi leikur fer 7-0, Suarez með fjögur og Gerrard þrjú.

 22. Sæl öll. Thrjú atridi: 1. Thad væri snilld ad hafa dags og tímasetningu næstu leikja efst á sídunni fyrir okkur sem höfum stutta athygli 2. Thad er snilld ad gestir kop.is eru ávarpadir sem beggja kynja hópur. 3. Thad er snilld ad elska L.F.C á rósturtímum óhád árangri í keppnum. Y.N.W.A

 23. List agætlega a þennann leik og vona innilega að Gerrard se a kantinum. En það þarf að skrolla svolitið langt niður a opnusiðunni til að sja hvar, hvenær og við hvern er verið að spila næst.

  NÆSTI LEIKUR
  Fulham
  Anfield
  Premier League
  22. desember kl. 17:30

 24. Ótrúlegt hvað maður gat verið stressaður yfir þessum samning við Sterling. Eitthvað sem á að vera formsatriði fyrir stórklúbb eins og Liverpool. Maður bara veit ekkert og treystir engu þegar kemur að leikmannamálum Liverpool í dag. En frábærar fréttir, Sterling hefur lofað góðu frá fyrsta degi.

  Varðandi leikinn þá vill maður bara 3 stig, eftir tapið í síðasta leik þá þarf helst 3 sigurleiki í röð til að fá mig til að brosa aftur (í fótbolta heiminum). Held við séum að mæta Fulham á góðum tíma. Spái 2-0 sigri.

 25. Óverðskuldað hjá Arsenal. Ef þetta var víti þá ætti L´pool að hafa fengið 30 víti á leiktíðinni. Meira bullið.

  Annars vonast ég eftir liðinu svona í dag
  Reina
  G.J-Agger-Coates-Enrique
  Shelvey-Sahin-Henderson
  Suso-Suarez-Sterling

  Gleðilega hátíð!!

 26. Ég er í Berlin yfir hátíðarnar og velti því fyrir mér hvort einhver ykkar vissi um góðan pub til að horfa á leikina?

 27. Ég horfði á Liverpool – Manchester á Kilkenny barnum við hackescher markt nálægt Alexanderplatz í vor svo er Oscar Wilde barinn á Friedrichstrasse fínn hann er í Mitte

 28. Var að sjá að við getum stillt upp liði S-manna
  Stephens
  Sokolik Skrtel Sama Shelvey
  Sahin Suso Spearing (eigum hann enn þó hann sé á láni)
  Sterling Sinclair Suarez

  Vil klárlega sjá okkur kalla heim Spearing og stilla þessu upp og komast í sögubækurnar

Opið hús hjá Merkjavörum

Liðið gegn Fulham