Opið hús hjá Merkjavörum

Hafa ekki örugglega allir komið sér í pottinn fyrir jólaleik Merkjavara? Endilega drífið í því, það eru enn þrír dagar til stefnu og til mikils að vinna þannig að ekki hika. Þá eru strákarnir hjá Merkjavörum með opið hús á föstudagskvöld og laugardag þar sem boðið verður upp á góðan afslátt af Liverpool vörum. Sjá meðfylgjandi tilkynningu frá þeim:


Afsláttur af Liverpool vörum!

Merkjavörur ehf., sem er innflutning- og dreifingaraðili fyrir Official Liverpool vörur á Íslandi býður Liverpool mönnum 10% afslátt af öllum Liverpool vörum fyrir Jólin.

Ef þú verslar á heimasíðunni okkar www.lfc.is þá notarðu kóðann lfc þegar þú ert að ganga frá pöntuninni og afslátturinn reiknast frá heildarpöntuninni. ATH: síðast dagur til að senda út á land er fyrir kl. 15.00 í dag!

Við bjóðum öllum einnig að kíkja á heildsöluna hjá okkur, en hún er starfandi í Drekakór 7 og þar verður opið á föstudag frá kl. 18-21 og laugardag frá kl. 12-16… þar er hægt að máta og kíkja á okkar frábæra úrval.

Merkjavörur ehf. býður upp á frábært úrval í ár, en fyrir utan almennu keppnisbúninganna, þá bjóðum við upp á æfingartreyjur, galla, peysur, úlpur, bolta, töskur, húfur, vettlingar o.sv.frv.

Svo er það stóri glaðningurinn í ár í samvinnu við Kop.is… ferð fyrir einn heppinn á Anfield, en allir þeir sem versla hjá okkur fara í pott og á aðfangadag verður dregið um þennan glæsilega vinning J

Við erum annars allaf við símann, ef það eru fyrirspurnir eða pantanir… S: 618 6011 (Jói R.)

Gleðilega hátíð og sjáumst hress,

Merkjavörur ehf.
Drekakór 7
203 Kópavogur
S: 618 6011

Dregið í Evrópudeild: ZENIT!

Fulham á morgun (+Sterling framlengir!)