Dregið í Evrópudeild: ZENIT!

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða og 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Okkar menn drógust gegn Zenit frá St. Pétursborg í 32-liða úrslitum og fá svo sigurvegarann úr viðureign Basel og Dnipro ef þeir komast áfram. Seinni leikurinn í báðum umferðum verður spilaður á Anfield.

Drátturinn í 32-liða úrslit í heild sinni hér:

 • LIVERPOOL – Zenit St. Pétursborg
 • Fenerbahce – BATE Borisov
 • Internazionale – Cluj
 • Olympiakos – Levante
 • Bordeaux – Dynamo Kíev
 • Benfica – Bayer Leverkusen
 • Metalist Kharkiv – Newcastle
 • Genk – Stuttgart
 • Ruben Kazan – Atletico Madrid
 • Steua Búkarest – Ajax
 • Dnipro – Basel
 • Hannover – Anzhi Makachkala
 • Chelsea – Sparta Prag
 • Lazio – Borussia Mönchengladbach
 • Lyon – Tottenham
 • Plzen – Napoli

Áhugaverður dráttur. Zenit-liðið er ekki auðvelt viðureignar en við hefðum getað fengið sterkari lið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið stendur sig í næstu umferð. Ef liðið kemst framhjá Zenit forðast það stórliðin einnig í 16-liða úrslitum þannig að það er full ástæða til bjartsýni, held ég.

Einnig var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, fyrir þá sem hafa áhuga á því.

 • Manchester United – Real Madrid
 • Paris St-Germain – Valencia
 • FC Barcelona – AC Milan
 • Borussia Dortmund – Shakhtar Donetsk
 • Schalke – Galatasaray
 • Juventus – Celtic
 • Bayern München – Arsenal
 • Porto – Malaga

Nokkrar áhugaverðar viðureignir þarna.

15 Comments

 1. Svaka verkefni í 32ja liða úrslitum og síðan sýnist manni 16 liða verkefnið líta betur út, eigum að vinna Basel eða Dnipro.

 2. En Liverpool á að vinna zenit ef allt er eðlilegt og einnig Basel.

 3. Zenit er ekkert svo mikið svaka. Þeir eru þremur stigum á eftir Anzhi í rússnesku deildinni, í 3. sæti. Við réðum alveg við Anzhi, eigum alveg að ráða við Zenit og þá sérstaklega ef við styrkjum okkur í janúar. Auðvitað á maður ekki að vanmeta lið en ef við komumst framhjá Zenit er mjög jákvætt að við skyldum forðast öll stórliðin í 16-liða úrslitum.

  Nú langar mig svo mikið að komast í 8-liða úrslit í þessari keppni að það er ekki fyndið. Gætum lent þar í potti með t.d. Atletico, Inter/Tottenham/Lyon, Chelsea, Newcastle, Lazio, Napoli og Benfica. Svona ef við veljum stærstu liðin í hverri umferð. Það yrði einfaldlega alvöru pottur.

  Líst vel á þetta.

 4. Annars þá verða ensku liðin öll úr leik í CL í 16 liðað úrslitum þetta árið. Sé ekki Man Utd vinna Real né Arsenal slá út Bayern

 5. Það er skrifað i stjörnurnar að við mætum Chelsea og Benitez i þessari keppni.

 6. Thetta er bara flottar frettir. Spennandi timar framundan i thessari keppni sem og deildinni og FA! Svo er Sterling buinn ad samthykkja 5 ara dil og fleiri ad koma! 🙂

  YNWA!

 7. Það verður áhugavert hvað Babú mun skrifa um nokkra stuðningsmenn Zenit sérstaklega skoðun þeirra á kynþátt leikmanna. Landskrona stuðningmannaklúbbur Zenit: http://www1.skysports.com/news/11095/8341559/ Þetta það sem þeir (Landskrona) sögðu: "We object to representatives of sexual minorities playing for Zenit."* *"We are not racists and for us, the lack of black players at Zenit is only an important tradition, which emphasises the identity of the club and nothing more."

 8. Zenith er eitt af þeim félögum sem mér býður við (líkt og Anzhi). Ekki nóg með að þeir séu olíukónga, glæpa-einkavæðingarfélag, Gazprom er stærsti styrktaraðili þeirra heldur líka þetta komment fyrir ofan, þetta eru rasistar og hommahatarar, sem er að mínu viti það sama og að búa yfir mannvonsku. Að vísa í hefðir félagsins er bara viðbjóðslegt yfirklór hvað þetta varðar. Við eigum örugglega eftir að heyra apahljóð þegar Johnson og Sterling verða með boltann og ég vona innilega að við rústum þessu félagi, bæði innan vallar og utan.

 9. Rússar eru svona 20 ár á eftir í lífinu, verð fyrir miklum vonbrigðum ef Liverpool getur ekki unnið pungsveitt olíulið.

 10. Eftir janúargluggann þá duga ekki neinar afsakanir lengur. Liverpool leggur Hulk að velli.

 11. Þvílíkt sem maður skammast sín fyrir að þessi maður hafi eitt sinn
  klæðst liverpool treyju…

  Afhverju ?

 12. Jæja Jólatörnin að byrja og við sitjum í 12 sæti alveg hel sáttir. Liðin í 5-7 sæti eru með 27 stig en þetta er pakki sem við ættum og viljum vera að berjast í.

  Nú eru 4 leikir og 12 stig í pottinum næstu 10 dagana. Við eigum ekkert sérstaklega erfitt programm framundan en það eiga í raun liðin í kringum okkur ekki heldur. Það eru engir stórleikir um helgina sem heitið getur, en þetta eru í raun allt stórleikir því þetta er svo þétt allt saman. 7 stig í fallsæti, 7 stig í 4 sætið.

  Þetta verða spennandi jól en það gæti líka lítið gerst í töflunni til að tala um. Vona bara að við tökum svona 9 stig og þá ættum við kannski að fara upp um 2-4 sæti.

  Gleðileg Jól

 13. Einn góður af Twitter:
  Before the world ends, I’m going to spend the last hour with Sir Alex Ferguson, he’ll get at least an extra 10 minutes

Akademían – tímabilið hálfnað

Opið hús hjá Merkjavörum