Er þetta lið gott eða slæmt?

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Þvílík helgi. Við létum flest plata okkur með öllu jákvæðnisrausinu í síðustu viku og auðvitað kom það í bakið á okkur um helgina. Maður ætti að hafa lært það síðustu þrjú árin að treysta þessu Liverpool-liði ekki fyrir húshorn – alltaf þegar maður leyfir sér að halda að nú sé eitthvað að smella kemur nýr skellur og neglir manni niður á jörðina – en við göngum alltaf jafnharðan í gildruna. Í þetta sinn vann liðið West Ham á útivelli þrátt fyrir að vera undir þegar tuttugu mínútur voru eftir, og það án Suarez. Allt í einu var liðið búið að vinna þrjá í röð og aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Og við féllum í gildruna. Ég spáði liðinu utan Evrópusæta í sumar, styrktist í þeirri trú þegar lokadagur félagaskiptagluggans klúðraðist og hafði ekkert séð nema óstöðugleikann sem sannfærði mig um að ég hefði rétt fyrir mér í þeirri spá. En svo koma þrír sigrar í röð, varla löng sigurhrina en hrina þó, og ég býst við að viljinn hjá manni sé svo mikill að maður gengur glaður í gildruna. Eftir ömurleg þrjú ár erum við öll svo óþreyjufull að við getum varla beðið eftir að liðið fari að sýna árangur í deildinni. Þannig að þegar einhver smá vonarglæta brýst út sleppir maður allri varkárni og leyfir sér að fara að tala um Meistaradeildina, eitthvað sem kom aldrei til greina í mínum huga fyrr en fyrir viku síðan.

Það skondna er að þrjú stig úr viðureignunum gegn West Ham og Aston Villa var ekkert ömurlegt og hefði ekki kallað á neina naflaskoðun held ég, ef úrslitin hefðu bara verið eins og flestir reiknuðu með. Að heimsækja West Ham án Suarez var erfitt verkefni og ég bjóst fyrir fram við tapi. Að sama skapi, eftir að hafa unnið þann leik, leyfði maður sér að líta á Villa sem skyldusigur. Í báðum leikjum kom liðið á óvart. Ef þeir hefðu tapað fyrir West Ham og unnið Aston Villa hefðum við bara yppt öxlum og hugsað um næsta leik. En af því að þeir unnu erfiða leikinn og voru svo kærulausir á heimavelli var áfallið mikið og í kjölfarið hafa menn látið ýmislegt flakka í hita leiksins.

Paul Tomkins er að jafna sig á veikindum og er farinn að láta aftur að sér kveða á heimasíðu sinni. Hann skrifaði góða grein í gær sem er opin öllum. Hann spyr einfaldlega, hvað er Brendan Rodgers? Þá meinar hann, er Rodgers bjargvættur Liverpool, heimsklassastjóri, miðlungsstjóri eða eitthvað annað? Hvað er hann? Tomkins vill meina að við einfaldlega vitum það ekki ennþá og það er erfitt að vera ósammála honum.

Rodgers er ungur stjóri og hann hefur þurft að finna fótfestu í einu erfiðasta þjálfarastarfi Evrópu, og það hratt. Hann hefur gert mistök á leiðinni en líka góða hluti. Þegar hann gerir góða hluti er það augljóslega af því að hann er góður stjóri en það er erfiðara að meta mistökin; hvaða mistök koma til af því að hann er óreyndur og þarf að læra af reynslunni? Hvaða mistök koma til af því að hann er ekki nógu góður stjóri? Það er erfitt að meta slíkt og það er ómögulegt að ætla að meta einhvern vöxt og þroska hjá ungum þjálfara á aðeins hálfu tímabili.

Það er óvissan sem er að gera út af við okkur. Ef Rodgers hefði öflugri ferilskrá annars staðar, eins og t.d. Rafa Benitez og Gerard Houllier höfðu þegar þeir komu til Liverpool, væri auðveldara að anda aðeins rólega þetta fyrsta tímabil. En með Rodgers er alltaf þessi rödd fyrir aftan eyrað sem spyr, hvað ef hann er ekki bara reynslulítill heldur hreinlega ekki nógu góður? Ef hann er goðsögn í mótun er þetta tímabil honum og okkur ómetanlegt til lengri tíma, en ef hann hefur ekki það sem til þarf erum við að sóa tímanum með hann við stjórnvölinn.

Að mínu mati er engin leið að meta slíkt strax. Við einfaldlega verðum að gefa honum tíma, leyfa honum að gera mistök og ekki síst gefa honum tækifæri á að leiðrétta þau mistök, bæði á æfingasvæðinu og í næstu 1-2 leikmannagluggum. Hann byrjaði tímabilið með örþunna framlínu, Lucas meiddan, missti dýrasta sóknarmann sumarsins í fótbrot, fékk þrjú efstu lið síðustu leiktíðar í heimsókn í fyrstu þremur heimaleikjunum, hefur þurft að díla við gríðarlegt fjaðrafok í kringum sinn besta mann og ofan á þetta allt saman þurfti hann að vera stjarnan í heimildarþáttaröð um liðið. Þetta gat vart verið erfiðara fyrir hann og ef við ætlum að fara að kasta honum fyrir borð í desember, eftir fjóra mánuði, þegar hendur hans voru bundnar af öllu ofantöldu og hann hefur ekki einu sinni fengið janúargluggann til að laga mikið af þessum vandamálum? Þá erum við ekki sá snjalli stuðningshópur sem við höldum að við séum.

Ég hef ekki hugmynd um það hvort Rodgers er maðurinn sem við þörfnumst að hann sé. Það veit það enginn ennþá. En ég veit að það er ekki heil brú í að ætla að komast að þeirri niðurstöðu, af eða á, á þessum tímapunkti. Hann er ungur stjóri og þarf að fá að gera mistök. Liðið hans er ungt og fáliðað og það þarf að fá að gera mistök líka. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort mistökunum fækkar. Og þá munum við ákveða okkur. Ekki núna.

71 Comments

  1. Það er hárrétt sem Tomkins bendir á að það er reynsluleysi hjá öllum sem taka ákvarðanir hjá Liverpool. Þar af leiðandi er kannski ekki rétt að fara að gera sér miklar vonir um janúarglugglann. En Tomkins bendir einnig á ýmis mistök hjá Rodgers bæði í leikmannakaupum og taktískt séð.
    Þá er varla hægt að segja að hópurinn sem hann hefur úr að moða sé neitt slor. “In 2012 prices, Liverpool have been fielding the 4th most expensive side in the Premier League in 2012/13, and that doesn’t include record signing Andy Carroll.”
    Svo hvað er Rodgers? segir Tomkins. Ég sé ekki betur en að hann sé hægt og bítandi að missa trúna á Rodgers.
    Hann bendir á að ef það eru keyptir inn fjórir landliðsmenn á sama tíma verði að vera hægt að gera ráð fyrir því að minnst einn eða tveir þeirra skili sínu strax frá byrjun.
    Auðvitað geri Rodgers sín mistök eins og allir framkvæmdastjórar en hann verði að gera meira úr þeim efnivið sem hann hefur í höndunum.
    “So, what is Brendan Rodgers? All I can say for certain is that he’s a good young manager, but one whose only successes in the game were getting Swansea promoted and seeing them to a respectable 11th in 2011/12. The CV, however, provides little comfort in times of crisis.

    Some of his critics feel that rather than be the real deal, he talks himself up too much; a kind of football salesman, dazzling us with advertising when the product fails to live up to the hype. But then who’d want a manager who didn’t believe in himself or transmit an air of confidence and authority? But the walk has to match the talk.

    That said, he seems to have the potential to be a great manager, and he’s on a steep learning curve at Liverpool; if he improves quickly enough (and I don’t mean immediately), then great, but patience can’t stretch forever. Right now, he deserves time to get things right. How much time? Well, the length of a piece of string springs to mind.”

  2. Veit að menn er allveg brjálaðir núna eftir þetta hræðilega tap en ég er á þeirri skoðun að hann sé til lengri tíma litið magnaður þjálfari skulum ekki gleyma hversu mikið rugl er búið að ganga á hjá okkar ástkæraliði erum með einn sóknarmann samt hefur þetta gengið þokkanlega og liðið að spilla flottan bolta og hann hefur bjargað leikjum með sniðugum breytingum oft snema í leik hann er ekki vitlaus það er á hreinnu vonandi fær hann að versla eitthvað af viti í jan þá kannski kemur stöðuleiki á liðið skulum ekki missa okkur í svartsýni við vissim hvað þetta yrði erfittt getum ekki endalaust bara rekið menn við erum ekki chelskí! Go Liverpool!

  3. Ég er ekki viss um að við höfum tíma til að bíða eftir því að Rodgers læri fagið. "Hann hefur bjargað leikjum með sniðugum breytingum"!! kemur þá á móti þeim leikjum sem taktíkin hefur verið út úr kú. Tomkins nefnir nokkur dæmi. Vandinn virðist sá og mér sýnist Tomkins hafa komist að sömu niðurstöðu að hugsanlega hafi verið gerð stór mistök. Allir tala um reynsluleysi eigendanna, reynsluleysi stjórnendateymsins og hugsanlega gerðu þeir afdrifarík mistök í reynsluleysi sínu að ráða Rodgers sem framkvædastjóra. Að koma Svansea upp um deild og halda þeim þar er svo sem ekki uppskrift fyrir kraftaverk. Að ætla að hleypa honum svo lausum á leikmannamarkaðinn eftir þá feila sem hann hefur gert þar hjómar dálítið skerí.

  4. Frimmi, það er einmitt innslagið í pistli Tomkins (og mínum) að það er allt of snemmt að komast að niðurstöðu. Þú getur ekki túlkað pistil hans svo að hann sé að komast að einni eða neinni niðurstöðu. Við verðum einfaldlega að bíða með að meta Rodgers.

  5. Jose Mourinho sagði:
    – Þegar liðið tapar er það mér að kenna. Af því að ég undirbjó liðið eða liðsmennina ekki rétt eða valdi ekki réttu einstaklinganna.
    – Þegar liðið vinnur: vinna allir þá hafa allir gert vinnuna sína.

    Stuttur tími 4 mánuðir hver veit?

    Liverpool er með ansi þunnan hóp og hefur þurft að treysta á unglinga og “gamlingja” þetta tímabil. Brendan að kenna ?
    Gerrard skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma um helgina. Persónulega er ég mikill ádáðandi SG en mér finnst hann hafa virkilega undir pari.
    Suarez er lagður í einelti en samt eru allir samfærðir að hann sé leikari, meira segja er maður farinn að heyra púlara syngja Suarez ef einhver hendir sér í jörðina.
    Hann rífur kjarft eins og hann fái borgað fyrir það. S.b. Gul spjöld
    Pepe Reina slakur ? 3 mörk um helgina hægt að skrifa á vörnina og miðju en maður setur alltaf spurningar merki við Pepe?
    Vörnin: Daniel og Martin hafa oft á tíðum átt góðar rispur en nú er eins og allt mígleki. 5 mörk í tvemur leikjum ? Má vera skiptingar á köntunnum? Eða varnarmiðjumaður Lucas að koma úr meislum og ekki allveg kominn á ról?

  6. Sælir félagar

    Fullkomlega sammála KAR. Að ætla að reka nýjan stjóra eftir 4 mánuði er algjör firra. Við eigum ekki að taka þátt í svoleiðis bulli.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Kristján Atli ég er ekki að krefjast þess að Rodgers verði rekinn – af og frá. En ég hef mínar efasemdir um þessa ráðningu rétt eins og Tomkins hefur. Það er alveg augljóst á greininni að svo er.

  8. Veit ég er rispuð plata.

    Umræða Tomkins á öll rétt á sér. En stóra spurningin snýr að FSG – ég ætla ekki að skrifa pistil um þá en vona að það sé ekki stórt þráðrán að taka þá meira inn í umræðuna hér.

    FSG þekkja ekki knattspyrnuna sem íþrótt. Ian Ayre útskýrði reglurnar í Carling Cup úrslitaleiknum fyrir þeim Warner og Henry jafnóðum. Í lok leiks var farið með myndavélar inn í búningsklefann (að amerískum sið en hefur aldrei verið gert í Englandi fyrr eða síðar) þar sem þeir böðuðu sig í kampavíni og þökkuðu Comolli, Dalglish og Clarke fyrir “the amazing feat of steading the ship at such short time”.

    Sex vikum seinna ráku þeir Comolli. Öðrum sex vikum seinna ráku þeir Dalglish og svo viku eftir það ráku þeir Clarke (gegn vilja Rodgers). Gengu framhjá loforði til Pep Segura um stöðuhækkun sem varð til þess að hann hætti.

    Svo kom Henry í viðtal í haust og sagði að CL sæti væri ekki möst, því að verkefni Rodgers væri “to steady the ship”. Eftir leikmannagluggann kom þetta bréf:

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/john-henry-s-open-letter-to-fans

    Lesið það. Glugginn gat alls ekki verið “failure” og snerist alls ekki um að “cutting costs”. Nokkur target voru á ratsjánni undir lok gluggans. Í Being Liverpool talar Ayre um “we only missed out on one transfer target during the summer”. Clint Dempsey væntanlega og svo síðasta daginn var tékkað á einhverju þegar það var að detta út.

    Ein ástæða þess að glugginn var svona lélegur er að það var búið að reka alla yfirstjórn klúbbsins á síðustu mánuðum!!!

    Lítið aftur á viðtölin eftir Carling Cup og svo “steadying the ship” bull Henry í haust. Þeir rugguðu þessum bát aftur í vor og fóru inn í sumarið með yfirmenn og þjálfarateymi fullkomlega óreynt í því að stjórna stórum klúbb.

    Það að kaupa ekki Gylfa og hækka ekki tilboðið í Dempsey voru ekki fatal vitlausar ákvarðanir kannski, en það er fatalt vitlaust að ráða nýjan reynslulítinn stjóra og fara ekki að óskum hans.

    Því miður er nútíminn kominn með alls konar flækjur í stjórnunarháttum íþróttafélaga. Umboðsmenn, DoF, lögfræðiteymi í samningsmálum og geðbilaða gula pressu.

    Stærstu mistök Rodgers skrifast auðvitað á reynsluleysi. Hann er klárlega mjög góður þjálfari á æfingasvæðinu og stendur fast á sínu.

    En á meðan að hann er með leikmannahóp sem hefur ekki efni á að hvíla 18 ára strák einn leik og þarf að setja Joe Cole inná til að blása inn sigurmörkum þá er það óraunhæft að reikna með að sá nái hærra en það sæti sem við höfum verið í.

    Og þegar við verðum í 6. – 8.sæti fjórða árið í röð í vor þá vonandi átta FSG sig á að með sama áframhaldi mun LFC tapa sinni alheimsstöðu. Í dag sér maður fullt af krökkum í Manchester City búningum.

    Ekki út af því að þeir ná langt í CL. Heldur það að þeir vinna flesta leiki sem maður horfir á og lyfta bikurum reglulega.

    Eins og Tomkins segir, Rodgers verður ekki hægt að dæma fyrr en eftir 1 – 2 leikmannaglugga. FSG fá falleinkunn fyrir síðustu tvo í minni bók og nú þurfa þeir að sýna ýmislegt.

    Því eins og ég hef smjattað á hér í allt haust er að ég held að þeir reki Rodgers í maí ef við verðum á því róli sem við erum á núna, búi til nýjan bullblaðamannafund, froði um framtíð og slái ryki í augu okkar.

    Það vitlausasta sem er til er að haustið 2013 verði fimmti framkvæmdastjóri LFC á fimm árum við stjórnvölinn og þá að vinna með leikmenn sem Benitez, Hodgson, Dalglish og Rodgers keyptu. Hver og einn og einasti út frá sínum leikstíl!!!

  9. Sælir,

    Góð grein um Rodgers og réttar vangaveltur í gangi. Ég skil samt ekki umræðuna með þennan janúarglugga. Við getum ekki búist við því að neitt gerist þar. Í fyrsta lagi vill engin hoppa um borð í sökkvandi skútu bara að því að Liverpool er/var stór klúbbur a.m.k. ekki leikmaður sem telst í heimsklassa. Við fáum í mesta lagi leikmenn á borð við Borini sem eiga eftir að sanna sig og er ég farinn að missa trúnna á að Liverpool geti keypt svoleiðis leikmann sem blómstri síðan. Samanborið við önnur lið: C. Ronaldo, Fabregas, Oscar hjá Chelsea.

    Það þarf eitthvað að gerast í deildinni svo að einhver leikmaður sem við teljum nægilega góðann komi.

  10. Gleymdi því að Rodgers talar um það núna í hvert sinn að verið sé að vinna í gegnum “straumlínulögun” klúbbsins og þess vegna sé ekki hægt að eyða miklu í leikmenn.

    Þess vegna kvíði ég janúar ennþá. Menn tala um að hafa eytt í einhverjar stjarnfræðilegar summur í þrjá leikmenn. Vissulega voru Downing, Carroll og Henderson dýrir í innkaupum og við vitum út af hverju summan þeirra var há. En þeir eru enskir flestir og það er ávísunin á háan innkaupverðmiða en allt önnur launakjör.

    Ef við skoðum þau lið í kringum okkur sem við viljem vera að keppa við, United, City, Chelsea og Tottenham þá er morgunljóst að við munum þurfa að kaupa menn í þessum verðflokkum. Finnst einhverjum t.d. David Luiz hafa staðið undir nærri 30 milljón punda verðmiða? David De Gea með sínar 19 milljónir og við getum alveg fundið fleiri svona nöfn.

    Ef að Liverpool ætlar í alvöru að halda uppi þeirri stefnu sem þýddi að Gylfi og Dempsey voru of dýrir, þá hef ég áhyggjur…..það er bara svoleiðis!

  11. Góður pistill, sammála mönnum um að það er of snemmt að dæma Rodgers.
    Það verður samt að viðurkennast að Rodgers eyddi ekki þeim litla pening sem hann fékk í sumar vel, bara alls ekki. Ýmsa framherja hefði t.a.m. verðið hægt að fá til Liverpool fyrir svipaða upphæð og Borini í allt öðrum og betri klassa. Asaidi getur ekki blautan og Allen er í besta falli miðlungsleikmaður.

    Beiing Liverpool, tree envelopes og framv var barnalegt bull, allt tal um annað sæti var enn barnalegra bull og margt annað hefur því miður ekki verið til þess að auka traustið á okkar unga framkvæmdastjóra.

    Svo situr dálítið skítabragð í munninum á mér varðandi FSG, hef ekkert álit á þeim fírum, held þeim sé alveg sama um klúbbinn og það sem verra er, ég held þeir eigi andskotan enga peninga ef svo undarlega vill til að þeir taki upp á því að vilja gera eitthvað.

    Var Rodgers ráðinn af því hann er talinn gríðalega efnilegur stjóri eða var hann einfaldlega eini kosturinn í stöðunni, eini aðilinn sem var tilbúin að koma til liðs sem gerir miklar kröfur um árangur en hefur ekki bolmagn til að elltast við alvöru leikmenn.

    Það sýnir best hvað við erum dottnir langt á eftir fremstu hrossunum að maður er bara spenntur þegar við erum orðaðir við framherja Chelsea sem kemst ekki í lið Chelsea þótt þeirra eini aðri framherji hafi verið að kúka upp á bak mest alla leiktíðina.

    En hvað um það, vona að Rodgers finni taktinn og reynist alvöru maður, guð veit að hann getur talað og svo má FSG stinga þessu rugli öfugu ofan í mig og styrkja liðið almennilega með alvöru mönnum í jan.

    Ef ég á að giska þá reynum við við Sturridge en klúðrum því út af því hann vill spila fyrir miðju og vill laun fyrir sína vinnu, okkur tekst svo ekki að losa um Downing og Cole og drullum bara áfram upp á bak á leikmannamarkaðnum í jan.

    Sjaúm til, please prove me wrong FSG.

  12. Það er auðvelt að gagnrýna knattspyrnustjóra og benda á einstaka afleiki, sérstaklega eftir vonbrigðaleiki. Liverpool aðdáendur og eigendur geta ekki leyft sér að kasta stjórateningnum á hverju ári. Liverpool klúbburinn þarf á langtímaplani að halda og standa við það.

    Rodgers hefur útskýrt mjög vel hvernig bolta hann vill spila, hann er með langtíma markmið. Hann hefur einnig sýnt fram á að hann getur breytt leikmönnum og fengið þá aftur í gang (Enrique, Glen og fleiri yngri leikmenn). Hann hefur einnig náð að kreista stig úr leikjum með réttri taktík.

    Ég er sammála Tomkins í þessu:

    ” I feel that the way that Liverpool now play is conducive to gradual improvement rather than gutless stagnation.”

    Klúbburinn verður að fara eftir einhverju plani að gradual improvement því töfralausnir eru allajafna ekki í boði (nema menn vilji Mancity/Chelsea módelið)

  13. Það er jafnslæmt fyrir sjálfstraustið að hafa hvorki markaskorara til að koma liðinu yfir eða að hafa markmann til að koma í veg fyrir að liðið lendi undir. Hjá Hodgson var Torres í tilvistarkreppu, hjá Dalglish var Suarez upptekinn að skjóta framhjá meðan Carroll var meiddur. Hjá Brendan hefur Suarez lagast en fær hjálp núna frá 17 ára 3 barna faðir ( er von að maðurinn þurfi á hvíld að halda). Enginn stjóranna hefur getað notið þess að sóknarleikurinn gangi sæmilega vandræðalaust og allir hafa þurft að horfa upp á það að hafa Reina á milli stanganna sem fær jafnvel hörðustu stuðningsmen upp í sófa til að skjálfa ef andstæðingur kemst yfir miðju.

    Núna stendur yfir glerja og dósasöfnun til að safna fyrir sóknarmanni og gengur söfnunin vel og eru bjartir tímar framundan.

  14. Maggi, mér finnst óþarfi að lesa of mikið í það sem Rodgers og FSG segja um eyðsluna í janúar fyrir fram. Þeir hafa áður lofað engu og skilað miklu (Suarez/Carroll) og einnig lofað miklu en skilað litlu (sumrin 2011/2012). Eins er vitlaust að viðurkenna að menn eigi fullt af peningum.

    Mér er slétt sama hvað þeir segja við fjölmiðla fyrir, á meðan og á eftir þennan glugga. Ég ætla ekki að dæma þá út frá orðum þeirra heldur bara að sjá hvaða gjafir komu í skóinn 1. febrúar 2013. Þeir mega segjast vera eins blankir og þeir geta mín vegna eins lengi og það er bara póker og menn vilja ekki láta uppi að þeir ætli að eyða. En þeim er hollara að eyða og styrkja hópinn í janúar, annars verður allt vitlaust. Ekki bara heima hjá mér heldur á Merseyside líka grunar mig.

  15. Ágætu félagar. Við eigum ekkert val. Við verðum bara að treysta BR. Það er í raun gersamlega út úr korti að vera jafnvel að hugsa um á þessum tímapunkti að skipta um þjálfara. Come on! Liðið er svo sannarlega í mótun og langt, langt frá því að vera á þeim stað sem við viljum að það sé á. Við bara verðum að vera þolinmóðir. Þetta mun taka að lágmarki 2 – 3 ár.

    Flestir hérna eru sammála um að við séum að spila mun skemmtilegri fótbolta en undanfarin ár þó töluvert skorti upp á gæðin á síðasta vallarfjórðungnum. Ég er kannski farinn að hljóma eins og rispuð plata, en eru menn búnir að gleyma því í hvaða stöðu klúbburinn var í þegar G&H stigu frá borði? Í raun gjaldþrota. Menn verða að meta stöðuna út frá þessari staðreynd. Haldið þið í alvöru að það að henda Dalglish út og fá Rodgers inn breyti stöðu kúbbsins fótboltalega séð á einu keppnistímabili. Think again og farið að taka inn raunveruleikatöflurnar ykkar. Þetta eru auðvitað áhugaverðar pælingar Tomkins en hann er þrátt fyrir allt þeirrar skoðunar að við verðum að gefa BR tíma. Ég get ekkert frekar en aðrir hérna fullyrt að hann muni ná að rífa klúbbinn upp og koma honum á þann stall sem hann á heima á en ég ætla sko sannarlega að leyfa mér að vona það.

  16. Það er alveg ljóst að það breytir engu þó Rodgers verði rekinn og annar tekur við. Það er enginn að fara að ná árangri með þetta lið. Sóknarlínan hjá liðinu er bara fáránlega veik enda liðið bara búið að skora 23 mörk í þessum 17 leikjum sem búnir eru sem reyndar aðeins betra en í fyrra ef ég man rétt. Það er síðan annað fyrst sóknarlínan er ekki betri en þá þarf varnarleikurinn að vera mikið betri og það er það sem ég hef líka töluverðar áhyggjur af. Það virðist nefnilega vera eina ráð Rodgers að halda boltanum nógu lengi til að hitt liðið skori ekki því flest lið sem spila á móti Liverpool þurfa bara eina til tvær sóknir til að skora.

    En það þarf meiri möguleika í framlínuna. Það þarf ekki að kaupa fleiri miðjumenn í þetta lið. Horfum bara á toppliðið í deildini þeir eru með í besta falli sæmilega miðju en með frábæra sóknarlínu þar sem þeirra 4 sóknarmaður (Welbeck) kæmist nokkuð auðveldlega í Liverpool. Sóknarmenn og þá sóknarkanntmenn er það sem liðið þarf mest á að halda. Síðan væri gott ef Rodgers næði nú að aga varnarleikinn þannig að það þurfi nú meira en eitt skot á mark til að skora mark gegn Liverpool.

  17. Að kenna Rogers um ástadið er eisog að kenna vinstri stjórninni um hrunið, samt virðast alltaf enhverjir vera til í gera það. það að halda með liverpool þessa dagana er svipað og að vera með geðhvarfasýki, hátt uppi eina stundina og langt niðri þá næstu. það er stöðuleiki sem skortir og hann kermur ekki án leikmanna með reynslu.

    annars finnst mér þetta hafa skálnað mikið og þrátt fyrir fall um þessa helgi þá lítur liðið mun betur út en í byrjun nóvember, en allt tal um evrópudeildarsæti er lagsótt, það var vitað strax eftir að leikmannaglugginn í sumar lokaðist, þú nærð ekki top 4 með einn striker.

  18. Flott grein hjá Tomkins og alveg í takt við það sem margir eru að hugsa, þar á meðal ég. Rodgers er ungur og á alveg eftir að sanna sig, það ætti öllum að vera ljóst. Fyrsta verk hans á langri leið sinni til að sanna getu sína sem stjóri þessa elskulega liðs er að standa í lappirnar gagnvart eigendunum þegar kemur að leikmannakaupum, þ.e. gera kröfu um peninga til að styrkja liðið og auka breiddina.

    Áður en hægt er að dæma um hæfileika hans sem framkvæmdastjóra þarf Rogers að fá að kaupa inn þá leikmenn sem hann langar í og passa inn í leikkerfi hans. Að því sögðu verður mjög spennandi að sjá hverjir verða keyptir í janúar (ef einhverjir verða keyptir yfir höfuð). Það blasir við öllum sem vit hafa á fótbolta að meiri gæði og breidd vantar í sóknarleik Liverpool. Tímabilið 08/09 þegar Liverpool var bara 5 stigum frá því að vinna deildina skoruðu 3 leikmenn 12 eða fleiri mörk í deildinni og einn var með 8 mörk. Eins og staða er í dag bendir allt til þess að einungis einn leikmaður skori yfir 10 deildarmörk þetta tímabilið. Þetta verður að laga annars fer ílla.

  19. Rodgers fékk að kaupa inn leikmenn og hann tók ákvarðanir um að losa sig við leikmenn. Meðal annars leikmenn sem hafa gert töluvert af því að skora mörk undanfarin ár.

    Gengu framhjá loforði til Pep Segura um stöðuhækkun sem varð til þess að hann hætti.

    Eitt af því sem FSG vildu gera og töluðu um var að ráða Director of football auk knattspyrnustjóra. Brendan Rodgers þvertók fyrir það þrátt fyrir yfirlýsingar eigenda.

    Mér finnst alveg merkilegt að Rodgers, stjóri með ekki meiri reynslu, hafi getað sett slíkt skilyrði. Hefði getað skilið það ef um reynslubolta með glæstan feril væri að ræða.

    Meðal þeirra sem voru orðaðir við þá stöðu var Pep Segura .

  20. Ég held að Brendan sé alveg örugglega góður framkvæmdastjóri. Það er frábært að sjá hvernig hann gefur ungu vonarstjörnunum okkar tækifæri. Ég er einnig á því að góð þjálfun hafi komið leikmönnum, t.d. Enrique, Henderson og jafnvel Downing til að spilar miklu betur nú en áður. Hann er einnig góður í fjölmiðlum svona yfirleitt. Hann talar ávallt af virðingu um leikmenn sína og einnig andstæðingana. Mér finnst fótboltahugmyndafræðin hans einnig til mikillar fyrirmyndar. Í mínum huga er engin spurning um að Brendan er kominn til að vera mörg ár á Anfield.

    Það þýðir samt ekki að okkar maður sé gallalaus en þeir gallar skrifast, að mínum dómi, fyrst og fremst á reynsluleysi ekki skorti á hæfileikum. Munum að reynslan kemur örugglega með tímanum en hæfileikarnir ekki. Eitt af því sem gæti verið vandamál í augnablikinu er hvernig gamalgrónustu stjörnurnar eru að spila þessa dagana. Gerrard er vissulega enn góður leikmaður en ég samt á tilfinningunni að Brendan nái ekki að mótivera kappann. Í leiknum gegn Villa steig enginn upp og öskraði og hamaðist á yngri leikmönnunum. Gerrard á að sinna þessu hlutverki að mínum dómi. Annar leikmaður sem enn er góður spilari en kraftaverkin sem áður einkenndu hann eru víðs fjarri. Hér á ég við okkar ástkæra Pepe Reina. Það er í rauninni ekki við Reina að sakast því skotin voru mjög góð en samt er ég viss um að fyrir 3-4 árum hefði hann tekið eitthvað ef þessum skotum. Gerrard og Reina eru algörir lykilmenn hjá LFC og Brendan virðist ekki ná til þeirra á sama hátt og yngri leikmannanna og virðist heldur ekki tilbúinn að sýna í verki til hvers er ætlast af þeim.

  21. Spurningin ætti frekar að vera ” Hvað er FSG, sem eigendur LFC”. Ég er langt frá því að vera sannfærður um að þeir séu “réttir” eða góðir eigendur Liverpool football club.

  22. Yndislegt ad fa thennan pistil nuna eftir svekkelsi helgarinnar. Ekkert osvipad og ad vera i spreng i fimm tima og loksins getad hleypt ur.
    Eg hef gridarlega mikla tru a BR en thessi urslit um helgina voru min fyrstu svekkelsi med hann sem thjalfara. Eg er thess fullviss ad svona rugl gerist ekki i nainni framtid.
    Thad eru an vafa margir verri kostir til en ad hafa BR i thjalfarasætinu, eg tel tad alveg øruggt!

  23. Hef ekki hugmynd um hvort BR er godur eda slæmur stjori….Enn hann ætti stundum ad hugsa adur enn hann talar vid fjølmidla.

  24. Þetta lið er hvorki gott né slæmt. En það er bara ekki nægilega gott frammi til þess virka í leikstíl Rodgers. Frá sóknarmiðjumanni og útá kantana. Ef einn af Johnson, Agger, Lucas, Suarez, Skrtel og kannski Allen og Enrique meiðast eða eru ekki 100% þá erum við ekki í góðum málum.
    Ég veit ekki hvort að eigendurnir hafi gert sér grein fyrir því hvað þurfti að gerast í sumar til að gera Rodgers og liðinu auðveldara fyrir til þess að ná árángri.Í seinasta leik sá ég 18 ára strák sem er annaðhvort of þreyttur eða of reynslulaus til þess að vita hvað hann ætti að vera gera þarna.
    Annan miðherja á kantinum sem á alls ekki að vera á því svæði enda var hann á miðjunni mestallan fyrri hálfleik þangað til að bjargvættinum Cole var skipt inná til þess að laga uppstillinguna, Rodgers hefur líklegast ekki getað treyst neinum öðrum til þess að gera það.
    Það kemur sennilegast í ljós í janúar hvort þeir nái því að þarf líklegast að kaupa einn framherja á kantinn svo þetta endi ekki með ósköpum. Þar að segja ef markaðurinn fyrir honum sé bara nokkuð hliðhollur Liverpool í þessum glugga kannski var hann það ekki heldur í sumar. Annaðhvort eru menn of dýrir með of háar launakröfur eða vilja hreinlega ekki koma til liðsins.
    Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að Rodgers fái ekki raunsæan tímaramma eða efnivið til þess að takast það sem hann ætlar sér. Reyndar hef ég meiri áhyggjur af stuðningsmannahópnum.
    Hann er svo tvístraður að ég er eiginlega hættur að nenna fylgjast með þessu af krafti. Þetta virðist bara vera endalaust skítkast á einn eða annan leikmanninn sem þeir halda að hafa ekki staðið sig eða Rafa Benitez, Kenny Dalglish eða Brendan Rodgers.
    Þessir Liverpool pennar eru ekki að hjálpa til við þetta, þessir Times félagar eru byrjaðir að skerpa hnífana og geta ekki beðið eftir að við töpum tveimur í röð til þess að stinga þeim í Rodgers. Þeir koma með upplýsingar af og til og eitra andrúmsloftið enn frekar því að stór hluti stuðningsmanna lesa það sem þeir skrifa, þar á meðal ég.
    Seinasta dæmi var viðtal við Comolli þar sem þeir stungu inn einhverju sem Rory Smith hafði skrifað fyrir sex mánuðum síðan þar sem Comolli talaði um Henderson. Þeir lauma inn að við hefðum valið Henderson í staðinn fyrir Mario Götze án þess að benda í neinar heimildir. Annars hefði það sem Comolli sagði ekki verið neitt nýtt og mjög óspennandi.
    Paul Tomkins skrifar þessa grein útfrá því sem sjónarhorni sem Liverpool stuðningsmenn hafa þessa stundina og kannski en vonandi ekki klúbburinn nánast í heild sinni. Að enginn veit neitt um hvað er í gangi eða hvað eigi að gera.
    Ég ætla rétt að vona að næstu þrír leikir vinnist og nægilega góður liðsstyrkur verði keyptur í janúar. Allra vegna sem koma að þessum klúbb.
    Ef ekki þá legg ég ekki í það að lesa um Liverpool í langan tíma, nema kannski meira um sögu hans.

  25. BR verður aldrei topp stjóri.. kalt mat. Að segja ” Daniel Agger was superb today”, eftir að tapa 1-3 á mót AV.. Á ANFIELD !.. segir mér að hann sé í einhverjum karakter í þessum viðtölum og reyna að finna einhverja punkta til að geta sagt EITTHVAÐ ! Skítastjóri sem hefur ekki fundið lausnir þegar mest á reyndi…He´s in way over is head og ég efast stórlega að eitthvað merkilegt komi úr þessu janúarglugga… Eigendurnir eru í margra ára plani og halda að þeir geti byggt eitthvað án þess að kaupa stórt og ætla einnig að græða. Þetta er sorglegt, en því miður STAÐREYND. Við stuðningsmenn komum áfram til með að halda að eitthvað gerist þegar komið er hinum megin við hornið…(janúargluggar, nýtt season, nýir stjórar, nýir miðlungsleikmenn) … Við verðum áfram bjartsýnir en það er nákvæmlega ekkert sem gefur tilefni til þess.

  26. Ég er pirraður að Downing skuli ekki fá sjénsa á kantinum, hann er búinn að spila 2 leiki þar í vetur telst mér til. Það er hrópað og grenjað að það skuli ekki vera til leikmaður og Brendan fer í fjölmiðla núna og klórar sér í hausnum hvern hann getur notað á kantinum. Ókei Brendan er búinn að segja honum að hann eigi ekki framtíð og er að neyða hann frá félaginu. Þetta finnst mér ekki nógu gott og ég er ánægður að Tomkins sem er mesti já-maður í heimi þegar kemur að Liverpool er farinn að hafa efasemdir líka.

    Afhverju fór Brendan svona einkennilega með Enrique sömuleiðis? Henderson og Sahin hafa varla fengið leik heldur en Allen og Gerrard hafa spilað allar mínútur og eru dauðþreyttir skv. Brendan. Gerrard er á seinni hluta ferilsins og dró vagninn fyrir enska í sumarfríinu. Klárlega allt of þungur á sér á þessu tímabili en það virðist ekki skipta neinu máli.

    Auðvitað auðvelt að sitja hérna á klakanum og klóra sér í pungnum en það er bara mjög skrítið að fara með svakaplan í gang sem framkvæmdastjóri, og eiga svo í bullandi vandræðum með að framfylgja eigin plani.

  27. Tomkins er enginn mesti já maður þegar það kemur að Liverpool, heldur ákveðnum einstaklingum sem hafa starfað eða starfa hjá klúbbnum.

  28. Það er voðalega erfitt að ætla að dæma Rodgers á þessum stutta tíma og með þennan leikmannahóp.
    Við erum ágætlega mannaðir í flestum stöðum en það þarf auðvitað vinstri bakvörð ( hvar er Robinson ? ) og hálfa kippu af sóknarmönnum.
    Mér finnst þessi fótbolti sem að Rodgers er að reyna að hrinda af stað nokkuð góður og gaman að sjá að Liverpool eru ekki alltaf að elta hitt liðið og reyna að ná boltanum heldur erum við með flott possesion en það vantar ennþá töluvert upp á aggression frá miðjumönnunum okkar en frá hverjum ?
    Við eigum ekki nægilega góða leikmenn til þess að láta þetta kerfi ganga upp en vonandi verður veskið opnað í jan og hlutirnir lagaðir.

    Ég hef mikla trú á Rodgers og hans spilamennsku en hann þarf að fá menn sem hafa gæðin til þess að spila þennan fótbolta.

  29. Áhugaverðar pælingar en ótrúlega neikvæðar á köflum, a.m.k. í sumum commentum hérna. Setjið ykkur í stellingar og hugsið hvernig ofangreind umræða hefði orðið ef við hefðum unnið Villa um helgina. Værum þá komnir í 25 stig og í býsna góðum málum. Hér væri verið að tala um hvað BR hefði náð ótrúlega miklu út úr þessum unga mannskap o.s.frv. Framtíðin björt og bla bla bla. Einhverjir hefðu reynt að minna menn á að missa sig ekki í bjartsýninni en heilt yfir hefði umræðan verið örgandi jákvæð og allir í skýjunum.

    Ég veit að það þýðir ekki að tala endalaust um ….ef og …..hefði. Vissulega skít töpuðum við þessum leik en vorum búnir að vera á ágætis rönni fram að því. Finnst samt að umræðan megi vera uppbyggilegri og minna dramatísk. Tel að svona umræða stuðli frekar að neikvæðri pressu á liðið sem er jú vissulega svolítið viðkvæmt fyrir.

    Æi, kannski er ég bara einhver pollýanna en ætla mér að eiga gleðileg og njóta þess þegar liðið mitt halar inn stigum. Ætlið þið að horfa?

  30. Væri nokkuð vitlaust að fá þennan mann á free transfer? Lucio á lausu. Skiptir litlu þó hann sé orðinn pínu hægur.

    Rodgers gæti gert svipað og þegar Benitez fékk Pellegrini til Liverpool frá Valencia. Þessi maður hefur unnið HM, Meistaradeildina og marga deildartitla. Grjótharður og hokinn af reynslu sem hann gætu miðlað til ungu strákanna. Hefur alveg óþrjótandi sigurvilja og sjálfstraust sem margir liðsmenn Liverpool gætu lært mikið af. Fá hann svo sem varnarþjálfara er ferlinum lýkur.

    Annars er magnað að lesa afsakanirnar sem streyma nú frá ýmsum pistlahöfundum þessa dagana eftir 1-3 tapið gegn AV. Mestallt FSG að kenna og jafnvel farið að tala um að þeir ætli engu að eyða í leikmannakaup í janúar sem er algjör firra. Þetta eru oft sömu mennirnir og sögðu að gengi Liverpool myndi gjörbreytast við að Lucas Leiva kæmi inná miðjuna. Þegar það hefur ekki gengið eftir þá er það bara næsta afsökunin á listanum. Það er þegar þeir eru by default búnir að afsaka gengi Liverpool með hvað ekki sé hægt að keppa við hvað Man City, Chelsea og Man United í eyðslu í leikmannakaup.

    Staðreyndin er hinsvegar sú að Liverpool er í 3-4.sæti á nær öllum listum þegar kemur að launum og leikmannakaupum síðasta áratug. Það hefur sko ekki vantað peningana á Anfield undanfarinn áratug né undir stjórn FSG. Alveg nógu miklum peningum mokað í þetta lið til að gera alvöru atlögu að meistaratitlinum langþráða. Það er bara staðreynd.

    Er ekki kominn tími á að líti í eigin barm og viðurkenna að;

    1) Vörnin er rosalega mistæk. Höfum Enrique, Skrtel, Agger og Johnson sem geta allir skorað og skapað frammávið en hafa nær engan stöðugleika sem varnarmenn.

    2) Liðið okkar hefur nánast engan leiðtoga og tvístraðan hóp.

    3) Margir leikmenn í okkar liði eru með músarhjarta og höndla illa pressu og væntingar. Enda mikið keypt af enskum leikmönnum undanfarin ár.

    4) Það er mjög lítil reynsla og sigurhefð í okkar liði. Liðið er mjög ungt og þeir leikmenn sem hafa verið keyptir til að koma liðinu á hærra level hafa verið frá miðlungsklúbbum (Carroll, Downing, Allen, Henderson, Borini o.s,frv,)

    5) Stöðugleikinn er nánast enginn og við glímum við margra ára krónískan vanda við að vinna lítil vinnusöm lið sem verjast vel og beita skyndisóknum gegn okkur.

    Ég minni menn á að okkur bauðst heimsklassa knattspyrnustjóri í sumar. Luis Van Gaal var tilbúinn að koma til Liverpool en Brendan Rodgers var kosinn frekar útá sitt potential og minni væntingar. Margir hérna tala um að enginn gæti gert neitt meira með núverandi lið. Það er bara algjört bull. Vanur stjóri hefði tekið pressuna á sig persónulega í stað þessa Obama/Death by Football löfgjörðarblaðurs sem Rodgers hefur boðið uppá í allan vetur, slíkt blaður býður bara uppá ennþá meiri pressu og óvissu á unga leikmenn um hvað sé í vændum næstu ár. Vanur maður hefði ekki notað Gerrard, Allen, Sterling o.fl. svona mikið í upphafi leiktíðar með þeim afleiðingum að þeir eru algerlega búnir á því í dag. Vanur maður hefði notað undirbúningstímabilið í að koma þessu unga liði í topp líkamlegt form í stað stanslausra reitaboltaæfinga á æfingasvæðinu og implementað sínar áherslur hægar yfirá svona lítinn hóp. Rodgers er að taka rosalegar áhættur varðandi eigin feril með endalausum loforðum og gjörbreytingum á spilastíl liðsins (hann t.d. þvertók fyrir að hafa Director of Football sér til hliðsjónar, sem ýtti líklega Pep Segura frá Liverpool) Maður sem segist vera svo frábær að hann þurfi enga hjálp, má ekki krefjast töluverðs af slíkum einstaklingi?

    Vanur þjálfari hefði pottþétt heldur ekki látið bjóða sér þau fávitalegu vinnubrögð að láta Andy Carroll fara án þess að hafa tryggt sér annan striker áður, þar kom reynsluleysi og trúgirni Rodgers vel í ljós.
    Tilraunastarfsemi hans hefur heldur ekki virkað, það að hafa Downing í vinstri bakverði með Enrique á kantinum hefur hreinlega tapað stigum fyrir okkur frekar en að auka á sóknarþungan. Ég blæs því fyllilega að að annar og reyndari þjálfari hefði ekki getað verið mun nær topp 4 með þennan hóp, sérstaklega á leiktímabili þar sem velflest toppliðin í deildinni fyrir utan þau í Manchester-borg eru í verulegu basli.
    Ég bendi líka á að æðibunugangurinn við að koma Rodgers í stjórastólinn hrakti Clarke frá félaginu, mann sem er að gera frábæra hluti með WBA það sem af er leiktíðar með brotabrot af þeim peningum sem Liverpool hefur til ráðstöfunar ár eftir ár.

    Á móti sýnir Rodgers að hann getur mótiverað leikmenn og gert þá betri. Það hefur greinilega sést á Suarez og framförunum sem t.d. Enrique sýndi er leið á veturinn. Maðurinn hefur unnið náið undir Jose Mourinho og kynnt sér í þaula þjálfunaraðferðir Barcelona, svo hugmyndafræðin og leikkerfið er mjög módern og gæti gefið Liverpool forskot. Fái hann mjög gott lið í hendurnar þá er vel mögulegt að hann sé nógu óttalaus til að leiða Liverpool í toppbaráttu. Þangað til við vitum hvort hann sé the real deal eða bara kjafturinn þá getum við bara beðið. Það sem við höfum fengið að sjá hingað til er hinsvegar að mínu mati alls ekki nógu gott.

  31. Vilja menn ekki gefa Lucas séns á að komast í leikform áður en þeir leiða hann til slátrunar, það sjá það allir vitibornir menn/konur að hann verður að fá smá tíma til að sýna sitt besta á ný þar sem að hann hefur verið frá meira og minna í rúmlega ár !!!!

    Þeir sem halda því fram að Clarke hafi verið rekinn/hrakinn frá klúbbnum þyrftu nauðsynlega að hressa uppá minnið. Clarke var boðið að halda áfram hjá klúbbnum en hann afþakkaði það sjálfur af virðingu við Kenny.

  32. í sumar var umræðan: Við erum með besta unga stjórann í heiminum og hann skrifaði 180 bls bók um hvernig á að spila tiki taka og við erum með besta unglingastarfið í heiminum og allir sem koma upp úr því eru næstu Messi!

    Þessi umræða er þögnuð. Þeir sem koma upp úr unglingastarfinu eins og Sterling munu fara til man.utd eða vera svo lélegir að það er ekki hægt að nota þá. Og við viljum kaupa Tom Ince aftur, á 12 földu verði. (tekur ofan hatt sinn fyrir eigendum LFC ef af verður).

    Að LFC vinni eitthvað af vitu næstu ár: nei! Að bestu leikmenn okkar verði næsta haust: nei! Að eitthvað verði keypt í janúar: já en það verður Bent eða Kevin Davis frá Bolton. Eitthvað sem kostar ekki neitt og kann ekki að stafa fótbolti, hvað þá heldur spila fótbolta.

    En konan mín er ánægð, ég nenni að fara í IKEA á laugardögum og sunnudögum og dytta að húsinu og byrja að elda mat snemma og skreytti allt fyrir jólin á miðviku og þriðjudögum af því að liðið verður aldrei oftar í CL.

    Hnignun Liverpool gerir eitt og annað fyrir hjónaband mitt. En ekki neitt annað.

  33. Voðalega eru menn svartsýnir, vissulega var ég brjálaður yfir þessum leik og skildi ekki hvaðan þessi spilamennska kom. (Vanmat). En að reka þjálfara eftir 5mánaða starf er bull og vitleysa. Stuðningsmenn Liverpool þurfa að anda með nefinu, horfa á leikmannahóp liverpool með réttum augum og dæma hvaða sæti er raunhæft fyrir liverpool. Ef Liverpool hefði mannskap í það að vera í toppbáráttu, þá vildi ég líka losna við Rogers en staðan er svo langt frá því.

    Vissulega vilja allir fara í meistaradeilina og fá heimsklassaleikmenn til liðsins en raunin er ekki bara ekki sú. Við getum fengið alla bestu þjálfara í heimi en til að ná árangri þarf leikmenn sem geta komið liðinu þar sem það á heima. Vissulega í sumar vildi ég stærra nafn sem þjálfara Liverpool og hugsaði stöðugt um Klopp. Hann byrjaði að koma liðinu í 7sæti á fyrsta tímabili, kom með sínar hugmyndir um leikstíl og hvernig hann vildi sjá liðið spila. 7sæti! Menn trúðu á hann og hann kom sá og sigraði. Hann var ekki rekinn eftir 5mánuði eins og sumir vilja hér.

    Ég vill allavega gefa honum tækifæri á því að búa til sinn eigið Liverpool lið og bið til Fowler að FSG standi þétt við bakið á honum næstu tvo glugga. Brendan Rogers Y.N.W.A.

  34. Auðvitað vilja menn ekki reka BR, held að við flestir séum komnir með nóg af stjóraskiptum i bili. Það sem ég vill sjá er að FSG láti nú verkin tala, en ekki froðusnakkast bara í fjölmiðlum. Verður kannski næsti raunveruleikaþáttur um leit Liverpool að leikmönnum fyrir tottenham ?

    Ég vill action á leikmannamarkaðnum, ekki bara yfirlýsingar í fjölmiðlum !

  35. Mér finnst að allir hafa enga trú á FSG, mér persónulega finnst að ef þú kaupir fótboltafélag þá er það ekki bara útaf því þú átt nóg fyrir því. Mér finnst brendan rogers vera ágætis kostur fyrir okkur (þetta er alltaf svona eftir tapleik, svartsýni og viðbjóður, en þegar við vinnum í næstu viku erum við allt í einu voða vongóðir og graðir, hehe). Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu langan tíma þetta mun taka (1-2 ár, jafnvel 4 ár). Ég vona bara að janúar komi með eitthvað sem mun styrkja liðið en ekki koma þeim BEINT í 4 sætið. (þó svo að það væri auðvitað mjög gott, jafnvel mætti orða það sem “draumurinn” að komast í meistaradeildina)

    En þetta er bara mín skoðun.

    þurfum bara bókstaflega að bíða (enn lengur)

    Áfram LFC
    YNWA

  36. Stóra myndin er þessi. Okkar félag var gjaldþrota! Við vorum miklu nær því að fara sömu leið og Leeds og Rangers en Manchester liðin og Chelski.

    Ef leikmannahópurinn er sá fjórði dýrasti í deildinni þá er augljóst að það hafa verið gerð mikil misstök í leikmannakaupum. Það væri athyglisvert að sjá þessar tölur. Við erum væntanlega nokkuð á eftir topp þrem.

    Rodgers er með veikari hóp enn í fyrra hefur gert virkilega góða hluti með ungu strákana. Einhver hefði reynt að keyra þetta á eldri meðalleikmönnum en hann gerði það ekki. Það eru mikil meðmæli með honum.

    FSG vissu jafn mikið um fótbolta og flestir okkar vita um Amerískan fótbolta þegar þeir keyptu félagið. Það hefur ekki hjálpað. Það sem þeir kunna, sem er gott, er að reka íþróttafélag. Við ættum að vita að það er nauðsynlegt.

    Ég hef skilning á því að við verðum að losa okkur við leikmenn á of háum launum. Ég hef skilning á því að við erum ekki með sömu auraráð og Chelski og City þegar kemur að leikmannakaupum.

    En ef við getum ekki gert samninga við okkar efnilegustu leikmenn. Þá verðum við að fara að leita að nýjum eigendum!!!

    Við verðum að gefa Rodgers tækifæri. Hann er góður framkvæmdastjóri.

    Það er líka umhugsunarefni hvern eigum við að fá sem eftirmann ef við rekum framkvæmdastjóra sem fékk það hlutverk að spara í rekstri vegna þess að hann náði ekki árangri strax.

    Textinn í atvinnuauglýsingunni væri væntanlega svona; ,, Við gerum mjög miklar kröfur en erum ekki tilbúnir til að sýna neina þolinmæði. Þér er gert að keppa við félög með ómæld fjárráð en þér verðið að spara. Ef árangur næst ekki strax ertu rekinn.”

    Sorry félagar. Ég er ekkert sérstaklega hress með stöðuna en veit að samstaðan mun skila okkur alla leið.Takk fyrir góðan vef.

    YNWA

  37. Breiddin í liðinu býður bara ekki upp á mikið betri árangur. Framlínan okkar samanstendur af miðjumanni, 17 ára ungling og Suarez (miðað við síðasta leik) Eina sæmilega breiddin hjá okkur er á miðjunni. Það er raunhæft fyrir okkur að vera um miðja deild en samt í efri helmingnum. Miðað við hópinn í dag væri raunhæft að enda í 6-10 sæti, allt annað væri bónus. Ef við fáum einhverja styrkingu í framlínuna í janúar ásamt því að fá fá Borini til baka úr meiðslum væri alveg séns á að krækja í meistaradeildarsæti en það er fjarlægur möguleiki eins og er. Legg til að menn andi aðeins með nefinu. Þetta lið á eftir að tapa leikjum í vetur og það er bara eðlilegt miðað við það sem á undan er gengið. Slakið bara á og þá verður miklu auðveldara að fylgjast með boltanum 🙂

  38. Áhugaverðar pælingar félagar.

    Í upphafi tímabilsins gerði ég ráð fyrir að BR myndi gefa mörgum kjúklingum sénsinn sinn og var hann þá að nota Suso, Sterling, Shelvey og Wisdom nokkuð reglulega. Borini sást líka, en svo meiddist hann. Þetta voru svona rokk og ról leikir fannst mér, þ.e.a.s. þetta gekk svona mjög upp og niður. Maður sá alveg að þetta var “lið í mótun” og var til í það. En að undanförnu hefur það ekki verið raunin og ég er dálítið ósáttur með það. Í undanförnum leikjum finnst mér BR hafa fests sig í sama liðinu sem gerir þetta mjög fyrirsjánalegt. Hann er ekki að dreifa álagi og gerir mótherjanum frekar auðvelt fyrir. Enda varð það raunin að Villa vissi nákvæmlega hvar veikleikarnir voru og spilaði inn á það. Það má vera að það sé “naívt” af BR að gera þetta, en við vitum þó að hópurinn er þunnur og mjög ójafnt settur saman. En það að menn fái að byrja leik eftir leik og séu orðnir áskrifendur að sæti í liðinu er aldrei gott.

    Ekki einu sinni Gerrard. Enda finnst mér hann alls ekki hafa verið góður í vetur, en það er ekki nema von, hann hefur eiginlega aldrei verið góður eftir stórt mót um sumar. Mig rekur allavega ekki minni til þess. Sumir segja að hann sé jafnvel þunglyndur og það má vel vera að hann sýti það að hafa ekki farið frá klúbbnum 2005 þegar Chelsea var búið að kaupa hann … svo hann yrði einhverntímann enskur meistari sem hann á klárlega skilið. En …. það gerist ekki af sjálfum sér og allt í einu. Það þarf víst að vinna fyrir því.

    En mínar pælingar eru: BR er enn of “naivur” og á það til að stilla sömu mönnum upp leik eftir leik, dreifir illa álagi og verður að nota fleiri menn en hann gerir. Og svo þarf hann að hafa kjark til að taka Gerrard úr liðinu og fleiri sem ekki delivera. Þetta síson er hvort sem er hálf ónýtt og það væri betra að læra almennilega á því heldur en að klúðra því gradually eins og herra KD tókst með glæsibrag í fyrra.

  39. Sæl öll.

    Við hugusm svo mikið og veltum okkur svo mikið upp úr þessu. Hver segir hvað og hvernig það er sagt. Allir hafa skoðun á þjálfaranum og liðsmönnum. Þegar öllu er á botnin hvolft þá vitum við ekki hvað gerist næst hvað gerist á skrifstofum FSG og í höfuðstöðvum Liverpool. Þegar maður les pistlana hér og það sem sagt er í ummælum þá snýst maður bara í hringi. Brendan er alveg með þetta…nei hann er alveg ómögulegur. Gerrard er klárlega ekki með þetta…jújú hann er bestur. Litla Liverpool hjartað mitt er alveg ruglað og veit alls ekki hvort það á að hlakka til jólaleiktíðarinnar eða kvíða henni.
    Hvað svo sem gerist þá styð ég mína menn og horfi á þá leiki sem ég hef tök á, það er gaman að lesa pistlana hér því þeir eru málefnalegir og maður verður alltaf fróðari eftir lesturinn.
    Ég er til dæmis alveg með það á hreinu að trefillinn sem Brendan var með á síðasta leik er valdur að tapinu, persónulega myndi mér verða illt ef minn þjálfari mætti með svona trefil það er kannski það sama með leikmennina. Spurning um að fá tískuráðgjafa fyrir hann og það lagi það sem laga þarf!!!! (grín)

    Þetta er bara ein pælingin og leitin að lausnum.

    En það er samt gaman að vera hluti af Liverpool stuðningsmönnum/konum.

    Þangað til næst…..YNWA

  40. Jónas H í #33.

    Ekki rétt. Clarke bauðst til að segja upp þegar Kenny var rekinn, en FSG þáðu það ekki. Rodgers bað hann um að vera rólegan á meðan á samningaviðræðunum stóð en þá var hann kallaður á fund og rekinn.

    Hér ræðir hann um málið rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, talar m.a. um skilaboðin sem Henry gaf fyrir tímabilið um að 4.sætið skipti ekki máli.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/08/17/steve-clarke-claims-he-was-sacked-by-liverpool-fc-as-he-ramps-up-champions-league-pressure-on-reds-100252-31643340/

    Annars sé ég það að sumir telja hér einhverjar sveiflur vera í gangi hjá pistlahöfundum. Ekki mér allavega svo að það sé á hreinu. Hef ALDREI verið eins reiður held ég í sambandi við LFC eins og þegar stóra fréttin á Lfc.tv var “Ian Ayre og Brendan Rodgers eru farnir heim”.

    Það er örugglega einfalt að finna afsakanir og þær komu í hrönnum, en staðreyndin er einföld. Í liðinu okkar er gríðarlegt ójafnvægi og þannig sendu eigendur klúbbsins Rodgers inn í haustið.

    Ég ræddi líka um það þegar fólk kepptist um að tala um Rodgers sem hinn nýja Shankly að það skyldi fara varlega því hann hefur aldrei fengið slíkt verkefni sem hann er nú í. En mér hefur litist stöðugt betur á hann og er sannfærður um að hann lærir á sínum mistökum og vill hann við stjórn næstu árin. En þá verður að styrkja liðið.

    Margir ráku upp stór augu þegar Pep Guardiola fór frá Barca og ekki var leitað lengra en til varaliðsins. Ég held við getum öll verið sammála um það að þær frammistöður sem við höfum séð frá Barca það sem af er keppnistímabili eru umtalsvert betri en við sáum á sama tíma í fyrra og jafnvel það flottasta í þeirra glæstu sögu.

    Er það þá sönnun þess að Vilanova sé betri en Guardiola, þar með orðinn besti stjóri í heimi?

    Mitt svar er nei, leikmennirnir mótiveruðust hressilega sjálfir eftir klúður síðasta vors og hafa meira lagt á sig, eru hungraðari og grimmari, sumir hverjir einfaldlega betri og innkaupin styrktu liðið. Þjálfari slíks liðs býr við forréttindi að vera hjá klúbb sem er stórkostlega rekinn frá botni og uppúr.

    Yngri liðin okkar eru á frábærum stað (skrifa um það á morgun) og það er Rafa Benitez og Rodolfo Borrell að þakka, fyrsta liðið okkar er í sama ruglinu og það hefur verið frá 2010, leikmannahópurinn þ.e.

    Ég hef alveg fengið að heyra það að ég sé að tala illa um þá sem björguðu liðinu frá gjaldþroti, svo að ég vill hafa það á hreinu að þessir menn gerðu vel að taka þann slag og eru margfalt betri en G & H.

    En þetta er ennþá Liverpool FC sem við erum að tala um, eitt stærsta íþróttavörumerki heims. Ef við viljum halda því þannig þá þurfa úrslitin að fara að taka skarpa uppbeygju. Annars förum við fljótlega að sjá fleiri krakka á æfingum í City- og Tottenhamtreyjum, jafn ólíklegt og okkur finnst það núna.

    En eins og alltaf verð ég glaðastur þegar (ef) þeir reka þetta allt ofan í mig í janúar!

  41. BR hefur vonandi lært af mistökum síðustu viku og fer kannski að spara stóru orðin og láta verkin tala. Hann ætlar í það minnsta að halda okkur á jörðinni hvað varðar væntingar til innkaupa í janúar-glugganum, enda úrvalið ekki mikið og mjög erfitt að fá toppklassaleikmenn á viðráðanlegu verði.

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/brendan-on-potential-reinforcements

    Svo kemur alltaf þessi spurning, hvað er viðráðanlegt (sanngjarnt) verð fyrir toppklassaleikmann? Hvað eru FSG tilbúnir til að spreða miklu? Ég bíð allavega spenntur……..en ekki með neinar rosalega væntingar um einhver risakaup eins og margir hér.

  42. Þótt að maður er örugglega með þeim gagnrýnni hérna á spjallinu (sem er aðallega svekkelsi eftir jafntefli eða tap) þá hef ég trú á að liðið taki miklum framförum ef liðið fær Ince og Sturridge í janúar. Brendan má eiga það að hann er með alveg skotheldar hugmyndir hvernig hann vill að liðið spili og hvaða leikmenn eiga að vera í hverri stöðu. Það er ekki honum að kenna að leikmennirnir sem fyrir voru passa engan veginn inn í þetta nýja kerfi og það er ekki heldur honum að kenna að ekki tókst að selja afgangsbitana síðasta sumar.

    Draumastaðan hefði náttúrulega verið ef tekist hefði að selja Carroll og Downing eins og reynt var. Ég skil alveg eigendurna að slaka aðeins á og taka eitt skref í einu í að byggja upp lið. Þá fá unglingar tækifæri og afgangar verða hugsanlega ekki á jafnmikilli útsölu.

    Liðið er dreplélegt miðað við Liverpoolstandard eins og er en ég hef trú á að liðið verði í efri helmingnum eftir janúar. Næsta sumar verður svo gerðar almennilegar breytingar.

    Verður samt harðlífi þessir fáu leikir þangað til liðsstyrkur kemur spái ég. Alls ekkert ólíklegt að við töpum líka fyrir Fulham næstu helgi því miður.

  43. Það er nú bara fínt að vita að Brendan hefur skotheldar hugmyndir um það hvernig hann vill að liðið spili. Það eru aftur á móti leikmennirnir sem geta ekki spilað eins og hann vill að þeir geri. Það væri náttúrulega góður smiður sem heimtaði að nota hamar þegar í raun hann þarf sög. Ef leikmennirnir passa ekki við þessa háleitu hugmyndafræði hans eða tiki taka og hann heimtar samt að nota hamarinn, þá er maðurinn engan veginn hæfur sem framkvædastjóri. Ef hann getur ekki unnið ur þeim efnivið sem hann hefur og breytt kerfinu í samræmi við það á hann ekkert erindi sem framkvæmdastjóri Liverpool.
    Uppákomur eins og með:
    1. Carroll þar sem Rodgers gerði sitt besta til að reyna að tala hann niður – og svo selja,
    2. eða að reyna að gefa 15 milljóna punda manninn Henderson,
    3. eða loka á Downing en ætla honum svo að spila út úr stöðu,
    4. eða spila Suso nokkra leiki í röð áður en hann skrifaði undir en frysta hann svo
    5. eða að hvíla ekki Gerrard, Allen og Sterling- og segja að hann hafi enga sem geti komið í þeirra stað. Það hlýtur að vera uppörvandi fyrir þá sem bíða á hliðarlínunni.

    Að öðru leyti er Rodgers frábær framkvæmdastjóri en kannski dálítið einfaldur sem sést best á hvernig fór með Carroll og allt það dæmi í síðasta glugga.

    Reyndar virðist hann ekki geta keypt aðra leikmenn en þá sem hann þekkir til og það verður auðvitað að skrifast á reynsluleysi, Framherji sem ekki skorar, sóknartengiliður sem getur ekki sótt og kantmaður sem fær ekki að spila. Glæsilegt er það.

    Að fara svo að kaupa mann sem kemst ekki í lið hjá Chelsea væri hreinlega glapræði og það er vonandi að það sé orðrómur sem er bara það. Það má vera að hægt sé að réttlæta kaup á Ince en ég minni á að maður að nafni Jojo Shelvey var að raða inn mörkunum með Blackpool. Góður í Championship deildinni þýðir ekki að maðurinn plumi sig í Úrvalsdeild.

    Þetta á svo sem allt eftir að koma í ljós en ég hef satt best að segja áhyggjur af komandi frammistöðu Rodgers í leikmannaglugganum. Vonandi tekst honum þar vel upp.

    Það eru aftur á móti þrír næst leikir sem gætu ráðið úrslitum með starf Rodgers. Ég get ekki ímyndað mér að eigendurnir (burtséð frá frammistöðu þeirra í síðasta glugga) séu ánægðir með stöðuna eins og hún er í dag. Ef illa fer á móti Fulham, Stoke og QPR.held ég að Rodgers verði illa vært. Eitt er víst að þá er komin upp staða sem var örugglega ekki í 180 blaðsíðna doðrantinum hans (How to win the league in three years,)

  44. There is no doubt we will get reinforcements in January and there is no doubt that we will get the backing, but it will come down to two things – the availability and affordability of players,” Rodgers told reporters.

    Hér segir BR, “við munum fá leikmenn í janúar” svo segir hann, “það veltur á tveimur atriðum,hvort þeir séu til sölu og að við höfum efni á þeim”

    Ég fæ bara flashback frá síðasta sumri við þessi orð hans. 🙁

  45. Hate to say I told you so. BR er ekkert annað en one season wonder eins og 1-2 stjórar á hverju einasta seasoni. Hér heima á Íslandi heitir þetta spúkningslið en ekki næsta Barcelona !

  46. Skil ekki þetta drull á BR hjá mönnum hérna. Hvernig væri að styðja liðið og stjóran í gegnum þennan ólgusjó, sýna STUÐNING en ekki endalaust væl og niðurrif.

    Ég er sammála Magga í grndvallaratriðum með FSG, þeir verða að fara sýna klærnar aftur…en að því sögðu ætla ég að gefa þeim vafann allavega fram yfir næsta sumar.

    Koma svo Liverpool menn, styðjum liðið, stjórann, leikmennina og allt sem viðkemur Liverpool FC. Hættum þessu væli og grenji! Áfram Liverpool!

    YNWA

  47. Sammála síðasta ræðumanni, verum bara rólegir og … Bjartsýnir á meðan við bíðum önnur 20 ár eftir titlinum og the scums hirða svona 10-15 á meðan.

  48. Ég er bara sáttur ef liðið spilar skemmtilegan fótbolta.Leikurinn á móti Aston Villa verður seint talinn skemmtilegur,a,m,k fyrir okkur Liverpool menn.En það verður að segjast að allt gekk upp hjá andstæðingnum.

  49. TruastiTrasuta #53 Skrif eins og þín eru krabbamein á svona síðu, af mínu mati. Þú virðist vera svona gaur sem vill ráða nýjan stjóra, svo gengur ekki allt 100% upp á fyrstu fjórum mánuðunum og þá viltu bara reka hann, byrja uppá nýtt með einhverjum öðrum. Ok, hvað ef hlutirnir ganga ekki 100% upp hjá honum á fyrstu fjórum mánuðunum? Reka hann líka og byrja enn og aftur upp á nýtt? Hvað ef stjórinn á eftir því gengur ekki allt í haginn? Reka hann og byrja enn og aftur uppá nýtt….já, þú ert alveg með leiðina framá við sé ég.

    Tek undir með mönnum sem gagnrýna vælarana og bölsótsmennina. Þið eruð ekki þeir stuðningsmenn Liverpool sem ég á að þekkja. Stuðningsmenn Liverpool eru þolinmóðir, vel að sér, dyggir og um fram allt, STYÐJA liðið sitt…ekki þessi endalausu niðurrif og svartsýnisröfl. Áfram stuðningur, niður með bölmóð og niðurrif!

  50. Ég veit ekki en mér finnst Sturridge vera frekar mjög mikil bæting á sókarhópnum miðað við þá menn sem eru þar í dag… Alveg mjög mjöög mikil bæting.

  51. Já frábærar fréttir ef satt reynist. Eins virðist Tom Ince líta vel út miðað við það sem maður hefur frétt af. Allavega er hann nógu líkur föður sínum í útliti og hann var ekkert slorleikmaður. Hann spilaði reyndar með manjú en þolir þá ekki eftir þeirra framkomu við hann. Vonandi fáum við fleiri!!

  52. Ef rétt reynist er þetta ágætis viðbót og spurning hvernig spilast úr þessu. Ég var að vísu að vonast eftir stærra nafni /nöfnum, en það er líka þekkt að þau nöfn eru yfirleitt rán-dýr á þessum tíma. Allavega eru nógu margir áreiðanlegir miðlar sem staðhæfa þetta í morgunsárið.

  53. Það á að gefa BR nokkur ár til að rétta úr kútnum. Það er búið að ráða hann með framtíðina í huga og þá er nauðsynlegt að gefa honum tíma til að gera þetta að almennilegu liði. Þegar hann var ráðinn var meirihluti kommentara hérna sammála um að hann þyrfti að fá tíma til að breyta hlutunum en núna vilja flestir hérna bara losa sig við BR.

    Það er enginn þjálfari í heiminum að fara labba inní Liverpool og rífa liðið í toppbaráttu á innan við 4 mánuðum. Góðir hlutir gerast hægt !

  54. Eins og komment 60 segir svo vel, þá eru þetta einmitt kommentin (frá Trausta Trausta í nr. 53) sem maður bendlar alltaf við Liverpool.is spallið. Leiðindakomment sem draga umræðurnar niður. Ef maður getur ekki gert þumal niður til að fela, væri frábært að fá þann fídus inn að fela ákveðna aðila sem eru að kommenta. Þá gæti ég td sleppt því að sjá svipuð komment frá Trausta aftur. Og fleiri eiga heima þar…

  55. Minni menn á orð BR í haust þegar hann sagði að það mætti eiga von á nokkrum ljótum úrslitum inn á milli í vetur Aston Villa leikurinn var einn af þessum ljótu leikjum. Spái góðum seinn hálfleik í deildinni.

  56. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér enn Sturridge heillar mig bara ekki.

  57. Margt forvitnilegt hér:

    http://www.dailypost.co.uk/sport-news/liverpool-fc/2012/12/19/55578-32460926/

    Mest finnst mér merkilegt að sjá að Tom Ince neitaði stórum samningi fjórum eða fimm sinnum við Liverpool FC. Kannski þetta sé ekki svo straightforward dæmi.

    Hitt er að símafundur með eigendunum í janúar 2010 endaði á því að þeir ákváðu að taka sénsinn á tapi á Carroll með orðunum: “Because Torres has to go”.

    Það er áhugavert tvist í allt málið…ekki það að maður nenni að rifja það mikið upp…

  58. Áhugaverð grein hér varðandi Torres. Whats really going on with El Nino?

    Liverpool vildi losna við hann. Læknalið Liverpool vissi t.d. af í hversu hræðilegu ástandi hnéð á Torres var og áttu jafnvel von á að kaupin myndu ganga tilbaka því hann kæmist líklega aldrei í gegnum læknisskoðun.

    Það að vera kaupa Sturridge fyrir 12m punda veldur voða lítla hrifningu hjá mér. Enn fer Rodgers lítið útfyrir sitt comfort zone og velur auðveldu leiðina. Við erum enn að kaupa enska leikmenn þrátt fyrir að slíkt hafi reynst illa undanfarin 2 ár. Kaupin á Tom Ince er svo annar kapítuli. Það er ekki mikil “moneyball” snilld fólgin í að kaupa tilbaka mann sem við gáfum frá okkur nánast frítt fyrir ári síðan? Átti þetta moneyball snilldarkonsept ekki að vera alveg öfugt við þetta?

    Fyrst við erum að eyða 16m í þessa kappa með litla tryggingu fyrir gæðum og mörkum er spurning hvort við séum á bakvið tjöldin á góðri leið með að tryggja okkur Llorente og Walcott á free transfer næsta sumar? Þá værum við sko að tala saman.

    Áfram Liverpool.

  59. Hnéð á Torres getur nú ekki verið það slæmt því hann hefur spilað alla leiki fyrir Chelsea á þeim 2 árum sem hann hefur verið þar! Var ekki allt læknalið Liverpool rekið fyrir skömmu?

  60. Hvað með að fá David Villa að láni, nú eru einhverjar slúðursögur að ganga að Swansea sé að reyna að fá hann að láni ?

Liverpool 1 – Aston Villa 3

Akademían – tímabilið hálfnað