Kop.is Podcast #31

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Hér er þáttur númer þrjátíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 31. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú, Einar Örn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn í Evrópudeildarriðlinum, síðustu fimm deildarleiki, frammistöður ýmissa leikmanna, slúður fyrir janúargluggann og leikina fram undan gegn Aston Villa og Newcastle.

23 Comments

 1. Kaupin á Assaidi verða að teljast ein þau lélegustu í langan tíma með tilliti til að hann hefur varla spilað mínútu og ekkert gert á þeim tíma. Veit að hann kostaði lítið en það gerði Adam líka og hann skoraði og lagði upp eitthvað. Hann toppar samt ekki Downing eða Carroll.

 2. Menn alveg hættir að pæla í Huntelaar? Samningurinn hjá honum er að renna út á næsta ári, er með sama umboðsmann og Suarez og þeir félagar skoruðu 84 mörk saman fyrir Ajax á einu og hálfu tímabili! Ég bara gæti ekki ímyndað mér fullkomnari félaga með Suarez frammi!
  Vissulega er hann orðinn 29 ára (jafn gamall og Dempsey sem margir voru mjög spenntir fyrir) og er með há laun hjá Schalke en ef hann vill ekki skrifa undir nýjan samning er ég viss um að fyrir rétta upphæð væri hægt að plata hann til Liverpool. Sérstaklega ef að staðan hjá okkur í deildinni verður góð í janúar og hann myndi alls ekki hata að spila með Suarez aftur held ég. Búinn að spila á Ítalíu, Spáni, Hollandi og Þýskalandi – á bara England eftir! (það er öllum sama um frönsku deildina 🙂 )

 3. Reyndar finnst mér Sturridge ekki vera slæmur kostur. Í fyrsta lagi er í lagi með hausinn hjá einhverjum hjá Chelsea miðað við rekstrarhætti þar?
  Sturridge er með mörk í sér hann spilaði mjög vel með Bolton, hann var mjög góður þegar hann spilaði úti á kanti þegar Boas var með liðið síðan er hann rekinn og uppstillinginn breytist og 50 milljón punda maður sem gat ekki skorað á þessum tíma fer fyrir framan hann í goggunarröðinni, hver einasti maður með metnað hefði ekki verið ánægður með það.
  Hann er búinn að neita fyrir það að hann sé með kröfur um að spila fyrir miðju frammi og of háar launakröfur. Og þetta gæti verið akkúrat leikmaður sem smellpassar að spila á hægri kantinum, Rodgers vill versla snemma í janúar og það gæti vel verið að samningaviðræður hafi verið langt komnar í sumar.

  Ég hef enga trú á því að Barca láti einhvern frá sér í janúar, þeir eru að keppa um allt og taka ekki sjéns á því að láta einhvern fara just in case ef einhver meiðist. Þeir sem hafa verið nefndir síðast.
  Tello er nýbúinn að skrifa undir nýjann samning. Sanchez er ekki að koma til Pool hann væri dýr en það er ekki aðalvandamálið launinn hans eru víst himinhá og Pool er ekkert endilega fyrsta liðið sem hann vildi vilja fara til, ef þeir losa sig við hann þá væri það í sumar, þar að segja að orðrómar um að þeir vilja losa sig við hann hafi einhverja fætur.
  Delofeu er einhver sem þeir passa svakalega vel uppá og fer ekki neitt. Ég vil ekki sjá Ba, Bent eða Huntelaar, ekki neinn sem þarf að spila fyrir miðju uppi.Þetta er samt helvíti snúinn gluggi. Það koma bara inn framherjar held ég sem geta spilað á köntunum, þeir eiga líklegast allir eftir að krefjast hárra launa og þess vegna þurfa þeir að hafa þann kost að hafa gott endursöluverð.

  Annars þakka ég fyrir mig, flott umræða og auðvitað tökum við Villa um helgina og blóðþrýstingurinn fer í betra horf hjá okkur öllum. YNWA.

 4. Frábært podcast eins og venjulega !

  Ég verð að vera sammála Babú með spána fyrir leikinn um helgina, það er eitthvað svo týpískt að þegar maður er orðinn aðeins bjartsýnn að þá komi bakslag og maður dettur í þunglyndið á ný. Villa hafa verið nokkuð solid varnarlega í síðustu leikjum og það verður væntanlega erfitt að brjóta þá á bak aftur. En ég hef engu að síður lúmska trú á því að sigur vinnist þá aðallega útaf því að Suarez hlýtur að mæta dýrvitlaus til leiks eftir rúmlega viku frí frá keppni.

  En ef næstu 7 deildarleikir (semsagt fram til heimleiks við Norwich þann 19. janúar) eru skoðaðir þá náðum við aðeins í 3 heil stig úr þeim á síðasta tímabili (0 sigrar, 3 jafntefli og 4 töp) og maður hlýtur að gera smá kröfu um betri árangur núna. Tökum einn leik fyrir í einu og byrjum á því að taka 3 stig gegn Villa.

 5. ég held að Brendan eigi eftir að koma okkur öllum á óvart í janúar… en djöfull líst mér vel á liðið í dag … hvað þá ef maður miðar við seinni hluta síðustu leiktíðar.. in Brendan we trust

 6. Nr. 5 GM

  En ef næstu 7 deildarleikir (semsagt fram til heimleiks við Norwich þann 19. janúar) eru skoðaðir þá náðum við aðeins í 3 heil stig úr þeim á síðasta tímabili (0 sigrar, 3 jafntefli og 4 töp) og maður hlýtur að gera smá kröfu um betri árangur núna. Tökum einn leik fyrir í einu og byrjum á því að taka 3 stig gegn Villa.

  Flottur punktur sem maður var ekki búinn að átta sig á. Kom kannski heldur svartsýnni út í þessum þætti heldur en ég ætlaði mér (aðallega þar sem ég hef ónotatilfinningu fyrir þessum Villa leik). En í síðasta þætti var ég að tala um að þó Liverpool hafi ekki gengið vel í byrjun tímabils væri ekkert útilokað að næla í fleiri stig í næstu leikjum á eftir. Minnir að ég hafi þá verið að tala um að ég sæji vel fyrir mér fleiri stig í næstu 13 leikjum heldur en við fengum í fyrstu 13 leikjum tímabilsins og það stendur klárlega ennþá og trú mín á því hefur styrkst eftir undanfarna leiki.

  Takist Rodgers að ná því í gegn sem hann ætlar sér að ná hjá Liverpool er ljóst að það eru ansi margir sénsar að gera betur en við vorum að gera bæði á síðasta tímabili og í byrjun þessa tímabils. Núna loksins hefur maður smá trú á því að þetta gæti orðið raunin.

  Það fer að sama skapi ótrúlega í taugarnar á mér að um leið og við fáum þessa tilfinningu og vinnum tvo leiki í röð eru þetta fyrirsagnirnar á opinberu heimasíðu félagsins:

  ‘Champions League? Why not…’

  Johnson: Now let’s climb the table

  Gerrard: Let’s end 2012 in the mix

  Minna svona tala og meira bara gera þetta. Allt tal núna á (að mínu mati) að snúast um að vinna Aston Villa, ekki um að ná efstu 4. sætunum í maí.

 7. Smá fróðleikur fyrir tölfræðinörd eins og mig, í framhaldi af #5 og #7 hér að ofan.

  Liverpool hefur nú spilað 16 leiki í deildinni á þessari leiktíð, fengið úr þeim 22 stig og er með markatöluna 22-20. Sömu viðureignir í fyrra (þ.e.a.s. á móti sömu liðum að teknu tilliti til heima- og útileikja) skiluðu 25 stigum í hús og markatölunni 22-17. Einu leikirnir þar sem við erum með fleiri stig í ár en í fyrra eru Sunderland úti, Wigan heima og Swansea úti.

  Flækir reyndar aðeins myndina að við höfum nú þegar spilað á móti öllum nýliðunum í deildinni einu sinni og fengið úr þeim leikjum 9 stig (tveir heimaleikir og einn útileikur), en fyrstu þrír leikirnir á móti liðunum sem féllu í fyrra skiluðu 7 stigum (allt heimaleikir).

  Því má svo bæta við til gamans að í sambærilegum viðureignum í fyrra við þessa sjö leiki sem framundan eru og skiluðu okkur bara 3 stigum á síðasta tímabili skoruðum við 6 mörk en fengum á okkur 10. Við hljótum að gera kröfu um betri árangur í ár.

  Tek þó skýrt fram að með þessu tölfræðiinnslagi er ég ekki á nokkurn hátt að dæma tímabilið í ár á jákvæðan eða neikvæðan hátt, held að við verðum að spyrja að leikslokum í vor og aðeins þá verði hægt að dæma fyrsta tímabil Rodgers við stjórnvölinn. Svo verður auðvitað að taka inn í myndina þætti eins og t.d. leikmannabreytingar (innkaupaklúður!), meiðsli, tímasetningar á leikjum (t.d. eftir Evrópuleiki) og þá staðreynd að deildin virðist vera mun jafnari í ár en oft áður, en engu að síður alltaf forvitnilegt að bera saman niðurstöður á milli ára.

  Ég tek hins vegar undir með fyrirsögninni sem Babu vitnar í:

  Champions League? Why not …

 8. Flott podcast
  Ég er sammála Steina að það mætti jafnvel taka allt budgetið í einn leikmann í sóknina. Bæta liðið almennilega. Ég er síðan ósammála öllum með Downing. Ég myndi hafa hann í byrjunarliðinu með Suarez og nýjum leikmanni þarna frammi. Allavega þangað til Borini kemur tilbaka. Sterling getur komið inn af bekknum og þroskast í rólegheitum. Er sammála að það á að borga honum hvað sem er til að halda honum.

  Þessi Mirallas sem er á kantinum hjá hóst Everton er þrusunettur. Er ekki hægt að finna einhverja svona nobodys sem eru þvílíkt góðir á tuðruna.

 9. Einhver leyfði sér að segja að Liverpool gæti verið í 4. sætinu í lok árs. Líkurnar á því eru um 0%.

  Í rauninni var þetta hlaðvarp óþarflega (en þó skiljanlega) jákvætt. Tal um sjálfstraust, stemmningu í liðinu og rönn er oft skrítið. Er rönn til? Er Liverpool komið á rönn? Eru meiri líkur en venjulega að liðið vinni Aston Villa? (Já segja sumir; nei segir Babú af því að það væri svo týpískt að vinna ekki.) En ef Liverpool vinnur AV? Vinnur Liverpool þá Fulham? Já, af því að liðið er á svo góðu rönni. Nei, af því að það eru takmörk fyrir lengd rönna sem Liverpool getur átt.

  Við skulum bara kalla stemmningu í liðinu og rönn það sem það er. Frekar ofnotuð eftiráskýring.

  Vá, hvað ég er leiðinlega neikvæður en ég er ekki hættur! Einhver nefndi „rosalegan séns“ á meistaradeildarsæti. Jú, okkur finnst það núna enda í sæluvímu eftir dísætan sigur í fyrradag. En hver er sénsinn í alvörunni?

  Gerum ráð fyrir að Liverpool sýni það sem í liðinu býr það sem eftir er vetrar. Við vitum að það er aðeins meira en það hefur sýnt hingað til.

  Til þess að Liverpool nái 4. sætinu er líklegt að eftirfarandi lið verði að ná verri árangri en Liverpool það sem eftir er: Everton, Tottenham, WBA, Arsenal, Swansea og Stoke. Líkurnar á því að hvert og eitt liðið geri það eru (óvísindalegt persónulegt slump) um 50%, 50%, 90%, 60%, 90% og 90%.

  Til að fá út sénsinn á að Liverpool komist í fjórða sæti þarf að margfalda allar þessar líkur saman. Út koma 11%. Ekki rosalegt.

  Fólk virðist oft gleyma sér í stigunum. Sætið skiptir líka töluverðu máli. Til að ná 4. sætinu er ekki nóg að komast upp fyrir Everton. Það verður að klekkja á fimm liðum í viðbót og ég ræddi ekki einu sinni West Ham og Norwich sem eru með 22 stig, kannizt þið við þann stigafjölda?

 10. Það vantar mörk líka frá miðjunni kaupa sóknarmiðjumann í jánúar og ef liverpool vantar MARKASKORARA þá er bara Huntelaar sem ég vil raðar inn mörkum hvar sem hann kemur liverpool er búið með kvótan af því að reyna þessa englendinga sem ekkert geta og hvað með það að huntelaar sé 29 manu fengu einn 28 ára það gengur nokkuð vel .

 11. Babu mér finnst það bara allt í lagi að hafa markmið og stefna að einhverju. Íslensku handbolta strákarnir ætluðu sér að vinna medalíu á Ólympíuleikunum í Kína 2008 og þeir enduðu uppi með silfrið.

  Aston Villa leikurinn er bara hluti af þessu markmiði og auðvitað gíra þeir sig upp fyrir þann leik því jú hann er hluti af planinu.

  Ég tel það vera dauðafæri á þessu 4 sæti eins og Spurs, Arsenal og Chelsea hafi verið að spila. Ef FSG leyfir BR að kaupa eitthvað að ráði í janúar er ég vongóður um að þetta markmið næst.

  Than again hef ég áður orðið vongóður um einhvern árangur og endað á því að éta einangruna úr veggjunum af svekkelsi og bræði 🙂

 12. Alveg sammála Inga hér að ofan með að aldur leikmanna á bara ekki að vera neitt issue fyrir okkur.

  Við eigum fullt af ungum og efnilegum leikmönnum, bæði í leikmannahópnum núna og frábærum yngri liðum. Það á bara að vera allt í lagi að kaupa 28 – 30 ára leikmann sem er á toppi ferils síns núna í okkar klúbbi.

  Það þarf ekkert að búa til heilalausa samninga upp á 5 ár og fleiri hundruð þúsund pund, en það verður að horfa til þess að fá inn leikmenn sem styrkja liðið strax. Ég er afar bjartsýnn ef horft er til næstu fimm ára en vill fá betri útkomu strax í febrúar!

  Óskalistinn minn er Muniain og Belhanda fyrst og síðast, en kannski fæ ég ekki þá ósk uppfyllta.

  Ítreka svo að um leið og einhver leikmaður okkar er seldur þurfum við að kaupa nýjan inn í hópinn.

  Hlustaði á viðtalið við Alex Inglethorpe, stjóra U-21s árs liðsins og hann taldi nokkra leikmenn þess liðs verða lánaða í janúar. Það þarf líka alveg að skoða það ef við lánum t.d. Robinson, Morgan og Yesil hvort ekki ætti að sækja annað Sahin lán….

 13. Vona bara að menn setji alla krafta sína í að ná leimönnum eins og Huntelaar, Demba Ba eða Darren Bent. Þetta eru allt frábærir markaskorarar. Tveir hafa sannað sig í ensku deildinni og ég held að þeir yrðu báðir rosalegir sem poachers hjá okkur. Þá gæti Suarez fært sig til hliðar og gert það sem hann gerir best þar, líkt og hjá Ajax og með Urugvæ. Væri rosalegt reyndar að fá Cavani, en maður verður að vera raunsær 🙂

  Hef það á tilfinningunni að fyrsti öruggi stórsigurinn komi á laugardaginn. 4-0, 5-0.. Suarez verður frábær og það bætast mörk frá fleirum aðilum á markalistann.

 14. Sammála Babu að þrátt fyrir að liðið sé klárlega á réttri leið þá eigum við að vera með fætur á jörðinni varðandi meistaradeildarsæti. Liðið er mjög brothætt þegar kemur að sóknarlínunni og ALGERT MÖST að kaupa helst 2 strikera í janúar. BR er að gera mjög góða hluti með liðið og ég ætla rétt að vona að jafnvel svartsýnustu menn hér geti a.m.k. tekið undir það að liðið hafi sýnt framfarir síðustu 2 mánuði eða svo. Tökum bara einn leik í einu og höfum bara gaman af þessu öllum saman. Liðið er að spila flottan bolta og framtíðin er sannarlega björt, hvort sem við náum 4. sætinu eða ekki. Hlakka mikið til leiksins á móti Villa. Koma svo LFC!!

 15. Held að við megum alveg búast við sigri á Aston Villa.

  Þeir búnir að vera ömurlegir á tímabilinu og aðeins með 12 mörk á meðan við erum búnir að vinna 3 í röð og erum að spila vel.

  Villa-menn eru með frábæran leikmann í Benteke en aðrir hafa ekkert sýnt og leikmannahópur Liverpool er miklu sterkari en hjá Villa.

  Þó maður hafi eiginlega ekki efni á því að búast við sigri þá ætla ég að gera það og spái 3-0 sigri.

 16. Maggi, þú ert búinn að tala um þennan Muniain ansi lengi, en hvað við hann hrífur þig svona mikið við hann ?
  Ekki er hann að skora mörk eða leggja upp.

  Ég vona að Rodger muni kaupa reynslu núna í janúar, menn sem hafa sannað sig og koma strax inn í byrjunarliðið.

 17. Aðeins í sambandi við Sterling. Mig einhvernvegin grunar að Sterling og umboðsmaður séu með þá kröfu á borðinu að honum sé borgað eins og hinum sem eru fastamenn í liðinu. Rodgers hins vegar sér hann örugglega eins og þið podcast menn talið um… sem bekkjarmann sem kemur inn af og til og lærir.

  Þar eru örugglega þónokkur þúsund á milli. Sterling sér að hann er að spila meira en menn eins og Cole, Downing, Henderson, Carra og fleiri… og því kannski eðlilegt að umboðsmennirnir setji kröfu um laun af þeim samanburði. Hins vegar grunar mig að það sem Rodgers/Liverpool sé með í huga er eitthvað eins og díllinn sem Gylfi hefði fengið hjá okkur. Því að ef að allt væri eðlilegt væri Sterling í svipuðu hlutverki og Gylfi hefði verið ef hann hefði komið. S.s. squad player!

  Vonandi ná þeir nú saman endum sem fyrst svo það sé hægt að leggja þessu máli.

 18. Aston Villa, sem ekki hafa nú verið að skora mikið á tímabilinu voru að setja 4 á Norwich á útivelli í Deildarbikarnum.
  Vonandi er kvótinn þeirra búinn fyrir vikuna. Þeir hvíldu nokkra af sínum bestu mönnum sýnist mér, Benteke spilaði reyndar allan leikinn og Bent fór útaf eftir 35 mínútur vegna meiðsla. Weimann kom inná og setti 2.

 19. Takk fyrir,ja hérna sammála nánast öllu sem þið sögðuð þó að þið hafið oft verið ósammála:)

 20. Hrikalega væri það góðar fréttir ef við fengum Huntelaar eða Sturridge, En verð nú bara að segja að mér finnst Henderson, Downing og Cole allir að vera að koma til. spurning hvort BR sé að ná að fínpússa þá inn í liðið. Veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því að Cole er aðeins búinn að spila 48 min í PL og kominn með 1 mark, svo er hann með 1 mark og 1 stoðsendingu í Evrópu keppnini og þar er hann ekki heldur búinn að spila mikið… ég vil gefa honum séns þarna frami með Suarez sér við hlið.

West Ham 2 – Liverpool 3

Framtíðarstefnan…og slúður (opinn)