Liðið gegn West Ham

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Liðið gegn West Ham er komið. Auðvitað enginn Suarez, þar sem að hann er í banni.

Ég geri ráð fyrir að Downing sé í bakverði og Enrique á kantinum, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Og ég býst við að Shelvey sé á toppnum, en það gæti alveg verið Sterling.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Downing

Lucas – Allen – Gerrard

Sterling – Shelvey – Enrique

Á bekknum: Jones, Cole, Henderson, Coates, Carragher, Suso, Morgan

Adam Morgan fær tækifæri á bekknum. Feiti Sam stillir þessu upp svona: Jaaskelainen ; Demel, Tomkins, Reid, O’Brien ; Diame, Noble ; Taylor, Nolan, Jarvis, Cole

Með eða án Suarez, við eigum að vinna þetta West Ham lið og ég er sæmilega bjartsýnn. Koma svo!

109 Comments

 1. þetta verður easy leikur,
  ég spái 4-0 okkur í hag,
  Downing seturann.

 2. og ef þetta er ekki að ganga þá hendir hann bara inn á Cole, Henderson og Suso,,,

 3. Vonandi er enrique a kantinum og þa downing i bakverði, erum steingeldir ef downing er framar en enrique.

  Verður athyglisvert að sja okkar menn an suarez og nu verða aðrir að taka abyrgð, eg spai 1-2 þar sem gerrard og shelvey skora fyrir okkar menn

 4. Spái 1-3 fyrir okkur og Johnson setur eitt og Joe Cole á eftir að skora 2 mörk eftir að hann kemur inn. Tveir uppaldir leikmenn sem þekkja hverja þúfu þarna

 5. Þetta verður fróðlegt 🙂 Hlakka til að sjá hvernig liðið höndlar þetta án Suarez. Vonandi láta guttarnir okkar ekki tröllafótbolta feita sam hræða sig 🙂 Sterling setur eitt í tilefni 18 ára afmælis í gær. Hann fær síðan þokkalega launahækkun með nýjum samningi eftir leik.

 6. Frábær byrjun ! en er það hlutverk downing að tapa boltanum í þessu liði hjá okkur? ? hann virðist ekki gera margt annað.

 7. hef áhyggjur af young Sterling, fer illa með færin sín og missir of oft boltann….
  er hausinn ekki í lagi hjá honum um þessar mundir?

 8. Shelvey að minna mann á að hann er inná með því að fá gult..

 9. Hvað erum við búnir að negla oft í hendur andstæðinga okkar á þessari leiktíð inní vítateig án þess að fá víti…

 10. Hver er ástæða þess að Brendan er svona svakalega vel við Joe Allen?

  Hann getur ekkert…

 11. Við fáum ekki víti þó Suarez sé með buxurnar á hælunum eftir tog, Vítaspyrnudómum getum við gleymt.

 12. Það var ekki hægt annað en að dæma víti þarna, helv óheppni því Allen var svo nálægt manninum sem skaut að hann gat ekkert gert, en við eigum alveg, úff, svo skora þeir :-(((

 13. Þetta verður bara betra og betra.

  Finnst reyndar vera ljóst að WH er með betra lið en Lpool, sorglegt en augljóst.

 14. west ham er allavega að koma boltanum inní teig hjá okkur, það er annað en við getum sagt. Erum alltaf í einhverjum reitabolta fyrir utan teig hjá þeim. Það þarf að senda helv boltann inní teig, og skjóta fyrir utan teig líka, (einhver annar en Sterling þá).

 15. Ég ætla kveðja þennan leik. Þetta á eftir að fara 4-1 fyrir þá. Gerrard fær rautt á eftir og þeir fá annað víti einhvern tímann. Hef enga trú á þessu. Helvíti fúll að Joe Cole skuli fá sjénsinn fram yfir aðra. Hann bókstaflega getur ekki neitt.

 16. bara eins og við séum einum færri eftir að enrique fór útaf fyrir miljónerinn. Allt spil datt niður..

 17. 28

  Það sem er augljóst er að við erum búnir að vera að sóa peningum í hæfileikalausa leikmenn síðustu ár.

  Allen, Carroll, Downing, Henderson og félaga.

 18. Og líkurnar á að Liverpool séu að fara jafna og hvað þá vinna…

  Hvet menn til að slökkva á sjónvarpstækjum sínum ef þeir nenna ekki að vera pirraðir í 45 mín í viðbót, þvílík hörmung sem þetta lið er orðið, leik eftir leik.

  Það er bara ekkert nóg að skora alltaf bara 1 mark og vona að það dugi Brendan Rodgers!!

  Vendipunktur leiksins er þó án efa þegar Joe nokkur Cole kom inná, eftir það fannst mér allt hrynja auk þess sem WH skora 2 mörk. Jesús andskotans!!!!

 19. Var búið að brjóta á Agger áður en atvikið með Allen kom upp, átti að vera búið að dæma á það.
  Rautt á þann sem kung fu sparkaði Sterling.
  Agger tekinn í choke hold í þeirra vítateig, ekkert dæmt.
  Þetta jafnast allt saman út, er það ekki? Alltaf jafn lélegt.

 20. Djöfulsins andskotans dómgæsla…. Agger haldið með hálstaki og það er ekkert dæmt… Sterling tekin á ibbon með takkana í brjóstkassan og það er broddskitu viðbjóðslegt gult spjald…. Fari þettta helvítis andskotans dómararusl PL norður og niður… Djöfull er ég pirraður á þessum helvítis bolta núna!!!!!!!!!!!!!!!

  YNWA

 21. Miklu frekar að setja Henderson inn á hann hefur verið að spila vel undan farið ekki joe fucking cole!

 22. Jæja þá ætti Gerrard að vera búin að fatta það að ef maður mætir inní teig að þá er séns á að skora. Nú er bara að gera það hinum megin á vellinum og setja 3 í seinni.

 23. Jæja þetta er að vanda skammarlegt hjá Liverpool. Vörnin úti á þekju og sóknin ekki til. Þvílíkt ömurlegt Rodgers er svo ekki með þetta hann er bara lélegur stjóri.

 24. Augljóst víti og við erum næstbesta liðið í þessum leik.
  edit. jæja… kannski ekki augljóst. Grátt svæði.
  Ef það kemur ekki einhver majór hugarfarsbreyting í hálfleik hjá okkar mönnum, þá verður þetta sanngjarn sigur West Ham. Hvað leikmenn varðar, þá finnst mér skelfilegt að Downing skuli vera kominn í bakkinn. (var ánægður að sjá varnarlínuna í byrjun….). Sterling hefur ekkert getað í dálítinn tíma og á ekkert í svona leiki þar sem við liggjum undir mikilli pressu. Shelvey er einn mesti klaufi sem ég sé með boltann. Tveir – þrír facepalm móment sem hann hefur orsakað í fyrri hálfleik. Síðan verður Joe Allen að finna sitt gamla form á ný. Ömurlegt að sjá okkur svona yfirspilaða á miðjunni. Jákvætt. Frábært mark hjá Johnson. Svo er Reina búinn að vera mjög góður og sýnt hversu mikilvægur hann er liðinu.

 25. Liverpool eru bara ekki með betra lið en þetta. 7-11 sæti er okkar staður. meðan við erum ekki neðar en það. Þa er þetta lið bara á pari.
  Mannskapurinn er ekki betri
  Gerrard orðin gamall og getur litið.
  Sterrling og Suso er menn sem á að lána í lið eins og QPR, Norvice, eða eitthvað af lélegu liðinum. þeir eru bara ekki í þeim klassa til að spila fyrir þetta lið.
  Getum svo sem notað alla þessa menn og ekki keypt neitt og verið á þessu róli í deildinni.
  Annars vill maður fá að vita hvert markmiðið er hjá þessu liðið. ??

 26. Það vantar vinnsluna í liðið og menn eru aðeins út á þekju hérna.
  Ég er sérstklega óánægður með Gerrard, núna er hann búinn að hengja hausinn finnst mér. Það á fyrirliði ekki að gera.

 27. Þetta er farið að minna svolítið á Hodgson tímann,það virðast allir vera hættir að trúa á það sem þeir eru að gera.

 28. Mikið eru menn jákvæðir á sunnudegi.

  Leikur okkar hrundi jú en það var ekki joe cole að kenna, hann er bara lélegur heldur vegna þess að Enrique fór útaf. Mikill munur að kenna Cole um þetta þar sem hann hefur ekkert getað í boltanum í nokkur ár.

  Verra finnst mér hins vegar hvað Sterling er týndur á móti þessum tröllköllum

  Nú þurfum við bara að fara stíga upp og vona að lukkan snúist okkur í hag.

  Spái þessu 3-3 þar sem við stelum stigi í lokin!

 29. Andskoti! Alltaf eru poollarar sjálfum sér verstir.

  Fekk hvað Rogers er að skíta í ræpuna á sér með skiptinguna!

  Og kapteinninn að sýna sínar bestu hliðar…

  Og fokking tottararnir yfir a móti karamellunum.

 30. En ég skil ekki afhverju Shelvey er settur á toppinn, hann er ekkert spes leikmaður. Mér finnst hann vera mjög klaufalegur og óyfirvegaður leikmaður sem gerir mikið af mistökum.

 31. Þetta er dapurt að horfa á. Svo þegar bekkurinn er skoðaður kemur í ljós að þar er enginn sem gæti komið liðinu til hjálpar. Ég ætla allavega að horfast í augu við þá staðreynd að þetta lið sem ég hef haldið með til fjölda ára og horft á það fagna mörgum titlum, er bara miðlungslið í dag með þennan mannskap!

 32. Nei pungar, ég slekk sko ekki á sjónvarpinu í hálfleik, gerði það ekki í mai 2005 og geri það heldur ekki núna. Við eigum að geta unnið þetta lið.

  Koma svo ! ! !

 33. @30 @45 Kallið þið ykkur stuðningsmenn? Hefðuð átt að halda ykkur inná Liverpool.is …

 34. Við hverju búist þið af liði sem á eitt stykki sóknarmann ?
  Staðan er bara sorgleg, við höfum ekki mannskap í að klára þessa leiki nema að Suarez sé inná og í stuði.

 35. slakið á dramadrottningar hérna inni. Það er bara hálfleikur. Erum rosalega viðkvæmir fyrir föstum leikatriðum og BR verður að finna lausn á því. Hef eins og áður segir áhyggjur af toppstykkinu á Sterling. Fer illa með færin sín og missir oft boltann. Hann þarf að girða sig í brók því eins og leikurinn er búinn að þróast er hann einfaldlega númeri of lítill fyrir þennan leik. Það er nóg eftir og við eigum alveg að geta unnið þetta lið! Koma svo LFC!!

 36. Aron fannar, hvað áttu við ?
  Eru þeir á liverpool.is ekki stuðningsmenn Liverpool eða hvað áttu við.

 37. Skil ekkert í Rodgers að setja ekki Coates í miðvörðinn í svona leikjum. Við erum alltaf í sömu vandræðum gegn liðum eins og West Ham, Stoke og Everton. Það er augljóst mál að það koma 30-50 langir krossar og háar sendingar í hverjum leik sem hávaxinn og vanur skallamaður eins og Coates gæti sinnt blindandi allan daginn.
  Í staðinn er Agger og Skrtel að díla við þessa fallhlífarbolta togandi í skyrtur, takandi áhættur og búa til óöryggi. Hef sagt það áður hér að þetta miðvarðarpar okkar er of mistækt og ekki nógu gott til að koma Liverpool aftur í CL. Við munum aldrei rífa okkur upp töfluna nema við vinnum svona tuddalið reglulega. Með Johnson sem sóknarbakvörð sem hugsar bara frammávið þá þurfum við betri miðvörð til að stjórna vörninni.

  Vorum annars með West Ham algerlega í vasanum fyrsta hálftímann og það á engu máli að skipta þó Cole komi inná. Við eigum að finna blóðbragðið og klára svona leiki á meðan lið eru hrædd við okkur.

  En fokk it. 2-1 í hálfleik og þessi West Ham vörn er svo slöpp að við eigum alveg að geta snúið þessum leik við. Áfram Liverpool.

 38. Sé BR fyrir mér á blaðamannafundinum á eftir “liðið lék frábærlega og allir leikmennirnir eiga heiður skilinn fyrir að leggja sig 100% fram”!!!

 39. Mistök hjá Rodgers að setja ekki Carra eða Agger í bakvörðinn þegar Enrique meiddist, máttum ekki við því að veikjast í loftinu.
  Fyrir utan það að Downing kann bara ekki að verjast

 40. Jæja við getum allavegan huggað okkur við það að fallbaráttan verður spennandi eftir áramót.

 41. Ég meina ok að rakka Cole og Downing niður…..En HVAÐ er Allan að gera þarna inná?

 42. Það er lítið að gerast í þessum hjá okkurí auknablikinu og maður sér ekki alveg hvaðan mark ætti að koma á þessari stundu. 1 stig úr þessum leik væri frábært miðað við stöðuna eins og hún er hjá okkur.

 43. Að menn hafi verið bölvandi C.Cole þegar hann var orðaður við Liverpool hérna í den. Er ekki að segja að ég hefði viljað fá Cole í liðið á sínum tíma en hann er að eiga ansi góðan leik fyrir WH.

  Betri en allir þessir “frábæru” leikmenn sem Liverpool hefur innan sinna raða.

 44. liverpool er allavega ekki að fara að koma með eitthvað comeback, það hefur ekki gerst í háaherranstíð!

 45. Hef þessa tilfinningu í þessum leik sem ég hef ekki haft oft í þessu tímabili og það er að við erum lélegra liðið í leiknum.
  Held að það hafi aðeins verið á móti Arsenal sem við áttum skilið að tapa.

  Því miður. Við erum ekki líklegir að skora í seinni hálfleik. Væri stórkostlegt að ná að pota inn jöfnunarmarki hérna. Kominn tími að við fáum eitthvað út úr leikjum sem við eigum ekki skilið.

 46. Jæja Henderson, sýndu mér nú að ég hafi rangt fyrir mér með að þú sért ekki nógu góður fyrir Liverpool!!

 47. Haha…3-2……Cole og Shelvey skora báðir…mátulegt á alla fýlupúkana hérna fyrir ofan.

  Komment dagsins: Helginn #30

 48. Ég talaði um það í hálfleik að við þurftum smá lukku, og við fáum sjálfsmark!

  Nú vil ég bara að við setjum eitt í viðbót

 49. Jólin eru að koma, nú skála ég í einum íííísköldum jóla Tuborg! :O)

 50. Þokkalegt 🙂 tölvan slökkti á sér í stöðunni 2-1, svo þegar ég næ aftur útsendingunni þá er staðan 2-3. YNDISLEGT ! ! 🙂 Vona bara að engin hafi slökkt í hálfleik 😉

 51. Johnson má alveg vera duglegri að láta vaða á markið enda hörku skotmaður. Best væri að Downing myndi sleppa því samt alveg.

 52. Shelvey var víst e-h tíma í unglingaliði West Ham sem þýðir að þeir eru þrír fyrrum leikmenn WH sem hafa skorað gegn sínu gamla félagi!

 53. Það má segja ýmislegt um Joe Cole…En hann virðist kunna að skora og það er meira en sumir í þessu liði…

 54. AAAAAhhh… hvernig væri að spila smá possession núna í lokin??? STRESS!

 55. Það er ofar mínum skilningi afhverju Shelvey fékk ekki víti!!!! En þetta er víst dómgæslan sem við erum búnir að fá í vetur!!!!

 56. Kannski allt í lagi að vekja athygli á snilldarskiptingu Rodgers: Lucas út, Henderson inn, færa Allen aftur og auka vinnsluna á miðsvæðinu. Skilaði nokkrum góðum sóknum og tveimur mörkum. Setur Coates inn í restina til að taka pressuna og skallana og færir Sterling fram í skyndisóknirnar – vel lesið hjá Rodgers.

 57. Frábær sigur og þvílíkur karakter í þessu liði! Æðislegt. Ég samt skammast mín fyrir að halda með sama liði og margir hérna. Þvílíkir antistuðningsmenn og bara alls ekki það sem við þurfum á að halda um þessar mundir. Hvað um það, við erum klárlega á réttri leið og ef þetta verður ekki til að auka sjálfstraustið hjá liðinu þá veit ég ekki hvað þarf til!! Go LFC!!!!!!!!!!

 58. jæja loksins er smá heppni hjá okkar liði það var komin tími á það. JEHÚÚÚÚ

 59. Góður sigur og sammála Whelan hér að ofan með skiptinguna, breytti leiknum. Og nú bara fjögur stig í fjórða sætið, gera góð kaup í janúar og allt getur gerst! Glasið er meira en hálffullt hjá mér enda þessi líka fíni jólabjór. :O) Gaman að fá góðan útisigur í dag, skál fyrir því!!

 60. Já BR sýnir enn og aftur að hann þorir, vill og getur breytt gangi leikjanna með taktískum ákvörðunum sínum.

  Upp með hausinn neikvæðu félagar og njótið rönnsins okkar, það verður mun lengra 😉

 61. Varð nú bara að kommenta hérna, e-ð sem ég geri nánast aldrei… las öll kommentin í hálfleik en lét samt vaða og horfði á seinni hálfleik… betra liðið allan seinni hálfleik, west ham fékk ekki færi, joe cole skoraði og átti second assist, downing þokkalega solid í bakverð og henderson með góða innkomu (góð skipting hjá Brendan)… hvernig væri að allir þessir neikvæðir.is myndu sleppa því að kommenta hérna, liverpool fær á sig mark og það er hraunað á allt og alla, reka þjálfarann, menn að tala um að lána þennan og hinn… ætla að vona að þessi sem slökkti á í hálfleik sleppi því að horfa á næsta leik, leikurinn er 90+ en ekki 45mín…

  kv. Jákvæður.is

 62. Skal sleppa að kommenta framvegis eigin neikvæðu skoðanir. Ótrúlegt comeback. Trúi ekki að Shelvey fékk ekki víti í lokin.

 63. Mikið er gaman að lesa komment eftir ákveðna einstaklinga hér inni, eins og Deus, Dabbster, Ben, Goggurinn, Bjartur og Þreyttur! Alveg hreint yndisleg komment frá þessum einstaklingum. Og sérstaklega jákvæðir og skemmtilegir og umfram allt, málefnalegir. Og merkilegt nokk að þeir skuli vera stuðningsmenn Liverpool. Þvílikir svartsýnisjólasveinar. Það er allavega lámarkið að menn leyfi leikjum að klárast áður en við getum hlegið að kommentum ykkar!

 64. Þær verða nú varla erfiðari fæðingarnar en þessi

  En vá hvað ég er sáttur

 65. 106 ég stend við orð mín Joe cole getur ekki neitt þó svo að hann hafi skorað eitt mark en frábær sigur kominn tími til að við snúum svona leikjum við 🙂 og ég er yfirleitt ekki með neikvæð comment hér og ég er alls ekki samála því að BR sé lélegur hef aldrei sagt það stend með honum í þessu stríði! Var meira segja einn af þeim sem vildi fá hann sem knattspyrnustjóra áður en hann var orðaður við okkur snilldarstjóri sem vantar aðeins uppmannskap þá er þetta komið!

 66. 106

  Ég er ennþá á sömu skoðun.

  Þ.e.a.s. við hefðum átt að fá víti (léleg dómgæsla)

  Joe Allen var lélegur (mitt mat) en hann var einnig lélegur í Evrópuleiknum í síðstu viku.

  Við erum búnir að borga allt of mikið fyrir menn eins og Carroll, Henderson, Allen og Downing mv. hvað þeir skila liðinu.

  Ef ég er svartsýnisjólasveinn þá verður það bara að vera en ég áskil mér allan rétt á að birta hér mínar skoðanir á liðinu mínu.

Hamrarnir í East End heimsóttir

West Ham 2 – Liverpool 3