Hamrarnir í East End heimsóttir

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Sunnudaginn 9.desember halda rauðu drengirnir okkar í suðausturátt og keppa við nýliðana í West Ham á Upton Park í London. Sú ferð kemur í kjölfar fínnar ferðar til Udine á fimmtudaginn þar sem liðið tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum Europa League, nokkuð sem ætti að þýða aukið sjálfstraust í hópnum og hvetja menn til dáða.

West Ham hefur í gegnum söguna verið lið sem þekkt hefur verið fyrir að spila léttleikandi og skemmtilegan fótbolta og þaðan hafa komið margir mjög góðir knattspyrnumenn. Ferdinand bræður, Carrick, Lampard og okkar eigin Glen Johnson og Joe Cole í nútíðinni, Tony Cottee, Trevor Brooking, Billy Bonds og fleiri flottir áður fyrr.

Eigendaskipti hjá liðinu fyrir tveimur árum þýddi hins vegar umsöðlun í stefnu félagsins þegar ráðinn var einn helsti höfundur “hit and hope” fótboltans í heiminum, Sam Allardyce, til að stýra klúbbnum. Við ansi misjafnar undirtektir áhangenda félagsins sem margir eru enn ósáttir við þá ráðningu og leikstílsbreytinguna sem í kjölfarið að sjálfsögðu fylgdi. Allardyce er sennilega sá sem hefur oftast í gegnum tíðina verið duglegastur að rífa sig um klúbbinn okkar og þá sem þar starfa, í samkeppni við hina munnfroðuna Neil Warnock, og hann er án vafa sá stjóri í Englandi sem mér er verst við. Lang!

En því miður hefur West Ham staðið sig vel undir stjórn “Fat Sam”, liðið komst upp úr ensku Championship-deildinni í fyrstu tilraun og situr í dag í 8.sæti með 22 stig, þremur stigum meira en okkar drengir hafa náð að safna. Flest þeirra stiga hafa safnast á heimavelli og þar hefur liðið einungis tapað einum leik af átta. Liðið er, eins og öll lið Allardyce, samansett úr stórum og sterkum leikmönnum í meirihluta sem byggir á að liggja aftarlega og skora úr skyndisóknum og föstum leikatriðum. Liðið er skynsamt og skipulagt og verður alls ekki einfaldur biti að ætla að kyngja á Upton Park, rétt eins og Rafa vinur minn og nýja liðið hans fann nýlega í 3-1 tapi.

Lykilmenn þeirra eru markmaðurinn Jaskelainen, varnarmaðurinn James Collins, miðjubuffið Mark Nolan og til að skora kalla þeir til Kevin Nolan og Carlton Cole, sem hefur verið að spila vel í fjarveru Andy Carroll. Carroll karlinn meiddist enn á ný og verður frá í tvo mánuði en hefði hvort eð er ekki mátt spila gegn okkur þar sem lánsmenn mega ekki spila gegn sínu liði. Ekki það að hann sé nú búinn að ná að brillera blessaður…

Í okkar liði verður höggvið stórt skarð. Luis Suarez verður í leikbanni út af gulum spjöldum og það munar satt að segja töluvert um það, nú er kominn tími á að einhverjir aðrir stígi upp í markaskoruninni! Að mínu mati er liðið búið að vera sýna mikinn stíganda í varnarleik sínum og færist stöðugt nær áherslum Rodgers í því að halda bolta og stjórna leikjum. Í Udine sá maður svo skynsemi og yfirvegun utan smáatriðs í blálokin. Svo ég er þrátt fyrir allt og allt bara ansi bjartsýnn um það að við getum náð úrslitum í London þrátt fyrir fjarveru “El Pistolero”.

Aðrar fréttir úr leikmannahópnum eru að Nuri Sahin nefbrotnaði á fimmtudagskvöld og verður væntanlega ekki með en Andre Wisdom verður líklega tilbúinn til að taka þátt í leiknum. Martin Kelly enn meiddur en Agger og Lucas pottþétt að koma inn í liðið aftur.

Stóra spurningin verður auðvitað hvernig þjálfarateymið ætlar að bregðast við margnefndri fjarveru sjöunnar okkar og ég sveiflast á milli þessara tveggja útgáfa, annað hvort þessari:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Allen – Gerrard

Cole – Shelvey – Sterling

Eða þessari:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Lucas – Allen – Gerrard

Sterling – Cole – Enrique

Ég vona sjálfur að við sjáum efri útfærsluna, en hvað veit ég!

Eins og ég sagði hér ofar þá hef ég trú á liðinu, hvaðan sem hún nú kemur. Erfiður útileikiur gegn “HandH”-liði stuttu eftir langt Evrópuferðalag hefur nú ekki endilega reynst okkur vel í gegnum tíðina en eftir nokkrar góðar frammistöður liðsins í röð þá hef ég trú á því að liðið sé að öðlast það sjálfstraust sem þarf til að fara á útivelli upp með kassann og safna stigum utan Liverpool. Ég held líka að ósanngjarnt tap gegn Tottenham í síðustu Londonferð drengjanna hvetji þá til dáða.

Þetta verður ekki endilega fallegur leikur, en mín spá er 0-1 sigur okkar manna þar sem markið mun koma úr óvæntri átt. Eigum við ekki að skjóta á að Joe Allen setji sitt fyrsta í rauðri treyju?

KOMA SVO!!!!!!!!!!

46 Comments

 1. Þetta er haft beint eftir vini mínum M. Owen sem heldur áfram að toppa sig og hækka í áliti hjá mér endalaust. Tekur svo reyndar fram að sín bestu ár hafi verið hjá Liverpool og hann sjái ekki eftir neinu en það er sama þetta er algert virðingarleysi við klúbb sem gerði hann að einum hættulegasta framherja evrópu, maðurinn er greinilega fífl.

  Þegar ég horfi til baka og velti fyrir mér hvað hefði getað gerst, þá er ekki spurning að ég hefði náð lengra ef ég hefði alist upp hjá Manchester United. Ég er all-sannfærður um að þá hefði ég verið á toppnum mun lengur.

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir góða upphitun Maggi og til hamingju með sigurinn í gær. Vonandi verður þú jafn sigursæll í leiknum á morgun sem verður hunderfiður og sigrast líklega á einu marki til eða frá.

  Það er svo sem ekki miklu við upphitunina að bæta og satt að segja veit ég ekki hvernig liðinu verður skipað eða hverja ég vil helst hafa inni í byrjunarliði. Þó finnst mér Cole ekki eiga heima þar en samt aldrei að vita.

  Ég hallast þó að fyrri tillögunni með þeirri breytingu að Gerrard komi fram hægra megin í sóknarlínuna fyrir Cole og Hendo á miðjuna fyrir Gerrard. En ég segi eins og Maggi “hvað veit ég svo sem”.

  En sigur er það sem þarf og spáin 0 – 1 hugnast mér vel.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Fín upphitun.
  Owen sagði nú líka um daginn að hann hefði engan sérstakan áhuga á fóbolta lengur. Hungrið er líklega farið enda búinn að elta peninga ansi lengi. Að segja að United séu betri kostur heldur en Liverpool í kjölfarið á umræðum um Sterling er ekki alveg nógu sniðugt. Haltu bara áfram að drekka kampavínið á veðhlaupabrautinni með Sir Alex vinur!

  En annars eru 18 mánuðir eftir af samningi Sterling. Þannig að þetta er nú allt stormur í vatnsglasi hjá bresku pressunni sem finnst ekkert skemmtilegra en að búa til slúður.

  Hef trú á Downing í seinni hálfleik. Kominn tími á að kallinn skori deildarmark. Vona allavega að liðið fari í Gung Ho fótbolta með alla fram ef leikurinn er ekki að vinnast síðasta hálftímann.

  Spá 2-1 eftir gríðarlega baráttu. Skrtl og Downing.

 4. Skíthræddur við þennan leik og það kæmi mér ekki á óvart að leikurinn endaði með jafntefli eða tapi okkar manna. Rennum algjörlega blint í sjóinn.

 5. Mitt glas er held ég alveg galtómt fyrir þennan leik. Horfum á þetta með skynsemi: þeirra styrkleikar eru föst leikatriði, flest mörkin sem við fáum á okkur koma úr föstum leikatriðum. Þeir vilja verjast og sækja hratt, við eigum í erfiðleikum með að verjast skyndisóknum. Þeir eru stórir og sterkir, við erum litlir og aumir. Loks er eini markaskorarinn okkar ekki með.

  Skrifað í skýin 1-0 heimasigur. Vonast þó eftir að ná stigi í leiknum, fer ekki fram á 3 eins og staðan er í dag.

 6. Gæðin á miðjunni og stöðuleikinn í vörninni skila þessu heim í þremur stigum. Þó að West Ham skori fyrsta markið þá er líklegra en hitt að LFC komi til baka. Þetta ætti þó að enda 0-2 með marki í hvorum hálfleik samkvæmt tilfinningunni. Hún hefur reyndar oftast logið að mér.

 7. Af hverju ekki bara að henda Suso fram er það ekki hans staða yfirleitt með yngri liðim spánar? skela honum bara í djúpulaugina

 8. Það á að blokka Sterling út úr liðinu þar til að hann skrifar undir – senda honum skýr skilaboð – að ef hann vill þessi leiðindi þá getur hann setið upp í stúku næstu 18 mán

 9. Er ég einn um það að Ngoo sé næsti úr ungliðaliðinu sem ætti að fá séns? Mér finnst hann flottur spilari, er fínn slúttari og stór og sterkur en samt enginn flækjufótur eins og Carroll. Fyrst að Suarez er í banni og Borini meiddur þá er alveg tilvalið að sjá Mr. Ngoo eða Morgan jafnvel. Ef þessir tveir koma ekki til greina hjá BR þegar lítið er um val á striker þá veit ég ekki hvað.

 10. Við getum ekki haldið Sterling í átján mánuði eins og allir eru að tala um. Hann á jú 18 mánuði eftir á samningi en hann er á unglingasamningi og ef önnur lið vilja hann og hann vill fara þurfa þau bara að borga uppeldisbætur. Svipað mál og þegar Arsenal stálu Fabregas og þegar við stálum Pacheco ef ég man rétt.

 11. Flott upphitun og tad rikir spenna fyrir thessum leik! Thetta er mikilvægur 6 stiga leikur og eg er alveg fullviss um ad Liverpool mæta klarir i thennan slag og gott gengi okkar manna heldur afram!

  Upp med høkuna!!

 12. 9 viltu í alvörunni hafa einhvern í liðinu sem við þurftum að neyða til að skrifa undir sammning ? Efast stórlega um að sá leikmaður gæfi sig allan í leikinn

 13. 13 það er ekki verið að neyða neinn til að skirfa undir eitt eða neitt en ef þessi ungi piltur NEITAR að skrifa undir og viill aðeins horfa í MAMMON þá er best að fá það fram stax og hann getur þá spilað fyrir MAMMON einhverstaðar annarstaðar eftir 18 mán
  Efast um að leikmaður sem spilar fyrir MAMMON EN ekki LIverpol sé góður fyrir félagið – menn verða að vilja spila fyrir Liverpool og þessi gutti er EKKI búin að afgreka NEITT a.m.k ENN.

 14. Ef Lucas spilar jafn vel og í síðasta leik (og þegar hann var upp á sitt besta fyrir meiðsli), þá hef ég engar áhyggjur af þessum leik. Hann gefur sóknarmönnum aukið frelsi og auðveldar vinnuna fyrir vörnina.

 15. West ham er sennilega með eitt lélegasta og leiðinlegasta liðið í deildinni á pappír, pappírinn segir reyndar ekki mikið eins og við þekkjum. Ef litið er á varnarlínuna þeirra: Winston Reid, Mccartney, Demel þessir þrír hefði maður haldið að væru allir í championship klassa en einhvern veginn fær allardyce þá til að haga sér á vellinum og þetta er að virka hjá honum um stundar sakir allavega. Ég væri til í að sjá Brendan fara í þennan leik með leikkerfið 5-4-1

  Reina

  Johnson Skrtel Coates Agger Enrique
  Lucas Allen
  sterling Gerrard Downing

  Vil sjá kafteininn á toppnum, hann er eini maðurinn inn á sem er í heimsklassa þó að hann hafi tapað hraða og krafti þá er hann góður klárari og yfirvegaður, þar að auki hafa þjálfarar haft orð á því að hann hefði getað orðið world class striker! Án Suarez á lpool samt að vera með mikið betra lið og við eigum alltaf að vera favourits á móti liði sem er nýkomið upp úr championship, spái þessu 1-2, þ.s dómarinn verður maður leiksins og afhentir okkur 2 vítaspyrnur, þær fyrstu í 28 leikjum að ég held. Stevie G skorar úr þeim báðum!

 16. Vonandi vinnur liverpool en þetta verdur erfidur leikur an suarez,en vitidi hver er munurinn á kennurum og QPR………………….

  Vinna aldrei um helgar 🙂

 17. Ég get ekki verið sammála því það McCartney og Demel séu á Championship klassa báðir fínustu bakverðir og liðið bara frekar sterkt á pappírnum með mjög flotta breydd miðað við nýliða. Liðið hefur aðeins tapað einum heimaleik, það gegn Arsenal en meðal annars lagt Chelsea og gert jafntefli við Man City svo alls, ALLS ekki vanmeta West Ham liðið

 18. er sammála seinni uppstillingunni hjá þér fyrir utan cole… ætla að vona að hann stilli shelvey upp fremstum en annars alveg eins og í seinni uppstillingunni

 19. Ég er 100% viss um að Joe Cole er ekki að fara að byrja þennan leik.
  Ég held að Downing byrji, Suzo og Sterling. Svo á miðjuni verða Gerrard, Lucas og Allen. Glen, Agger, trölli og Enrique.

 20. Glatað að þurfa að tefla fram Shelvey eða Cole í fremstu víglínu í fjarveru Suarez. Maður á einfaldlega ekki til orð yfir þessa vitleysu í sumar að hafa ekki fengið a.m.k. tvo framherja.

  Hvort sem um City, Liverpool eða QPR sé að ræða. Þá á að hafa a.m.k. 3-4 notanlega framherja í leikmannahópnum.

 21. Hver er Mark Nolan? Meinaru ekki Mark Noble?

  En annars væri ég til í að sjá einfaldlega Gerrard sem framherja á morgun eða þá nota þessa ungu stráka eins og Ngoo eða Yesil.

 22. Er það ekki þannig að ef við skorum, þá mun það koma úr óvæntri átt.. Skrtel og Johnson bara. Látum vörnina sjá um þetta.

  YNWA

 23. Hvernar er Borini væntanlegur ?
  Það væri flott ef hann kæmi fljótlega inn og kannski 2 aðrir sóknarþekjandi leikmenn.

 24. Nú er Ronaldo að tala um að hann vilji fara frá Real Madrid, hvernig væri að Liverpool myndi kaupa hann? Fá svona alvöru 60 marka mann!

 25. Hahaha ronaldo

  Í fyrsta lagi var hann í manchester united og kemur aldrei i liverpool
  Í öðru lagi kostar hann alltof mikið eða svona 100 m punda
  Í þridja lagi er hann með alltof há laun fyrir liverpool
  Í fjórða lagi myndi suarez liklega ekki skora jafn mikið ef ronaldo væri í liðinu
  En ég veit alveg að þu varst að grínast.
  En væri til í að fá einhvern til að hjálpa suarez frammi t.d. Eriksen eda Willian.En vona ad gerrard fari að standa sig og þá mun suarez skora mun meira og við gætum vel náð 5-6 sæti.

 26. Ég held að Liverpool vinni þriðja 1-0 sigurinn í röð, segjum að einhver mjög óvæntur skorar, skjótum á Suso.

 27. Þetta spjall hefur algjörlega hrunið í gæðum síðast liðið ár eftir að allir þeir sem voru á Liverpool.is eru komnir hingað inn.

  Legg til við stjórnendur þessa spjalls að taka upp niður þumalinn að nýju og að þau ummæli sem fá10 þumla niður verði falin. Það gerir það eitt að verkum að þeir sem fá falin ummæli trekk í trekk hætta að skrifa á þetta spjall.

 28. Margir gagnrýna Joe Allen fyrir að sinna sóknarleiknum svo lítið, ég las tölfræði um daginn um að hann ætti flestar ‘second assist’ sem er sémsagt sá sem sendir á þá sem leggja upp mörkin. Ef menn fylgjast vel með honum, þá er hann alltaf á fullu í að pressa. Hann mætti samt fækka brotunum rétt fyrir utan teig.

  Annars spái ég 1-1. Hamrarnir eru erfiðir.

 29. Það er skrifað í skýin að þessi leikur endar jafntefli, annað hvort 0-0 eða 1-1. Því miður, en þetta west ham lið er svona “semi stoke” lið. “stóri” sam og pulis virðast vera með sömu hugmyndafræði um hvernig lið þeirra eigi að spila. Ég vona að léttleikandi lið okkar vinni sigur á tuddunum frá London. Held að þetta endi jafntefli, en vonast eftir 0-2 sigri, Gerrard og Johnson með mörkin vonandi.

 30. Fínt að það sé kominn þjálfari til Liverpool sem kemur með smá greddu og cojones í þetta. Allir alvöru leiðtogar stjórnast af fleiri en einum líkamshlut! Rodgers sýnir að hann er bara mannlegur.

  Sammála því að það mætti taka upp gamla þumlakerfið aftur. Nokkrir ágætir pennar hérna en liverpool.is útvötnunin er að verða of sterk. Þessi leikur á morgun er alltaf að fara enda 1-1. Það er bara vitað.

 31. Reina
  jhonson agger skrtel enrique
  henderson lucas sahin
  cole gerrard downing

 32. Kop menn fyrst og fremst við ég byrja á því að hrósa ykkur fyrir muy góða síðu! Aðeins oggu ponsu lítið sem ég hef að gagnrýna og það er að hvergi stendur kl hvað leikurinn er í upphitununum ykkar, mættuð laga það. Annars tipp topp síða!

 33. Enn einn “úrslitaleikurinn” í dag. Þá á ég við að L-pool þarf að vinna flesta næstu leiki í dag til að eiga möguleika á 4. sætinu. Verum bjartsýnir og tökum þetta í dag!

 34. Kummi

  Þetta stendur alltaf hægra megin á síðunni, dálkur sem heitir næsti leikur.

 35. Krummi, er þetta ekki nægilega áberandi fyrir þig.
  NÆSTI LEIKUR
  West Ham
  Boleyn Ground
  Premier League
  9. desember kl. 16:00

  🙂

 36. 31 Valdimar Kárason

  kjánaleg hugmynd , reglurnar sem eru nú þegar fyrir duga alveg . þetta er sida fyrir studningsmenn LIVERPOOL og alla studningsmenn LIVERPOOL , ekki bara fyrir þá studningsmenn sem eru samála hvor ödrum .

 37. Ég held að þetta verði okkar megin og nú verða allir að leggja sig fram ca 110%. Hef tekið eftir því að þegar Suarez er að prjjóna sig í gegn þá eru menn ekki að bjóða sig, heldur horfa bara á snillinginn fífla menn uppúr skónum en þetta þarf að laga og vonandi búnir að því. TÖKUM ÞETTA OG KOMA SVO.

 38. þetta verður easy leikur
  ég spái 4-0 okkur í hag
  Downing seturann.

 39. Held að vandamàlið með þumlana sé að fæstir kunna að nota þà, þeir e ga ekki að vera til að segja hvort menn séu sammàla ummælunum, heldur hversu góð þau eru. Með þumli niður lenda menn í því að fà þumla niður ef margir eru ósammàla, þó að ummælin séu góð. Eða það finnst mér amk. Og ég er sammàla að standard à ummælunum hefur farið niður, en það er erfitt fyrir stjórnendur að sporna við því.

 40. Þumlar og ekki þumlar, umræðan hérna fór í steik þegar þumlakerfið var tekið upp, menn voru að setja fram skoðanir og voru þumlaðir niður. Þegar svo aðrir fóru að svar og vísa í þeirra ummæli sem voru þá e.t.v. horfin var umræðan orðin ansi súr á köflum.
  Therefore, er betra að hafa meira af “ógáfulegum” athugasemdum og hafa heilsteypta umræðu en fara í þumlakeppni.

  Síðurhaldarar hafa líka verið aggressívir að henda út rusli sem er þó of mikið af :-).

Udinese 0 Liverpool 1

Liðið gegn West Ham