Liðið gegn Udinese

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Byrjunarliðið í lokaleik riðilsins er sem hér segir:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Allen – Sahin

Suso – Suarez – Downing

Bekkur: Jones, Wisdom, Coates, Shelvey, Cole, Assaidi, Sterling.

Þetta er mjög sterkt lið. Lucas, Agger og Gerrard voru skildir eftir heima og Sterling er á bekknum en að öðru leyti er þetta sterkasta byrjunarlið sem hægt hefði verið að stilla upp undir kringumstæðum.

Þetta er massífur leikur, hafið það á hreinu. Það væru mikil vonbrigði að komast ekki áfram eftir að hafa verið nokkrum mínútum frá því að tryggja það í síðasta leik. Eins myndu góð úrslit í kvöld gefa tóninn fyrir spennandi vormánuði.

Áfram Liverpool!

35 Comments

 1. Vona að Suso fái að klára leikinn. Hann getur skapað færi þessi strákur.

 2. Vissi ekki að Gerrard yrði eftir heima þegar ég gerði upphitun. Þannig að ég er sáttur við bara tvær villur í minni spá á byrjunarliði. Allen og Suso.

  Hefði verið gott að geta hvílt Johnson ásamt hinum brothættu leikmönnunum okkar (Gerrard, Lucas og Agger) en þetta lið á að klára þetta verkefni.

 3. Giftur karlmaður, með tilbreytingu í huga, óskar eftir að komast í kynni við Liverpool – Udinese sem fram fer á eftir. Áhugamál eru margvísleg og nægir að nefna langir strandtúrar á göngunni, mata góðan eld og að stíga létt dansspor við sönglög Sigurðar Hróbjartsonar frá Möðrudal.

  Svar óskast merkt “Liverpool Udine” hér að neðan, fullum trúnaði heitið.

  (er einhver með link á leikinn??)

 4. Sterkt lið ? Kannski, en er það nógu sterkt til þess að vinna udinese á útivelli, held ekki. 1-1

 5. Skemmtilegt lið en full margir sem ég hefði viljað sjá hvílda. Hefði vel sætt mig við Wisdom-Carra-Coates-Downing vörn og gef hinum þremur frí auk Allen. Cole eða Assaidi svo í stöðuna sem Downing á að vera í.

 6. Sahin Strax út af ekki gott var að vonast eftir því að hann færri að detta í gang aftur…

 7. Í guðana bænum vona ég að þeir hætti að spila svona rólega á aftasta mann,, ég bíð eftir marki þegar þeir missa boltan í þessu dúli sínu, þeir eru alveg búnir að lesa spilamennskuna út hjá Liverpool…

 8. ég ætla að giska á að annaðhvort vinnum við 3-1 og Anji gerir jafntefli við Young boys, eða við gerum jafntefli og Anji vinnur Young boys 3-1, ef hvorugt gerist er alveg út úr myndinni að ég sé berdreyminn 🙂

 9. Mikið pirrar það mig að hafa Shelvey á miðjuni,, hann er sterkur og þokkalega góður en hann gjörsamlega getur ekki lesið leikin, gefur alltaf tilbaka alveg sama þó engin sé í honum.

 10. Smá spurning til ykkar allra….finnst einhverjum fleirum Henderson eiga sína bestu leiki í þessari djúpu-miðjustöðu? Hann er búinn að vera virkilega góður í kvöld.

 11. Young Boys að komast yfir á móti Anzi og því er algjörlega nauðsynlegt að sigra þennan leik ef YB munu vinna sinn leik.

 12. 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik, bara nokkuð ásættanlegt, þó Liverpool er búið að vera betri aðilinn, þarf bara kenna þeim að klára skyndisóknir og ekki stoppa alltaf þá kemur þetta 🙂 vona að þeir haldi áfram svona í seinni, Suarez var nálægt því að setjan rétt fyrir hálfleik, hann á eftir að setjan

 13. Deja vu frá leiknum á Anfield; 1-0 í hálfleik þar sem við vorum talsvert betri. Vonandi ná líkindin við þann leik ekki lengra.

  Annars var Anzhi að jafna en það á ekki að skipta máli þar sem menn girða sig í brók og klára þetta í Udine.

 14. Það er stutt á milli – eins og staðan er núna vinnum við riðilinn en ef Udinese jafnar erum við dottnir út…

 15. Getum við ekki bara klárað svona leiki? Ef þetta annað mark fer ekki að detta fáum við það í andlitið.

 16. Allen með nokkrar arfaslakar sendingar beint á mótherja á hættulegum stað. Ekki góður leikur hjá honum.

 17. di natale að koma inná væntanlega, kæmi mér ekki á óvart að hann setti eitt kvikindi. 🙁

 18. Það sem er hættulegt við svona leiki er að við eigum að vera löngu búnir að gera útaf við þetta og getum þess vegna fengið þetta beint í andlitið. Annars vonum við það besta og Pasquale að fá rautt sem er bara bónus 🙂

 19. Helvíti er Brendan eigingjarn á boltann:)

  Flott að komast áfram það er ef við vinnum þessa dollu.

  YNWA

 20. Rosalega varð ég stressaður þegar þeir byrja að tefja og halda boltanum án þess að reyna sókn,,,, meina Ude þurfa bara 1 mark þá gæti allt farið í vaskinn,, hefði viljað sjá það halda áfram í sóknarbolta einum manni fleiri,, 2 mörk þá má fara að tefja,, en þetta hafðist, til hamingju Liverpool menn

 21. Djöfullinn, hélt að leikurinn væri kl. 8. Anskotinn að hafa ekki veðjað á leikinn, Udinese með engu að keppa og Liverpool varð að vinna. Frábært að vera komnir í úrslit.

Udinese úti

Udinese 0 Liverpool 1