Opin umræða

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Það er ekkert að frétta. Ræðið það sem þið viljið.

49 Comments

 1. Ekkert að gerast í samningamálum Sterling? Hefur ekkert heyrst frá honum eða hans fólki nýlega?

 2. Góðan daginn

  Ég vildi bara þakka fyrir frábæra síðu, umfjöllun og upphitanir. Alger snilld að hafa svona síðu og sjá umræður um okkar ástkæra félag. En annars held ég að við eigum ansi erfiðan leik framundan við Udinese á fimmtudag. Vona að BR stilli upp sterku liði. Gott að sjá Lucas aftur kominn til að halda þessu liði saman. Ég man þá daga þegar honum var blótað í sand og ösku fyrir það hvað hann væri hrikalega lélegur. Sýnir kannski best hvað við FM stjórar kunnum mikið í stjórnun fótboltaliða :o).
  En annars frábær síða og áfram LIVERPOOL.

 3. Annað.
  Hvernig líst ykkur á að fá Demba Ba á 7 millur frá Newcastle. Er þetta ekki 20+ marka maður?
  Ef ég skil þetta rétt þá er klásúla í samningnum um að hann geti farið á 7 millur.

 4. Björgvin, þetta með Ba, er það ekki bara ef það er lið í meistaradeildinni. Einhverstaðar las maður það slúður.

 5. Hvað finnst ykkur um þá tillögu mína að auka fé til rannsókna úr opinberum sjóðum, á því hvort einærar plöntur hafi það í rauninni betra en tvíærar plöntur, þegar allt er tekið með í reikninginn, s.s félagsleg staða plöntunnar, almenn lífsgæði og út frá þeirri athygli sem hún fær ?
  Mér finnst allt of lítið hafa verið gert í því að rannsaka þessi mál.

  Annars eru bara 7 stig í þriðja sætið og leiðin liggur uppávið. Ég er bjartsýnn og jákvæður og get ekki beðið eftir næsta deildarleik. Fáum einn upphitunnarleik á móti Ítölunum inná milli þarna, en fókusinn verður á deildarleikinn.

  Insjallah..
  Carl Berg

 6. Djöfulsins vidbjódur er tetta fyrirtæki 365 midlar.
  Liverpool hefdi átt ad vera í opinni dagskrá á fimmtudaginn tví sá leikur
  er fyrr en Tottenham leikurinn en audvitad troda teir inn einhverjum
  Kobenhavn – Steue bucarest eda eitthvad bara til tess ad fordast ad hafa okkar leik í opinni dagskrá.
  Helvítis fífl

 7. Raheem Sterling verður ekki 18 ára fyrr en 8. des. Þangað til má hann ekki gera atvinnumannasamning þannig að við skulum bara bíða rólegir þangað til. Þennan tíma nýta slúðurblöðin til að koma allskonar sögum af stað, ekki trúa öllu sem þið lesið.

 8. Það má nú kannski nefna það líka að helst er að frétta að búið er að draga í 3. umferð FA Cup og þar mætum við annaðhvort Mansfield Town eða Lincoln City en þessi lið mætast 12. des í endurteknum leik í 2. umferð. Bæði liðin eru í Conference deildinni (semsagt utandeildar).

  Alltaf gaman að dragast á móti svona litlum liðum í FA Cup, svona leikir geta klárlega orðið erfiðir því leikmenn þessara liða gefa sig alla í svona leik.

 9. Það væri samt betra ef að Sterling myndi látta okkur vita hvað hann hyggst gera 8. des.

 10. Svo var lögreglan að yfirheyra 35m punda Andy Carroll, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham um daginn og meiddist svo. Ótrúlegt að þessi risa fjárfesting LFC er nánast að gufa upp. Ekkert af þessu virðist fréttnæmt meðal Liverpool aðdáenda. Það er öllum að verða sama.

  Tek það fram að ég var aldrei neinn aðdáandi Carroll, var ekki á móti því að lána hann og sakna hans lítið. Hefði viljað sjá hann í seinni hálfleik á móti Stoke en annars lítið hugsað um hann.

  En þetta er okkar dýrasti leikmaður frá upphafi, og hann á nokkur ár eftir af samningi. Ættli hann sé 10m punda virði í dag? Væri fróðlegt að vita hvað Big Sam væri til í að borga.

 11. 15. Var það lögreglumál að Andy skoraði loksins mark ? Þurfti lögreglan að yfirheyra hann útaf því ? 😉

 12. Nr.9
  Ég verð nú seint talinn vera einhver talsmaður 365miðla en hvar kemur það fram að fyrri leikurinn eigi að vera í opinni dagskrá? Kalt mat út frá þeirra sjónarhóli þætti mér það fáránlegt að hafa LFC leikinn í opinni dagskrá (ef þeir hafa val) enda lang stærsti markhópur þeirra hér á landi tengdur þessari keppni. Frá þeirra sjónarhóli skil ég þetta a.m.k. ágætlega.

  Nr. 15
  Þetta er að verða okkar sorglegasta fjárfesting Liverpool ever, þurfum að losna við þennan mann því miður.

 13. Hápunktur Liverpool stundar síðustu helgar var ekki sigurinn þó góður væri og kærkominn. Ég horfði á leikinn með rúmlega eins árs dóttur minni. Ég hafði klætt hana í Liverpool búninginn, bol og stuttbuxur, og þegar Carra kom inná og var í nærmynd benti hún á hann skælbrosandi og síðan á búninginn sinn. Hún var ekkert smá stolt yfir að klæðast sama búningi! 🙂 Mátti til með að deila þessari sögu í þessum opna þræði.

 14. Babu, það hefur margoft verið haft eftir 365 að þeir séu með “handahófskenndan leik” í opinni dagskrá… en samtsem áður þá er undantekningarlaust sá leikur sem spilaður er í Rússlandi kl.15:00 í opinni og svo aldrei nokkurntíma Liverpool leikur. . smá gruggugt það 🙂

  Skil þá vel að vilja ekki setja þá leiki sem fólk er að kaupa stöðina fyrir í opina dagskrá, en komið þá hreint fram og segið það bara 🙂

 15. Nr. 2 – Björgvin.

  Sammála þér með Lucas. Það var alltaf augljóst að þessi leikmaður væri snjall fótboltamaður og gæti lesið leikinn vel. Það vantaði hins vegar alltaf svolítið upp á líkamlegu snerpu og kraft í den. Það hefur verið í góðu lagi síðustu 2 ár. Á móti hefur hann verið að meiðast býsna illa að undanförnu. Ég bið til Guðs að hann verði heill það sem eftir lifir tíðar.

  Verði Lucas við hestaheilsu, þá þætti mér gaman að sjá Allen fá boltann meira fram á við.

 16. Eru ekki þrír íslendingar að spila með FCK?

  Hvað eru menn að kvarta?

 17. Horfði einhver á newcastle-wigan í gærkv. Ótrúlegt að dæma víti á öxl í öxl hjá tveimur leikmönnum, hvað þá að reka varnarmann wigan útaf ?? Svona er nú ósamræmið í dómgæslu hjá breskum dómurum í dag. Fróðlegt að bera það saman við þegar varnarmaður norwich var sekur um semi líkamsárás á Suarez í leik liðanna um daginn, og Liverpool fékk EKKI víti.

 18. Nr. 22
  Er það samt ekki þannig að þar sem hann dæmir brot þá verður hann að gefa rautt líka? Fáránleg regla að mínu mati sem eyðileggur leiki en hún er svona fyrir því.

  Nr. 19
  Mér finnst ég aldrei sjá neitt frá 365 um þessa leiki sem eru í opinni dagskrá enda líklega ekki hitamál hjá þeim að auglýsa þá. En það eina sem ég var að benda á (fyrst verið að var að kalla þá fífl) er að Europa League er alls ekki það góð söluvara. Ef Liverpool er með í þeirri keppni er það eitt af fáum liðum sem getur haft áhrif á sölu áskrifta hér á landi. Þannig að ég get ekki sagt að ég búist við mörgum Liverpool leikjum í opinni dagskrá (útiloka ekkert einn og einn samt). Gef 365 það líka að það er allajafna reynt að sýna hvern einasta LFC leik sem þeir hafa kost á.

 19. Mér líst vel á leik liðsins. Það var allt annað að sjá það á móti Southamton. Okkur vantaði klárlega defensive midfielder. Skil samt ekki að við eigum ekki einn til vara fyrir Lucas.

  Það má alveg benda á að Southamton haf ekkert getað en léleg lið geta samt komið og bakkað í vörn og léleg lið eiga erfitt með að skora mörk.

  Liverpool vann og allt miklu bjartara framunda. Það kæmi mér ekki á óvart að við fengjum leikmann eða leikmenn í janúarglugganum. Hlakka til.

  Rosalega væri gaman að fara lenda í fjórða sæti. Þá þarf maður ekki að eyða kvöldinu með konu sinni í Ikea og hitta þar formann Liverpool klúbbsins rölta þar líka á þriðjudagskvöldi.

 20. Jú Babu, ef hann var aftasti varnarmaður, en ég er ekki viss um að hann hafi verið aftastur. Ég er alveg sammála þér með þá reglu. Hún eyðileggur leiki, það á að vera nægjanleg “refsing” að dæma víti, því oft eru þessi brot ekki það gróf, og væru mörg hver ekki einu sinni gult spjald út á vellinum.

 21. Hvernig er staðan með Sterling, verður hann samningslaus á 18 ára afmælisdeginum ef ekki nást samningar og má semja við hæstbjóðanda?

 22. Ein spurning til ykkar hérna varðandi Pep Guardiola.
  Spennandi þjálfari og allt það en mynduð þið vilja fá hann til þess að stjórna Liverpool og þá, finnst ykkur hann vera búinn að sanna sig í raun sem klassa stjóri. Vissulega náði hann frábærum árangri með Barcelona og allt það en það hefur núverandi þjálfari gert líka með þetta lið og meira að segja verið að ná betri árangri en Guardiola.
  Ég er bara að pæla í þessu þar sem að margir united og chelsea aðdáendur halda varla vatni yfir þessum þjálfara. Það væri gaman að sjá hann taka að sér krefjandi verkefni.
  Hvað segið þið ?

 23. Væri ekki gáfulegt hjá 365 að vera með fótboltastöð og svo rest í stað sport og sport 2, lækka verðið aðeins og ná þá inn fleiri áskrifendum og meiri auglýsingatekjum í kjölfarið? eða vilja þeir halda áfram að ýta öllum í stream eða í að fjárfesta í gervihnattadisk. Ég neita að æla út 12.000 kalli á mánuði fyrir þetta dót. Frekar skelli ég mér út á leik í staðinn.

 24. Sterling er augljóslega með steikta umboðsmenn sem ætla að fá eitthvað fyrir næsta samning hjá stráknum. Þeir eru búnir að læða í slúðurpressuna endalausum sögum um að hann sé undir smásjánni hjá allra handa liðum.

  Hef trú á Rodgers en þetta er mjög erfitt verkefni hjá honum. Hann er ekki að fá peninga. Hefði viljað fá í það minnsta tvo góða leikmenn í janúar en það eru litlar líkur á því að það gerist. Vil frekar gefa ungu strákunum tækifæri áfram en að kaupa meðalmenn fyrir uppsprengt verð.

  Þeir hafa allir staðið undir væntingum og gott betur en það. Sterling, Shelvey, Suso og Wisdom. Eini ungi leikmaðurinn sem hefur ekki staðið undir væntingum er Henderson. En ég hef enn trú á því að hann geti komið til.

  Það er slúðrað um að Tom Ince komi til okkar. Er það ekki ágæt hugmynd?.

 25. Nr. 29

  Brendan Rodgers er kominn til að vera…..það er bara þannig…

 26. Já, Brendan Rodgers áfram takk. En ég veit ekki með Shelvey sem framherja. Vantar svoldið uppá móttökur hans, en hann getur svo sem alveg skotið á markið. Getum við ekki prófað að nota bara Jordan Ibe? 🙂 Hann var að skora þetta mark rétt áðan!

  https://www.youtube.com/watch?v=vZp1sTFaI2Q

 27. Heyrði í kaffiteríunni á Gatwick 2 menn í jakkafötum tala um skipti á Downing og Bent. Frekar dýr jakkaföt.

 28. Bent og Downing, ok það væru bara allt í lagi skipti. Er ekki Bent 20 + maður ef hann fær að spila. Hann er kannski ekki ungur eins og Henry og félagar vilja. Mér líst vel á Sturridge fyrir 9-11 – milljónir. Svo er alltaf hægt að fá einhverja framherja að láni til vorsins. Á ekki Real, Inter, Milan og Barca framherja í röðum sem hægt væri að nota til vor? Ef enginn peningur er til þá er sjálfsagt hægt að fara í svoleiðis pælingar en það er spurning hversu öflugir slíkir tappar væru.

 29. Nokkrir punktar um leikmenn sem eru orðaðir við liðið.

  Bent: Ákaflega óspennandi leikmaður að mínu mati. Veit að hann er búinn að skila sínum mörkum í gegnum tíðina en við erum Liverpool… Darren Bent á bara að mæta á Anfield sem gestur.

  Sturridge: Ungur, en ekki lengur efnilegur. Hann er eins og hann verður. Mjög eigingjarn leikmaður og maður hefur lesið að hann sé algjör hrokagikkur. Ekki mjög spennandi, sérstaklega ekki fyrir meira en 10m punda. Fínn fyrir minna.

  Ba: Hefur spilað vel fyrir NUFC og ég er alveg ágætlega spenntur fyrir honum. Skorar mörk en virkar ekkert voðalega hæfileikaríkur. En það skiptir svo sem ekki máli á meðan mörkin koma. Ef hann kemur verður Liverpool fjórða liðið hans síðan 2011.

  Tom Ince: Ég hef bara aldrei séð þennan dreng spila. Jújú, þessar klassísku YT klippur en alls ekki nóg til þess að heilla mig neitt sérstaklega. Þaðan af síður þegar talað er um að við séum að fara borga nálægt 10m punda fyrir hann. Ég veit, ég veit. 35% klásúlan og allt það.

  Theo Walcott: Já takk. Forheimskur þegar kemur að því að skilja fótbolta… en er kvikur og getur sprengt upp varnir. Væri flottur í 4-3-3 kerfið hjá BR. Er hinsvegar ansi hræddur um að launakröfurnar séu of háar og að hann fari hreinlega bara í eitthvað lið sem er nær því að vinna titla.

  Man ekki eftir fleiri leikmönnum í augnablikinu.

  En þetta dæmi allt saman með Sterling. Sko, ég veit að hann er bara 17 ára. En ég er bara ekkert sérstaklega hrifinn af honum. Mér finnst alveg ótrúlega lítið koma út úr honum sókarlega og varnarlega er hann náttúrulega bara farþegi. Og þessi brandari með að láta hann spila landsleik er nú meiri vitleysan. Ef FA hefði ekki átt á hættu að missa hann til Jamaíku þá væri hann ekki búinn að spila A-landsleik.

  Ég hef fulla trú á að Liverpool muni bjóða honum þann samning sem Sterling biður um, klúbburinn hreinlega verður að gera það. Það verður allt geðveikt ef FSG neitar að semja við hann og hann endar á að fara til mufc eða City. En hvort hann hafi nokkurn áhuga á að semja, það verður að koma í ljós.

  Persónulega held ég að hann fari.

  Annars var ég á Liverpool – Soton um helgina. Stemningin á vellinum var ótrúlega léleg. Mikill pirringur í áhangendum í hvert skipti sem leikmenn gerðu mistök. Var samt auðvitað geðveikt að vera þarna og maður sá sérstaklega vel hvað munar mikið um Lucas.

  Annars bara ást og friður.

 30. Það væri mikið áfall ef Sterling færi. Það væri svo galið og óþolandi ef að efnilegur strákur eins og hann færi frá Liverpool eftir að vera búinn að fá tækifæri með liðinu. Eitt er að geta ekki keppt um dýrustu leikmennina en ef við getum ekki haldið ungu strákunum. Það er ekki í boði.

  Bent fyrir Downing er fínn díll fyrir báða aðila.

  Sammála 36 um Sturridge. Væri ekki slæmt að fá Ba. Hann á það sameiginlegt með Bent að geta potað inn mörkum. Við þurfum á því að halda.

  Er ekki að sjá Walcott koma en það væri ekki slæmt að fá hann.

 31. Demba Ba er miklu vænlegri kostur frekar en Sturridge.Menn þurfa að vera 20plús menn ef þeir geta ekki gefið frá sér boltann.Og hvað eru margir stjórar búnir að vera hjá chel$kí á sama tíma og Sturridge,enginn hefur veðjað á hann þannig að það er eitthvað að viðhorfi Sturridge.

 32. Langaði að negla út einni pælingu … Væri ekki sterkur leikur hjá Liverpool að fá bæði Bent og Ba í janúar glugganum ætti ekki að kosta mikið en klárlega menn sem geta skorað … Hvað segi þið spekingar ?

 33. Held að Sturridge hafi ekki fengið tækifæri hjá Chelskí af því að það hafa verið svakalegar kanónur í fremstu víglínu hjá þeim frá því að RA keypti liðið. Hann fék tækifæri há Bolton er það ekki og var bara nokuð seigur þar. Viðhorf og ekki viðhorf, ef hann skorar þá er þetta góður potari.

  YNWA

 34. Þar sem dagur rauða nefsins nálgast óðfluga. Hvernig væri að fá Sir Alex “nokkurn” Ferguson í heimsókn til landsins í tilefni þess?

  Annars er spennan orðin mikil fyrir leiknum gegn Udinese. Svolítið síðan við spiluðum Evrópuleik þar sem allt var undir. Nokkuð viss um að okkar menn klári þá áskorun og það sannfærandi!

 35. Menn verða nú aðeins að róa sig hérna í þessari Lucas dýrkun. Þetta nákvæmlega sama gerðist í fyrra, Lucas steig uppúr meiðslum og Liverpool spilaði vel fyrstu 2-3 leikina. Svo lærðu hin liðin á nýtt leikskipulag okkar liðs og allt hrundi í sama farið. Lucas er ekki að fara bera þetta lið hærra upp töfluna, til þess er hann of passívur. Gerrard og annarhvor kanturinn verða að vakna allrækilega ef við eigum að eiga nema smávon á að stelast í 4.sæti.

  Þetta er líka orðið lenska hjá Liverpool aðdáendum í gúrkutíð síðustu 2 áratuga, að hefja einstaka leikmenn upp til skýjanna og skilja síðan ekkert í því þegar liðið klikkar á sömu hlutum aftur og aftur. Þetta minnir illþyrmilega á stemmninguna í kringum enska landsliðið sem vinnur aldrei neitt þrátt fyrir mikil egó og góða leikmenn.
  Liðsstemmningin er bara ekki rétt hjá Liverpool og hefur ekki verið lengi. Við spilum ekki eins og liðsheild og það næst engin stöðugleiki og sjálfstraust þegar það eru alltaf 2-3 ómissandi smákóngar í liðinu sem aðrir leikmenn dýrka og hræðast til skiptis. Menn sem eru sjálfvaldir í liðið sama hvernig þeir standa sig á vellinum.

  Við vinnum ekkert í deildinni á að tala upp okkar eigin leikmenn í fjölmiðlum. Þar gildir alveg það sama og með stórglæst afrek Liverpool á 20.öldinni. Þetta hjálpar okkur ekkert árið 2012-13, lið óttast Liverpool ekki í dag.

  Það þarf einfaldlega að bora það stanslaust í hausinn á hverjum einasta leikmanni Liverpool að á þessum 90 mín í hverjum deildarleik skipta fyrri afrek leikmanns og félagsins gjörsamlega engu máli. Þú ert ekki betri en síðasti leikur sem þú spilaðir. Þessar 90 mín eru bara algert stríð og þú verður að gjöra svo vel að leggja þig 150% fram í hvert sinn. Perform or GTFO…

  Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef orðið áhyggjur af hvernig Rodgers talar í fjölmiðlum. Eintómt hrós eftir hverja getulausa frammistöðuna sóknarlega á fætur annarri. Það er eitt að byggja upp sjálfstraust ungra leikmanna, annað að afsaka hreina og klára meðalmennsku.

  Ef Reina vill fara til Arsenal þá er Walcott skiptidíll algjör no-brainer og kaupa síðan Butland. Ef við getum fengið Ba á slikk þá gildir það sama með Carroll skiptidíl. Downing verður að fara ekki seinna en strax áður en hans hræðsla og getuleysi smitar meira útfrá sér. Okkur vantar sárlega fleiri leikmenn sem geta leyst fleiri en 1 stöðu svo Sturridge væri mjög fín kaup að mínu mati, Ba er hinsvegar ekki nauðsyn.

  Við eigum að láta Diame og Tom Ince algerlega í friði enda fáránlegur bisness að kaupa squad leikmenn á 6m punda þegar við gátum fengið þá frítt síðasta sumar.
  Förum að kaupa loksins alvöru leikmenn í aðalliðið.
  Okkur sárvantar fleiri fyrirmyndir í Liverpool. Menn eins og t.d. Suarez sem líta á fótbolta eins og stríð og keyra sig út í hverjum leik. Menn sem spila af ástríðu og elska að spila fótbolta.

  Rodgers hefur tekist frábærlega að mótivera vissa menn, Suarez spilar frábærlega undir hans stjórn og Enrique hefur stórbætt sig skyndilega, ungir leikmenn eins og Sterling og Wisdom þroskast hratt hjá honum. Hann virðist fínn í man-management og getur gert góða leikmenn betri. Verður spennandi að sjá hvað gerist þegar hann fær loksins almennilega leikmenn í hendurnar.

  Þangað til verður hann að læra tala eins og sigurvegari.

 36. 42:
  “Menn verða nú aðeins að róa sig hérna í þessari Lucas dýrkun. Þetta nákvæmlega sama gerðist í fyrra, Lucas steig uppúr meiðslum og Liverpool spilaði vel fyrstu 2-3 leikina”

  Lucas var meiddur allt seinasta tímabil og kom ekki til baka fyrr en í lok undirbúningstímabilsins í sumar. Get your facts straight.

  “Lucas er ekki að fara bera þetta lið hærra upp töfluna, til þess er hann of passívur. Gerrard og annarhvor kanturinn verða að vakna allrækilega ef við eigum að eiga nema smávon á að stelast í 4.sæti.”

  Sástu leikinn? Gerrard átti sinn besta leik í langan tíma. Helduru að það hafi verið tilviljun? Lucas kemur með jafnvægi á miðjuna, vinnur varnarvinnu sem leyfir öðrum leikmönnum að sækja meira auk þess sem hann er ALLTAF mættur í að vinna alla bolta þegar liðið missir boltann.

  “Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef orðið áhyggjur af hvernig Rodgers talar í fjölmiðlum. Eintómt hrós eftir hverja getulausa frammistöðuna sóknarlega á fætur annarri. Það er eitt að byggja upp sjálfstraust ungra leikmanna, annað að afsaka hreina og klára meðalmennsku.”

  Síðan segiru

  “Hann virðist fínn í man-management og getur gert góða leikmenn betri”

  Er það að hrósa liðinu þegar það er heilt yfir að spila vel ekki en er óheppið, dómar að falla gegn liðinu og færanýting kannski ekki upp á sitt besta ekki bara partur af man-management?
  Það væri fáránlegt að drulla yfir liðið fyrir slæma framistöðu þegar við yfirspilum andstæðingana allan leikinn en nýtum bara ekki þau færi sem við fáum, helduru virkilega að það fari vel með móral liðsins?
  Svo er það bara ekki rétt að hann hafi ekki verið að afsaka slæmar frammistöður alltaf, hann hefur t.d. látið bæði Cole og Downing heyra það opinberlega og ekki verið ragur við að henda þeim verðskuldað úr liðinu.

 37. Ásmundur, við skulum sleppa öllum gífuryrðum. Það kemur í ljós eftir jólatörnina hvort að Lucas einn og sér hefur lyft liðinu algerlega upp og sé jafn nauðsynlegur og menn halda núna fram fyrir Liverpool og þetta leikkerfi. Tökum stöðuna frekar þá.
  Maðurinn er nýstiginn uppúr löngum erfiðum meiðslum og engin trygging fyrir því að leikformið og stöðugleikinn sé til staðar strax.

  Rodgers hefur verið að hrósa t.d. Gerrard o.fl. í hástert þrátt fyrir hreint út sagt hræðilegar frammistöður, hann spilaði vel síðast en maður veit ekkert hvað það endist enda kallinn að komast á aldur.
  Ég skil menn sem fyllast Kærleiksbjarnar ofurbjartsýni eftir þennan Southampton leik enda tímabilið verið hræðilegt og fáir ljósir punktar. En það eru bara of margar veilur í leikmannahópnum og við spilum ekki nægilega heilsteypt sem lið undanfarin ár til að ég geti tekið undir með kórnum um að endurkoma Lucas sé að fara breyta öllu. Það munu bara ný vandamál poppa upp og lið finna lausnir á okkar leik.

  Við verðum að kaupa skynsamlega í janúar og bæta liðsmóralinn til eiga einhvern möguleika á 3-4.sæti. Núverandi hópur þó allir væru í toppformi er bara ekki nógu heilsteyptur til mikilla afreka.

 38. 36 Það er frekar fyndið hvað þessi lýsing á Ba passar eiginlega alveg nákvæmlega við Carroll áður en hann var keyptur frá sama liði.

Liverpool 1 Southampton 0

Udinese úti